Tíminn - 13.11.1945, Side 2
2
TfrlTVTV. þrlðjndagiim 13. nov. 1945
86. blað
Þriðjudagur 13. nóv.
Húsnæðismálin
Það mun almennt viðurkennt
nú orðið, að það sé ein frum-
skylda hvers siðaðs þjóðfélags
að tryggja þegnunum viðunandi
húsakynni. Bæði andleg og lík-
amleg heilbrigði hverrar þjóðar
er i mikilli hættu, ef stór hluti
hennar býr við óviðunandi kjör
í þessum efnum. Þess vegna er
það sameiginlegt vandamál, sem
þjóðfélagið verður að beita sér
fyrir að leysa, að tryggja öllum
sæmilegan húsakost.
Því fer fjarri, að viðurkenn-
ingin á þessu mannréttindamáli
hafi fengizt baráttulaust. íhald
allra landa hefir staðið sem
múrveggur á móti. Fyrsta sporið,
sem stigið var í þessa átt hér á
landi, Byggingar- og landnáms-
sjóður, sætti harðri mótspyrnu
íhaldsins. Þá var mótspyrna
þess gegn verkamannabústöð-
unum ekki síður harðskeytt.
Með lögunum um Byggingar-
og landnámssjóð, verkamanna-
bústaði og samvinnubyggingar-
félög hefir verulegt áunnist í
þá átt að bæta húsakynni lands-
manna. Reynslan sýnir þó, að
þörf er enn stórfelldari athafna.
Þess vegna hefir Framsóknar-
flokkurinn, sem upphaflega átti
forgönguna um öll þessi mál,
lagt fram á Alþingi tvö frv. um
stórfelldar endurbætur þeirra.
Fyrra frv. er um breytingar á
byggingar- og landnámssjóði og
seinna frv. um byggingarlána-
sjóð, er veiti lán til verka-
mannabústaða og samvinnu-
bygginga í kauptúnum og kaup-
stöðum. Verði frv. þessi sam-
þykkt, myndi fást stórum meira
fjármagn til þessara bygginga
og lánskjörin verða hagstæðari,
svo að flestir eða allir ættu að
geta notfært sér þessa opinberu
aðstoð til að eignast fullnægj-
andi húsakynni. *
Nauðsyn þessara löggjafar-
endurbóta mætti vera öllum ljós.
Á mörgum jörðum eru enn svo
léleg húsakynni, að fólkið verður
að flýja þær, ef það fær ekki
meiri aðstoð til að byggja að
nýju. Víða í kauptúnum er mik-
ið af fullkomlega óhæfum íbúð-
um og í höfuðborginni sjálfri
búa þúsundir manna í her-
mannaskálum og öðrum óhæf-
um húsakynnum. í skjóli þess-
ara húsnæðisvandræða, þrífst
hið glæpsamlegasta okur. Hér er
einmitt fólgin ein höfuðorsök
dýrtíðarinnar í höfuðstáðnum,
sem ekki verður bætt úr öðruvísi
en að fólkið geti aflað sér húsa-
kynna með viðráðanlegu móti.
Frv. Framsóknarflokksins um
byggingarmálin er því ekki að-
eins menningar- og heilbrigðis-
mál, heldur stór þáttur í því
að gera niðurfærslu dýrtíðarinn-
ar mögulega.
Jafnhliða slíkum ráðstöfun-
um þarf vitanlega að gera ýms-
ar fleiri. Það þarf að vinna að
lækkun .byggingarkostnaðarins.
Að því miðar það ákvæði í bygg-
ingarlánasjóðsfrv., að sjóðurinn
komi sér upp teiknistofu og hafi
fasta byggingameistara í þjón-
ustu sinni. Þá þarf um skeið að
stöðva allar luxusbyggingar og
ónauðsynlegri stórbyggingar,
svo að ekki verði hörgull á
vinnuafli og byggingarefni með-
an verið er að koma upp nauð-
synlegasta húsnæðinu.
Það vantar ekki, að stjórnar-
flokkarnir tali mikið um þessi
mál og skammi hverir annan
fyrir aðgerðarleysið. En jafn
sameiginlegt eiga þeir það líka
að hafast ekki neitt að í þessum
málum, hvorki í ríkisstjórn eða
á Alþingi. Þess vegna er ástandið
í þessum efnum nú stórum verra
en þegar þeir tóku við völdum
í fyrra. Áðurgreind frumvörp
Framsóknarflokksins munu
gera stjórnarflokkunum ókleift
að sofa lengur í þessum málum.
Þróunin erlendis
Undanfarna mánuði hafa far-
ið fram kosningar í mörgum
löndum Evrópu. Kosningar þess-
ar eru ljóst tíæmi þess, hvert
þróunin stefnir í þessum lönd-
um.
Á ííðatiattcfi
lent yfirlit
Dönsku kosningarnar
í ætt við Göbbels.
Skrif Mbl. um stjórnarand-
stöðu sýna tvennt, sem veita
ber athygli. Þau sýna hina raun-
ver ulegu st j órnmálaandstöðu
blaðsins, sem nú er reynt að
dylja með yfirlýsingum um
fylgi við vestrænt lýðræði. Þau
sýna líka vel, hver málstaður
stjórnarinnar muni vera.
Fyrst eftir að stjórnin kom til
valda, hélt Mbl. því fram, að
stjórnarandstaða væri raun-
verulega þjóðfélagslegur glæpur.
Stjórnmálaflokkarnir ættu að
standa saman um ríkisstjórn,
hvað sem skoðanamun liði. Þeir,
sem væru í stjórnarandstöðu,
brygðust skyldum sínum og
væru réttdæmdir óvinir þjóðfé-
lagsins.
í ýmsum greinum, sem núv.
forseti sameínaðs Alþingis
skrifaði um þær mundir, var
þessum glæpaaðdróttunum sér-
staklega haldið á lofti og m. a.
ymprað á því, að réttast væri
að banna Tímann.
Þessi fordæming á stjórnar-
andstöðu, sem sór sig fullkom-
lega í ætt við stjórnarfar naz-
ismans og kommúnismans, fékk
hins vegar engan hljómgrunn
hjá þjóðinni og margir stjórn-
arsinnar treystust ekki til ann-
ars en að fordæma hana, eins
og t. d. Guðmundur Hagalín á
Akureyrarfundinum í sumar.
Mbl. og fylgifiskar þess hafa því
tekið upp nýja starfshætti. Þeir
*eru fólgnir í því að stimpla allt,
sem stjórnarandstæðingar segja
og gera, siðleysi og róg og öðrum
slíkum~ nöfnum. Einkum er
þessum siðleysisbrigzlum beint
að Tímanum vegna þess, að það
hefir einkum fallið í hans hlut
að gagnrýna stjórnina. Því
fleiri og gildari rök, sem Tím-
inn hefir fært máli sínu til
sönnunar, þeim mun .fleiri og
háværari hafa siðleysisbrigzl
Mbl. orðið.
Þetta sver sig einnig í ætt
við Göbbels sáluga, er reyndi að
brennimerkja gagnrýni and-
stæðinganna með svipuðum að-
ferðum. Siðleysisbrigzl Mbl.
sýna, að ritstjórar þess hafa
engu gleymt og ekkert lært síð-
an þeir töldu þýzka nazismann
hina miklu fyrirmynd. Hún
sýnir líka hver málsstaður
stjórnarinnar muni vera, þar
sem aðalblað hennar getur ekki
mætt gagnrýni andstæðing-
anna með rökum, heldur reynir
að verja sig með sömu aðferð-
inni og Göbbels heitinn.
Lýðræðið og aðstaða
minnihlutans.
Það mætti vera ljóst öllum,
sem nokkuð hugsa það mál, að
lýðræðið byggist á því, að minni-
hlutinn hafi rétt og aðstöðu til
að gagnrýna stjórnarathafnir
meirihlutans. Þessa aðstöðu er
hægt að eyðileggja með mörgu
móti. Það er hægt með því að
svipta minnihlutann alveg
þessari aðstöðu, eins og gert er
í þeim löndum, þar sem rúss-
neska einræðið drottnar. Það er
líka hægt með því, að meirihlut-
inn beiti þeirri aðferð áð
stimpla alla gagnrýni minni-
hlutans siðleysi og róg, í stað
þess að svara henni með rök-
um. Því grundvallaratriði lýð-
ræðisins, að málin séu rökrædd
og skýrð, er þá kippt í burtu,
og eftir það vill oft verða
skammt til einræðisins.
Fyrir alla þá, sem vilja treysta
og efla lýðræðið, er því vert að
veita fyllstu athygli þeim starfs-
háttum Mbl., að svara stjórnar-
andstæðingunum með siðleys-
isbrigzlum í stað röksemda. Nái
slíkir starfshættir að blómgast,
án þess að vera fordæmdir af
þjóðinni, er ekki víst, að lýðræð-
ið eigi hér langan aldur, heldur
verði það leyst af hólmi með
rauðu eða brúnu eýiræði fyrr
%n varir. Því aðeins verður
lýðræðinu viðhaldið, að leik-
reglum þess sé haldið í heiðri,
en ein sú helzta eru rökstuddar
og prúðmannlegar umræður um
þjóðmálin.
Málamyridarbarátta gegn
kommúnistum.
Mörgum finnst hálfbroslegt að
lesa Mbl. um þessar mundir.
Þar linnir nú ekki þeim skrif-
um, að kommúnistar séu ein-
ræðisflokkur og því verði að
hindra viðgang þeirra á allan
hátt. Þetta er vissulega hverju
orði sannara, en það er hins
vegar illa samrímanlegt þeirri
yfirlýsingu formanns Sjálfstæð-
isflokksins um síðastl. áramót,
að framtíð lýðræðisins á íslandi
byggist einkum á því, að kom-
múnistar fáist til að vera í rík-
isstjórninni. Það samrímist líka
illa því, að sjálfstæðismenn hafa
nú stjórnarsamvinnu við kom-
múnista og hafa falið þeim yf-
irstjórn ríkisútvarpsins og upp-
eldismálanna og láta þá hafa
forgönguna um hina svokölluðu
„nýsköpun“ á sviði sjávarút-
vegsins, sem blöð Sjálfstæðis-
flokksins keppast ekki hvað
sízt við að auglýsa. Slíkt miðar
vissulega ekki að fylgisrýrnun
kommúnista né gerir þeim erf-
iðara fyrir að koma ár sinni vel
fyrir borð.
Sannleikurinn mun líka sá, að
forkólfar Sjálfstæðisflokksins
munu ekki una því svo illa, þótt
kommúniátar eflist. Þeir trúa
því, að eflist kommúnistar,
harðni andstaðan gegn þeim og
komi fyrr en síðar svartasta auð-
valdinu til valda, líkt og varð á
Ítalíu og Þýzkalandi á sinni tíð.
Þess vegna hjálpuðu þeir líka
kommúnistum til að ná yfirráð-
um í verkalýðsfélögunum. Hins
vegar sjá forkólfar Sjálfstæðis-
flokksins, að einræðisstefna
kommúnista mætir nú vaxandi
andúð. Það ætla þær að reyna
að nota sér með því að látast
vera allra harðastir gegn kom-
múnistum. En þeim mun ekki
heppnast að leika þannig tveim-
ur skjöldum. Þeim mun ekki
takast að látast vera aðaland-
stæðingar kommúnista, en vinna
samhliða að þvlí- að efla þá.
Kjósendur munu bæði fordæma
kommúnistana og forkólfa
Sjálfstæðisflokksins, sem vinna
að þvi að efla þá, þótt það sé
af sérstökum hvötum gert.
Er nazisminn dauður?
Áreiðanlega munu hin fjálg-
legu skrif Mbl. nú um ágæti
vestræns lýðræðis koma mörg-
uin ókunnuglega fyrir sjónir.
Sú var tíðin, að blaðið átti ekki
mörg orð vestrænu lýðræði til
varnar, en nazisminn var eft-
irlæti þess og fyrirmynd.
Einhverjir kunna að halda, að
þetta stafi af heiðarlegum
sinnaskiptum, enda sé nazism-
inn dauður. Það síðara er þó
vissulega mikill misskilningur.
Nazisminn er dauður í bili, en
auðmannastéttin er hins vegar
áreiðanlega ekki af baki dottin
með það að tryggja sér völdin
með þvílíkum hætti. Það blæs
hins vegar ekki byrlega fyrir
slíkum áformum um stund og
þess vegna þykir nú hyggilegast
að látast vera heiðarlegur lýð-
ræðissinni og tjá vestrænu lýð-
ræði ást sína og umhyggju. En
(Framhald ú 8. síðu)
Seinast í fyrra mánuði fóru
fram kosningar til Fólksþings-
ins eða neðri deildar danska
þingsins. Kosningabaráttan var
mjög hörð og úrslitin jafnan
talin tvisýn, enda urðu þau að
ýmsu leyti á aðra leið en við
var búizt.
Niðurstaða kosninganna varð
í stuttu máli þessi: Jafnaðar-
menn fengu 671 þús. atkv. og 48
þingmenn, vinstri menn fengu
480 þús. atkv. og 38 þingmenn,
íhaldsflokkurinn 378 þús. atkv.
og 26 þingmenn, kommúnistar
255 þús. atkv. og 18 þingmenn,
radikalir 167 þús. atkv. og 11
þingmenn, Dansk Samling 63
þús. atkv. og 4 þingmenn og
Retsforbundet 58 þús. og 3
þingmenn.
Kosningar til Fólksþingsins
næst á undan þessum fóru fram
1942. Séu borin saman úrslitin
þá og nú, hafa jafnaðarmenn
tapað 223 þús. atkv. og 18 þing-
mönnium, íhaldsmenn 48 þús.
atkvæðum og 5 þingmönnum,
radikalir 8 þús. atkvæðum og
tveimur þingmönnum, en 'vinstri
menn hafa unnið 103 þús. at-
kvæði og 10 þingmenn, Dansk
Samling 20 þús. og einn þing-
mann og Retsforbundet 4 þús.
atkv. og einn þingmann. Kom-
múnistaflokkurinn var þá bann-
aður. í kosningunum 1939 fengu
jafnaðarmenn 64 þingsæti, í-
haldsmenn 26, vinstri menn 30,
radikalir 14, kommúnistar 3,
Retsforbundet 3, nazistar 3 og
Bændaflokkurinn 4. Síðast-
nefndi flokkurinn var stór-
bændaflokkur, en studdist við
L. S. hreyfinguna svonefndu.
Það, sem telja má athyglis-
verðast við dönsku kosningarn-
ar, er m. a. þetta:
Jafnaðarmenn hafa misst
mikið fylgi, og virðist það hafa
farið til kommúnista. Tap jafn-
aðarmanna má vafarlaust skýra
að einhverju leyti með því, að
þeir urðu að bera meginábyrgð
á samvinnunni við Þjóðverja
fyrstu hernámsárin, enda þótt
hún væri þá almerint talin þjóð-
arnauðsyn. Kommúnistar létu
mikið á sér bera í frelsishreyf-
ingunni og hafa vafalaust unnið
á því, en fyrsta árið gengu þeir
þó lengra en allir aðrir til sam-
starfs við Þjóðverja, að nazist-
unum undanskildum, enda var
vináttusáttmáli Rússa og Þjóð-
verja þá í fullu gildi. Vafaiaust
hafa kommúnistar og grætt á
því, að enn virðist ríkja talsverð
óöld í Danmörku, en slíkt á-
stand hentar þeim bezt. Það er
t. d. talið, að fylgi þeirra hefði
orðið ennþá meira, ef kosið hefði
verið fyrr, en þá var óróinn i
landinu stórum meiri.
íhaldsmenn hafa tapað tals-
verðu fylgi, en þeir höfðu gert
sér vonir um að hagnast af
íorustu Christmas Möllers. Tal-
ið er, að samstarf þeirra við
kommúnista hafi mjög spillt
íyrir þeim og þaö hafi m. a.
orðið þess valdandi, að þeir
hafi misst ýmsa fylgismenn
sína yfir til þeirra.
Sigur vinstri flokksins, sem
er bændaflokkur, mun byggjast
á því, að bændur hafi talið
nauðsynlegt að þoka sér saman,
þar sem framundan eru harð-
ar deilur um verðlagsmál land-
búnaðarins.
Fyrir kosningarnar lýstu jafn-
aðarmenn yfir því, að þeir
myndu ekki taka þátt í sam-
stjórn með öðrum flokkum. Þá
tóku þeir og sérstaklega fram,
að þeir myndu eigi mynda stjórn
með kommúnistum. Við þessar
yfirlýsingar sínar stóðu þeir, er
konungur sneri sér til þeirra
eftir kosningarnar og fór þess á
leit við þá, að þeir hefðu for-
göngu um stjórnarmyndun.
Konungur sneri sér því til for-
ingja vinstri flokksiins, Knud
Kristensen, og fól honum að
mynda stjórn. Kristensen reyndi
fyrst að mynda samstjórn borg-
araflokkanna þriggja, vinstri
manna, radikala og íhalds-
manna, en bæði íhaldsmenn og
radikalir skoruðust undan því.
Niðurstaðan varð því sú, að
Kristensen myndaði hreina
stjórn. Er hann fyrsti bóndinn,
sem verður forsætisráðherra í
Danmörk.
Um framtíð þessarar stjórnar
er erfitt að segja á þessu stigi,
en hún getur orðið völt í sessi,
þar sem hún styðst aðeins við
(Framhald á 8. síðu)
Fyrstu kosningarnar fóru
fram í Svíþjóð á siðastl. hausti.
Kommúnistar, sem höfðu haft
þá sérstöðu að vera eini stjórn-
arándstöðuflokkurinn, -uku fylgi
sitt miklu minna en við var bú-
izt. íhaldsmenn töpuðu stór-
lega. Bændaflokkurinn, sem er
frjálslyndur miðflokkur, vann
miláið á, og Jafnaðarmanna-
flokkurinn, sem þróazt alltaf
meira og meira í þá átt að vera
róttækur miðflokkur, hélt nokk-
urn veginn fylgi sínu, þótt gagn-
rýnin á stjórnarstefnunni hefði
mætt mest á honum.
í Bretlandi fóru fram kosn-
ingar í sumar. íhaldsmenn stór-
töpuðu og kommúnistar fengu
aðeins tvö þingsæti. Verka-
mannaflokkurinn og frjálslyndi
flokkurinn stóruku atkvæða-
tölu sína, þótt sá síðarnefndi
bætti ekki við sig þingsætum
vegna kosningafyrirkomulags-
ins.
í Noregi fóru fram kosningar
í haust. íhaldsmenn stórtöp-
uðu. Kommúnistar fengu miklu
minna fylgi en þeir höfðu búízt
við. Jafnaðarmenn, sem fylgja
þar hóflegri umbótastefnu, uku
fylgi sitt og fengu hreinan
meirihluta.
í Frakklandi fóru fram kosn-
ingar í haust. íhaldið stórtap-
aði fylgi. Kommúnistar fengu
miklu minna fylgi en spáð hafði
verið. Katólski lýðveldisflokkur-
inn, sem er frjálslyndur mið-
flokkur, jók fylgi sitt mest allra
flokka, og Jafnaðarmenn, sem
nálgast það að vera róttækur
miðflokkur, unnu talsvert á.
í Danmörku fóru fram kosn-
ingar í haust. íhaldsflokkurinn
tapaði þar fylgi. Kommúnistar
unnu hins vegar talsvert á, en
þó ekki svo, að áhrifa þeirra
muni gæta verulega. Bænda-
flokkurinn bætti þar við sig
100 þús. atkvæðum og 10 þing-
sætum.
Þannig má segja að það sé
þrennt, er nokkurn veginn ein-
kenni öll þessi kosningaúrslit:
íhaldsflokkarnir, flokkar auð-
manna og milliliða, hafa und-
antekningariaust tapað alls
staðar.
Kommúnistar hafa hvergi
unnið verulega á og fengið miklu
minna fylgi en búizt var við, að
þeir myndu fá vegna upplausn-
arinnar, sem leitt hefir af styrj-
öldinni.
Frjálslyndir umbótaflokkar
og miðflokkar hafa yfirleitt unn-
ið n?>kið á. Sigrar þeirra sýna,
að þjóðirnar óska eftir róttækri
umbótastefnu, sem byggir starf
sitt á lýðræðisgrundvelli, en
hvorki eftir íhaldi eða kommún-
isma.
Hér á landi standa nú fyrir
dyrum tvennar kosningar,
sveita- og bæjarstjórnarkosn-
ingar og þingkosningar.Það mun
koma í ljós, hvort íslendingar
hafa lært af þróuninni erlendis
eða hvort þeir hafa þá sérstöðu
að telja annað hvort íhaldið
eða kommúnismann betra en
frjálslynda umbótastefnu. Sú
stefna er hérlendis borin uppi
af Framsóknarflokknum. Um
hann og þá, sem kunna að hafa
samvinnu við hann, munu þeir
menn fylkja sér, sem vilja að
hér ríki umbótasöm stjórnar-
stefna, eins og nú er raunin í
flestum nágrannalöndunum.
í Skutli 3. þ. m. eru dönsku kosn-
ingaúrslitin gerð að umtalsefni. Skut-
ull segir:
„Að undanförnu hafa íslenzkir
kommúnistar látið svo, sem sigrar
jafnaðarmanna bæði í Bretlandi og
Noregi væru eiginlega þeirra sigrar
jafnframt. Þeir hafa látíð svo, til
þess að hylja sínar eigin ófarir í
þessum löndum, sem jafnaðarmenn
og kommúnistar væru eiginlega eitt
og hið sama.
En við kosningaúrslitin í Dan-
mörku mun breytast í þeim hljóð-
ið. Það mun ekki verða á það drep-
ið í blöðum kommúnista næstu
daga og vikur, að ósigur jafnaðar-
manna 1 Danmörku sé eiginlega
líka þeirra ósigur, þv£ að þessir
flokkar séu svo náskyldir að eðli og
stefnu. — Nei, á það verður ekki
minnzt, lesendur góðir. Nú verður
því hiklaust haldið fram, að einn
höfuðandstæðingur kommúnismans
hafi orðið fyrir verulegum hnekki,
og er það stórum sönnu nær, en
flaðurkenndur falstónn seinustu
vikna í kommúnistískum blöðum."
Skutull minnist þessu næst á það
ógnarástand, sem hernám Þjóðverja
hefir skapað 1 Danmörku. Hann segir:
„Fer það ekki milli mála, að ógn-
aröld ríkti bókstaflega í landinu
fyrst eftir uppgjöf nazismans, og
ennþá mun eima eftir af því á-
standi. í þeim hitasóttarórum þjóð-
arinnar var það sem íslendingurinn
Guðmundur Kamban var myrtur,
og nú rétt nýlega féll löglegur valds
maður dönsku ríkisstjórnarinnar
fyrir byssukjöftum trylltra morð-
ingja.
Ofbeldið þýzka hefir fætt af sér
gagnofbeldi, og er það ekkert nema
það, sem við mátti búast. Öfgar
nazismans hafa alið af sér öfgar
. kommúnismans, enda er það áður
margstaðfest af reynslu sögunnar:
Það er því síður en svo glæsilegur
vitnisburður um eðli kommúnism-
ans, að í sjúku þjóðfélagi, mörk-
uðu af mannhatrl. kúgim og
grimmd, skuli vaxtarmöguleikar
kommúnismans einmitt reynast
mestir. — En þessi sönnum er það
einmitt, sem dönsku kosningarnar
leggja öllum upp í hendurnar, svo
greinilega, að ekki er um að villast.“
Við þetta má bæta því, að kommún-
istar hér hafa farið í ríkisstjórnina
í því eina augnamiði, að fylgt yrði
fjármálastefnu. sem skapar sjúkt á-
stand í þjóðfélaginu. Þeir vita, að
slikt ástand hjálpar þeim bezt til að
koma ár sinni vel fyrir borð. Þeir, sem
telja sig umbótamenn hér, ættu þvi
sannarlega ekki að glepjast til stjórn-
arsamvinnu við kommúnista, frekar en
t. d. jafnaðarmenn hafa gert í Sví-
þjóð, Noregi og Danmörku. Það mættu
Alþýðuflokksmenn alveg sérstaklega
hugleiða.
* # , *
í forustugrein Alþýðublaðsins 8. þ.
m. segir svo um sýningar þær, sem
borgarstjórinn í Reykjavík hefir haft
undanfarið á framkvæmdum bæjarins:
„Það hefir lengi verið í frásögur
fært og haft að spotti, hvernig
Potemkin, hinn nafntogaði hers-
höfðingi og gæðingur Katrinar
annarrar Rússadrottningar á átj-
. ándu öld, lét byggja gerviþorp og
gerviborgir meðfram fljótum Suð-
ur-Rússlands áður en drottningin
fór þar um, til þess að sýna henni,
hvílíkar framfarir þar hefðu orðið
undir stjórn hans. — Það fer ekki
hjá því, að ýmsum hafi komið þessi
saga í hug, þegar þeir heyrðu það
í gær, að Bjarnl Benediktsson borg-
arstjóri ihaldsins í Reykjavik, hefði
ekið með blaðamenn á ýmsa út-
valda staði .bæjarins til þess að
sýna þeim, áður en til kosninga
verður gengið um nýja bæjarstjórn,
hvílíkar byggingarframkvæmdir 1
hafi verið ráðizt undir stjórn hans.
Nú verður það að vísu ekki sagt,
að blaðamönnunum hafi verið sýnd
Potemkinsþorp í stíl við þau, sem
Katrín önnrn- fékk að sjá endur
fyrir löngu. Bjarni Benediktsson
veit, að Reykvíkingar láta ekki
bjóða sér upp á slíkt. Þess vegna
hefir hann og íhaldsmeirihlutinn
í bæjarstjórn séð sig til þess knúinn
að gera við nokkrar götur á þessu
síðasta ári fyrir bæjarstjórnar-
kosningar, byggja nokkur íbúðar-
hús og skólahús og lappa upp á
önnur eldri til þess að eitthvað sé
að sýna, á eitthvað sé hægt að
benda stjórn hans til vegsemdar,
áður en háttvirtir kjósendur verði
kallaðir að kjörborðinu. Það er
hugsun Potemkins, þó að ekki værl
hægt að komast af með eins fyrir-
hafnarlitlar blekkingar og hin
frægu gerviþorp hans.
Bæjarstjórnarkosningarnar, ótt-
inn við háttvirta kjósendur, hafa-
þannig að minnsta kosti neytt bæj-
arstjórnaríhaldið til þess að nudda
stirurnar úr augunum og hafast
eitthvað að í nokkra mánuði.. ; .
En svo var það ýmislegt, sem
Bjarni Benediktsson ók fram hjá
með blaðamennina, en áreiðanlega
hefði getað orðið lærdómsríkt fyrir
þá, engu að síður en það, sem þeir
fengu að sjá. Borgarstjórinn gætti
þess til dæmis vel, að ekki værl
staðnæmzt við hermannaskálana,
þar sem 1500 Reykvíkingar, þar af
um 650 börn og unglingar innan
sextán ára, verða nú að hírast við
kulda, vosbúð og hvers konar skort,
í húsakynnum, sem ekki er mönn-
um bjóðandi. Þar er þó athyglis-
verð mynd af því, hvernig íhaldið
hefir stjórnað Reykjavík á mestu
veltiárunum, sem yfir hana hafa
gengið. Og þó að „braggahverfin"
verði áreiðanlega ekki höfð til sýn-
is fyrir bæjarstjórnarkosningarnar
í vetur, munu Reykvíkingar áreið-
anlega ekki gleyma þeim, þegar
þeir verða kallaðir að kjörborðinu."
Við þetta má svo bæta því, að and-
stæðingar ihaldsins hafa fyrir löngu
síðan hafið baráttu fyrir þeim fram-
kvæmdum, sem Bjarni var að sýna,
og þær myndu því hafa verið gerðar
miklu. fyrr, ef ihaldið hefði ekki haft
aðstöðu til að tefja þær. ■