Tíminn - 11.04.1946, Blaðsíða 1

Tíminn - 11.04.1946, Blaðsíða 1
RITSTJÓRI: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON ÚTGEFANDI: FR AMSÓKN ARFLOKKURINN Símar 2353 og 4373 PRENTSMIÐJAN EDDA h.I RITSTJORASKRIFC TOFDR. EDDUHÍTSI. Ll'..dari:ötu 9 A Símar 2353 og 4373 AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSIN&ASKRIFSTOFA: EDDUHÚSI, Llndargötu 9 A Síml 2323 30. árg. Reykjavík, flmmtudagiim 11. apríl 1946 Erlent yfirlit Fyrirætlanir Rússa um land- vinninga við Miðjarðarhaf Bevan Mynd þessi er af Bevan, sem er yngsti ráðherrann í ráðuneyti Attlee og sér um einna vanda- sömustu málin, byggingamálin. Bevan er 42 ára gamall, ættað- ur frá Wales. Hann byrjaði kornungur að vinna fyrir sér sem kolanámumaður, en vann sér fljótlega álit innan verka- lýðssamtakanna og hlaut ýms trúnaðarstörf innan þeirra. Ár- ið 1929 var hann fyrst kosinn á þing og hefir átt þar sæti síð- an . Jafnframt þingmennskunni hefir hann verið ritstjóri tíma- rits. Hann fékk fljótt það orð Á sig að vera óvenjulega harð- skeyttur ræðumaður. Hann hef- ir jafnan verið í vinstra armi jafi>aðarmannaflokksins og var illvígasti gagnrýnandi Chur- chills á þjóðstjórnarárunum. Um tíma leit út fyrir, að hon- um yrði vikið úr flókknum. Það þykir lýsa hyggindum hjá Att- lee að fela Bevan ábyrgðarmikið en várðulegt starf, því að það muni spekja hann, jafnframt og þuð sýnir til fulls, hvað í honum býr. fíona Bevans er þingmaður og hófst kynning þeirra og tilhugalíf í þinginu. Mun það víst ekki hafa komið fyrir áður, að þingfulltrúar hafi gifzt. ERLENDAR FRETTIR í STUTTU MÁLI '— Rússneska stjórnin hefir fallið frá þeirri kröfu sinni, að íranmálið verði tekið af dag- skrá Öryggisráðsins. Fulltrúi ír- ans hafði mótmælt því, að mál- ið yrði tekið af dagskrá. — Fulltrúar stjórnmála- flokkanna í Þýzkalandi hafa mótmælt þeim kröfum Frakka, að Ruhr og Rinarlönd verði skilin frá Þýzkalandi. — Stjórn Quebecfylkis i Kan- ada hefir ákveðið að varna starfsemi kommúnista þar. — Góðar horfur eru nú tald- ar á því, að lánveitingin til Breta verði samþykkt á þingi Bandarikjanna. Fulltrúadeild- in mun afgreiða málið á næst- unni og verður það þá rætt í öldungadeildinni. — Síðasti fundur Þjóða- bandalagsins stendur nú yfir og lýkur honum í næstu viku. Nefnd frá sameinuðu þjóðun- (Framhald á 4. slðuj. Eitt það merkilegasta, sem hefir veriff upplýst í Niirn- bergréttarhöldunum, eru kröfur þær, sem Rússar gerffu til Þjóffverja, þegar Molotojf heimsótti Hitler í Berlín haustið 1940. Kröfur þessar hljóffuðu m. a. um það, aff Rússar fengju bæffi stöffvar viff Dardanellasund og í mynni Eystrasalts. • Þeir atburðir, sem gerzt hafa síðan styrjöldinni lauk, sýna glöggt, að' Rússar halda enn fast við þessar langvinningafyrirætl anir sínar. Uppsögn vináttu- samningsins við Tyrki í fyrravor og hertaka Borgundarhólms nokkru siðar, sýndu mætavel, að Rússar hugðu á aukna yfir- drottnun á báðum þessum stöð- um. Mótstaða hinna stórveld- anna og almenningsálitið í heiminum hefir hins vegar valdió því, að Rússar hafa tal- ið hyggilegt, að sækja ekki á, nema á öðrum staðnum í senn. Þeir hafa því farið af Borgund- arhólmi. En viðbúnaður þeirra í Finnlandi gefur bezt til kynna, að skuggi rússnesku landvinn- ingast^fnunnar grúfir enn yfir Norðurlöndum. Reynsla Rússa hefir kennt þeim, alveg eins og nazistunum á sinni tíð, að haga fram- kvæmd landvinningafyrirætlan- anna þannig, að beita sér aðeins að einu verkefni í senn. Þjóðir þær, er búa fjarri þeim stöðum, ugga þá minna að sér og verður það síður ljóst, að röðin kemur að þeim síðar. í samræmi við þetta halda Rússar nú aðallega uppi sókn, sem beinist að því að auka veldi þeirra við Miðjarð- arhaf og í hinum nálægari Asíulöndum. Fyrsti áfanginn í þessari sókn Rússa er að ná fótfestu, við Dardanellasund. Þess vegna er nú haldið uppi ströngu tauga- stríði gegn Tyrkjum. Þá er kunnugt, að Rússar gera kröfu til þess, að þeir fái Tripolis frá ítölum og hefir enn ekki tekist að ljúka undirbúningi friðar- samninganna við Ítalíu vegna þessarar kröfu Rússa. Þá vinna Rússar að því, að leppstjórn þeirra i Júgóslavíu heimti yfir- ráðin yfir Trieste,þýðingarmestu borginni við Adríahafið. Loks er það kunnugt, að Rússar hafi gert þá kröfu til Grikkja, ef þeir fengju Tylftareyjar, að þeir létu Rússum þar eftir hafnarstæði. Tækist Rússum þannig að tryggjajsér yfirráð yfir Dardan ellasundi, Tylftareyjum, Trieste og Tripolis, hefðu þeir orðið mjög sterka aðstöðu við Mið jarðarhafið. Jafnframt þessu reyna Rúss ar að ná fótfestu í hinum nálæg ari Asíulöndum, eins og atburð- irnir í Iran sýna bezt. Þegar þeir hafa náð takmarki sýnu þar, þylúr líklegt að röðin komi að ,Irak. Rússar reyna nú mjög að fá Kurdaþj óðflokkinn til að mynda svipaða sjálfstjórnar- hreyfingu og þeir hafa komið (Framhald á 4. síðu). Engar endurbætur, sem ganga í þessa átt, hafa enn yerið gerðar á stjórnarfruinvarpinu Nokkur skriffur er nú kominn á frumvarp það um byggingamál- in, sem ríkisstjórnin lagði fram í efri deild rétt fyrir jólin og heíir legið þar í nefnd síðan. Mun stjórninni ekki hafa þótt ráð- íegt aff láta þaff daga uppi og hefir nefndin því nýlega skilaff nokkrum breytingartillögum og þær veriff samþykktar við aðra umræffu. Ýmsir gallar eru samt eftir sem áður á frumvarpinu og sá einna mestur, aff affstoðin viff samvinnubyggingarfélögin c-r sama og ekkert aukin frá því, sem nú er. Eins og áður hefir verið skýrt frá, lögðu Framsóknarmenn fram snemma á þingi í vetur 'tvö frumvörp um byggingamál- in. Fjallaði annað um aukna að- stoð við verkamannabústaði og samvinnubyggingar, 'en hitt um aukningu Byggingar- og land- námssjóðs og bætt lánskjör til íbúðabygginga í sveitum. Eng- in teljandi merki voru þess þá, að stjórnin ætlaði að hafa nokk- ur afskipti af þessum málum, enda þótt hún hefði þá setið rúmt ár að völdum, og öllum mátti augljóst vera, að lausn- byggingamálanna væru eitt höf- uðverkefni þjóðfélagsins. Eftir að frumvörp þessi voru framkomin, var stjórninni 65. blað Byggingamálin á Alþingi: Ætla stjórnarflokkarnir ekki að auka neitt hlunnindi saravinnubyggingarfélaganna? ingamálunum. Niðurstaðan varð sú, að hún flutti áðurnefnt frumvarp um byggingamálin. í þvi var gert ráð fyrir allmik- illi aukinni aðstoð við verka- mannabústaðina og sérstakri aðstoð við íbúðarbyggingar sveita- og bæjarfélaga, þar sem húsnæðisvandræðin eru mest. Hins vegar var aðstoðin við samvinnubyggingafélögin ekki aukin að öðru leyti en því, að rikið ábyrgðist lán, sem næmu 80% af byggingarkostnaðinum í stað 60% nú. Þar sem engin trygging er fyrir því, að lánin verði sæmi- iega hagstæð, þótt ríkisábyrgðin sé aukin, mætti öllum vera ljóst, að þetta er ekki næg úrbót ljóst, að henni var ekki lengur : byggingasamvinnufélögunum til fært að vera aðgerðalaus í bygg- (Framhald. á 4. síðu). Jónas Jónsson # svikur málstað bænda Búnaðarmálasjóðsfrv. kommúnista og' Jóns Pá. væri fallið, ef Jónas hefði ekki komið þeim til hjálpar. Þau tíðindi gerðust í efri deild Alþingis I gær, aff Jónas Jónsson gekk í liff með kommúnistum og stjórnaríhaldinu til aff koma áleiðis breytingartillögum Jóns Pálmasonar og kommúnista við búnaöarmálasjóffslögin. Hefffi Jónas hins vegar fylgt Framsóknarmönnum, myndi frumvarpiff hafa falliff. Búnaðarmálasjóffsfrv. var til atkvæffagreiffslu viff 2. umr. í gær. Fyrst fór fram atkvæðagreiffsla um rökstudda frá- vísunartillögu og var hún felld meff 9:7 atkv. Meff tillög- unni greiddu atkvæffi Bernharð Stefánsson, Hermann Jónasson, Ingvar Pálmason, Páll Hermannsson, Guff- mundur I. -Guffmundsson, Gísli Jónsson og Þorsteinn Þor- steinsson, en Haraldur Guffmundsson sat hjá. Jónas Jóns- son greiddi atkvæði móti dagskrártillögunni, ásamt kom- múnistum og stjórnarliðinu. Síðan kom frv. sjálft til atkvæffa, eins og Jón Pálma- son og kommúnistar hafa gengiff frá því. Var þaff sam- þykkt meff 9:7 atkvæffum. Gegn frumvarpinu greiddu at- kvæði: Bernharð, Hermann, Ingvar, Páll H., Guffm. í., Gísli og Þorsteinn, en Haraldur sat hjá. Jónas greiddi hins vegar atkvæði með frumvarpinu, ásamt kommúnistum og stjórnaríhaldinu, og hjálpaffi þannig til aff koma frv. á- leiffis. Hefffi hann greitt atkvæffi móti frumvarpinu,. hefði i þaff fallið með jöfnum atkvæðum og þessi seinasta kúg- unartilraun gegn bændum veriff úr sögunni. Jónas Jónsson hefir sýnt þaff greinilegast meff því aff snúast á sveif meff kommúnistum og stjórnaríhaldinu gegn bændum í þessu máli, hve fullkomlega hann er kominn í andstöðu viff fortíð sína, og þjónar því nú þeim málstaðn- um, er hann barffist þá frækilegast gegn. Unnur Bjarklind látin Skáldkonan Unnur Bjarklind, sem er þekktust undir nafninu Hulda, lézt aff heimili sínu, Mímisveg 4 hér í bæ, í fyrrinótt, eftir langa vanheilsu. Unnur Bjarklind var fædd 6. ágúst 1881 aff Auffnum í Laxár- dal. Faðir hennar var hinn mikli gáfumaffur Benedikt á Auffnum. Áriff 1905 giftist hún eftirlif- andi manni sínum, Sigurffi Bjarklind, fyrrum kaupfélags- stjóra. Unnur varff á unga aldri þjóff- kunn fyrir skáldskap sinn, en fyrsta ljóðabók hennar kom út 1909. Síðan hefir komiff út fjöldi bóka eftir hana, bæffi sögur og kvæffi. Þessarar þjóffkunnu konu mun minnst nánar í blaðinu síðar. Viðskiptanefnd send til Rússland Ríkisstjórnin hefir nýlega sent viðskiptanefnd til Rúss- lands samkvæmt ósk rússnesku stjórnarinnaf. í nefndinni eru Eggert Kristjánsson stórkaup- maður, Ársæll Sigurðsson og Jón Stefánsson. Nýjar kvikmyndir af * Vestur-Islendingum Á skemmtifundi, sem Þjóff- ræknisfélagiff heldur í Tjarn- arcafé i kvöld verffa sýndar kvikmyndir af íslendingum í Vesturheimi. Er hér um að ræða kvik- myndaþætti, sem Sigurður Nor- dahl tók í Berkley í Kaliforníu, en þar hefir dvalið margt ís- lenzkra námsmanha. Þá er þáttur frá lýðveldishátíðahöld- um íslendingafélagsins í New York 17. júní s. 1., en um 200 íslendingar tóku þátt í þeim hátíðahöldum. Þáttinn tók Við- (Framhald á 4. síðu). GARNAVEIKIN BREIÐIST ÚT Líkur til að veikin sé byrjuð í nautgripum. í vetur hefir orffiff vart garnaveiki í saufffé á stöffum, þar sem veikinnar hefir ekki áffur orðiff vart. Þá er óttazt um, aff garnaveiki hafi orðiff vart á einum effa tveimur stöffum í nautgripum, nú aff undanförnu. Tíðindamaður blaffsins sneri sér í gær til framkvæmdastjóra saufffjár- veikivarnanna og fékk hjá honum upplýsingar um þessi nýju tilfelli. Garnaveiki hefir nú komið upp í sauðfé vestan Héraðs- vatna, á Garði í Hegranesi, en veikinnar hafði ekki oröið vart áður vestan varnarlínunnar við Héraðsvötn. Hins vegar hefir mæðiveikinnar ekki orðið vart austan þessarar varnarlínu. í vetur hefir einnig komið í Ijós gárnaveiki 1 sauðfé í Fljótshlíð í Rangárvallasýslu. Hefir veikinnar orðið vart á 5 bæjum. Engar fjársamgöngur hafa um langt skeið verið það- an við sýkt héruð. því varnir hafa verið við Þjórsá og Ytri- Rangá. Líkur eru því fyrir, að veikin berist með öðru en sauð- fé. Á Langanesi hefir einnig komið upp garnaveiki á einum bæ í vetur og er haldið, að veikin hafi borizt þangað með kind, sem var komið í fóður í Vopnafirði veturinn 1940 —41. í Fljótshlíð og á Langanesi hefir verið látin fara fram húð- prófun á sauðfé og grunsamlegu fé slátrað til að draga úr út- breiðslu ^pestarinnar. Það hefir lengi legið grunur á, að nautgripir gætu tekið garnaveikina, sem að undan- förnu hefir reynzt fjárstofni landsmanna hættuleg. Grunur þessi hefir styrkst við bað, að nú nýlega hefir komið fyrir til- (Framhald á 4. síðu). Vantrauststillaga flutt á Alþingi Framsóknarflokkurinn hefir ákveðið aff leggja fram tillögu í þinginu um vantraust á ríkisstjórnina. Mun tillagan verffa lögff fram f dag.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.