Tíminn - 24.02.1946, Page 1

Tíminn - 24.02.1946, Page 1
I RITSTJÓRI: ) ÞÓRAKINN ÞÓRARINSSON ) ÚTQEPANDI: \ PR AMSÓKN ARFLOKKURINN ÍSímar 3353 og 4373 PRENTSMIÐJAN EDDA h.í. Sd RITSTJÓRASKRIFSTOFUR: } EDDUHÚSI. Lindargötu 9 A ) Símar 2353 og 4373 \ Í' AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: \ EDDUHÚSI, Lindargötu 9 A Sími 2323 ) 30. árg. Reykjavík, sunnudaglim 24. febr. 1946 32. bla» Erlent yfirlit Dómarnir í Helsingfors vaida þjóðarsorg í Finnlandi ICommúnistar fá þar stóraukin völd Síðastl. fimmtudag voru kveðnir upp í Helsingfors dómarnir i málum þeirrá finnsku stjórnmálamanna, sem sakaðir voru um þátttöku Finna í styrjöldinni. Dómar þessir bera þess full merki, að dómararnir hafa ekki verið frjálsir gerða sinna, enda lýsti í'orseti þingsins, Fagerholm, því yfir rétt áður en dómarnir voru birtir, að Finnar væru ekki frjálsir gerða sinna í þessum efnum, heldur yrðu þeir að fullnægja ákvæðum vopnahlésskilmálanna, hvort sem þeim væri það ljúft eða leitt. Dómsúrslitín uðu þau, að Ryti, fyrrum forseti, var dæmdur í 10 ára betrunarhúsvinnu, Rangell, fyrrum forsætisráðherra í 6 ára fangelsi, Tanner, fyrrum fjár- málaráðherra í 5 y2 árs fangelsi, Linkomies, fyrrum forsætisráð- herrí í 5l/2 árs fangelsi, Kivi- máki, fyrrum sendiherra i 5 ára fangelsi, Ramsay, fyrrum utan- ríkisráðherra, í 2 y2 árs fangelsi, og tveir fyrrv. ráðherrar aðrir, Kukkonen'og Reinikka, í tveggja ára fangelsi. Síðan dómarnir voru kveðnir upp hefir finnsk alþýða reynt að sýna hinum dæmdu margvís- lega samúð. T. d. tók allur mannfjöldinn ofan, þegar hinir dæmdu voru fluttir burt frá dómhöllinni, eftir að dómarnir höfðu verið kveðnir upp. Er- iendir fréttaritarar segja, að dómarnir hafi valdið þjóðarsorg í Finnlandi. ' Eitt finhskt blað segir, að eftir þetta sé ekki hægt að segja, að Finnar hafi ekki fært fórnir til að tryggja góða sambúð við Rússa. Fullar heimildir eru nú fengn- ar fyrir því, að dómarnir voru þyngdir eftir kröfu rússnesku eftirlitsnefndarinnar. Mál þetta er þannig til komið, að Rússar kröfðust þess í vopna- hléssamningunum, að refsað yrði finnskum stj órnmálamönn- um, sem bæru ábyrgð á stríðs- þátttökunni. Finnar reyndu í lengstu lög að komast hjá slík- um málaferlum, en Rússar gengu fast eftir efndum. Að lokum neyddist þvi stjórnin til að hefja þessi málaferli á síðastl. hausti, eji reyndi að einskorða þau við sem fæsta menn og þá, sem Rússum var mest í nöp við. Þetta hefir ekki sízt vakið gremju almennings, því að séu þessir menn sekir, eru núver- andi valdhafar landsins eins og Óeirðirnar í Bombay Miklar óeirðir eru enn i Bom- bay og var aldrei almennari þátttaka í þeim en í fyrradag. Nokkuð dró úr óeirðum I gær, enda reyndu foringjar Kongress- flokksins að miðla málum. Sjóliðarnir, sem gert höfðu upprelsn, gáfust upp í gær- morgun og framseldu herskipin, sem þeir höfðu náð á vald sitt. Samkomulag náðist um, að sak- ir þeirra yrðu látnar niður falla, og aðfinnslur þeirra um slæma aðbúnað skyldu teknar ’ til athugunar. Ryti Manneijiaeim, Paasekivi og Fag- erholm jafnvel enn sekari. í Finnlandi ber nú mikið á ókyrrð meðal almennings. Stjórnin hefir enn hert ritskoð- unina eftir að dómarnir voru kveðnir upp. Nýlega hafa og verið sett lög, sem heimila inn- anríkisráðherra að gera menn burtræka til afskekktra héraða og svipta þá borgaralegum rétt- indum, ef þeir geri sig seka um óþjóðholla starfsemi. Fyrirmæli þessi mælast mjög illa fyrir, enda óttast menn misbeitingu þeirra, þar sem aðalforingi kommúnista er nú innanríkis- ráðherra. ERLENDAR FRÉTTIR I STUTTU MÁLI — Stærstu stjórnmálaflokk- arnir í Rúmeníu, bændaflokkur- inn og frjálslyndi flokkurinn, hafa nýlega^ birt löng ákæru- skjöl á hendur stjórninni. Segja þeir, að hún reyni siður en svo að breyta stjórnarfarinu í lýðræðisátt, eins og lofað hafi verið, heldur auki stöðugt harð- ræðið og kúgunina. — Óeirðirnar í Egiptalandi halda enn áfram. Stúdentar vlrðast eiga mikinn þátt í þeim. — Þjóðernissinnar á Jövu telja sig óánægða með tilboð Hollendinga. — Yamahita, einn kunnasti hershöfðingi Japana var hengd- ur í Manila i gær. Hafði hann verið dæmdur til dauða fyrir ýmsa stríðsglæpi, sem hann hafði unnið á Filippseyjum. Það var Yamashita, er stjórnaði töku Singapore. — Stúdentar i Chungking efndu til útifundar við rússneska sendiherrabústaðinn í fyrradag og kröfðust þess, að Rússar færu með her sinn úr Mansjúríu. — 400 menn fórust í námu- slysi í Ruhr i síðastl. viku. Lok- uðust þeir inni. Dagsbrúnarfundurinn og verkfallið: Verkamenn segjast ekkert vilja leggja á sig fyrir „líftóruna í ríkisstjórninni” Sjálfstæðisflokkurinn reynir enn að kaupa heildsölunum frið með nýrri kauphækkun Verkamenn í Verkamannafélaginu Dagsbrún hér í bænum hófu verkfall síðastl. föstudagsmorgun eftir að mjög sögulegftr fundur hafði verið haldinn í félaginu kvöldið áður. Á fundi þessum var borin upp, eftir ósk ríkisstjórnarinnar, tillaga um að fresta verkfallinu til mánudagsmorguns og var hún studd af stjórn félagsins og meirihluta samninganefndar. Tillága þessi var felld í skriflegri atkvæðagreiðslu með 369:269 atkvæð- um og hófst verkfallið því morguninn eftir, eins og áður segir, og stendur það ennþá yfir. Verkfalli Hlífarmanna í Ilafnarfirði, sem einnig hófst á föstudagsmox-gun, lauk hins vegar á hádegi sama dag, því að samkomulag hafði þá náðst við atvinnurekendur. Úrslit atkvæðagreiðslunnar á Dagsbrúnarfundinum komu for- svarsmönnum stjórnarflokk- anna mjög á óvart, þar sem þeir höfðu lagt sig fram um að fá hana samþykkta og höfðu ó- spart látið skína í það, að ríkis- stjórnin myndi leysa kaupdeil- una með allríflegri kauphækk- un. Þeir töldu því víst, að til- lagan yrði samþykt með svo að segja öllum atkvæðum, enda hefði það verið í samræmi við fylgi stjórnarflokkanna í Dags- brún til þessa. Á fundinum var frestunartil- laga ríkisstjórnarinnar studd af öllum stjórnarmönnum Dags- brúnar og allri samninganefnd félagsins, að einum manni und- anskildum. Mótmælti hann frestuninni á fundinum og kvað verkamenn ekki hafa ástæðu til að leggja neitt á sig til að halda líftórunni i ríkisstjórninni. Var tekið undir þessi ummæli hans með dynjandi lófataki, en for- manni Dagsbrúnar, 'sem mælti með ríkisstjórnartillögunni, veittist erfiðlega að fá hljóð. Á fundinum létu verkamenn það óspart uppi, að þeir gætu ekki borið traust til ríkisstjórn- arinnar og nefndu því til sönn- unar heildsala- og milliliða- .gróðann, fölsun vísitölunnar, skattsvikin og aðra linkind við stórgróðamennina. Margar raddir voru á þá leið, að verka- menn þyrftu ekki að sýna neina tilhliðrun vegna stjórnarsam- vinnunnar. Mátti þannig greini- lega marka, að verkamenn eru farnir að sjá í gegnum fals og skrum stjórnarliðsins. Á fundinum kom það einnig mjög skýrt ^ram, að verkamenn töldu sér miklu hagkvæmara, að farið hefði verið inn á þá braut að lækka dýrtíðina, eink- um heildsala- og milliliðagróð- ann, í stað þess að knýja fram nýja kauphækkun, sem ekki getur orðið launþegunum meira en augnablikshagur. Meðal fundarmanna kenndi líka fulls skilnings á því, að réttu leiðinni var hafnað af forustumönnum þeirra vegna samstarfsins við Sjálfstæðisflokkinn. Varð það ekki til að bæta álit þeirra á stj órnarsamvinnunni. Enn á að kaupa frið fyrir heildsalana! Það er nú komið á daginn, að rikísstjórnin var búin að semja (Framhald á 4. síðu). ,HVAÐ HEYRI EG’ sagði Claessen í samningaviðræðum um kaupgjaldsmálin hóf einn verkamaðurinn máls á því að allar kauphækk- anir verkalýðsins til þessa væru étnar upp og meira en það af heildsölunum. „Hvað heyri ég,“ sagði Eggert Claesen, „eiga ekki rauðu flokkarnir meiri- hluta í verðlagsráði og hafa því skammtað heild- salagróðann.“ Það sló þögn á verka- mennina, er skvett var framan í þá þessum ó- hugnanlegu sannindum. * Vestur-Islendingum boðið heim Eins og getið hefir verið í fréttum frá Þjúðræknisfélaginu áður hefir stjórn félagsins ákveðið, í samráði við ríkis- stjórnina, að bjóða til íslands á næsta sumfi nokrum merkum Vestur-íslendingum. Þeir, sem boðnir hafa verið, eru ritstjór- ar íslenzku Vesturheimsblað- anna, Einar Páll Jónsson, rit- stjóri Lögbergs og Stefán Ein- arsson, ritstjóri Heimskringlu, ásamt konum þeirra beggja. Ennfremur kemur í boði félags- ins Grettir Leo Jóhannsson ræðismaður íslands í Winnipeg með konu. Verður þeim tilkynnt boðið á 27. þingi Þjóðræknis- félags Vestur-íslenú,inga, sem sett verður í Winnipeg á morgun og stendur yfir í þrjá daga. Esja kemur ekki fyrr en í aprílmánuði Strandferðaskipið Esja fór héðan um nýárið til Dan- merkur og hefir verið þar í viðgerð (klössun) síðan. Við- gerðin reyndist umfangsmeiri en búizt var við og mun ekki verða lokið við hana fyrr en í fyrsta lagi í byrjun apríl. Veldur þetta miklum erfið- leikum með samgöngur við afskekktari staði landsins, þar sem Esja er eina strand- ferðaskipið, sem farþega flyt- ur, svo nokkru nemur. Viðgerð sú, sem fram þarf að fara á skipinu, er allmikil, eftir mikið starf og áníðslu stríðsár- anna. Miklar tjónaviðgerðir eru m. a. á skipinu, sem stafa af því, að skip, sem siglir í strand- ferðum hér við land, er alltaf að leggja að og frá bryggjum, sem illa eru varðar sjógangi og margar lélegar að öðru leyti. Skemmdir á skipinu stafa einn- ig af því, að á stríðsárunum var oft mikil þröng I höfninni I Reykjavík og yrðu skipin því að leggjast hvert utan á annað, hlið við hlið. Orsakaði þetta einkum skemmdir á minni skip- unum eins og Esja er I saman- burði við flest hinna erlendu skipa, sem hér komu í höfn á stríðsárunum. Þegar viðgerðinni á Esju er lokið, en það verður varla fyrr en í apríl, mun skipið að öllum líkindum fara til Kaupmanna- hafnar, en viðgerðin hefir farið fram í Aalborg. í Kaupmanna- höfn verða þá teknir farþegar til íslands. Hafa Skipaútgerð ríkisins þegar borizt fjölda fyr- irspurnir um far með skipinu til íslands. Aflabrögð í Ólafsvík með allra bezta móti Bátar frá Ólafsvík hafa aflað óvenjulega vel í vetur og mun afli óvíða eða hvergi vera orðinn jafnmikill og, þar. Má vel af þessu marka, að Ólafsvík getur átt mikla framtíð fyrir höndum sem útgerðarstaður, ef aðstaða til útgerðar verður aukin og bætt bar. Frá Ólafsvlk ganga í vetur fjórir vélbátar/ 17—20 smál. í janúar var afli þeirra, sem hér esgir: Víkingur 56.700 kg., Fram- tíðin 56.100 kg., Snæfell 56.100 kg., Hrönn 39.000 kg. Það sem af er þessum mánuði, mun afli vera frá 70—80 smál. á bát. Bátarnir hafa íengið þennan afla á venjulegum miðum, en á þau er 30—40 mín. sigling frá Ólafsvik. Vegna þess, hve stutt er á miðin frá Ólafsvík, hentar þessi bátastærð þar mjög vel. All- margir bátar af þessari stærð eru nú ekki gerðir út víða á landinu, m. a. vegna þess, að þeir þykja óheppilegri til sjó- sóknar þar en stærri bátar. Er þetta mikið tjón fyrir eigendur þeirra og myndu þeir vafalaust láta þá stunda veiðar frá stað eins og Ólafsvík, ef þess hefði verið kostur. Eigi Ólafsvik að geta bætt úr slíkri þörf í fram- tíðinni, verður að bæta verulega hafnarskilyrði þar. Aflabrögðin þar í vetur, mættu vissulega vera lærdómsrik fyrir þá áhrifamenn, sem hafa látið það álit uppi, að stöðva eigi hafnarbætur þar. Pétur Zóphóm'asson látinn 'Pétur Zóphóníasson ættfræð- ingur lézt í Landsspítalanum í gærmorgun. Hann hefir gegnt mörgum trúnaðarstöðum og ver- ið mikill áhugamaður um fé- lagssamtök bindindismanna og skákmanna og tekið virkan þátt í þeim félagssamtökum. Eftir hann liggja allmikil ritstörf. Auk þess, sem hann var um skeið ritstjóri Þjóðólfs hefir hann skrifað nokkrar bækur, einkum um ættfræði og skák. Verkfall yfirvofandi Verkfall strætisvagnastjóra hér í bænum mun hefjast í þessari viku, ef ekki hefir náðst samkomulag áður. Bílstjórarnir fara" fram á talsverða kaup- hækkun. Nýtt félag báta- útgerðarmanna Hinn 4. þ. m. stofnuðu nokkrir bátaútgerðarmenn í Reykjavík og Hafnarfirði félag, sem hlaut nafnið „Fiskumboð Reykjavíkur og nágrennis.“ Flestir bátaút- gerðarmenn á þessum stöðum eru nú gengnir í félagið, Tilgangur félagsins er að selja fisk og hrogn félagsmanna, til útflutnings og á innlendum markaði. Jafnframt að vinna að vöruvöndun og gæta hagsmuna félagsmanna. Heimili félagsins skal vera í Reykjavík. Félagssvæðið er gert ráð fyrir að verði Reykjavík og suður fyr- ir Hafnarfjörð. Það getur þó vel orðið stærra, og takmarkast fyrst og fremst við það, að ekki sé gripið inn á svæði sams kon- ar félags. í stjórn félagsins voru kosnir: (Framhald. á 4. síðu).

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.