Tíminn - 03.05.1946, Blaðsíða 2

Tíminn - 03.05.1946, Blaðsíða 2
2 TÍMIWN, föstiidaginn 3. mai 1946 76. blað Föstudayur 3. maí Tvísöngur Mbl. um kommúnista Sitthvað bendir nú til þe&s, að Mbl. sé í þann veginn að hefja aftur sönginn um óþjóðhollustu og skaðræði kommúnista, sem það söng kappsamlegast fyrir bæjarstjórnarkosningarnar í vetur. Þetta skal síður en svö lastað, því að flest í þessum söng Mbl. var sannleikanum sam- kvæmt. En hitt mætti gegna furðu, ef Mbl. og flokki þess tækist enn að villa á sér heim- ildir. með þessu háttalagi. Samkvæmt þeim lýsingum, sem Mbl. gefur af kommúnistum og yfirleitt hafa við full rök að styðjast, ætti það ekki að koma til greina, að frjálslyndir og þjóðlegir umbótaflokkar hefðu við þá samstarf um stjórn lands- ins. Allar tilraunir til að koma á slíku samstarfi, ættu að stranda á því, að lýðræðisflokk arnir vildu ekki fallast á þau skilyrði, sem flokkur eins og kommúnistar hlýtur að gera. Sú hefir líka orðið raunin annars staðar, t. d. á Norðurlöndum og í Bretlandi, og sú varð líka raunin hér, þegar reynt var að mynda .vinstri stjórn eftir kosn- ingarnar 1942. Það væri líka ekkert annað en bein sjálfs morðstilraun við hið lýðráeðis- lega þjóðfélag, ef lýðræðisflokk- ar gengju inn á hin kommún- istisku skilyrði. Væri Mbl. og forustulið Sjálf stæðisflokksins sjálfu sér sam- kvæmt og breytti í samræmi við þá lýsingu, sem það gefur á kommúnistum, ætti það að berj- ast markvisst og eindregið gegn öllu samstarfi við kommúnista. Þá væri hægt að taka umrædd skrif þess alvarlega. Slíku er hins vegar ekki að heilsa. Forkólfar Sjálfstæðis- flokksins hafa haft samstarf við kommúnista um stjórn landsins á annað ár. Forkólfar Sjálf- stæðisflokksins hafa það efst á stefnuskrá sinni nú, að þessu samstarfi verði hafdið áfram. Svo langt ganga forkólfar Sjálfstæðisflokksins í því að berjast fyrir þessu samstarfi, að Ólafur Thors hefir opintíferlega lýst því yfir, að lýðræðið væri búið að vera á íslandi, ef kom- múnistar færu úr stjórninni. Það væri ekki hægt að stjórna landinu án þeirra. Þessa yfir- lýsingu gfef hann í áramóta- boðskap sínum 31. des. 1944. Því fer þó fjarri, að sam- starf Sjálfstæðisflokksins við kommúnista hafi að nokkru leyti afsannað lýsingar Mbl. á þeim. Þvert á móti hefir það sannað þær allar. Kommúnistar hafa sett þau skilyrði fyrir stjórnarþátttökunni, að fylgt sé fjármálastefnu, sem getur ekki leitt til annars en hruns, þegar hungrið í heiminum hættir að halda afurðaverðinu uppi. Kommúnistar nota nú valdaað- stöðu sína til að smeygja mönn- um sínum inn í öll þau embætti, þar sem bezt er að koma við á- róðri, t. d. við ríkisútvarpið og skóla landsins. Og þannig mætti lengi telja. Þjóðin getur sannarlega ekki tekið þann flokk alvarlega, sem lætur blöð sín birta réttar lýs- ingar á lýðræðisfjandskap, byltingaráformum o^, óþjóðholl- ustu kommúnista, en hefur þó samstarf við þá um stjórn lands- ins, berst fyrir því, að slíku sam- starfi verði haldið áfram og I Ólafur Jónsson framkvæmdastjórL Búnaðarmálasjóðurinn Tíminn leyfir sér að endurprenta þessa grein Ólafs Jónssonar íramkvæmdastjóra Ræktunarfélags Norðurlands um búnaðar- málasjóðinn. Hún birtist upphaflega í „Degi“ á Akureyri. Eins og kunnugt er er Ólafur Sjálfstæðismaður, og hefir átt setu á búnaðarþingi í umboði þeirra. Síðastliðið laugardagskvöld barst sú fregn út á öldum ljós- vakans, að breyting þeirra Jóns Pálmasonar og Sigurðar Guðna- sonar á búnaðarmálasjóðslög- unum, hefði verið samþykkt sem lög frá Alþingi eftir mjög harða baráttu og tvísýna í efri deild þingsins, og að viðhöfðu nafna- kalli. Ég get ekki sagt, að þessi endalok kæmu flatt upp á mig, því að svo mikið þekki ég of- stopa, hefnigirni og sjálfselsku Jóns Pálmasonar, að ég vissi, að hann mundi ekki una annarri afgreiðslu málsins, og þó fann ég, að ég hafði til síðustu stund- ar vonað, að nægilega margir víðsýnir og sanngjarnir menn fyrirfyndust á Alþingi til þess •að hindra þá óhæfu, er hér hefir verið unnin. Öll meðferð þessa máls á Al- þingi er harla ósvífin og ein- stæð, en lokaatkvæðagreiðslan er mjög athyglisverð, og skal hér vikið að henni lítið eitt. Breytingin er samþykkt í efri deild með níu atkvæðum gegn sjö og ríður atkvæði fyrrverandi formanns Framsóknarflokksins, Jónasar Jónssonar frá Hriflu, baggamuninn. Verður ekki annað sagt en hann hafi nú með samþykki sínu á búnaðar- ráðslögunum og breytingunni á búnaðarmálasjóðnum auglýst sæmilega innræti sitt og afstöðu til bænda og bændasamtaka, svo enginn ætti iengur að þurfa að vera í vafa um, hvar í flokki sá dánumaður hefir valið sér stöðu. Allir aðrir Framsóknar- menn greiddu atkvæði gegn breytingunni og ennfremur tveir Sjálfstæðismenn, þeir Þorsteinn Þorsteinsson, sem frá upphafi hefir haft skýra afstöðu til málsins, og Gísli Jónsson, sem ekki virðist vilja teymast út í hvert það fen, sem stjórnarsam- vinnan ganar út í. Vera má, að hér hafi líka yfirvofandi kosn- heldur því fram, að ekki sé hægt að stjórna landinu án kommún- ista! Þjóðin mun fordæma það flá- ræði, sem felst í slíkum tvísöng. Skammagreinar Mbl. um kom- múnista munu ekki villa nein- um kjósanda sýn um hina raun- verulegu afstöðu íhaldsforkólf- anna til þeirra. Sjálfstæðis- flokkurinn verður ekki dæmdur eftir falsskrifum í Mbl., heldur eftir verkunum. í kosningunum í vor hefir þjóðin um tvær leiðir að velja varðandi stjórnarsamstarf í framtíðinni. Það er ,leið Sjálf- stæðisflokksins, sem felst í á- framhaldandi samvinnu við kommúnista. Það er leið Fram- sóknarflokksins, sem vill sam- eina öll hin lýðræðislegu um- bótaöfl um stjórn landsins. Lýs- ingar Mbl á kommúnistum ættu að þvi leyti að geta gert gagn, að þær skýra það betur fyrir mönnum, hvora þessa leið þeir eigi heldur að velja. Hvert atkvæði, sem Sjálfstæð- isflokkurinn fær, miðar að því, að kommúnistar verði áfram þátttakendur í stjórn landsins. Hvert atkvæði, sem Framsókn- arflokkurinn fær, miðar að því, að komið vecði á samstarfi um- bótaaflanna í lýðræðisflokkun- um um stjórn landsins. ingar einhverju um valdið, en þessi lofsverða afstaða til bún- aðarsjóðslaganna, getur þó naumast orðið þeim mikil rétt- læting á kjördegi, meðan þeir styðja og taka ábyrgð- á því stjórnarfari og þeirri stjórnar- samvinnu, sem hefir fram- kvæmt slíkt hneyksli, sem breyt- ingin á búnaðarmálasjóðslög- unum er. Einn þingmaður í efri deild, Haraldur Guðmundsson, sat hjá við atgvæðagreiðs-luna og fylgdi þar fordæmi flokksbróður síns í neðri deild, Barða Guðmunds- sonar. Þar með þykjast þessir ■sómamenn hafa þvegið hendur sínar af hneykslinu eins og Pílatus forðum og hljóta vafa- laust að launum svipað lof og viðurkenningu. Aðrir þingmenn efri deildar samþykktu. allir ó- sómann, þar á meðal landbún- aðarráðherrann, er virðist með því hafa samþykkt og staðfest þau ummæli Jóns Pálmasonar og Sigurðar Guðnasonar, í nefndaráliti þeirra, að samþykki hans á ráðstöfun Búnaðarþings á fé sjóðsins árin 1945 og 1946, hafi aðeins verið „að formi til“. Ég vil nú ekki fjölyrða meira um afgreiðslu málsins á Alþingi og sleppi alveg að rekja at- kvæðagreiðsluna í neðri deild, sem þó var á margan hátt eigi síður athyglisverð en afgreiðsla efri deildar, en öll meðferð meirihlutans á þessu máli sýnir ótrúlega rætni og- siðleysi, sem hlýtur að vekja hjá mörgum þá skoðun, að meðan slíkt hugarfar sé ráðandi í þingsölunum, sé ör- uggast að eiga sem minnst unti- ir stofnuninni. Það sýnist að minnsta kosti alláhættusamt að leita þar halds og trausts, því að slík tilmæli geta kostað full- komna réttarsviptingu og leitt til þe^s, að tilgangi og fram- kvæmd mála sé algerlega snúið við. Við skulum nú reyna að glöggva okkur á, hvernig með- ferð Alþingis á búnaðarmála- sjóðnum verkar, og hvað þar liggur til grundvallar. Upphaflegur tilgangur bún- aðarmálasjóðs var þrenns kon- ar. Þannig var frumvarpið und- irbúið af Búnaðarfélagi íslands, samþykkt af bændum almennt og loks af AJþirigi. í fyrsta lagi átti sjóðurinn að standa að verulegu leyti undir byggingu við hæfi Búnaðarfélags íslands, en allir eru sammála um, að' húsakynni stofnunarinnar séu ófullnægjandi, ónothæf og háski að varðveita þar ómet- anleg verðmæti. í öðru lagi skyldi sjóðurinn standa undir hagsmunasamtökum bænda, þar sem aðeins þótti viðeigandi, að fé, sem sú starfsemi útheimti, kæmi beint frá bændum sjálf- um. í þriðja lagi skyldi verja sjóðnum til að styrkja búnaðar- nýjungar og meiri háttar fram- kvæmdir úti í samböndunum, eftir því sem við ætti og kæmi að beztum notum í hvert sinn. Með breytingu þeirri, sem Al- þingi hefir nú gert á lögunum, er grundvellinum kippt undan öllu þessu. Hvað byggingu Bún- aðarfélags íslands áhrærir, má telja útilokað, að leita aftur á náðir bænda um stuðning, og eins líklegt, að ríkisvaldið reyndi að- bregða fæti fyrir hverja til- raun í þá átt. Auðvitað ber rlk- inu, siðferðilega séð, eins og nú er komið, að leggja félaginu nægilegt fé til byggingar sinnar, en ekki virðist bóla á neinu slíku, og ef dæma skal eftir þeirri meðferð, sem búnaðar- málasjóðurinn hefir hlotið hjá stjórnarmeirihlutanum, verður síðferði hans ekki metið á marga fiska. Það er því allt í óvissu um það, hve lengi Bún- aðarfélag íslands verður enn að kúldast í þeim algerlega óhæfú húsakynnum, sem það nú býr í. Um gistiheimili bænda, sem svo mjög hefir verið haft á oddi í umræðunum um búnaðar- málasjóð og áróðrinum gegn Búnaðarfélaginu og Búnaðar- þingi, skiptir minna máli. Bún- aðarmálasjóði var aldrei ætlað að bera þá stofnun nema að litlu leyti, og er allt annað, sem um það gistihússmál hefir verið sagt, ilikvitnisleg fölsun á sam- þykktum Búnaðarþings. Þeir að- ilar, innan landbúnaðarins, sem líklegastir hefðu verið til þess að leggja því máli lið, geta enn gert það og gera ef til vill, óháð Búnaðarfélagi íslg,nds, þótt þeim muni nú ætlað að greiða sinn skatt til 15 millj. króna gistihallar þeirrar, sem ríki og Reykjavíkurbær ætla nú að reisa fyrir almannafé. Þessi 15 millj. króna gistihöll er nú út- básúnuð af stjórnarliðinú sem glæsilegt fyrirtæki, og ,ame- rískir húsameistarar fengnir til að gera áætlanir og tillögur, en það. eru taldir fjárglæfrar að ætla að reisa 10 millj. króna á- burðarverksmiðju á áætlun amerískra sérfræðinga. Það þykir ganga glæpi næst, að Búnaðarfélag íslands og bænd- ur reyni að bæta úr þeirri brýnu þörf, sem er á ódýrum og hag- kvæmum gististöðum í höfuð- staðnum, og slíkt taldir fjár- glæfrar, en hitt er talinn glæsi- legur gróðavegur að reisa 15 milljón króna „lúxus-hótel“ á kostnað ríkis ög bæjar, handa væntanlegum erlendum auð- jöfrum, sem gista landið. Bara að útTendu auðmennirnir láti ekki bíða eftir sér og verði ekki ófúsir að láta féfletta sig. Þetta gistihússmál lýsir mjög . vel hugsanagrautargerð og fjár- málaviti stjórnarliðsins. Breytingin á búnaðarmála- sjóðslögunum kippir fjárhags- grundvellinum undan hags- munasamtökum bænda. Hugs- anlegt er að byggja upp þennan grundvöll aftuf með frjálsu árs- tillagi frá hverjum búanda, en takist það án þvingunar eða lagafyrirmæla, verður að gera ráð fyrir alveg ótrúlegum fé- lagsþroska og stéttvísi hjá bændum, sem tekur langt fram því, er tíðkast í félagssamtökum verkalýðsins, þar sem félagatil- lög eru þvinguð fram með samn- ingsbundnum og lögheimiluð- um refsiaðgerðum. Slík ráð hafa hagsmunasamtök þænda ekki á valdi sínu og meðan svo er, má búast við, að fleiri eða færri bændur skorist undan skyldum sínum við stéttarsamtökin. — Stofnun Búnaðarmálasjóðs var einföld og örugg leið til að tryggja almenna fjárhagsþátt- töku bænda í sameiginlegu stétt arstarfi, og sú leið hafði hlotið samþykki þeirra almennt og var því útlátalitið fyrir Alþingi að veita þann lagastuðning sem þurfti. Nú hefir meiri hluti Al- þingis neitað um þenna stuðn- ing og þar með tekið. fjandsam- lega afstöðu til stéttarsamtaka bænda. Þar eru fremstir í flokki fulltrúar og leiðtogar verka- lýðssamtakanna, sem hefði þó mátt krefja um nokkurn skiln- ing á stéttarsamtökum, en það er augljóst mál, að þessir full- trúar, og þá einkum kommún- istarnir, óttast og hata öll sam- tök stétta, þar sem þeir hafa ekki von um að ráða. Samtök- um verkalýðsins er beitt sem ógnun gegn ríkisvaldinu, svo á- byrgir stjórnmálamenn hafa orðið að láta þá skoðun í ljós, að eigi sé unnt að stjórna land- inu nema með þátttöku verka- lýðsflokkanna, og þannig viður- kennt, að hér sé í raun og veru ríkjandi uppreisnarástand. Það hefir og sýnt sig, að í hvert sinn, er verkalýðsstéttin gerir kröfur, og þær gerir hún oft, þá knýr hún þær fram með hótun- um um að skera á helztu lífæð- ar þjóðarinnar og beitingu vopna, sem ekkert frjálst þjóð- félag má afsala sér í hendur neinnar stéttar. Fulltrúar verkalýðsflokkanna óttast -auð- sjáanlega, að efling bændasam- takanna geti valdið skerðingu á ofríki verkalýðsins, eða skapað meira jafnvægi í félagsmálum heldur en nú ríkir. Sumir Al- þýðuflokksmenn virðast þó skilja, að fjandskapur stjórn- arliðsins gegn bændasamtökun- um getur síðar meir komið þeim sjálfum í koll, og sjá ranglætið i meðferð Alþingis á búnaðar- málasjóðnum, en þá skortir djörfung til að snúast gegn rangsleitninni. Þeir láta sér nægja að standa hjá og þvo hendur sínar eins og Pílatus. Hvað valdið hefir afstöðu Sjálfstæðisflokksins (stjórnar- hlutans) til þessa máls, er ekki augljóst. Þó virðist það helzt gremjan yfir því, að stjórnar- samvinnan nýtur lítillar bænda- hylli, og löngunin til að koma fram hefndum á Búnaðarþingi fyrir að gerast svo djarft að hafa nokkuð aðra skoðun á ýmsum landbúnaðarmálum heldur en Reykjavíkurdeildin í flokknum, Jón Pálmason ekki undanskilinn. Ég er mjög smeykur um, að forsprakkar Sjálfstæðisflokks- ins sannfærist um það, þótt síðar verði, að fylgi flokksins meðal bænda hafi ekki vaxið við þessar aðfarir, en annars hygg ég, að fjöldi Sjálfstæðismanna sé oi’ðinn fullsaddur af ofstopa Reykjavíkurvaldsins í flokkn- um, og seint mun ganga að kúga bændur til auðsveipni með rétt- indaráni og fjandskap við stétt- arsamtök þeirra. Ekki má gleyma „garminum honum Katli“, fyrrverandi for- manni Framsóknarflokksins, Jónasi frá Hriflu. Hans stefna í málinu virðist fyrst og fremst sú, að fjandskapast við og ná sér niðri á sínum fornu sam- herjum, á Búnaðarfélagi ís- lands og sínum gömlu áhuga- málum. Svo mikil er andúð þessa þingmanns til sinna flokksmanna (því enn mun hann ranglega talinn til Fram- sóknarflokksins), að hann kýs heldur að ganga til óþrifaverka 1 samfélagi kommúnista, þótt bölvaðir séu, en að standa með fyrrverandi samstarfsmönnum til varnar góðu máli. Honum láðist að draga sig í hlé með sóma, meðan tími var til. Síð- an hefir ferill hans verið mark- aður hnignandi fylgi, minnkandi áliti og sífelldum vonbrigðum, svo nú virðist hann hafa það eitt pólitískt markmið að hefna sín á öllum og öllu og lifa sam- kvæmt reglunni: „Betra er illt að gera en ekki neitt“. Það má segja, að hlutur bún- aðarsambandanna sé ekki skert- ur með breytingunni á búnaðar- málasjóðnum, en gróðl þeirra er vafasamur, þegar öllu er á botn- inn hvolft, því svo var til ætl- azt, að þegar, er byggingu fyrir Búnaðarfélagið væri lokið, gengi meginhluti sjóðsins til að styrkja nýjungar í búnaði og meiri háttar framkvæmdir hjá samböndunum, ekki í sömu hlut- föllum og fé til sjóðsins er inn- borgað af sambandssvæðunum, eins og nú skal gert, heldur eft- ir þvi, hvar framlögin kæmu að mestum notum og þörfin væri brýnust á hverjum tíma. Virðist mér, að sú aðferð hefði verið lík- legri til góðs árangurs og lýst meiri félagsþroska en sú, er nú verður farin og í stórum drátt- um stefnir að því, að hver og einn endurheimti sitt fram- lag til sjóðsins óskert. Hefði í raun og veru mátt ná því tak- marki á auðveldan og einfaldan hátt, með því að afnema lögin hreinlega, því varla hygg ég, að féð vaxi eða forframist við það að ganga i gegnum ríkissjóð og Búnaðarbanka. Fé það, sem sam böndunum fellur í skaut á þenn- an hátt, gengur sennilega i flestöllum tilfellum til stofn- og rekstuitekostnaöar ræktunarVéla sem hluti af framlagi bænd- anna til þessara fyrjrtækja og sem þeir mundu hafa lagt fram alveg eins, þótt það hefði aldrei í búnaðarmálasjóð komið. En vafalaust mun stjórnarliðið á Alþingi eigna sér þetta fé og og hæla sér af því að hafa eflt fjárráð sambandanna og bjarg- að búnaðarmálasjóðnum úr klóm fjárglæframannanna á Búnaðarþingi og í Búnaðar- félagi íslands. Stjórnarliðið er byrjað að hampa því, að búnaðarmála- sjóðslögin séu smámál, sem allt of mikið veður hafi verið gert úr. Það er rétt, að mál þetta var upphaflega smámál vel undirbúið, ljóst og einfalt, svo engum, sem að því vann, kom til hugar, að um það yrði nokk- ur ágreiningur og sízt að það fengi slíka meðferð, er það nú hefir hlotíð. Stjórnarliðinu hef- ir tekizt að gera úr því stórmál, svo ekki kæmi mér á óvart, þótt. þótt það yrði ofurefli sumra stuðningsmanna stj órnarinnar. Einkum gæti ég trúað að það yrði sumum Sjálfstæðismönn- um ofraun í ofanálag á bún- aðarráðslögin og fleiri syndir, og undarlegt má það vera, ef verkalýðurinn yfirleitt kann fulltrúum sínum þakkir fyrir þann augljósa fjandskap, er þeir í þessu máli' og fleiri hafa sýnt stéttarsamtökum bænda. Sé verkalýður landsins fylgjandi slíkri stefnu, þá virð- ist ekki ástæða í íramtíðinni til að vanda stéttarsamtökum hans kveðjurnar. — Um það verður ekki deilt, að meðferð stjórnarmeirihlutans á Alþingi á búnaðarsjóðslögunum hefir fyrst og fremst það mark- miö, að bregða fæti fyrir stétt- arsamtök bænda, og utan þings er af ýmsum unnið að því að kljúfa hagsmunasamtök þeirra. Vonandi standa bændur fast saman og láta eigi glepja sér sýn, en treysta félagssamtök sín því betur, sem þeim er sýnd meiri andúð og fjandskapur af þeim, er vilja þau feig. Á stétt- vísi og félagsþroska bændanna veltur nú, hvort þeir í framtíð- inni verða frjáls, ráðandi stétt, sem nýtur álits og virðingar eða einungis lítilsvirtar og lít- ilsmegandi undirlægjur annarra stétta og pólitískra spekúlanta. Akureyri, 15. apríl 1946.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.