Tíminn - 19.03.1946, Page 3

Tíminn - 19.03.1946, Page 3
48. blað 3 ATTRÆÐ: Ása Þorkelsdóttir Miðfelli í Þiag'valiasveit. Gestrisnin hefir jafnan þótt þjóðareinkenni okkar íslend- inga, þótt ærið misjöfn sé meðal einstaklinga þjóðarinnar. Það er því sanni næst, að fá- einir einstaklingar hafi skapað þjóðinni þennan orðróm, sem íarið hefir víða um lönd. Ef meta ætti hlut hvers einstaks heimilis að gestrisni, yrði hlut- ur Miöfellsheimilisins i Þing- vallasveit þungur á metunum. Engum kom það því á óvart, að gestkvæmt yrði, jafnvel venju fremur, á Miðfelli fyrsta sunnud. í marz, þegar húsfreyjan þar.Ása Þorkelsdóttir, átti áttatíu ára afmæli. Ása er fædd að Brekku á Kj al- arnesi 3. marz 1866. Hún flutt- ist á unga aldri með foreldrum sínum að Þyrli á Hvalfjarðar- strönd. Rúmiega tvítug giftist hún manni sínum, Guðmundi Jónssyni Ottesen frá Ingunnar- stöð’um í Brynjudal, og eru þau því búin að vera hart nær 57 ár i hjónabandi. Fyrst bjuggu þau á Ingunnarstöðum hjá for- eldrum Guðmundar, Sigurlaugu Pétursdóttur og Jóni Ottesen. Síðan fluttu þau að Galtarholti í Skilmannahr. EinnijE nokkra hríð að Þrándarstöðum og Skor- haga, en fluttust þaðan að Mið- felli og hafa búið þar síðan. Ása og Guðmundur í Miðfelli hafa verið samhent í búskapn- um. Mun leitun á hjónaböndum, þar sem jafn mikill samhugur og samvinna hefir ríkt. Miðfellshjónin hafa eignazt 16 börn, og komust fimmtán þeirra til fullorðinsára. Tveir synir þeirra dóu uppkomnir. Það er því ekki lítið afrek, sem liggur eftir þau, að koma upp slíkum hóp myndarlegra barna eins og þau hafa gert. Það er allra mál, er til þekkja, að börnin þeirra Miðfellshjónanna séu hvert öðru mannvænlegra, fólk, sem áunnið hefir sér traust og vináttu allra þeirra, er þeim hafa kynnzt. Þau hafa því^farið í fótspor foreldra sinna, hlotið vinsældir og eign- ast margt vina. Þau þrettán börn þeirra Mið- fellshjóna eru: Margrét, gift .4sa Þorkelsdóttir Jónasi Guðmundssyni skipasmið í Reykjavík, Þorkell á Jöfra á Akranesi, Snæbjörn bóndi að Gjábakka í Þingvallasveit, Ingi- björg húsfreyja að S.vínavatni í Grímsnesi, Sigurlaug húsfreyja að Bjarnastöðum Grímsnesi, Jón bóndi að Reykjanesi, Grímsnesi, Halldóra gift í Reykjavík, Pétur og Þorlákur báðir í Reykjavík, Rósa og Þórdís, báðar í Reykja- vík, Jakobína húsfreyja að Blómvangi í Mosfelssveit, og Ingólfur, er býr á hálfu Miðfelli á móti foreldrum sínum. Á afmælisdaginn voru, auk fjölda annarra gesta, sem heim- sóttu afmælisbarnið, komin heim ellefu af- börnunum og fjöldi barnabarna. En þótt fjöldi manns hafi heimsótt Ásu og Guðmund, voru þeir ennþá fleiri af hinum fjölmörgu • vinum þeirra Miðfellshjóna, sem ekki gátu komið því við að heim- sækja þau þennan merkisdag. Þeir verða að láta sér nægja að senda þeim úr fjarlægð heilla- óskir og vinarkveðjur. 6. marz 1946. G. Þ. Samband ísl. samvinnufélaga SKURÐGRÖFUR VÉLSKÓFLUR frá PRIESTMAN MSOTHERS, LTD. Einkaumboð: TlMlIVX, þrlgjjwdagimi 19. marz 1946 ___ HANS MARTIN: SKIN OG SKÚRIR „Það dytti mér aldrei í hug.“ „Nei, ég bjóst ekki heldur við því. Þú ert hvorki gæddur nógu þreki né þoli til þe’ss. Á þínum aldri var ég búinn að vinna við fyrirtækið í fjögur ár — hjá afa þínum. Ég fékk tvö hundruð og fimmtíu gyllini á mánuði. Það finnst þér auðvitað hlægilegt smáræði — hundsbætur, sem sjálfsagt sé'að hrækja á nú á tim- um. En ég var meiri maður á þínum aldri. En snúum okkur aftur að því, sem við vorum að tala um....Á morgun er afmælis- dagur Janna, og þá kæri ég mig ekki um, að hér á heimilinu ríki nein sundurþykkja. Með öðrum orðum: Þú ferð í dag á fund þinna kunningja og skemmtir þér með þeim um helgina. Á mánu- daginn kemur þú hingað aftur. Þá verður þú að gera mér full- nægjandi grein fyrir öllum skuldum þínum, því að þú hefir auð- vitað ekki getað látið þetta lítilræði, sem þú hefir fengið frá mér, hrökkva fyrir daglegri eyðslu — þótt það væri viðlíka upp- hæð á mánuði og venjulegum kennara nægir til framfæris sér og fjölskyldu sinni í hálft ár. Og reyndu ekki að dylja neitt fyrir mér, því að það, sem þú kannt að ætla þér að fela, verður síðar dregið frá mánaðargreiðslunum. Þetta vildi ég segja varðandi pen- ingamálin. Svo snúum við okkur að því, sem snertir hegðun þína og sambúð okkar. Þú ert fullur af þrjózku gagnvart mér, og á því á ég ef iil vill einhverja sök. Þú skilur þess vegna sennilega ekki, hversu þungt mér fellur að verða að segja þetta við þig. Og enn- þá síður muntu skilja þær áhyggjur, sem ég á við að stríða. Þú hefir alizt upp við þann hugsunarhátt, að við hefðum óþrjót- andi peningum úr að moða. Þér mun því veitast erfitt að sætta þig við lítils háttar sparnað. Og þig mun ekki óra fyrir því, hversu þungbært það er fyrir föður, sem bundið hefir miklar vonir við son sinn og jafnvel talið sér trú um, að hann yrði hans hægri hönd og arftaki að hjartfólgnu fyrirtæki, að komast loks að þeirri ömurlegu niðurstöðu, að þessi sonur sé orðinn honum svo fjarstæður, að hann myndi forðast að hafa skipti við hann, ef hann væri ókunnugur maður, sem yrði á vegi hans, til dæmis í einhverju félagi eða stofnun." „Ég þakka ummælin. Og ég get sagt hið sama.“ Karel var staðinn upp. Það var kominn á hann harðneskjulegur kulda- svipur. „Já, ég veit, hvaða augum þú lítur á lífið og mennina. Þú ert lúpumenni, og þér finnst ég vera afturhaldssamur harðstjóri. Ég á ef til vill einhverja sök á því. í barnaskap mínum hefi ég reynt að veita þér allt, sem hægt var að fá fyrir peninga, svo að þú þyrftir ekki aö fara alls þess á mis, sem ég fékk ekki að njóta í æsku minni. Þau. kynnast erfiðleikunum nógu snemma, bless- uð börnin, hugsaði ég. En þetta var skakkt ályktað. — Ég hefi aðeins alið upþ í ykkur eigingirnina og dugleysið .... E n f i n — fellum þetta tal. Ég veit, að þú skilur mig ekki, hversu lengi sem við tölum um þetta. Mér varð það ljóst i gærkvöldi — og ennþá betur í morgun. Þau orð, sem þú lézt falla um Renée, hafa opnað augu mín. Og farðu nú. Ég ætla að tala við móður þína.“ * „En Wijdeveld *— mér finnst þetta hér um bil hlægilegt. Hér er alltaf verið að tala um stórgróða — það er ekki á annað minnzt en allir græði. Og svo getur þú ekki einu sinni haldið í horfinu vegna tapa.“ Hún situr við snyrtiborðið í knippluðum greiðslukyrtli. Allt í kringum hana eru kristalsflöskur, silfurskálar, kambar, speglar. „Já, Lúsía — það lætur kannske einkennilega í eyrum. En það er þó ómótmælanleg staðreynd, að á þeim helmingi ársins, sem liðinn er, hefi ég tapað meira en þrjú hundruð þúsund gyll- inum.“ „Og van Meegen.“ „Hann hefir sjálfsagt grætt álíka mikið.“ „En þá ert þú ekki fær um að reka svona fyrirtæki." „Getur verið. En þó má geta þess, að van Meegen býr í litlu húsi í Rotterdam, rétt við höfnina — og hann sóar ekki pen- mgum.“ „Já, einmitt það. Þetta hefir þá verið inngangur að einhverri sparnaðarræðu." „Já, alveg rétt. Og hlustaðu nú á mig Lúsía — við erum þó hjón — for better and worse. Þú verður að standa við hlið mér, hvort sem byrlega blæs eða ekki — og nú blæs ekki byrlega.“ i „Hvað var það eiginlega, sem þú ætlaðir að segja, Wijdeveld?“ „Hættu að kalla jnig Wijdeveld," segir hann og byrstir sig. „Við erum nógu kunnug til þess, að þú getir kallað mig Willem .... Ég ætlaði að segja það,“ hélt hann svo áfram í mildari tón, „að við verðum að draga saman seglin — og þú verður að rétta mér hjálparhönd til þess.“ „Ég veit bara ekki, hvernig við ættum að spara meira en við gerum,“ segir hún og fitlar órólega við skrýft hárið. „Ég skal láta bókara minn kynna sér alla heimilisreikninga okkar. Komi það í ljós, að eyðslan sé meiri en tekjur okkar leyfa, er ekki annað úrræði til en að spara. Viltu safna saman öllum reikningum, sem snerta heimilið?" „Ég hefi alls engan tíma aflögu til þess að dútla við slíkt. Og í öðru lagi ber mér ekki skylda til þess að borga reikninga. Það hélt ég, að þér bæri að gera.“ „Við skuldum vínsalanum fjö'gur þúsund gyllini — svo að ég nefni aðeins eitt dæmi.. Sjálfsagt leynast einhvers staðar fleiri slíkar skuldir, sem ég hefi ekki hugmynd um.“ „Vertu nú ekki að gera þig að athlægi. Ertu að láta þaö í veðri vaka, að ég fari á bak við þig?“ „Nei. — Þú gefur þér ekki tíma til þess að sjá um, að hvað eina sé í röð og reglu. Þig grunar ekki, Lúsía, hvílíkar áhyggjur í- þyngja mér. Gerðú ekki baráttu mípa erfiðari með því að vinna gegn mér. Vertu nú svo hugulsöm að safna saman heimilisreikn- L. C. Smith & Corona Typewriters, Inc. geta nú aftur af- greitt hinar vel þekktu L. C. SMITH RITVÉLAR. Einkaumboð: Samband ísl. samviuimfélaga. Hvað kostar dilkakjötið? 1/1 skr....................... 9,80 pr. kg. Súpukjöt ................... 1G.85 — — Læri ....................... 12,00 — -v- ■f 4,35 pr. kg. cudurgreiðsla 1/1 skr....................... 5,45 pr. kg. Súpukjöt ..................... 6,50 — — Læri ...................... 7,65------- 1 Kaupið meira dilkakjöt, því það eru góð matarkaup. Hjttltúfarnar í fóeifkjaúíh í <» o o V <1 <> <í <• <» <• < • <> <» <» <» <» <» <» <> <» <1 <» <» <* <» 3 géðar gangastúlkur vantar á Vífilsstaðahæli. Mánaðarkaup kr. 500.00. Tveir heilir frídagar í viku. — Upplýsingar hjá yfirhjúkrunar- konunni frá kl. 8 f. h. til kl. 3.30 e. h. og kl. 6—8 síðdegis. j ATHUGIÐ! Þeir, sem ætla að láta okkur smíða hurðir og glugga fyrir vorið, ættu að tala við oss sem fyrst. Höfum fyrirliggjandi borðstofustóla á kr. 125.00 stykkið. Ódýrara ef tekin eru 20 stk. eða fleiri. Ennfremur borð með tvöfaldri plötu á kr. 550.00 stk. Stofuskápar til á næstunni. . Ödýrt. Vandað. Fas'maðurinn tryggfr f»'seðin. TRÉSMIÐJAN EINIR NORÐFIRÐI <» <> <* <* <» <» <* <* <* <» <» <» <» <» <* <» <* <» < » <» <» $ <> <* <» < * <'■ <» Frá Happdrætti Háskóla Islands í dag er síðasti söludagur Í3.fl. Dregið verður á morgun

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.