Tíminn - 19.03.1946, Blaðsíða 2
2
TtolPiX, þriðjudagiim 19. marz 1946
48. blað
\
I*riðjjudafínr 19. marz
t-. in-i rwf <n~trnr,w’-Mr--t*'-
Hóíanir íhaldsins
Morgunblaðið hefir fengið
fyrir hjartað af því, að Tíminn
benti á, að bændur landsins
myndu geta útilokað frá þing-
mennsku 7 þingmenn, sem það
elskar. Þetta er að vonum hræði-
legt ástand fyrir Morgunblaðið.
Við þessum ógnum snýst það
svo að boða bændum hefnöfr
fyrir, ef þeir felli þessa menn.
Þeir, sem gengu inn í „Tíma-
klíkuna“ og „settu sig I and-
stöðu við ráðandi vald á Al-
þingi“ væru að óska eftir að fá
„baráttu við meirihlutann og
sem allra minnsta möguleika til
áhrifa.“
Morgunblaðið veit, hvernig
málin standa. Þegar aðrar stétt-
ir hafa fengið kauphækkanir,
hefir verið lækkað við bændur.
Fyrst var farinn bónarvegur að
bændum og þeir fengnir til að
slá af viðurkenndum verðkröf-
um eitt ár undir því yfirskyni,
að það ætti að stöðva dýrtiðii^a
og færa niður. Síðan voru rof-
in grið á bændum, þeir svíknir
í tryggðum, dýrtíð aukin. Til að
fullkomna svikin voru lauh
þeirra enn lækkuð á síðastl.
hausti, þegar miðað er við aðr-
ar stéttir.
Bændastéttinni hefir verið
neitað um rétt til að velja sjálf
menn til að vera í forsvari og
semja um mál hennar, en í þess
stað er ráðherra fengið þetta
vald með lögum um búnaðar-
ráð.
flændum hefir verið meinað
að ráða einum yfir sjóði, sem
er að öllu leyti frá þeim runn-
inn, heldur hafa verið settir þar
undir íhlutun ríkisvaldsins.
Þegar ekki þykir fært að halda
því ofríki áfram, ætlar stjórn-
arliðið að láta skipta sjóðnum
gegn vilja bænda í smáhluti, svo
að hann geti ekki orðið heildar-
samtökum þeirra að notum.
Morgunblaðið veit því, að það
eru engar líkur til þess, að
bændur fylgi stjórnarliðinu af
sannfæringu og með glöðu geði
eftir slíkar aðfarir.
Það setur nokkurt traust á
sprengihreyfingar eins og svo-
kallaða „Selfosshreyfingu". Að-
almaður hennar, og raunar
næsta einmana, er Jónas Jóns-
son, — maðurinn, sem sat hjá
þegar greidd voru atkvæði um
búnaðarráðslögin og lofaði fé-
lögum sínum í stjórnarflokkun-
um að setja þennan svarta blett
á félagsmálalöggjöf íslendinga.
Það er því von, að Morgunblaðið
kvíði máttleysi slíkra sprengi-
tilrauna.
Og þá hefir það eina von og
eitt úrræði. Það er að ógna og
hræða. Þeir skulu bara sjá það,
bændurnir, hvað það þýðir að
setja sig í andstöðu við hið ráð-
andi vald á Alþingi. Þetta er
taugastríð nazismans, sem hér
er háð. Og aðferðin er ósam-
boðin lýðræðisþjóð.
Morgunblaðið hræðir ekki
sveitafólkið, þó að það ygli sig
og dragi nazistafánann að hún.
Bændur hafa komið í meiri þor-
anraun en að heyra þytinn i
Morgunblaðinu. Þeir munu ekki
láta hótanir Mbl. verða til þess,
að þeir sleppi tækifærinu, sem
þeim gefst næsta vor, til að fá
rétt sinn viðurkenndan. Leiðin
til þess er ekki að beygja sig
fyrir ofbeldinu, heldur að rísa
gegn því og brjóta það niður.
Og bændur geta verið þess viss-
ir, að í öðrum stéttum fjölgar
þeim stöðugt, sem afneita blað-
Páll Þorsteinsson:
Skipting þjóðarteknanna
Forsvarsmenn þeirrar „fjár-
glæfrastefnu“, s§m fylgt er af
núverandi ríkisstjórn, halda því
mjög á loft, að dýrtíðin sé nauð-
synleg til að dreifa stríðsgróð-
anum. Hún á þar aí leiðandi að
vera sérstök blessun fyrir smá-
framleiðendur og verkamenn.
Það er augljóst einkenni á þess-
ari málfærslu, að alltaf á dýr-
tíðin að vera alveg mátuleg.
Þegar vísitalan var i kringum
180 stig, sagði núverandi for-
sætisráðherra, að sá, sem berð-
ist fyrir dýrtíöinni, væri ekki að-
eins fjandmaður sparifjáreig-
enda, gamalmenna, ekkna og
munaðarleysingja og annarra,
er afkomuvonir hefðu byggt á
peningaeign og peningakröfum.
Hann væri einnig böðull fram-
leiðenda og launamanna og
raunar alþjóðar. En er dýrtíðin
hækkaði um helming á skömm-
um tíma í höndum núverandi
stjórnarflokka, átti það allt í
einu að vera orðið ágætt ráð til
að dreifa stríðsgróðanum.
Þegar það lá fyrir §íðastliðið
haust, að vísitalan færi upp í
308 stig, ef bændur fengju fullt
verð fyrir afurðir sínar sam-
kvæmt sáttmála sexmanna-
nefndarinnar og útreikningi
Hagstofunnar, sagði Þjóðviljinn,
að svo mikla dýrtíð þyldi sjáv-
arútvegurinn ekki, en það
leiddi af sér atvinnuskort fyrir
verkamenn. En þótt vísitalan
komist upp í 285 stig og væri
látin hækka um 10 stig í einni
svípan, eins og valdhöfunum
þóknaðist í haust, lét blaðið vel
yfir því. Það á ekki að vanta
nákvæmnina í stjórnarháttum
við að gæta hagsmuna bænda og
verkamannli.
Síðan hefir það að sönnu
gerzt, að sjálf ríkisstjórnin hef-
ir orðið að grípa til sérstakra
bráðabirgðaráðstafana til þéss
að útgerðin stöðvaðist ekki, með
þvi að gefa loforð um að láta
ríkið ábyrgjast nokkra hækk-
un á verði freðfisks og kaupa
visst magn af saltfiski.
í þessu dýrtíðarmáli er raun-
verulega um tvennt að ræða,
sem venjuléga er ruglað saman.
Annars vegar er veltan, hins
vegar verðlagið. Það liggur í
augum uppi, að - sú aðstaða,
sem skapaðist hér á styrjaldar-
árunum, hlaut að leiða af sér
aukna veltu og örari viðskipti
en áður. Með komu setuliðsins
til landsins fjölgaði fólkinu að
miklum mun. Það jók stórum
eftirspurnina eftir mjólk og
fleiri framleiðsluvörum bænda.
Um leið og setuliðið hófst hér
handa um stórfelldar fram-
kvæmdir með, íslenzku vinnu-
afli, opnaðist leið að meira en
nægri atvinnu fyrir alla. Það
hafði ekki sérstaklega staðið
verkamönnum fyrir þrifum á
árunum fyrir styrjöldina, hvað
kaupið var lágt, heldur miklu
fremur hitt, hvað atvinnan var
af skornum skammti, vinnu-
stundirnar fáar. Um leið og allir
fengu ótakmarkaða atvinnu
ekki aðeins hvern dag, heldur
eftirvinnu eftir vild, hlutu tekj-
ur verkamanna að aukast stór-
um, þótt kauphækkanir kæmu
ekki til. En það hlaut aftur að
örva sölu á landbúnaðarafurð-
um innan lands. Hin aukna
velta, ásamt aukinni atvinnu og
örari afurðasölu, hefir að sjálf-
inu, er enn fylgir þeirri lífs-
stefnu að nota hótanir í staðinn
fyrir rök.
sögðu orðið til góðs, þegar á
heildina er litið, og þyrfti að
haldast áfram.
Um hinn þátt þessa rpáls, hina
gífurlegu hækkun á kaupgjaldi
og verðlagi, gegnir öðru máli.
Tekjulægsta stéttin í þjóðfélag-
inu eru þeir, sem lifa af eignum
sínum eða eru án atvinnu.
Hvaða hlut hefir sú stétt borið
frá borði? Hefir stríðsgróðanum
verið dreift til þeirra manna
með verðhækkunarleiðinni?
Á árunum fyrir styrjöldina
var við mikla gjaldeyrisörðug-
leika að etja. Sá gjaldeyrir, sem
fáanlegur var til að kaupa fyrir
lífsnauðsynjar þjóðinni til
handa og efni til nýrra fram-
kvæmda, byggðist á útflutnings-
framleiðslunni. En framleiðslan
barðist í bökkum á þeim árum
og byggðist mjög á lánum
bankanna. Þeir þjóðfélagsþegn-
ar, sem höfðu með sparneytni
dregið saman dálítið sparifé og
fengið bönkunum það til ávöxt-
unar, voru því vissulega góðir
veitendur í þjóðfélaginu um
leið og þeir mynduðu eign, sem
átti að vera trygg. Maður, sem
hafði dregið saman í sparisjóð
10—20 þús. kr. fyrir stríðið,
hafði með því tryggt sér nægan
lífeyri í nokkur ár. Nú er
greiðsla fyrir fæði orðin 5—6
sinnum hærri en fyrir stríðið.
Af því leiðir, að vegna dýrtíðar-
innar endist lífeyrir sparifjár-
eigandans 5—6 sinnum skemmri
tíma en ella. Svo grálega eru
þessir menn leiknir með verð-
bólgustefnunni.
Hver er gróði verkamanna af
dýrtíðinni? Trúnaðarráð Dags-
brúnar hefir lýst yfir því í sam-
bandi við síðustu kaupkröfur,
að verkamönnum í Reykjavík
nægði ekki það kaup, sem þeir
hefðu fengið, vegna þess, að
kaupmáttur krónunnar væri
orðinn svo lítill. Þjóðviljinn
viðurkennir, að „sannleikurinn
sé sá, að hlutur verkamanna sé
mun lakari nú en hann var fyrir
nokkrum árum“, og áréttar
þessa skoðun, er hann segir, að
„ógerlegt sé að lifa mannsæm-
andi lífi af tekjum hinna lægst
launuðu verkamanna". Þessir
aðilar mega vel um það vita,
hvað að verkamönnum snýr,
einkum í Reykjavík. Svona
stendur þá hagur þeirra eftir að
búið er að dreifa stríðsgróðan-
um undanfarin ár.
Bændur fá tekjur sínar af
verði afurðanna og eiga afkomu
sína undir því, hvernig vei'ðlagi
þeirra er háttað og hvernig
tekst um sölu þeira. Meirihlut-
inn af framleiðsluvörum bænda
selst innanlands, en nokkuð
verður þó ávallt að flytja úr
landi, svo sem ull, gærur og all-
mikið af kjöti. Fyrir atbeina Al-
þingis hefir veiúð sæmilega séð
fyrir hag báenda á síðustu ár-
um með löggjöfinni um sex-
mannanefndarverðið innan-
lands og fjárframlögum til
verðuppbóta á útfluttar afurðir.
En hvernig skyldu bændur hafa
staðið að vígi í dýrtíðinni, hefði
Alþingi ekki skorizt í leikinn
með að halda uppi hlut þeirra
gagnvart öðrum stéttum? Ætli
gróði þeirra hefði orðið stór-
vægilegur, ef þeir hefðu tekið
hlut sinn að öllu leyti með sölu
á frjálsum markaði? Kjötverð
erlendis hefir ekki haldizt í
hendur við framleiðslukostnaþ-
inn innanlands og ull þriggja
síðustu ára hefir legið í landinu
óseld fram að þessu.
En vegna þess að það hefir
tekizt með nokkru harðfylgi á
Alþingi að sjá hlut bænda boi'g-
ið á þennan hátt, hafa þeir
vissulega fengið nokkra fjár-
muni í hendur. Bændur eru ekki
háðir okurkjörum með húsa-
leigu og hafa að því leyti frjáls-
ari hendur með fé sitt en sum-
ir verkamenn. En þeir búa aft-
ur á móti flestir við lítil þægindi
og þurfa því fremur að verja
rniklu fé til umbóta á býlum
sínum. Kaupgjald í sveitum
hefir margfaldazt á síðustu
árum. Þeir bændur, sem reka
búskap með kaupafólki,hafa því
harla lítið grætt á verðþensl-
unnk Á sama tíma og fram-
færsluvísitalan er 270—285 stig
er byggingarvísitalan í sveitum
yfir 400 stig. Það gefur bendingu
um, að þeir bændur, sem hafa
lagt fé sitt jafnóðum í bygging-
ar heima fyrir hafi ekki grætt
á dýrtíðinni. En þeir í hópi
bænda, sem hvorki hafa tekið
kaupafólk né lagt í byggingar
eða aðrar framkvæmdir á bú-
um sínum, munu margir hafa
eignazt nokkurt handbært fé.
En verji þeir þessu fé til bygg-
inga eða annarra framkvæmda
á meðan kaupgjald og verðlag
helzt að mestu óbreytt, verður
hið sama upp á teningnum hjá
þeim og hinum, sem byggt hafa
á stríðsárunum.
En ekki er fjarri því, að tekju-
hæstu stéttirnar hafi grætt á
dýrtíðinni. Sú stétt, sem taldi
fram hæstar tekjur að meðal-
tali árið. 1942, var yfirmenn á
skipum, sem eru stærri eh 100
smálestir. Þetta er fámenn stétt.
Tekjur hennar eru að verulegu
leyti fengnar með hinni háu á-
hættuþóknun. Sú greiðsla var
réttmæt meðan á stríðinu stóð
til þeirra manna sem sí og æ
áttu ógnir styrjaldarinnar yfir
höfði sér á hafinu og lögðu líf
sitt í hættu við að flytja fram-
leiðsluvörurnar á erlendan
markað og færa varninginn
heim í þjóðarbúið.
Að þessum mönnum frátekn,-
urn standa kaupsýslumennirn-
ir í hæstu tröppu tekjustigans.
Árið 1942 hafði hver skattþegn,
sem rak verzlun og viðskipti,
nærri fjórum sinnum hærri
tekjur en bændur og verkamenn
að meðaltali. Það er og á allra
vitorði, að nú í lok stríðsins er
kaupmannastéttin stórum betur
efnum búin heldur en aðrar
stéttir. Það leynir sér ekki, að
hækkað verðlag hefir að mestu
leyti étið allar kauphækkanir
upp. Stríðsgróðinn, sem átti að
dreifast með háa kaupinu, hefir
að miklu leyti dregizt úr hönd-
um launþeganna yfir í hirzlur
kaupsýslustéttarinnar.
Okurkjörum þeim, sem sett
eru um leigu eftir íbúðir í' hin-
um nýrri húsum í Reykjavík, er
viðbrugðið. Mánuð eftir mánuð
og ár eftir ár verða leigj-erHflur
að láta af hendi drjúgan skerf
af kaupi sínu fyrir það að búa
í húsum inni og í hendur manna,
sem hafa haft efni á að reisa
húsin þrátt fyrir dýrtíðina.
Verzlunum hefir fjölgað að
mun á stríðsárunum. Árið 1939
voru alls 77 heildverzlanir í
landinu. í árslok 1943 voru þær
150, þar af 136 í Reykjavík. Þess-
um verzlunum fjölgaði því um
fullan helming á fjórum árum.
Þessar staðreyndir tala sínu
máli.
Hagsæld fólksins er ekki ein-
göngu bundin við það, hvað
Raddir nágrannanna
í forustugrein Vísis 12. þ. m., sem
nefnist: Skálkaskjólið, segir svo:
Málgagn miðstjórnar sjálfstæðis-
flokksins hefir tekið upp nýjan
sið í starfi sínu í þágu flokksins.
Hefir það snúið máli sínu undan-
farna daga gegn tveimur mönnum,
sem blaðið telur hættulega flokks-
starfseminni, og vafalaust á svo að
kenna þeirn ófarirnar, ef einhverjar
verða með vorinu. Þessir menn eru
ásakaðir fyrir, að þeir þykjist berj-
ast gegn kommúnistum, en hafi
slíkt að skálkaskjóli til þess að vega
að ráðherrum Sjálfstæðisflokksins,
sem unnið hafi einstakt afrek, er
þeir komu á samstarfi við komm-
únista.
Hvert mál hefir tvær hliðar. Nú-
verandi forystu Sjálfstæðisflokks-
ins tókst aö leiða kommúnista upp
í ráðherrastólana, en nokkru áður
höfðu þeir hvorki verið taldir sam-
kvæmishæfir innan ríkisstjórnar-
innar né innan þings. Þetta afrek
leiddi til að flokkurinn stendur nú
veikari en nokkru sinni fyrr í mál-
efnabaráttunni. Meiri hluti Sjálí-
stæðisflókksins var algjörlega and-
vígur samvinnu við kommúnista í
upphafi. ístöðuminni menn létu
að beiðni og boðum flokksforyst-
unnar og veittu henni stuðning til
samstarfs. Fimm þingmenn lýstu
liinsvegar yfir því, að þeir styddu
ekki núverandi ríkisstjórn og bæru
enga ábyrgð á samninguní um
hana. Svipaða afstöðu tók ritstjórn
þessa blaös, enda hefir hún ekki
og mun ekki öðlast trú á þeirri
niðurrifs og fjárglæfrastefnu. sem
kommúnistum hefir tekizt aö
sveigja meiri hluta Alþingis aö nú
um skeið. Margar ríkisstjórnir hafa
fengiö minna fé í hendur til frjálsr-
ar ráðstöfunar en núverandi rík-
isstjórn, sem ráðstafað hefir inni-
stæðum landsmanna á undan-
förnum árum á þann veg að þar
er nú mjög upp urið, en hefir auk
þess stórlega dregið úr kaupmætt-
inum með almennum launahækk-
unum. Sjálfstœðisflokkurinn hvarf
í verulegum atriðum frá fyrri stefnu
sinni, er liann hóf samstarfið við
kommúnista, enda var ekki eölilegt
að hann nyti óskipts traust og
fylgis eftir sem áður, einkum er
hann hneigðist til fylgis við fjár-
málastefnu þeirra.
Morgunblaðið ræddi nýlega kaup-
hækkunarkröfur Dagsbrúnar og gat
þess þá, að „lækning meinsemd-
arinnar" fengist ekki „með öðru
en því að ráðast gegn dýrtíðinni
í landinu". Enn Segir blaðið: „En
augljóst mál er, að þar sem dýr-
tíðin er farin að kreppa svo að
verkamönnum, að þeir sjá sig til-
neydda að gera nýjar kaupkröfur,
verður ekki hægt að skjóta því
lengur á frest að ráðast gegn dýr-
tíðinni. Þetta verður ríkisstjórnin
aö gera sér ljóst. Og þetta verða
einnig þeir flokkar að skilja, sem
standa að ríkisstjórninni". Nokkr-
um aögum seinna kemst þetta
sama blað svo að þeirri niður-
stöðu, að „ef seta núverandi rík-
istjórnar verði löng, hljóti að því
að reka að hún taki dýrtíðarmálin
til meðferðar". Slíkur tvísöngur í
margar krónur það fær í hend-
ur, heldur byggist hún einnig á
þeim framkvæmdum, sem gerðar
eru. Samgöngubætur greiða fyr-
ir flutningi afurða á markað og
skapa aukin skilyrði til fram-
leiðslu. Rafmagn gerir hvert
heimili betri bústað en ella. Sím-
inn. eykur þægindin og svo
mætti lengi telja. í hverju
byggðarlagi biða óleyst stórfeld
verkefni. Það skiptir því alla
þjóðina miklu, að ríkið geti lagt
sem allra mest fé til verklegra
framkvæmda. Hin fátækari
sveitarfélög, sem lítið megna
sjálf, hafa þó mesta þörf á því
og tekjulægstu stéttirnar, sem
eiga erfiöast með að skapa sér
góð lífsskilyrði af eigin ramleik.
Kröfurnar á hendur Alþingi úr
meginstefnumálum er flokkstarfinu
stórháskalegur, einkum þar eð
viðurkennt málgagn miðstjórnar-
innar á í hlut. Virðist blaðið um
sumt skjöldur og skjól kommún-
ista, frekar en stefnu Sjálfstæðis-
flokksins.
Hér er vissulega ekki of sterkt til
orða tekið. En er hlutur Vísis nokkuö
betri, þótt hann viðurkenni þetta,
meðan hann styður núverandi forustu
sjálfstæðisflokksins við kosningar.
* *
í Vísi 16. þ. m. er minnzt á róg
Þjóðviljans um Breta. Segir þar m. a.:
,.í Þjóðviljanum þann 8. þ. m.
er mjög áberandi grein, er nefn-
ist: Hið brezka „Herrenvolk".
Grein þessi er samtvinnaður róg-
ur og illmælgi í garð Breta. Skal
hér sýnt lítið sýnishorn af rithætt-
inum:
„En til er hrokafull yfirstétt,
sem litið hefir á sig sem sjálfkjörið
„Herrenvolk" (yfirþjóð). Þaö eru
brezku auðdrottnarnir, er svælt
hafa undir sig fjórðung mannkyns-
ins og finnst þeir sjálfsagðir til
að arðræna aðrar þjóðir, sem þeir
neita um frelsi, meðan þeir í
heimskunnri hræsni sinni sjálfir
flíka orðunum „frelsi" og „lýðræði"
í tíma og ótíma.“ — Þá lætur
brezka keisarastjórnin skjóta
sveltandi fólkið og drepa vini
frelsisins. Byssukúlurnar eiga að
seðja hungrið, fallbyssurnar að
fullnægja frelsisþránni." „Hvar
. sem litið er í heimsríkinu, þar sem
sólin gengur ei undir, stynja kúg-
aðar og sveltandi þjóðir undir oki
brezkra arðræningja, — og fá að
svari dauðann úr brezkum byssu-
kúlum eða eyðingu þorpa sinna
af brezkum flugvélasprengjum, ef
þær heimta frelsi." „Og í ýmsum
löndum, þar sem brezkt auðvald
hefir kvérkatakið sem stendur, býr
það sig til stuðnings við versta
afturhaldið og fasismann."
Menn hljóta að verða undrandi
yfir þessum fúlmannlegu aðdrótt-
unum, sem mega teljast einsdæmi
í íslenzkri blaðamennsku. En marg-
ir munu minnast orða hins brezka
utanríkisráðherra, er hann sagði.
að Moskva notaði kommúnista-
flokka allra landa til þess aö sví-
virða brezku þjóðina. „Útbúið" á
íslandi er. nú að g,era „skyldu"
sína. En þjóðin fordæmir starf
þessai-a flugumanna og ber kinn-
roða fyrir að sú hneysa skuli vera
á hana lögð, að verða að hafa þá
í stjórn landsins."
Vísir bendir á, hve liættuleg slík
skrif séu áliti og viðskiptum þjóðar-
innar, einkum meðan kommúnistar séu
í ríkisstjórn og litið sé á blað þeirra
eins og hálfopinbert málgagn. Vísir
segir því, „að vilji ekki stjórnin að
litiö sé á blaðið sem hennar málgagn,
þá verði hún þegar í stað að víta
þessi fúlmannlegu skrif þess.“ Undir
þau ummæli munji áreiðanlega allir
þjóðhollir íslendingar. taka.
ÚR BÆNUM
Vinnan,
1—2. tbl. 4. árg. er fyrir skömmu
komið út. Efni er m. a.: Hafþrá,
kvæði eftir Karl ísfeld, Við áramót
eftir Hermann Guðmundsson, Palmyra
gamla, þýdd saga, Vort daglega brauð,
þýtt, Bréfin, þýtt. Tuskubrúðan, eftir
Böðvar Guölaugsson, Afmælisgreinar.
Myndaopna, Greinargerð Alþýðusam-
bandsins. Af alþjóðavettvangi, fram-
haldssaga, Bækur og höfundar, Sam-
bandstíðindi o. fl.
Aðalfundur Starfsmanna-
félags Reykjavíkurbæjar
var haidinn nýlega. Fráfarandi for-
maður Lárus Sigurbjörnsson baðst
undan endurkosningu og var Karl
O. Bjarnason varaslökkviliðstjóri
kjörinn formaður í hans stað. Með-
stjórnendur voru kjörnir: Karl Torfa-
son, Siguröur Þorsteinsson hafnar-
hverju kjördæmi sanna bezt, að
ríkið verður að leggja mikið fé
í verklegar framkVæmdir um
gervallt landið. — En dýrtíðin
hindrar þetta. Hún dregur
þann ljóta dilk á eftir sér, að
allir miljónatugirnir, sem fallið
hafa ríkinu í skaut upp á síö-
kastið, hverfa að mestu jafn-
skjótt í hít hennar. Sjóðir og
inneignir rýrna og verða ekki
svo trygg eign, sem vera skyldi.
Hagur þjóðarinnar, og þó eink-
um fjölmennustu og starfssöm-
ustu stéttanna, verður .því ó-
tryggari, því lengur sem sú gríð-
ur fær að magnast og leikur
lausum hala.
gjaldkeri og Helgi Hallgrímsson. I
stjórn eftirlaunasjóðs voru endurkosn-
ir: Nikulás Friðriksson og Ágúst Jós-
efsson. Þá kaus fundurinn 11 fulltrúa
á þing B. S. R. B. — Félagar í starfs-
mannafélaginu eru nú 532.
Aðalfundur
Rang-æingafélagsins
í Reykjavík var nýlega haldinn. For-
maður íélagsins gerði grein fyrir störf-
um félagsins á s. 1. starfsári, og gjaldk.
fyrir hag félagsins, sem er mjög góð-
ur. Að þessu loknu fór fram kosning
stjórnar. Var hún öll endurkosin, en
í henni eiga sæti Sveinn Sæmundsson,
formaður, Felix Guðmundsson, vara-
formaður, Guðmundui' Guðjónsson,
ritari, Sigurður Ingvarsson, gjaldk. og
meðstjórnandi Gestur Gíslason. Nú
er félagstala Rangæingafélagsins 300.