Tíminn - 13.11.1945, Blaðsíða 4
4
TtMBVJV, liriðjndagiim 13. nóv. 1945
86. blað
Þrjú frumvörp til laga um hafnarbætur
Þórshöfn — Hornafjörður — Bakkafjörður
í dýragarði
Þetta gœti verið œttmóðir Adams með son sinn
Villisvín að róta í hálminum
Framsóknarmenn hafa lagt
fram á Alþingi þrjú frumvörp
um hafnarmál. Björn Kristjáns-
son flytur frumvarp um lands-
höfn á Þórshöfn, Páll Þorsteins-
son flytur frumvarp um breyt-
ingu hafnarlaga fyrir Horna-
fjörð og Páll Zophóníasson flyt-
ur frumvarp um lendingarbætur
í Höfn í Bakkafirði.
Frumv. þessara verður getið
hér á eftir.
Landshöfn á Þórshöfn.
í frumvarpi Björns um lands-
höfn á Þórshöfn segir svo i
fyrstu greininni:
„Ríkisstjórnin lætur gera höfn
í Þórshöfn í Sauðanesherppi. Til
hafnargerðarinnar má verja allt
að kr. 3250000,00. Skal einn þriðji
fjárhæðarinnar greiddur úr rík-
issjóði, þegar fé er veitt til þess
í fjárlögum, en tveir þriðju hlut-
ar skulu teknir að láni gegn veði
í mannvirkjum hafnarinnar, og
er ríkisstjórninni heimilt fyrir
hönd ríkissjóðs að ábyrgjast
lánið, allt að kr. 2166600,00.“
í greinargerð frumvarpsins
segir:
„Frumvarp þetta er flutt sam-
kvæmt beiðni hafnarnefndar
Þórshafnarkauptúns og hrepps-
nefndar Sauðaneshrepps.
í lok síðasta Alþingis var út-
býtt til þingmanna í handriti
frumvarpi til laga um landshöfn
í Njarðvíkum frá milliþinga-
nefnd í sjávarútvegsmálum, en
vegna þess, hve skammur tími
var þá til þingslita, var frum-
varp þetta ekki lagt fyrir Al-
þingi að því sinni.
Enginn greinargerð mun hafa
fylgt frumvarpi þessu, en sjálf-
sagt hefir það vakað fyrir milli-
þinganefndinni að skapa aukin
og bætt skilyrði til sjósóknar við
Faxaflóa með byggingu öruggrar
hafnar á þessum stað, og jafn-
framt mun hún hafa litið svo á,
að útilokað mundi vera, ' að
hafnargerð þessi gæti komizt til
framkvæmda með öðru móti en
því, að ríkissjóður legði fram
allan kostnað, sem af henni
leiddi.
Eins og kunnugt er, hafa nú
verið gerðir samningar við er-
lendar og innlendar skipasmíða-
stöðvar um smíði fjölda nýtízku
veiðiskipa, og er þess áð vænta.
að með þessum skipakaupum
muni auðlegð hafsins við strend
ur landsins notast betur en
kostur hefir verið á til þessa.
En til þess að endurnýjun og
stækkun veiðiflotans komi að
fullu gagni, mun verða óhjá-
kvæmilegt að bæta skilyrði til
útgerðar á fleiri stöðum við
strendur landsins með umbótum
á hafnarmannvirkjum þeim, er
fyrir eru, og byggingu nýrra
hafna. En því miður eru slík
mannvirki ákaflega dýr og af
þeirri ástæðu víða ofvaxin hlut-
aðeigandi héruðum og þess
vegna því aðeins framkvæman-
leg, að ríkissjóður standi undir
kostnaðinum að öllu leyti.
Á sumum stöðum við strendur
landsins eru auðug fiskimið, en
slæmar hafnir, sem útiloka sjó-
sókn á stærri bátum eða skipum.
Einn af þeim stöðum er Þórs-
höfn á Langanesi. Fiskimið eru
þar ein hin beztu hér við land,
en vegna þess, hve hafnarmann-
virki eru þar ófullkomin, hefir
ekki verið hægt að gera þar út
nema trillubáta eða litla dekk-
báta. Undanfarin ár hafa að
vísu haldið þar til yfir hásumar-
ið nokkrir 20—30 smál. bátar
frá Austfjörðum, en vegna ör-
yggisleysis í höfninni hafa bátar
þessir jafnan orðið að hverfa
heim, þegar liðið hefir að hausti.
Væri þarna hins vegar örugg
höfn, mundu þar vera mjög á-
litleg skilyrði til sjósóknar á
stórum vélbátum að hausti og
vetri, því að oft er góður afli á
vetrum skammt undan landi,
þegar svo vel viðrar, að sjósókn
er möguleg á smábátum, og lík-
legt, að meiri væri aflavon á
djúpmiðum, ef skip væru fyrir
hendi til sóknar þangað.
Auk nálægðar við góð fiski-
mið hefir Þórshöfn það til sins
ágætis, að ræktunarskilyrði eru
þar betri en í flestum, ef ekki
öllum öðrum sjóþorpum hér á
landi, en víðlendar landkosta-
sveitir liggja að kauptúninu. Ef
þörf þætti að reisa nýjar síldar-
verksmiðjur til viðbótar þeim,
sem fyrir eru og ákveðið er að
reisa á næstu árum, hygg ég, að
fáir staðir muni vera álitlegri
til síldariðnaðar en Þórshöfn,
þegar þar er komin örugg höfn.
Þá má og benda á það, að þegar
svo væri komið, mundi þarna
verða tryggt athvarf fyrir báta
og skip úr öðrum verstöðvum. Er
af öllu þessu auðsætt, að Þórs-
höfn hefir mjög góð skilyrði til
þess að verða stór og fjölmenn
útgerðarstöð, þegar þar er kom-
in góð höfn.
Fyrir nokkrum árum lét vita-
málaskrifstofan gera nákvæma
uppmælingu á höfninni, og á
þessu ári hefir skrifstofan enn
fremur látið gera uppdrátt og
kostnaðaráætlun um hafnar-
mannvirki, sem við það eru mið-
uð, að þar verði komið upp ör-
uggri höfn með hafskipabryggju.
Er gert ráð fyrir, að þessi mann-
virki muni kosta kr. 3242000,00.
Eru ákvæði frumvarps þessa um
kostnað við hafnargerðina
byggð á þessari áætlun.
Að öðru leyti er frumvarp
þetta samhljóða frumv. milli-
þinganefndarinnar í sjávarút-
vegsmálum um landshöfn í
Njarðvíkum.“
Hafnarbætur
í Hornaflrði.
Á frumv. Páls Þorsteinssonar
um breytingu á lögum um höfn
á Hornafirði, er lagt til, að rík-
issjóður veiti 1.080 þús. kr. til
hafnargerðar eða þrjá fimmtu
hluta kostnaðar og ábyrgist 720
þús. kr. lán er hafnarsjóður
Hafnarkauptúns tekur að láni.
í greinargerð frumv. segir svo:
„Árið 1935 voru fyrst sett lög
um hafnargerð á Hornafirði.
Samkvæmt þeim lögum var
heimilað að verja til hafnar-
framkvæmda þar 130 þús. kr.
Var unnið fyrir nokkurn hluta
þeirrar upphæðar um sama leyti
og lögin voru sett. Með því var
þó ekki leyst af hendi nema lítið
eitt af því, sem gera þarf'til
endurbóta á höfninni.
Þegar séð var, hvað hin fyrsta
framkvæmd kostaði, varð aug-
ljóst, að fjárframlag það, sem
hafnarlögin heimiluðu, var alls
ekki fullnægjandi og þeim mun
síður, er dýrtíðin óx.
Á þinginu 1942—43 var því
hafnarlögunum breytt í það horf
að heimilað var að leggja fram
samtals hálfa milljón króna til
hafnargerðarinnar. Þá hafði
ekki verið rannsakað til fulls,
hvað gera skyldi, svo að ekki
þótti gerlegt þá að spenna bog-
ann meira en gert var.
Síðan hafa verið gerðar at-
huganir um nauðsynlegar um-
bætur á höfninni. Hefir vita-
málaskrifstofan nú lokið við á-
ætlanir og uppdrátt að þeim
framkvæmdum, sem fyrirhug-
aðar eru á þessum stað. Kemur
þá í ljós, að það fjárframlag,
sem hafnarlögin heimila til
framkvæmdanna, muni reynast
allt of lág. Kostnaðaráætlun
vitamálastjóra fylgir hér með.
Nær hún yfir flestar þær fram-
kvæmdir, sem rætt hefir verið
um að gera þyrfti á þessum stað,
þótt ekki sé fullráðið um þau
verk, sem sumir liðir áætlunar-
innar fjalla um.
Kostnaðaráætlunin nemur
samtals 360 þús, kr. Er þá miðað
við verðlag, eins og það var fyr-
ir stríðið. Þess vegna má ætla,
að kostnaðurinn reynist nú fjór-
um til fimm sinnum hærri en
þar er talið, og eru ákvæði frum-
varpsins miðuð við það. Hér er
því farið fram á að breyta á-
kvæðum laganna í það horf að
heimila einnar millj. og átta
hundruð þús. króna framlag til
hafnarbóta á þessum stað.
Hornafjörður er í senn eini
verzlunarstaður Austur-Skafta-
fellssýslu og mikil veiðistöð. Um
það eiga héraðsbúar ekki einir
hlut að máli. Þangað sækja ár-
lega tveir til þrír tugir vélbáta
úr öðrum sýslum, einkum af
Austfjörðum, til fiskveiða á
vetrarvertíð. Hornafjörður er
því í raun réttri fiskihöfn fyrir
heilan landsfjórðung. Vegna
þeirrar sérstöðu, sem Horna-
fjörður hefir að þessu leyti, og
sökum þess, að óhjákvæmilegt
er að hefjast þarna handa um
miklar framkvæmdir, m. a. til
að greiða götu allra þeirra, sem
leita til Hornafjarðar á vetrar-
vertíðinni er hér vikið frá ákvæð
um laganna, eins og þau eru nú,
um þátttöku ríkisins í hafnar-
gerðinni, og íagt til, að ríkissjóð-
ur greiði þrjá fimmtu hluta alls
kostnaðarins.“
Lendmgarbætnr
I Bakkafirði.
í frv. Páls Zophóníasson um
lendingarbætur í Höfn i Bakka-
firði er lagt til að ríkissjóður
veiti til þeirra 150 þús. kr. eða
helming kostnaðar og ábyrgist
jafnhátt lán, er hreppsnefnd
Skeggj astaðahrepps tekur til
lendingarbótanna.
í greinargerð frumv. segir:
„Frumvarp þetta er flutt eftir
ósk Skeggjastaðahrepps í Norð-
ur-Múlasýslu. Frá Höfn í Bakka-
firði er nú nokkurt útræði. í
sumar voru gerðir út þaðan sjö
bátar, er þar áttu heima, og tíu
aðkomubátar. Hafnarskilyrði
þar eru góð, en lending, eins og
nú stendur, stopul og erfið, og
háir það eðlilegri sókn. Fyrir
þrettán árum mældi Sigurður
Thoroddsen verkfræðingur upp
höfnina og gerði áætlun um
framkvæmdir. Síðar vann Jón
ísleifss. verkfræðingur að frek-
(Framhald á 6. siðu)
Berlínarbúar hervæðast í óða-
önn. Nýjar gerðir hergagna eru
teknar í notkun. Áróðursmeist-
ararnir tilkynna Hitlersæskunni
og gömlu stormsveitarmönnun-
um, að enn sé unnt að vinna
stríðið með þessum vopnum.
Unglingarnir trúa þessu. Þeir,
sem reyndari eru og ráðsettari,
trúa hvorki þessu né öðru, sem
haldið er að fólki. Auðvitað
sigrum við, segja þeir — ef ekki
í þessu stríði þá því næsta.
Þeir, sem misst hafa nána
ættingja sína, fá ekki lengur að
bera önnur sorgarklæði en ein-
faldan borða.
Næst afnemur Goebbels sorg-
ina alveg, segja menn.
Matreiðslan fer fram við opin
eldstæði á götunum eða í görð-
unum. Þess eru varla dæmi, að
flík sé þvegin. Öllu vatni verður
að dæla upp úr brunnum, sem
grafnir hafa verið.
Á Potsdamer Platz fyrir enda
Leipziger Strasse hafa verið
gerðar miklar víggirðingar. Við
þær standa stórir flutninga-
vagnar hlaðnir grjóti, járni og
öðrum þungavarningi. Með þeim
á að loka hinu þrönga skarði,
sem er í víggirðinguna, ef nauð-
syn krefur. Þessir vagnar vekja
mörg beisk spaugsyrði. Þeir eru
frá fyrirtækinu Josef Goebbels
& Adolf Milde.
En þrátt fyrir yfirvofandi
háska halda embættismenn út-
lendingadeildarinnar og út-
breiðslumálaráðuneytisins á-
fram að hafa áhyggjur út af
einum umkomulitlum Dana, sem
nefndur er „Tobías,“ en heitir
í rauninni Robert Christiansen
og er fyrrverandi Berlínarfrétta-
ritari fyrir Aftenbladet. Við
segjum þeim, að hann hafi haft
sig á brott á óleyfilegan hátt og
sé fyrir löngu kominn heilu og
höldnu til Svíþjóðar. En sann-
leikurinn er sá, að hann fer
huldu höfði í Berlín.
*
f gærkvöldi sagði há-nazist-
iskur aðalritstjóri, er sat yfir
slóvösku víni í blaðamanna-
klúbbnum:
— Þessi danski blaðamaður
hefir verið of fljótur á sér. Hann
hefði átt að bíða með þessar frá-
sagnir sínar í nokkra mánuði,
og þá hefðu þær verið hárréttar.
Eftir fáa mánuði verða Berlínar-
búar að lifa á hundaketi og
rottuketi.
Annars er útlendingadeildin i
klípu. Dr. Grosse hefir vísað
vesalings „Tobíasi“ og málum
hans til Kaupmannahafnar, en
dr. Best og Jörgen Schröder
mótmæltu kröftuglega og heimt-
uðu, að um þau yrði fjallað í
Berlín.
Það sem „Tobíasi" er gefið að
sök, er svokölluð rottugrein, þar
sem hann lýsir ástandinu og
skortinum í Berlín. Raunar birt-
ist þessi grein aldrei,, heldur
komst handritið í hendur Þjóð-
verja í Kaupmannahöfn.
Sjálfur dr. Dietrich gerði þessa
grein að umræðuefni í hádegis-
boði nýlega:
— Enda þótt stríðið vari
fimmtíu ár, og undir slíkt erum
við búnir, sé það nauðsynlegt,
skulu hrakspár þessa danska
blaðasnáps um harðrétti í Ber-
lín aldrei rætast, sagði hann.
Og Dietrich hélt áfram:
— Það hefir mjög ill áhrif á
foringjann og okkur alla, hve
mörgum útlendum blaðamönn-
um er gjarnt til þess að skrifa
um Þýzkaland á neikvæðan hátt,
jafnskjótt og þeir eru komnir
heim til sín. Þess háttar ber
aldrei til um blaðamenn, sem
starfað hafa í Lundúnum. Við
skiljum ekki, að Berlín eigi þetta
skilið fremur en Lundúnaborg.
Nei — við skiljum það ekki!
Það er margt, sem dr. Dietrich
hefir aldrei skilið.
*
3. marz.
Við heimsóttum nokkrir gamla
barórisfrú og höfðum meðferðis
dálítið af matvælum. Á yngri
árum sínum var hún þerna
móður dönsku drottningarinnar.
Hún hefir heimsótt konungs-
hjónin dönsku og geymir minn-
inguna um þá heimsókn æ síðan
í hjarta sínu. Þjáningar baróns-
frúarinnar eru táknrænar fyrir
þær ógnir, sem nú dynja yfir
einstæðingana í Berlín.
Hún er 84 ára gömul og kvelst
af gigt. Nú er ekki neinn þjónn
lengur í salarkynnum hennar,
er eitt sinn voru hlaðin skrauti
og viðhöfn. Það er hvorki gas
né rafmagn að fá í húsinu. All-
ar rúður eru brotnar. Þar er ekki
hægt að matreiða nokkurn bita.
Verst er það þó, þegar flugvél-
arnar koma. Þessi aldraða kona
býr á annarri hæð í stóru húsi,
og enginn gerir sér ómak til
þess að hjálpa henni niður stig-
ana. Ofan á þetta bætist, að hún
liggur að jafnaði í rúminu til
þess að verjast kuldanum. Hún
kemst þess vegna aldrei niður I
kjallarann fyrr en flugvélarnar
eru komnar inn yfir borgina og
byrjaðar að varpa niður hinum
banvæna farmi sínum. Hún á
líka í mesta stríði með að fá ein-
hvern til þess að fara með mat-
vælaseðlana í úthlutunarstöðv-
arnar, þar sem bíða verður
klukkustundum saman eftir af-
greiðslu.
— Ég er bæði svöng og þyrst,
segir hún, og ég er að sálast úr
kulda. En ég veit, að þetta verða
svo margir að þola. Ég gæti samt
bjargað mér dálítið, ef gigtin
kveldi mig ekki svona hræðilega.
Eigi ég að deyja af völdum
sprengju eða kúlu, er það mín
eina ósk, að það gerist fljótt.
— Allir geta séð, að Hitler er
brjálaður, segir hún eftir dálitla
þögn. Hann hefir steypt Þýzka-
landi í glötun. Það er hræðilegt
að vera í sporum unga fólksins
í þessu landi. Að hugsa sér aðra
eins framtíð! Mér þykir vænt
um unglingana. En sigur er ó-
hugsandi. Þið getið þó skilið, að
mig, sem er þýzk, muni taka það
sárt að sjá landið mitt og þjóð-
ina riða á barmi eyðileggingar-
innar. Því að ættland mitt elska
ég, þótt Hitler drottni yfir því.
*
4. marz.
Það er orðið framorðið, en í
mörgu að snúast hjá útlend-
ingadeildinni. Ræða, sem Christ-
mas Möller hélt i Stokkhólmi,
hefir komið af stað heilmiklum
bægslagangi. Út af henni hefir
spunnizt löng rekistefna um
málefni Suður-Slésvíkinga.
Ég verð Braun von Stummen
samferða í Esplanade-gistihúsið.
Braun von Stummen er opinskár
við mig. Engan kunningja minna
hefir grunað það, að hann sé
fyrir löngu hættur að trúa á
Hitler og nazismann. En það er
heilt ár síðan við snæddum sam-
an miðdagsverð. Þá lyfti hann
glasi sínu og sagði:
— Ég veit, að ég á allt undir
ykkar náð. En ég er rólegur.
Gleymið því ekki, að ég meina
ætíð „der Verfúhrer", þegar ég
neyðist til þess að segja „der
Fúhrer“ á samkundunum í Wil-
helmstrasse.
Þessa sömu sögu er að segja
um svo marga aðra, sem látið
hafa ánetjazt af nazismanum.
Þeir eru neyddir til þess að halda
áfram dag eftir dag, viku eftir
viku, mánuð eftir mánuð, ar
eftir ár, og segja það og gera.
sem stríðir gegn betri vitund
þeirra og sannfæringu. Ægileg-
ur sannleikurinn blasir við okk-
ur: Hvernig hægt er með lygi,
hræsni og ógnunum og láta hina
ægilegu vél snúast.
*
5. marz.
Ég er við guðsþjónustu ásamt
fáeinum kunningjum mínum.
Þar er einnig Gerstorff baróns-
frú og frú von Bethmann-Hol-
weg, tengdadóttir hins látna
ríkiskanslara Þýzkalands, í fylgd
með Steensen-Lith. Mörg hinna
gömlu stórmenna -Þýzkalands
leita athvarfs hjá kaþólsku
kirkjunni.
Sú skoðun er að verða æ út-
breiddari, að kaþólska kirkjan
sé einn af þeim sárafáu aðilum,
sem megni að gefa þýzku þjóð-
inni styrk til þess að rísa úr
þeim rústum, sem hún er nú að
falla í.
Eftir guðsþjónustuna ókum
við heim til Steensen-Lith, sem
býr í Dahlem. Þar er margt
gesta, en ekki einasti þeirra tek-
ur upp hanzkann fyrir nazism-
ann — þar til loks einn austur-
prúísneskur yfirforingi reynir
að malda i móinn. Hann er þó
ekki nazisti — en Prússi af lífi
og sál. Og þar hefir aldrei verið
nema góð bæjarleið á milli.
Annars er yfirforinginn hljóm-
listarmaður, en hljómlistin á
varla djúpar rætur í sál hans.
Hann hefir hátt og lætur mikið
yfir sér:
— Við bjuggum á stóru aðals-
setri. Rússarnir voru að steyp-
ast yfir okkur. Auðvitað vildum
við, að sem allra minnst af verð-
mætum félli í þeirra hendur. í
tónlistarsalnum var stór og fall-
egur flygill, sem við höfðum ekki
getað komið undan. Hvað áttum
við að gera? Láta Rússa fá
hann? Nei — við grýttum hand-
sprengjum á flygilinn.
Gestirnir hlógu, og yfirforing-
inn hélt áfram háværri röddu
irásögn sinni:
— Ég mun aldrei gleyma þess-
um atburði. Það var dásamleg
symfonía, sem við spiluðum á
flygilinn um leið og við kvödd-
um.
Frú von Gersdorff rís þegj-
andi á fætur og gengur burt.
Dauðaþögn slær á alla. Hús-
bóndinn flýtir sér að ná í siga-
rettuöskjuna og bjóða gestum
sínum að reykja.
Þegar yfirforinginn er farinn
hefjast óþvingaðar samræður á
nýjan leik. Fólk spyr um vini og
kunningja, sem hafa verið meira
og minna riðnir við samsærið
20. júlí. Ýms nöfn eru nefnd:
Albrecht von Bernstorff greifi,
frú Solff, Hassel sendiherra,
Peter York greifi. Frú von Gers-
dorff skýrir frá því, að hún hafi
síðust allra talað við konu von
Stauffenbergs, aðalforsprakka
samsærismanna. Hún dvaldi í
sjúkrahúsi í Potsdam undir föls-
uðu nafni.
ÞesSar samræður fara fram í
húsi, er áður var eign manns,
sem tekinn var af lífi vegna
samsærisþátttöku 20. júlí, Egón
von Ritter baróns.
Það vekur furðu, að þetta
fólk skuli ekki allt vera komið
í fangabúðir fyrir löngu. Þarna
sýnist þó vera gloppa í hið þétt-
riðna net leynilögreglunnar.