Tíminn - 15.01.1946, Síða 2

Tíminn - 15.01.1946, Síða 2
2 TfoCWN, þrifSjiidagimn 15. jamiar 1946 8. blatS Þriðjudagur 15. jan. Hönd dauðans Það var harður fundur fyrir mörgum árum í „Bárunni“. Mik- ill ræðuskörungur og ráðherra talaði. Hann lýsti því, hvernig íhaldið stjórnar. Það legði hönd dauðans á hvert gott mál meðan hægt væri að stöðva það. Þegar búið væri að framkvæma, eða neyða íhaldið til þess, settist það með sínum þunga rassi á málin — og ræðumaður næstum settist á leiksviðið — og léti þau fleyta sér áfram, með því að staglast á þvi við grunnhyggið fólk, að málin, sem ihaldið vann allt til óþurftar meðan það gat, hefðu alla tíð verið hjartans mestu áhugamál þess. Látið ekki blekkjast, ungu menn, sagði ræðumaður, — íhaldið er hönd dauðans. Vissu- lega reynist þetta sígildur sann- leikur öllum, sem vilja sjá. — Framsóknarflokkurinn og Alþýðuflokkurinn fengu sam- þykkta á Alþingi löggjöf um samvinpu- og verkamannábú- ( staði. íhaldið barðist gegn því með ofstopa. Nú er þessi and staða löngu orðin hlægileg. Og sjá! íhaldið segist nú hafa brennandi áhuga á húsnæðis- málinu. Gegn sundhöllinni barðist íhaldið með hnúum og hnefum unz áhugi íþróttamanna í bæn um var orðinn- svo sterkur, að ekki varð lengur gegn málinu staðið. — Síðan hefir það þótzt hafa og alla tíð hafa haft á huga fyrir málinu. Gegn íþróttalögunum barðist íhaldið á Alþingi og hafði nærri stöðvað , framgang þeirra. En Hermanni Jónassyni tókst að bjarga málinu. En væntanlega hefir íhaldið nú — að eigin sögn og samkvæmt lögmálinu — alltaf verið málinu fylgjandi. Táknrænast er þó mjólkur- stöðvarmálið í Reykjavík. Mjólkurfélag Reykjavíkur (Eyj- ólfur Jóhannsson) átti gömlu mjólkurstöðina. íhaldið barðist með dólgshætti gegn því að hún yrði lögð niður og ný stöð byggð. Erlendur sérfræðingur var feng- inn til að dæma um málið. Dómurinn gekk móti Eyjólfi. Enn var málið tafið með því að heimta nýja menn frá útlönd- um. Þegar þeir staðfestu að byggja nýja stöð, tafði íhaldið málið enn lengi með þjarki um lóð fyrir mjólkurstöðina. — Nú er mjólkursamsalan og bændur skammaðir fyrir dráttinn — dauða höndin er söm við sig. Gegn samvinnu og bæjarút- gerð hefir íhaldið barizt. En þeg- ar ríkisstjórnin hefir keypt tog- ara fyrir tvöfalt verð fær borg- arstjórinn skyndilega brennandi áhuga fyrir því, að bærinn, en ekki stríðsgróðamennirnir, kaupi þá. — Þannig er saga hinnar dauðu handar þessa Taæjarfélags í öll- um málum. — LÍtið yfir sögu málanna og þið munið sann- færast. Þessi ólánssama og dauða hönd má ekki stjórna lengur. Því síður skuggi hennar, draug- urinn, sem íhaldið hvarvetna vekur upp og fylgir því — kommúnisminn. — Það er ekki hægt að útrýma öðru hvoru — þessar ófreskjur eru samvaxnar. Takmarkið er að útrýma hvoru- tveggja eins og nú er unnið að í bezt menntu og víðsýnustu löndum álfunnar. Það sama star'f hefjum við hér með því að kjósa Pálma Hannesson í bæjarstjórn. Burt með dauðu höndina og skugga hennar. átum málefnin ráða íhaldið og skólarnir Skoðanafrelsi, trúfrelsi, mál- frelsi í ræðu og riti, jafn atkvæðisréttur og að minni hluti beygi sig fyrir meirahluta — þetta eru megin-einkenni lýö- ræðisins eða með öðrum orðum það, sem við köllum frelsi. Þegar svo stóð, að eins líklegt mátti telja, að nazisminn flæddi yfir Evrópu, einnig okkar land, þá mun mörgum íslendingum hafa orðið svo innanbrjósts, að þeir mundu leggja allt i sölurn- ar til þess að komast burt af landinu — til Vesturheims. Nú er það staðreynd, að ís- lendingar eru ekki minna elskir að landinu sinu en menn með öðrum þjóðum. Samt var þessu svona fariö. Vegna hvers? Vegna þess að sérhvert land verður manni, sem búið hefir við lýðfrelsi, harla lítils virði, ef hann á ekki framar að njóta írelsis síns. Ástin á frelsinu er mörgum manninum svona miklu þyngri á metunum en sjálf ættjarðar- ástin. Og er þetta engin nýlunda með norrænum þjóðum. Svona var þessu farið, þegar land okk- ar byggðist. Forfeður okkar skoðuðu ekki huga sinn, yfir- gáfu ætt og óðöl heldur en að ganga á hönd einvalds konungi. Og hér komu þeir á merkilegu lýðræðisríki, sem farnaðist svo vel um fjórar aldir, að menning þjóðarinnar þá ber við loft á himni veraldarsögunnar. Hvernig síðan fór, verður ekki rakið hér, að öðru leyti en því, að menn þeirrar tíðar urðu of fastir í flokkum. Notfærðu sér þá eigi nægilega frjálsmannlega að segja sig I goðorð við þann, sem beztan átti málstaðinn hverju sinni. En einmitt þessi ágaili virðist ganga aftur nú, þegar við höf- um öölast þjóðfrelsi okkar að nýju, og málin innanlands taka að skipa mönnum í flokka. Ef til vil^ á þetta nokkra af- sökun í fámenni okkar og hlut- fallslega miklum persónulegum kynnum Sú þjóð, sem bezt hefir farn- azt undir skipulagi lýðræðisins, hefir þrátt fyrir það, þótt marg- ar þjóðir aðrar séu miklu mann- fleiri, orðið öndvegisþjóð og heimsveldi. Og þessari þjóð, öll- um öðrum fremur, á veröldin að þakka það, að ekki þurfti að yfirgefa ætt og óðöl til þess að freista að komast undan oki nazismans. Þessi þjóð er Bretar. Þessi þjóð hefir öðlast þann stjórnarfarsþroska, að láta mál- efni ráða hverju sinni, þegar hún gengur að kjörborðinu. Hún er ekki föst í flqkkum. — Við einar kosningar gefur hún vinstri flokki aðstöðu til forustu, én þegar henni mislíkar tekur hún umboð sitt til baka og fær það hægri flokki. Og mundu margar þjóðir hafa sýnt betur, að þær' láti málefni ráða, en ekki flokka eða persónu dýrkun, heldur en brezka þjóð- ih gerði í síðustu kosningum, þegar hún fellir frá völdum þann stjórnmálaforingjann, er öðlast hefir, að því er ætla má, mesta persónulega virðingu og tiltrú allra forustumanna henn- ar, og hefir nún þó átt þá marga mikla og mikilhæfa. Ég, sem þetta rita, er livers- dagslegur borgari. Hefi í engán skóla gengið að kalla, nema hfs- ins skóla. Ég hefi eins og margir aðrir á sínum tíma verið haid- inn af foringjadýrkun, og hætti til að láta tilfinningar ráða En með vaxandi lífsreynslu tókst mér aö öðlast þann skilning — þann þroska — að láta málefni ráða, en ekki tilfinningar. — Og ég segi það eins og það var. Þann dag sem þetta skeði, kcm mér • það svo fyrir, að nú mundi ég finna til eins og þjóð, þegar hún yrði fullvalda. Ef við sem flest ekki eignumst þennan þroska, hvernig fer þá um frelsið, sem þjóðín glataði 1264 og endurheimti ekki aftur fyrr en 1944. Samlandar mínir! Lesið ekki þessar línur sem áróður fyrir neinn sérstakan flokk. Treystið því, að hér er af heilindum mælt, af sextugum manni, sem að vísu hefir lengi fylgt sama flokki. Manni, sem er félagslyndur, og stundum hefir haft sig nokkuð í frammi, en jafnan án nokkurs persónu- legs valdametnaðar, og aðeins um skeið komist svo hátt að eiga sæti í hreppsnefnd. Lesið þessar línur sem aðvörunarorð frá manni, sem veit og skilur, hversu allra augu standa nú á okkur, minnsta fyrirtækinu meðal þeirra mannhópa, sem svarizt hafa í bræðralag um að helga sér land og lifa þar sem frjáls og fullvalda þjóð. Manni, sem skilur hversu berskjalda og reynslulitil við erum, einkum í viðureign við mikinn og fljót- fenginn auð annars vegar, og vélabrögð hvers konar áróðurs- tækni hins vegar. Manni, sem einnig lætur sér ekki yfirsjást, að ekki voru allir landnemarnir svo skapi farnir, að þeir af frjálsum vilja kysu að yfirgefa ætt og óðöl og fórna þessu fyrir frelsi sitt, og erfðin því engan veginn einhlít. En því fremur er það einasta vonin um framtíðarfarnað landsins okkar, að borgararnir láti af flokka- og persónu<|ýrk- un, heldur láti hverju sinni, og að vel yfirveguðu ráði, málefni en ekki tilfinningar ráða, þegar gengið er að kjörborði. Því að þar, og hvergi annars staðar en þar, segja menn sig í goðorð við þann málstað — við þau örlög, sem þjóðinni verða ráðin á hverjum tíma. Fb. Gr. Lóöir og timburinnflutningur Mér þótti grein Guðlaugs Rós- inkranz í Tímanum á sunnu- daginn svo athyglisverð, að ég get ekki stillt mig um að biðja það blað fyrir fáein orð frá mér um húsnæðismálin — þetta böl, er þjakað hefir okkur Reykvík- inga allan síðari hluta styrjald- aráranna og valdamönnunum hefir ekki enn tekizt að draga neitt úr, nema síður sé. Erfiðleikarnir, sem við er að stríða, eru margvíslegir: mikil fólksfjölgun, skortur á verka- mönnum og þó sér í lagi kunn- áttumönnufn, hörgull á bygg- ingarefni eða einstökum vöru- tegundum, sem nauðsynlegaí- eru til bygginga. En að hinu leytinu er það líka alkunna, hversu illa 'hefir verið haldið á þessum málum af hálfu bæjaryfirvaldarma. Að visu hefir bærinn byggt nokkrar sæmilega hentugar íbúðir, eins og getið var i grein Guðlaugs Rósinkranz, en að því slepptu hefir frammistaðan öll verið fyrir neðan allar hellur í slíku alvörumáli. Langar mig til þess að rifja tvö atriði stuttlega upp, eftir þvi sem þekking min nær til. — Þar er fyrst að nefna lóðirnar. Nú er svo komið, að lóðir á þol- anlegum stöðum í bænum eru ekki lengur falaf öðrum en ein- hverj um ýtildarmönnum aðal- bæjarstjórnarflokkanna. Til þeirra er þeim úthlutað eins og einhverjum heiðursmerkj - um fyrir hraustlega framgöngu i flokksstríðinu. Er þá ekki æv- inlega gengið hart eftir því, að undinn sé bráður bugur að hús- byggingu á þessum lóðum. Á, sama hátt eru leyfi til að hafa búðir í íbúðarhúsunum alls ekki miðuð við þarfir neytendanna í bænum, heldur er þetta aðeins hærri gráða af þessum heiðurs- merkjum, sem flokkarnir veita sínum vildarmönnum. En um lóðir handa almenn- ingi gengur allt tregar. Hann á að vista i nýjum og nýjum út- hverfum,en dugnaðurinn er ekki meiri en svo, að bærinn hefir ekki undan að gera göturnar, svo af því hljótast stórkostlegar tafir. Þannig er afrekssaga bæj- aryfirvaldanna í byggingarmál- um Reykjavíkur. Þetta er mér minnisstætt, því að ég hefi sjálfur fengið að gjalda minn skatt vegna þessa ódugnaðar, og ég tel, að fleiri ættu að hugsa pm þessa staðreynd, því að hún talar skýru máli um vinnubrögð ráðamannanna og áhuga fyrir velferð bæjarbúa. Til áréttingar þessu væri svo hollt að athuga aðra staðreynd. Megnið af timbrinu, sem kemur hingað til lands, er frá Svíþjóð. (Framhald ú 4. síOu). Stuðningsmenn B-iistans komið á kosningaskrifstofuna, sem er í Edduhúsinu við Lind- argötu, opin frá 10—22 daglega, símar 6066 og 2323. Bjarni borgarstjóri taldi íhald- ið geta grætt á því í kosning- unum að sýna blaðamönnum þau hús, er bærinn hefir byggt á undanförnum áratugum, þótt ekki væri um auðugan garð að gresja. Lét hann svo Mbl. birta marg- ar myndir og marga langhunda um þessa kosningasýningu. Að- alnúmerið á sýningunni var þó Laugarnesskólinn, sem verið er að stækka. Kemst Bjarni að þeirri niðurstöðu, að ihaldið sjái prýðil^ga fyrir skólabyggingum í bænum. Er þvi rétt að víkja að því nokkru nánar. Samkvæmt landslögum ber Reykjavíkurbæ skylda til, eins og öðrum skólahéruðum lands- ins, að sjá öllum skólaskyldum börnum fyrir nægilegum skóla- húsum. íhaldsmeirihlutinn í bæjarstjórninni varð þvi annað hvort að gera, að fullnægja þessari skyldu, eða að brjóta landslög. Og hvort ætli íhaldið hafi nú heldur valið? Fram til 1930 var einn barna- skóli í bænum, Miðbæjarskól- inn. Hann er byggður úr timbri og er háskalegur sem skólahús, sérstaklega fyrir börn, vegna eldhættu. Hann var byggður fyrir 600 börn, en i honum hefir verið kasað saman um 1800 börnum árlega undanfarin 20 ár og er svo enn. Þetta hefir verið framkvæmt þannig, að börnin eru látin byrja nám kl. 8 að morgni. Verða því flest þeirra að vakna kl. rúml. 7 og það einnig í svartasta skamm- deginu. Á eftir þeim kemur svo annar flokkur barna dag hvern í sömu kennslustofurnar og á eftir þeim þriðji flokkurinn. Venjulega eru yngstu börnin í síöasta flokknum. Byrja þau námið í rökkrinu og setjast í kennslustofur, sem 60—70 börn eru bújn að vera í þann sama dag. Þannig hefir tekizt að hag- nýta eina kennslustofu fyrir 90 —100 börn yfir daginn og um leið 600 barna skóla fyrir 1800 börn. Svipaða sögu er að segja af Austurbæjarskólanum. Hann er byggður fyrir 800 börn, en í hon- um eru að jafnaði um 2000 börn árlega. Hagnýting húsnæðisins er því svipuð og meðferðin á börnunum einnig. Skildinganes og Grímsstaða- holt hefir vantað barnaskóla frá því er Skildinganes var samein- að Reykjavík. Við fernar bæjar- stjórnarkosningar og allar Al- þingiskosningar siðan, hefir í- haldið lofað að byggja þennan skóla og enn lofar það hinu sama. En nú er ekki hægt að lofa þessu lengur. Skólinn er að rísa og íhaldið að tapa meiri- hlutanum. Svo kemur Laugarnesskólinn, sem allar myndirnar voru af. Þegar skólaskyldu börnin i Laugarneshverfi voru orðin 300, fór íhaldið að byggja. Og þá var nú ekki skorið við nögl sér! Tvær kennslustofur og ein leik- í'imistofa með flötu þaki, sem lak! Þetta var látið duga þangað til i haust. Nú er verið að stækka báknið. Um stuðning íhaldsins við byggingar fyrir gagnfræðaskól- ana, húsmæðraskólana, hand- íðaskólann, smábarnaskólann o. fl., er bæjarbúum fullkunnugt. Þó er afstaða þess til Iðnskól- ans og Menntaskólans sannkall- að islenzkt met. Iðnskólinn hefir sennilega búið við aumustu húsa kynni allra skóla bæjarins. Þó hefir skólastjórinn verið bæjar- fulltrúi íhaldsins, en fékk „frí“ núna. Hins vegar hefir íhaldið skrafað þannig, allt þar til Byynjólfur varð menntamála- ráðherra, að Menntaskólinn yrði að taka á móti fleiri nemendum. En hvað skeður svo á Alþingi í haust? íhaldsmenn og jafnaðar- menn drepa í sameiningu tillögu um 1 millj kr. framlag til bygg- ingar stærri menntaskóla, svo að fjárveitingin varð aðeins y2 miljón króna. Ætli það veröi ekki langt þar til Bjarni Ben. hefir aðra sýn- ingu fyrir blaðamenn á frammi- stöðu íhaldsins í skólamálum? FíiaúaHcfi Stefnuskrár og fram- kvæmdir. Gömlu bæjarstjórnarflokk- arnir hafa nú allir slegið upp löngum og viðamiklum stefnu- skrám. Gætu ókunnugir helzt ráðið það af þessum stefnu- skrám, að hlutaðeigandi flokkar hefðu aldrei haft aðstöðu til þess að gera neitt eða koma neinu máli fram í bæjarfélaginu. En sízt af öllu gæti nokkur maður, sem ekki vissi betur, látið sér til hugar koma, að þetta væru stefnuskrár ráðaflokkanna, því að einmitt þær eru þyngsti dómurinn um það, hvernig hin sjálfsögðustu umbótamál hafa verið afrækt ár eftir ár. Annars þyrfti ekki að hrinda þessu öllu í framkvæmd. En þrátt fyrir allan bumbu- sláttinn nú fyrir kosningarnar, mun erfitt að finna þann mann í bæjarfélaginu, og það jafnt þótt leitað sé meðal tryggustu fylgismanna bæjarstjórnar- flokkanna, sem leggja minnsta trúnað á það, að þessar stefnu- skrár boði nokkra stefnubreyt- ingu. Bæjarbúar eru orðnir þessu og þvilíku vanir. Fyrir hverjar kosningar hafa þessir sömu flokkar lofað þessum sömu um- bótum í bæjarfélaginu — án þess að gera nokkra tilraun til þess að efna fyrirheit sín eða yfirleitt láta sér detta þá hlið málsins í hug. Stefnuskrárnar þykir ekki annað en sjálfsögð koshingabeita handa fáeinum fáráðlingum. Þær vekja ekki neina athygli í bænum. Hanagal hjá Billenberg. í gamla daga bjó útlendur skó- smiður, sem hét Billenberg, þar sem nú er Austurstræti 8. Hans er helzt getið fyrir þrennt: Hann barði kerlingu sína veika svo ó- þyrmilega, að hann hlaut sekt- ardöm fyrir, og kölluðu menn þó ekki allt ömmu sína í þá daga, — hann varð orsök lang- vinnra málaferla Reykjavíkur- bæjar við Dani út af fram- færslukostnaði hans — og hann átti hænsni, sem bæjarbúar höfðu gaman af að virða fyrír sér„ því að þau voru reist og spekingsleg á svip eins og hænsnum er eiginlegt. Var þá kveðið þetta stökubrot: Það hleypur í gegnum haus og merg, þegar hanarnir gala hjá Billenberg. Ekki eru lengur til neinar sýnilegar menjar um Billenberg skóara. En á rústum hænsna- garðsins er nú aðsetur Morgun- blaðsins. Ekki hefir þess heyrzt getið, að svipir hinna framliðnu séu þar á reiki. Einhvern veginn er þó eins og það loði enn við staðinn, að þar sé haft hátt á morgnana. En varla „hleypur" það gal „gegnum haus og merg“ ReykVíkinga nú á dögum. Jafn- vel borgarstjóranum er um megn að gefa því þann kraft. Hreinlæti og heilsuvernd. Síðasti sunnudagsleiðari Morgunbl. fjallaði um hreinlæti og heilsuvernd. Fjórir kunnir Morgunblaðsmenn hafa verið borgarstjórar í R,eykjavík síð- ustu þrjátíu árin. Alla þá stund hafa ihalds- og Sjálfstæðis- menn haft hreinan meirihluta i bæjarstjórninni og getað skip- að öllum bæjarmálum að vild sinni, og þetta síðasta kjörtima- bil hefir rikt eins konar samá- byrgð þagnarinnar hjá hinum flokkunum tveimur, er áttu menn í bæjarstjórninni — kom- múnistum og Alþýðuflokknum. Og hvað hefir svo verið gert af hálfu bæjaryfirvaldanna til þess að auka hreinlæti og heilsu- vernd í þessum bæ? Farið út einhvern rigningardaginn, og þá mun forin og eðjan á götunum (Framhald á 3. síðu).

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.