Tíminn - 25.01.1946, Blaðsíða 4

Tíminn - 25.01.1946, Blaðsíða 4
Kosningaskrifstota Framsóknarmanna er í EdduhúsiniL Sími 6066. REYKJAVlK FRAMSÓKNARMENN! Komib í kosningaskrifstofuna 25. JM. 1946 17. blað Kynþáttaofsóknir kommúnista (Framhald af 1. siðu) mönnum og nazLstum. T. d. sagði Þjóðviljinn 22. maí 1940: „Hér á landi verða sósíalistar að gera sér full ljóst, að þeir geta hvorugum hinna stríðandi aðila óskað sigurs.“ Og 31. janúar 1941 sagði Þjóðviljinn: „Sigur annars hvors stríðsaðilans er ósigur verkalýðsins og menningarinn- ar.“ ' Þannig mætti nefna óteljandi dæmi, sem sýna að á stríðsár- unum gengu engir jafn berlega og langt í þjónustu við nazista og kommúnistar eða á meðan vináttan hélzt milli Þjóðverja og Rússa. Ofsóknir kommúnista g'egn saklansnm Þjóðverjnm. Það er líka fleira, sem komm- únistar þurfa að leyna nú í kosningunum en þjónustan við nazistana á stríðsárunum. Með- aumkuninni, sem þýzku flótta- mönnunum fyrir styrjöldina er nú sýnd í Þjóðviljanum, er ætlað að draga athyglina frá því mannúðarleysisverki, sem kom- múnistar eru nú að reyna að vinna og fólgið er í því að skilja nokkrar íslenzkar konur, ásamt börnum þeitra, frá eiginmönn- um þeirra, sem nú eru í Þýzka- landi. Þar er þó ekki nema um eina 10—20 menn að ræða, sem ekki er kunnugt um að hafi sér neitt til saka unnið í garð íslenzku þjóðarinnar eða ann- ara. Sú ástæða er nú ekki fyrir hendi, að hér sé um atvinnu- leysi að ræða, því að hér skortir nú vinnuafl í stórum stíl. Njósnir af hálfu Þjóðverja þarf ekki að óttast, a. m. k. ekki fyrstu áratugina. Ástæðan til þess, að mönnum þessum er neitað um landvist er sú ein, að þeir eru af þýzku bergi brotnir! íslendingar hafa alltaf haft andúð á kynþáttahatri. Þessi andúð þeirra mun ejcki minnka við það, þegar slíkt hatur er látið verða þess valdandi, að íslenzkum konum er meinað að dvelja hjá eiginmönnum sínum, íslenzkum börnum hjá feðrum sínum, og annað hvort verða þessir aðilar að þola einstæð- ingsskap og fyrirvinnuleysi hér heima eða fara til Þýzkalands í þá eymd og volæði, sem nú rikir þar. Sá hugsunarháttur, sem stjórnar slíku mannúðarleysi, er vissulega ekki af íslenzkum rót- um sprottinn. Svo einkennilega vill Iíka til að þetta er sam- eiginleg lína hjá kommúnistum um allan heim og á víst að sýna að þeir séu svona mikið á móti nazismanum! En frjálslyndir og mannúð- legir menn um allan heim telja það ekki neinn hetjuskap gegn nazismanum að láta saklausa Þjóðverja gjalda verka þeirra á þennan eða annan hátt. Þess vegna fá t. d. Þjóðverjar, sem voru í Noregi fyrir stríðið og hafa ekki starfað fyrir nazista, að halda landvistarleyfum sín- um áfram. Sama gildir einnig í Danmörku. Og Svíar búa sig einnig undir það að taka á móti þýzku flóttafólki í talsvert stór- um stíl! Afstaða kommúnista í þess- um málum er á góðum vegi að valda íslendingum fyllstu van- virðu og setja á þá stimpil kyn- þáttahaturs og mannúðarleysis. Enn verður þó ekki séð, að samstarfsflokkar þeirra í rík- isstjórninni ætli að hafa mann- dóm til að rísa gegn þeim í þessu máli og bjarga sæmd þjóðarinn- ar. Sjálfstæðisflokkurinn virtist um skeið hafa góðan vilja í málinu á þinginu í vetur, en þegar Brynjólfur barði í borðið, varð hann hræddur og sló af- greiðslu málsins á frest um ó- ákveðinn tíma! í kosningum þeim, sem nú standa fyrir dyrum, geta kjós- endur haft mikil áhrif í þessu máli, ef þeir skipa sér ekki um kommúnista og þá. flokka, sem látið hafa að vilja þeirra í þvi. Og kjósendur eiga að svara undirlægjuhætti kommúnista við nazistana á stríðsárunum með því að stórminnka fylgi þess flokks, er starfar eins full- komlega eftir erlendum fyrir- mælum og verk hans sýndu bezt þá. Vinnib gegn Ihaldib neitaði um lóð * (Framhald af 1. siSu) stutt þann áróður Morgunblaðs- ins, að Samsalan hafi gejigið slælega’ fram í því að útvega vélar til nýju mjólkurstöðvar- innar. Hér er þá komið að því, sem er „bomban“ í grein sendiherr- ans, en hún er sú, að hann telur, að sér myndi hafa tekist að út- vega vélar til mjólkurstöðvar- innar 1941 og 1942, ef ekki hefði sta,ðið á pöntunum frá mjólkur- samsölunni. Sendiherranum sést hins veg- ar yfir það að færa nokkur rök fyrir þessu, heldur byrjar hann þessa fullyrðingu eingöngu á samanburði, sem er augljóslega falskur, þ. e. að efni til Sogs- virkjunarinnar og hitaveitunn- ar hafi fengizt á sama tíma. Þegar Bandaríkjamenn ákváðu útflutningsleyfi á þessujn tíma, miðuðu þeir jafnan við það, hvort þessi vélaútflutningur gæti greitt fyrir stríðsrekstri þeirra. Leyfið fékkst, ef út- flutningurinn greiddi fyrir stríðsrekstrinum, en annars ekki eða af mjög skornum skammti. Hitaveitan var talin geta greitt fyrir stríðsrekstrin- um, þar sem hún dró úr kola- flutningi til landsins, og Sogs- virkjunin einnig, þar sem setu- liðið hér þurfti á meira raf- magni að halda. Hins vegar voru vélar til landbúnaðar og sjávar- útvegs ekki taldar heyra undir þetta og því fengust þær af mjög skornum skammti frá Bandaríkjunum á þessum tíma. Þegar stjórnarvöld Banda- ríkjanna neituðu endanlega um leyfi fyrir mjólkurvéiunum í febr. 1944 var synjunin byggð á því, að þetta greiddi ekki að neinu leyti fyrir stríðsrekstri Bandamanna, og vélanna væri ekki heidur brýn þörf hér, þar sem sérfræðingar setuliðsins hefðu athugað mjólkurstöðina hér og teldu hana viðunandi. Þessi falski samanburður V sendiherrans er þó ekki aðal- atriðið í málinu, heldur hitt, sem olli töfum á vélapöntunum Samsölunnar. Eins og sagt er í greinargerð sendiherrans, fór Stefán Björns- son mjólkurfræðingur til Banda- ríkjanna haustið 1941 til að undirbúa vélakaup fyrir Sam- söluna. Strax eftir heimkomu hans, hefði verið hægt að ganga frá vélapöntuninni, ef bæjar- stjórn Reykjavíkur hefði ekki hindrað það. Samsalan var lengi búin að óska eftir lóð undir nýtt stöðvarhús, en ekki fengið það mál afgreitt. Meðan ekki var vitað um, hvernig lóðin yrði, var ekki hægt að ganga frá teikningu hússins og fyrst hún var ógerð, var ekki hægt að ganga til fullnustu frá því, hvernig vélarnar ættu að vera. Það var fyrst í júlí 1942, sem Samsalan fékk úthlutað lóð undir nýja stöðvarhúsið. Þá fyrst var hægt að fullganga frá teikn- ingum og vélapöntununum, en það tók vitanlega talsverðan tíma. Þetta var ástæðan til þess, að tækifærið, sem sendi- herrann telur að hafi verið 1942 til að fá vélarnar, glataðist. Það er því bæjarstjórnin og þá vitanlega íhaldsmeirihlutinn þar, sem ber ábyrgð á því, að (Framliald a) 1. siöuj þær afleiðingar, sem leiða munu af áframhaidandi samstarfi þessara flokka, þar sem komm- únistar munu tryggja sér með því áframhaldandi dýrtíð og verðbólgu, en stórgróðamenn- irnir óskerta heildsalaálagningu, eftirlitsleysi með skattsvikum og önnur fríðindi í þágu gróða- mannanna. Leggið lóð ykkar á metaskálarnar á sunnudaginn til að koma í veg fyrir, að slíkt samstarf haldi áfram, hvórt heldur það er í ríkisstjórninni, Dagsbrún eða bæjarstjórninni! Stuðlið að því að hindra sam- vinnu þeirra Bjarna Ben. og Sigfúsar um stjórn bæjarins. Hvert atkvæði, sem ekki fellur á þessa flokka eða taglhnýting þeirra, Alþýðuflokkinn, stuðlar að því að hindra þetta samstarf! Hvert atkvæði, sem B-Iistinn fær, gerir þessa flokka ófúsari til umræddrar samvinnu og tryggir jafnframt, að frjálslynd- ur og umbótasamur fulltrúi komist í bæjarstjórnina til að halda þar uppi umbótabaráttu og gagnrýni, er myndi verða sambræðslu íhaldsins og komm- únista mikilvægt aðhald. Fylkið ykkur því um B-listann og tryggið örugglega að Páliþi Hannesson fái sæti í bæjar- stjórninni! (jatnla Síó Frú Cnrie (Madame Curie) Metro Goldwyn Mayer stór- mynd. Aðalhlutverk leika: Greer Garson, Walter Pidgeon. Sýning kl. 6 og 9. Börn innan 12 ára fá ekki aðgang. Kvennabálkur (Framhald af 3. síðu) Lögð var áherzla á, hvílíkur misskilningur það er að varpa allri ábyrgð barnauppeldisins yfir á herðar móðurinnar. — Að lokum höfðu feðurnir „verk- legar æfingar.“ Klæddu þeir þá og afklæddu stórar brúður, gáfu þeim pela, bjuggu um rúm- in og þvoðu barnaþvott. Eins og áður var sagt mæltist þessi fræðsla vel fyrir. Ótal umsókn- ir hafa borizt um næstu nám- ^keið og verður þeirra ekki langt að bíða, Výja Síc t l Elns og’ fólk er flest Fjörug sænsk gamanmynd. Aðalhlutverk: 'Stig Járrel Barbro Kollberg. Sýnd kl 7 og 9. Múmídraugurinn Dulræn og spennandi mynd. Lon Chaney, John Carradine. Sýnd kl. 5 og 7. Böm fá ekki aðgang. 'Tjarnatbíc Ástands-h j óna - hjónaband (The Impateint Years) Amerísk kvikmynd um stríðs- hjónabönd þar í landi. Jean Arthur Lee Bowman Charles Coburn Sýning kl. 5, 7 og 9. Sýning stúdentaráðs fyrir stúdenta kl/ 3. Þjóðhátíðarmyndin sýnd um helgina. verður .v Gamalt og nýtt (Framhald af 2. síðu) prófkosningu um bæjarstjórn- arlista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík létu Ólafur og Bjarni Ben. setja Björn á lista þeirra fjörutíu til fimmtíu manna, sem kosið var um. En samkvæmt yfirlýsingu hinnar leyndar- dómsfullu kjörstjórnar, sem ein taldi atkvæðin, féll Björn í próf- kosningunni og kom því ekki til t greina við framboð. Mun Ólafur ! nú þykjast hafa sannað fylgis- leysi Björns í flokknum og laun- að honum lambið gráa. LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR sýnir hinn sögulega sjónleik SKÁLHOLT (Jómfrú Ragnheiður) eftir Guðmund Kamban í kvöld kl. 8 stundvíslega. Óseldir aðgöngumiðar seldir í dag eftir kl. 2. ATH. Vegna kosningapna verður engin sýning á sunnud. þetta tækifæri, ef það hefir þá verið, glataðist. Og þessi er líka ástæðan til þess, að ihaldið þorir ekki að gera eins mikið veður út af „bombu“ sendiherr- ans og ætla mætti. Það veit upp á sig skömmina! En þessi framkoma íhalds- meirihlutans varðandi lóðina undir mjólkurstöðina er ekki nema eitt af mörgum dæmum þess, hvernig það hefir tafið helztu framfaramál bæjarbúa, oft að þarflausu. Þess munu kjósendurnir minnast á sunnu- daginn kemur og steypa meiri- hluta þess í bæjarstjórninni með því að skipa sér um B- listann-og tryggja kosningu Pálma Hannessonar. Samvinnumenn! Munið að brunatryggingar húsa og hús- muna eru mikilsverður þáttur í einstaklingsör- yggi nútímans. Samband ísl. samvinnufélaga Jörðin Þverá Vestur-Húnavatnssýslu, er til sölu. Tilboð sendist fyrir 15. fe- brú næstkomandi til Páls Jakobssonar, Skipasundi 48, Reykjavík, eða Stefáns Ásmundssonar Mýrum, Miðfirði, sem gefa nánari upplýsingar. Happdrætti Háskóla Éslands Aðeins 4 söludagar eftir Dregið verður í 1. flokki á miðvikudag 7233 vinningar — samtals 2.520.000 krónur Viilskiptamenn í Reykjavík og Hafnarfirðf athugitl: Pantaðra ojí frátekinna miða verður að vitja í siðasta lagi á laufjardag Á mánndag verðnr byrjað að selja jiessa itniða.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.