Tíminn - 03.05.1946, Blaðsíða 1

Tíminn - 03.05.1946, Blaðsíða 1
RITSTJORASKRXÍT TOli’UR EDDUHtJSI. Li- aar;.öt\i 9 A Simar 2353 og 4373 AFC-REIÐSLA. INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA EDDUHÚSI. Llndargötu 9 A Slml 2323 30. árg. Reykjavík, föstudaginn 3. maí 1946 76. lilatS Samviumifréttir: Aðalfundur Kaupfél. Suður- Þingeyinga Dagana 15. til 17. apríl var sextugasti og fimmti aðal- funður Kaupfélags Þingey- inga haldinn í Húsavík. Fundinn sátu, auk félags- stjórnar, endurskoðenda og kaupfélagsstjóra, 69 fulltrúar frá 17 deildum. Tala félagsmanna var um siS- ustu áramót 974 og hafði félags- mönftum.fjölgað á árinu um 44. Vöruvelta félagsins var s.l. ár um 7 milj. kr. og hafði aukizt um 942 þúsund, og af því er aukning vörusölu í búðum og pakkhúsi 567 þús. kr. Innstæður í reikningum og innlánsdeild voru 3990 þús. kr. og höfðu auk- izt á árinu um 340 þús. kr. Stofn- sjóður félagsmanna er nú 289 þús., og jókst á árinu um tæp 69 þús. Sameignarsjóðir eru 758 þús., kr. og jukust á árinu um 123 þús. Samanlagðar sjóðseign- ir því 1047 þús. kr. Úthlutað var-10% arði af á- góðaskyldri úttekt félgasmanna og var helmingur lagður í stofn- sjóð, en hinn helmingurinn út- borgaður. Fundurinn samþykkti að stofna mjólkursamlag, og láta reisa mjólkurvinnslustöð í Húsa- vík, og hefja þegar á þessu ári byggingu hennar. Úr menningarsjóði félagsins voru veittar 8300 krónur til ýmsra menftingarmála á félags- svæðinu. Á aðalfundi 1943 voru kosnir í fræðslu og skemmtinefnd þeir Pétur Jónsson, bóndi í Reynihlíð, Jón Sigurðsson, bóndi Ystafelli og Jónas Baldursson, bóndi Lundarbrekku. Að tilhlutun þessarar nefndar, var fundar- mönnum og gestum boðið á skemmtun tvö kvöld. Var þar skemmt með leiksýningu, söng upplestrl og ræðuhöldum. ERLENDAR FRÉTTIR í STUTTU MÁLI — Miklar æsingar eru nú í Palestínu í tilefni af því, að brezk-ameríska Palestínu nefnd- in hefir lagt til, að 100 þúsund þýzkir og austurrískir Gyðingar verði fluttir þangað á Þessu ári, en siðan verði ekki fluttir þang- að fleiri Gyðingar, nema eftir samkomulagi. Bæði Gyðingar og Arabar eru jafn óánægðir yfir þessu. — Störfum utanríkismála- fundarins í París er talið miða vel áfram. Fátt er enn kunnugt af ákvörðunum ráðstefnunnar annað en það, að neitað hefir verið kröfum Austurríkismanna, um Suður-Tyrol. Hefir þetta vakið miklar æsingar víða í Austurríki, og hefir nú stjórn landsins sagt af sér í mótmæla- skyni. — í London stendur nú yfir samveldisráðstefna og eru þar mættir margir helztu leiðtog- ar brezku samveldislandanna. — Bæjarstjórnarkosningar fóru fram í borgum á hernáms- svæðum Bandaríkjamanna í Þýzkalandi fyrra sunnudag, en í vetur fóru fram sveitarstjórn- arkosningar í sveitum og smá- þorpum. Úrslit urðu á sömu leið og þá, að kristilegi flokkurinn fékk mest fylgl, en þar næst jafnaðarmenn. — Kommúnistar höfðu sama og ekkert fylgi. — Komizt hefir upp um sam- særi japanskra ofstækismanna um að ráða Mac Arthur af dög- um. Alþingi gengi í Frægur skákmaður kominn hingað Stjórn Skáksambands ís- lands bauð í gær blaðamönn- um að ræða vlð brezkan skák- snilling, sem kom hingað til landsins í gærmorgun. Heitir hann B. H. Wood og er meðal allra þekktustu skákmanna Bretlands og líklegur talinn til að verða skákmeistari Eng- lands, þegar teflt verður um þann titil næst, en síðast var keppt um hann fyrir styrj- öldina. Mr. Wood hefir lengi haft mik- inn áhuga fyrir íslandi og seg- ist mundi hafa komið hingað til lands, þó ekki hefði orðið um taflferð að ræða. Mr. Wood hefir haft mikil af- skipti af félagssamtökum skák- manna í Bretlandi og stofnað bréfskákasamband þar. Hann er nú forseti alþjóða bréfskáka- sambandsins. Hann hefir einnig stofnað vinsælt tímarit um skák- mál og gefið út bók um skák, sem selzt hefir mikið. Hann tek- ur á næstunni þátt í útvarps- skákkeppni, sem fer fram milli Bretlands og Rússlands og spáir hann því, að Bretar verði varla verri en Bandaríkjamenn í keppnjnni við Rússa. Ákveðið er, að í kvöld tefli Wood fjöltefli við 10 íslenzka landsliðs- og meistaraflokks- menn, þannig, að hann hefir jafn mikinn tíma og þeir allir til samans. — Teflt verður að Röðli og er öllum heimill að- gangur, en aðgöngumiðar að skákinni fást við innganginn. Á sunnudagskvöldið mun hann sennilega tefla fjölskákir við 20 íslenzka taflmenn og á þriðju- dag og fimmtudag mun hann tefla tvær einvígisskákir við Ás- mund Ásgrímsson skákmeistara íslands. Fer sú keppni fram að Röðli. Hinn brezki skákmaður dvelur hér í boði Skáksambands íslands og mun verða hér hálfan mán- uð. Hann hefir í hyggju að fá fyrrverandi heimsmeistara í skák, dr. Euve, til að koma hing- að til lands næsta vetur, og telur líklegt, að hann geti komið því til leiðar, því þeir Euve eru mikl- ir vinir. Flugvél keypt til Vestmannaeyjaíerða Loftleiðir h.f. hafa fest kaup á tveggja hreyflá Anson-land- flugvél, sem notuð verður sér- staklega til flugferða milli Reykjavíkur og Vestmannaeyja. Mun hún geta flutt 8 farþega. Hún er keypt i Kanada og verð- ur henni sennilega flogið hingað í næstu viku. Drottningin kom í gærmorgun Dronning Alexandrine kom í gærmorgun til Reykjavíkur frá Færeyjum og Danmörku. Með skipinu komu um 200 farþegar, sem aðallega voru Danir. Skip- ið fer héðan aftur áleiðis til Færeyja og Danmerkur á laug- ardag. hefir ekki óskað, að ísland bandalag samein.þjóðanna NAZISTAFORINGI HENGDUR Vilja stjórnarfiokkarnír, að Mynd þessi var tekin þegar líflátsdómi ungverska nazistaforingjans Szal- asy var fullnægt, en hann var dæmdur til að hengjast á löngum tíma. At- höfn þessi var Iátin fara fram á stóru torgi í Budapest og voru þar áhorf- endur svo tugþúsundum skipti og voru mikil óp gcrS að Szalasy, sem bar sig þó hið karlmannlegasta. Slíkar opinberar hengingar eru nú daglegir atburðir í þeim löndum, þar sem Rússar hafa setulið, og sæta margir þeirri meðferð, sem minna hafa til saka unnið en Szalasy. Þá hafa margir þýzkir hershöfðingjar verið hengdir opinberiega í Rússlandi. í hinum vestrænu löndum er dauðadómum fullnægt í kyrrþey og þykja opinberar sýningar á slíkum athöfnum tilheyra siðleysi miðaldanna Bæjarstjóriiarfuiidui* í gær: Samþykkt að kaupa Reykjahlíð í Mosfellssveit, ásamt hitarétt- indum fjögurra jarða Báejarstjórn Reykjavíkur hélt fund í gær. Merkasta málið, sem kom fyrir þennan fund, var heimildartillaga til handa borgar- stjóranum um kaup á jörðinni Reykjahlíð og hitaréttindum þeirr- ar jarðar og jarðeignanna Varmalands, Æsustaða, Norður-Reykja og Laugabóls í Mosfellssveit. Þessi ' tillaga var samþykkt með atkvæðum allra bæjar- stjórnarfulltrúa. En hins vegar kom fram gagnrýni á hendur þeim, sem vald hafa haft í þessu efni, að ekki skyldi fyrr hafa verið ráðizt í þessi kaup. Var á það minnt, að þessi mál hefðu verið til umræðu í bæjarráði í fyrravetur. Hefði þá verið svo langt komið, að fyrir lá tilboð frá eiganda * Reykjahlíðar um sölu hitaréttinda fyrir lægra verð heldur en nú er unnt að gera sér vonir um, að þau fáist fyrir. Kaupverð jarðarinnar Reykja- hlíð mun nú vera 1200 þúsund krónur, og er þar að vísu inni- falið allmikið af gróðurhúsum, en hitaréttindin verða metin af mönnum, sem þar verða til kvaddir. í vetur, þegar fjárhagsáætlun bæjarins var gerð, var talsvert fé ætlað til gróðrarstöðvar og plöntuuppeldisstöðvar að Lamb- haga í Mosfellssveit. Var áætlað að nauðsynlegar byrjunarfram- kvæmdir þar kostuðu 800 þús- und krónur. Nú lýsti borgar- stjóri yfir því, að í ráði væri að hverfa frá því að reka gróðrar- stöð í Lambhaga, heldur skyldi henni komið upp á hinni nýju lendu bæjarins, Reykjahlíð, ef af kaupunum yrði. Þá urðu talsverðar umræður um steypuhræristöðina, sem rætt hefir verið um, að bærinn komi upp. Hafa verið gerðar ráð- stafanir til að kaupa til lands- ins ein tæki til slíkrar stöðvar og á Reykjavíkurbær forkaups- rétt á þeim. Borgarstjórinn lagði nú hins vegar til, að myndað yrði hlutafélag um þennan (Framhald á 4. síOu). Island gangi í bandalagið, þótt það skuldbindi þjóð- ina til aö leigja því herstöö Seinasta þingdaginn fóru fram athyglisverðar umræður í sam- einuðu þingi um afstöðu íslands til bandalags hinna sameinuðu þjóða. í umræðunum kom fram, að forsætisráðherra taldi Alþingi hafa samþykkt á lokuðum þingfundi í fyrra, þegar stríðsyfir- lýsingarmálið var afgreitt, að óska eftir þátttöku í bandalaginu. Hermann Jónasson og Eysteinn Jónsson andmæltu þeirri skoðun og töldu stjórninni ekki heimilt að leita eftir þátttöku í banda- laginu, án þe'ss að bera það sérstaklega undir Alþingi. Umræður þessar fóru fram í sambandi við tillögu Hermanns Jónassonar um herstöðvamálið. Kom það fram við þær, að for- sætisráðherra taldi Alþingi hafa óskað þess í fyrra, þegar það af- greiddi stríðsyfirlýsingamálið að gerast þátttakandi í bandalag- inu, og hefði ríkisstjórnin þvi yfirlýstan þingvilja á bak við sig, ef hún óskaði eftir þátttök- unni. Jafnframt lýsti ráðherr- ann þeirri skoðun sinni, að ís- land ætti að ganga í bandalagið. Bæði Eysteinn Jónsson og Hermann Jónasson andmæltu þessari skoðun. Bentu þeir á, að í umræddri samþykkt Alþingis, sem gerð hafði verið á lokuðum þingfundi, hefði aðeins verið lýst þeirri ósk, „að fslendingar verði taldir eiga rétt til að sitja ráðstefnur hinna -frjálsu sam- einuðu þjóða“ og hún síðan ver- ið rökstudd. í samræmi við þetta hefði stjórnin óskað eftir, að ís- lendingar fengju að hafa full- trúa á ráðstefnunni í San Frans- isco, en því hefði verið hafnað. Þessi ósk um þátttöku í ráð- stefnunni þýddi engan veg- inn sama og ósk um þátttöku i bandalaginu. Þátttökunni í ráð- stefnunni hefði ekki fylgt nein kvöð um það að verða þátttak- | andi í bandalaginu, enda myndi engin-þjóð hafa skuldbundið sig þannig fyrirfram, meðan ekkert var vitáð um starfshætti og skipulag bandalagsins. Allar þær þjóðir, sem tóku þátt í ráðstefn- unni, hefðu líka fyrst eftir ráð- stefnuna cekið formlega ákvörð- un um þátttöku í bandalaginu og fengu þær margra mánaða frest til þess að ákveða það, hvort þær ætluðu sér að vera í bandalaginu. Þess vegna væri ó- mögulegt að ætla að túlka ósk Alþingis um þátttöku í ráð- itefnunni sem ósk um þátttöku í sjálfu bandalaginu. í beinu áframhaldi af þessu, báru þeir E. J. og H. J. fram bá kröfu, að stjórnin gerði ekki íeitt í þessum málum, nema áð- ir lægi fyrir skýr þingvilji um ýað, að ísland gengi í bandalag- ið. Taldi E. J. rétt, áð ekki yrði héðan af tekin um þetta ákvörð- I un fyrr en eftir kosningar, svo að hið nýkjörna þing fengi að marka stefnuna í þessu máli, Þá beindi Eysteinn þeirri fyr- irspurn til forsætisráðherra, hvort stjórnin hefði gert sér ljóst, hvaða kvaðir myndu fylgja því að.vera í bandalaginu. Alveg sérstaklega spurði hann um, hvort sú kvöð fylgdi því, að ís- land yrði að leggja bandalaginu til herstöðvar, ef það færi fram á það. Forsætisráðherra kvaðst ekki hafa gert sér þetta fullljóst. E. J. kvaðst leggja á það mikla áherzlu, að þetta atriði væri vel upplýst áður en nokkur cndan- leg ákvörðun yrði tekin. Eftir að þetta hafði verið rætt allmikið, kvaðst forsætisráð- herrann verða að viðurkenna, að samþykkt Alþingis í fyrra væri ekki formleg ósk um inn- göngu í bandalagið og lofaði hann því fyrir hönd stjórnar- innar, að málið yrði borið undir Alþingi áður en formlega yrði frá því gengið. Hins vegar lýsti hann yfir þeirri skoðun, að hann teldi þingvilja vera fyrir því, að ísland gengi í bandalagið. Verður ekki annað séð á þess- um ummælum en að stjórnar- flokkarnir séu svo ákafir í því að komast í bandalagið, að þeir (rrc.rn.hald á 4. síðu). Þingfífl Sá atburður gerSist næst seinasta þingdaginn, aS Gísli Jónsson ofbauS svo þolinmæSi flokksbræSra sinna meS hinu sífellda masi sínu og rangfærsl- um, að þeir gáfu honum vitnis- burSi, sem einstæSir eru i þing- sögunni. Meðal þeirra mála, sem þá voru á dagskrá, var tillaga um vátryggingu vélbáta. Gísli hélt uppi miklu þrefi um tillöguna og flutti mál sitt þannig, að Sig- urður Krisijánsson lýsti hann margsinnis ósannindamann, en tók jafnframt fram, að lítt myndi tjá að leiðrétta rang- færslur hans og leiðbeina hon- um, þvi að hann myndi þegar kominn eins langt niður og þyngdarIögmáliÍF 'rckast leyfði. Annað dagskrármál var til- laga um bjórgunarskútu Vest- fjarða. Gísli hóf einnig málþóf um það. Sigurður Bjarnason kvaddi sér þá hljóðs utan dag- skrár og lýsti vanþókuun sinni á því, að Gísli fengi þannig að tefja framgang mála með mál- þófi sínu. Til frekari áherzlu tók hann fram, að Gisli væri . eini bingmaðurinn, sem væri þingfífl. /

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.