Tíminn - 27.03.1946, Blaðsíða 4

Tíminn - 27.03.1946, Blaðsíða 4
Skrifstofa Framsóknarflokksins er 1 Edduhásinu. við Lindargötu. Sími 6066 REYKJAVÍK FRAMSÓKNARMENN! Komið í skrifstofu 27. MARZ 1946 Framsóknarftokksins! 54. blað ÚR BÆNUM í dag: Sólin kemur upp kl. 7.08. Sólarlag kl. 20.02. Árdegisflóð kl. 1.00. Síðdegis- flóð kl. 13,45. í nótt: Næturakstur annast Bifreiðastöð ís- lands, sími 1540. Næturvörður er í Laugavegs Apóteki. Næturlæknir er í læknavarðstofunni í Austurbæjarskól- anum, sími 5030. Ljósatími ökutækja er frá kl. 20,02 til kl. 7,08. Útvarpið í kvöld: Kl. 20.20 Pöstumessa í Dómkirkjunni (séra Bjarni Jónsson vígslubiskup). Kl. 21.15 Kvöldvaka: a) Kvæði kvöld- vökunnar, b) Sigurður Grímsson iög- fræöingur: Úr gömlum ferðasögum. — Upplestur. Kl. 22.00 Préttir. Auglýs- ingar. Létt lög (plötur). Kl. 22,30 Dag- skrárlok Skipafréttir. Brúarfoss fór frá Reykjavík 13. marz til New York, Fjallfoss er i Reykjavík, Lagarfoss fór frá Reykjavik 22 marz til Leith. Kaupmannah. og Gauta- borgar, Selfoss er í Leith, lestar í Hull í byrjun apríl. Reykjafoss er í Reykja- vík Buntline Hitch hefir sennilega far- ið um helgina frá Halifax til Reykja- víkur. Acron Knot hleður í Halifax siðast í marz (28.—29.). Salmon Knot hleður í New York í byrjun apríl, (4. —6.), Sinnet fór frá New York 20 þ. m. til Reykjavíkur, Empire Gallop er í Reykjavík, Anne fór frá Gautaborg kl. 16,00 22. þ. m., Lech kom til Flat- eyrar í gærmorgun, 26., fer þaðan seinni partinn í dag til Þingeyrar. Lublin hleður í Leith um miðjan apríl, Marita er í Reykjavík, Sollund byrjar að lesta tilbúinn áburð í Menstad í Noregi 5. apríl, Otic hleður í Leith síðast í marz. Til Strandafkirkju, frá Miðfirðingi 100,00 kr. Heiffurssamsæti dr. Ágústs H. Bjarnasonar. Rektor Háskólans hefir ákveðið að gangast fyrir heiðurssamsæti fyrir Ágúst H. Bjarnason í tilefni af því að hann lét af embætti við Háskólann. Verður samsætið haldið miðvikudag- inn 3. apríl í Tjarnarcafé. Áskrifta- iistar liggja frammi í skrifstofu Há- skólans og bókabúð Sigfúsar Eymunds- sonar. Hnefaleikamót .verður haldið í íþiróttahúsinu við Hálogaland >næstk. föstudag. Fyrir því standa Hnefaleikaskóli Þorst. Gísla- sonar og K. R. Þátttakendur í mótinu verða um 20. , Aflasölur. (Framhald af 1. síðuj 6,732 stp., Ms. Dagný 1584 kits fyrir 4,876 stp., Ms. Gunnvör 1416 kits fyrir 5,368 stp., Ms. Eld- borg 2933 kits fyrir 11,531 stp., Maí 2980 kits fyrir 11,701 stp., Helgafell 2929 kits fyrir 11,435 stp., og Ms. Capitana 2956 kits fyrir 9,859 stp. Ms. Fell seldi fyrir 9,550 stp. Ekki er vitað um hversu afli þess var mikill. Hafsteinn seldi 2812 kits fyrir 10,859 stp., og Kári 2924 kits fyrir 11,451 stp. Ms. Rúna seldi 1347 kits fyrir 5,349 stp., Ms. Sleipnir 1041 kits fyrir 4,048 stp., og Haukanes seldi 2911 kits fyrir 11,338 stp. Baðstofubjal. (Framhald af 3. síöu) nuddaða á hálsi og síðum undan ak- tygjum. Maður einn kom að máli við mig í gær. Hann sagðist fyrir skömmu hafa verið á leið inn fyrir bæ klukk- an að ganga tvö að nóttu. Þá hímdu tveir hestar undir gafli hússins nr. 144 við Laugaveg. Annar, steingrár, stóð þar við sorptunnu, en hinn, Ijós, stóð í höm á dálitlum grasbletti skammt frá. Nú spyr þessi maður: Er leyfilegt að láta hesta ganga þannig á götunum að næturlagi? Einstöku menn, sem ejga hesta hér í bænum, Nýr fríkirkjuprestur Kristinn Stefánsson cand. theol., núverandi stórtemplar, hefir verið ráðinn prestur Frí- kirkjusafnaðarins í Hafnarfirði í stað séra Jóns Auðuns. Fríkirkjusöfnuðurinn leitaði til Kristins um að taka prestsemb- ættið að sér og hefir hann orðið við þeirri beiðni. Nýr kaupsamningur Samningar tókust nýlega milli Matsveina- og veitinga- þjónafélags íslands annars veg- ar og Skipaútgerðar ríkisins og Eimskipafélags íslands hins vegar, en félagið hafði boðað verkfall á skipunum, ef samn- ingar tækjust ekki fyrir 1. apríl n. k. Samkvæmt samningunum hækkar kaupið veruléga og ýms hlunnindi eru aukin. Dánardægur Gunnlaugur Þorsteinsson læknir á Þingeyri andaðist nýlega. Hann var fæddur í Norður-Vík í Mýrdal 6. okt. 1874. Hann tók embættispróf 1909 og tók við héraðslæknisembætti á Þingeyri og gengdi því til dauða- dags. Lausn frá embætti fékk hann þó síðastl. haust, en gegndi því þó ennþá í forföllum. Gunnlaugur var ágætur hand- læknir, prúðmenni mikið í um- gengni og hafði sérstaka ást á dýrum og búskap. Er okki kominn t íini til að kvoða niður dýrtíðina? (Framhald af 2. siöu) Haustir 1944 var ríkisstjórninni falið, með ályktun Alþingis, að láta reikna út framleiðslutekjur þjóðarinnar ár hvert, og mun hagstofan nú vera að vinna að þeim útreikningum eftir fyrir- lagi ríkisstjórnarinnar. En slík- ar skýrslur um árlegar tekjur landsmanna af vöruframleiðsl- unni er nauðsynlegt að gera, til þess að unnt sé að miða laun og kaupgjald við framleiðslutekj- urnar. Þeir sjúkdómar í fjármála- og atvinnulífinu, sem verðbólg- an veldur, v.erða því örðugri við- fangs sem lengur er frestað að grafa fyrir rætur þeirra. Þetta hefði þurft að gerast fyrr, en samkomulag hefir ekki orðið um nauðsynlegar aðgerðir. Eins og nú er komið, verða raun- varanlegar dýrtíðarráðstafanir ekki gerðar án þess að þær hafi verið rækilega undirbúnar, og tel ég því rétt, að enn sé gerð tilraun til að fá ákvörðun Al- þingis um, að sá undirbúningur verði hafinn og hraðað eftir föngum. Legg ég til, að skipuð verði 5 manna nefnd til'að at- huga og gera tillögur um lækk- un dýr.tíðarinnar, og skili nefnd- in áliti sínu og tillögum eigi síð- ar en 1. ágúst næstk. vöktu á hernámsárunum athygli á sér fyrir illa meðferð hesta, er þeir leigðu hermönnum til þeysireiðar úm göturnar. Eru það ef til vill sömu mennirnir, sem láta hesta sina ganga úti í húsasundum bæjarins? Grímur í Görðunum. SKURÐGRÖFUR VÉLSKÓFLUR frá PRIESTMAN RROTHERS, LTD. Einkaumboð: Samband ísl. samvinnufélaga Stórvlrk flskflök- unarvél. (Framhald af 1. síðu) þegar mennirnir, sem vinna við. vélina, fara að venjast starfinu. Það skal tekið fram, að þessi afköst eru miðuð við stærð fiskjar, eins og hann er algeng- ur í Faxaflóa. Notkun flökunarvéla þessara hefir farið mjög vaxandi í Nor- egi að undanförnu, einkum hef- ir hún verið notuð með góðum árangri í verstöðvunum norð- anlands í Noregi, í Lofoten og víðar. Norsk blöð hafa rætt mik- ið um þessa nýjung pg vænta sér mikils af henni. Spá þau því, að þessar vélar eigi eftir að valda byltingu á sviði fiskflök- unar og fiskiðnaðar. Eins og áður hefir verið sagt verður fyrsta flökunarvélin sett upp hér í Reykjavík í næsta mánuði og verður þá frystihúss- eigendum og öðrum, sem áhuga hafa fyrir þessum málum, gef- inn kostur á að sjá vélina í gangi og kynnast afköstum hennar. Stjórnarllðið vill ekki reyna niðurfærslu dýrtíðarinnar. (Framhald af 1. síðu) töku þeirra í niðurfærslu dýr- tíðarinnar. Atkvæðagreiðslan um tillög- una fór þannig, að hún var felld með 14:10 atkv. Hefir stjórnar- liðið þannig sýnt í annað sinn á þessu þingi, að það vill ekki gera neinar raunhæfar ráðstaf- anir gegn dýrtíðinni. í fyrra skiptið sýndi það þessa afstöðu, þegar það felldi svipaða tillögu frá Bernharði Stefánssyni í efri deild nokkru fyrir jólin. Nefndarálit Skúla Guðmunds- sonar, þar sem hann gerir grein fyrir þessari tillögu sinni, er birt á öðrum stað i blaðinu. KJÓLVESTI hvítir hanzkar, hvitar slaufur. Ultíma Bergstaðastr. 28. - Simi 6465. 4~----------------- (5 HÚSMÆÐLR! Chemía-vanillutöflur eru ó- viðjafnanlegur bragðbætir í súpur, grauta, búðinga og alls konar kaffibrauð. Ein vanillu- tafla jafngildir hálfri vanillu- stöng. — Fást í öllum matvöru- verzlunum. rnEnin^ Erlent yfirlit (Framhald af 1. síðu) gerði verndarsamninginn við Breta 1936, og hlaut þá harða gagnrýni fyrir hann. Nú er Wafd-flokkurinn í stjórnarand- stöðu og telur stjórnina halda slælega á málum i viðskiptun- um við Breta. Wafd-flokkurinn hefir jafnan verið helzti sjálf- stæðisflokkur Egipta. Yfirleitt þykir líklegt, að Bret- ar muni ganga langt til sam- komulags við Egipta. Bæði vill verkamannastjórnin brezka við- urkenna sjálfsákvörðunarrétt þjóðanna til hins ítrasta og eins viija Bretar eiga vingott við Ar- aba, en Egiptar eru nú forustu- þjóð þeirra. Hins vegar er það skiljanlegt, að Bretar vilja ekki tefla aðstöðu sinni við Miðjarð- arhaf í neina tvísýnu meðan fullkomin óvissa er ríkjandi í al- þjóðmálunum. (jatnla Síé tíýja Síé Amly Hardy ojJ tvíburasysturaar (Andy Hardy’s Blonde Trouble). Mickey Rooney Lewis Stone Bonita Granville. Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9. Sala hefst kl. 11 f. h. Fermingarföt s^umuff eftir máli. Send gegn eftirkröfu. SÖJVGVASEBDAR („Greewich VUlage“) Söngvamynd í eðlilegum Ut. Don Ameche, Carmen Miranda. Sýnd kl. 9.___________ Arsene Lnpin. Spennandi leynilögreglumynd eftir hinni frægu sögu. Aðalhlutverk: Ella Rains, Charles Karvin. Sýnd kl. 5 og 7. Bönnuð fyrir börn. ( >—————ii.ii ii TjarHarbíc Bör Börsson jimior Norsk kvikmynd eftir sam- nefndri sögu. Toralf Sandö, Aasta Voss, J. Holst Jensen. Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9. Sala hefst kl. 11. ------------------—------—~----------- Alúðarþakkir fœri ég þeim öllum, sem heiðruðu mig á sextugs afmœli minu með heimsóknum, gjöfum og ann- arri vinsemd. GUÐMUNDUR ÞORVALDSSON Ánabrekku. MÁLVERK ASÝNING Finns Jónssonar í Listamannaskálanum opin daglega kl. 10—10 e. h. £«$S«44$$$$$$$$$$4$$$$$$$$$$$$$$$$$$í$$$$$$$$$$$$$$4$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$í SÓLGLER í gróðurhús, fyrirliggjandi. GÍSLI HALLDÓRSSON Sími 4477. i; Tilkynning til féiagsmanna KRON um vörujöfnun nr. 6 ISélagsmenn fá afhentar appelsínur út á vörujöfnunar- reit nr. 6. Úthlutaff verffur 1 yz kg. á fjölskyldumefflim. Verð kr. 4,00 pr. kg. Afgreiffslan hefst í dag kl. 1 yz. Þeir félagsmenn, sem hafa skilaff arffmiffum fyrir síff- asta ár, en ekki sótt vörujöfnunarmiffa, geta fengiff hann í skrifstofunni í dag og á morgum kl. 1—5. || Félagsmeiw ern vinsamlega lieðnir að o kaupa ávextina í þeirri liúð, er þeir að 11 jafnaði verzla við. , ■ Reykjavík, 27. marz. 1946. o o o o o

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.