Tíminn - 22.02.1946, Síða 1

Tíminn - 22.02.1946, Síða 1
< ! RITSTJÓRI: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON < ÚTGEFANDI: | FRAMSÓKNARFLOKKURINN Símar 2353 og 4373 PRENTSMIÐJAN EDDA h.í. 30. árg. Reykjavík, föstudagiim 33. febr. 1946 RITST J ÓRASKRIFSTOFUR: EDDUHÚSI. Llndargötu 9 A Símar 2353 og 4373 . AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: EDDUHÚSI, Llndargötu 9 A 31. blað Óeirðirnar í Indlandi: Sökkva Bretar heldur herskipum sínum en láta undan s Miklar óeirðir hafa verið í mörgum helztu borgum Indlands undanfarnar vikur. Óeirðir þessar hafa bæði stafað af miklum matvælaskorti og auknum sjálfstæðiskröfum Indverja. Yfirleitt hafa því óeirðirnar beinst gegn Bretum. Hvergi hafa óeirðirnar orðið jafn alvarlegar og í Bombay þessa dagana, þar sem ind- verskir sjóliðar standa fyrir þeim og hafa brezk herskip á valdi sínu. í haust varð uppskerubrest- ur í Indlandi vegna mikilla þurrka, en þar fylgir oftast hungursneyð í kjölfar uppskeru- brests. Brezku stjórnarvöldin hafa reynt að gera sitt bezta til að vinna bug á neyðinni bæði með auknum innflutningi og strangari skömmtun. Þessar ráð- stafanir hafa þó ekki nægt. Óeirðirnar, sem undanfarið hafa verið í indverskum borgum, rekja að miklu leyti rætur til hungursneyðarinnar. Þær hafa orðið þess valdandi, að hinir ó- bilgjarnari forustumenn þjóð- ernissinna hafa víða náð undir- tökunum og efnt til uppþota. Talið er einnig að kommúnistar rói undir. Ýmsir aðalforingjar Þjóðernissinna (Kongressflokks- ins) hafa lagzt á móti þeim, og seinast nú í vikunni flutti Gandhi ræðu í Bombay, þar sem hann fordæmdi óeirðirnar. Fór- ust honum m. a. svo orð, að eng- ar stjórnir létu undan grjót- kasti. Aðalforustumenn þjóðernis- sinna munu telja óeirðirnar ó- heppilegar vegna þess, að ný stjórn er nú komin til valda í Bretlandi, er lét það vera eitt fyrsta verk sitt að lofa Indverj- um sjálfsforræði og boða samn- inga við þá um þau mál. í samræmi við það efndi hún til kosninga í Indlandi. Þeim er nú viðast lokið og hafa þjóðernis- sinnar yfirleitt unnið mikinn sigur, nema í helztu héruðum Múhameðstrúarmanna. Þar sem kosningunum er nú nær lokið og ljóst er því, hverjir eigi að ann ast viðræðurnar af hendi Ind- verja, hefir brezka stjórnin nú falið þremur af ráðherrum sín- um að fara til Indlands og semja við fulltrúa Indverja um framtíðarstjórn landsins. Var sú ákvörðun birt nú í vikunni. Óeirðir sjóliðanna í Bombay hófust á mánudaginn og byrj- uðu með nokkurs konar verk- falli. Brátt fóru sjóliðarnir þó út á göturnar og gerðust að- sópsmiklir. í gær voru þeir orðn- ir kyrrlátari og ætlaði brezka lögreglan þá að láta til skarar skríða og hreinsa til í bæki- stöðvum uppþotsmannanna. En þegar hún var að hefja förina, bárust henni þau merki frá herskipunum á höfninni, að þau ERLENDAR FRÉTTIR I STUTTU MÁLI — Orustur halda énn áfram í Mansjúríu milli hersveita kín- versku stjórnarinnar og komm- únista. — Verkföllum og óeirðum var haldið uppi víða í Egiptalandi í gær í mótmælaskyni gegn Bret- um. Gandhi myndu hefja skothríð á borgina, ef lögreglan léti til skarar skríða, en sjóliðarnir hafa þau á valdi sínu. Aðför lögreglunnar var þá hætt í bili, en flotaforingi Breta tilkynnti í útvarpsræðu, að fyrr yrði herskipunum sökkt en látið yrði undan uppþotsmönnunum. í gær mögnuðust óeirðirnar mikið og horfði til mikilla vand- ræða um tíma, er uppreisnar- menn höfðu náð á sitt vald vopnabúri brezka hersins í Bom- bay og-náð þar allmiklu af vopn- um. í gær höfðu uppreisnar- mennirnir í Bombay 20 herskip á valdi sínu. Þá voru brezk her- skip á leið til borgarinnar og einnig var aukið herlið væntan- legt flugleiðis. Samkvæmt sein- ustu fréttum í gærkvöldi leit heldur friðvænlegar út, en miklar óeirðir voru þó enn í borginni og einnig í Kalkúttu. Búizt er við að Attlee forsæt- isráðherra Bretlands gefi skýrslu um Indlanadsmálin í brezka þinginu í dag. RÚSSAR AFNEITA NJÓSNDM SÍNUM Rússneska stjórnin hefir nú viðurkennt, að starfsníenn hjá sendiráði þeirra í Kanada hafi fengið hernaðarlegar upplýsing- ar hjá kanadiskum embættis- mönnum. Jafnframt segir hún, að sendisveitarmennirnir hafi aflað upplýsinganna af eigin frumkvæði, ep ekki vegna fyrir- mæla frá stjórninni! Stjórnin beri því enga ábyrgð á verki þeirra, enda hafi þeir nú verið kallaðir heim. Hún telur því, að kanadiska stjórnin sé að þyrla þessu máli upp í áróðursskyni gegn Rússum. Kanadiska stjórnin svaraði þessum ásökunum Rússa þegar í gær og var því harðlega neitað, að Kanadamenn hefðu gert annað í þessu máli en réttmætt var, úr því sem komið var. En það væri hins vegar rangt, að (Framhald á 4. síðu). Útgerðarmaður á Akureyri getur fengið smíðaðan í Englandi fyrir 1,5-1,8 diesei- milj. kr. Upplýsingar, sem staðfesta mistök ogó- sannindi ríkisstjó rnarinnar í togarakaupa- málinu Nýjar upplýsingar hafa nú fengist varðandi togarakaupin, er er virðast staðfesta það, sem Tíminn hefir lialdið fram um þessi mál. Upplýsingar þessar sýna, að verð togaranna er miklu óhag- stæðara en þurft hefði að vera, og afskipti ríkisstjórnarinnar hafa engan veginn verið eins nauðsynleg og hún hefir viljað vera láta. Hefir ríkisstjórnin oftar en einu sinni gefið það í skyn, að engir togarar hefðu fengizt smíðaðir í Bretlandi, ef hún hefði ekki samið um togarakaupin. Fyrir síðasta bæjarstjórnar- fundi á .Akureyri lá fyrir um- sókn frá Guðmundi Jörundssyni útgerðarmanni þess efnis, að bærinn ábyrgist hluta af kostn- aðarverði togara, sem hann er. að láta smiða fyrir sig í Bret- landi. Mun hér vera um vand- aðan dieseltogara að ræða. Sam- kvæmt þeim upplýsingum, er fyrir lágu, mun togarinn kosta tilbúinn 1.5—1.8 milj. kr. Bæjarstjórnin ákvað þegar að verða við þessari málaleitun Guðmundar gegn því skilyrði, að skipið verði gert út frá Akureyri. Togararnir, sem ríkisstjórnin samdi um smíði á, kosta sam- kvæmt samningunum um 2 y2 milj. kr. en á þá vantar ýmsan útbúnað, og telja kunnugir menn, að þeir muni fullbúnir alltaf kosta yfir 3 milj. kr. Þeir munu að vísu vera eitthvað stærri en togari Guðmundar, en hann getur unnið það upp, þar sem nann hefir dieselvél. Þetta virðist vel staðfesta þær upplýsingar Gísla Jóns- sonar, að togarar ríkisstjórn- arinnar kosti allt að helmingi meira en bfezkir útgerðar- menn vildu gefa fyrir þá. Timinn hefir allgóðar heim- ildir fyrir því, að fleiri íslenzkir útgerðarmenn en Guðmundur Jörundsson séu að semja um smíði á togurum í Bretlandi eða hafi þegar gert það. Og verðtil- boðin, sem þeir hafa fengið, munu ekki óhagstæðari en hjá Guðmundi. Talið er þó víst, að verðið hefði orðið enn hagstæð- ara, ef víkisstjórnin hefði ekki með hinum fljótráðnu og ó- hugsuðu togarakaupum sínum, stuðlað að verðhækkunum á togurunum í Bretlandi. (Framhald á 4. siðu). Fundur forvígismanna kaupfélaganna Síðastl. þriðjudag og mið- vikudag var háldinn hér í bæn- um að tilhlutun S.Í.S. fundur kaupfélagsstjóra og stjórnar- formanna í kaupfélögum til að ræða um ýms málefni samvinnu- félagsskaparins. Fundina sátu 60—70 menn frá 40 kaupfélög- um. Miklar umræður urðu á fund- inum og var rætt um ýms fjár- hagsmál, framkvæmdir og verk- efni kaupfélaganna í framtíð- inni. Allmargar ályktanir voru gerðar. Mikill áhugi var ríkjandi á fundinum fyrir eflingu sam- vinnufélagsskaparins. Slíkur fundur hefir ekki verið haldinn hér áður, en erlendis er algengt að halda slíka fundi. Þykja þeir hinir gagnlegustu, því að þeir auka kynningu og yfirsýn þeirra, sem eru í fylk- ingarbrjósti félagsskaparins. VERKFALLIÐ Þegar blaðið fór í prentun í gærkvöldi, stóðu enn yfir samn- ingaumleitanir verkamanna og atvinnurekenda, um kaupkröfur þær, er gerðar hafa verið. Óvíst var um niðurstöðu. Má eins vel búast við verkfalli í Reykjavik og Hafnarfirði í dag. Baráttan við tundurduflin Rúmlega 1400 tundurduflum hefir verið grandað hér við land Svo sem alkunnugt er, var fjölda tundurdufla lagt í sjó i nánd við strendur íslands á ófriðarárunum, en ekki fór að bera á, að duflin slitnuðu upp og rækju fyrr en á árinu 1941, enda mún þeim ekki hafa verið lagt svo neinu nam fyrr en á því ári og síð- ar. Hefir Tíminn nýlega snúið sér til Skipaútgerðarinnar og fengið hjá henni yfirlit um þessi niál, en hún hefir fylgzt með duflum, sem vart hefir orðið við, og séð um eyðingu þeirra. Tilkynnt hefir verið um sam- tals 2054 tundurdufl á árunum 1940—1945. Af þeim hefir verið sökkt 426, og gerð óvirk samtals 1053 tundurdufl. Mest var af kuflunum á árunum 1941 og 1942. Síðan hefir þeim farið fækkandi. Á árinu 1944 varð aðeins vart við 95 tundurdufl og 1945 ekki nema 50. Af dufl- um, sem varð vart síðastl. ár, voru 17 eyðilögð. Meðan mest bar á hinum rek- andi duflum, ollu þau mjög til- finnanlegum töfum á siglingum, og var t. d. varla vogandi að sigla um stór svæði, nema í björtu. Á þessum tíma fékk Skipaútgerðin byssur á varð- skipin og fleiri af sínum skip- um, til þess að þau gætu skot- ið í kaf þau dufl, er sæjust á reki á siglingaleiðum. í kjölfar þessa fengu einnig ýms önnur skip byssur til hins sama, og kom þetta að mjög miklum not- um til varnar gegn tundurdufla- hættunni. Eyðilegging duflanna á þennan hátt byggðist á þvi, að sé gat skotið á hinn sterka og vatnshelda belg duflsins, svo að það fyllist af sjó og sökkvi, pá eyðileggst mjög bráðlega sá út- búnaður innan í duflinu, sem gerir það hættulegt. íslendingar Iæra aff eyffa tundurduflum. Á árinu 1941 kom Skipaút- gerð ríkisins því til leiðar, að nokkrir íslendingar fengju til- sögn hjá brezka setuliðinu í að gera óvirk tipidurdufl, er á land rækju. Skyldu menn þessir vera tiltækir, ef á lægi, þegar menn frá setuliðinu væru ekki til staðar. Setuliðið vildi samt ekki heimila, að íslendingarnir ættu við duflin, nema brýn nauðsyn bæri til, og varð niður- staðan því sú, að fáir, þessara manna öðluðust nokkra æfingu eða reynslu í starfinu á ófriðar- tímanum. Á síðari hluta styrj- aldartímans komu líka til nýjar Igerðir af duflum, einkum seg- ulmögnuð dufl, sem aðeins 4 íslendingar hafa fengið tilsögn í að gera óvirk. Þessir menn Haraldur „duflabani" eru: Haraldur Guðjónsson bif- reiðarstjóri frá Hólmavík, nú fluttur til Rvíkur, Evald Krist- ensen, lögregluþjónn á Norð- firði, Bóas Eydal bóndi á Borg, Njarðvík, norðan Borgarfjarðar eystra og Guðfinnur Sigmunds- son, járnsmiður ísafirði. Má segja, að nefndir menn séu þeir einu af íslendingum, sem kunn- áttu hafi til þess að fást við tundurdufl, sem á land reka, en (Fratphald á 4. síðu). Frá • bæjarst jórnar- fundi í gærkvöldi í gær var haldinn bæjar- stjórnarfundur og var hann stuttur, enda bar þar fátt til tíðinda, nema ef taldar skulu smávægilegar orðahnippingar út af málamyndartillögu frá Birni Bjarnasyni, þar sem skor- að var á ríkisstjórnina að leysa Dagsbrúnardeiluna og lofað stuðningi bæjarstjórnarinnar til þess. Við þeirri spurningu Jóns Axels Féturssonar, í hverju sá stuðningur skyldi fólginn, fékkst ekki svar. Einnig hóf Jón Axel umræður um það, að bæjarráð hefir sam- þykkt að leggja rafmagnstaugar ,að Laxnesi í Mosfellssveit. Var hann þeirri ráðstöfun andvíg- ur og mátti á honum skilja, að það væri meðfram sökum þess hve óþjálir Mosfellssveitarmenn hefðu reynst bæjarstjórn Reykjavíkur í innlimunarmál- unum um árið! Umsóknir Byggingársam- vinnufélags Reykjavíkur um lóðir undir sænsk hijs bar nokk- uð á góma. Minntist borgar- stjóri í því sambandi á það, að komiö hefði til álita, að smá- hýsahverfi risi upp í Kaplaskjóli, en taldi á því mörg vandkvæði, og gæti bærinn ekki ráðstafað þeim lóðum á þann hátt, fyrr en að lokinni tímafrekri rann- sókn og mælingum. Loks var kosin nefnd til þess að gera tillögu um byggingu og tilhögun heilsuverndarstöðvar. j Voru kjörin í þá nefnd: Jóhann Sæmundsson, Jóhann Hafstein, Sigríður Eiríksdóttir, Sigurður Sigurðsson og Katrin Thorodd- sen. Skíða-Iandsmótið Skíðalandsmótið verður að þessu sinni haldið á Akureyri og fer væntanlega fram um miðj- an marz. íþróttabandalag Ak»- ureyrar sér um mótið og annast allan undirbúning þess. Öllum félögum innan í. S. í. er heimil þátttaka í mótinu og skal senda umsóknir um þátttöku til íþróttabandalags Akureyrar, en formaður þess er Ármann Dal- mannsson. Sigursteinn Magnús- son í Reykjavík Sigursteinn Magnússon, fram- kvæmdastjóri Sambands ís- lenzkra samvinnufélaga í Leith, kom til Reykjavíkur 11. febrúar síðastliðinn. Ræddi hann við forstjóra .Sambandsins og aðra forráðamenn um viðskiptamál og viðskiptahorfur, en flaug að því búnu aftur til Bretlands hinn 18. febrúar.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.