Tíminn - 20.03.1946, Blaðsíða 3

Tíminn - 20.03.1946, Blaðsíða 3
49. blað TÍMIIVN, migvikMdaginii 20. marz 1946 3 UNGRI DALASTÚLKU hefir orðið hugsað til min, og niðurstaða þeirr- ar tilhugsunar (en vonandi ekki enda- lok) varð sú, að hún skrifaði mér bréf, sem hún óskar, að ég birti áð nokkru leyti. Þetta er líka merkilegt bréf, og mér því sönn ánægja að verða við þeirri ósk, og hér kemur bréfkafl- inn: „MARQT HEPIR VERIÐ GERT á undanförnum áratugum til þess að rétta við hag sveitanna og strjálbýl- isins yfirleitt. Þó leitar fólkið enn í hina stærri bæi, einkum höfuðstað- inn, þar sem lífsþægindin eru mest og tækifærin flest. En meira myndi það útfiri vera, ef ekki hefði notið við hinnar ötulu baráttu þeirra, sem skilið hafa gildi strjálbýlisins og bor- ið hag þess fyrir brjósti. Jarðrækt- arstyrkurinn (sem mér þætti nær lagi að kalla jarðabótalaun), endurbygg- ingarstyrkur, nýbýlahjálp, aðstoð til vélakaupa, miklar samgöngubætur — allt þetta og margt fleira hefir stórkostlega stuðlað að því að gera byggilegra og lífvænlegra í sveitum og þorpum landsins. Og nú er það von okkar, sem höldum tryggð við dreif- býlið, að innan skamms verði raforka tiltækileg á því nær hverju heimili. Ég tel mér að minnsta kosti trú um, að hingað til okkar verði komið raf- magn um það leyti, sem ég gerist húsfreyja á einhverjum bænum hérna í dalnum (þó að það verði kannske fyrr en varir). Og þá mun sannast, að lifið tekur miklum stakkaskiptum. EN ÞETTA er bara inngangurinn. Það var annað, sem ég ætlaði aðal- lega að koma á framfæri. í biblíunni er sagt, að maðurinn lifi ekki af brauðinu einu saman. Það er líklega satt. En meðan barizt hefir verið fyr- ið því að treysta grundvöll afkom- unnar, bæta húsakynnin og þar fram eftir götunum, hefir hin hliðin að verulegu leyti gleymst. Að vísu ber ekki að vanmeta það, sem gert hefir verið á þessu sviði, til dæmis með eflingu bókasafnanna, íþróttalöggjöf- inni og langferðum, sem kaupfélög ýms og búnaöarsambönd hafa beitt sér fyrir. En skemmtanaþörfinni hefir samt ekki verið fullnægt. Allir heil- brigðir menn þrá ofurlitla tilbreytingu við og við. EINS OG NÚ ER ÁSTATT eru það helzt ungmennafélög og kvenfélög, sem eru að basla við að halda uppi dálitlu skemmtanalífi við mjög erfiða aðstöðu. En það gengur erfiðlega og er á fáu völ — eða svo er -það að ég hafði hæfileika til þess að láta í ljósi tilfinningar mínar á pappírnum. Ég harmaði nú jafn- vel, að‘ geta ekki snúið mér ein- göngu að ritstörfum, 'en það gat ég ekki. Ég varð að halda áfram að flytja fyrirlestra mína við háskólann, en nú varð mér skyndilega ljóst, að ég hafði ekki valið mér rétt ævistarf. Ég var komin yfir þrítugt og átti börn. Er hægt að byrja nýtt lif undir slíkum kringustæðum? Ég hætti á það. Ég byrjaði á nýjan leik, sagði upp starfi mínu við háskólann og skrifaði þykka bók. . — En þið voru peningalaus. Hvernig komust þér af án nokk- urra launa? — Ég fékk lánaða peninga. Ég sagði vinum minum, að ég skyldi greiða allar skuldirnar með and- virði nýju bókarinnar. Ég skrif- aði og skrifaði, öll tilvera mín var undir árangrinpm komin. — Og bókin? — Bókin sú færði mér Nóbels- verðláunin, og — Pearl Buck hlær, andlitið verður unglegt, fallegu augun glampa, og rún- irnar, sem lífið sjálft hefir rist kringum þau, hverfa með öllu — og ég gat borgað skuldir mínar. Nú var löng þögn. Ég' veit, að hún er horfin mörg ár aftur í tímann, til þeirra daga, er hún yfirgaf kínverska háskólann og lagði út á frægðarbrautina með lánsfé í vasanum. HANS MARTIN: SKIN OG SKÚRIR ingunum á mánudaginn — og þá ætla ég að líta yfir þá með bókaranum." „Ég skal sjá, hvort mér vinnst tími til þess, Wijdeveld.“ „Þú gerir það — og þar með er það útrætt. Skilurðu það, Lúsía van Aeften van der Haer?“ Hann segir þetta í hvössum skip- unartón. „Gerir þú það ekki — styðjirðu mig ekki af ráðum og dáð — sel ég þetta hús, sel bifreiðirnar, segi þjónaliðinu upp og læt Karel hætta þessu svokallaða námi í Leiden. Það er þó é g, sem er húsbóndinn, þegar sorfið er til stáis.“ „Það er fullkominn óþarfi af þér aö vera sífellt að minna mig á það, að það sért þú, sem átt peningana,“ segir hún þótta- lega um leið og hún dregur svartan bursta yfir augnabrúnirnar. „Því fer fjarri, að ég sé sífellt að minpa þig á það — og ég var alls ekki að því núna. En þeirri óráðsíu, sem hér hefir átt sér stað, verður að vera lokið. Ég er nýbúinn að setja Karel harða kosti — var tilneyddur að gera' það. Ég þarfnast þinnar hjálpar. — en ekki þóttafullrar kaldhæðni. Viltu þá heldur, að við látum reka á reiðanum, þar sem öllu hefir verið sólundað og ekki er eyrir eftir handa börnunum okkar?“ , „Nei.“ Nú réttir hún úr sér og hvessir á hann augun. „Ég vil einmitt, að þú sért jafn dugandi maður og van Meegen — að þú getir grætt, ekki síöur en aðrir menn, sem fást við kaup- sýslu. En þú lætur hvert tækifæri ganga þér úr greipum. Ég sá þig varla í samkvæminu í gær .... þú hefðir þó getað kynnzt þar mönnum, sem þú þekktir ekki áður. En hvar varstu þá? Hvað hafðir þú fyrir stafni? Ég sá þig rétt í svip, þegar van Meegen fór.. Þú ert eins og ókunnugur maður í þínu eigin húsi.“ „Já, það er rétt — alveg laukrétt. Þetta finnst mér lika.“ „En hverjum er það að kenna? Hvers vegna tekurðu ekki þátt í samkv8^mislífinu?“ „Hingað til hefi ég haft í of mörg horn að líta. Og þar að auki er ég frábitinn öllu þessu prjáli. Ég hefi aldrei getað vanið mig við þess háttar.“ „Nei, ég veit það. En við erum rík — hvers vegna eigum við ekki að njóta auðæfa okkar?“ Wijdeveld horfir á hana, og dauft bros leikur um varir hans. „Getum við leyft okkur að eyða þrjú hundruð þúsundum gyll- ina, þegar tekjurnar eru ekki nema tvö hundruð þúsund?“ „Nei. Og þess vegna verður þú að afla þeirra hundrað þús- unda, sem á vanta.“ „Já — ég er mikill rati.“ „Ég er of nærgætin til þess, að ég taki þig alvarlega til bæna.“ „Lúsía!“ Hann kemur ofurlítið nær henni. „Lúsía! Er það í þéssum tón, sem við eigum að tala saman?“ „Nei. Þú heldur kannske, að ég vilji það. En þú hefir alltaf gert mér lífið súrt með sífelldum ásökunum og fyrskipunum.“ „Vertu ekki reið, Lúsía. Ég skal gera allt, sem í mínu valdi stend- ur, til þess að koma fjárhag okkar á réttan kjöl. En þú verður líka að lofa því að styðja mig.“ „Jæja, já — já-já. Það er gott. Lofaðu mér nú að vera í friði. Þú hefir gert mér gramt í geði með þessu samtali, og nú þarf ég líka að skreppa í búðir með Maríönnu. En ég má það kannske ekki lengur?“ „Við skulum sleppa öllum ónotum. Ég hefi aðeins beðið þig að halda ofurlítið sparlegar á fjármunum en þú hefir gert, Lúsía. Þú skalt ekki láta eins og þú skiljir mig ekki.“ „Ég skil það eitt, að þú getur ekki grætt, þegar aðrir græða.“ minnsta kosti hér hjá okkur og mun bó enn erfiðara víða annars staðar. Ég held, að það mætti ná stóíum betri árangri með meiri samtökum. Ég álít, að hér ættu margir aðilar að taka höndum saman — Ungmennafélag ís- lands, Kvenfélagasamband íslands, Búnaðarfélagiö, jafnvel Samband ís- lenzkra samvinnufélaga. Siðan þyrfti að bæta samkomuhús þau, sem til eru í strjálbýlinu (þau eru mörg fremur fátækleg og sumum miður vel við haldið), byggja ný, þar sem þeirra er þörf, og prýða staði þá, þar sem ár- legar útisamkomur eru haldnar. Vit- anlega yrði fólkið á hverjum stað að leggja fram sitt liðsinni, enda mun það fúst til þess, en leiðbeiningar, aðstoð og uppörvun kæmi frá þeim, sem færu með yfirstjórn þessara mála, og þeir hefðu einnig með höndum út- vegun góðra „skemmtikrafta“, sem svo er kallað, sæju um dreifingu góðra og eftirsóttra kvikmynda og þar fram eftir götunum. Með þessu móti væri -unnt að gefa fólkinu i dreifbýlinu kost á að njóta margs, sem það fer nú á mis — hlýða á vinsæla söngvara, framúrskarandi ræðumenn, góða tón- leika, sjá gýðar kvikmyndir. Með þess- um móti mætti einnig gefa því kost á betri „músik“ á danssamkomum — jafnvel koma á víðtækum leiksýn- ingum- með æfðum leikurum, mál- verkasýningum við xig við, listiðnaðar- sýningum og mörgu fleira, sem ég tel ekki upp. Sömuleiðis væru skipulögð hópferðalög. Þetta yrði eins konar „Kraft durch Freude“-hreyfing á lýð- ræðislegum grundvelli. SLÍK STARFSEMI myndi að sjálf- sögðu kosta talsvert fé i upphafi, en ég hygg, að þegar fram í sækti, myndi vera unnt, ,að láta hana bera sig sæmilega. Méi virðist þetta eina leið- in til þess að sjá strjálbýlinu á við- ráðanlegan hátt fyrir viðunandi (og mannbætandi) skemmtanalífi. Ég vona því, að þessi tillaga verði að minnsta kosti tekin til athugunar af þeiip aðilum, sem ég hefi hér nefnt. Og ekki færi illa á því, að Ung- mennafélag íslands hefði þar forust- una.“ „ÞÆR DREYMIR ALLAR um sól og vor,“ sagði Davíð Stefánsson, ást- sælasta skáld þjóðarinnar. Og gott er,, að svo er. Grímur í Görðunum. Alllr, sem fylgjast vilja með almennum málum, verða að lesa TÍMANN. * / Pearl Buck les hugsanir mín- ar. — Já, þá skildi ég líka við manninn minn, segir hún stilli- lega. Ég hefi kynnzt hjónaskilnaða- bænum Reno, og þeim konum, sem þar dvelja eina eða tvær vikur, meðan þáttaskipti verða í lífi þeirra. Ég er hætt að skrifa bækur um Kína. Síðasta • sagan mín gerist í Ameríku. Eg skrifa nú um það fólf, sem dag- lega verður á vegi mínum, um nútímafólkið og drauma þess, vonir og hjáguði. En nú skal ég segja yður hreinskilnislega, hvað fyrir mig kom í Reno. Þar kynnt- ist ég sannri vináttu. Við vorujn fjögur saman, útgefandi minn, Richard Walsh, kona hans, mað- urinn minn og ég, allt nútima- fólk. Við biðum öll eftir því að fá skilnað. Meðan á þessu stóð, bjó ég á herbergi með frú Walsh. Þegar' allt var um garð gengið, gátum við Richard gift okkur. Maður minn og frú Walsh vissu umv fyrirætlan okkar, og það var eingöngu vináttu þeirra og skilning að þakka, að þessi dvöl í I^eno hefir engum skugga kast- að á núverandi hamingju mína. Ég er þakklát forsjóninni. — — Viljið þér ekki minnast eitthvað á ^starfsaðferðir yðar líka? Þér hafið skrifað fjöldann allan af bókum á síðustu ár- um, og á hverju ári vonast menn eftir nýrri bók frá forlagi yðar. — Ég, er sannfærð um, að hver sá, sem ætlar að ná góð- um árangri vinnu sinnar, verð- ur að vinna skipulega ög reglu- bundið. Ég skrifa á hverjum degi frá kl. 9 til 1. Þér furðið yður á því, að ég skuli sinna ritstörfum . eins óg venjulegri skrifstofuvinnu, í stað þess að bíða eftir þvi, „að andinn komi yfir mig.“ í huga mínum , hefi ég efni í fleiri sögur en ég gæti enzt til að skrifa á heilum mannsaldri, þó að ég sæti við skriftir nótt og nýtan dag. En ég hefi vanið mig á að sinna skriftunum fjóra tíma á dag. Allar aðrar frístundir helga ég börnunum. Ég á tvö hús, annað í New York til þess að hitta kunningjana og annast ýmiss konar erindarekstur viðvíkjandi starfi mínu. Þá bý ég í hjúsinu, sem ég á þar, annars dvel ég oftaíjt í sjávarþorpinu. — Þér minnist á börn yðar. Það en sagt, að þér eigið einhver ósköp af börnum. — Ég á níu börn, tvö frá fyrra hjónabandi, þrjú frá fyrra hjónabandi mannsins míns og fjögiir fósturbörn. Ég reyni af mætti að vera þeim öllum góð móðir. — Kona, sem hefir jafn happadrjúgar vinnuaðferðir og þér hafið, hlýtur líka að hafa athyglisverðar skoðanir um uppeldismál. Ætlið þér ekki að segja eitthvað frá uppeldisað- ferðum þeim, sem þér hafið notað við að ala börnin upp. ---------1---------------- — Ég get ekki sagt, að ég hafi notað neinar sérptakar uppeld- isaðferðir.1' Ég hefi reynt að á- vinna mér traust og vináttu barna minna og vera góður fé- lagi þeirra. Unglingarnir geta ekkert lært af reynslu foreldr- anna, reynsluna verða menn sjálfir að útvega sér. En ég get tekið þátt í sorgum þeirra og gleði. Vináttan er það eiha, sem hefir gefið mér sjálfri styrk og hjálpað mér yfir alla örðugleika. Ég vil, að börnin mín eigi góðan vin, þar sem ég er. — Haldið þér ekki, að nútíma- æskan hafi aðra lífsskoðun og framtíðaráætlanir en samtíðar- æska yöar? — Ég held, að unga fólkið nú á dögum sé skynsamara og ró- legra en það var í mínu ung- dæmi. Ég man glöggt eftir því, að við vildum helzt hafa enda- skipti á öllum hlutum. Æska: nútímans vill aðeins endurbæta þá. Annars á ég erfitt með að gera greinarmun á æskunni fyrr og nú. Ég er ekki ung lengur — sei, sei, nei, yður þýðir ekki að andmæla — en ég fylgist með viðburðum nútímans, stórum sem smáum, af lífi og sál, og mér finnst ég vera sannkölluð nútímakona. Ég held, að slíkt sé ekki undir aldrinum komið, heldyr viðhorfi manna til lífs- ins. Ég hefi lagt erfiðu árin að baki mér, líf mitt hefir öðlazt nýtt gildi. ALLEN WALES REIKIVIVÉLAK. Einkaumboð: Sauifoand ísl. samviimufélaga. ALLEN WALES ADDING MACHINE CORPORATION geta nú aftur afgreitt hinar vel þekktu ►•o-o Auglýsing \ '•* * » um umferð í Reykjavík Samkvæmt ályktun bæjarstjórnar Reykjavíéur hefir verið ákveðinn einstefnuakstur á eftirtöldum götiun, sem hér segir: Amtmannsstíg frá austri til vesturs. Vegamótastíg, milli Laugavegs og Grettisgötu, frá norðri til suðurs. Meðalholt frá Einholti og út á Háteigsveg. Hátún frá vestri til austurs. . • Miðtún frá austri til vesturs. i Óheimilt er að leggja bifreiðum vinstra megin á þeim götum, þar sem einstefnuakstur er. Þó mega bifreiðar nema staðar vinstra megin til afgreiðslu þegar í stað, en öll bið er bönnuð þeim megin á götunni. Ennfremur er á götum, þar sem fyrirskipaður er einstefnuakstur, óheim- ilt að leggja frá sér reiðhjól, annars staðar en vinstra megin á götunni við gangstéttarbrún, og svo í reiðhjóla- grindur, sem settar eru á gangstéttir með samþykki lög- reglunnar. Lögreglustjórinn í Reykjavík, 18. marz 1946. Sigurjón Sigurðsson — settur. — Augtýsing frá Viðskiptaráði um innflutningsleyfi á bifreiðum Viðskiptaráðið hefir ákveðið eftirfarandi vegna til- mæla viðskiptamálaráðherra fyrir hönd ríkisstjórnar- innar: Viðskiptaráðið mun taka til athugunar að veita heimild til innflutnings á fólksbifreiðum þeim, sem íslendingar bú- settir hér á landi eiga í Bandaríkjunum eða Kanada, enda sé eftirfarandi skilyrðum fullnægt: a. Viðkomandi einstaklingar sanni skriflega fyrir ráðinu fyrir 27. marz, 1946, að þeir eigi bifreið í U. S. A. eða Kanada og hafi greitt hana. ^ b. Geri skriflega grein fyrir á hvern hátt þeir hafi feng ið gjaldeyri til þessara kaupa. Þegar þessum skilyrðum er fullnægt, mun ráðið taka á- kvörðun um hvort það veitir innflutningsleyfi fyrir bifreið- um þessum. Jafnframt þessu lýsir ráðið yfir því, að það mun ekki að óbreyttum ástæðum taka til greina neina umsókn um innflutningsleyfi á bifreið, sem eins stendur á og að fram- an greinir, hafi umsókn ekki borizt fyrir 27. marz, 1946. Þeir, sem áður hafa sótt um innflutningsleyfi fyrir bif- reiðum þessum skulu endurnýja þá umsókn fyrir 27. marz, n. k., og láta tilskyld sönnunargögn fylgja umsókninni. Athygji umsækjanda skal vakin á því, að þýðingarlaust er að tala við einstgka meðlimi ráðsins um þessi mál, held- ur skulu öll erindi varðandi þetta lögð fyrir skriflega. ^ 19. marz, 1946. Viðskiptaráðið

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.