Tíminn - 06.06.1946, Page 4
Skrifstofa Framsóknarflokksins er í
Eddukásinu vib Lindargötu. Sími 6066
REYKJAVÍK
FRAMSÓKNARMENN!
KomÍb í skrifstofu Framsóknarftokksins
e. Jtini 194G
99. blað
Bruninn á Akranesi
(Framhald af 1. siBu).
stræti 26, inn i þessar fyrirætl-
anir, og Þórður Halldórsson, til
heimilis á Dagverðará á Snæ-
fellsnesi vissi einnig um áform
þessi. Þessir menn, að Þórði
undanskildum, bundust nú sam-
tökum um að framkvæma
brennuáform þessi og skyldu
þeir Jóhannes og Sigurður
fremja sjálfa ikveikjuna. Ást-
ráður útvegaði húsið undir vör-
urnar, áðurnefnt sláturhús B.
Ó. & Co., og vátryggði þær eins
og áður segir fyrir 600 þús. kr.
Enda þótt Þórður væri ekki í
sjálfum brennusamtökunum,
átti hann þó vörur í brennunni
á nafni Jóhannesar. Hafði Jó-
hannes sagt honum, að hann
gæti tekið af honum vörur í
brennuna og Þórður samþykkt
það. Varð það úr að allir þessir
menn fluttu vörur í sláturhúsið
til að brenna þær þar í þeim
tilgangi að fá greitt vátrygg-
ingarfé þeirra. Snorri átti mest
af vörunum eða vátryggðar fyrir
um 350. þús. kr. alls, Jóhannes
um 145 þús. kr., Sigurður um
40 þús. kr., Þórður um 25 þús.
kr. og Ástráður nokkuð meira.
Var ákveðið, að Ástráður skyldi
að brennunni afstaðinni, fá,
auk vátryggingarfjár sinna eigin
vara, 30% af vátryggingarfjár-
hæð vara Snorra og ca. 25%
af vátryggingarfjárhæð vara
Jóhannesar. Jóhannes tók að
sér að framkvæma brennuna
einn. Kvöldið 14. maí fór hann
í bifreið til Akraness með benzín
til íkveikjunnar. Bifreiðinni ók
Þorgils Hólmfreð Georgsson,
bifreiðarstjóri, Hliði á Álftanesi,
og vissi hann hverra erinda Jó-
hannes fór ferðina.
Bæjarfógetinn á Akranesi hóf
rannsókn um brunann 16. maí
og ieiddi húh til þess að Ást-
ráður Proppe var úrskurðaður
í gæzluvarðhald, og fluttur hing-
að til Reykjavíkur. — Ástráður
er fóstursonur hjónanna Carls
og Jóhönnu Proppé.
Hefir rannsókn staðið yfir hér
síðan og hafa allir hinir seku
játað brot sín.
í sambandi við rannsókn um
Akranessbrunann hafa sannast
þrjár íkveikjur hér í Reykjavík
í vetur og liggja fyrir játningar
hinna kærðu um þær allar.
fkveikjja í Miðstr. 5.
Um kl. 5 aðfaranótt 20. jan.
kom upp eldur í bólstraraverk-
stæði í kjallara hússins Mið-
stræti 5, sem er járnklætt tim-
burhús, þrjár hæðir og ris, og þá
var eign Snorra Jónssonar og
var metið til brunabóta á kr.
250 þús. kr. — í húsinu bjuggu
22 manns, þar af 2 menn í ris-
hæðinni.
Snorri hafði 1 hyggju *að reisa
nýtt.hús á þessari lóð og vildi
því losna við gamla húsið af
loðinni. Hann bað því Jóhannes
Pálsson, að kveikja í því fyrir
sig, fyrir allháa fjárhæð og tók
hann það að sér. Þeir eru sam-
mála um að Snorri hafi, vegna
íbúa hússins, viljað láta kveikja
í þVí að degi til eða kvöldi.
Brunakaðlar voru engir í húsinu
og Snorri hafði ekki kynnt sér
það mál. Jóhannes óaði við að
fremja íkveikjuna einn. Hann
skýrði kunningja sínum Gísla
Kristjánssyni, sjómanni, Móa-
búð á Snæfellsnesi, frá þessu
áformi og bauð honum hluta
af launum þeim, sem hann átti
að fá fyrir íkvéikjuna til þess
að fremja hana með sér. Þetta
féllst Gísli á. Þeir komu íkveikj-
unni þó ekki i framkvæmd fyr
en aðfaranótt 20. janúar, en
þá komu þeir drukknir af dans
leik í Sandgerði. Þá fóru þeir
að húsinu og kastaði Gísli log-
andi eldspítu inn um opinn
glugga á bólstraraverkstæðinu.
Menn sváfu i næsta herbergi
við verkstæðið og vöknuðu þeir
við eldinn og kölluðu á slökkvi-
liðið, sem kom strax og slökkti
Skemdir urðu þó nokkrar.
fkvelkja í skúr við
Miðstræti 5.
Að kvöldi hins 4. febr. s. 1.
kom upp eldur í útiskúr við
Miðstræti 5, en í honum voru
geymdar vörur, sem þeir Sig-
urður Jónsson og Jóhannes
Pálsson áttu og voru bruna-
tryggðar í Sjóvátryggingarfélagi
íslands h. f. Þessar vörur sínar
hafði Sigurður keypt fyrir milli-
göngu Snorra Jónssonar. í þess-
um vörum kveikti Sigurður, í
þeim tilgangi að fá vátrygging-
arfé þeirra, og skemmdust þær
mikið við brunann, en eyðilögð-
ust ekki með öllu. Þær voru
vátryggðar fyrir kr. 91.000.00,
en tjónið var greitt eftir mati
með kr. 69.926.17. Vörur Jóhann-
esar voru vátryggðar fyrir 33
þús. kr., en tjónið á þeim greitt
eftir mati, með rúmum 12 þús.
kr. Slökkviliðið kom á bruna-
staðinn og slökti eldinn áður
en skúrinn brynni.
fkvoikja I vöru-
geymslu við Vonar-
stræti 4.
Aðfaranótt 18. febr. kveikti
Jóhannes Pálsson að beiðni
Snorra Jónss. í vörugeymslu-
skúr á bak við Vonarstræti 4,
en slökkviliðið slökkti þann eld
áður en hann náði að grípa um
sig. Skúrinn var virtur til bruna-
bóta á kr. 27.700.00, en vöru-
birgðir, sem í honum voru, voru
vátryggðar fyrir kr. 170.000.00.
Mjög litlar skemmdir urðu af
þessu.
Fyrirliuguð íkveikja í
Baldursg'ötu 12.
í vetur fór Snorri fram á það
við Jóhannes Pálsson, Þórð
Halldórsson og Sigurð Jónsson,
að kveikja í húsinu Baldursg.
12, sem er einlyft timburhús,
sem búið var í, og bauð þeim
fé fyrir. Hafði hann í hyggju að
byggja á lóð hússins og vildi
því losna við það af lóöinni.
Húsið var virt til brunabóta á
kr. 12.700.00. Menn þessir vildu
eigi sinna þessu og var eigi
kveikt í húsinu.
Nýir frambjóðendur
Björn Sigtryggsson.
(Framhald af 1. síðu).
búskap árið 1919 og hefir búið
þar síðan. En á þeim árum voru
nýbýli næsta sjaldgæf hér á
landi og lítt sinnt af ráðamönn-
um landsins. Nú stendur Björn
í fremstu bænda röð, með hér-
aðstraust að baki. Honum hafa
verið falin mörg trúnaðarstörf
innan héraðs, verið hrepps-
nefndarmaður og oddviti í
Reykdælahreppi, sýslunefndar-
maður, formaður Búnaðarsam-
bands Þingeyinga um tíma, í
stjórn Húsmæðraskólans á
Laugum, o. fl. og formaður
Kaupfélags Þingeyinga hefir
hann verið síðan 1936. Björn er
skörulegur maður og rökfastur,
og heldur; á málum með festu
og einurð. Mun hann verða öt-
ull og virðulegur fulltrúi hér-
aðs síns og stéttar á' Alþingi. —
— Hann er kvæntur Elínu Tóm-
asdóttur frá Stafni í Reykjadal.
Halldór Ásgrimsson.
(Framhald af 1. síðu).
firði, en stjórnaði jafnframt
Kaupfélagi Borgarfjarðar fyrst
í stað. Hefir átt sæti í sýslu-
■nefnd Norður-Múla&ýslu og
gegnt ýmsum trúnaðarstörfum
öðrum en hér eru taliri, enda
lengi notið álits í héraði. Hafa
Norð-Mýlingar nú valið hann til
framboðs, er hinn vinsæli full
trúi þeirra, Páll Hermannsson,
baðst undan lengri þing-
mennsku, og mun þann skipa
það sæti með prýði, þótt vand-
fyllt sé, enda gagnkunnugur
hinu víðlenda kjördæmi og á-
hugamálum þess. — Hann er
kvæntur Önnu Guðnýju Guð-
mundsdóttur frá Litlu Vík í
Borgarfirði.
Hilmar Stefánsson.
(Framhald af 1. síðu).
starfs síns í Búnaðarbankanum
og sérstaklega á Suðurláglend-
inu siðan hann var útbússtjóri
Kosningabaráttan . . .
(Framhald af 1. síðu).
sældir stj órnarstefnunnar. Með
framboði stjórnarandstæðinga
á að tæla menn, sem eru andvíg-
ir stjórnarstefnunni, til að kjósa
stjórnarflokkana. En kjósend-
urnir munu hins vegar sjá við
þessu og gera sér ljóst, að flokk-
um, sem leika þannig tveimur
skjöldum, er ekki hægt að
treysta. Því munu stjórnarand-
stæðingar, hvar sem þeir hafa
áður verið í flokki, fylkja sér
um Framsóknarflokkinn og láta
hann vera eina vaxandi flokk-
inn í þessum kosningum.
Framsóknarmenn ganga gunn-
reifir og sigurvissir til kosn-
inganna. Alls staðar úti í heim-
inum er miðflokksstefnunni að
vaxa fylgi, eins og nýafstaðnar
kosningar í Frakklandi og Ítalíu
sýna bezt. Þjóðirnar vilja hvorki
stórgróðavald né kommúnista.
Þær vilja heilbrigða og mark-
vissa þróun. Sú mun einnig
verða reynzlan hér. En til þess
að sigur Framsóknarflokksins
verði sem mestur og stærstur,
þurfa allir stuðningsmenn hans
að vinna vel. Liggi enginn
flokksmanna á liði sínu, getur
Framsóknarflokkurinn verið
stærsti flokkurinn að þingfylgi
og atkvæðamagni eftir kosning-
arnar.
i
(jamta Bíc
Ein bættispr óf.
(Framhald af 1. síðu).
Smári, I. eink. 169 stig, Þórður
Möller, II. eink. betri 133% stig.
Embættisprófi í guðfræði
hafa lókið: Arngrímur Jónsson,
II. eink. betri 123J/3 stig, Bjart-
mar Kristjánsson, I. eink. 157y3
stig, Emil Björnsson, I. eink. 152
stig, Jóhann Hlíðar, I. eink. 132
stig, Kristinn Hóseasson, II.
eink. lak. 71% stig, Sigurður M.
Pétursson, I. eink. 126% stig,
Þorsteinn Valdimarsson, I. eink.
155% stig.
á Selfossi. Hefir Búnaðarbank-
inn dafnað ágætlega undir
stjórn hans. Lipurmenni og al-
úðlegur í framkomu, og munu
fáir bera honum annað. Hann
er gagnkunnugur landbúnaðar-
málum og fjármálum, ber hag
bændastéttarinnar mjög fyrir
brjósti, og var hinn mesti á-
hugamaður í lýðveldismálinu. Á
sæti í miðstjórn Framsóknar-
flokksins. —- Hilmar er kvæntur
Margréti Jónsdóttur frá Stokks-
eyri.
Halldór Kristjánsson.
(Framhald af 1. síðu').
Vestfjarða. Tvo vetúr var hann
erindreki Ungmennafélags ís
lands og ferðaðist þá víða um
land og flutti fyrirlestra. Hann
hefir verið endurskoðandi
Kaupfélags Önfirðinga í nokkur
ár. í skólanefnd héraðsskólans
á Núpi síðan 1936. í sýslunefnd
Vestur-ísafjarðarsýslu síðan
1938. Nú undanfarið hefir hann
átt sæti í milliþinganefnd í
í stjórnarskrármálinu,sem kosin
er af Alþingi. —
Halldór hefir ritað allmargar
greinar í Tímann og víðar, mest
um landsmál (en þó einnig um
bókmenntir o. fl.), og má hik-
laust telja hann meðal ritfær-
ustu manna landsins á því sviði
(Hann hefir t.d. manna bezt, og
þó í hófi, tekið í hnakkadrymbið
á „kontoristum" í Rvík, sem
hafa ætlað að gera sig breiða
á kostnað bændastéttarinnar)
Hann er einnig meðal sjöllustu
ræðumanna, skáld gott, frjáls
lyndur og drengur góður. -
Hann er kvæntur Rebekku Ei
ríksdóttur frá Sandhaugum í
Bárðardal.
Trúlofun.
sina opinberuðu nýlega ungfrú Odd-
ný Jónsdóttir, Yzta-Hvammi, S.-
Þing. og Sigþór Guðnason, Sæfelli,
Seltjarnarnesl.
SELFOSS
fer héðan fimmtudaginn 6. júní
til Skagastrandar og Siglu-
fjarðar.
E.s. HORSA
fer héðan mánudaginn 10. júní
til vestur- og norðurlandsins.
Viðkomustaðir:
Patreksfjörður,
ísafjörður,
Siglufjörður,
Akureyri,
Húsavík.
Vörur tílkynnist sem fyrst.
H.f. Eimskipafélag
tslands.
c
ta;n
mr.rjr i i:n
Breiðafjarðarferð
Tekið á móti flutningi til Snæ-
fellsnesshaína árdegis í dag.
(3
Ef þið eruð slæm í höndun-
um, þá notið
„ELÍTE-
HMDLOTÍON“.
Mýkir hörundið, gerir hend-
urnar fallegar og hvitar. Fæst í
lyfjabúðum og verzlunum.
Heildsölubirgðir hjá
rnEnm/p
Ávarp
Vegna þeirra góðu undir-
tekta, sem blaðið hefir fengið
hjá almenningi og vegna fjöl-
margra áskorana, sem ritnefnd-
inni hafa borizt um að halda
áfram útgáfu þess, og það ekki
sízt vegna þeirrar nauðsynjar,
sem ritnefndin telur á því, að
óháð málgagn sé til, er geti bar
izt fyrir þeim málstað, er blaðið
er helgað, meðan það mál er
enn ekki til lykta leitt, hefir
ritnefndin ákveðið að halda á
fram. útgáfu blaðsins. Að blað-
inu hafa staðið öll stjórnmála
félög stúdenta við Háskólann,
Stúdentaráð Háskólans og Stúd-
entafélag Reykjavíkur. Enginn
þessara aðilja hefir yfir neinu
fjármagni að ráða, blaðið hefir
ekki tekið neinar auglýsingar
og engum áskriftagjöldum verið
safnað. Ef blaðið á að geta
haldið áfram göngu sinni verður
það því að fá aukið fjármagn
til umráða. Ritnefndin skorar
því á alla unnendur blaðsins og
alla þá, sem áhuga hafa fyrir
þeirri baráttu í sjálfstæðismáli
íslendinga, sem blaðið hefir háð,
að styrkja það fjárhagslega.
Þeir, sem vilja verða við þessari
áskorun, eru vinsamlega beðnir
að senda framlög sin hið allra
fyrsta til Hermanns Pálssonar
stud. mag. Nýja Stúdentagarð-
inum, sími 4789.
Ritnefnd stúdentablaðsins
„Vér mótmælum allir.“
Æskan vill ráða
(Young Ideas)
Amerisk gamanmynd.
Susan Peters
Rfohard Carlson
Herbert ManhaU.
Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9.
Sala hefst kl. 11.
*
TJtjja Bíc
(viS Shúlagötu)
t heimi tóna og
tryllings.
(„Hangover Square")
Aöalhlutverk:
Laird Cregar,
Lfnda Damelll,
George Sanders.
Sýnd kl. 9.
Bönnuð börnum yngrl en 16 &rfc.
Við Svnafljót.
Hln fagra söngvamynd með
Don Ameche og Andrea Leeds
sýnd kl. 5 og 7 — eftir ósk fjöl-
margra.
BEMSKLBREK
Og
ÆSKUÞREK
Hin helmsfræga sjálfsævisaga
Winston Churchill’s
er bráðum uppseld.
Kostar kr. 53.00 í góðu bandl.
SnælandsútRáfan,
Lindargötu 9A, Reykjavík
TjatHatbíc
DÓMSINS
LtÐUR
(The Hom Blous at Midnlght)
Ameriak gamanmynd.
Jack Benny,
Alexis Smfth.
Sýning kl. 5—7—9.
Öllum vinum og vandarríönnum fjœr og nœr, þakka ég
af einlœgni, nú, þegar ég fer af sjúkrahúsinu, fyrir hlut-
tekningu, gjafir og heimsóknir i veikindum mínum.
ÁSDÍS LÁRUSDÓTTIR.
FRÁ MEÐALHOLTUM.
Húnvetningafelagið
gengst fyrir
skemmtiferð
norður i átthagana dagana 15.—17. júní —- Áskriftalistar
liggja frammi í Verzl. Vestu, Laugaveg 40 og í Rafmagn
h.f., Vesturgötu 10. Þar fást nánari uppl. Farseðlar verða
afgreiddir á sömu stöðum, sækist fyrir 13. júní.
Héraðsmót Húnvetninga er ákveðið að halda í Reykja-
skóla sunnudaginn 16. júní.
Ferðanefndin.
Selskinn
Selskinn
Selskinn og lambskinn kaupum við hæsta verði.
Fyrirspurnum svarað um hæl.
«
Sótunarverksmiðjan h.f.
Heildverzlun Þórodds Jónssonar,
Skrifstofur: Hafnarstræti 15. Símar 1747 (2 línur).
Tilkynning
frá Viðskiptaráói um timburinnflutning
frá Bússlandi.
Rikisstjórnin hefir fest kaup á 10.000 standörðum af
algengu bygginga-timbri frá Rússlandi.
Brýna nauðsýn ber til þess að timbur þetta verði flutt
til landsins hið allra fyrsta.
Viðskiptaráðið óskar því b(érmeÖ eftir umsóknum um
gjaldeyris- og innflutningsleyfi fyrir umrætt timbur frá
‘þeim aðilum, sem vilja koma til greina við úthlutun timb-
ursins.
Vegna þess hve naumur tími er til stefnu, þurfa um-
sóknirnar að hafa borizt ráðinu fyrir kl. 4 e. h. föstudaginn
7. júní næstkomandi.
Aðilum utan Reykjavíkur er því nauðsynlegt að senda
umsóknir sínar með símskeyti.
5. júní 1946.
Viðskiptaráðið.
I