Tíminn - 23.11.1945, Blaðsíða 1

Tíminn - 23.11.1945, Blaðsíða 1
RITSTJÓRI: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON ÚTGEFANDI: FRAMSÓKNARFiOKKURINN \ Sxmar 2353 og 4373 PRENTSMIÐJAN EDDA h.f. RITST JÓRASKRIFSTOFUR: EDDUHÚSI. Lindargötu 9 A Símar 2353 og 4373 AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: EDDUHÚSI, Lindargötu 9 A Síml 2323 29. árg. Reykjavík, föstudaglnn 23. nóv. 1945 89. blað SLSífj Eina leiðin til að leysa húsnæðisvandræðin á skömmum ráðinu herstöðvai hér á landi? Samkvæmt Þjóðviljanum 21. þ. m. birti rússneska útvarpið nýlega þá fregn eftir norsku bíaði, að íslenzka stjórnin1 væri búin að neita Bandaríkjunpm um herstöðvar hér á landi, en hins vegar hafi „HÚN BOÐIZT TIL ÞESS AÐ LÁTA ÖRYGG- ISSTOFNUN HINNA SAMEIN- UÐU ÞJÓÐA STÖÐVAR í TÉ“. Þjóðviljinn hefir það enn- fremur eftir rússneska útvarp- inu, að norska biaðið hafi sagt, að „herstöðvar á íslandi væri hlutur, sem bæði Bandaríkin og Rússland hlytu að láta sig varða“. Þar sem Þjóðviljinn, annað aðalblað stjórnarinnar, birtir fregn þessa athugasemdalaust, mætti vel ætla, að hér væri rétt frá skýrt og stjórnin væri búin að bjóða Öryggisstofnuninni stöðvar hér á landi, en það þýddi vitanl., að þjóðin yrði að sætta sig við, að hér yrðu eftir- litsmenn og her frá mörguin þjóðum, a. m. k. frá öllum stór- veldunum. Svo erfitt sem það reyndist að hafa hér her frá tveimur þjóðum á stríðsárun- um, myndi það verða margfallt örðugra að hafa eftirlitsmenn og her frá mörgum þjóðum. Engin sjálfstæð þjóð hefir líka enn léð máls á því að láta Öryggisstofnunina fá stöðvar í landi sínu og fyrst um sinn mun það hvergi koma til tals, nema í nýlenduríkjum. Aðrar sjálf- stæðar smáþjóðir munu áreið- anlega ekki veita Öryggisstofn- uninni fangs á slíkum stöðvum hjá sér, nema stórveldin, eins og t. d. Rússar og Bandaríkja- menn, hafi þá riðið á vaðið áður. Það lætur því meira en ótrú- lega í eyrum, að ríkisstjórnin hafi, án minnsta sámráðs við þjóðina og þingið, boðið fram stöðvar fyrir alþjóðaher hér á landi. En hinu er ekki að neita, að eftir hina furðulegu fram- komu stjórnarinnar í stríðsyf- irlýsingamálinu I vor, og hið ó- skiljanlega svar til Banda- ríkjastjórnar í haust, má við ýmsu búist. Það er líka vitað, að kommúnistum er það höfuð- kappsmál, þrátt fyrir allar sjálf- stæðisblekkingar sínar, að ís- land verði alþjóðleg herstöð, svo að Rússar fái hér aðstöðu til íhlutunar. Vitað er það einn- ig, að kommúnistar settu for- sætisráðherranum þá kosti ný- lega, að stuðningi þeirra við ríkisstjórnina væri lokið, ef vissum skilyrðum þeirra í utan- ríkismálum yrði ekki fullnægt. Sá orðrómur, sem nú er flutt- ur í erlendum útvarpsstöðvum og birtur í erlendum blöðum, að stjórnin hafi boðið að fram- selja Öryggisstofnuninni stöðv- ar hér á landi, er svo alvarlegur, að þjóðin verður að fá fulla skýringu á honum. Er stjórnin þannig búin að bregðast sjálf- stæði landsins og skipa því í tölu nýlendurikjanna? Eða er þetta uppspuni einn? Stjórnin verður að leggja ÖU gögn í þessu máli tafarlaust á borðið. tíma, er að flytja inn tilbúin hús frá Svíþjóð Frá Hong Kong — flotastöb Breta í Kína Mynd þessi _®r frá Hong Kong, einni helztu borg Kína. Hún stendur á eyju í mynni Tshukiangfljótsins, og er mikil siglingamiðstöð. Japanir hernámu hana í ársbyrjun 1942, en þá voru rétt 100 ár liðin frá því, að Bretar neyddu Kínverja til að Iáta borgina af hendi, en það hefir verið rætt allmikið, að Bretar afhentu Kínverjum borgina, en Bevin utanríkismálaráðheTra hefir sagt, að Bretar myndu ekki afsala sér flotastöðvum í Kína á sama'tíma og Rússar færðu út yfirráð sín þar, t. d. með samningnum við stjórn Kína um Port Arthur, þar sem þeir fá að hafa flotastöð. Kínverska stjórnin hefir ekki heldur hreyft opinberlega tilkalli til borgarinnar. Fiskverðið þarf að stðrhækka, ef útgerðin á að geta borið sig Ályktun útvcgsmaima á Siiðnrnesjum. Síðastl. mánudag héldu útvegsmenn á Suffurnesjum fjölmenn- an fund í I^eflavík, þar sem rætt var um útgerffina á næstu vetrarvertíff. Fundurinn samþykkti þá tillögu einróma, aff fisk- verffiff þyrfti að hækka um 15%, ef útgerðin ætti aff geta gengið næsta vetur. Ályktun fundarins hljóðaði á þessa leið: „Almennur fundur útgerðar- manna á Suðurnesjum, haldinn i Keflavík 19./11. 1945 lætur í ljós þá skoðun sína, að vegna stöðugt vaxandi dýrtíðar í land- inu, sé útgerðarkostnaður nú orðinn svo mikill, að lengur sé ekki mögulegt fyrir útvegsmenn og sjómenn, að starfa með nú- verandi fiskverði, enda hefir það verið óbreytt síðan 1942, en Menntaskólinn á Akureyri þarfn- ast nýrrar stórbyggingar Sigurffur Guffmundsson, skólameistari Menntaskólans á Akur- eyri, hefir ritaff fjárveitinganefnd Alþingis bréf, þar sem hann fer fram á, aff samþykkt verffi á Alþingi fjárveiting til þess aff reisa nýtt hús viff Menntaskólann á Akureyri. Er í bréfinu tekin upp samþykkt kennarafundar í M. A., sem haldinn var 29. f. m., þetta varðandi. — í húsi þessu yrffu heimavistir fyrir a. m. k. 150 nem- endur, kennslustofur, söfn skólans o. fl. Samþykkt sú, sem kennara- fundur Menntaskólans á Akur- eyri gerði, er svohljóðandi: „Kennarafundur í Mennta- skólanum á Akureyri, haldinn 29. október 1945, skorar á hið háa Alþingi, að það samþykki fjár- veitingu til þess að reist verði nýtt hús við Menntaskólann á Akureyri. Verði í því rúm fyr- ir heimavistir fyrir a. m. k. 150 nemendur, söfn skólans, lestrarstofu, kennslustofur fyr- ir náttúrufræði, eðlis- og efna- fræði, eldhús og borðstofa. Tel- ur fundurinn mjög aðkallandi, að hafizt verði handa um fram- kvæmdir i málinu sem allra fyrst, m. a. af því, að nú er eldhættan, er stafar af heima- vistunum í skólahúsinu ægi- leg og meiri en svo, að verjandi geti talizt, að þar búi um hundr- að manns, eins og nú er.“ í bréfinu til fjárveitinga- (Framhald á 8. sídu) á sama' tíma, hefir kaupgjaldið í landvinnu meira en þrefaldazt. hér á Suðurnesjum. Fundurinn skorar því mjög eindregið á ríkisstjórnina að tryggja það,að fiskverðið hækki, ekki minna en 15% frá því verði, sem nú er, þannig að verð á slægðum þorski með haus, verði kr. 0,52 pr. kg., en hausaðUr og slægður þorskur kr. 0.60 pr. kg. og aðrar fisktegundir hækki í samræmi við það. Verð þetta er hið allra lægsta, sem hugsanlegt er að starfa fyr- ir á komandi vetrarvertíð, en þó' því aðeins, að afli verði eigi minni en undanfarnar tvær vertíðir.“ Ennfremur samþykkti fund- urinn þessa tillögu: „Almennur fundur útvegs- manna á Suðurnesjum, hajdinn í Keflavík 19./11. 1945, sam- þykkir að skora á hraðfrysti- húsaeigendur, að beita sér fyrir því að framleiðsla þeirra, næsta ár, verði ekki seld lægra verði en svo, að þeir geti greitt kr. 0,52 fyrir kg. af þorski innaní- farinn með haus og tilsvarandi verð fyrir annan fisk.“ Þá skoraði fundurinn á ríkis- stjbrnina að hafa útflutning- inn á nýjum fiski frjálsan næsta vetur og á Fiskumboð Suðurnesja að athuga um leigu á fiskflutningaskipum. Skorað var á Alþingi og ríkisstjórn að veita útgerðarmönnum frjáls- an ráðstöfunarrétt á gjaldeyri þeim, sem fæst fyrir afurðir þeirra. (Framhald á 8. siOu) Nýr forstjóri hjá Síld- arverksm. ríkisins Hilmar Kristjónsson við- skiptafræðingur hefir nýlega verið ráðinn framkvæmdastjóri Síldarverksmiðja ríkisins. flermann Jónasson flytur tillögu um að ríkisstjórnin tryggi og greiði fyrir inn- flutningi slíkra húsa til að leysa úr mestn húsnæðisvandræðunum Hermann Jónasson hefir nýlega lagt fram í sameinuffu þingi þingsályktunartillögu um ráffstafafiir til aff ráffa bót á húsnæðis- skortinum og um afnám húsaleigulaganna. Höfuffatriði tillögunn- ar eru þau, aff ríkisstjórnin tryggi og greiffi fyrir svo miklum inn- fluiningi á tilbúnum húsum frá Svíþjóff, aff unnt verði að bæta úr mesta húsnæðisskortinum fyrir næsta haust og jafnframt verffi hægt aff hefjast handa um afnám húsaleigulaganna. Slíkur inn- flutningur er einá leiffin til aff bæta fljótt úr húsnæðisskortinum, þar sem mikill hörgull er hér á fagmönnum. Þessi innflutningur er ekki heldur neinn neyðarkostur, þar sem húsin eru sérlega vönduff og stórum ódýrari en hús, sem nú eru byggff hér. Mun af- staffan til þessarar tillögu því leiffa þaff vel í Ijós, hvort stjórnar- flokkunum er þaff slíkt áhugamál að leysa fljótt úr húsnæðis- skortinum og þeir vilja vera láta. § Meff -flutningi þessarar tillögu, liafa Framsóknarmenn mótað til fulls stefnu sína um lausn byggingamálanna. Áffur hafa þeir flutt frv. um aukin fjárráff og hagkvæmari lánveitingar Bygg- ingar- og landnámssjóðs, sem veitir lán til bygginga í sveitum, og byggingalánasjóffs, sem veitir lán til verkamannabústaffa og samvinnubygginga í þorpum og kaupstöðum. Meff þessum frv. er stefnt aff því, aff allir geti komiff sér upp húsnæffi meff fjár- hagslega viðráðanlegu móti, en meff þingsályktuninni aff því, aff skortur á fagmönnum stöffvi ekki nauffsynlegustu byggingafram- kvæmdir. Hilmar Kristjónsson Hilmar er ungur maður, 27 ára gamall, en hefir þegar getið sér gott orð. Hann er stúdent úr stærðfræðideild menntaskólans hér, en lauk síðan prófi í við- ■skiptafræðum við Háskólann. Árin 1942—44 stundaði hann vélfræðinám við Californiu- háskóla. Á námsárum sínum hér heima vann hann við síldveiðar, bæði til sjós og lands, og einnig kynnti hann sér síldveiðar og síldariðnað vestan hafs. Hann varð verksmiðjustjóri hjá S. R. á Raufarhöfn síðastl. sumar. Aðalfundur Framsókn arfélags Reykjavíkur Aðalfundur Framsóknarfélags Reykjavíkur var haldinn í bað- stofu iðnaðarmanna síðastl. miðvikudagskvöld. Á fundinum voru þessir menn kosnir í stjórn félagsins: Sig- urjón Guðmundsson, form., Gunnlaugur Ólafsson, Hjálmtýr (Framhald á 8. siOu) Tlllagan. Þingsályktunartillag Her- manns Jónassonar hljóðar á þessa leið: Alþingi ályktar aff fela ríkis- stjórninni eftirfarandi: Aff láta rannsaka nú þegar húsnæðisskortinn í landinu og .birta niðurstöður þeirrar rann- sóknar. Að hlutast til um, aff bygg- ingarefni það, er til landsins flyzt, verffi notaff til að byggja íbúðarhús, en eigi til bygginga, sem eru ekki aðkaltandi. Aff útvega innflutningsleyfi fyrir húsum frá Svíþjóff, nógu mörgum til aff fullnægja hús- næðisþörfinni, aff því leyti, sem eigi er framkvæmanlegt meff innlendu vinnuafli. Að leyfa innflutning á húsum þessum meff tollum, sem eigi séu hærri en nú eru á byggingar- efni. Aff leyfa, aff sænskir sérfræff- ingar komi hingaQ til landsins til aff setja húsin upp. Aff sjá um, aff kostur sé á hag- kvæmum vefflánum út á hús þessi. Aff sjá um, aff kostur sé á viff- unandi lóðum undir húsin og taka land eignarnámi í þeim til- gangi, ef þörf krefur. Aff athuga, hvort eigi sé fært, þegar framangreindar ráffstaf- anir hafa vprið framkvæmdar, aff leggja fyrir Alþingi frv. til laga um afnám húsaleigulag- anna. HúsnætSlsvandræðiii. í greinargerð tillögunnar, þar sem m. a. er skýrt mjög rækilega frá sænsku húsunum, segir á þessa leið: „Nægilegt og gott húsnæði handa öllum landsmönnum er takmark, sem verður að keppa að og leggja alla stund á að ná •sem allra fyrst. Hver þjóðfélags- þegn á raunverulega kröfu á því, að þannig sé að honum bú- ið, að hann eigi kost sæmilegs húsnæðis til eignar eða til af- unandi geta talizt. Hér á landi er húsnæðismál- unum svo komið, að þau eru eitt erfiðasta vandamál þjóðfélags- ins. í sveitunum er ástandið ó- viðunandi, og er þarf þörf skjótra úrbóta. Það er stað- reynd, að í Reykjavík er á- standið svo ömurlegt, að um 1500 manns eru húsnæðislausir og verða að hírast í heilsuspill- andi hermannaskálum, og enn- fremur er talið, að um 1000 manns í Reykjavík hafist við í svo þröngum og -lélegum húsa- kynnum, auk þeirra 1500, sem eru í hermannaskálunum. í öðrum kaupstöðum og kaup- túnum er ástandið gersamlega óviðunandi og sums staðar er svo komið, að húsnæðisvand- ræðin standa i vegi fyrir eðli- legri þróun og framförum í at- vinnulífinu. Það fer að vísu tvennum sög- um um það, hve brátt muni tak- ast að bæta úr þessum húsnæð- isvandræðum. Sumir eru svo bjartsýnir að vona, að svo marg- ar íbúðir muni verða fullgerðar í Reykjavík næsta haust, að húsnæðisþörfinni muni næstum eða alveg verða fuilnægt. Um þetta liggja þó ekki fyrir nsinar fullnægjandi upplýsihgar, enda eru margir, sem athugað hafa þetta mál, þeirrar skoðunar, að því fari mjög íjarri, að húsnæð- isþörfinni í Reykjavík verði nándar nærri fullnægt með byggingu þeirra húsa, sem nú eru í smíðum, og að því er tek- ur til landisns í héild, er það staðreynd, að engar minnstu líkur eru til, að húsnæðisskort- inum verði útrýmt á næstu ár- um, nema alveg nýjar aðgerðir komi til. Þau rök liggja til þess, að verið hefir tilfinnanlegur skortur á byggingarefni af og til og nægur vinnukraftur ger- samlega ófáanlegur til þess að vinna að þeim húsum, sem nú eru í smíðum, og þá því síður til þess að auka þessar fram- kvæmdir. Þetta eru afleiðingar af þeirri ofþenslu, sem sköpuð hefir verið í þjóðfélaginu m. a. fyrir opinberar aðgerðir. (Framhald á 7. síðu)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.