Tíminn - 13.11.1945, Page 6

Tíminn - 13.11.1945, Page 6
6 TÍMIM, þrigjndagmn 13. móv. 1945 86. blað 65 ára: Guðmundur Stefánsson Sólheimum á Húsavík. Guömunclur Steíáxmson aö Sóinennum á Húsaviá. veröin: 6ö ára á morgun. Hann er læclciur aö Helluxanaí (þa Fótaskinni) i Aöaiaai áriö iöBO, er eiziur seycjan systkina og eru tiu þeirra enn á iiii. Foreidrar Guö- munaar voru Steíán GuömunOs- son bondi aö HeiiuianOi og kona hans, Guðrun Jonasaottir, sem var ijósmoöir þeirra Aöaioæia um þrjauu ara skeiö. Guommia- ur oist upp njá íoreiarum sm- um, og to& aö bua á inuta ai jorömni og bjó þar í niu ár. Kvæntist hann, tuttugu og íimm ára gamall, Hannveigu GuömunOsaúttur, ninni agæt- ustu konu, sem þá avaidist nja iööuroroour sinum, sera Bene- dikt Knstjánssyni proiasti aö Grenjaöarstaö. JLiiir hun enn hja manni smum. Ekki kom þaö í hlut GuÖmund- ar aö taka við íeöraoöaii smii aö öiiu leyti, heidur iiuttist haxm buieriujn aö Arbót i Aöaidal og tók aö bua á hiuta ai joröxnni. Þó íluttist haxm þaðan til Husa- vikur áriö 1918 og tók viö bú- stjórn á jöröinni Hvammi viö Husavík, sem þá var i eigu Bjarna Benediktssonar kaup- manns. Arið 1925 reisti Guð- mundur svo núverandi xbúöar- hús sitt, Sólheima, og hefir dval- izt þar siðan. Eftir að hann flutti í_ eigið hús, tók hann að stundá” daglaunavinnu og jafn- framt búskap fyrir sjálfan sig. Kjötmat hafði hann og meö höndum um nokkurra ára skeið. Nú síðustu árin hefir Guðmund- ur orðiö að leggja erfiðisvinnu á hilluna með öllu sökum heilsu- brests, en stundar nú aðeins bú sitt eftir því sem heilsa og kraftar leyfa, en þeim hefir mjög hrakað síöustu árin. Er nú svo komið með þennan dæma- fáa atorku- og afkastamann, að allt erfiði er honum gersamlega um megn, en heilsan tæplega til dútlverka. Guðmundur slasað- ist illa fyrir allmörgum árum — féll af háum palli ofan á stein- stétt — og bar hann aldrei sitt barr upp frá því. Lá hann um tíma veikur á Landspítalanum vegna afleiðinga þessa slyss. „Guðmundur á Sólheimum" er einn þeirra manna, sem htið láta yfir sér. Hann er meðal- maður á allan vöxt, virðist fremur ófríður við fyrstu sýn, en laglegur er menn kynnast honum, og er svipurinn gáfuleg- ur, góðlegur og fyrirmannlegur. Hægur er hann og prúður í framgöngu, en einarður og fast- ur fyrir, er því er að skipta. Fá- orður er hann og gagnorður, og er sem menn neyðist til að hlusta ætíð með fullri athygli á mál hans. Ekki er Guðmundi um það gefið, að trana sér fram, og mun hitt sönnu nær, að allt of lítið hafi hann að því gert að skipta sér af sveitarmálum og öðrum félagsmálum, þar sem mannvit hans og góðvild hefði ef til vill getað notið sín að einhverju leyti. En þar fjalla ekki ætíð um þeir, sem helzt skyldi. Ekki er Guðmundur það, sem kallað er „bráðskarpur“ maður, og þarf hann jafnan nokkurn tíma til að hugsa hvert mál. En er hann hefir lokið þvi, er málið svo gerhugsað, að hvergi virðist glompa á, og sýnir það bezt, hve vitur mað- ur hann er. Hollráður er hann Tjjnum sínum og hafa mörgum vel gefizt ráð hans. Allir, sem til hans þekkja, vita um dreng- lund hans, réttsýni og góðvild í garð alls, sem lífsanda dregur. Það hefi ég áður sagt um Guð- mund Stefánsson, að hafi ég nokkuru sinni þekkt mann, sem kjörinn er til þess að verða dómari í æðsta rétti þjóðar sinnar, þá væri það hann. Menn,' sem þekktu gáfur Guð- mundar og andlegt atgervi, munu hafa boðið honum ungum að kosta hann til náms. Guð- mundur hafnaði þó boði þessu, og mun ástæðan hafa verið sú, að þá var ómegð mikil í föður- húsum, og ekki laust við að ærin væri þröng fyrir dyrum stund- um, en hann þá ein aðalstoð heimilisins. Er óvíst, að allir hefðu hugsað og breytt eins og hann gerðl þá. Svo mikill elju- og verkmað- ur var Guðmundur, er hann var á léttasta. skeiði, að fá munu dæmi slíks. Sumir þeirra Hellu- landsbræðra voru rómaðir sláttumenn um Þingeyjarsýsl- ur, en einna knáastur þeirra í því verki mun þó Guðmundur Guömundur Stefánsson hafa verið. Mér eru ætíð- í minnum orð, sem nákunnugur maður Guðmundi hafði eitt sinn við mig: „Aldrei gleymi ég því, er ég kom eitt sinn þar að, sem Guðmundur tók ofan af flagi; það voru nú vinnu- brögð, sem horfandi var á“. Þrátt fyrir þessa atorku, þrátt fyrir ósérhlífni, sparsemi og hófsemi í öllum háttum Guð- mundar og heimafólks hans, þrátt fyrir nóg verkefni á með- an kraftar entust, hefir hann þó alla ævi verið fátækur mað- ur. Ætíð hefir* hann þó goldið hverjum sitt, en margoft betur. Guðmundi hefir orðið þriggja dætra auðið með konu sinni, og eru þær allar á lífi, ein gift á Húsavík og tvær í Reykjavík. Dvelja nú gömlu hjónin tvö ein með ungum dóttursyni sínum í litla, snotra húsinu syðst í Húsa- víkurþorpi. Það er sorglegt til þess að hugsa, að senn skuli vera komið ævistarfskvöld þeirra hjónanna mikið fyrir aldur fram. Svo mjög getur erfiði og ósérplægni heillar ævi ofþjakað veikbyggðum líkömum. Margir góðir hugir munu leita þín á afmælisdegi þínum, Guð- mundur á Sólheimum. Lifðu heill Vinur. Ú//ajbyfunnri (Framhald af S. tíðuj langar leiðir, hjá því verður aldrei komizt. Vegir eru oft vondir, stundum nærri ófærir, og tefja flutningana. Allmargir bændur búa langt frá aðalveg- um, en þar fai’a mjólkurbílarnir um og þangað verða þeir sjálfir að flytja mjólk sína. Fjós eru mörg slæm og á þrifnað skortir, en honum er einnig ábótavant hjá mörgu fólki í bæjum þessa lands, þótt það sé ekki afsökun fyrir neinu. Þessu verður ekki kippt í lag á svipstundu, en það þarf að stuðla að markvissri þróun á þessu sviði. Mjólkurframleiðendum ber að þekkja skyldu þá, sem hvílir á herðum þeirra. Þeir verða að nota hvert tækifæri til að bæta aðstöðu sína og þurfa að vanda hvert handtak við meðferð mjólkur. Þeir eiga heimtingu á góðri, faglegri aðstoð, en verð- skulda hvorki skammir eða lít- ilsvirðingu. \ Wauðsynlegar umbætur. Eitt af því fyrsta, sem gera þarf, er að endurbæta mjólur- búin. Það var eins og mörgum er kunnugt, gerð tilraun til að fá á stríðsárunum vélar í nýju mjólkurstöðina, sem búið er að reisa. Sú tilraun misheppnaðist, þar eð stjórnarvöld Bandaríkj- anna neituðu um útflutnings- leyfi fyrir vélarnar, þegar á átti að herða. Nú er á ný unnið að því að útvega vélar þessar og einnig vélar og áhöld í Mjólk- ursamlagið í Borgarnesi og Mjólkurbú Flóamanna. Pantaðir hafa verið varahlutir í vélar gömlu mjólkurstöðvarinnar* og gert er ráð fyrir að setja þar niður nýja g erilsneyðingarvél, svo fljótt sem unnt er, svo að hún megi duga sem bezt, þar til nýja stöðin tekur. til starfa. Meðal véla þeirra, sem pantað- ar eru í Mjólkursamlag Borg- firðinga og Mjólkurbú Flóa- manna, eru vélar til að kæla fljótt og vel alla þá mjólk, sem nota á til neyzlu. í sambandi við þær verður komið fyrir ein- angruðum mjólkurgeymum, sem mjólkin verður geymd í á meðan hún þarf að vera í mjólkurbú- inu. Einnig eru pantaðar vélar til að þvo alla mjólkurbrúsa bænda, áður en þeir eru endur- sendir. Umbætur þessar hafa áreiðanlega mjög mikil áhrif á gæði mjólkurinnar til hins betra og vona ég, að sumar þeirra (kælingin) komizt í framkvæmd þegar í vor. Mjólkurbúin verða þannig út- búin, að hægt verður að nota tankbíla til mjólkurflutning- anna, þaðan og til Mjólkur- stöðvarinnar, og fer slíkt miklu betur með mjólkina en að flytja hana í brúsum. Þessir bílar eru stórir og þungir og krefjast góðra vega, og hætt er við, að miklum erfiðleikum verði bund- ið að nota þá til flutniriga aust- an af Selfossi, fyrr en góður vetrarvegur hefir verið lagður yfir Hellisheiði. Slíkur vegur er því nauðsynlegur liður í umbót- um þeim, sem fram þurfa að fara á sviði mjólkuriðnaðar- ins. Mér er það vel ljóst, að breyt- ingar þarf einnig að gera á flutningi mjólkur að mjólkur- búunum, t. d. á samlagssvæði Mjólkurbús Flóamanna, sem er orðið mjög stórt. Tel ég það bezt gert á þann hátt, að byggðar séu tvær innvigtunarstöðvar á vel völdum stöðum í fjarsveit- unum, og sé mjólkin af svæðinu umhverfis þær vigtuð þar, kæld og rannsökuð. Þaðan mætti svo flytja hana á tankbílum. En það er engin þörf á að byggja ann- að vinnslubú á Suðurlandsund- irlendinu. Skipun opinbers eftirlits- manns við Mjólkurstöðina breytir engu um gæði mjólkur- innar. Sigurður Pétursson, sem skipaður er í þetta starf, hefir verið eftirlitsmaður Mjólkur- samsölunnar við stöðina í 10 ár, og það er varla ástæða til að halda, að hann hafi verið ó- dyggari þjónn hjá henni en hann verður hjá ráðuneytinu. Ekki skal því neitað, að mér virðist skipun hans bera keim af vantrausti á heilbrigðiseftir- lit bæjarins. Undir þeim kring- umstæðum, sem fyrir hendi eru, er það ástand gerilsneyddu mjólkurinnar, sem öllu máli skiptir. Ef hún svarar þeim kröfum, sem gerðar eru til hennar í reglugerð, er ekkert hægt við henni að segja. Með gerilsneyddu mjólkinni hefir heilbrigðiseftirlitið fylgzt og Sigurður Pétursson einnig, og hana hefir hann dæmt óað- finnanlega i næstum öllum til- fellum. Mér stæði á sama, þótt til væru margar reglugerðir með ákvæðum um, að ekki megi gerilsneyða 4. flokks mjólk til neyzlu. Slíkt ákvæði er til- gangslaust, þar eð í flestum til- fellum er ómögulegt að vita, fyrr en um seinan, í hvaða flokki mjólkin er, af því að blápróf- unin.verður að fara fram, eftir að mjólkin hefir verið vigtuð og henni hellt saman. Hitt er annað mál, að reglugerðir eiga BRÉFASKÓLI S. t. S. hefir nýlega byrjað kennslu í hagnýtum reikningi. Verk- efni bréfanna eru þessi: Reikningur með heilum tölum, almenn brot, hlutfallareikningur, myntir, mál og vog ýmissa landa, félagsreikningur, prósentureikningur, jöfn- ur, flatarmál og rúmmál. > Væntanlegir þátttakendur sendi umsóknir til BréfasUóla S.Í.S., Sambantlshúsinu, Rvíh. Hefi opnað lækningastofu í Kirkjustræti 10. Viðtalstími kl.iy2—3 daglega. — Sími 5353. Kristján Þorvarðsson. Fyrirliggj andi mikið úrval af góðnm ULLARVÖRUM / Verksmiðjnútsalan Gefjun — Iðunn Hafnarsræti 4. — Sími 2838. I Framhaldsvirkjun Sogsins Undirbúningur er að hefjast að framhaldsvirkjun við Sogið, og hefir komið til tals að vatnið verði leitt í, pípum úr stíflu of- an við írafoss og stöðin verði byggð neðan við Kistufoss. Sænskir verkfræðingar hafa látið þá skoðun í ljós, að ef kostur væri á að byggja orku- ver neðanjarðar, væri það hentugra og ódýrara. Auk þess telja þeir, að með því móti sé síður hætt við krapastíflun. Er áætlað, að ef til þess kæmi, að orkuverið yrði byggt neðanjarð- ar, myndi gólfflötur stöðvarinn- ar verða 37 metrum fyrir neðan yfirborð jarðar. Bæjarráð hefir falið þeim Pálma Hannessyni rektor og Sigurði Þórarinssyni jarðfræð- ingi að gera athuganir á jarð- lögum og jarðmyndunum við Sogið. — Er það gert í þeim til- gangi að rannsaka möguleika fyrir því hvort unnt myndi vera að byggja hið fyrirhugaða nýja orkuver neðanjarðar. Þrjú frumvörp (Framhald af 4. síðu) ari mælingum á höfninni og að- ’iggjandi svæði. Á grundvelli beirra mælinga, er þessir verk- fræðingar hafa framkvæmt, hefir vitamálaskrifstofan síðan gert áætlanir um lendingarbæt- ur, og er miðað við hana í frum- varpinu og gert ráð fyrir, að belmingur af kostnaðinum við verkið greiðist úr ríkissjóði. Alkunnugt er, að fiskimið við austanvert Langanes og í Bakka flóa eru ágæt, og má segja, að vöntun á sæmilegri höfn, svo að fiskibátar geti sótt sjó, þótt ekki sé ládeyða, hafi staðið og standi enn í vegi fyrir, að þarna rísi upp útgerðarbær. Með frum- varpi þessu, ef að lögum verður, og framkvæmd þess, er ætlazt til, að úr þessu verði bætt og beim þá um leið gert hægara um vik, er nú búa þar og stunda fiskveiðar sem aðalatvinnuveg.“ að hafa ákvæði, sem krefja mjólkurbúin um að beita ströng- um aðferðum, til að útrýma 4. flokks mjólkinni. Stefán Björnsson. Nýr flugskóli á Akureyri Á Akureyri er tekinn til starfa flugskóli, og hafa átta nemend- ur þegar hafið nám við skól- ann. Aðdragandi að stofnun þessa skóla er sá, að fyrir nokkru keyptu þrír áhugasamir menn um flugmál, iþeir Árni Bjarna- son, Gísli Ólafsson og Steindór Hjaltalín, allir á Akureyri, tvær kennsluflugvélar frá Ame- ríku i því augnamiði að koma á flugskóla á Akureyri. Vélarnar eru af gerðinni „Tigger Moth“. Ennþá er ekki nema önnur vélin notuð við kennsluna, þar eð flugkennar- inn er aðeins einn, en bætt mun verða fleiri nemendum í skól- ann, þegar annar flugkennari er fenginn. Kennarinn er Kristján Mika- elsson flugmaður, og fer flugið fram frá flugvelli á Melgerðis- melum. Drummer litur Hverjum pakka af Drum- mer lit fylgja notkunar- reglur á íslenzku. Drummer litur fæst víða. Heijdsölubirgðir: Jón Jóhaimessoit & Co. Sími 5821. Reykjavik Allir, sem íylgjast vilja með almennum málum, verða að lesa TÍMANN. Nýjar hækur Á vegum Æskunnar hafa þessar bækur komið út í haust: Sumarleyfl Ingibjargar, mjög falleg og skemmtileg saga fyrir litlar stúlkur — þýdd af Marinó L. Stefáns- syni kennara, Akureyri. — Innb. kr. 14,00. IJndraflugvélfn. Spennandi strákasaga. Segir frá margvíslegum ævintýr- um. Þýdd af Eiríki Sigurðs- syni, kennara, Akureyri. — Innb. kr. 11,00. Á ævintýralefðum. Þetta er stór bók, 218 blaðsíð- ur, sérstaklega skemmtileg drengjasaga, með mörgum myndum. Þýðing eftir Guðjón Guðjónsson, skólastj. í Hafn- arfirði. - Kalla fer í vist. Framhald af Kalla skrifar dagbók. En nú er Kalla orðin eldri, og er hún því tilvalin bók fyrir stúlkur á ferming- araldri. Þýðingu hefir ann- ast Guðjón Guðjónss. skóla- stjóri, Hafnarfirði. — Innb. kr. 18,50. Örkin hans Nóa, eftir Walt Disney. — Sérstak- lega ætluð yngri lesendum. Er með mörgum myndum. Kostar 1 bandi kr. 9,00. Bráðum homa á marh- aðinn: Grænlandsför mín, með fjölda mynda. Bókin er skrifuð af 13 ára dreng, sem ' sjálfur var þátttakandi í för- inni. Verður hún tilvalin og snotur jólabók, jafnt fyrir eldri sem yngri lesendur. Kibba Kiðlingur. Smábarnabók með um 50 myndur, er í prentun. Af eldri bóhum má nefna: Grant skipstjjóri og börn hans. Mjög hrifandi saga, sem held- ur athygli lesandans óskiptri frá upphafi. Ib. í gott band á kr. 33,00 — Þýdd af Hannesi J. Magnússyni, kennara, Ak- ureyri. Tilvalin jólagjöf. Á Hyðiey. ' Örfá eintök eftir. — Kostar í bandi kr. 15,00. Kári litli Lappi, eftir Stefán Júlíusson, yfir- kennara í Hafnarfirði, kom út í 2. sinn í fyrra. Skemmti- leg drengjasaga, en er að ganga til þurrðar. Innb. kr. 10,00. Gullnir dranmar. Skemmtileg stúlkubók, sem bráðum verður ófáanleg. — Innb. kr.18,00. Ævintýrið í kastal- anum. Smábarnabók með 36 lit- myndum og fallegri forsíðu- mynd. Verð kr. 6,00. Sendið ofantaldar bækur vinum ykkar og kunningjum fyrir jól- in. Fást hjá öllum bóksölum. Aðalútsala hjá Bókabúð Æskunnar Kirkjuhvoli.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.