Tíminn - 12.04.1946, Blaðsíða 2

Tíminn - 12.04.1946, Blaðsíða 2
2 TÍ>1IW. föstudaginn 13. apríl 1946 66. blað Föstiulafiur 12. apríl Eining stjórnarliðsins Morgunblaðið telur sig þess umkomið að brigzla Fram- sóknarmönnum um sundrung- arstarf, vegna þess, að þeir tóku ekki þátt í myndun ríkisstjórn- ar þeirrar, sem nú situr. Tíminn vill vekja athygli á því, að hann hefir getað sagt meiningu sína undanfarið án þess að viðhafa sams konar munnsöfnuð og aðalblöð stjórn- arinnar hafa hvort um annars menn. Þar má heita dagleg venja að tala um landráðamenn, Júdasa, blóðpeninga og að brigzla mönnum um löngun og tilhneigingu til að taka af lífi samherja, sína innan stjórnar- flokkanna. Þannig er nú ein- ingin og samstarfið þar að öðr- um þræði. Bróðernið er flátt mjög og gamanið er grátt. Tímanum þykir. vanzalaust að rjúfa einingu stjórnarblaðanna um þess háttar umræður. Mbl. hefir sjálft skýrt frá því, að Framsóknárflokkurinn hafi ekki viljað taka þátt í stjórnar- myndun af því, að ekki náðist samkomulag um fjárhagsmál. Þetta er satt. Framsóknarflokk- urini* vildi ekki taka þátt í sam- starfi um það að 'gera íslenzkan gjaldeyri verðlausan, atvinnu- vegina allsherjar taprekstur og vernda stórgróðann i höndum fárra manna. Það er þetta, sem samstarfið hefir verið um. Þær framkvæmdir, sem rík- isstjórnin hefir gert af forsjá og viti, hefir Framsóknarflokkurinn stutt. Hann fylgir raforkulög- um, skólamálafrumvörpunum, og fjárframlögum til'sjávarút- vegs o. s.frv. Annað mál er hitt, að þingmenn hans eins og aðrir þingmenn leyfa sér að bera fram breytingartillögur. Framsókn- arflokkurinn hefir aldrei brúgð- ið fæti fyrir ráðagerðir um við- reisn og þróun atvinnulífsins. En hann veit að allar fram- kvæmdir eru fallvaltar spila- borgir, nema fjárhagsgrund- völlur sé til fyrir þær. En stjórn- arsamstarfið miðar að því að svo sé. Sliku samstarfi þarf að sundra. Pétur Magnússon fjármála-» ráðherra lýsti því yfir fyrir meira eri' ári síðan, að stefna sú, sem fylgt væri í fjármálum leiddi til hruns, þegar fram í sækti, og því mætti ekki fylgja henni til lengdar. Þó er engin stefnubreytjng gerð og enn sit- ur Pétur. Hann lætur hafa sig til þess að stýra áleiðis til hrunsins. Framsóknarflokkur- f inn gerir það ekki. Hann vill ekki vinna það til neins ’að svíkja þ|óð sína og stýra mál- um hennar vitandi vits í óefni eins og Pétu* Mágnússon. í nafni friðar og einingar reynjr Mbl. að halda fólki 'að flokki sínum. Það hefir engin málefnaleg rök að leiða fólkið með önnur .en þetta, að stjórn Ólafs og Brynjólfs sé eining og samstarf þjóðarinnar. Þetta er þá kosningagrund- völlur Sjálfstæðisflokksins: Á- framhaldandi samvinna við kommúnista. Það er fullrar virð- ingarvert, að Mbl. lýsir því yf- ir, svo að^bændur og áðrir hafa það þarna svart á hvítu, ef t. d. Þorsteinn Þorsteinsson vildi segja Dalamönnum annað. Það er ekkert að marka munnsöfn- uðinn, þó að óprúður sé. Þetta er bara kosningagaspur — segír Mbl. Samstarf stjórnarflokkanna Páll Þorsteinsson: „Hvað er þá orðið okkar starf?“ i. íslendingasagan er saga um gullöld, undirokun og endur- reisn. Allur ferill þjóðarinnar um meira en tíu alda skeið er bundinn við tímabil, skemmri eða lengri, með vissu marki, ákveðinni meginstefnu. Ávallt verður að hafa yfirsýn yfir atburðaröð og ástand liðna tímans og aðstöðu þá, sem fyrir hendi er á hinni líðandi stund, til að geta tekið réttum tökum verkefni komandi daga. Skuld er háð arfleifð Urðar og vlð- skilnaði Verðandi. prautryðj- endur endurreisnarinnar settu markið hátt, miðuðu það við glæsileik og frægð fornaldarinn- ar, en urðu í framkvæmdinni að binda sig við aðstöðu þeirr- ar aldar. Einn af öndvegis- mönnum þjóðarinnar, sem lagði sig fram við að „vekja þjóðar- andann“ og undirþúa endur- reisn Alþingis fyrir meira en öld, bar þá fram þessar al- þekktu spurningar, er hann skygndist um á vettvangi þjóð- málanna: Hvað er þá orðið okk- ar starf? Höfum við gengið til góðs götuna fram eftir veg? II. Um þessar mundir eru merki- leg tímamót í ýmsum greinum. Fyrir nokkrum mánuðum lauk geigvænlegustu styrjöld, sem geisað hefir. N.ú liggur sú spurn- ing fyrir öllum þjóðum, hvort hér séu orðin þau tímamót, að allar styrjaldir séu liðnar undir lok,_eða hvort raunverulega sé um vopnahlé að ræða, meðan verið er að fullkomna ægilegri tæki til tortímingar en áður voru' til. Þess ber að minnast með þakkarhug, að íslenzka þjóðin hlaut undursamlega hlífð og hamingju á undanförnum ógn- artímum miðað við flestar aðr- ar þjóðir. Hér hefir velmegun aukizt að mun, á meðan aðrir hafa þjáðst og fært miklar fórn- ir. Við íslendingar fengum ó- áreittir að svala aldagamalli þrá og setja á stofn lýðveldi með þeim hátíðleik, sem ljómi stafar af, þótt styrjöldin stæði i algleymingi. Nú er það okkar að standa vörð um frelsið og muna vel, hvað íslenzkt er. En þá einkum tvennt að varast: ásælni annarra og efnalegt ó- sjálfstæði. Við höfum góðs að minnast frá viðskipomum við átórveldin, sem standa okkur næst. Þau hafa keypt fram- leiðsluvörur okkar góðu verði. Þau hafa látið okkur i té það, er við þurftum að kaupa og leigt okkur farkost til flutninga, þegar okkur skorti skip, svo að 'við lifðum í allsnægtum. Og þau viðurkenndu sjálfstæði okkar um leið og lýðveidið var stofnað. Þessi reynsla hlýtur að glæða vonir okkar um það, að einnig hér eftir getum við notið góðrá viðskipta við þau. — En þá vík- ur sögunni að atvinnumálum þjóðarinnar. III. Setuliðið hefir skilað miklum fjármunum í þjóðarbúið á síð- ustu árum. Nú eru framkvæmd- ir þess niður fallnar og við von- er enginn friður, og sízf af öllu sá friður og eining, sem þjóðin þarf. En það er ekki neitt nýtt við það, að reynt sé að fela sig undir hræsnishjúpi friðarins. Það er gamalt ráð að svikja með kossi. um, að það hverfi senn á brott að fullu. En um leið og við óskum þess, verðum við að vera við því búnir að sjá af þeim miklu tekj- um, sem frá því hafa runnið. Þjóðin verður aftur að lifa af gæðum lands og sjávar einung- is, láta sér nægja arðinn, sem atvinnuvegirnir gefa. Ef á þá eru lagðar þyngri byrðar en þeir fá borið, er vá fyrir dyrum. Byggingin stendur ekki lengi, ef máttarviðirnir bresta. Þess vegna er það eitt meginatriði stjórnmálanna, einkum nú á tímamótum stríðs og friðar, og þegar þessi fámenna þjóð hefir loks fengið þeirri þrá fullnægt að taka öll sín mál í eigin hend- ur og mega að því leyti vera sinnar eigin gæfu smiður, að búa svo í haginn fyrir atvinnu- vegina, að framleiðslustarfsem- in verði eftirsótt og geti skilað arði. / * s En undir handleiðslu sex- menninganna, sem sitja nú í salarkynnum stjórnarráðsins, hefir þjóðarskútan borizt óð- fluga í gagnstæða átt. Á sama tíma sem vísitala framfærslu- kostnaðar er hjá okkur 284 stig, er hún í Kanada 119 stig, Bandaríkjunum 131 stig, Bret- landi 132 stig, Svíþjóð 143 stig, Noregi 157 stig og Danmörku 158 stig. Dýrtíðin lamar fram- leiðsluna. Ávextirnir blasa við augum hvers einasta manns. Smáframleiðendur, sem sækja sjálfir verðmætin í skaut jarð- ar og djúp ægis hafa lægri tekjur, þegar á heildina er litið, en milliliðir við kaup og sölu og margir launþegar. Fólkinu fækkar við framleiðslustörfin. Nokkrir vélbátar komast nú á sjó einungis fyrir aðstoð Færey- inga og byrjað er að flytja fólk frá öðrum löndum til að vinna við að nytja gæði landsins. Embættismenn i sveitum leggja niður býiskap, þótt þeir eigi völ á kostajörðum. Þeim sýnist hann sennilega ekki vænlegur til á- góða, þegar greitt er taxtakaup fyrir vinnuna. Jarðir eru aug^- lýstar til sölu og engu síður, þótt þær séu nú vel í sveit settar. Ekki verður þess vart, að þeir, sem hverfa frá land- búnaði, sælist til þess að leggja eignir sínar ’í bátakaup eða aðra ffamleiðslustarfsemi sjávarút- vegsins. Stærstu og auðugustu útgerðarfélögin fækka skipum' sínum. Allmörgum vélbátum á ýmsum stöðum er ekki ýtt á flot, þrátt fyrir gjáfmildi ægis. Enn er þó aílinn seldur með stríðs- verði. Þegar ríkisstjórnin lætur flytja frumvarp á þigni um stuðning bátaútvéginum ti handa, skýrir atvinnumálaráð- herra málið fyrir þingmönnum í greinargerð á þessa lund: „Um síðastliðin áramót voru horfur á afkomu bátaútvegsins þannig, að vafasamt var, að útvegsmenn fengju sjómenn á bátana og treystust til að^ gera út báta sína, með óbreyttu verði á fiskaflanum. Til þess að forða vandræðum var að tilhlutun rík- isstjórnarinnar hækakð lág- marksverð á nýjum þorski og ýsu. Jafnframt þurfti að tryggja sölu á fiskinum fyrir hið hið hækkaða lágmarksverð. Á þessum tíma var ósamið um sölu á hraðfrysta fiskinum. Til þess að öruggt yrði, að hraðfrysti-, húsin hæfu rekstur, bar nauð- syn til að tryggja þau fyrir tapi, sem kynni að leiða af hækkun lágmarksverðsins. Ennfremur þurfti, þar sem útlit var fyr- ir að skortur yrði á nægilegu miklu skiprúmi til útflutnings á nýjum fiski að tryggja útvegs- menn og sjómenn fyrir hugsan- legu tjóni af því að salta hluta aflans.“ Með þessum eftirtektarverðu orðum gerir sjálfur atvinnu- málaráðherrann í ríkisstjórn þeirri, er kennir sig við „nýsköp-1 un,“ grein fyrir því, hvernig horfir um einn höfuðatvinnu- veg þjóðarinnar. Hvað þarf þá framar vitna við? Til þess „að útvegsmenn fengju sjómenn á bátana og treystust til að gera út báta sína“, „til þess að ör- uggt yrði að hraðfrystihúsin hæfu rekstur,“ til þess „að tryggja útvegsmenn og sjómenn fyrif hugsanlegu tjóni“ og til þess að forða vandræðum“ bið- ur ríkisstjórnin Alþingi um leyfi til að leggja á hinn þurfandi ríkissjóð, 'sem raunverulega þarf að fá allt sitt frá atvinnuvegun- um, sérstakar byrðar vegna sjávarútvegsins. En hvað er raunverulega gert af hendi stjórnarflokkanna „til að forða vandræðum?“ Þegar sett voru ný lög um laun embættismanna, var það tækifæri notað til að lögfesta allríflegar launahækkanir. í fyrra voru ákveðnar kaup- hækkanir víðs vegar um land undir verndarvæng stjórnarinn- ar. Var það talið nauðsynlegt til samræmis. En nú um sama leyti og ríkisstjórnin óskar þess, að Alþingi afgreiddi löggjöf um sér- staka aðstoð til bátaútvegsins, standa stjórnarflokkarnir að samningum um nýjar kaup- hækkanir í Reykjavík, sem skapa nýtt ósamræmi. % Jafnframt er dyttað að at- vinnurekstrinum með því að veita sérstök aðstoðarlán til síldarútvegsmanna, með því að gera bpáðabirgðaráðstafnir til að halda bátaútveginum uppi og með því að gefa atvinnu- rekendum kost á háum lánum' sem óhjákvæmilegt er, eins og nú er um hnúta búið. En lánin verða lántakendur að greiða síðar, þegar búast má við, að verðfall hafi orðið á frariilejðslu- vörunum. Ýmsa styrki á að af- nema, sem mörgum hafa reynzt mikilsvirði, svo sem styrk til endurbygginga sveitabæja og styrk til nýbygginga fiskiskipa. í stað þess á einungis að veita lán. Samtímis er svo í pottinn búið á verzlunarsviðinu, að kaupfélögin eru knúin, til að kaupa meira eðá minna af stór- kaupmönnum. Þar með er kaup- endum gert ókleift að komast fram hjá milliliðaokrinu. IV. Alþingi’ hefir fyrst og fremst húsbóndavaldið á hinu íslenzka þjóðarheimili. En þingmenn fá umboð sitt og vald frá þjóð- inni sjálfri. Sem betur fer virð- ast æ fleiri aðilar vera að koma auga á það, í hvaða úlfakreppu verið er að færa þjóðarbúskap- inn með verðþenslunni. Bún- aðarþing hefir fyrir löngu látið uppi sitt álit. Fiskiþing hefir sömu sögu að segja. Og um sama leyti og forvígismenn stjórnarflokkanna standa að samningum um síðustu kaup- hækkunina í Reykjavík, berast Alþingi aðvörunarorð frá verka- lýðsfélagi í einum kaupstað landsins og áskorun um að vinna af alefli að því að auka kaup- mátt krónuhnar, þar sem dýr- 4 OíÍaOaHQi Tregur skilningur. Þjóðviljinn er í kröggum vegna ályktunar Framsóknarflokks- ins um utanríkis- og öryggismál. Eftir tveggja eða þriggja daga heilabrot skilur hann ekki þessi einföldu og ákveðnu orð: „án þess að erlendur her dvelji í landinu." Þjóðviljinn þarf að spyrja eftir langa umhugsun, hvort Framsóknarflokkurihn vilji að sá erlendi her, sem nú dvelur í landinu sé hér framvegis eða ekki. Laglegar gáfur það! Djöflaþýzka Þjóðviljans. Mállýzka Þjóðviljans er áreið- anlega torskildari en yfirlýsing Framsóknarmanna. Hvernig á t. d. að skilja þessi orð úr leiðara Þjóðviljans: „Engar herstöðvar handa er- lendu ríki á íslandi handa neinrii erlendri þjóð.“ Þetta eru áherzluorð, stíluð meö stóru og letruð svört. Og það í málvöndunargrein. tíðin lami heilbrigða atvinnu- rekstur og stuðli að öryggis- leysi hinna vinnandi stétta. Verkamenn á ísafirði lýsa því yfir, að þeir vilji ekki lengur fara hina viðsjálu slóð leiðtog- anna í höfuðstaðnum á þessu sviði. Eftir skamman tíma falla um- boð þingmanna niður. Þá verða vandamálin lögð undir dóm þjóðarinnar. Sérhverjum kjós- anda ber skylda til að svipast þá vel um á sviði þjóðmálanna og ihpga með kostgæfni þessar spurningar: Hvað er þá orðið okkar starf? Höfum við gengið til góðs götuna fram eftir veg? Verði unnið að því áfram að liða sundur fjármálakerfi þjóð- arinnar og þrengja kosti at- vinnuveganna, er vandséð um traust annarra þjóða og virð- ingu fyrir sjálfstæði hins unga íslenzka lýðveldis. En þann dag, sem fólkið finnur það, að „fjár- glæfrastefnan" færir því steina fyrir brauð, þegar öll kurl koma til grafar — og tekur ákvörðun samkvæmt því, verður brotið blað í stjórnmálasögu þjóðar- innar. Miklir menn erum við, Hrólfur minn! Traust lýðræðismanna. Annars leynir það sér ekki að Þjóðviljinn er sár yfir því, að lýst er yfir samstarfsvilja við lýðræðisþjóðirnar og sú skoðun kemur fram, að þar sé trausts og öryggis að leita gegn óstjórn ofbeldis og kúgunar. En hann má gjarnan vita það, að íslend- ingar hrósa happi vegna þess, að land þeirra er betur sett en Eystrasaltsríkin, að því er snertir skilyrði til sjálfsstjórnar og frelsis. Og íslendingar vita hvar helzt er trausts að vænta, ef hnefi ofbeldisins, sá sem nú hefir lagt sjálfstæði þessara smáþjóða að velli, skyldi seilast hingað. Sárasta raunin. Það er eölilegt, að Þjóðviljinn sé sár og órór. Vanlíðan hans er engin uppgerð’. Hann þorir ekki að ræða og verja „austræna lýðræðið," sem hann nefnir svo. Hann veit, að málstaður þess er óverjandi á íslandi. En þó vill hann vinna fyrir hann einan. Það er erfitt að hafa óverjandi málstað og mega ekki segja það sem í brjóstinu býr. Foringjar kommúnista þrá það heitast, að mega sameinast Sovétríkjunum rússnesku. En það vita þeir að~ má ekki nefna. Því eru þeir illa haldnir og geta ekki á heil- um sér tekið. Varaskeifan. Svo segir í lögum Landsbank- ans, að ekki skuli kjósa í stað þeirra, sem sitja í bankaráði, nema þeir falli frá eða verði óhæfir til starfsins. Nýlega var þó kosinn maður í stað Ólafs Thors, sem varð að víkja úr sætinu, svo að kommúnistar gætu komizt að. Þar sem Ólafur er ekki fallinn frá, verður víst að skilja það svo, að hann hafi verið talinn óhæfur. Hins veg- ar var hann kosinn varamaður. Af þessu tilefni kom upp þessi kviðlingnr. Óla, sem var afdankaður, áfram skal þó setu leyfa, óhæfur sem aðalmaður, ágætur sem varaskeifa. 1 —----------------->----------------- Halldór Kristjánsson.: Áfengib og jb/óðí/i Niðurlag. Misskllningurinn í Visi, Vísir talar um að rækta þann menningarþroska, sem fordæm- ir ómenningu ofdrykkjunnar, og telur blaðið það skilja milli manndóms og auðnuleysis, hvernig menn noti frjálsræðið í meðferð áfengis. Hér kemur fram hættulegur lífeðlisfræði- legur misSkilningur. Það er eng- inn mælikvarði á manndóm fólks, hvernig það neytir áfeng- is, vegna þess, að menn eru mis- jafnlega gerðir og ástríðan til áfengra drykkja verður misjafn- lega sterk. Einn þarf því miklu meiri manndóm en annar til þess að standa gegn vínhneigð sinni, eftir að hún hefir verið vakin. Og enginn veit að ó- reyndu hversu sterk hneigð hans sjálfs verður. Það er því stór- kostleg og hættuleg blekking að telja ungu fólki trú um það, að einungis fari það eftir al- mennum manndómi þess og viljastyrk, hvort það drekki mikið eða lítið. En með þessari blekkingu eru þúsundir æsku- manna teygðar út í drykkjuskap. Eigurii við líka að kenna fólki, að það sé eingöngu komið undir viljaþreki þess, hvernig það þol- ir að smitast af berklum eða taugaveiki? Er okkur sama um áfengisbölið? Nú má samt sem áður segja sem svo, að drykkj uskapur sé sjálfsskaparvíti og með nógum viljakrafti sé hægt að hrista það afI sér, og sé hver sinnar gæfu smiður í þessu, sem mörgu öðru. Þó hygg ég að mörgum geti sviðið sárt ólán annarra, og böl er' ekki léttara þó að sjálf- rátt sé. En auk þess má á það minna, a& mörgum saklausum ástvinum auðnúleysingj anna, svíður eymd þeirra. Og við ættum að minnsta kosti að geta fundið til með þeim. * Satt að segja skil ég ekki, —hvernig það skeytingarleysi, blindni og misskunnarleysi, sem víða kemur fram í þessum mál-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.