Tíminn - 27.11.1945, Blaðsíða 1
RITSTJÓRI:
ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON
ÚTGEFANDI: \
FRAMSÓKNARFLOKKURINN |
\\
Símar 2353 og 4373
PRENTSMIÐJAN EDDA h.f.
RITST JÓRASKRIFSTOFUR:
EDDUHÚSI. Lindargötu 9 A
Símar 2353 og 4373
AFGREIÐSLA, INNHEIMTA
OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA:
EDDUHÚSI, Llndargötu 9 A
Síml 2323
29. árg.
Reykjavík, þriðjudagiim 27. nóv. 1945
90. blað
Byggingafrv. stjórnarinnar hrað-
ar ekki nóg lausn hús-
næðismálsins
Það cykur ekkcrt byggingaaðstoðina í svcit-
um, né til kaupstaðarmanua, scm hafa yfir'
7000 kr. í grunnlaun á ári
V* . ----
í seinustu viku fóru fram i efri deild umræður um bygginga-
málafrv., sem félagsmálaráðherra flytur að tilhlutun ríkisstjórn-
arinnar. Hafði Alþingi falið stjórninni í fyrravetur að undirbúa
slíkt frumvarp, en stjórnin hafði sofið á því, unz Framsóknar-
menn lögðu fram byggingafrv. sín nú í haust. Þá fékk félagsmála-
ráðherrann fjörkipp og var flaustrað saman frv. því, sem að fram-
an getur. Ber frv. líka ýms merki þess, að það sé ekki eins undir-
búið og skyldi.
Félagsmálaráðherra hóf um-
ræðurnar og mælti með frv. Það
er í fjórum köflum. Fjallar sá
•fyrsti um verkamannabústaði,
annar um samvinnubyggingar-
félög, þriðji um íbúðarbygging-
ar sveitarfélaga, og fjórði um
skömmtun á byggingarefni.
Fyrstu kaflarnir fjalla aðeins
um breytingar á eldri ilöggjöf.
Þriðji kaflinn fjallar um, að
ríkið ábyrgist lán fyrir sveitar-
og bæjarfélög, sem ráðast í
byggingaframkvæmdir til að
bæta úr húsnæðisskorti. Fjórði
kaflinn fjallar um, að nýbygg-
ingarráði'sé falin nokkurs kon-
ar skömmtun á byggingarefni.
Hermann Jónasson talaði
næst á eftir ráðherranum! Hann
lýsti undrun sinni yfir því, að
hvergi skyldi vikið í stjórnarfrv.
að byggingum í sveitum. Þörfin
fyrir áukna opinbera aðstoð
væri þó^. sízt minni þar en í
bgejunum. Þegar Alþingi fól
ríkisstjórninni í fyrra að undir-
búa tillögur um þetta mál, hefði
það lika tekið skýrt fram, að
þær ættu að ná til sveitanna
ekki síður en kaupstaðanaa.
Þess bæri fastlega að vænta,
að stjórnin bætti úr þessari van-
rækslu sinni, en þáð gæti hún
einna bezt með því .aö styðja
frv. Framsóknarflokksins um
endurbætur á lögunum um
Byggingar- og landnámssjóð.
Þá sagði Hermann, að annað
stórt atriði vantaði í stjórnar-
frv. Það atriði væri, hvernig
fljótlegast yrði bætt úr húsnæð-
isleysinu. Nú vantaði fagmenn
í stórum stíl til að koma upp
nauðsynlegustu byggingum. Úr
þessari vöntun yrði ekki bætt,
þót fjárhagsleg aðstoð til að
koma upp byggingunum væri
aukin. Byggingarnar ksémust
ekki upp fyrir það, þegar vinnu-
aflið vantaði. Eina úrræðið til
að leysa þennan vanda, væri að
flytja inn tilbúin hús frá Sví-
þjóð. Það væri ekki heldur neitt
neyðarúrræði, þar sem húsin
væru sérlega vönduð og yrðu
stórum ódýrari en önnur hús
hér. Þess vegna hafa Franlsókn-
armenn líka flutt tillögu um að
greitt sé fyrir innflutningi slíkra
húsa.
Þessu næst gerði Hermann
nokkurn samanburð á stjórnar-
frv. og frv. Framsóknarmanna
um byggingalánasjóð. Bæði frv.
stuðluðu að auknum fjárráðum
sjóðsins og bæri þar lítið á milli.
^Breytingar þær, sem gert væri
ráð fyrir á lögunum um verka-
mannabústaði, væru líka á
margan hátt svipaðar. Hins veg-
ar gengi stjórnarfrv. miklu
skemmra i endurbótum á lög-
unum um samvinnubyggingar.
Það gerði ekki ráð fyrir, að að-
stoðin við þær væri nærri því
eins mikið aukin og gert er ráð
fyrir í frv. Framsóknarflokksins.
Þetta væri áreiðanlega misráð-
ið. Þeir, sem nytu hlunninda
laganna um verkamannabústaði
mættu ekki hafa yfir 7000 kr.
grunnkaup á ári og ekki eiga
meira en 10 þús. kr. Það væri
ekki síður ástæða til að styrkja
marga menn til að byggja, þó
þeir hefðu aðeins hærri tekjur
eða ættu lítið eitt meiri eignir,
t. d. ýmsa opinbera starfsmenn,
iðnaðarmenn og verzlunarmenn.
Þessum mönnum væri veitt
stóraukin aðstoð í. frv. Fram-
. (Framhald á 8. síðu)
AUST U RVÖLLUR
Næst Þingvöllum á Austurvöllur mesta helgi í hugum íslendinga.
Veldur því allt í senn, að við hann er tengd vitundin um fyrsta land-
námsmanninn, að hann er eins konar arftaki hins forna þingstaðar, og
loks hefir hann verið hinn sjálfkjörni samkomustaður höfúðstaðarbúa
undir bcrum himni.
Maður hefði ætlað, að slíkum stað þyrfti ekki að setja lögvernd, að
hann ætti sína óskráðu landhelgi.
En hvað skeður?
Forráðamenn bæjarins hafa leyft sér að' skerða þennah blett. Er nú
verið að taka af honum drjúga sneið undir götu. Vallarstræti er fært
inn á Austurvöll um hálfan annan meter.
Allt bendir til að þetta sé gert vegna samkomuhúss Sjálfstæðisflokksins,
sem verið er að reisa við norðvesturhorn vallarins. Það er verið að breikka
traðirnar hcim að því.
En er þetta ekki ofrausn?
Að vísu er Sjálfstæðisflokkurinn voldugur í þessum bæ. Og rétt er,
að formaður þessa sama flokks leyfði sér ,á sínum tíma að „byggja út í
götuna.“ En getur það afsakað, að Austurvelli sé fórnað. Getur það
réttlætt, að Austurvöllur sé tekinn og gerður að eins konar viðbótarlóð
undir þetta samkomuhús?
Hefir bæjarstjórnin samþykkt þetta fyrir sitt Ieyti?
Eða er þetta gert í trausti meirihlutans, sem Sjálfstæðisflokkurinn hefir
hingað til getað reiknað með?
Ef svo væri, gæti þetta þá ekki, eitt með öðru, orðið til þess, að borg-
ararnir stilltu svo í hóf við næstu bæjarstjórnarkosningar, að hið gamla
Vallarstræti og Thorvaldsensstræti nægði sem heimreið að samkomuhúsi
Sjálfstæðisflokksins í framtíðinni!
Og AusturvöUur yrði aftur færður í sitt fyrra form.
Tillaga Framsóknarmaniia í dýrtíðarmálunum:
Fimm manna nefnd sé falið að gera tiilögur um
lækkun dýrtíðarinnar með þátttöku allra stétta
Sigurvegarirm í st/órnardeilunni í Frakklandi
Mynd þessi sýnir franska stjórnarforsetann, de Gaulle, vera að stíga
upp í flugvél, sem Truman forseti gaf honum, þegar hann kom til
Bandaríkjanna í sumar. De Gaulle hefir mjög aukið álit sitt í stjórn-
ardeilunni nú fyrir skemmstu. Hann neitaði kommúnistum um þýðing-
armestu ráðherraembœttin, sem þeir sóttust eftir, og sagði hreinskilnis-
lega, að ástœðan vœri sú, að þeir þeir vœru undir erlendum áhrifum.
Eftir allmikið þóf, treystust kommúnistar ekki til annars en hð falla
frá þessum kröfum sínum og de Gaulle fékk vilja sínum framgengt.
Lausia fanmaimadcilicmiar:
Ætlar ríkisstjórnin að tryggja
Eimskipafél. flutningaeinokun?
Ósainið eim um kanp stýrmiaima og loft-
skcytaBiiáima
Síðastl. föstudag lauk rúmlega 50 daga verkfalli háseta og
kyndara á kaupskipunum eftir að nýir samningar höfðu tekizt
um kaup og kjör milli Sjómannafélags Reykjavíkur annars vegar
og Eimskipafélagsins og Skipaútgerðarinnar hins vegar. Samn-
ingar þessir voru byggðir á tillögum, sem sáttanefnd ríkisstjórn-
arinnar hafði borið fram, og hafði þeim upphaflega verið hafnað
af stjórn Eimskipafélagsins. Ríkisstjórnin skarst þá í leikinn
og breytti Eimskipafélagsstjórnin ákvörðun sinni eftir beiðni
hennar. Sterkur orðrómur gengur um það,^að áður hafi ríkis-
stjórnin gefið Eimskipafélaginu fyrirheit um, að hún myndi koma
í veg fyrir að aðrir aðilar gætu tekið erlend skip á leigu og Eim-
skipafélagið þyrfti því ekki að óttast erlenda samkeppni. Með
því aff láta landsmenn þannig greiða miklu hærri flutningsgjöld
en tíðkast annars staðar, hyggst ríkisstjórnin geta hindrað í bili
stöðvun kaupskipanna af völdum dýrtíðarinnár. En vitanlega
verður þetta aðeins til að auka dýrtíðina og gera hana enn óvið-
ráðanlegri ep hún er nú.
Hinir nýj u kaupsamningar
munu í aðalatriðum þessir:
Grunnkaup háseta verður kr.
470,00 á mánuði í stað kr. 329,00
áður. Grunnkaup’kyndara verð-
ur kr. 550,00 á mánuði, áður kr.
385,00. (í þessu mánaðarkaupi
kyndara og háseta eru innifald-
ir svokallaöir ,,dýnupeningar“).
Áhættuþóknun í strandsigling-
uni er kr. 360,00 á mánuði, en
1. maí n. k. lækkar hún um
helming og verður þannig til
jafnlengdar 1947. Áhættuþókn-
un í utanlandssiglingum er kr,
480,00 á mán. til 1. maí n. k. en
lækkar þá um helming og gildir
það einnig til 1. maí 1947.
Samið var um þrískipta vöku
á skipum yfir 100 rúml., var áð-
ur tvískipt. Mánaðarkaupið
verður 20 kr. hærra á skipum
er hafa áfram tvískipta vöku.
Grunnkaup í eftirvinnu verð-
ur kr. 3,16, en í höfnum, þegar
sjóvökum er lokið, enþað kr.
3,68. Nætur- og helgidagavinna
(Framhald á 8. síðu)
Fjölmenmir bænda-
fundur mótmælir
bnnaðarráðslögnnum
Dagana 17.—18. þ. m. var
haldinn fjölmennur bænda-
fundur að Eiðum og voru þar
'mættir bændur úr öllum sveit-
um Fljótsdalshéraðs. Mörg
lands- og félagsmál voru rædd
á þessum fundi og ályktanir
gerðar.
Meðal annars samþykkti
fundurinn að lýsa eindregnum
stuðningi sínum við Stéttar-
samband bænda og mótmælti
búnaðarráðslögunum. Einn bún-
aðarráðsmaðurinn Sveinn Jóns-
son á Egilsstöðum, reyndi að
hindra samþykkt síðari tillög-
unnar og flutti breýtingatillögu
(Framhald á 8. liðu)
Nefndin skili álitf sínu ekki síðar en
15. febrúar næstkomandi
Framsóknarmenn hafa lagt til á Alþingi, að skipuff verði fimm
manna nefnd til aff gera tillögur um niðurfærslu á dýrtíðinni og
skuli hún hafa skilaff áliti fyrir 15. febrúar næstk. Er tillaga þessi
flutt af Bernharffi Stefánssyni sem breyting við frv. stjórnarinnar
um heimild handa henni til aff halda niffri dýrtíffarvísitölunni með
fjárgreiðslum úr ríkissjóði. Tillagan er flutt viff 2. umræðu máls-
ins í efri deild, en það hefir verið til athugunar í fjárhagsnefnd
deildarinnar, þar sem Bernharð á sæti.
Þar sem fjármálaráðherra og framsögumaffur fjárhagsnefndar,
Háraldur Guðmundsson, tóku tillöginni ekki ólíklega, og óskuðu
eftir aff fá aff athuga hana betur,
til 3. umræffu.
Breytingartillagan, sem Bern-
harð Stefánsson flytur við áð-
urgreint dýrtðarfrv. stjórnar-
innar, hljóðar á þessa leið:
„Skipa skal 5 manna nefnd á
þann hátt, að hagstofustjóri er
sjálfkjörinn, og er hann for-
maffur nefndarinnar, en 4
4
nefndarmannanna eru tilnefnd-
ir af þingflokkunum, einn frá
hverjum.
Verkefni nefndar þessarar er
aff athuga og gera tillögur um
lækkun dýrtíðar í landinu með
þátttöku allra þjófffélagsstétta,
meffal annars meff lækkun á
verði innlendra neyzluvara,
lækkun kaupgjalds, verzlunará-
lagningar, farmgjalda, bygging-
arkostnaffar og iffnaffarvara.
Enn fremur geri nefndin tillög-
ur um sérstakt allsherjarfram-
tal eigna í Iandinu. Nefndin
skili áliti sínu fyrir 15. febr.
1946. _
Nefndin ræður sér sérfróffa
affstoffarmenn eftir þörfum, og
greiffist kostnaffur af því svo
og annar kostnaffur viff nefnd-
ina úr ríkissjóði“.
í greinargerð Bernh. Stef-
ánssonar fyrir tillögunni segir:
„Frv. þetta er samhljóða
bráðabirgðalögum frá 2. ágúst
þ. á. Heimila þau m. a. ríkis-
stjórninni að halda niðri dýr-
tíðarvísitölu til 15. sept. næsta
ár með niðurgreiðslu úr ríkis-
sjóði eða á annan hátt. Virðást
ekki vera önnur ráð fyrir hendi
fyrst um sinn en að halda þess-
um niðurgreiðslum áfram, ef
dýrtíðarvísitalan á ekki enn að
stórhækka og þar með allur til-
kostnaður við atvinnurekstur
landsmanna og ríkisreksturinn
sjálfan, en það mundi óhjá-
kvæmilega leiða til stöðvunar
margra atvinnugreina og verða
ríkissjóði a. m. k. jafndýrt og
niðurgreiðslurnar. Hins vegar
munu flestir vera farnir að sjá
það, að ástand það, sem gerir
niöurgreiðslurnar nauðsynlegar,
leiðir fyrr eða síðar til hins
mesta ófarnaðar fyrir alla og
að niðurgreiðslur úr ríkissjóði
geta ekki til lengdar afstýrt því,
enda ríkissjóði um megn.
Ég tel því, að það, sem þurfi
að gera, sé að hefjast nú handa
gegn hinu raunverulega meini:
dýrtíðinni, — og þá auðvitað al-
veg sérstaklega að reist skorður
við því, að hún aukist enn.
Þetta verður þó ekki gert á
réttlátan hátt með því að
þrengja kosti einnar stéttar,
eins og nú er að ýmsu leyti gert
að því er bændur landsins
snertir, né heldur að það eitt
beri verulegan árangur i þá átt
að minnka dýrtið. Heldur verða
allar þjóðfélagsstéttir að taka
þátt í þeim aðgerðum, sem
nauðsynlegar eru til að stöðva
hefir Bernharff tekiff hana aftur
Mjólkurvél- |
arnarfengnar
Samkvæmt upplýsingum
Árn Benediktssonar, for-
stjóra Mjólkursamsölunn-
ar, hefir Mjólkursamsalan
nýlega samið viff danskt
firma um kaup á vélum I
nýju Mjólkurstöðina. Sam-
kvæmt þessum samningi
koma fyrstu vélarnar hing-
aff innan þriggja mánaffa,
en allar vélarnar eiga aff
þessu máli í örugga höfn.
vera tilbúnar innan 10
mánaffa.
Mjólkursamsalan leitaði
tilboffa I vélarnar bæffi í
Svíþjóff og Danmörku og
var samið viff það firma,
sem hafði styztan afhend-
ingarfrest.
Samkvæmt þessu má
fastlega vænta þess, að
nýja Mjólkurstöðin geti
tekjiff til starfa næsta
haust. Mun þvi áreiffan-
lega fagnað af bæjarbúum,
aff tekizt hefir aff koma j
þessu máli í örugga höfn. j
dýrtíðarflóðið, að því leyti sem
þjóðin hefir það á sinu valdi.
En til þess að þetta geti orðið,
þarf víðtækara samkomulag
bjóðfélagsstétta og stjórnmála-
flokka heldur en nú á sér stað.
Virðist mér ekki megi dragast
lengur, að reynt sé að ná slíku
samkomulagi.
Ýmsar aðferðir gætu auðvitað
komið til greina við þær sam-
komulagstilraunir, sem ég tel
nauðsynlegar, og hefði ég mjög
gjarnap viljað ræða um þær við
háttv. meðnefndarmenn mína,
ef þess hefði verið kostur. Það
væi'i t. d. ekki óeðlilegt og mælti
ýmíslegt með því, að hin ýmsu
stéttafélög kysu fulltrúa í
nefnd til að ræða þessi mál og
reyna samkomulag. Þess ber þó
að gæta, að endanleg úrslit
málsins hljóta að ráðast á Al-
þingi. Mér þykir því eftir at-
vikum rétj, að leggja til, að
þingflokkarnir kjósi sinn mann-
inn hver í nefnd, en hagstofu-
stjóri sé sjálfkjörinn oddamað-
ur og formaður hennar. Nefnd
þessi taki síðan til athugunar
og geri tillögur um lækkun dýr-
tíðar í landinu. Ég geri ráð fyrir,
(Framhald á 8. siðu)