Tíminn - 27.03.1946, Blaðsíða 3
54. folað
TÍMEVIV, migvikndaginn 27. marz 1946
3
MÉR ER EKKI KUNNUGT um
það, hver varð fyrstur manna til þess
að hefja baráttuna fyrir því að klæða
landið, eins og komizt er að orði. En-
það hlýtur að hafa verið bjartsýnn
maður, gæddur trú á landið og þjóð-
ina. Um langt skeið hafði gróður
landsins verið urinn og eyddur með
þrotlausri rányrkju, sem raunar var
ekki annað en nauðvörn umkomu-
lausrar þjóðar, er stóð allslaus uppi
og varð að horfast í augu við hungur-
dauðann — stundum á fárra ára fresti.
Og ofan á allt annað hafði magn-
ast sú trú, að hér gæti í rauninni
aldrei orðið lífvænt — kríuskerið hlyti
að leggjast í eyði, eins og snjall rit-
höfundur orðaði það síðar í varnar-
grein, sem hann skrifaði.
NÚ ER *ÞESSI HUGSUNARHÁTT-
UR HORFINN. Fólkið trúir á gæði
landsins. Menn munu yfirleitt ekki
efast um það, að unnt sé að klæða
landið aö nýju. En þrátt fyrir þetta
er lítill skriður kominn á það mál.
Enn erum við til dæmis ekki komin
svo langt í skógræktinni, að menn geti
fengið eftir þörfum plöntur til þess
að gróðursetja í görðum við hús sín
og bæi, hvað þá að nokkurt teljandi
spor hafi enn verið stigið í þá átt að
rækta skóg á stórum landssvæðum,
sem áður voru skóglaus eða vaxin lé-
legu kjarri. Þó hefir sannazt, að sums
staðar þarf ekki annað en að friða
landið, til þess að þar vaxi upp skóg-
argróöur á tiltölulega skömmu tíma.
Þar lifa skógarrætur í jörðu, og ang-
arnir vaxa og þroskast. Einnig tengja
menn miklar vonir við trjátegundir
frá Alaska, en tilraunir í þvi efni hafa
ekki enn verið gerðar, nema í mjög
smáum stíl. Ekki er mér heldur kunn-
ugt um, að hér hafi verið gerðar skóg-
ræktartilraunir, þar sem beitt sé nýj-
ustu aðferðum kunnáttumanna í því
efni, til dæmis um herðingu plantn-
anna, ágræðslu nytjamikilla trjá-
plantna á rætur rýrari skógargróður
og þar fram eftir götunum.
ÞETTA HORFIR EINKENNILEGA
VIÐ. Hér virðist rikja mikill áhugi fyr-
ir skógrækt. Menn eru sannfærðir um,
að hún megi vel takast og jafnvel
gefa góðan arð, þegar stundir líða
fram. Margir þessara áhugasömu
manna hafa fullar hendur fjár, og hér
rekur hver miljónasöfnunin aðra. Hví.
er ekki tækifærið gripið og aflað í
stórum stíl fjár til skógræktar, sem sé
hafin yfir þann kotungsbúskap, er átt
hefir sér stað hingað til? Nóg er land-
rýmið — og ekki seinna vænna um
framkvæmdir. Og líklega er fengin
hér sú reynsla í skógrækt, að umsvifa-
méiri athafnir séu timabærar orðnar.
Um þetta mættu gjarna. hefjast um-
víðs vegar um heiminn, eins og
við vísindamennirnir gerðum
nótt og dag. Þá skiljið þið kvíða
okkar og hvers vegna við skelf-
umst, en þá getur það verið orð-
ið um seinan.
í Washington höfum við kom-
izt í kynni við nýjan ótta. Við
skelfumst það, sem stjórnmála-
menn og stjórnvitringar kunna
ef til vill að gera við^kjarn-
orkusprengj una.
Þið haldið máske, að þessi vís-
indamaður ætli ekki að tala um
vísindi, hann ætli að tala um
stjórnmál. Til þess hefir hann
engan rétt. Hvaða vit hefir hann
á stjórnmálum?
Jú, ég veit þetta:
Ég heyri fólk tala um mögu-
leika á notkun kjarnorku-
sprengjunnar í stríði.
Sem vísindamaður segi ég
ykkur, að íil striðs má aldrei
framar koma.
En sum atriði viðfangsefn-
anna eru í senn fræðilegs og
stjórnmálalegs eðlis, eins og t.
d. hið alþjóðlega eftirlit. Auk
þess getum við vísindamennirn-
ir sagt okkar álit sem óbreyttir
borgarar. Sem borgarar höfum
við haft mun lengri tíma en
flest ykkar til hugsunar um
stjórnmálaleg áhrif kjarnorku-
sprengjunnar. Ekki er enn að
því komið, að við séum farnir
að fá svör, en nú þekkjum við
spurningarnar.
HANS MARTIN:
SKIN OG SKÚRIR
Nú er slagharpan niðri í dagstofunni þögnuð — henni verður
litið á vekjaraklukkuna við rúmgaflinn .... bráðum tíu. Sjoerd
kemur seint — hann byrjaði að kenna hinum nýja nemanda sín-
um í dag .... en það er þó líklega öllu heldur Maríanna, sem veld-
ur því, hve tafsamt honum verður. Hin gamla aðdáun hans er líf-
seig. Þau voru líka góðir vinir á skólaárunum. Þá hjóluðu þau
saman í skólann og léku tennis á tennisvellinum handan við
garð Wijdevelds. Maríanna hefir getað verið fjórtán til fimmtán
ára — falleg, fjörmikil stúlka, sem talaði mjög hreimfagurt mál.
Sjoerd sér hana sjálfsagt enn þann dag í dag í sama ljósi og þá ....
hann sér ekki, hve breytt hún er orðin — hve léttúðug, þóttafull
og gerspillt af dekri.
Gamla konan andvarpar og lætur sokkinn og garnhnykilinn
síga niður í keltu sína.
Það er furðulegt, að hún skuli ekki vera þess megnug að beina
barni sínu á rétta braut — að hún skuji verða að horfa á það
halda þann veg, sem óhjákvæmilega hlýtur að hafa í för með sér
sársauka og vonbrigði .... Hún þekkir Sjoerd. Hann mun ekki
segja Maríönnu hug sinn — hann mun brjótast áfram, ná góðu
prófi, komast í vænlega stöðu, þá fyrst mun hann tjá henni ást
sína. Hann mun ekki láta neitt uppi, fyrr en hann hefir rutt sér
örugga braut .... og þá verður hann að sætta sig við vonbrigðin.
Hún stynur mæðulega og tekur aftur til við staglið. Maríanna
og Sjoerd .... óhugsandi! Og þó leikur ekki neinn vafi á því, að
þessar vonir elur sonur hennar í brjósti ....
*
Reikningsskil Karels byggjast einungis á getgátum. Hvað skuld-
ar hann rakaranum í Leiden? Og hvað skuldar hann klæðsker-
anum? Og hversu mikil skyldi skuld hans við veitingamenn-
ina vera? Oft hefir hann þjórað ósleitilega með vinum sínum,
án þess að þeir reikningar væru greiddir. Hann klórar sér í höfð-
inu og veit ekki, hvað hann á til bragðs að taka. Æ, hver skratt-
inn, hugsar hann. Ef ég fer að þvælast milli þeirra og biðja þá
um reikninga, halda þeir auðvitað að ég ætli að borga þeim, og
þá er ég fyrst kominn í klípu. Og komist karlinn a.ð því, að ég
hafi stungið í minn vasa þessum þrjú þúsund gyllinum, sem ég
átti að borga bifreiðina með, verður hann auðvitað sjóðvitlaus ....
Hvernig í fjandanum á ég að klóra mig fram úr þessu? Hvenær
hefir það líka heyrzt, að stúdent þyrfti að setjast niður og gera
grein fyrir skuldum sínum áður en hann hefir lokið námi? Og
svo á að lækka framlagið til mín um helming — hamingjan hjálpi
mér: Fjögur hundruð gyllini á mánuði — hvernig í ósköpunum
á ég að láta það nægja. Þeir félaga minna, sem verst eru settir,
fá að minnsta kosti helmingi meira. Og spilaskuldirnar? Ætli
ég eigi að telja þær með? Þetta er í senn svívirðilegt og hlægilegt
— ég get ekki sætt mig við þetta — ég tek þetta ekki til greina.
Nú stend ég uppi algerlega peningalaus, og hefði Renée ekki látið
mig fá þessa snepla sína; hefði ég alls ekki komizt til Soesterdal
til þess að spila pókerinn. Og þar bættust líka eitt hundrað og
tuttugu gyllini við fyrri skuldir mínar .... Karlinn hlýtur aö
vera orðinn geggjaður — það er ekki hægt að skýra þetta sparn-
aðarþref öðru vísi — né allan gauraganginn út af Renée. Hann
ætti að rækja störf sín betur og reyna að græða — í stað þess að
allt rennur eins og sandur út um greiparnar á honum. Hann skal
íika fá löðrunginn borgaðan, svei mér alla daga. Og ég ætla að
fara áftur til Renée í nótt .... já, svo sannarlega — ég skal ná
mér betur niðri á henni .... Renée er góð — að minnsta kosti
í rúminu — fyrri hluta nætur .... dálítið uppstökik að morgnin-
um, in.the Morning after the night before ....
Hann læðist að símanum í gangdnum ....
„Já, þetta er Karel Wijdeveld, frú. Hvað segið þér í fréttum?
einliverja vakningu í för með sér.
I
HVAÐANÆVA BERAST KRÖFUR
um meira af nýjum hjálpartækjum
til heimilisnota. Konurnar vilja ekki
lengur una því að slíta kröftum sinum
að nauðsynjalausu við heimilisstörfin.
Vinnudagur húsmæðranna hefir löng-
um verið langur og strangur, og nú
vilja þær, að hin nýju tæki leysi þær
af hólmi. að því leyti sem hægt er,
svo að þær geti fremur sinnt hugðar-
efnum sínum eða öðrum störfum, sem
kalla á orku þeirra, Nú opnast líka
margir nýir möguleikar í þessu efni,
og ef vel er á haldiö, á að vera hægt
að stíga stórt spor í þessa átt. Eitt
atriðið í því sambandi — og að því
mun oft hafa verið vikið í þessu blaði
— er það, að innflutningur þesssara
nauðsynjatækja verði gefinn svo frjáls
sem kostur er á, svo að gróðamenn fái
ekki aðstöðu til þess að skattleggja
hvert heimili, þar sem keypt er ryk-
suga, kæliskápur eða þvottavél, svo
að nokkur heimilisgögn séu nefnd. Um
þessi mál væri gaman að fá stuttorð
bréf frá kvenþjóðinni — helzt frá
húsmæðrum í sem flestum stéttum og
byggðum landsins, því að viðhorfin
eru vitanlega mismunandi eftir að-
stæðum og efnahag. Ég vona, að ég
fái þessa ósk uppfylíta.
ALÞINGI HEFIR SAMÞYKKT
þingsályktunartillögu Jónasar Jóns-
sonar um ávarpstitil manna. Þar er
svo fyrir lagt, að ríkisstjórnin skuli
láta semja löggjöf, er kveði á um það,
að konur allar skuli framvegis titlaðar
frúr, án tillits til þess, hvort þær eru
manni bundnar eða ekki, en karlmenn
herrar. Undanfarna áratugi hefir fólk
staðið andspænis þeim vanda, hvort
það ætti að kalla tii dæmis sjötuga
konu, sem ekki hefir gifzt, ungfrú, sem
illa samrýmist orðanna hljóðan, eða
grípa til hins útlenda titils fröken,
sem mörgum var einnig óljúft. Nú er
leyst úr þeim vanda. Framvegis skulu
allar konur einfaldlega kallaðar frúr
— eins og allir karlmenn eru titlaðlr
herrar, hvort heldur eru ungir eða
gamlir, kvæntir eða ókvæntir. Vera
má, að sumir kunni þessu illa fyrst
í stað, en ekki er líklegt að neins þyki
í misst, þegar fram í sækir. í trausti
þess skulum við taka ofan fyrir heima-
sætunum og segja framvegis hiklaust:
„Guð gefi þér góðan dag, frú mín góð.“
HVER Á SKEPNUR ÞÆR, sem eru
iðulega á snöltri á götum bæjarins
um miðjar nætur? Einkum er hér um
að ræða hesta, og er ekki óalgengt að
sjá þá standa við sorptunnur í húsa-
sundum og að húsabaki, stundum
(Framhald á 4. síðu).
Við dvöl okkar í Washington
hefi ég komizt að því, að hættu-
lega margir stjórnmálamenn
hvorki þekkja né skilja þessar
spurningar, þrátt fyrir öll þau
firn, sem búið er að rita um
þessi mál. Til dæmis eru þeir
alltaf að spyrja okkur: „Eru
ekki til einhverjar varnir gegn
kj arnorkusprengj unni ?“
Ég hefi ekki — og líklega ekki
þið heldur — heyrt neinn vís-
indamann segja, að til væru
vísindalegar varjiir gegn kjarn-
orkusprengjunni.
Við þekkjum engin þau ráð,
sem hindri allar hugsanlegar
gerðir flugvéla og flugskeyta í
að komast úr einu landi í annað
í þessum heimi, eins og við
þekkjum hann. Við þetta þætist,
að ekki er hægt með neinum
„töfrum“ að verða var við nær-
veru sprengjunnar, auk þess
sem henni má auðveldlega koma
landa á milli í smáhlutum, setja
hana síðan saman og láta hana
bíða, unz hún er sprengd með
tilstyrk senditækis í órafjar-
lægð.
Þið getið sagt, að sprengju-
árásirnar hafi ekki eytt varnar-
vilja brezku — og jafnvel ekki
þýzku — þjóðarinnar. En því er
til að svara, að kjarnorku-
sprengjan er alls ólík öðrum
sprengjum.
Af hennar völdum geta þús-
undir dáið á broti úr sekúndu.
Ekkert stendur eftir nærri þeim
staö, sem sprengjan lendir á.
Þar standa engir veggir, þeir
eru orðnir að dufti og reyk. Þar
eru engir særðir menn. Þar eru
ekki einu sinni lik. Á miðju
svæðinu geysar eldur, miklu
heitari og magnaðri en þeir eld-
ar, sem við höfðum áður þekkt.
Hann hefir á svipstundu ger-
eytt öllum mannvirkjum og öllu
kviku.
*
Athuganir hafa leitt í ljós, að
íkveikjur af völdum loftárása
hafa gert átta sinnum meira
tjón í Þýzkalandi en sprenging-
arnar sjálfar. Ein kjarnorku-
sprengja jafngildir ekki aðeins
að sprengimagni 20.000 smálest-
um venjulegs sprengiefnis, held-
ur kveikir hún einnig hinn ægi-
legasta eld. Það voru sjálfboða-
’iðar við eldvarnir, sem björguðu
London í leifturstríðinu. í stríði
framtíðarinnar verða fáir hinna
vösku slökkviliðsmanna skildir
eftir. Félli kjarnorkusprengja á
London, væri engin London til
lengur. Eftir yrðu aðeins fáeinir
af borgarbúum.
Brezkur vísindamaður, dr. M.
L. Oliphant, 'hefir fullyrt opin-
berlega, að brátt verði hægt að
framleiða miklu stærri kjarn-
orkusprengjur en nú eru kunn-
ar. Sprengjan, sem varpað var
á Hiroshima, jafngilti 20.000
smálestum af venjulegu sprengi
efni. Dr. Oliphant heldur fram,
að kjarnorkusprengjur muni í
framtíðinni geyma sömu eða
álíka sprengiorku og 1—2 millj.
smálesta af venjulegu spnengi-
efni.
Hin eina „vísindalega "vörn“
gegn kjarnorkusprengjum er í
raun og veru ekki vörn, lie.Idur
flótti. Hér á ég við tvísfarun
borganna. í Ameríku eru 200
borgir með 50 þús. íbúa e<ða
meira. 50 milj. af íbúunum bú.a
í borgum. Það væri ómælanlega
stórt viðfangsefni að flýja með
þessar borgir undan þesssiri yf-
irvofandi hættu. Enginn getur
gert kostnaðaráætlun um. slíkt,
— en einhver hefir nefnt töluna
250.000.000.000 dollara.
Bandaríkin eru iðnaðarríki og
mikill hluti íbúanna lifir svo að
segja í kös i stórum 'borgum.
Þess vegna veikir kjarnorku-
sprengjan hernaðaraðstöð'u
Bandaríkjanna.
Lítill iðnaður, floti og flughei"
verða ekki um sinn helztu
ástæður fyrir veikri hemaðar-
aðstöðu, heldur samþjöppun
byggðarinnar. Á þessu skeiðl
verður hernaðaraðstaða Eng-
lands allt að þvi vonlaus.
Framh.
ALLEN WALES ADDING MACIIINE CORPORATION
geta nú aftur afgreitt hinar vel þekktu
ALLEN WALES KEIKIVIVÉLAR.
Einkaumboð:
Samband ísl. samvinnufélaga.
Framsóknarfélag kvenna í Reykjavík
heldur fund í Aðalstræti 12, fimmtudaginn 27. þ. nn
Áríðandi mál á dagskrá. Skemmtiatriði. Kaffidrykkja.
Stjórnin.
TILKYNNING
frá Skógrækt ríkisins
um sölu trjáplantna.
Þeir, sem vilja tryggja sér trjáplöntur á vori komanda,
geri svo vel að senda skriflega pantanir til skrifstofu skóg-
ræktarstjóra eða til skógarvarðarins í viðkomandi tjórð-
ungi, fyrir 20. apríl.
Á boðstólum verða:
Reynir Birki Víðir, 3 teg. Ribs Sólber og ef skipsferð fellur
frá Noregi einnig: Norsk fura og Blágreni.
Verð mun svipað og í fyrravor, en þar sem meiri plöntu-
fjöldi er handbær nú en í fyrra, er ástæðulaust fyrir menn
að panta fleiri plöntur en þeir ætia að nota.
Reykjavík, 25 marz 1946.
Skógræktarstjórinn
ÚTSALA
Seljum í dag og næstu daga.ýmsar eldri vörur, svo sem:
Ávaxtasett — Blómaskálar og Blómavasa — Matarstell
o. fl. með 20% afslætti.
Blóm & Ávextir
sími 2717.
TILKYNNING
TILINNFLYTJENDA
Gerð hafa verið ný eyðublöð undir innflutmngsskýrslur
og fást þau hér í skrifstofunni. Frá og með 1. apríl n. k.
Iverður ekki tekið á móti influtningsskjölum til tolimeð-
ferðar nema innflutningsskýrslurnar séu færðar á pessi
nýju eyðublöð.
Frá sama tíma skulu vörureikningar yfir innfluttar vörur
. jafnan afhentir í tvíriti. í
Tollstjóraskrifstofan í Reykjavík,
25.,marz 1946.
<> C'- •