Tíminn - 21.03.1946, Qupperneq 2

Tíminn - 21.03.1946, Qupperneq 2
___ __ _____ 50. blað 4 tiítaVaHQi TtMEffl, fimmtndagiim 21. marz 1046 Fimtudtifiur 21. nuyrz HallcLór Kristjánsson: Til skilningsauka fyrir Morgunblaöið „Ættjarðarást” Þjóðviljans Þaö hefir verið næsta lær- dómsríkt a5 lesa Þjóðviljann undanfarna daga. Blaðið hefir birt hverja greinina annarri gífuryrtari, þar sem svo hefir verið látið sem kommúnistar væru einu mennirnir, er stæðu á verði um sjálfstæði þjóðar- innar. Einkum hefir verið reynt að nota herstöðvamálið sem til- efni þessara yfirlýsinga. Hver maður, sem nokkuð þekkir til málavaxta, veit hins vegar, að tildrög þessara skrifa eru allt önnur. Það má meira að segja vel sjá á því einu, að Þjóð- viljinn minnist ekki á þetta mál nema það hafi áður verið gert í Moskvu. Hann ræddi mikið um málið í haust, þegar það var einnig rætt í rússnesku blöðun- um. Síðan hættu rússnesku blöðin að ræða það um skeið og þá sló líka í dúnalogn hjá Þjóð- viljanum. Fyrir 2—3 vikum byrj- uðu rússnesku blöðin að ræða málið að nýju og nú birtir Þjóð- viljinn líka orðið um það 2—3 greinar á hverjum degi. Stefna blaðsins í málinu er líka sú sama og Rússa. Rússar segja, að hér eigi ekki að vera herstöðvar, nema þá frá fleiri ríkjum. Þjóðviljinn segir, að ekki komi til mála að hafa her- stöðvar frá Bandaríkjunum einum, en íslendingar myndu geta sætt sig við að öryggis- stofnunin hefði hér hernaðar- leg yfirráð. Skrif Þjóðviljans um her- stöðvamálið' er því síður en svo merki um ættjarðarást og frelsiskennd,eins og rithöfundar hans vilja vera láta. Þvert á móti eru þau ný sönnun um Vinnumennsku þessara manna hjá valdhöfunum í Moskvu. ♦ Þessi seinasta blekking þeirra, að látast -vera sjálfstæðisgarpar og arftakar Jóns Sigurðssonar, mun því aðeins skapa á þeim aukna andúð og fyrirlitningu. Þjóðin greinir það nógu glöggt gegnum þann blekkingavef, að hún á hér við sömu mannteg- undina og nýlega hefir verið afhjúpuð í Kanada. Eru landvarnir landráð? Þjóðviljinn segir í gær, „að Framsóknarflokkurinn hafi tekið ákveðna afstöðu með þessari landráðastefnu • (þ. e. að leigja Bandaríkjunum her- stöðvar) eins og seinasta blað Tímans • sýnir“, þ. e. þriðju- dagsblaðið. Eina greinin í þriðjudags- blaði Tímansí sem helzt var hægt að setja i eitthvert sam- band við þetta mál, hljóðaði um vígbi>nað Norðmanna og þann rökstuðning norska " hermála- ráðherrans, að „þjóð, sem láti land sitt varnarlaust, bjóði af- skiptum stórveldanna heim“. Svona langt gengur kommún- istablaðið í þeim kröfum, að ís- land sé látið varnarlaust, að það stimplar það landráð, ef sagt er frá landvarnarfyrirætlunum Norðmanna og ástæðum fyrir þeim. Hér í blaðinu liefir því -aldrei verið haldið fram að leigja ætti Bandaríkjunum herstöðvar. Hins vegar hefir þótt ástæða til að segja frá því, að engin þjóð hugsar til þess, nema þá ef vera Morgunblaðið nefnir mig á sunnudaginn meðal „æstustu manna Tímaliðsins í bænda- stétt“ sem óski þess, „að fram- farastefnan í landinu væri brot- in á bak aftur.“ Þar sem mér virðist, að blaðið fari hér töluvert villt vegar síns, v.il ég gjarna skrifa fáein orð því til skilningsauka um álit mitt á nokkrum af meginatriðum stjórnmálanna. Stjórnarmyndun Ólafs Thors. Myndun núverandi ríkis- stjórnar er einhver mestu svik, sem hafa átt sér stað á íslandi á síðari árum. Það er áreiðan- legt, að Sjálfstæðisflokkurinn var ekki kosinn til þess að leiða kommúnista í æðstu trúnaðar- stöður ríkisins eins og hann hef- ir gert. Bæði hér og erlendis kemur það .í ljós að kjarni kommúnistaflokkanna stendur undir rússneskri stjórn. Churc- hill gamli fer ekki fjarri því rétta, þegar hann segir, að stjórnendur Sovétríkjanna ráði nokkrum miljónum manna ut- an eigin ríkjasambands. Njósn- armálin í Kanada og litilsvirð- ing Þjóðviljans á sjálfstæði og þjóðerni í baltnesku löndunum eru meðal þess, sem opnar augu manna í þessu efni. Afstaða kommúnista' á íslandi til al- þjóðmála sannar líka, að þeir láta stjórnast af rússneskum vilja og viðhorfum en ekki ís- lenzkum. Þetta eru mennirnir, sem Sjálfstæðisflokkurinn á ís- landi leiddi til öndvegis. Margir kjósendur hans ætluðust til annars. Hins vegar hafa svo verka- lýðsflokkarnir svokölluðu gengið til þjónustu við stórgróðavaldið og arðið lífvörður þess. Heild- salastéttin og margir aðrir stór-- gróðamenn hafa fengið að raká saman fé í skjóli og vernd þeirr- ar ríkisstjórnar, sem „Alþýðu- flokkurinn" og „Sameiningar- flokkur alþýðu“ mynda undir forystu Ólafs Thors. Það er á- reiðanlega annað en kjósendur þessara flokka, margir hverjir, ætluðust til. Allir stjórnarflokk- amir hafa brugðizt fjölda kjós- enda sinna til þess að vernda stórgróða og arðrán og leggja ríkisstjórnina í hendur óþjóð- legasta flokks í landinu. Öflug stétt. Ég skal ^játa það, að ég var lengi vel /Éómlátur um það, að stétt mín skipaði sér í harðsnú- inn félagsskap eins og sumar aðrar stéttir. En ofríki Péturs Magnússonar og hótanir Áka fé- laga hans duga til að brýna deigt járn svo að bíti. Mér hefir farið sem mörgum öðrum, að atburðir síðustu missera hafa sannfært mig um það, að það er hér ekki um nema eitt að gera. Sízt af öllu mega bændur láta bjóða sér stjórnskipaða full- kynnu íslendingar, að láta land sitt vera varnarlaust á þessum tímum. Þær keppast allar við að koma upp landvörnum. Og alls staðar annars staðar myndi litið á þá menn, er berð- ust gegn landvörnum, sem flugumenn, er vildu halda öllum dyrum opnum fyrir innrásar- her. \ Mun íslenzka þjóðin ekki geta glöggvað sig enn betur á því, hvert kommúnistar eru að fara, þegar þeir kalla það landráð að segja frá landvörnum afjnara þjóða? trúa, þegar allar ^ðrar stéttir hafa mikil völd og viðurkenn- ingu. Enda heyri ég það hér í Reykjavík, að mönnum í stétt- arfélögum bæjarins ofbýður og stendur stuggur af því ofriki og gerræði, sem skipun búnaðar- ráðs er. Þeir sjá hvað fordæmið þýðir og vilja ekki verða næstir í röðinni. Skyldi þá ekki bænd- unum, sem byrjað er á, vera nóg boðið? Það þarf engin stétt að halda, að hún verði sterk og áhrifa- mikil ef hún gerir sér að góðu miklu minni rétt en aðrar stéttir hafa. Hér er ekki fyrst og fremst barizt um fjárhagslegar hags- bætur, þó að þær séu ekki neitt hégómamál. Hér er barizt um áhrifavald bændastéttarinnar-. Og bændur mega ekki afsala sér áhrifavaldi Sínu, hvorki sín vegna né þjóðarinnar í heild. Aáninn með gullið. Filippus Makedóníukonungur sagði forðum', að engin borg í Grikklandi væri svo vel víggirt, að asni klyfjaður gulli kæmist ekki inn um borgarhliðin. Þessi dómur hefir löngum þótt held- ur niðrandi um menningu og siðferði Grikkja á þeirri tíð. En það er eins og Morgunblaðið reikni með því, að söm séu ein- kenni islenzkra bænda. Það ætlast til þess, að þeir afsali sér almennum réttindum frjálsra raanna, ef þeir sjái hylla undir asnann með gullið. Og meira að segja virðist það halda, að þar nægi ilónsgull og annað enn meira fánýti. Þar er því treyst á, að bæði skorti greind og sið- gæði. En það þarf ekki að halda, að sá leikur borgi sig. Bændur vita, að' stjórnarstefna siðustu ára leiðir til hruns en ekki hags- bóta. Þeir vita því, að klyfjarnar á ösnum Morgunblaðsins eru ekki gull. Og þó að þeim væru boðnar nokkurar dægurmútur, myndu þeir ekki selja rétt sinn og sæmd og sannfæringu. Því verður ekki lokið upp fyrir ösn- um Morgunblaðsins, þegar þeir koma klyfjaðir flónsgullinu að dyrum íslenzkrar bændastéttar. Fram eða aftur? Landssamband útvegsmanna hefir lýst því opinberlega yfir, að hagur útgerðarinnar í land- inu hafi sífellt farið hnignandi síðan 1942. Fiskifélag íslands * tekur í sama streng. Þetta er vegna þess, hve dýrtíðin hefir vaxið og framleiðslukostnaður aukizt. Sömu söguna er að segja frá landbúnaðinum. Samfara þessu hópast fólkið að ýmis kon- ar snöpum, sem borga sig vel í bili, en standa á engan hátt undir afkomu þjóðfélagsins. Þetta er „framfarastefna" Morgunblaðsins. Ég er á móti henni. Og mér þykir engin skömm að því. Og hvernig sem menn vilja skipa sér, mun . ég aldrei reyna að byggja pólitíska framtíð mína á öðru en því að vera á móti þessari stefnu. Ég held, að þeir, sem kenna hana við framfarir, tali þvert um hug sinn, eða geri sér ekki grein fyrir því hvað er fram og hvað aftur. Því að þessi stefna lamar það atvinnulíf, sem eitt getur borið uppi fj^rhag, sjálfstæði og til- veru islenzkrar þjóðar. Það, sem við á að taka. Svo er rétt að gera Mbl. grein fyrir því í höfuðdráttum hvað ég vil. Ég vil sjálfstætt atvinnulíf á fjárhagslega heilbrigðum grund- velli. Þess vegna þarf að færa niður framleiðslukostnaðinn. Til þess eru margar leiðir, sem sam- éinast í fullkomnari fram- leiðsluskilyrðum og ódýrari framfærslu. Framleiðsluskilyrð- in verða bætt með stórvirkari tækjum, betri jarðrækt og bú- peningsrækt o. s. frv. Fram- færslukostnaður verður minnk- aður með því að færa niður verðlag, en það má meðal ann- ars gera á þann hátt að draga úr verzlunarkostnaði. Sam- kvæmt upplýsingum frá Lands- sambándi útvegsmanna er sennilegt, að álagning á útgerð- arvörur geti minnkað úr 40% í 5%, ef úrræði samvinnunnar eru hagnýtt. Það munar um minna. Ég vil samvinnu sterkra, sjálf- stæðra og jafn rétthárra stétta. Ég trúi því, að .jafnvægi milli stétta sé nauðsyn í þjóðfélag- inu, ef vel á að fara og því verði allar þær stéttir, sem bera uppi hamingju þjdðarinnar að fá að njóta jafnréttis. Annað getur aldrei vel farið. Ég vil ríkisstjórn, sem miðar störf sín við íslenzka þjóðar- hagsmuni en er ekki í þjónustu stórgróöastétta og svindlara eða rússneskra stórveldisdrauma. Ég vil, að þetta náist með því, að íslenzkir bændur, sjómenn, verkamenn og aðrir starfsmenn, sem vilja byggja mannfélag sitt á bjargi heiðarlegrar vinnu, taki höndum saman og leysi glæfra- menn og loddara frá þýðingar- miklum trúnaðarstörfum við stjórn almennra mála. Ég treysti á alþýðu lands míns til að gera þetta. Ég veit, að innan Alþýðuflokksin| og Sjálfstæðis- flokksins er fjoldi stjórnarand- stæðinga og þeim fer alltaf fjölgandi. Og það er komið í ljós, að straumurinn liggur frá kom- múnistaflokknum, Vöndurinn reiddur. Morgunblaðið ógnar bændum með einangrun, ef þeir felli þá menn, sem illt hafa lagt til mála þeirra.Ég veit ekki, hvort bænd- ur almennt kvíða því að missa af þingi málsvara eins og Ás- geir Ásgeirsson, Garðar Þor- steinsson og Jón Pálmason. En hvað sem um það er, er vert að athuga, hvort menn eigi að þora að greiða atkvæði eftir sann- færingu sinni eða láta stjórnast af hræðslugæðum og þrælsótta. Það þóttu alltaf heldur litil- sigldir menn, sem bognuðu und- an augnaráði selstöðukaup- mannsins meðan upphátt var kosið. En þeim var oft vorkunn, því að þeim var ógnað með hungri og skorti, ef þeir stóðu með málstað alþýðunnar. Og Mbl. viröist halda, að enn séu einkenni þessara manna nógu rík meöal bænda til þess, að þeir þyrmi mönnum þess og treini setu þeirra á Alþingi, svo að ekki komi til þungra refsiað- gerða. Ég held, að það sé heppilegast, að menn greiði atkvæði við al- þingiskosningar eftir persónu- legri skoðun og sannfæringu og bogni hvorki fyrir mútum né ógnunum. En Mþl. virðist ekki vera mér sammála um það fréihur en annað. Nokkrar athugasemdir. Morgunblaðið lýsir skelfing- um þeim, sem vofi yfir stétt minni, ef mér og mínum líkum kynni að takast að steypa stjórn Samvinnumötuneyti. Morgunblaðið skýrir frá því í gær, að borgarstjórinn hafi sagt, að sjálfsagt væri að athuga óskir fæðiskaupendafélagsins um samvinnumatsölu með full- um velvilja. Þetta eru falleg orð og þarf nú að fylgja fast eftir, svo að efndir fylgi. Það er í rauninni furðulegt að ekki skuli hafa verið meira gert að því, að koma upp félagsmötuneyt- um eða samvinnumatsölum. Það er eina leiðin til þess, að menn geti tryggt sér gott og heilnæmt fæði fyrir sannvirði. Það er því öllum góðgjörnum mönnum gleði/3fni, að nú er að koma skriður á þetta mál. En sér- staklega gleður þetta samvinnu- menn, því að' hér er stefna þeirra að nema land. Væntanlega boða þessi góð- gjörnu orð borgarstjórans það líka,að stjórnarflokkarnir breyti háttum sínum gagnvart eina samvinnumötuneytinu, sem til er í bænum, Gimli, og geri því ekki ófært að starfa. Útvegsmenn vakna. Talsverð vakning er nú meðal útvegsmanna um það að koma upp innkaupadeild á samyinnu- grundvelli fyrir atvinnurekstur sinn. Er gert ráð fyrir, að álagn- ing á útgerðarvörur þurfi ekki að vera nema 5% með því fyrir- komulagi, og með þeim kjörum er útvegsmönnum heitið að þeir fái vörurnar þetta ár. Er vonandi, að útvegurinn beri gæfu til að reka þessa nýbreytni farsællega. Má segja að það sé vonum seinna, sem útvegsmenn gera tilraun til að sprengja af Ólafs Thors. Vegna þéirrar upp- talningar vil ég taka þetta f ram: Skuldir þær, sem urðu til þess, að nauðsynlegt þótti að stofna Kreppulánasjóð, voru margar frá verðbólguárunum kringum 1920 og það var gengishækkun Mbl.manna 1924 og 1925, sem sligaði atvinnuvegina, svo að þeir gátu alls ekki risið undir byrðum sínum, þegar heims- kreppan reið yfir eftir 1930. Verðlag á landbúnaðarafurð- um varð lægst þegar samsteypu- stjórn Ásgeirs Ásgeirssonar og Morgunblaðsmanna var að völdum. Og þó að verðlækkunin væri enganveginn stjórnarráð- stöfun, var það fyrst eftir kosn- ingaósigur Sjálfstæðisflokksins og stjórnarskiptin 1934, sem veruleg bót var ráðin á verð- lagsmálunum með afurðasölu- lögunum, sem Framsóknarfl. og Alþýðufl. komu fram gegn harð- vitugri báráttu Mbl. Innflutningur kapkúlfjárins var ekki flokksleg ráðstöfun, og Sjálfstæðismenn voru með í ráðum um þá framkvæmd. Þeir áttu meðal annars þátt í því, að öryggistillögum Páls Zóphónías- sonar var ekki fylgt. Tilraunir Sjálfstæðismanna að láta Fram- sóknarflokkinn einan bera á- byrgð þessa innflutnings eru því merkilegar fyrir það eitt,' að þær sýna óvandaðan málflutn- ing og málefnalega örbirgð nauðstaddra stjórnmálamanna. Þessar bendingar, þó að stutt- orðar séu, vænti ég, að geti orð- ið Morgunblaðinu nokkur á- minning, svo að það láti ein- hverjar röksemdir fylgja með fullyrðingunum, næst þegar það kallar mig afturhaldsmann, sem vilji brjóta framfarastefn- una á bak aftur. Ég er reiðubú- inn að rökræða við það stefnu rí kisst j órnarinnar. sér helsi óþarfra milliliöa og taka höndum saman á saiji- vinnugrundvelli. Veiðarfærakaupmenn og heildsalar hafa orðið næsta hrelldir við þessi tíðindi og hafa þeir meðal annars boðað 1 Morgunblaðinu að bráðum muni útvegurinn geta fengið nauð- synjar sínar hjá þeim með á- lagningu, sem ekki verði nema 2—5% í staðinn fyrir 40% eins og nú er. Minnir það óneitanlega á guðhræðslu og bænamál stór- syndara í lifsháska. Byggingarmálin. En það er á fleiri sviðum, sem þeir mörgu og smáu þurfa að standa skipulega saman og taka upp úrræði samvinnustefnunn- ar. Of lengi hefir það dregizt að þau séu tekin til hjálpar í húsnæðismálum bæjanna í nógu stórum stil. Það eru til lög um byggingarfélög og verka- mannabústaði. Samkvæmt þeim veitir ríkissjóður hjálp til að koma upp íbúðum yfir fólkið. En þaö vantar ennþá ákvæðin um það, að óþarfir milliliðir éti þá hjálp ekki upp. Byggingar- félögin eiga vitanlega að fá inn- flutningsleyfi sjálf á bygging- arvörunum eins og lagt er til i frumvarpi Framsóknarmanna frá í haust. Almenningur í bæj- um landsins þarf að vera vak- andi í þeim málum og líta eftir því, að þeim ákvæðum verði ekki komið fyrir kattarnef. Þjóðin vill byggja og á að byggja fyrir sig sjálfa en ekki fyrst og fremst svo, að fjárplógsmenn hafi þar féþúfu. Samvinnan sigrar. Margt bendir til þess, að á mörgum sviðum dragi til úrslita á næstu árum. Þjóðin virðist nú loks almennt vera að vakna til skilnings á samvinnu- stefnunni og bjargráðum henn- ar, eftir 50 ára starf kaupfé- laganna og 30 ára baráttu Framsóknarflokksins. Nú er svo komið, að hið fyrirheitna land samvinnu og jafnaðar og réttar blasip við augum. Þangað verður sótt þrotlaust og ákvqðið. Þó að enn verði reynt að villa urn fólk- ið með ýmis konar gjörninga- hríðum, eru úrslitin þegar ráðin. Fólkið sigrar á samvinnugrund- velli. MINNING Þorgeirs Jónssonar frá Skálholtsvík. Gæfan er brothætt, gull hennar sjálft, gleðin, er snör í förum, — draumurinn fagri hans dagsljós skært dulin á forsvör á vörum, — er hamingju okkar helmyrkrið svart hjúpar með raunarslörum. Daddi, við áttum, sem drengir leik — — dvalir við hafið kalda, — barnshjörtun áttu braga glit bezt þar sem raular alda — söngvanna okkar, sólskins ljóð samtengd við stjörnu-falda. Lífið gaf okkur óska gjöf arfleifð starfandi handa, — * öruggur gekkst þú áfram um veg orkunnar traustu landa vermdir með þreki, vonum og tryggð vé þinna bernsku stranda. Öllum þú reyndist jafn einlægur, heill yfirbragð falsleysi varið — með hlýlegri festu og hiklausri bar hjartanu fegursta svarið. Daddi, — en nú hefir draumur þíns lífs djúpin kannað og farið. — — Þangað, sem ævin að eilífu grær umvafin göfginnar hljóði, í óbættum trega ómar berst frá æsku vinar þíns ljóði ég höndina rétti yfir hafið til þín hjartans drengurinn góði. Ingólfur Jónsson frá Prestsbakka.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.