Tíminn - 05.05.1946, Side 2

Tíminn - 05.05.1946, Side 2
2 TtMPÍN, snmmdagiim 5. maí 1946 77. blað Mennirnir í kastalanura Sunnudayur 5. maí , Ætlar stjórnin að svíkja sjálfstæði þjóðarinnar? Stjórnarflokkarnir guma nú mikið af því í blöðum sínum, að Bandarikjamönnum hafi með svari stjórnarinnar í nóvember síðastl. verið neitað um her- stöðvar hér á landi. Síðar hafa þó sum þeirra skýrt þetta þann- ig, að aðeins hafi verið neitað um að leigja herstöðvar til langs tíma. Þetta virðist líka koma heim við það, sem fram kemur í greinargerð stjórnarinnar, að máli þes^u hafi aðeins verið frestað í bili. Staðreyndir þær, sem f yrir liggja í málinu, virðast líka all- ar á þann veg, að stjórnin hafi ekki neitað Bandaríkjunum um herstöðvar, heldur hafi hún Ieyft þeim að hafa hér herstöðv- ar um ótiltekinn tíma. Sam- kvæmt yfirlýsingu Bandaríkja- stjórnar sjálfrar féll hervernd- arsáttmálinn úr gildi í stríðslok- in. Bandaríkjaherinn dvelur hér því ekki samkvæmt neinum op- berum samningi og ætti því að vera farinn burtu. íslenzka stjórnin hefir þó ekki mótmælt þessari dvöl hans, og bandarísk stjórnarvöld hafa lýst yfir því, að herinn dvelji hér með sam- þykki íslenzku stjórnarinnar. Af þessu verður ekki annað ráðið en að íslenzka stjórnin hafi leyft Bandaríkjunum að hafa hér herstöðvar, án nokkurs samn- ings um tiltekinn tíma eða a. m. k. meðan frestað er samninga- viðræðunum við Bandaríkin. Sé þetta rétt, sem ekki virðist ástæða til að efast um eftir þeim upplýsingum, er fyrir liggja, hefir hér verið framið eitt versta verk f frelsissögu íslendinga. Ríkisstjórnin hefir leyft er- lendu herveldi að hafa hér her- stöðvar og her um ótiltekinn tíma, án nokkurs opinbers samnings og án nokkurs sam- ráðs við þingið og þjóðina. Þessi verknaður verður engu skárri fyrir það, þótt hann komi ef til vill ekki að verulegri sök, vegna þess að við drenglynda þjóð er að eiga. Fordæmið, sem hér hef- ir verið skapað, er jafn hættu- legt fyrir því. Það virðist liggja í augum uppi, að stjórnin hafi framið þetta óhæfuverk til að fá frest- að samningagerð við Bandarík- in um þessi, mál. Sjálfstæðis- flokkurinn hefir ekki þorað að taka ákveðna afstöðu af ótta við samvinnuslit við kommún- ista og að Ólafur Thors hrökkl- aðist þá endanlega frá völdum. Ólafur Thors hefir enn keypt framlengingu á völdum sínum á þann hátt, sem sennilega eng- inn annar hefði gert. Kommún- istar hafa gjarnan viljað hafa herinn hér samningsiaust, svo að hægt sé að ásaka Bandaríkin fyrir vanefndir á samningum og yfirtroðslum. Hver og einn ætti þó að geta séð, hve fjar- stætt það er, að kommúnistar komi hér fram eins og landvarn- armenn, þar sem þeir ganga hér ekki aðeins erinda Rússa, held- ur dvelur herinn, sem þeir eru að heimta í burtu, hér með fullu samþykki þeirrar ríkis- stjórnar, sem þeir styðja. Þjóðin vill áreiðanlega að þessum ljóta leik með sjálfstæði hennar sé hætt. Ríkisstjórnin verður tafarlaust að gera ann- aðhvort að mótmæla dvöl hers- Þeir, sem leggja leið sína um Reykjavkurbæ, munu fljótt sannfærast um, að hér er margt húsa í smíðum, þótt ekki hrökkvi til. Vestur á Melum, úti í Skjól- um, uppi í Hlíðum, inni hjá Undralandi, inni í Kleppsholti — alls staðar er fjöldi húsa í smíðum. Það leynir sér ekki, að í þessum bæ eru margir, sem vilja klífa þrítugan hamarinn til þess að koma upp þaki yfir höf- uðið á sér og forða sér og sínum frá því böli, sem það er að vera í sífelldu húsnæðishraki eða búa í þröngum og lítt hæfum húsa- kynnum. Hér ' eru sem sagt margir, sem fúsir eru til þess að leggja fram fé og fyrirhöfn til þess að bæta úr húsnæðisvand- ræðunum. Nú mun það skoðun og vilji flestra, að samfélágsformin séu til vegna einstaklinganna. "Það vaknar því sú spurning í þessu sambandi, hvað Reykjavíkurbær hefir gert til þess að greiða fyrir því, að einstaklingarnir í bæjar- félaginu geti byggt yfir sig og Vðra með hagkvæmustu og beztu móti. Með allri fyrirgreiðslu við þá væri unnið að því að bæta úr sameiginlegu böli bæjarbúa, en slík þjónusta við heildina og einstaklingana er einmitt fyrsta og æðsta skylda, er hvílir á herðum þeirra manna, er kjörn- ir hafa verið til þess að fara meö stjórn bæjarins eða valdir af þeim til þess að sinna störfum í þágu bæjarfélagsins. Hér er um að ræða mál, sem snertir mjög marga og varðar líf þeirra og kjör. Við skulum þvi gera okkur stuttlega grein fyrir því, hvað mætir þeim mönnum af hálfu bæjarfélagsins, sem hugsa sér að ráðast í svo aö- kallandi framkvæmd sem hús- byggingu í Reykjavík. Fyrsta skilyrðið til þess að geta reist sér hús er að fá um- ráð yfir lóðarbletti, sem það geti staðið á. En lóðunum út- hluta bæjaryfirvöldin. Mann- dómur ráðamanna bæjarfélags- ins er hins vegar ekki meiri en svo, að þeir hafa ekki undan að gera fyrirhugaðar byggingarlóð- ir byggingarhæfar. Afleiðingin af því verður svo sú, að manna á riiilli er sífellt kapphlaup um lóðirnar, og eru þeir alla jafna sigursælastir í þeirri keppni, sem sökum kunningsskapar eða pólitísks bræðralags eiga innan- gengt í þær herbúðir, þar sem þessi mál eru til lykta leidd. Aðrir verða oftast að láta ^ér lynda, að málaleitunum þeirra sé æ ofan í æ skotið á frest, og það iðulega, þótt fallið sé í ein- daga fyrir hlutaðeigendur að fá endanlegan úrskurð í málum sínum, ef fyrirhugaðar fram- kvæmdir eiga ekki að tefjast og þeir að bíða stórtjón af töf- inni. En slíks eru mörg dæmi og nærtæk. En ekki er björninn unninn, ins hér eða hefja samninga við Bandaríkin um framtíðarlausn þessara mála, er væri meira í samræmi við fyrri sambúð þjóð- anna. Það ástand, sem nú ríkir, að herinn sé hér bæði samnings- laust og mótmælalaust, er það háskalegasta af öllu. Velji ékki stjórnin tafarlaust aðra hvora þessa leið, eru það ekkert annað en svik við þjóðina, sem hljót- ast af valdabraski Ólafs Thors og kommúnista. Og þá verður þjóðin að gera þær ráðstafanir í næstu kosningum, að þvílíkt fólk geti ekki leikið sér að sjálf- stæði hennar. þótt mönnum falli það happ í skaut að fá þolanlega byggingar lóð. Það er eðlilega ýmsum skil- yrðum háð, hvernig menn mega byggja á lóðum sínum. Næst er því að fá teikningar samþykkt- ar. Og þá hefst ný barátta, sem ekki vinnst nema með talsverðri einbeittni. Ákvarðanir, sem hlutaðeigendum virðist sjálf- sagt, að séu teknar tafarlaust, eru venjulega dregnar von úr viti og vísað frá einum fundin- um til annars — nema í hlut eigi einhverjir af þeim óskabörnum hamingjunnar, sem valdhafarn- ir í bæjarfélaginu vilja gera allt fyrir. Þá getur það líka hent, að allar reglur séu þverbrotnar, svo að þeir fái sínu framgengt. Er þetta nú sú þjónusta, sem reykvískir borgarar æskja af þeim mönnum, sem þeir hafa falið trúnaðarstörf í bæjarfé- laginu? Er það með vilja Reyk- víkinga almennt, að bæjaryfir- völdin og starfsmenn bæjarfé- lagsins séu yfirleitt eins og setu- lið í kastala, sem virðist gera sér far um, að hver sú þjónusta, sem bæjarbúum er í té látin, verði þeim sem torsóttust? Ég efa ekki, að þeirri spurn- ingu verður svarað nær einróma neitandi. Það er höfuðskylda hvers opinbers starfsmanns og trúnaðarmanns, að þjóna borg- urunum og leysa mál þeirra, sem til hans leita, fljótt og'réttlát- lega og leiðbeina þeim, ef þess er þörf. Við höfum rætt hér um bygg- ingamálin í Reykjavík og það sinnuleysi og þá hlutdrægni,sem þeir eiga við að stríða, er vilja ráðast í húsbyggingu. Það stríð er sannarlega ekki uppörvandi og sýnir bezt, hve takmarkaður skilningur ráðamanna bæjarfé- lagsins tér á hlutverki sínu. í þeim virðist lifa helzt til mikið af anda Loðvíks þess, sem sfigði: „Ríkið — það er ég.“ En hvaða sinnaskipti eru það, sem hinn almenni borgari ætti að krefjast, að þessir tregðu- fullu kastalabúar bæjarstjórn- arinnar tækju? Ég hygg, að flestir Reykvík- ingar gætu orðið sammála um svarið. Valdhafarnir í bæjarfé- laginu hafa kosið að þenja bæ- inn út, í »stað þess að endur- byggja elztu og verst hýstu hverfin. Þá er það þeirra skylda að hafa undan um útmælingar, gatnagerð og annan nauðsyn- legan undirbúning bygging- anna. Geti þeir það ekki, verður að hefjast handa um endur- byggingar á félagslegum grund- velli við fofustu bæjarfélagsins. Við úthlutun lóðanna verður réttlæti að koma í stað þess skipulags, að beztu byggingalóð- irnar séu verðlaun fyrir pólitíska verðleika eða umbun til kunn- ingja. Og umfram allt verður sá háttur að komast á, að erindum manna sé sinnt tafarlaust, hvort heldur eru umsóknir um lóðir, teikningar, sem lagðar eru undir dóm byggingarnefndar eða annað. Það má ekki ráða, hvað hægt er að gera á einhverri tiltekinni dagstund einu sinni eða tvisvar í viku, heldur hitt, hvað þörf borgaranna heimtar að gert sé. Af því fyrirkomulagi, sem nú er, hafa svo margir hlotið stórkostlegt tjón, að það ætti að vera dauðadæmt. Og svo er eitt atriði enn: For- svarsmenn bæjarfélagsins í byggingamálum hafa hingað til verið fullir af agnúaskap, sem- ingi, undandrætti og skeyting- arleysi. Borgararnir krefjast samstarfs. þeir vilja, að þessir menn leiðbeini þeim af velvilja og áhuga, til dæmis um húsa- teikningar og hagkvæma nýt- ingu húsrúmsins, miðli þeim af þeirri þekkingu, sem þeir eiga væntanlega yfir að búa. Það er trú mín, að ef þetta viðhorf hefði ríkt á undanförnum árum, hefði mátt spara margar millj- ónir króna við húsbyggingar í Reykjavík, og auk þess að nýta húsin svo miklu betur, að hús- næðisskortur væri nú af þeim sökum mun mínni en ella. Her- kostnaður mannanna í kastal- anum hefir verið ískyggilega mikill, þegar öll kurl koma til grafar. Eins og nú er málum háttað verður hver maður, sem byggir hús, að greiða stórfé fyrir teikn- ingar, er þó eru oft gallað- ar, og húsameistarar taka í sinn vasa 15 af hundraði byggingar- kostnaðar í ómakslaun fyrir það eitt að standa fyrir byggingun- um, enda þótt þeir hafi margar byggingar í takinu í einu. Af þessum sökum og öðrum, sem ýmist hafa verið hér nefndar eða látnar ónefndar, eru nýbygg ingar í Reykjavík orðnar svo dýrar, að engar líkur eru til þess að fátækasta fólkið, er nú hír- ist margt í algerlega óviðunandi húsakynnum, hermannaskálum, myrkrakjöllurum og hana- bjáikaloftum, geti búið í þeim. Hafi bæjarstjórnin ekki einhver annarleg sjónarmið í huga, ætti hún að skakka þennan leik. Það er skylda hennar. Þegar útrýmt hefir verið þeim hugsunarhætti, að trúnaðarmenn bæjarbúa þurfi að slá um sig skjaldborg til þess að verjast kvabbi um- bjóðenda sinna, ætti næsta sporið að vera, að bæjarfélag- ið liðsinnti mönnum um ódýr- ar teikningar að fallegum, þægi- legum og hentugum húsum og hjálpaði þeim til þess að sleppa undan skattlagningu, sem nem- ur 25 þúsund krónum á meðal- íbúð eða jafnvel enn hærri upp- Sigurður Þorsteinsson: Á sjó (Framhald). Næst lögðum við út í fiskiferð, og átti að fiska á línu (lóð). Ferðin hófst með viðkomu í Grindavík, og átti að losa þar eitthvað af vörum og fórum við þaðan laust eftir hádegi, vestur fyrir Reykjanes í björtu veðri, en þegar inn á Faxaflóa kom, þykknaði í lofti og gerði þoku- slæðing, svo að ekki sást vel til, og þegar ég kom á vörð síðari hluta dags vorum við nokkuð út af Hafnarfirði, og áttum að fara þangað og taka kol og eitthvað fleira til fiskiferðarinnar. Ég var ókunnugur á þessum slóðum, hafði aldrei komið til Hafnar- fjarðar af sjó, en mér virtist við vera allnærri Álftanesi sunn- anverðu. Stýrimaður bað mig að fara fram á „bakkann" og gæta vel að „duflinu á Kjálkaskeri til vinstri handar“ og gerði ég þaö, en gat ekki komið auga á það, en leit af hendingu til „hægri handar“ og sá þá strax duflið nokkuð út og suður af okkur, og samtímis virtist mér við vera ískyggilega nærri landi á sunn- anverðu Álftanesi. Var þá kann- að djúp, og var það 5 faðmar. Eftir það komumst við slysalaust til Hafnarfjarðar. Þar vorum við daginn eftir í landsynningsroki og stórrigningu, og var það laugardagur. Á sunnudagskvöld- ið lögðum við svo út, og lögðum Stutt athugasemd Fyrir nokkru ritaði ég all- langa grein um „nýsköpun" rík- isstjórnarinnar og birti í Tím- anum. Grein þessi virðist hafa farið heldur ónotalega í taug- arnar á ritstjóra ísafoldar — „hæstvirtum forseta". Hann svarar greininni — á sinn hátt.! Og svörin gefa sæmilega hug-! mynd um hvort tveggja í senn: málstað óg mann. En svörin eru í meginatriðum þessi: í fyrsta lagi: Ósannindi, slef- sögijr og dylgjur um framboð og kaupfélagsstjóraval hér i Skagafirði, — allt vandlega saman hrært, unz úr er orðið það „gums“ (forseta-orð), sem þessum brjóstheila manni virð- ist svo bragðgott og munntamt. í öðru lagi: Að ég óski allri viðleitni til framfara norður og niður. í þriðja lagi: Að „gamlir Skagfirðingar“ mundu hafa sagt, að ég „hefði etið folald“. Þegar rakið er lítið brot af „nýsköpunar“-ferli stjórnarinn- ar, þá eru svörin þessi frá aðal- I verjanda hennar. Og þau missa 1 naumast marks. Þarna hallast | ekki á um vit og smekkvísi.. j Svörin eru við hæfi þess manns, I er gengið hefir á mála hjá af- ætum þjóðfélagsins. En víst er „forsetanum" vor- I kunn, þótt hann hafi allt á hornum sér. Rökþrota maður er ráðalaus. Og er ekki von, að honurn fatist tökin, er hann finnur merki flugumannsins vera þrýst á enni sér — óhappa- mannsins, er selur sál og sann- færingu? — En — var þarna annars svo sem nokkuð að selja? Gísli Magnússon. hæð. Það er eðlilegt, að hver maður vilji fá kaup fyrir sína vinnu, en hitt er bæði óeðlilegt og skaðlegt, að þjóðfélaginu og einstaklingum innan þess séu lagðar á bak þungar og órétt- mætar byrðar að þarflausu. J. H. óg landi lóð á Búðarbanka, en fengum þar engan afla, aðeins háf, og eina stórlúðu, nægilega til morg- unmatar handa skipshöfninni. Síðan var haldið fyrir Snæfells- nes, og lögð lóðin á Ólafsvíkur- miðum. Jóhann Guðmundsson hafði róið frá Ólafsvík eitt sum- ar, og var hann þar nokkurs konar „yfirlóðs" og heppnaðist það fremur vel, svo við fengum þar allgóðan afla nokkra daga. Einn morgun hvessti allmikið af suðri, og var þá farið aftur inn á Ölafsvíkurhöfn, og legið þar til kvölds, — þá lægði veður, og var þá lagt út aftur. Við áttum beitta lóðina, og var fyrirhugað að leggja hana á sömu slóðum og áður, en eftir storminn var töluverður undirsjór, þegar út á fjörðinn kom, og skipstjórinn dálítið kenndur, svo að hann hann hætti við að leggja, en lét halda suður fyrir Öndverðarnes, — og hafði orð á að fara suður í Garðsjó, leggja lóðina þar, og fara síðan til Reykjavíkur, selja þár nýjan fisk, og halda heilagt um hvítasunnuna, sem þá var eftir tvo daga. Morgun- inn eftir vorum við komnir nokkuð inn á Faxaflóa, og var þá nokkur öldusjór og mugga í lofti, þegar ég fór af verði á há- degi. Þegar ég vaknaði, og átti að fara á vörð aftur, sá ég að stefnt var laust suður af nesi Bjarni Ben og kommúnistar Bjarni Ben. skrifar grein í Mbl. síðastliðinn laugardag um vantrauststillögu Framsóknar- manna. Hann segir, að Fram- sóknarmenn vilji bersýnilega koma á stjórnleysi, þar sem þeir vilji fella rkisstjórnina. Það ætti að vera mikilvæg leiðbeining fyrir ýmsa Sjálf- stæðismenn, að Bjarni telur, að ekki sé hægt að stjórna land- inu, nema með stuðningi komm- únista. Annars muni verða hér stjórnleysi. Bjarni hlýtur því að vilja vinna að því eftir megni að efla samstarf Sjálfstæðis.- manna og kommúnista og gera sitt ítrasta til að þóknast kom- múnistum, svo að samstrafið við þá rofni ekki. Þeir Sjálfstæðismenn, sem ekki kæra sig um að forustu- menn þeirra séu undirlægjur kommúnista, geta því vissulega ekki veitt Bjarna og skoðana- bræðrum hans stuðning sinn í kosningunum. Við vegina Póstmálanefndin, sem Daníel Ágústínusson er formaður fyrir, hefir gert þarft verk, þar sem hún hefir gengizt fyrir að koma upp póstkössum við alfaravegi í sveitum. Er mjög þægilegt fyrir þá, er flytja póst um landið, að láta bréf og ýmsa smápakka í þessa snotru póstkassa. Þá er þetta ekki síður þægilegt fyrir heimilin og ætti að greiða við- skipti þeirra við þá, sem búa í fjarlægð. Kassarnir eru festir á dálítinn staur, sem rekinn er niður í jörðina við vegamótin heim að bæjunum. En mér dettur í hug önnur umbót í þessu sambandi og hún er sú, að málað væri viðkomandi bæjarnafn á kass- ann eða þá á þverspýtu, sem (Framhald á 4. síöu). nokkru, og áttaði mig von bráð- ar á því, að það var Akranes. Þormóðssker var nokkuð aftur og út af okkur, og sagði Jón Sigurðsson mér þá, að stefna sú, er skipstjórinn setti, hefði verið talsvert innan við Þormóðssker fyrsta kastið, og hætti hann þá við að fiska í Garðsjónum, en hélt til Reykjavíkur beina leið, og höfðum þar þríhelga hvlta- sunnu. Annan hvítasunnudag, að kvöldi, var svo lagt út aftur, og vorum við nokkra daga á sömu slóðum og áður, en Jó- hann Guðmundsson varð að fara af skipinu í Reykjavík, sök- um veikinda á heimili hans, og misstum við því leiðsögn hans á Ólafsvlkurmiðunum. Fyrir bendingar þær, er Jó- hann hafði gefið okkur, vorum við orðnir eftir þessa daga svo kunriugir á miðunum út af Ól- afsvík, að við fengum þar dálít- inn afla, áður en við fórum heim, en tími sá, er við skyldum vera við veiðar, var ákveðinn fýrirfram, og var miðaður við það, að von var orðin á verzl- unarskipum til Eyrarbakka, og þá verkefni komið fyrir okkur og skipið heima. Þegar heim kom, var sjóferðum mínum á Njáli lokið. — Eftir þessi kynni mín af dönskum skipstjóra, hefi ég ávallt haft betri trú á íslenzkum skipstjórum, samkv. reynslu þeirri, sem ég hefi getið hér á undan. Mér hafa virzt hinir íslenzku mikið kappsam- ari og meiri fiskimenn, og jafn- vel öruggari og vissari í sjófræð- (Framhald á 4. siöu).

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.