Tíminn - 27.11.1945, Blaðsíða 7

Tíminn - 27.11.1945, Blaðsíða 7
90. blaSS NTV, l>riðjndaginii 27. nóv. 1945 Ferðamenn! Tilvalin og varanleg jólagjöf handa frúnni og kærustunni, er litprentuð rós. 4 Handa bóndanum og unnust- anum skipa-, dýra og landlags- myndir. Fyrir börnin flugvéla-, barna- og dýramyndir. Allt í vönduðum og fallegum römmum. Verð og stærð við allra hæfi. RAMMAGERÐIN HÓTEL HEKLU (gengið inn frá Lækj artorgi). Vinnitf ötullega fyrir Tímann. í ða vang l (Framhald af 2. síðu) hljóðandi samþykkt í landbún- aðarmálum: > Kjötlögunum sé breytt í það horf, að þau héruð, sem bezt hafa skilyrði til kjötfram- leiðslu og ekki framleiða mjólkurvörur til sölu, fái for- gangsrétt um sölu á innlend- um markaði. Núverandi stjórn framkvæm ir þetta hins vegar þannig, að hún leyfir bændum í mjólkur- framleiðslusveitunum ^unnan^ lands að selja % af kjötfram leiðslu sinni innanlands, en bændur á Fljótsdalshéraði fengu,, ekki sláturleyfi, nema þeir lof uðu að selja % af kjötfram- leiðslu sinni erlendis. Þannig er jafnan samræmið milli orða og fraihkvæmda kom múnista! Þóroddur sendur heim. Þau tíðindi hafa nýlega gerzt á Alþingi, að einn þingmaðurinn hefir horfið þaðan, án þess að dauðsfalli, veikindum eða brýn um embættisstörfum sé til að dreifa. Þessi þingmaður er Þór oddur Guðmundsson. Ástæðan til brottfarar hans er sú, að flokksstjórn kommúnista hefir vfyrirskipað honum að fara norð ur til Siglufjarðar og reyna að vinna upp fylgi það, sem þar hefir tapazt vegna þess, að Þór- oddur hefir eftir megni notað valdaaðstöðu sína í kaupfélag inu og Rauðkustjórninni til að hlynna að hagsmunum sínum og vandamannay sinna (sbr Gilslaug, síldarsöltunarstöðin Falkurlánið). Með þessu fram- ferði hefir Þóroddur bezt sýnt að forsprakkar kommúnista meta persónulega hagsmuni meira en almenn málefni og eru því ekki slíkir englar í þeim efnum og þeir hafa viljað vera láta. En merkilegt má það vera, ef það reynist rétt/reiknað hjá stjórn Kommúnistaflokksins, að nærvera Þórodds verði til þess að frekar fyrnist yfir brot hans meðal Siglfirðinga. Vissulega ætti hún heldur að hjálpa til þess, að Siglfirðingar gerðu sér ljóst og sýndu það í næstu kosningum, að eiginhagsmuna- bröskurum eins og Þóyoddi og félögum hans á að víkja úr op- inberum störfum. Eða hafa Sigl- firðingar ekki enn fengið nóg af, þeim í kaupfélaginu og Rauðkustj órninni? Hirff Hákonar gamla. Dr. Jón Jóhannesson háskóla kennari flutti. nýlega mjög fróðlegt og athyglisvert erindi í hátíðasal háskólans. Fjallaði það um hirð Hákonar gamla, m a. hve hún var vel skipulögð heima fyrir og til áróðurs út á við. Einkum sagði þó ræðumað- ur frá þeim íslendingum, er gerðust hirðmenn Hákonar og erindisrekstri þeirra hér á landi við að koma íslandi undir kon- ung. Enginn þeirra hét Brynj úlfur né Einar, en í hópi þeirra voru ýmsir ötulir hæfileika- menn. Urðu flestir þeirra þæg -i' «. Hrífandi imglingabók: Tveir hjúkrunarnemar Góð bók er tilvalin jólagiöf Sagan segir frá tveim vinstúlkum, sem eru að byrja hjúkr- unarnám á stóru sjúkrahúsi. Á fjörlegan og skemmtilegan hátt er lýst ævintýrum þeirra og sjúkrahúslífinu fyrsta árið þeirra þar. Margar heilsíðumyndir prýða bókina. NORÐRI AÐVÖRUN Húseigendur og húsráðendur í Reykjavík eru alvar- lega áminntir um að tilkynna nú þegar Manntals- skrifstofunni, Austurstræti 10, ef einhver í húsum þeirra hefir fallið út af manntali nú í haust, svo og ef einhverjir hafa síðan flutt í hús þeirra. Sömuleiðis ber öllum að tilkynna brottflutning úr húsum þeirra, hvenær hann varð og hvert var flutt. Vanræksla í þessu varðar sektum. Borgarstjórinn í Reykjavík 21. nóvember 1945. Jörð til sölu Jörðin Kross I. í Austur-Landeyjahreppi fæst til ábúðar i fardögum 1946 og kaups ef um semur. Jörð- inni fylgir: 200 hesta girt og véltækt tún, og allmikið véltækt stararengi auk annara slægna, góðir mat- jurtagarðar og reki. Semja ber við undirritaðan eiganda jarðarinnar eða Sæmund Ólafsson, Lágafelli í Landeyjum. Þórður G. Magnússon, Nönnugötu 1B. verkfæri í höndum konungs, en aðrir, sem óhlýðnuðust konungi, eins og Snorri Sturluson, urðu að láta fyrir það lífið. Ýmsir íslendinganna, taldi ræðumaður, að hefðu unnið nauðugir verstu verkin í þágu konungs við að koma íslandi undir erlend yfirráð, svo myndi t. d. hafa verið með Gissur Þor- valdsson, hinn glæsilega höfð- ingja, er Matthías lýsir svo: „Mál hans rann sem Ránarfall rómurinn blíður, hár og snjall“ sem „skorti hvorki skraut né vit, skörungsbragð og fagran lit“. Það var varla hægt annað en að detta stöðugt í hug, undir lestri dr. Jóns, hinar nýju ut- anstefnur og stórveldadýrkun nútíma íslendinga, þó að þeir heiti hvorki Þorgils skarði né Gissur Þorvaldsson. K. í k, ISLENZKAR BÆKUR: Brennu-Njálssaga, kr. 240.00 — 133.00 — 120.00. Ármann á Alþingi, 162.00 — 96.00. Vídalínspostilla, kr. 140.00 ib. .Völuspá, útgáfa E. Kjerulf, kr. 60.00 ib. 40.00 ób. Norðmenn héldu heim: Arngrímur Kristjánsson 18.00 ób. Ritsafn-: Ólöf frá Hlöðum, kr. 88.00 skb. 30.00 ób. Jólávaka: Jóh. úr Kötlum (bjó undir prentun) í skb. 82.00 ób. 50.00 Mannþekking: dr. Símon Jóh. Ágústsson 67.00 — 55.00 Bóndinn í Kreml: Gunnar Benediktsson, 40.00 — 30.00 Símon í Norðurhlíð: Elínborg Lárusdóttir, 50.00 — 42.00 — 32.00 Börn framtíðarinnar: Jakob Jónsson, kr. 30.00 ób. N ÞÝDDAR BÆKUR: Vor um alla veröld: Nordahl Grieg 60.00 — 42.00 — 30.00 Kyrtillinn I. II. og III.: Lloyd C. Douglas 90.00 — 85.00 — 55.00 Drekakyn: Pearl S. Buck, ib. 50.00 ób. 31.00 Vér lifum eftir dauðann: Sir Oliver Lodge, 16.00 ób. Margrét Smiðsdóttir: Astrid Lind, ib. 42.00 ób. 32.00 Lyklar himnaríkis: A. J. Cronin, 40.00 30.00 Horfin sjónarmið: James Hilton, 50.00 30.00 Viktoría: Knut Hamsun 48.00 28.00 Undur veraldar: 100.00 78.00 63.00 Leonardo Da Vinci: Dmitri Meroskowski, kr. 55.00 í bandi. LJÓÐA BÆKUR: Jónas Hallgrímsson: Ljóðmæli, skinn 310.00, shirt 165.00 Stephan G. Stephansson: Úrvalsljóð, kr. 25.00 í bandi. Bjarni Thorarensen: Kvæði, kr. 45.00 í bandi. Guðfinna Jónsdóttir frá Hömrum: Ný ljóð, kr. 88.00 ib. 25.00 ób. MagnúsÁsgeirss.:Meðan sprengjurnar faliá, kr. 120.00árit. 30.00ób. Guðm. Ingi Kristjánsson: Sólbráð, kr. 17.00 ób. 25. kr. ib. Sigurjón Jónsson: Blessuð sértu sveitin mín, kr. 20.00 ib. Erla: Fífulogar, 45.00 skb. 28.00 ib. 20.00 ób. Steindór Sigurðsson: Mansöngvar og minningar ób. 25.00 Kristján Einarsson: Viltur vegar, 18.00 innb. Ennfremur allar nýjar bækur jafnóBum og jbær koma út Gerið svo vel að senda oss pönt- un yðar tímanlega, svo þér getið fengið hana afgreidda fyrir jólin. Í ' '' ' • ) Í . Samvinnumenn, skiptiö við samvinnufélög BOK2IHCD A/jbýðu/i(ísmu — Sími 5325

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.