Tíminn - 25.01.1946, Blaðsíða 2
2
TÍMIM, föstndagiim 25. janúar 1946
17. blaS
Föstudagur 25. jan.
Myndabók íhaldsins
SjálfstæðLsflokkurinn hefir
undanfarna daga látið bera til
bæjarmanna mikla og skraut-
lega myndabók, sem er ætlað að
sýna framkvæmdir bæjarins á
undanförnu kjörtímabili. Rit
þetta hefir að vonum vakið
talsverða athygli meðal bæjar-
búa og vafalaust á talsverðan
annan hátt en flokkurinn hefir
ætlazt til.
Ritið hefst á eins konar á-
varpi, sem er undirritað af öll-
um frambjóðendum Sjálfstæð-
isflokksins í bæjarstjórnar-
kosningunum. Þessar undir-
skriftir frambjóðendanna hafa
minnt marga á, að fyrir sein-
ustu bæjarstjórnarkosningar
barst þeim alllangt bréf, er einn-
ig var undirritað af öllum fram-
bjóðendum Sjálfstæðisflokks-
ins. Þar var lofað mörgum og
stórum framkvæmdum, en
myndir af þeim eru yfirleitt^
ekki finnanlegar í myndabók-
inni. Ekki er þar t. d. mynd af
fiskhöllinni, sem íhaldið lofaði
þá, ekki mynd af gagnfræða-
skólanum, sem íhaldið lofaði þá,
ekki mynd af iðnskólanum, sem
íhaldið lofaði þá, ekki af barna-
hælinu, sem íhaldið lofaði þá,
ekki af nýja spítalanum, sem
íhaldið lofaði þá, ekki af nýja
íþróttaleikvanginum, sem í-
haldið lofaði þá, ekki af bætt-
um sorphreinsunartækjum, ekki
af nýjum strætisvögnum, ekki
af nýju vatnsveitunni o. s. frv,
o. s. frv. Myndabókin er 'm. ö. o.
fróðlegt heimildarrit um svik
íhaldsins á liðnu kjörtímabili,
ef menn rifja upp myndirnar,
sem vantar i bókina, en ættu
aö vera þar, ef íhaldið hefði
staðið við loforð sín.
Bókin er þó að öðru leyti enn
fróðlegri. Á næstum hverri ein-
ustu síðu hennar er löng upp-
talning á því, sem íhaldið ætl-
ar að gera, ef það fær að halda
völdunum áfram. Þessa upp-
talnmgu ættu bæjarmenn vel
að athuga, því að í raun réttri
er hún ekki annað en upptaln-
ing á þvi, sem íhaldið hefir van-
rækt að gera allan þann langa
tíma, sem það hefir farið með
stjórn bæjarins. Þessi langa
upptaíning er hin fullkomnasta
sönnun þess, hve léleg og dáð-
laus stjórn íhaldsins hefir ver-
ið og það mun hún vissulega
verða áfram, ef hún verður
framlengd einu sinni enn, þótt
það lofi nú öllu fögru eins og
það hefir líka jafnan gert við
allar undanfarnar kosningar.
Þegar litið er á það, hve miklu
fjármagni bæjarstjörnin hefir
ráðið yfir undanfarið kjörtíma-
bil, — en það mun hafa verið
hátt á annað hundrað millj. kr.,
sem bæjarmenn hafa orðið að
greiða til bæjarins í ýmis konar
sköttum, — verður myndabók í-
haldsins líka hin átakanlegasta
sönnun þess, hve óhyggilega er
hægt að ráðstafa miklu fé. Hin-
ar stærri framkvæmdir eru allar
byggðar fyrir lánsfé, t. d. hita-
veitan og Sogsvirkjunin, svo að
fyrir skattfé bæjarbúa hafa
sáralitlar umbætur verið gerð-
ar. Ef vel hefði verið á haldið,
hefði mátt byggja fyrir það
hundruð góðra íbúða og safna
gildum sjóðum til skipakaupa.
En stjórn íhaldsins hefir eytt
því í alls konar sukk og eyðslu,
sem hvergi sjást nein merki
eftir, nema ónógar framkvæmd-
ir og ný fyrirheit íhaldsins um,
að nú skuli það fara að byrja á
þeim!
Myndabók íhaldsins, ef hún er
Ástandið í húsnæð-
ismálunum
Morgunblaðið og fleiri blöð
gömlu bæjarstjórnarflokkanna
hafa undanfarna daga keppzt
um að fræða hinar húsnæðis-
lausu fjölskyldur hér í bænum
á þeirri fjarstæðu, að húsnæðis-
vandræðin hér í Reykjavík séu
honum Eysteini að kenna. Hon-
um hafi láðst að gera nægjan-
legar ráðstafanir, meðan hann
var í ríkisstjórninni, til þess að
fólkið hér í bænum þyldi margra
ára óstjórn íhalds ok kommún-
ista í húsnæðismálunum, og
þess vegna sé hið hörmulega
ástand, sem nú ríkir í þessum
efnum, honum að kenna.
Mikil er trúin á heimskuna,
varð mér og fleiri húsnæðis-
lausum mönnum að orði, er við
fyrst sáum þessa kosningafæðu.
Mikið halda þessi blöð, að menn
séu gleymnir og sljóir. Er engu
líkara en að slikur málflutn-
ingur sé ætlaður minnislausu
og sjónlausu fólki.
Síðustu árin fyrir hina nýaf-
stöðnu heimsstyrjöld, er Fram-
sóknarflokkurinn fórSneð völd í
landinu, var enginn húsnæðis-
skortur hér í bænum. Framboð
á húsnæði var flest árin meira
en eftirspurnin, og var alltítt,
að húsnæði stæði autt lengri
eða skemmri tíma. Verð á hús-
um var hóflegt og húsabrask
þekktist ekkf sem arðvænlegur
atvinnuvegur. Vegna gjaldeyr-
isskortsins var eftirlit með sölu
á byggingarefni til tryggingar
því, að nauðsynlegar byggingar
íbúðarhúsa gengju fyrir óþörf-
um byggingum skrautlegra stór-
hýsa.
Nú í dag er ástandið þannig
í þessum efnum: Þúsundir
manna búa í bröggum og öðrum
skúrum, sem ekki geta talizt
mannabústaðir, hundruð manna
búa í kjallarageymslum og fjöl-
margar fjölskyldur, sem teljast
hafa íbúðir, búa svo þröngt, að
ekki getur talizt viðunandi.
Byggingarkostnaðurinn ér gíf-
urlega hár vegna verðbólgunn-
ar, sem íhald og kommúnistar
lofsyngja og þakka sér nú orðið
kinnroðalaust. Flestar bygging,-
ar eru framkvæmdar með brask
fyrir augum og söluverð nýju
húsanna því um þriðjungi hærra
en það þarf að vera, þrátt fyrir
hinn háa byggingarkostnað.
Sala á nýjum húsum og íbúðum
fer að mestu leyti fram á svört-
um markaði, og hið sama er að
segja um leigu á húsnæði í nýju
húsunum. Hið takmarkaða
byggingarefni, sem til landsins
fæst, fer að verulegum hluta í
ýmsar stórbyggingar, sem ýmist
eru óþarfar eða geta beðið.
Stríðsgróðamenn, sem stunda
byggingabrask í skjóli óstjórn-
arinnar, hafa frjálsar hendur
til að hamstra hið takmarkaða
byggingarefni, og um leið ó-
eðlilega aðstöðu til að tryggja
vel og réttilega athuguð, er
þannig hin eindregnasta hvatn-
ing til bæjarbúa um það, að
þeir eigi að losa sig við yfir-
ráð þess í kosningunum 27. þ.
m., ef þeir vilja ekki láta sama
athafnaleysið og vanstjórnina
haldast áfram. Og leiðin til að
gera þetta, er að fylkja sér um
B-Iistann, því að efsti maður
hans er liklegastur til að fella
áttunda manninn hjá íhaldinu.
Frjálslyndir og umbótasinnaðir
menn eiga að fylkja sér um
Pálma Hannesson á sunnudag-
inn kemur og tryggja honum
sæti í bæjarstjórninni.
sér vinnuaflið. Úthlutun lóðaleini flokkurinn, sem vill skilja
er hagað þannig, að þetta ástand
geti blómgvazt sem bezt. Bygg-
ingarfélög stríðsgróðamanna,
sem stofnuð hafa verið til
bráðabirgða, og einstakir stríðs-
gróðamenn, sem fást við bygg-
ingabrask, ganga fyrir að fá
lóðir, fá hverja lóðina á eftir
annarri á beztu stöðum í bæn-
um, án nokkurra skilyrða af
hálfu bæjaryfirvaldanna um
sannvirðissölu á húsunum.
Samvinhubyggingarfélög og
byggingarfélög verkamanna eru
sett í þá aðstöðu að þau geta
lítið aðhafzt. í fáum orðum sagt,
ástandið getur vart verið verra.
Hafa mál þessi stöðúgt sigið á
ógæfuhlið hin síðari ár, en
bæjarstjórn Reykjavíkur hefir
ýmist lokað augunum fyrir að-
alatriðum málsins eða farið inn
á leiðir, sem eru vanhugsaðar og
ófullnægjandi.
Þetta eru staðreyndir, sem
blasa við, því miður. Það eru
gömlu flokkarnir í bæjarstjórn
Reykjavíkur, 'sem bera ábyrgð
á þessu að verulegu leyti. Þeir
hafa horft á það án aðgerða, að
hið takmarkaða byggingarefni
og takmarkaða vinnuafl leitaði
að verulegu leyti í hendur að-
ila, er byggja með það fyrir aug-
um að selja hús og einstakar í-
búðir með allt að 50% sölu-
álagningu. Þeim hefir ekki kom-
ið til hugar að stöðva slíkt, t. d.
með skömmtun á byggingarefni
og skilyrðisbundinni úthlútun
lóða. Er þó hvorttveggja mjög
einfalt í framkvæmd og öruggt
til úrbóta ef rétt er á haldið.
Er hér þó um að ræða atriði,
sem byrja verður á að lagfæra
ef heilbrigðar byggingarfram-
kvæmdir eiga að geta hafizt
fyrir þá sem vantar húsnæði.
Fyrsta skilyrðið er: lóðin, bygg-
ingarefnið og vinnuaflið, en að
slíkum hlutum hefir sá forgang
nú, sem byggir með það fyrir
augum að verðhækka nýreistar
byggingar um allt að þriðjung
í eiginhagsmunaskyni. Sagt er
að ýmsir menn úr bæjarstjórn-
arflokkunum þremur njóti góðs
af þessu ástandi, og því forðist
blöð þeirra að ræða um þessa
híið málsins. í þess stað æpa
þau í örvæntingarhræðslu við
fólkið: Þetta er honum Ey-
steini að kenna. Þau virðast ekki
gera sér grein fyrir, að slíkt er
ekki hægt að skilja á annan veg
en þann, að Eysteinn hafi, að
þeirra áliti, átt að ráða þannig
fram úr þessum málum langt
fram í tímann, er hann var ráð-
herra, að margra ára óstjórn
þeirra yrði ekki eins áberandi.
Slík krafa til annara, virðist
hæpin fyrir þann, er hana gerir,
svo að ekki sé meira sagt.
Framsóknarflokkurinn hefir
lagt fram tillögur til lausnar
húsnæðisvandamálinu hér i
bænum, sem hafa vakið mjög
mikla athygli. í tillögum þeim
er gert ráð fyrir raunhæfum að-
gerðum til að auka húsnæðið,
létta byrðar hinna húsnæðis-
lausu, útiloka byggingabraskið,
lóða- og leigubraskið, svo fært
sé að afnema húsaleigulögin,
sem eru bæði ranglát og fjarri
sínum tilgangi vegna þeirrar
óstjórnar sem líðst í sambandi
við sölu hinna nýju húsa, sem
reist eru af hinu dásamlega
einkaframtaki til uppboðsút-
hlutunar milli hinna húsnæðis-
lausu.
Tillögur Framsóknarflokksins
í þessu máli sýna, að hann er
málið og leysa það eftir hinum
færustu leiðum. Hinir flokkarn-
ir virðast svo háðir í sínum til-
lögum, að þeir sleppa úr kafl-
anum um orsök og afleiðingu,
en æpa í þess stað að andstæð-
ingi sínum, sem var ráðherra
fyrir mörgum árum, og halda
sig geta talið fólki trú um að
hans sé sökin.
Ég legg til að Tíminn endur-
prenti tillögur flokksins í hús-
næðismálum bæjarins og haldi
þeim hátt á loft. Þá munu fleiri
af hinum húsnæðislausu skilja,
að fulltrúi frá flokknum á erindi
i bæjarstjórnina.
Einn af hinum
húsnæðislausu.
Aths. Samkvæmt ósk höfund-
ar þessarar greinar birtast of-
angreindar tillögur í byggingar-
málunum í blaðinu í dag — á
3. síðu. Ritstj.
(jaj/nalt Híjtt
Stuöningsmenn
B-listans
Skrifstofa B-listans er í
Edduhúsinu við Lindargötu,
símar 6066 og 2323.
Þeir, sem ætla að styðja að
sigri listans og koma Pálma
Hannessyni í bæjarstjórnina —
ættu sem allra flestir að hafa
samband við skrifstofuna, sem
er opin alla daga frá kl. 10 á
morgnana til kl. 10 á kvöldin.
„Baráttan um barnssálina“.
í Þjóðviljanum 12. jan. birtist
svo hljóðandi tilkynning frá
Sósíalistaf lokknum:
„í kvöld er tækifærið til að
vinna að sigri C-listans. Kom-
ið í kosningaskrifstofuna í kvöld,
bæði flokksmenn og fylgjendur.
Látið krakkana ykkar hjálpa
til.“ (Leturbr. hér).
Hér er sósíalista foreldrun-
um ráðið til að draga óþroskuð
börn sín inn í hita kosningabar-
áttunnar. Hvað segja uppeldis-
fræðingar og kennarar um slíkt
athæfi? Ætli það sé ekki nóg,
þegar stálpaðri börnin finna
upp á þvi af sjálfu sér að rífast
um stjórnmál? En það hefir
svo sem fyrr komið fram hjá
kommúnistum, að þeir telja
„baráttuna um barnssálina"
þýðingarmikið atriði í stjórn-
málabaráttu framtíðarinnar. Og
fleiri hafa notað^þessa vinnu-
aðferð, þó að illt sé frá að segja.
Fyrir einum áratug eða svo
skýrði Morgunblaðið frá því, að
stofnað hefði verið í Reykjavík
„Félag sjálfstæðra drengja.“ í
þessu félagi áttu að vera dreng-
ir innan fermingaraldurs, og
mun stofnun þessi hafa átt að
búa þá undir þátttöku í Heim-
dalli síðar. Sjálfstæðisflokkur-
inn virðist þó hafa séð að sér
í þessu efni, enda trúlega hlot-
ið áminningu fyrir tiltækið.
„Hafa báðir ver.“
í Þórðar sögu hreðu segir svo:
„Þeir nafnar sóttust í ákafa,
Þorbjörn aumingi og Þorbjörn
vesalingur, og lauk svo, að þeir
féllu báðir dauðir.“ — Þessi orð
munu ýmsum þeim í hug koma,
sem sjónarvottar eru að viður-
eign Morgunblaðsins og Þjóð-
viljans þessa dagana. Líklegt er,
að þar hafi báðir ver, en hvor-
ugur betur.
Bragð er a'ð.
Ungur fylgismaður ríkis-
stjórnarinnar, sem er nýkominn
frá útlöndum og nú er starfs-
maður i Nýbyggingarráði, hefir
fyrir skömmu lýst þvi yfir á
prenti, að Valtýr Stefánsson
hafi sett heimsmet í óheiðar-
legri blaðamennsku. Þetta mun
vera ofmælt, því að heimsmetið
hefir sjálfsagt verið sett ein-
hvers staðar í einræðisríkjunum.
En bragð er að þá barnið finn-
ur.
Ólafur launar lambið gráa.
Einn þeirra manna, sem Ólafi
Thors er mest í nöp við, er
Björn Ólafsson fyrverandi ráð-
herra. Ekki af því að þeir séu
ósammála um þjóðfélags-
mál sem mestu skipta, því að
báðir eru Sjálfstæðismenn og
Björn víst engu síður en Ólafur,
því að það sýndi hann a. m. k.
með áhrifum sínum í viðskipta-
málum meðan hann var ráð-
herra. Ástæðan var sú, að Björn
tók sæti í ríkisstjórninni, sem
forseti skipaði með samþykki
eða hlutleysi meiri hluta Al-
þingis, þegar Ólafur varð að
hrökklast frá við lítinn orðstír
eftir að hafa hleypt dýrtíðinni
upp úr öllu valdi. Við svokallaða
(Framhald. á 4. síUu).
// iHÍaVahgi
Menntamenn á villigötum,
Kommúnistar héldu svokall-
aðan menntamannafund í fyrra-
kvöld. Allmargir ungir mennta-
menn hafa gengið í flokkinn
undanfarið, sumir vafalaust af
trú, en aðrir vegna þess, að
þeir álíta stjörnu flokksins vera
hækkandi. Svipað fyrirbrigði
átti sér stað árið 1937, þegar
tuttugu lögfræðingar gengú í
einu í Alþýðuflokkinn rétt fyrir
kosningarnar!
Annars er það meira en furðu-
legt, að menntamenn skuli skipa
sér undir merki kommúnista-
flokksins. Aðalsmerki sannra
menntamanna er að unna and-
legu frelsi. Hvarvetna þar sem
kommúnistar ráða, er andlegt
frelsi úr sögunni. Rithöfundar,
myndlistarpienn og tónlistar-
menn, sem ekki eru á „línunni",
eru settir í bann og sleppa vel,
ef þeir hljóta ekki þyngri refs-
ingu. Listin er gersamlega ein-
ok.uð í þjónustu valdhafanna.
Málfrelsið er afnumið og öll
gagnrýni á stiórnarherrunum
barin niður með harðri hendi.
Kommúnistaforsprakkarnir
hér hafa vel sýnt, að þeir myndu
ekki verða neinir eftirbátar
hinna erlendu lærifeðra sinna í
þessum efnum, ef þeir fengju
að ráða. Úthlutun Rithöfunda-
félagsins svokallaða á ókálda-
styrkjum, er góð sönnun um
þetta. Kiljan hefir notað völd
sín þar til að láta úthluta sér
langhæsta styrknum, en þeir,
sem ekki hafa viljað dásama
kommúnismann, hafa ýmist
verið settir alveg hjá eða mjög
hlunnfarnir. Mörg helztu skáld
þjóðarinnar, eins og Gunnar
Gunnarsson, Davíð Stefánsson,
Guðmundur G. Hagalín og
Kristmann Guðmundsson, hafa
gengið úr félaginu til að mót-
mæla þessari viðleitni til and-
legrar kúgunar.
En svo koma nokkrir ungir
menntamenn og falla fram og
tilbiðja þennan flokk andlegrar
kúgunar. Er í raun og sannleika
hægt að hugsa sér unga
menntamenn, sem eiga að vera
frjálslyndir og víðsýnir, á verri
villigötum?
Gott dæmi um ihalds-
stíórnina.
Eitt af því, sem íhaldið gumar
af í „stefnuskránni“, eru stór-
kostlegar endurbætur á rekstri
strætisvagnanna síðan bærinn
tók við rekstri þeirra. Sannleik-
urinn er sá, að allar endurbæt-
urnar eru þær, að útvegað hefir
verið grind undir einn vagn, og
fargjöldin hafa á flestum leið-
um verið hækkuð um helming!
Rekstur strætisvagnanna hjá
bænum er gott dæmi um stjórn
íhaldsins.
Þeir, sem vilja koma endur-
bótum á þennan og annan
rekstur bæjarins, fylkja sér um
listann, sem er líklegastur til
að fella áttunda mann íhalds-
ins, og tryggja með því kosn-
ingu Pálma Hannessonar.
Viltu heldur efla heildsal-
ana en framleiðsluna!
Undir stjórn íhaldsins á
Reykjavíkurbæ hefir, útgerðin
þar stöðugt dregizt saman, en
verzlunum og heildsölum hefir
fjölgað að sama skapi.
Þeir, sem vilja stuðla að því,
að þetta haldist áfram, kjósa
með íhaldinu á sunnudaginn
kemur. Hinir, sem vilja efla arð-
vænlega framleiðslu í bænum,
útgerð og iðnað, skipa sér hins
vegar um Framsóknarflokkinn,
sem er eini flokkurinn, sem
berst fyrir þeirri fjármála-
stefnu, er gæti tryggt þessum
atvinnugreinum lífvænlega af-
komu og stuðla þannig að við-
gangi þeirra og vexti.
Viljið þið ekki láta skerða
heildsalag róðann!
388 verkamenn greiddu at-
kvæði gegn uppsögn kaupsamn-
inga hjá Dagsbrún.Þessir verka-
menn vilja vafalaust ekki síður
fá kjör sín bætt en aðrir stétt-
arbræ'ður þeirra. En þeir trúa
ekki á leið kauphækkunarinnar,
þvi að reynslan hefir sýnt þeim,
eins og trúnaðarráð Dagsbrún-
ar hefir líka játað, að hún leið-
ir ekki til varanlegra kjarabóta.
Þeir vilja fara hina leiðina að
lækka heildsalagróðann og ann-
an braskgróða og bæta kjör
verkamanna á þann hátt.
Þessa leið myndi líka allir
verkamenn vilja fara, því að
hún er bæði þeim til hags og
atvinnurekendunum, ef þeir
væru ekki blindaðir af áróðri
kommúnista. En kommúnistar
geta ekki farið þessa leið, því að
þeir eru í samvinnu við stór-
gróðavaldið í Sjálfstæðisflokkn-
um og það getur aldrei fallizt
á skerðingu heildsalagróðans.
Verkamenn og aðrir launþeg-
ar! Sýnið það í kosningunum
27. þ. m., að þið viljið láta fara
þá leið í launamálum, að heil-
salagróðinn og annar brask-
gróði sé skertur, og kjör ykkar
verði bætt með því að ódýrara
verði að lifa. Þennan hug ykk-
ar getið þið látið í ljós með því
að fylkja ykkur um B-listann í
kosningunum á sunnudaginn
kemur, því að Framsóknarflokk-
urinn er eini stjórnmálaflokk-
urinn, er berst fyrir þessari
stef nu!