Tíminn - 25.01.1946, Blaðsíða 3

Tíminn - 25.01.1946, Blaðsíða 3
17. blað TÍMHViV, föstndagmn 25. Janúar 1946 3 LARS HANSEN: Fast þeir sóttu sjóinn. Hvernig Kristófer haföi komizt hingaö — á hvaöa hátt — því gat hann ekki svarað. Þetta var allt eins og ægilegur draumur, sagði hann. Hann var særöur og marinn á hægri öxlinni, niður allt bakið, hægra lærið, allt niður á ökla. Húðinni var bókstaf- lega flett af honum, og víða héngu blóði stokknar kjöttægjur. Lærvöðvinn var svo skemmdur, að það skein í bera afltaugina upp frá hnénu, og síðan var öll kolblá. Hægri höndin var stokk- bólgin og líktist helzt svampi — blá og gul — og litli fingurinn hékk á taug. Andlitið var óskaddað, og vinstri helmingur lík- amans var heill. Skolur reyndi eftir beztu getu að gera að sárunum, þvo þau og binda um. Meðan hann var að því, reyndi hann að fá Kristó- íer til þess að segja frá því, er yfir hann hafði dunið. En það kom fyrir ekki. Hann Kristófer mundi það eitt með vissu, að „Nor- efeur“ hafði kastazt upp á rönd á stórum jaka og skorðast þar. Þegar jakinn og skútan soguðust svo inn i Ormsaugað, hafði hann staðið við borðstokkinn með langan rekaviðarraft, er legið hafði á þilfarinu, og reynt að forða því, að skútan rækist á klettanafirnar. — En svo hlýt ég að hafa fengið högg og fallið í ómegin, því að næst man ég það eftir mér, að ég ligg hálfur undir ís og klaka. Þá skreiddist ég að stýrinu, og eftir því sem mig rámar í, tókst mér með erfiðismunum að beina skútunni hérna inn í lónið. Þarna voru þeir sem sagt innikróaðir, og það var fyllsta á- stæða til þess að ætla', að þeir myndu fá að dúsa þar til jóla og lengur, sagði Skolur. — Þannig er nú útlitið, bróðir sæll, sagði hann. Þeir ræddu um mennina úti á Þúsundeyjunum, er þeir höfðu yfirgefið í þeirri trú, að „Noregur“ yrði kominn þangað aftur að íáum dögum liðnum, svo að þeir höfðu ekki einu sinni skilið eftir hjá þeim matföng, er þeir gætu dregið fram lífið á í nokkr- ar vikur. Hann Kristófer varð að hálda kyrru íyrir i fleti sínu, og Skolur hlúði að honum eins og litlu barni. — Fyrsta skilyrðið tif þess, að þú hressist er það, að þú sért rór í sinni og skinni — það er hann Holmboe læknir vanur að segja. Og þú ert vonandi ekki sá þorskur að ímynda þér, að drengirnir svelti i hel þarna úti á Þúsundeyjum, þó að við komum þeim ekki strax til bjargar. Þetta er nú á sumardegi, og þó að allar kerlingarnar heima í Tromsö væru komnar til þeirra með krakkana sína, þá er ég viss um, að enginn þyrfti að vera svangur. Það er verra með þig, því að það liggur við, að þú sért orðinn að örkuúilamanni. En hlustaðu nú bara á það, sem ég segi þér og hlýddu mér umyrðalaust — þá skaltu sanna til, að þú nærð þér á skömmum tíma, því að þú*ert bráðgræddur eins og yrðling- ur. Að svo mæltu snaraðist hann upp á þiljur, klofaði yfir borð- stokkinn og stjakaði sig til lands á jakanum. Hann ætlaði að athuga hreyfingar íssins og sjá, hvort nokkrar líkur væri til, að þeir kæmu skútunni í auðan sjó í bráðina. — Já, já, tautaði hann — já, já, — ég hefi séð sitt af hverju um dagana, og altaf hefir maður bjargazt einhvern veginn. Og svo staulaðist hann upp sjávarbrekkuna — íboginn og með álkuna út í loftið. Orrusta fugtanna (Skozkt œvintýri) og sáu þar Kolbrúnu. Dáðust þei,r mjög að fegurð hennar. „Þarna áttu laglega dóttur,“ sögðu þeir við skósmiðinn. „Já, lagleg er hún, en ekki er hún dóttir mín,“ svar- aði hann. „Hamingjan sanna!“ sagði þá einn piltanna. „Ég rnyndi gefa digran sjóð til þess að eignast hana fyrir konu.“ Hinir samsinntu. Skósmiðurinn kvað sig það mál engu varða. Fóru þeir þá á brott og báðu skósmið- inn áð koma með stígvélin til hallarinnar í tæka tíð fyrir brúðkaupið. Þegar þau voru fullsmíðuð og skósmiðurinn var í þann veginn að leggja af stað til hallarinnar, sagði Kol- brún við hann: „Mér þætti gaman að sjá kóngsson, áður en hann kvænist.“ „Komdu með mér,“ segir skósmiðurinn. „Ég er vel kunnugur þjónaliðinu í höllinni og þú skalt fá að sjá kóngssoninn og alla veizlugestina.“ Þau lögðu því af stað og náðu til hallarinnar í tæka tíð. Þegar hermennirnir sáu stúlkuna fögru, fóru þeir með hana inn í sjálfán veizlusalinn og skenktu henni vín í skál. Þegar hún ætlaði að fara að súpa á drykknum, kom blossi upp úr skálinni og tvær dúfur, önnur gyllt og hin silfurlit, flugu upp úr skálinni. Þær flögruðu um salinn. Duttu þá þrjú hveitikorn á gólfið og silfurdúf- an át þau. RITSTJÓRI: SIGRÍÐUR INGIMARSDÓTTIR Barnaheimili Hér í bænum skortir tilfinn- anlega fleiri slík heimili en nú eru. Bærinn á að sjálfsögðu að sjá um byggingar slíkra heimila. Húsnæðds- og leikvallaskortur er hér mikill sem kunnugt er. Húsmæður eiga varla völ á nokkurri húshjálp. Eykur það mjög á erfiðleika þeirra að verða að gæta barnanna í þröngum húsakynnum. Vilji þær láta börnin njóta útivistar, verða þær að velja þeim götuna að leikvelii. Ekki þarf að skýra fyrir mönnum, hve óheppilegur og óhollur sá staður er til leika. — Fleiri leikvellir og da^heim- ili, þar sem börnin geta dvalið miðbikið ^ir deginum undir góðri umsjón, mundi því létta stórum áhyggjur og erfiðleika húsmæðranna. námskeið Stefna Framsoknarmanna í byggingamáfum Reykjavíkur Samkvæmt áskorun birtist hér samþykkt Framsóknarfé- lags Reykjavíkur, um bygginga- mál, er gerð var einróma á fé- lagsfundi á síðastliðnu ári. Er þar skýrt mörkuð stefna Fram- sóknarmanna í þessu mikilvæga máli: „Fundurinn ályktar að lýsa yfir þeirri skoðun sinni.að brýna nauðsyn beri til að gera án | tafar raunhæfar ráðstafanir til þess að bæta úr því ástrvndi, | sem nú ríkir í húsnæðismálun- um í Rvík. Telur fundurinn, að slíkar ráðstafanir verði að mið- ast við að útrýma á sem skemmstum tíma húsnæðis- skortinum, útiloka bygginga- brask, okursölu og okurleigu á húsnæði og gera á þann hátt fært að afnema húsaleigulögin. í þessu sambandi bendir fund- urinn á, að nauðsynlegt sé m. a. að gera eftirtaldar ráðstafanir: . 1. Tryggja innflutning frá Svíþjóð á tilbúnum húsum í all- stórum stíl og fella niður eða lækka mjög verulega hinn háa innflutningstoll, sem nú er á slíkum húsum. Bærinn láti í té hentugar lóðir undir húsin og einnig steypta kjallara sé þess óskað. Sú vinna sé framkvæmd af vinnuflokkum með fullkom- inni tækni og undir ströngu eft- irliti til tryggingar því, að kostn- aðurinn fari ekki yfir sannvirði. Einnig séu fengnir sænskir fag- menn til að setja húsin saman og kenna uppsetningu þeirra. 2. Taka upp skömmtun á byggingarefni meðan skortur er á því í landinu, og haga skömmtuninni þannig, að bær- inn, samvinnubyggingarfélög og byggingarfélög verkamanna fái forkaupsrétt að byggingarefni til nauðsynlegra íbúðarhúsbygg- inga, svo og einstaklingar, sem óska að byggja hæfilegar íbúðir til eigin nota. 3. Fresta svo sem auðið er framkvæmdum ýmsra stórbygg- inga, meðan skortur er á hús- næði til íbúðar, byggingarefni og vinnuafli. Jafnframt sé tek- ið fyrir allt byggingabrask og okursölu á íbúðum, m. a. með því að láta enga, sem byggja vilja með slíkt fyrir augum, fá lóðir eða byggingarefni. 4. Gera ráðstafanir til þess að fá erlenda fagmenn til lands- ins til að vinna að íbúðarhúsa- byggingum, ef f Ijós kemur vöntun á slíkum fagmönnum hér innanlands. Einnig að láta í té faglega aðstoð þeim hús- næðislausu fjölskyldum, sem geta og vilja byggja sjálfar. 5. Tryggja byggingarfélögum og öðrum þeim aðilum, sem að framan eru greindir, aðgang að hagkvæmum lánum til bygg- ingaframkvæmda, og gera jafn- framt ráðstafanir gegn því að fjárfesting eigi sér stað í bygg- ingum, sem reistar eru í gróða- skyni. 6. Tryggja öllum, sem vilja byggja hús til eigin nota og hafa aðstöðu til þess, aðgang að byggingalóðum. Jafnframt því að benda á framangreind atriði, lýsir fund- urinn eindregnu fylgi sínu við frumvarp til laga um bygging- arlánasjóð , sem Framsóknar- menn hafa lagt fyrir Alþingi“. Sænskur húsmæðraskóli hélt nýlega námskeið fyrir karlmenn í meðferð ungbarna. Forstöðu- kona skólans skýrir frá því í blaðaviðtali, að námskeiðið hafi verið haldið í tilraunaskyni. Árangurinn var svo góður og eftirspurnin svo mikil eftir næstu námskeiðum, að forráða- menn skólans hafa ákveðið að hafa fleiri slík í framtíðinni. Skólinn hafði áður haldið svip-. að námsskeið fyrir ungar mæð- ur. Langt er síðan forstöðu- konunni <fóru að berast áskor- anir um fleiri námskeið. Komu þær úr ýmsum áttum, einkum þó frá húsmæðrum á barnmörg- um heimilum. — Var því loks ákveðið að taka átta unga menn á eitt slíkt námskeið. Stóð það í 10 daga og kostaði 5 krónur á mann. Kennslan fór fram á kvöldin. Þar fengu feðurnir fyrst fræðslu um allt, er lýtur að klæðnaði ungbarna. Þá var þeim sýnt, hvernig klæða á börnin og þvo af þeim flíkurnar. — Voru þeir sérlega hrifnir af þeim framförum, sem orðið hafa í barnafatnaðargerð nú á síðari árum. Fáar og hentugar flíkur koma í stað hinna marg- brotnu reifa, sem börnin voru dúðuð í áður fyrr. Þessi nýi klæðnaður minnkar barna- þvottinn þvínær um helming. — Á seinni hluta námskeiðsins fengu feðurnir fræðslu í heilsu- (Framhald á 4 síöu). Anker Kirkeby : Hver var Niðurlag Að því er virtist hélt Marie áfram hinu léttúðuga líferni sínu, en þó hafði orðið breyting á hugarfari hennar. Hálfu ári seinna gengur hún í undarlegt hjónaband í London. Hún giftist ríkum greifa, Edouard Perre- gaux, sem var sjö árum eldri en hún. Gifting þessi var aðeins að nafninu til og var haldið stranglega leyndri. Frá ferð hennar til London hefir fund- izt vegabréf hennar, þar sem aldurinn er réttilega tilgreindur 22 ár og iýsingin kemur einnig heim, nema hæðin, sem talin er 1,60 cm, en það er sennilega of lítið. Eftir heimkomuna til Parísar nefndi Marie giftingu sína ekki á nafn. Henni nægir í barnslegrí einfeldni sinni að setja greifa- kórónu á vagninn sinn, silfur- borðbúnaðinn og léreftið. Frá sambandi hennar við eig- inmanninn hefir varðveizt nokk ur bréfspjöld og myndir, sem Marie hefir skrifað honum, áð- ur en þau gengu í hjónaband. Hún skrifaði honum ýmist á rósrauðan eða ljósbláan pappír, Kamelíufrúin? og bréfin eru hvort öðru lík: Kæri vinur! Því miður get ég ekki verið með þér I dag, en á morgun! Útvegaðu aðgöngumiða að óperunni. Ég kyssi bláu aug- un þín þúsund sinnum o. s. frv. Marie. — En auk þess endurtók hún hvað eftir annað í bréfun- im, sem hún skrifaði honum Ttir giftinguna, að hún myndi tanda við munnleg loforð sín im að gefa honum frelsi hans aftur. Að lokum skrifaði hún 'oréf nokkru seinna á gráan nappír, þar sem hún er hrygg ag ræðir eingöngu um viðskipta- eg fjármál sín. Þegar Dumas kynntist henni, ;ar brjóstveiki hennar að kom- ast á hátt stig. Lifnaður hennar alli því, að sjúkdómurinn ágerð- 'st mjög, svo við ekkert varð ráðið. Samt ljómaði fegurð ’aennar og lífsgleði ennþá í nokkra mánuði. Hún fer frá baðstað til þaðstaðar og alls rtaðar vekur hún undrun. Jules Tanin hittir hana 1 Brússel við mikilfengleg alþjóðahátíða- höld. — Stöðugt varð hún föl- ari. En alls staðar þar sem hún kemur snýst allt um hana, þessa mikilfenglegu fegurðardrottn- ingu. Fólk hópast saman til þess að reyna að sjá henni bregða fyrir. Að lokum verður hennar nokkrum sinnum vart 1 leikhúsum í París. Leikdómar- arnir skrifa þá um nærveru hennar þannig: Hún er ekki nein fegurðardís lengur, heldur aðeins ímynd sjúkrar konu. Gleðinni er lokið. Elskhugarn- ir leggja á flótta. Peningarnir hverfa, svo að hún verður að veðsetja vagn sinn og hesta. Fegurðardrottningin er nú til- neydd að heimsækja veðlánar- ana. Sjúkdómurinn gengur nærri henni. Síðustu mánuðum hennar er skipt milli lánar- drottna og dýrustu sérfræðinga, sem völ er á. Lyfseðlar Hennar og sjúkravottorð eru enn þann dag í dag til á Théatre francais Bibliotek. Hún dó 3. febrúar 1847, aðeins 23 ára að aldri, yfirgefin af öll- um. Gamla trygg’.ynda herberg- isþernan hennar er sú eina, sem vakir yfir henni, og Stackelberg greifi heimsótti hana nokkrum ■innum. Einnig kom málamynd- areiginmaðurinn í ljós. Þegar hún var jörðuð að morgni hins í. febrúar, fylgja þessir tveir menn líki hennar til grafar. Viku seinna lét eiginmaðurinn ’eggja vandaðan legstein á leiði hennar. Daginn eftir var einn hinna venjulegra vetrardans- leikja í óperunni, þar sem hún var vön að vera hin ókrýnda drottning gleðskaparins. Á seinustu veikindamánuðum hennar er DUmás á löngu ferða- lagi um Afríku með föður sín- um. Þegar hann kom heim til Marseille, frétti hann, að hún hefði dáið fyrir viku síðan. Hann brá skjótt við og hé’.t til Parísar og komst þangað í tæka tíð til að vera viðsiiaddur uppboðið, sem haldið var á innbúi hennar, eða því af því, sem lánardrottn- arnir voru þá ekki búnir að hirða. Me ðheimsókn þessari í íbúð dauðans byrjaði hann sögu sína, Kamelíufrúna, sem hann ritaði ári seinna. í sögunni lýsir hann í öllum atriðum hinum fyrstu æsku- heitu samfundum þeirra. Hann lýsir nákvæmlega útliti hennar og framkomu. Lýsing hans á sálarlífi hennar er einnig sönn. Þó er nokkuð í sögunni, sem er skáldskapur. — Með sögu sinni hefir Dumas viljað biðja hana fyrirgefningar og reisa jafn- framt minnismerki yfir ástir þeirra. Ungt ástfangið fólk frá öllum ’öndum, sem>komið hefir til Par- isar, hefir lagt leið sína til graf- ar hennar og fegrað hana með Kamelíublómum og fjólum. Um \lphonsine Plessis, sem dáin er fyrir löngu vita hinir ungu elsk- 'ndur ekki, en þau hafa þjáðst með hinni ódauðlegu Marguerite Gautier.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.