Tíminn - 12.04.1946, Blaðsíða 1

Tíminn - 12.04.1946, Blaðsíða 1
RITSTJÓRI: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON ( ÚTGEí'ANDI: FRAMSÓKNARFLOKKURINN > Slmar 2353 og 4373 PRENTSMIÐJAN EDDA h.I. \ RITST JORASKRIFCTOFUR: EDDUHOSI. Lli.dargötu 9 A Símar 2353 og 4373 AFGREIÐSLA. INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRIFSTOPA: EDDUHÚSI, Llndargötu 9 A SimJ 2323 30. árg. Reykjavík, föstudaginn 12. april 1946 66. blafS Tillögur um stórfelldar tollalækkanir Skúli Guðmundsson flytur tillögur um tolla- lækkun á timbri, tilbúnum húsum, húsgögn- um og búsáhöldum. Fyrir nokkru síðan var lagt fram frv. í neðri deild um breyt- ingu á tollalögunum og fjallar það einkum um aukna verndar- tolla. Frumvarp þetta hefir verið ttl athugunar í fjárhagsnefnd deildarinnar og hefir fulltrúi Framsóknarflokksins þár, Skúli Guðmundsson, lagt fram allvíðtækar breytingartillögur við það. Aðalefni tillagna hans er að lækka stóriega tolla á timbri, til- búnum húsum, gluggum, hurðum, húsgögnum, búsáhöldum og dráttarvélum. Ætlar stjórnarlið- ið að svæfa her- stöðvatillöguna ? | Það eru nú liSnir 16 dagar síðan að Hermann Jónasson lagði fram þingsályktunartil- lögu þess efnis, að stjórnin léti birta skjölin í herstöðvamálinu. Síðan hefir enginn fundur ver- ið haldinn í sameinuðu þingi, þótt mörg mál liggi þar óaf- greidd. Virðist margt benda til þess, að fundir hafi verið látnir falla þar niður, svo að ekki hafi verið hægt að bera fram þá kröfu, að málið yrði tekið á dagskrá, en forseta hefir vcrið kunnugt um, að þaö yröi gert, cf fundur væri haldinn. í lengstu lög verður því þó ekki trúað, að stjórnin ætli að bæta því við leyndina yfir her- stöðvamálinu að varna þinginu að ræða þetta mál opinberlega og taka afstöðu til leyndarinnar. En það væri vissulega í sam- ræmi við aðra framgöngu kom- múnista í þessu máli, aö þeir hjálpuðu til þess, að málið feng- ist ekki rætt í þinginu. ERLENDAR FRÉTTIR I STUTTU MÁLI % — Brezka stjórnin hefir lýst yfir því, að Bretar rnuni taka upp brauðskömmtun, ef Banda- ríkjamenn gera slikt hið sama. Bandarikj ast j órn hefir óskað eftir, að komið yrði á samtökum þjóða, þar sem feitmetisneyzla er mest, um að draga úr henni. — Öryggisráðið kemur sam- an til fundar á mánudaginn. Verður þar rætt um, hvort taka skuli íranmálið af dagskrá eftir kröfu Rússa og hvort taka skuli Spánarmálið á dagskrá eftir kröfu Pólverja. — Damaskinos erkibiskup hefir orðið við þeim tilmælum að gegna áfram ríkisstjóra- störfum fyrst um sinn. — Vaneldissjúkdómar eru nú mikið farnir að gera vart við sig á meginlandinu. Sem dæmi um matvælaskortinn er þess getið, að kornuppskeran í' Tékkósló- vakíu nam pú ekki nema um 4 millj. smál, en var um 8 millj. smál. að jafnaði fyrir styrjöld- ina. — í London er nýlega lokið fiskimálaráðstefnu. Náið ,sam- starf var á ráðstefnunni milli allra fulltrúa Norðurlanda. s Verður hér á eftir skýrt frá aðalatriðunum í tillögum Skúla: Allir tollar á dráttarvélum og hjólbörðuní á dráttarvélar og veghefla falli niður, en nú hvílir á þeim 8% verðtollur og 7 aura vörumagnstollur á kg. Verðtollur á algengustu timb- urtegundum lækki úr 8% í 2%, en á öðrum úr 15% í 8%. Verðtollur á tilhöggnum hús- um lækki úr 30% í 2%. Verðtollur á gluggum, hurðum og glugga- og hurðakörmum lækki úr 30% í 8%. Verðtollur á húsgagnagrind- um og ósamsettum húsgagna- hlutum lækki úr 30% í 15%. Verðtollur á tilbúnum hús- gögnum lækki úr 50% í 30%. Verðtollur á hvers konar bús- áhöldum lækki úr 30% í 10%. Þá er lagt til að endurgreidd verði aðflutningsgjöld af kyn- bótadýrum, sem Loðdýraræktar- félag íslands flytur inn, og enn- fremur að endurgreidd verði að- flutningsgjöld af efni í umbúðir um innlendar framleiðsluvörur, sem seldar erú til útlanda. Ef þessar tillögur Skúla væru samþykktar, myndu þær hjálpa til að lækka dýrtíðina verulega, ef þær næðu fram að ganga. Þær myndu lækka byggingar- kostnaðinn og létta stórlega undir með þeim, sem ætla að bæta úr húsnæðisvandræðnm sínum með innflutningi tilbú- inna timburhúsa. Þær myndu og létta mjög fyrir efnaminni fjöl- skyldum, sem þurfa að afla sér húsgagna og búsáhalda, og t. d. koma sér mjög vel fyrir ungt fólk, sem er að byrja búskap. Mun möygum þykja fróðlegt að sjá, hvernig stjórnarflokk- arnir bregðast við þessu úrræði til að draga úr veigamiklum þáttum dýrtíðarinnar, en sumir þeirra hafa oft lofað því hátíð- lega að berjast fyrir tollalækk un, einkum þó korpmúnistar. Kosningar í Japan Þingkosningar fóru fram Japan síðastl. miðvikudag. Kosnir voru 466 fulltrúar fulltrúadeild þingsins, en ennþá er ekki búið að kjósa fultrúa í öldungadeildina. Jafnaðarmenn áttu mestu fylgi að fagna i kosn- ingunum, og eru þeir liklegir til að mynda stjórn, ásamt öðrum vinstri mönnum. Gert hefir verið uppkast að nýrri stjórnar- skrá; líkist hún í ýmsu mjög stjórnarskrá Bandaríkjann^. Skrif Mbl. um vantrauststillöguna og þinghaldið: . • ' • v . ■ V/ Þinghaldið í vetur mætti vera kjósendunum örugg vísbending um vinnubrögð stjórnarfl. Alþýðœtryggingarfrv. er nú fyrst eftir 5Vz mánaðar þingsetu að koma úr nefnd i fyrri þingdeildinni! Affalmálgagn ríkisstjórnarinnar, Morgunblaffiff, reynir í gær að nota vantrauststillöguna gegn ríkisstjórninni, er Framsóknar- menn flytja, til árása á þann veg, aff þeir séu aff tefja þingstörfin og hindra þaff, aff þinginu verffi lokiff fyrir páska. Jafnframt not- ar þaff tækifærið til aff fara miklum lofsörðum um hin góðu vinnubrögð stjórnarflokkanna í þinginu. Vafasamt er, hvort Morgunblaffiff hafi nokkurn tíma komizt lengra í blekkingariðju og yfirdrepsskap en í þessum skrifum sínum. Um vantrauststillöguna er það að segja, að hún þarf ekki að tefja vinnubrögð þings- ins neitt. Slíkar tillögur fara aldrei til nefndar, heldur eru aðeins ræddar á þingfundi og ber að útvarpa umræðunni. Vegna þess verður hún líka mun skemmri en ella eða í hæsta lagi 6—7 klst. Vegna vantrauststil- lögunnar væri því næsta auð- velt að ljúka þinginu fyrir páska, ef ekki kæmi annað til. Það er því meira en tilgangs- laust fyrir Mbl. að ætla að koma töfum á þingstörfum yfir á bak vantrauststillögunnar. Öll þjóðin veit,\að það eru vinnu- brögð stjórnarflokkanna sjálfa eða réttara sagt ódugnaður þeirra og ósamkomulag, sem veldur því, hve óhæfilega langt þingið er orðið. Þingið hefir mánuðum saman orðið að bíða aðgerðalaust vegna samninga- viðræðna stjórnarflokkanna um þau höfuðmál, sem þeir höfðu lofað að leysa á þinginu áður en það kom saman, þ. e. eflingu Fiskveiðasjóðs og alþýðutrygg- ingarnar. Um Fiskveiðasjóðsfrv. er það að segja, að það var lagt fram í n. d. nokkru fyrir jól og lá síðan í nefnd í þrjá mánuði og er nú Ioks komið til efri deildar, þar sem það ú enn eftir tvær umræður og athugun í nefnd. Frumvarpið um alþýðutrygg- ingarnar var lagt fram í efri deild nokkru fyrir jól og hefir síffan legiff þar í nefnd- og er ekki komið þaðan enn. Vitað er að stjórríarflokkarnir eru búnir að semja um 40—50 breyt- ingar á því, en eiga eftir að koma sér saman um allmörg atriði. Afgreiðslu þess frá e. d. verður tæpast lokið fyrr en á mánu- dag, og eigi að ljúka þinginu fyrir páska, verffur neffri deild að afgreiða þennan mikla laga- bálk á affeins tveim dögum, en hann er hvorki meira né minna en í 150 greinum, sem flestar (Framháld á 4. slðu). Bættar straridferðir og samgöngur við útlönd Þingsályktiiiiartillaga frá Eysteini Jónssyni. Eysteinn Jónsson hefir ný- lega lagt fram í sameinuffu þingi tillögu þess-efnis, aff Al- þingi „skori á ríkisstjórnina aff hlutast til um, aff sam- göngum meff ströndum fram verði án tafar komið í viff- unandi horf og að sam- göngum viff önnur lönd verffi hagaff þannig, aff sem mestir vöruflutningar geti átt sér staff án umhleffslu.“ í greinargerð tillögunnar segir á þessa leið: — í strandferðamálum hefir nú undanfarið ríkt slíkt öng- þveiti, að furðulegt má teljast. Þarf að leita langt aftur í tím- ann til þess að finna fordæmi fyrir því, sem gerzt hefir und- anfarna mánuði um lestarflutn- ing á fólki, strjálar ferðir o. fl. Þetta er afsakað með því, að Esja, er í viðgerð. Ekki er sú af- sökun nægileg, þegar þess er gætt pi. a., hvílíka aðstöðu rikis- stjórnin hefir gagnvart Eim- Merkilegt tónverk flutt á Akureyri Síðastl. sunnudag flutti Kan- tötukór Akureyrar tónverk(ora- torium) Qftir Björgvin Guð- mundsson tónskáld, er hann lauk 1930, en ekki hefir verið flutt fyrr. Nefnist það Örlaga- gátan og byggist á ljóðaflokki, sem Stephan G. Stephansson orti um þann atburð, er dísir drápu Þiðranda, son Halls á Síðu. Ljóðaflokk þennan samdi Stephan eftir beiðni Björgvins, sem þá var byrjaður á verkinu. Mikið fjölmenni hlustaði á tónverkið, er var ■ flutt undir stjórn höfundarins, og var því afburða vel tekið. í tilefni af þesum atburði, hefir bæjarstjórn Akureyrar samþykkt að veita Björgvin lausn frá kennslu við barna skólann með fullum launum, og skorað á ríkið að gera slikt hið sama. Má telja víst, að ríkis- stjórnin bregðist vel við þeirri áskorun. U t a n f ö r varðandi menntaskólabygg- inguna filraunir raeð hrað- frystingu á grænmeti Blaffamönnum var boðiff til miffdegisverffar í gær hjá Húsmæðrakennaraskóla ís- lands, til aff kynnast tilraun- um, sem rannsóknarráð ríkis- ins hefir Iátiff gera í vetur með frystingu grænmetis. Ásgeir Þorsteinsson bauð gestiha velkomna. Því næst skýrði dr. Jakob Sigurðsson, sem haft hefir umsjón með þessum tilraunum, frá árangrinum, sem náðst hefði. Taldi hann, að þessar fyrstu tilraunir með frystingu grænmetis hér gæfu góða raun og mætti bráðlega búast við, að fryst grænmeti yrði allmikil verzlunarvara hér á landi eins og nú væri, t. d. í Bandaríkjunum, en þar er ár- lega fryst um 150 millj. punda af grænmeti til sölu á vetrar,- markaðinum. Vitanlega væri hér miklu meiri ástæða til að frysta grænmeti tiltölulega i stærri stíl, sökum þess hve sá tími er stuttur, sem við getum notað nýtt grænmeti. Doktorinn taldi auk þess, að fryst grænmeti væri jafnvel að sumu leyti fremra nýju grænmetí, ef það fengi rétta meðhöndlun. Alls voru frystar 11 tegundir af grænmeti og reyndist vera hægt að geyma þær allar með mismunandi góðum árangri, eftir því hver tegundin var. Er Tveir menn úr byggingar- nefnd Menntaskólans í Reykja- vík, Pálmi rektor Hannesson, formaður nefndarinnar, .og nú þegar hafinn undirbúningur Hörður Bjarnason, skipulags- ^ að byggingu frystihúss austur í stjóri, fóru til útlanda 11. þ. m.' Hveragerði, sem notað verður á vegum menntamálaráðuneyt- tíl að frysta grænmeti fyrir vetr- isins í sambandi við hina fyrir- armarkaðinn. huguðu byggingu menntaskóla- hússins. Ungfrú Helga Sigurðardóttir lét svo ummælt, „að grænmeti skipafélaginu vegna samstarfs um erlend leiguskip o. fl. Flutningsmaður þessarar til- lögu hefir búizt við því sífellt undanfarið, að bætt yrði úr þessu ástandi, en þar sem ekki bólar á slíku, en langt komið setu Alþingis, þykir rétt, að Al- þingi segi skoðun sína um málið. Þá er annað atriði þýðingar- mikið. Ekki hefir þess ennþá orðið vart, að breytt hafi verið um stefnu um vöruflutninga frá öðrum löndum, þótt styrjöldinni sé lokið og meiri skipakostur til .umráða en áður. Umhleðslu- stefnunni er haldið ennþá, til stórtjóns fyrir mikinn þorra landsmanna. Ríkisstjórnin hefir tvímælalaust möguleika til þess að hafa mikil áhrif á fram- kvæmd þessara mála, m. a. vegna leiguskipanna, sem Eim- skipafélagið fær fyrir milli- göngu stjórnarinnar. Þess vegna þykir flm. rétt og nauðsynlegt, að Alþingi geri ályktun um það, hverja stefnu það aðhyllist í þessu máli. \ <Fravihald á 4 siðui. Er för þeirra einkum heitið þyrfti að vera á diski hvers ein- til Norðurlanda, til að kynnast ýmsum nýjungum í skólabygg- ingum þar. Ráðgert er að leggja hornstein að nýja menntaskóla- húsinu, er reist verður í Laug- arnesi 1. okt. næstk., á 100 ára afmæli skólans,- Aðalfundur Fél. ísl. rithöfunda Annar árgangur kemur út af Dynskógum, riti Félags is- lenzkra rithöfunda, I ár. Var þetta ákveðið á aðalfundi fé- lagsins 9. þ. m. og Guðmundur G. Hagalín samtímis kjörinn iitstjóri þess. Auk hans var kos- in þriggja n\anna ritnefnd og eiga sæti í henni Elínborg Lár- usdóttir, Gunnar M. Magnúss og Jakob Thorarensen. Við stjórnarkjör á aðalfund- inum baðst Guðmundur G. Hagalín, sem verið hefir for- maður félagsins frá stofnun (Framhald á 4. síðu). Fjállaferðir Margir ferðamannahópar eru nú að búa sig undir fjaila- og jöklaferðir um páakana. Fjalla- menn gera út stærsta leiðang- ur\nn, en þeir hafa árlega efnt til slíkra ferða um páskahátíð- ina og jafnan verið mikil þátt- taka. Að þessu sinni fara þeir hópferðir á Eyjafjalla- og Tind- fjallajökla. Um 40 manns hafa tilkynnt þátttöku sína í þessa för. Hóparnir, sem fara á þessa jökla, leggja af stað héðan úr bænum á sunnudaginn. Þá ætla skátar að leggja í leið- angur á Fimmvörðuháls, í félagi við Fjallamenn. Nokkrir K. R,- ingar ætla einnig að fara á Kjöl og Kerlingarfjöll um pásk- ana. Hófu þeir undirbúning þessarar farar síðastl. haust með því að flytja matvælabirgð- ir í sæluhús Ferðafélagsins á Kili.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.