Tíminn - 03.05.1946, Síða 3

Tíminn - 03.05.1946, Síða 3
76. blað TÍMIM, föstudagimi 3. maí 1946 3 Úr bókaheiminum: Frá yztu nesjum HANS MARTIN: SKIN OG SKÚRIR Gils Guðmundsson hefir á undanförnum árum unnið að því í tómstundum sínum að viða að sér efni i sagnakver, sem hann nefnir Frá yztu nesjum og flytur greinagóðar frásagnir um menn og málefni fyrri tíma á Vestfjörðum, ritgerðir um ætt- fræðileg efni, líf og háttu fólks vestan lands og annað fleira af því tagi. Alls eru komin út þjrú hefti. Meginefni fyrsta heftisins var um Hans Ellefsen hinn norska og hvalveiðastöðina á Sólbakka. í öðru heftinu var rækileg ritgerð um Holt í Ön- undarfirði og Holtspresta og frásögn um mannskaðann mikla í Önundarfirði árið 1812. í þriðja heftinu, sem nú er ný- komið út, eru megingreinarnar um Vatnsfjörð og Vatnsfirðinga eftir Gils sjálfan og Skúlamálin svonefndu eftir Kristján Jóns- son frá Garðsstöðum. Eins og að var vikið hefir' Gils áður skrifað rækilega grein um Holt og þá, er þar hafa setið. Nú hefur hann snúið sér að öðru vestfirzku höfuðbóli, Vatnsfirði. Eru slíkar staðarsög- ur hið merkilegasta viðfangsefni og mjög vel farið um það hönd- um af Gils, svo sem vænta mátti. Greininni um Vatnsfjörð og Vatnsfirðinga er þó ekki lokið í þessu hefti. Þar næn hún að- eins fram til loka 14. aldar. En síðari hluti ritgerðarinnar á að birtast í næsta hefti. Þótt ærið margt hafi verið ritað um Vatnsfirðinga hina fornu, eins og von er til, þar sem svo stór- brotnir höfðingjar eiga i hlut, þá er að þessari grein hinn mesti fengur. Hin mikilfenglegu ör- lög, sem spunnizt hafa um þenn- an stað á löngu liðnum öldum, liggja ljóst fyrir manni eftir lesturinn. Blóði drifin sporin blasa við hugarsjónum lesand- ans. Hin máttuga örlaganorn teflir taflið styrkri hendi í blindni sinni og miskunnarleysi, og hver misgerð leiðir af sér- aðra stærri, unz mælirinn er fullur. En auk hinnar glöggu frásagn- ar og örlagaþunga hennar, er hér varpaðvarpið nýju ljósi yfir sum atriði. Þannig leiðir höf. gild rök að því, að þau Einar Eiríksson í Vatnsfirði og Grundar-Helga hafi alls ekki verið hjón, heldur hafi Helga, þessi glæsta hetja 14. aldarinnar, verið hjákona Einars, eins og þá var altítt um höfðingja ýmsa og fyrirkonur þessa lands. Frásögn Kristjáns Jónssonar frá Garðsstöðum um Skúlamál- in er brautryðjandastarf, þar eð ekki hefir fyrr verið ritað um þau mál í heild síðan kyrrð komst á um þau. Eru þau' hér rakin glögglega allt frá Skurðs- málinu, sem var forspil þeirra, Gils Guðtnundsson þótt þau væru annars af póli- tískum rótum runnin, til þess er málunum lauk með sigri Skúla fyrir hæstarétti Dana og sérstakri fjárveitingu Alþingis Skúla til handa fyrir meðferð þá, sem stjórnarvöldin höfðu höfðu látið hann sæta meðan á málarekstrinum stóð. Er það lofsvert, að þessi saga skyldi vera svo greinilega skráð meðan ekki er lengra liðið frá því, að þessir atburðir gerðust, og enn eru ofar moldu fólk, er sjálft lifði þessa heiftúðugu til- raun ihaldssamra stjórnarvalda til þess að hnekkja og ryðja úr vegi pólitískum andstæðingi með lagaaðstoð. Þriðja helzta greinin í heftinu er eftir Ólaf Þ. Kristjánsson kennara — um séra Eirik á Stað og ætt hans. Auk þess eru svo ýmsar sagnir, draumar og fleira þess háttar, flest skráð af Magnúsi Hj. Magnússyni. Dáuarmiimmg: Bjarni Björnsson frá Skíðastöðum. Bjarni Björnsson frá Skíða- stöðum í Skagafirði andaðist á Vífilsstöðum hinn 22. febr. s. 1. Hann var fæddur að Óspaksstöð- um í Hrútafirði 1. okt. 1896, son- ur hjónanna Björns Gunnlaugs- Bjarni Björnsson sonar og Ingibjargar Pálsdóttur, er þar bjuggu. Varð þeim tólf barna auðið, svo að þarfir heim- ilisins voru miklar, enda vandist Bjarni vinnu frá barnæsku. Árið 1917 gekk hann að eiga Áslaugu Ásmundsdóttur frá Mýrum í Hrútafirði, og hófu þau þar búskap sama ár. En árið 1925 missti Bjarni konu sína frá þremur ungum sonum, er þau höfðu eignazt. Árið 1929 kvænt- ist hann Helgu Helgadóttur frá Árnastöðum í Skagafirði, og eignuðust þau eina dóttur. Árið 1933 fluttist Bjarni að Skíða- stöðum og bjó þar til ársins 1944. Skíðastaðir eru góð jörð af sjálfri sér, en njóta auk þess mjög hinna miklu og alhliða umbóta, er Gísli Björnsson lét gera árið 1915—1916. Bjarni lét þó ekki sitt eftir liggja, heldur bætti jörðina sem hann mátti, enda skorti hann hvorki áhuga né dugnað, meðan kraftarnir entust. Var búið orðið gott, og allt vi'rtist horfa til batnaðar um hag Bjarna, er hann missti heils una árið 1940 og varð að fara í Vífilsstaðahæli. Hinn hvíti dauði fór sér hægt í fyrstu, og gat Bjarni verið heima að nokkru eftir þetta, en áhuginn var svo mikill, að hann kunni sér lítt hóf, þegar þarfirnar Þetta er sólhvarfahátíð — nú tekur dagana að lengja, nýtt ár sezt að völdum, og það á að verða betra og sælla ár heldur en hin síðustu. Það á að veita honum starfsgleði, betri afkomu, við- reisn þess, sem gengið hefir úr skorðum, — sælla heimilislíf .... Já, Sómi minn — laumastu bara undir stólinn minn. Það tek- ur enginn eftir því núna á jólunum — það er gaman, að þú ætl- ar líka að taka þátt í þessum hátíðlega miðdegisverði. Nú kem- ur nýtt og farsælt ár, karlinn minn, nýtt og betra líf .... * Þriggja daga póstur .... Störfunum hefir seinkað vegna flutn- ingsins .... En hér er gott að vinna. Blómin frá Hettýju standa á borðinu fyrir framan hann, og ilmur þeirra fyllir vit hans. Vetrarsólin varpar höllum geislum á Maasfljótið, en það eru stormúfin ský á lofti, og bráðla dregur fyrir sólina. Krappar bylgjur skella á skipshliðunum, golan kembir faldana, máfarnir flögra gargandi fram og aftur. Skipslúður gellur, og það skarkar í akkerisfestum og vindum .... Hér er líf og starf, ólga og hreyf- ing. Hér skal nýtt tímabil hefjast. Fyrsta bréfið, sem hann rífur upp, er frá umboðsmanni hans í Alexandríu. Hann skýrir frá því, að hann geti tryggt honum verulegan hluta af kotúni, sem flutt verður út frá Egiptalandi, að því tilskildu, að vissum skilyrðum um flutninginn verði fullnægt .... Hann hleypir í brúnirnar, þegar hann les skilmálana .... Svo tekur hann blýant og hripar tölur á blað, veltir þeim fyrir sér um stund, margfaldar, leggur saman, dregur frá, deilir .... Loks þrífur hann símatólið: „Ungfrú Franse — hraðskeyti til Alex- andríu. Éruð þér tilbúin? Móttekið bréf frá 12. desember. — Samþykkt tilboð um kotúnsfarm. Gerið trygga samninga strax. — Þér hafið skrifað þetta? Gott. Sendið skeytið strax.“ Hann brosir og kinkar kolli, stendur upp, nýr hendurnar, blístrar lagstúf og gengur um gólf .... Nú er byrjað að birta til .... Nú eru Miðjarðarhafssiglingarnar tryggar: Unnin baðmull í Twente, öl, niðursoðið grænmeti, ostur, pappír — enskar vélar til Smyrnu og Alexandríu — og kotún frá Egiptalandi og kopar- baunir frá Kýpur .... Kaupsýslumenn verða ávallt að vera á varðbergi — ætíð ná- lægir, nótt og dag, Þeir verða að gera allar ákvarðanir sjálfir. Hann finnur það undir eins: Síðan hann fór að hafa persónulegra samband við umboðsmenn sina hefir áhugi þeirra sífelit auk- izt. Hann er hér um bil orðinn vinur þeirra sumra, þótt hann hafi aldrei séð þá .... Margháttaðir samningar hafa verið gerðir, fljótt og nákvæmlega .... Hann verður sjálfur að lifa og hrærast í rekstri útgerðarinnar .... Og honum mun veitast það auðvelt — í þessum nýju hús'akynnum, sem Hettý hefir prýtt svo smekk- lega. Honum finnst hann hafa -vaxið — hann er ekki aðeins sonur föður síns i gömlu skrifstofunum. Hann hefir sjálfur stigið þýð- ingarmikið spor, gert rýmra og bjartara kringum sig. Niðri við bryggjuna er bundinn lítill vélbátur, og á honum getur hann á fáum mínútum skotizt yfir í hafnarkviarnar, þar sem skipin hans liggja, þegar þau eru hér, og vörunum er skipað upp og út. Hér hefir hann alla þræði í hendi sér. Nú þarf hann að ljúka við að lesa bréfin .... Newcastle, Liv- erpool, Stokkhólmur, Danzig, Larnaka, Napólí, Marseille. Satt er það, að Wijdeveldsútgerðin hefir aldrei þanið net sitt um all- an hnöttinn, en víða sjást þó skipin hans með gula flagginu og rauða W-inu. Síminn hrín. „Já, góðan daginn, van Meegen ....“ „Ég vildi gjarna tala við yður — gætuð þér séð af stuttri stund núna?“ „Ekkert auðveldara. Þér eruð velkominn .... Þér hafið annars ekki séð nýju skrifstofurnar mínar — þér getið þá sagt mér um léið, hvernig yður lízt á vistaskiptin .... Sælir á meðan.“ Wijdeveld leggur heyrnartólið frá sér. Síðan stendur hann upp og gengur um gólf. Þykkar gólfábreiðurnar eru mjúkar undir fæti .... Van Meegen vill tala við hann .... van Meegen, sem ekki vildi þekkj ast neitt samstarf við hann í sumar — treysti því, að sá sterkari myndi sigra í samkeppninni. Skyldi van Meegen hafa snúizt hugur? Vill hann nú hefja samstarf, þótt hann hafn- aði því fyrir fáum mánuðum? Honum hafði sviðið það, sem hann sagði þá .... En það skal vera gleymt, hugsar Wijdeveld. Þá gekk mér allt á móti skapi — nú blæs byrlegar .... Það getur verið gagnkvæmur hagur beggja, ef heilbrigt samstarf tekst með okkur .... Ég ætla að gera sömu uppástungurnar og í sumar: Sömu farmgjöld, sömu skilmála að öllu leyti — ekki miskunnarlausa samkeppni. Það gæti orðið okkur báðum til mikilla hagsbóta .... * „Já, Wijdeveld nú kem ég á fund yðar . . í sumar vöktuð þér máls á þessu. Þá hafnaði ég tilboðinu — hreinskilnislega sagt vegna þess, að mér geðjaðist ekki 'að starfsaðferðum yðar og lifnaðarháttum — ef ég má vera svo djarfur að segja sannleik- ann ....“ „Hreinskilni er ævinlega happadrýgst, van Meegen. Ég játa, að svör yðar fengu talsvert á mig. En ég skildi viðhorf yðar. Viljið þér reykja?“ „Nei, þakka yður fyrir — ég reyki aldrei svona snemma dags .... Er ekki bezt, að ég sé enn jafn hreinskilinn og ég var í sumar? Það virðast orðin alger straumhvörf í háttum yðar — straumhvörf, sem mér eru að skapi, þótt þau geti orðið mér þung í skauti. Ég vil gjarna eiga samstarf við mann, sem vinnur eins og þér gerið nú.....Báruð þér þessa uppástungu yðar fram kölluðu að, og var þá ekki að sökum að spyrja. Sjúkdómurinn ágerðist hægt og hægt, eins og hans er vandi, þó hafði Bjarni fótavist öðru hverju. En nú fyrir nokkru elnaði sóttin skyndi- lega, svo yfir lauk. Bjarni Björnsson mun verða minnisstæður sveitungum sínum og öðrum þeim, er til hans þekktu. Hann var svo óvenju- lega dugmikill, svo drenglynd- ur og bjartsýnn, svo heill í hugs- un og starfi. P. H. Skinnaverksmiðjan „IÐUNN” Akureyri. SUTUN — SKÓGERÐ I! HMZMGEllÐ 1! H H *•**»»»«*♦*»**•*• ( BÓK þessi segir frá tveim konum, annarri Íamerískri, en hinni enskri, sem búa saman í Frakklandi, þegar styrjöldin hefst% Fyrsta skeið stríðsins verða þær hildarleiksins lítið varar, en sumarið 1940, er Þjóðverjar flæða yfir Frakkland | og skilja mikið setulið eftir í Parísarborg, hefjast j hm merkilegu æfintýri kvennanna tveggja. Fyr- j ir einkennilega rás atburðanna dragaSt pær mn i j stórhættulega og taugaæsandi starisemi, fyrst Ihræddar og hikandi, en siðan með vaxandi em- beittni og viljastyrk. Þær taka mikiivægan þatt í að byggja upp kerfi til að smygia brezKum ner- mönnum og frónskum ættjaröarvmum, — monn- um, sem eru að foröast kiær leyniiögreglunhar þýzku, — yfir til Engiands. Lýsir boKm a mjóg • anrifaríkan hátt dáöum þessara kvenna, þreki þeirra, hugprýði og úrræðasemi. Þær komast í kast við hma ægiiegu Gestapolögreglu, sleppa þó um sinn og halda störfum sinum ótrauöar áfram. Að lokum fer þó svo, að þær eru teknar j höndum og yfirheyrðar á hinn grófasta og hrotta- Ilegasta hátt. Sitja þær siðan í varðhaidi, unz ameríska konan, frú Etta Shiber, er loks send til Ameríku í skiptum fyrir þýzkan kvennjósnara, sem Bandaríkjamenn höfðu fangelsað. Síðan seg- ! ir frú Shiber sögu sína og hinnar ensku vinkonu j sinnar, nákvæmlega eins og atburðirnir gerðust. j Kemur þá í ljós, að hér hafði lífið sjálft leikið sér að því að flétta saman svo furðuleg atvik, | að jafnvel slyngustu og hugkvæmustu höfundar Ileynilögreglusagna mættu verða grænir af öfund. Bókin um dáðir kvennanna tveggja, frú Ettu Shiber og frú Kitty Beaurepos, hefir verið lesin með geysilegum ákafa um alian hinn ensku- mælandi heim og þýdd á ýmsar þjóðtungur. Hef- ir verið gerð stórbrotin kvikmynd eftir bókinni, og er hún sýnd beggja megin Atlantshafsins við mjög mikla aðsókn. j \ \ i | I Ueslð KVENDÁÐIR áSur en hvik- in inn œvintýri Ettu Shiber otj Kitty Beuurepos hemur hinfiað til lands- ins. Faest lijá bóksölum. BÓKAÚTGÁFA GUÐJÓNS Ó. GUÐJÓNSSONAR.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.