Tíminn - 27.03.1946, Blaðsíða 1

Tíminn - 27.03.1946, Blaðsíða 1
I RITSTJÓRI: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON ÚTGEPANDI: FRAMSÓKNARPLOKKURINN Símar 2353 og 4373 PRENTSMIÐJAN EDDA hJ. RITST JÓR ASKRIFCTOFUR: EDDUHÚSI. Lir.dargötu 9 A Simar 2353 og 4373 AFGREIÐSLA. INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: EDDUHÚSI, Lindargötu 9 A Síml 2323 30. árg. Reykjavík, miðvikndagmu 27. marz 1948 54. blað Erlent yfirlit Samningar Breta og Egipta Ismail Sedky, (orsætisráðherra Egiptalands. íranmálið rætt í • • Oryggisráðinu Umræður hófust um íranmál- ið á fundi Öryggisráðsins í gær. Fulltrúi Rússa tók fyrstyr til máls og lagði til að málinu yrði vísað frá, þar sem ágreinings- efnið væri úr sögunni. Byrnes mótmælti þessu og einnig full- trúi Breta. Umræðum um þetta atriði var ekki lokið í gærkvöldi. Víða kennir nú tortryggni í sambandi við yfirlýsingar Rússa um brottflutninginn. Upplýst er, að þeir hafa engan sérsamning g'ert um hann við íranstjórn. í yfirlýsingu þeirra sjálfra um brottflutninginn segir líka, að þeir muni flytja herinn burtu, ef aðstæður breytist ekki. Enn hafa Rússar ekki svarað orðsendingum frá stjórnum Bretlands og Qandaríkjanna um þetta mál. / ERLENDAR FRETTIR \ STUTTU MÁLI — írak hefir óskað eftir því við Breta, að samningar milli landanna verði endurskoðaðir. — Fyrstu frönsku hersveit- irnar eru þegar farnar frá Sýr- landi samkv. samningum Sýr- lendinga og Frakka. — Tvær þýzkar hjúkrunar- konur voru dæmdar til dauða í .Berlín í gær. Höfðu þær gefið sjúklingunum eitursprautur. — Mountbatten lávarður, er sem stendur staddur í Ástralíu. í viðtali við blaðamenn hefir hann látið þá skoðun í ljós, að hætta væri á hungursneyð um alla Austur-Asíu. Næstu daga munu hefjast í Kairo viðræður milli fulltrúa Breta og Egipta um dvöl brezka hersins í Egiptalandi og fleiri mál, er snerta sam- búð landanna. Viðræðna þess- ara hefir verið beðið með nokkurri eftirvæntingu vegna óeirðanna, sem verið hafa í Egiptalandi undanfarið og efnt hefir verið til í mót- mælaskyni gegn dvöl brezka hersins þar. Talið er, að kommúnistar hafi mjög róið þar undir. Undirbúningur viðræðna þess- ara hafði verið hafinn nokkru áður en óeirðirnar hófust, svo að rangt er með öllu að halda því fram, að óeirðirnar hafi knúð Breta til að hefja þær. Alllöngu áður en stríðinu lauk, hafði verið talað um, að Bretar og Egiptar endurskoðuðu samn- inginn, sem þeir gerðu 1936. Þegar sá samningur var gerður, höfðu Bretar engan her í E- giptalandi. Egiptum stóð þá allmikill stuggur af yfirgangi ít- ala við Miðjarðarhaf. Þeir áttu því engu minni upptök að samn- ingnum en Bretar, en aðalefnl hans var, að Bretar fengu að hafa 10 þús. manna setulið við Suezskurðinn, auk öflugs flug- liðs, og einnig mættu þeir hafa flotastöð í Alexandríu. í samn- ingnum er og ákveðið, að þessi ríki skuli hafa hernaðarbanda- lag á stríðstímum og höfðu Bretar samkvæmt því fjölmenn- an her í Egiptalandi á stríðsár- unum. Egiptar gerðust þó ekki formlegur stríðsaðili fyrr en í marz 1945, er þeir sögðu Þjóð- verjum og Japöpum stríð á hendur til að komast í banda- lag sameinuðu þjóðanna. Þá var það ákveðið í samningi þessum, að ýms málefni Sudan skyldu vera undir sameiginlegri stjórn Breta og Egipta. Það þykir víst, að Bretar muni fúsir til að flytja her sinn frá Egiptalandi, nema þá Suezsvæð- inu. Ágreiningur, varðandi her- setuna, mun því ekki verða nema um Suezsvæðið. Talið er, að Egiptar sjálfir séu nokkuð skiptir um það, hvort þess skuli krafizt, að Bretar yfirgefi alveg Suezsvæðið meðan ástandið er ekki orðið tryggara í alþjóða- málum en það er nú. Suezskurð- urinn er enn eign alþjóðlegs hlutafélags, en kemst að fullu í eigu egiptska ríkisins í árslok 1968. Núverandi forsætisráð hera Egiptalands hefir lengi verið fulltrúi Egipta í stjórn skurðsins. \ Annað ágreiningsefnið getur orðið um stjórn Sudan, sem margir Egiptar vilja láta leggja undir Egiptaland. Sudanbúar eru hins vegar sagðir lítið á- nægðir yfir þessu, því að marg- ir þeirra kjósa helzt að Sudan verði sjálfstætt ríki. Líklegt þykir, að það geti gert samninga Breta og Egipta erf- iðari, að mál þetta er mjög not- að af stjórnmálaflokkum í E- giptalandi í áróðursskyni. Þann- ig var það Wafd-flokkurinn undir forustu Nahas Pasha, er (Framhald á 4. slöu). Stjórnarliðið vill ekki einu sinni láta hefja undirbúning að niöurfærslu dýrtíðarinnar Hér verður friðarfundurinn haldinn Mynd þessi er aí samkvæmissalnum í Luxemburghöllinni í París, en þar á að halda friðarfundinn í maímán- uði næstk. Á fundi þessum munu Bandamenn og Rússar ganga frá friðarsamningunum við ríkin, sem börðust með Þjóðverjum í styrjöldinni. Friðarsamningurinn við ítaliu er nú allmikið undirbúinn og byrjaff er aff und- irbúa friðarsamninginn viff Rúmeníu. Fyrirspurn til Þjóffviljinn hefir undanfariff verið að ganga eftir því, hver afstaða Tímans til herstöðvar- málsins væri. Afstaða Tímans er sú, að draga beri í lengstu lög að taka afstöðu til málsins þar til fyrir liggur frá ríkisstjórninni, hvern- ig málið sé vaxið og hver af- staða hcnnar sé. í slíku máli, sem þessu, er bezt aff forffast flokkadrátt, cf unnt er. Það er ríkisstjórnarinnar að hafa for- ustu í þessum málum, og vafa- samt fyrir stjórnarandstæðinga að grípa þar fram fyrir hcndur hennar, nema sýnt þyki, að hún sé ekki vandanum vaxin. Vegna þessara ástæðna er það líka orðin knýjandi nauðsyn, að ríkisstjórnin birti þjóðinni full- komna greinargerð um málið og afstöðu sína til þess. Sá tími er vissulega kominn, að þjóðin verður að taka þar skýra af- stöðu, en það getur hún raun- verulega ekki fyrr en stjórnín hefir birt umrædda greinar- gerð. Þá skal ekki heldur standa á Timanum að ræða málið. En almenningur liefir þá kröfu til Þjóðviljans sem stjórnarblaðs, að hann svari spurningunni: Hvers vegna þegir ríkisstjórnin um þetta mál og hvers vegna mótmælir hún því ekki, að „troðiff sé á heil- ögum rétti íslands", eins og Þjóðviljinn segir að nú sé gert? Stórvirk fiskflökunarvél reynd hér í næsta mánuði Aflasölur í síðustu viku seldu íslenzk skip fisk í Englandi, sem hér segir: Es. Bjarki seldi 1971 kits fyrir 7,030 stp., Es. Huginn 1813 kits fyrir 7,230 stp., Ms. Krist- ján 1297 kits fyrir 5,110 stp., Ms. Richards 1187 kits fyrir 4,180 stp., Es. Ólafur Bjarnason 1855 kits fyrir 7,29 f stp., Es. Alden 1132 kits fyrri 4,463 stp., Ms. Sæfari 962 kits fyrir 3,248 stp., Ms. Rifsnes 1855 kits fyrir (Framliald á 4. slðu). í næsta mánuði verður sett upp fiskflökunar- og roð- flettingarvél í Reykjavík, og er það fyrsta vél þeirrar teg- undar, sem notuð hefir verið hér á landi. Er það Skúli Páls son framkvæmdastjóri Lax- ins h. f., sem flytur þessa vél inn frá Noregi, en hann er umboðsmaður nórsks fyrir- tækis, sem framleiðir vélar þessar. Skúli hefir látið tíð- indamanni blaðsins í té nokkrar upplýsingar um vél- arnar. Norðmenn hafa notað flökun- arvélar með góðum árangri í nær því þrjú ár, en nú hefir þeim tekizt að endurbæta. vél- arnar mikið og lækka fram- leiðslukostnað þeirra verulega. Þær eru nú orðnar miklu hag- kvæmari í notkun og meðferð, en þær voru í fyrstu. Flökuhar- vélin flakar fiskinn að öllu leyti og getur einnig roðflett hann, ef á þarf að halda. Ein vélasam- stæða getur flakað og roðflett um það bil 25 smál. af fiski á 8 klst. og jafnvel geta afköstin orðið nokkru meiri, sérstaklega (Framhald á 4. síðu). Páli ísólfssyni boðið til Bretlands British Council hefir boðið Páli ísólfssyni tónskáldi í hljómleikaferð til Englands, og mun hann að líkindum fara héðan í byrjun maímánáðar. ' YFIRLÝSING Að gefnu tilefni Iýsi ég undirritaður því hér með yfir, að ég hefi ákveðið og tilkynnt formanni Búnað- arsambands Suðurlands, að nafn mitt yrði dregið út af lista þeim.sem ég er á til búnaðarþingskosninga á næsta sumri. Þetta tilkynnist hérmeð. Búð, 21. marz 1946. Hafliði Guðmundsson. Aflabrögð versna við Faxaflóa Afli hjá bátum, sem gerðir eru út við Faxaflóa, er nú heldur að nynnka síðustu dagana, og hlé orðið á róðrum í gær og fyrradag vegna veðurs. Aflahæsti báturinn við Faxa- flóa mun vera Egill Skalla- grímsson á Akranesi, sem bú- inn er að afla um 1050 skippund. Skipstjóri á Agli er Ragnar Friðriksson. Annars hefir afli Faxaflóa- bátanna að undanförnu verið yfirleitt 4—9 smál. í róðri. Framsóknarmenn. þeir, sem eru ákveðnir að sækja árshátíð Framsóknarmanna að Hótel Borg laugardaginn 6. apríl. ættu að skrlfa sig sem fyrst á þátttakenda- | lista, er liggur frammi í skrifstofu flokksins í Edduhúsinu við Lindargötu. Till. Skúia Guðmunds- sonar um nefndar- skipun felld Frumvarp ríkisstjórnar- innar um heimild til að halda niðri dýrtíðarvísitölunni með fjárgreiðslum úr ríkissjóði var til 2. umræðu í fyrradag. Fjárhagsnefnd hafði klofnað um málið. Fulltrúi Framsókn- arflokksins þar, Skúli Guð- mundsson, hafði þá sérstöðu, að hann vildi koma inn I frv. ákvæðum um skipun nefnd- ar, sem gerði tillögur um var- anlega lausn dýrtíðarmálsins. Þessi tillaga Skúla var svo- hljóðandi: „Skipa skal 5 manna nefnd á þann hátt, að hagstofustjóri er sjálfkjörinn, og er hann formað- ur nefndarinnar, en 4 nefndar- menn eru tilnefndir af þing- flokkunum, einn frá hverjum. Verkefni nefndar þessarar er að athuga og gera tillögur um lækkun dýrtíðar í landinu, með þátttöku allra þjóðfélagsstétta, meðal annars með lækkun á verði innlendra neyzluvara, lækkun kaupgjalds, verzlunar- kostnaðar, farmgjalda, bygg- ingarkostnaðar og iðnaðarvara. Jafnframt geri nefndin tillögur um framkvæmd þess að miða laun og kaupgjald við tekjur þjóðarinnar af vöruframleiðslu. Þá skal nefndin og gera tillógur um sérstakt allsherjarframtal eigna í landinu og álagningu skatta ié stórgróða, sem orðið hefir hjá skattskyldum aðilum á stríðsárunum. Nefndin getur ráðið sér sér- fróða aðstoðarmenn eftir þörf- um, og greiðist kostnaður af því svo og annar kostnaður við nefndina úr rikissjóði. Nefndin skili áliti sínu og til- lögum fyrir 1. ágúst 1946.“ í umræðunum benti Skúli á það, að það væri hreint bráða- birgðaúrræði að ætla að halda vísitölunni í skefjum með nið- greiðslum úr ríkissjóði. Þess vegna þyrfti að hefjast handa um að finna aðra lausn, er byggðist á réttri þátttöku allra. Þá lagði hann áherzlu á, að haft yrði upp á skattsviknu fé og lagður eignaaukaskattur á stríðsgróðann, þegar hann væri kominn yfir ákveðið mark. Und- irstaða slíkra ráðstafana væri nýtt eignaframtal, sem yrði framkvæmt með svipuðum hætti og í nágrannalöndunum. Pétur Magnússon og Ingólfur Jónsson andmæltu tillögu Skúla. Virtust þeir ekki telja að sinni þörf annarra ráðstafana gegn dýrtíðinni en niðurgreiðslunnar. Þá töldu þeir litla von um sam- komulag í nefndinni og stingur það illá í stúf við þær yfirlýs- ingar Sjálfstæðismanna, að þeir hafi farið í stjórn með komm- únistum til að tryggja sér þátt- (Framháld á 4. slðu).

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.