Tíminn - 24.05.1946, Side 1

Tíminn - 24.05.1946, Side 1
RITSTJÓRI: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON j ÚTGEFANDI: FRAMSÓKNARFLOKKURINN { Símar 2363 og 4373 PRENTSMIÐJAN EDDA hj. RITSTJÓRASKRIFETOFDR: EDDUHÚSI. Llr.dargötu 9 A Simar 2353 og 4373 AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: EDDUHÚSL Lindargötu 9A Siml 2323 30. árg. Reykjavik,föstudagiim 24. maí 1946 91. blað FramboðirL í Reykjavík Mihil átöh innan allra stjj órn arflohhanna Það hefir gengið næsta erf- iðlega hjá stjórnarflokkunum að ganga frá framboðum sín- um í Reykjavík, og er enn ekki fullséð, hvernig þau muni ráðast. Hafa staðið harðar deilur um þau og ver- ið horfur um alger friðslit á köflum. In/ian kommúnistaflokksins hófust deilurnar þannig, að Brynjólfur Bjarnason lagði til, að Sigfús Sigurhjartarson væri sendur til Vestmannaeyja. Meirihluti flokksstjórnarinnar var þessu fylgjandi, en Sigfús og Einar Olgeirsson snerust gegn því. Var þá efnt til eins konar prófkjörs í öllum sellum flokksins í bænum. Úrslit þess urðu þau, að Einar Olgeirsson fékk langflest atkvæði, en Sig- fús Sigurhjartarson var næst- ur honum. Næst komu svo Bryn- jólfur Bjarnason Katrín Thor- oddsen og Sigurður Guðnason með svipaða atkvæðatölu. Eru nú helzt horfur á, að efstu sætin á ílokkslistanum verði skipuð þeim Einari, Sigfúsi, Katrínu og Sigurði, en Brynjólfur verði að fara til Vestmannaeyja. í Alþýðuflokknum hafa staðið harðar deilur um annað sæti listans, en allir verið sammála um að hafa Harald Guðmunds- son efstan. Hefir annar flokks- hlutinn stutt Sigurjón Ólafsson, en hinn Gylfa Þ. Gíslason. Á fulltrúaráðsfundi nýlega hlaut Sigurjón aðeins fleiri atkvæði, og á fj'lmennum fundi flokks- félaganna í fyrrakvöld, bar hann sigur úr býtum með 8 atkv. meirahluta. Haraldur mun hafa borið fram það sáttaboð, að Sig- urjón verði efstur, Gylfi annar og hann sjálfur þriðji, en því mun hafa verið hafnað. Innan Sjálfstæðisfl. hafa einnig staðið yfir hörð átök, eins og áður* hefir verið greint frá. Bráðabirgðasætt mun nú hafa náðst á þeim grundvelli, að Björn Ólafsson verður í fimmta sæti listans, en Bjarni Bene- diktsson í því sjötta. Ekki mun þó flokksforustan ætla Birni að komast á þing, heldur að koma honum niður fyrir Bjarna með útstrikunum. Átök þessi innan stjórnar- flokkanna, einkum þó í Alþýðu- flokknum og Sjálfstæðisflokkn- um, eru að mestu sprottin af á- greiningi um stjórnarstefnuna og sézt á því, að stjórnin bygg- ist ekki á eins traustum grunni og ýmsir virðast hyggja. T eiknimy ndasýning Lithoprent opnaði sl. þriðjud. í sýningarskála myndlistarmanna við Kirkjustræti, teiknisýningu sextán listamanna, en auk þess eru á sýningunni bækur, sem Lithoprent hefir ljósprentað. Alls eru um 150 teikningar á sýningunni. Listamennirnir, sem teikning- ar eiga á sýningunni, eru: Þór- dís Tryggvadóttir, Örlygur Sig- urðsson, Jóhann Bernhard, Þorvaldur Skúlason, Jóhann Björnsson, Jóhann Briem, Jón Þorleifsson, Jörundur Pálsson, Ágúst Sigurmundarson, Kjart- an 'Guðnason, Barbara W. Árna- son, Greta Björnsson, Halldór Pétursson, H. Simson Andersen, Kurt Zier og Ríkharður Jónsson. Dómur óháðra Sjálfstæðismanna Stefna flokksforustunnar leiðir til síaukinnar verð- þenslu og ,stof nar öllu fjármálakerfi þjóðarinnar I hættu’ Oheilindin í utanríkismálum, sem hljótast af samstarfinn við kommúnista, eru „lýðveldinu til tjóns” Leiðtogi katólsku kirkjunnar í Vísi 20. þ. m. var skýrt frá því, að ýmsir Sjálfstæðismenn hér í bænum hefðu þá fyrir skömmu stofnað félag óháðra sjálf- stæðismanna.. Tildrög félagsstofnunarinnar voru sögð þau, að þessir menn vildu fá „breytt vinnubrögð í flokknum og teldu j samvinnuna við kommúnista óeðlilega og skaðlega fyrir flokk- ; inn og þjóðina.“ Katólska kirkjan hefir ekki verið jafn áhrifamikil um langan tíma og nú, eins og marka má af kosninga- sigrum katólsku flokkanna í ýmsum löndum Evrópu. Pius páfi 12. er taiinn hafa unnið manna mest að aukn- um pólitískum áhrifum kirkjunnar, jafnframt og hann hefir gert stefnu hennar frjálslyndari á margan hátt. Hér á myndinni sézt páfinn biesa yfir mannfjölda á einni helztu götu Rómaborgar. Gálaus meðferð Stúdentar minnast 100 ára af- á tnnriiirdiifii mælis Menntaskólans Síðastliðinn laugardag fundu j skipverjar á flóabátnum Kon- j ráð frá Flatey á Breiðafirði tundurdufl á reki skammt frá Flatey. Héldu þeir, að þetta væri venjuleg bauja og drógu það upp að bryggju í Flatey, en þá kom upp úr kafinu að þetta myndi vera tundurdufl, og var þá það ráð tekið að leggja þvi við bauju út á bátalegunni. Á mánudaginn var varðbátur- j inn Óðinn sendur vestur með J Harald Guðjónsson kunnáttu-! mann i eyðingu tundurduflþ,.1 Lét Haraldur draga umrætt dufl á land með allri nauðsynlegri varúð og skrúfaði það í sundur. Duflið reyndist að vera segul- magnað brezkt dufl, en hvell- hettan var sprungin og virtist hafa farið þannig alveg nýlega, því að púðurlykt var innan úr duflinu, eins og úr hlaupi á byssu, sem skotið hefir verið úr fyrir skammri stundu. Það kem- ur stundum fyrir, að hvellhettur í tundurduflum sprynga, án þess að sprengja aðal tundrið, og stafar það sennilega af því, að rakí hafi komizt inn í duflin. Líkur eru til þess, að hvell- hettan í áðurnefndu dufli í Flatey hafi sprungið eftir að það komst í mannahendur þar vestra, og er því hreinasta heppni, að ekki skyldi hljótast stór slys af hinni gálausu með- ferð, þar eð tundurdufl, sem spryngur, getur verið lífshættu- legt í 200 metra fjarlægð eða meira. Stúdentar munu efna til hátíðahalda 16. júní í vor, er 100. starfsári skólans lýkur og 100. stúdentaárgangurinn útskrifast. — í haust, hinn 1. október, mun skólinn sjálfur hins vegar efna til liátíðahalda, því að þá verða liðin 100 ár frá því, er hann tók til starfa hér í bænum. Eru þau hátíðahöld fyrirhuguð með nokk- uð öðru sniði en þessi og verða væntanléga að mestu innan húss. Hátíðanefnd stúdenta, for- maður hennar er Pálmi Hann- esson rektor, hefir nú í stórum dráttum ákveðið tilhögun há- tíðahaldanna í vor. Upphaflega var gert ráð fyrir því, að þau yrðu 17. júní, én af ýmsum á- stæðum þótti þó hentugra að hafa þau 16. júni. — Dagskráin er fyirrhuguð á þessa leið. Há- tíðin hefst með athöfn, sem fram fer í hátíðasal skólans, er skólanum verður sagt upp og hinir nýju stúdentar útskrifast. Munu þá væntanlega hinir eldri stúdentar, 50 ára, 40 ára og 25 ára, flytja ávörp, eins og venja er til. Hátölurum verður komið fyrir víðs vegar í skólanum, svo að stúdentar geti hlýtt á það, sem fram fer. Auk þess verður athöfninni væntanlega útvarp- að. Að þessari athöfn lokinni hefst skrúðganga stúdenta með lúðrasveit í fararbroddi. Verð- ur gengið um bæinn og upp 1 kirkjugarð að leiði Sveinbjarnar Egilssonar, fyrsta rektors skól- ans hér. Skrúðgangan leggur svo leið sína til baka að Menntaskólanum og verður henni slitið þar með ræðuhöld- um og söng. Um kvöldið, kl. 7 hefst svo borðhald í stærstu veizlusölum bæjarins og verða þar ræður fluttar og stúdenta- kórinn mun syngja undir stjórn Hallgríms Helgasonar og Guð- mundar Matthíassonar. Hátal- arar verða hafðir milli stað- anna. Mun þar verða sama fyr- irkomulag og fyrr um daginn, að stúdentar frá sama árgangi haldi hópinn og skemmti sér saman. Verða árgangarnir látn- ir draga um staði þá, sem þeir fá við borðhaldið. Eftir borðhaldið er svo öllum þátttakendum frjálst að ferðast á milli staðanna gegn því að sýna aðgangskort. Ennfremur mun Menntaskólinn verða op- inn þeim, og veitingar hafðar þar. Skólinn og löð hans munu verða skreytt þennan dag eftir föngum og vandað í hvívetna til undirbúnings hátíðarinnar. Vegna óvissu um þátttöku verður byrjað að selja aðgöngu- miða að hátíðahöldunum 5. júní. Stendur sala þeirra yfir til 10. júní. Þeir stúdentar, sem ekki hafa annað hvort keypt miða eða tilkynnt þátttöku sína fyr- ir þann tíma, eiga á hættu að komast ekki á kvöldskemmtun- ina hinn 16. Miðar verða seldir (Framhald á 4. su: i). ; . •••■_ . | Heiðursmerki í tilefni af áttræðisafmæli Fröken Thoru Friðriksson heið- ursforseta Alliance Francaise, hefir franska stjórnin sæmt hana officera orðu heiðursfylk- ingarinnar frönsku (Officier de la Legion d’Honneur). Ári.Ö 1928 var hún sæmd riddaraorðu heiðursfylkingarinnar. (Chev- alier de la Legion d’Honneur). í greinargerð Vísis fyrir þess- ari félagsstofnun sagði enn^ fremur á þessa leið: „Þau atriði, sem óháðir Sjálf- stæöismenn leggja megin á- herzlu á í sambandi við þann ágreining sem upp hefir komið, eru sem hér segir: — ÞEIR FORDÆMA ofríki sem á síðari tímum hefir risið upp í flokknum og gefið hefir fáum mönnum aðstöðu til að ná tökum á skipulagstækni og á- róðurstækjum flokksins. — ÞEIR TELJA, að vegna framtíðar þjóðarinnar beri flokknum að taka upp djarfa og hreina stefnu í utanríkismálum, er miðist við vinsamlega sambúð við hinar engilsaxnesku þjóðir, án íhlutunar þeirra eða nokk- urra annara um fullveldi lands- ins. Meðan samvinna er við kommúnista um stjórn landsins, verður ekki hægt að hafa neina heilsteypta utanríkisstéfnu, lýð- veldinu til ómetanlegs tjóns. — ÞEIR VILJA, að flokkurinn taki aðra og gætnari stefnu í opinberum fjármálum en hann hefir aðhyllzt síðan samvinnan við kommúnista hófst. Þeir benda á, að f jármálastefna tveggja síðustu þinga er í mót- setningu við þau megin-sjónar- mið í fjármálum, sem flokkur- inn er byggður á. Sú stefna, sem nú er ráðandi í fjármálum landsins, leiðir til stórkostlega aukinnar verðþenslu og stofnar öllu fjármálakerfi þjóðarinnar í hættu. — ÞEIR ÁLÍTA það skyldu flokksins, sem stærsta flokks þjóðarinnar, og vegna fortíðar hans og grundvallarskoðana, aU taka nú þegar upp einbeitta og jákvæða stefnu í dýrtíðarmál- unum, sem lægt getur verðbólg- una og tryggir það, að endur- nýjun atvinnutækjanna og efl- ing atvinnulífsins geti hafizt á öruggum grundvelli. Allir at- vinnuvegir þjóðarinnar eru« byggðir á sandi, meðan hún hef- ir ekkert fast undir fótum í dýr- tíðarmálunum.“ Sú gagnrýni á stefnu og störf- um flokksforustunnar, sem hér kemur fram, er vissulega ekki neitt smávægileg. Hún er sökuð um ofbeldi innan flokksins, ó- ljósa stefnu í utanríkismálum og glæfralega stefnu í fjármál- um. Jafnframt er samstarf hennar við kommúnista for- dæmt með öllu. (Framhald á 4. síðu). NÝTT FRAMBOÐ Framsóknarmenn á Siglufirði hafa kjörið Jón Kjartansson skrifstofustjóra til framboðs fyrir Framsóknarflokkinn á Siglufirði. Englandsför Páls ísólfssonar Nýlega fór dr. Páll ísólfsson til Bretlands í boði British Council. Er nú ákveðið, að hann haldi orgelhljómleika 31. maí í dómkirkjunni í Oxford, 2. júní í Eton College, 4. júni i St. Bartholomew’s the Great kirkj- unni í London, og síðustu hljóm- leikana 6. júní í St. Mark kirkj- unni í London. Ennfremur hefir Páli ísólfssyni verið boðið að leika fyrir brezka útvarpið þann 21. júní og býst hann því við að dvelja i Bretlandi fram til júníloka. Bjarni Guðmundsson blaða- fulltrúi er í fylgd með Páli ís- ólfssyni. Gróður á Akureyri Undanfarna daga hefir verið einmuna gott og hlýtt veður Norðanlands. — Gróðri fer ört fram og má i því sambandi geta þess, að blóm eru farin að springa út í görðum á Akur- eyri, sem fágætt mun vera á þessum tíma árs. Uppvíst um íkveikju á Akranesi Fjórir menn hafa nú verið handteknir vegna bruna slát- urhússins á Akranesi á dögun- um. Þrír þessara manna hafa þegar játað á sig sakir, en einn þeirra hefir ekki játað hlutdeild í verknaðinum. Mennirnir eru allir í varðhaldi í Reykjavík. Þrír mannanna eru heimils- fastir í Reykjavík og fluttu þeir vörur upp á Akranes á þremur bifreiðum og komu þeim þar í geymslu í fyrrnefndu húsi. Með aðstoð fjórða mannsins sem búsettur er á Akranesi. Hann lagði einnig til nokkuö af vör- um í geymsluna. Síðan vá- tryggðu þeir allt saman fyrir 600 þús. krónur og ákváðu svo að kveikja í húsinu. Aðfaranótt hins 15. maí fór (Framhald á 4. slðu).

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.