Tíminn - 12.04.1946, Qupperneq 3

Tíminn - 12.04.1946, Qupperneq 3
66. blað TÍMINN, föstudagmn 12. apríl 1946 3 Enskir barnavagnar . og kerrur nýkomið. ‘Vagiiarnir eru stórir og rúm- góðir, á háum hjjólum. Sérlega vandaðir. Verð kr. 499.00 kr. 577.00 kr. 752.00 og ípainni gerð á kr. 407.00. — Ný sending af kerrum með lokuðum hliðum og brettum yfir hjólunum, einnig mjög vandaðar. Verð kr. 117.00 og kr. 186.00 Gúmmí undir barnavagna og kerrur fyrirliggjandi, allar stærðir. Ennfremur kerrupokar 2 gerðir. Sendum gegn póstkröfu um allt land. Verksmiðjan FÁFNIR Síini 3631. Laugaveg 17 B. Fimmtugur’: Stefán Rafnar skrifstofustjóri. Hinn 5. þ. m. varð Stefán Rafnar skrifstofustjóri S. í. S. fimmtugur. Hann er fæddur og uppalinn að Hrafnagili í Eyja- firði, sonur hins merka fræði- manns og rithöfundar séra Jón- asar Jónassonar og konu hans, frú Þórunnar Stefánsdóttur. Hann gekk í þjónustu Sam- bandsins árið 1917 og hefir unn- ið hjá því óslitið síðan. Hefir hann því stai’fað 29 ár hjá S. í. S. á þessu ári, eða lengur en nokkur annar af núverandi starfs- mönnum þess. Eftir að Sam- bandinu var skipt í deildir var Stefán um nokkurra ára skeið fulltrúi í útflutningsdeildinni, en nú um mörg undanfarin ár hefir hann verið skrifstofustjóri og aðalbókari á aðalskrifstofu þess í Reykjavík. Öll sín störf hefir Stefán leyst af hendi með hinni mestu prýði, enda getur ekki nákvæmari og samvizkusamari mann en hann. Hann er mjög vinsæll meðal samstaffsmanna sinna. Er hann og skemmtinn í viðræðum og hvers manns hugljúfi, sem á því láni að fagna að kynnast honum nokkuð verulega. Hann er fróður maður og víðlesinn og á . margt góðra bóka. Ekki hefir hann gefið sig að opinber- um málum, enda er hann hlé- dræg'ur um of. ■ Stefán Kafnar. Það var ekki ætlun mín að skrifa langt mál um Stefán Rafnar, og ég býst heldur ekki við að hann kæri sig neitt um slíkt. En ég vil á þessum merki- legu tímamótum í ævi hans þakka honum fyrir góð og mikil störf fyrir Sambandið á. um- liönum árum og ánægjulegt samstarf allan þann tíma, sem við höfum unnið saman hjá S. í. S. Jafnframt vildi ég mega óska þess, að Sambandinu mætti auðnast að njóta starfskrafta Stefáns áfram um margra ára skeið. Ég vil svo óska Stefáni til hamingju með þann áfanga, sem hann hefir nú náð, og hon- um og fjölskyldu hans gæfu og gengis á komandi árum. Sigurður Kristinsson. um, á að samrýmast þvi, að kristin trú og kristin siðfræði. hefir verið boðuð hér öldum saman, og stjórnmálaílokkar okkar kenna sig við ýmsar fagrar hugsjónir: jöfnuð, bræðralag, samvinnu, samhjálp, frelsi og sjálfstæði. Hvar eru þau and- legu verðmæti, sem þessi ein- kepnisorð vísa til, ef' ekki er áhugi á því, að hema burt hið mikla þjóðfélagsböl? Eru flokk- arnir, sem kenna sig við hug- sjónirnar raunveruleg hug- sjónasamtök, sem vilja koma á mannbótum og þjóðfélagsbót- um? Eða eru þeir bara hags- munasamtök fyrir vissa hópa og deildir þjóðfélagsini, skipu- lagði r ribbaldaflokkar i eigin- hagsmunaskyni? Mér finnst að skilningur þeirra og afstaða i áfengismálunum segi til um það. Hvað á ég að gera? í Vísisgreininni er talað um drykkjumannahæli og þess hátt- ar úrræði. Ég legg ekki á móti þeim, því að ég veit að þau hafa stundum hjálpað. En hvers er von þegar menn koma þaðan, haldnir logandi ástríðu drykkju- fýsnarinnar, og við þeim tekur m^nnfélag, þar sem hver smuga angar af áfengislykt og gamlir og nýir félagar seilast til þeirra og vilja draga þá niður í fenið á nýjan leik? Er það ekki frem- ur greindarlítið að vinna að HANS MARTIN: SKIN OG SKÚRIR „Nei, Hettý. Aftur á móti veiti ég þér fullt umboð til þess að gera þær ráðstafanir, sem þér sýnist, og þegar þú ert búin að því skaltu sýna mér árangurinn.“ „Ó, það væri gaman, pabbi .... En ég get ekki keypt allt, sem mér sýnist, án þess að þú vitir einu sinni hvað það kostar — húsgögnin, gluggatjöldin, gólfábreiðurnar ....“ „Máttu vera að því að athuga um verðið á því, sem við þurf- um?“ „Já, ég get gert það á laugardaginn.“ „Það er ágætt. Þá skaltu gera þér grein fyrir, hvað við þurfum, og láttu mig svo vita, hvað það kostar.“ Hugur hans fyllist sælli gleði, þegar hann segir þetta, því að nú sér hann, að Hettý vill líka taka tillit til þess, hvað hlutirnir kosta. Henni dettur ekki í hug að kaupa og kaupa, án þess að gera sér grein fyrir því. i I . ★ „Hvað áttu við? Fengið sex mánuði?" segir Wijdeveld. Karel stendur sótrauður frammi fyrir honum. Bókarinn er nýfarinn. „Að ég get ekki þreytt próf aftur fyrr en eftir sex mánuði.“ „Ekki fyrr en í maí með öðrum orðum?“ Karel kinkar kolli. „Svo illa hefir þú rækt námið, að það er álitið tilgangslaust, að þú reynir að ná prófi fyrr en eftir sex mánuði, þótt piltar, sem byrjuðu miklu seinna nám en þú, hafi þegar lokið prófi.“ „Það lítur út fyrir það.“ „Jæja — þá það. Þú veizt, hvað um var talið. Námi þínu er lokiö. Þú hættir þessu tilgangslausa bjástri í Leiden og byrjar að sjá þér farborða sjálfur.“ Sonur hans svarar ekki. Hann stendur álútur frammi fyrir töður sínum. „Hettý.“ « „Já, pabbi — nú skal ég íara.“ Hún kemur utan af svölunum og flýtir sér gegnum herbergi föður síns og lokar hurðinni gæti- lega á eftir sér. „Ég skal hlutast til um, að þú fáir vinnu á einhv.erri ekru í Indlandi. Tóbaksrækt og gúmmírækt gefa sem stendur góðar tekjur þar í landi. Þú verður sjálfur að afla þér fjár þar austur frá.“ „Á ég að gerast vinnuþræll á einhverri ekru austur í Indlandi?“ segir Karel -hásri röddu. „Nei — það dytti mér aldrei í hug. ímyndarðu þér, að ég láti reka mig út í rimboe* með skít- ugum verkakörlum?“ Wijdeveld sprettúr á fætur. „Ég læt þig ekki segja mér fyrir verkum. En ég skal samt gera þér kost á öðru. Komdu i skrif- stofuna til mín í fyrramálið. Þú skalt fá tækifæri til þess að vinna þar fyrir peningunum, sem þú vékst að áðan — peningum, sem við eigum.“ „Já, þarna rataðist þér satt á munn. Þar eru peningaf, sem v i ð eigum.“ Hann stendur enn álútur. Það eru komnir hörkulegir drættir kringum munninn. „Ég segi það aftur: sem v i ð eigum. Þú átt þá ekki einn. Mamma á þá, og Maríanna á þá, og ég á þá — og hinir krakkarnir líka. Og þér er ekki leyfilegt . ...“ „Jæja — mér er kannske ekki leyfilegt að ráða yfir þessum peningum? Ég deili ekki um það við þig. Ég gef þér aðeins kost á að koma í fyrramálið og byrja að vinna undir minni han- leiðslu. Þá skal ég borga þér tvö hundruð gyllini í kaup á mánuði.“ Karel reynir að brosa háðslega. „Það væri víst mjög réttlátt kaup.“ Kaupfélög! Rófnasúðvélar, grasfræsáðvclar, f jölyrkjar «"’ raðhreiiisarar. Samband ísl. samvinnufélaga Nýjar bækur! Heiðiim siður á fslamli, skemmtilegt og fræðandi rit um trúarlíf íslendinga til forna, eftir mag. art. Ólaf Briem. Bókin flytur mikinn fróðleik um goð og landvætti, hof og blót og aðra heiðna siði. Hún er mjög vönduð að frágangi, með uppdrætti og mörgum myndum., Allir, sem íslenzkum fræðum unna, þurfa að eignast þéssa bók. Hún er ekki seld með hinum föstu ársbókum, heldur sérstaklega. Frestið því ekki að eignast hana, þar sem upplagið er mjög lítið. Egils saga, búin til prentunar af Guðna Jónssyni,*skólastjóra. Út- gáfa þessi er mjög falleg, með 12 myndum og Utprentuð- um uppdrætti. — Heimskringla verður næsta bók 1 íorn- ritaútgáfu Menningarsjóðs og Þjóðvinafélagsins. Þeir, sem vilja tryggja sér þessa útgáfu frá upphafi, þurfa strax að gerast félagsmenn, þar sem upplagsstærðin verð- ur miðuð við félagafjölda. Rimboe = frumskógur (malajíska). lausn málsins aðeins á þeim grundvelli? Mér virðist að í þessu máli þurfi að ganga hreint til verks. Ógæfan stafar af þvi, að menn drekka öðruvísi en þeir vilja Þeir geta ekki annað. Það er staðreyn^. Menn eru þannig. (Og þá er ekki nema eitt ráð, sem er lækning til gagns. ÞacJ er að sem allra fæstir og helzt engir byrji á því að neyta víns. Við það á að miða afstöðu sína, bæði einkalíf sitt og áhrif á löggjöf og íramkvæmdastjórn. Frá mínu sjónarmiði er málið ofur einfalt, að því er tekur til persónulegrar afstöðu. Ég vil ekki eiga neinn hlut að því að útbreiða þann sið, sem er hættu- legastur og mestu böli veldur í landi mínu. Þess vegna er ég bindindismaður. í samræmi við þetta vil ég vinna að því, að neyzla áfengls í landi mínu verði sem allra minnst og helzt engin. Það geta verið skiptar skoðanir um úr- ræði til þess. En mér finnst, að allir góðviljaðir menn hljóti að meta úrræðin eftir þessu. Ef sú hugsjón, að allir neyttu áfengis í smáum stíl, á aÖ verða að al- vöru, verðum við víst að fara að hreinrækta þá mannkyns- stofna-, sem ekki hafa hneigð til ofdrykkju. Ég geri það ekki að tillögu minni. Mitt takmark ,er þjóðarbindindi. Úrvalsljoð Matthíasar J oehiimssonar. I bókinni eru milli 40 og 50 kvæði, sem Jónas Jónsson, alþm. hefir valið. Hann ritar eining athyglisverðan for- mála um þjóðskáldið. Þetta er fjórða bókin, sem gefin er út í safninu ÍSLENZK ÚRVALSRIT. Næst verða gefin út í þessum bókaflokki úrvalsljóð Gríms Thomsen. Með þessum bókum er félagsmönnum send sérstök orð- sending, þar sem leitað er álits þeira og tillagna um starf- semi útgáfupnar. Er það vinsamleg ósk hennar, að sem allra flestir þeirra svari þessari orðsendingu. Enn er hægt að fá eldri félagsbækur við hinu upp- runalega lága verði, svo sem hér segir: Ársbækur 1942: 5 bækur fyrir 10 kr„ 1943: 4 bækur fyrir 10 kr„ 1944: 5 bækur fyrir 20 kr. og 1945: 5 bækur fyrir 20 krónur. Hér er tækifæri til að gera sérstaklega góð bókakaup. Af sumum þessara bóka eru mjög fá eint. óseid. Skrifstofa útgáfunanr er að Hverfisgjötu 21, sími: 3652, pósthólf 1043. Afgreiðsla fyrir Reykjavík er í Safnahús- inu, opið kl. 1—7, og í Hafnarfirði í verzlun Valdimars Long. — Umboðsmenn eru um land allí. Bóhaútffáfa Menninffarsjóðs off Þjóðvinafélaffs. KKKKKKKKKKKKJKKKKKKJKJKKJKKKKJKKKKKKKKKKKKKKKKKKKKKKKKK Undralæknirinn PARISH Frásagnir af læknisferli W. T. PARISH, sem er mestur andlegur læknir í heimi nú á tímum, fært í letur af MAURICE BARBANELL, ritstjóra P s y c- h i c N e w s .. W. T. Parish, er löngu heimskunnur maður fyrir lækningar sinar, enda langfrægasti læknamiðill nú- tímans. Tugþúsundir manna um 'víða veröld eiga honum líf og heilsu að lguna og blessa hann sem sinn mesta velgerðarmann. Að eins lítinn hluta af sjúklingum sínum hefir Parish augum litið, því að langflesta þeirra hefir hann læknað úr fjarlægð, þ. e. a, s.: sjúklingarnir hafa skrifað honufn og lýst sjúkleika sínum, en Parish hefir síðan læknað þá úr fjarlægð (absent healing). — í svo að segja hverju landi veraldarinnar, er að finna fólk, sem Parish hefir læknað. Einnig héðan frá íslandi hafa honum borizt lækningabeiðnir. Lækningaferill Parish er Iíkari ævintýri, en veruleika, en þó er hvergi orði hallað í bók Barba- nell, enda er hún byggð á skjalfestum heimildum og rituð af vísindalegum strangleika og nákvæmni. Lesið Vntlraleekninn Parish. Fæst hjá bóksölum. Verð heft kr. 11,00 og í góðu bandi, kr. 18,00. DRAUPNISÖTOÁFAN

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.