Tíminn - 13.06.1946, Blaðsíða 1

Tíminn - 13.06.1946, Blaðsíða 1
RITSTJÓRI: ÞÓBtA ÍXN N ÞÓRARINSSí »N ÚTGEFAIT3I. FRAMSÓJ CN AR PLOICK11H IN N simai' 23s:i <37* PRENTSJWUÐ.) AN EDDA UJ 30. árg. RrrSTJÓRASKRD' CTOFUR: EDDUHÚSI. U’.dargötu 9 A Símar 2353 og 4378 AFGRETÐKLA iNNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRÍFSTOFA EDDUHÚSL Llndargötu « A Stml 3S23 Rpykjavík, fimmtudagiim 13. júuí 1946 103. biað Hræðslan við eigin óstjórn: StjórnarfSokkarnir þora ekki að iáta kjósa um stefnu rikisstjómarinnar Nýir frcimbjóðendur Framsólcnarfloklcsins Jón Kjartansson Jón Kjartansson skrifstofu- stjóri er frambjóSandi Fram- sóknarflokksins í Siglufiröi. Hann er fæddur 5. júní 1917 í Sigluf. Foreldrar: Kjartan Jóns- son prestur frá Hofi í Vopnafirði og Jónina Tómasdóttir prests á Hvanneyri í Siglufirði og víðar. — Jón Kjartansson lauk prófi i Samvinnuskólanum árið 1935, var verkstjóri hjá Síldarverk- smiðjum ríkisins 1935—’43, en hefir síðan verið skrifstofustjóri hjá skipaafgreiðslunum í Siglu- firði. Áhugasamur góðtemplari og hefir verið einn af aðalfor- vígismönnum þeirra í mikils- verðum málum (Sjómanna- heimilið). Hann er sérlega ván- sæll maður, tr^austur og drengi- legur. Hefir tekið mikinn þátt í félagsstörfum Framsóknar- manna í Siglufiröi. — Kvæntur Þórnýju Tómasdóttur kaupfé- lagsstjóra á Hofsósi Jónssonar. Pálmi Bannesson einkum á sviði menntamála og náttúrufræðirannsókna, m. a. verið í menntamálaráði, út- varpsráði, forseti hins íslenzka þjóðvinafélags, í stjórn Hins ís- lenzka náttúrufræðifélags, í stjórn Ferðafélags íslands, for- maður veiðimálanefndar og for- maður nefndar til að stjórna hagnýtum rannsóknum, en auk þess sinnt meira eða minna ýmsum þjóðnýtum störfum, sem ekki verða hér talin. Hann hefir fengizt allmikið við ritstörf, tal- ar og skrifar fagurt mál og er meðal vinsælustu fyrirlesara i útvarpi. En skólamál og þjóðar- uppeldi eru heitustu áhugamál hans. — Skagfirðingar kusu hann á þing 1937 og við fyrri kosningarnar 1942 með glæsi- legum meirihluta, og gaf hann kost á sér til framboðs þar fyrir beiðni manna, er annar fram- bjóðandi flokksins, sr. Sigfús Jónsson féll frá rétt fyrir kosn- ingar vorið 1937. En haustið 1942 gaf hann ekki kost á fram- boði. — Hann er kvæntur Raghhildi Skúladóttur alþingis- manns, Thoroddsens. Kristján Jónsson Skátar á Akureyri gangast fyrir tveim landsmótnm Skátafélag Akureyrar og Kvenskátafélagið Valkyrjan, Akureyri, standa fyrir tveim- ur landsmótum í sumar. Er það fyrra haldið fyrir drengi dagana 20. til 27. júní. i Skátamótinu hefir verið á- kveðinn staður í Mývatnssveit. Mótið sjálft stendur yfir í fimm daga og mun þá verða dvalið í fastatjaldbúðum. Þaðan verður farið í smærri hópferðir um ná- grennið, svo sem í Slútnes, Dimmuborgir og Námaskarð. Á kvöldin verða svo varðeldar eins og siður er hjá skátum. Seinni dagana fara eldri skátar gang- andi frá Mývatni að Dettifossi, niður með Jökulsá og í Ásbyrgi, en þeir yngri munu dvelja í Vaglaskógi. Einnig er ráðgert að tveim til þrem dögum verði var- ið til að skoða Akureyri og ná- grenni. Þeim skátum, sem þess þurfa, verður séð fyrir dvalar- stað á Akureyri fyrir og eftir mótið. Mótinu verður slitið með stórum varðeld við Akureyri. Skátar hafa þann sið að halda landsmót á nokkurra ára fresti, þar sem skátar frá ýmsum stöð- um landsins hittast, þreyta keppnir og tengja vináttubönd, sem seint slitna. Fyrsta skáta- (FramlialcL á 4. síðu). SKATTSKRÁIN KOMIN ÚT Skattskrá Reykjavíkur, kemur út fyrir hádegi i dag og verður strax seld á götum bæjarins. Skattskráin nær yfir öll opin- ber gjöld Reykvíkinga á yfir- standandi ári. Hún er á 6. hundrað blaðsíður að stærð og stærri en nokkru sinni áður. HÚSBRUNI Á AKUREYRI í Síðdegis í fyrradag brann tveggjá hæða íbúðarhús á Akur- eyri. Tólf manns bjuggu í hús- inu og misstu þeir nær allir eig- j ur sínar. Eldsins varð fyrst vart um kl. 3 og þá í geymsluskúr áföstum húsinu. Var slökkviliði bæjarins þegar gert aðvart, en það kom ekki tækjum við, því að húsið stendur langt frá vatnsveitu-. kerfi bæjarins. Brann húsið því gersamlega á rúmlega klst. Á efri hæð þess bjó Sigfús Ax- fjörð ásamt konu og fimm ung- um börnum, móður sinni og ömmu, en á neðri hæð bjó Sig- rún Karlsdóttir með tvö börn. Var hún ekki heima er eldurinn kom upp. Missti hún alla búslóð sína. Á efri hæðinni tókst að bjarga einhverju af húsmunun- um. Vátryggt var á neðri hæð- j inni, en mjög lágt á þeirri efri. Þessvegna hafa þeir stjórnarandstæðinga í kjöri til að reyna að villa á sér heimildir Hver verður afstaða stjórnarflokkanna til ríkisstjórnarinnar eftir kosningar? Þannig spyrja nú kjósendurnir, hvar sem þeir hittast, og við þessari spurningu fá þeir engin greinileg svör, þegar þeir virða fyrir sér frambjóðendalið flokkanna. Enginn veit hvaða liðsmenn þessara flokka ná kosningu og því síður hverjir af frambjóðendum þeirra kunna að skolast inn í þingið sem uppbótarmenn. En méðal frambjóðendanna innan hvers flokks er svo mikill ágreiningur, að blátt áfram varðar stefnu og aðgerðir í höfuðmálum lands og lýðs. Pálmi Hannesson rektor er efsti maður á lista Framsóknar- flokksins í Reykjavík og gat sér mikinn /orðstýr s.l. vetur, er hann vann sæti í bæjarstjórn, þrátt fyrir sameinaðar hrakspár allra andstöðuflokkanna. Fædd- ur 3. jan. 1898 á Skíðastöðum í Skagafirði, sonur hjónanna Hannesar bónda þar Pétursson- ar og konu hans Ingibjargar Jónsdóttur frá Þóreyjarnúpi. Stúdent 1918. Próf í nátt- úrufræði við háskólann í Khöfn. Náttúrufræðikennari við menntaskólann á Akureyri og rektor menntaskólans í Rvík síðan 1929. Honum hefir verið falinn fjöldi trúnaðarstarfa Kristján Jónsson frá Garðs- stöðum er frambjóðandi Fram- sóknarflökksins á ísafirði. Hann er fæddur 18. febr. 1887 á Garðs- stöðum í Ögurhreppi, sonur hjónanna Jóns bónda þar Ein- arssonar og Sigríðar Jónsdóttur frá Eyri. Stundaði verzlunarnám í Kaúpmannahöfn 1907 til 1908. Verzlunarmaður á ísafirði siðan til 1916 og einnig áð- ur. Ritstjóri og útgefandi Vestra um hrið. í stjórn h.f. Djúpbáts- ins um hríð, í yfirskattanefnd og endurskoðandi við útibú Lands- (Framhald á 4. síðu). Bændur á mæðiveikisvæðinu greiða atkvæði um fjárskipti Sauðfjársjúkdómanefnd ákvað á fundi þann 29. maí s.l. að láta fara fram skoðanakönnun meðal allra atkvæðisbærra fjár- eigenda á mæðiveikisvæðinu um það, hverjir eru með skipulögð- um allsherjar fjárskiptum gegn mæðiveiki og hverjir á móti. í tiiefni af þessu hefir öilum oddvitum á mæðiveikisvæðinu verið sent bréf ásamt atkvæðaseðlum og þeir beðnir að láta at- kvæðagreiðslu>»a fara fram. Framsóknarraenn í Reykjavík! Kosningaskrifstofa B-listans er í Edduhúsinu við Lindargötu. Opin 10—10 daglega. Sími: 6599. Framsóknarmenn í Reykjavík, komið í kosningaskrifstofuna og ! takið virkan þátt í kosningabar- áttunni undir kjörorðinu: Pálmi Hannesson skal á þing. Tíminn hefir í tilefni af þessu snúið sér til Sæmundar Frið- rikssonar, framkvæmdastj. fjár- sjúkdómanefndar, og átt viðtal við hann um þessi mál. Sæ- mundi segist svo frá: Áður en til þess kemur að fjáreigendur greiði atkvæði- um þettfi mál ættu þeir almennt að gera sér sem gleggsta grein fyrir því, hvað mælir með og hvað móti fjárskiptum. Skulu hér nefnd fáein atriði: Það, sem mælir með f járskipt- um er t. d. þetta: 1. Þurramæðin gerir mörgum bændum erfitt fyrir, og það svo að tvísýnt er, hvort þeir geta viðhaldið sauðfjárbúskap með svipuðu áframhaldi. 2. Lækningatilraunir eru á frumstigi, og því vafasamt að bændur geti beðið eftir árangri þeirra, þó nokkrar vonir séu bundnar við þær. 3. Að öllu leyti væri æski- legast að geta útrýmt mæði- veikinni úr fjárstofninum, sé þess nokkur kostur, enda eru bændur yfirleitt ánægðir með fjárskipti, þar sem þau hafa farið fram. Hinsvegar mælir ýmislegt á móti því að ráðist sé í stórfeld fjárskipti. Má í því sambandi nefna þetta: 1. Engin vissa er fyrir því, að veikin geti ekki borizt á nýjan leik í fjárstofninn, einkum sök- (Framhald á 4. síðu). ÞRJÚ MET SETT í SUNDKEPPNINNI í GÆRKVÖLDI í gærkveldi fór fram sund- keppni í Sundhöllinni í Reykja- vík, fyrri dagur keppninnar milli ísl. sundmanna og dönsku sundmannanna, sem hér eru í heimsókn. Árangurinn i gærkveldi var mjög góður og voru þrjú ís-, landsmet sett. Úrslit urðu sem hér segir: 100 m. skriffsund karla. 1. Ari Guðmundsson, 1 m. 1,5 sek (Framhald á 4. síðu). Sjálfstæðisflokkurinn gengur þríklofinn til kosninga. Hann hefir tekið það ráð að skjóta ágreiningsmálunum á frest og láta ráðast hver stefnan eða stefnurnar verða eftir kosning- ar. Vísisdeildin kom Birni Ól- afssyni í sæti vonarmannsins í Reykjavík eða fyrsta uppbótar- manns flokksins. „Borgarstjór- inn okkar,“ eins og Mbl. segir, varð að fara niður í sjötta sæti, svo að heldsalarnir næðu rétti sínum. Reyndar tala menn borg- arstjórans hiklaust um það, að skemmtilegra hefði verið fyrir Bjöi’ri að falla með sæmd í sjötta sæti, heldur en með skömm í fimmta sæti. Þeir eru ekki neitt myrkir í.máli um það, að hann eigi ekki áð halda fimmta sæt- inu lengur en fram að kosning- um. Hins vegar segja aðrir, að Björn Ólafsson og hans menn muni grípa til almenns niður- skurðar ofantil á listanum. Þannig eru heilindin, einingin og samstaðan á því heimili. í þriðja lagi eru svo fimm- menningarnir, sem bæði fyrr og síðar hafa lýst yfir andstöðu sinrii við ríkisstjórn Ólafs Thors. Um Sósíalistaflokkinn er það að segja, að meginhlutinn af forustuliði hans er úr Kommún- istaflokknum gamla. Þeir menn horfa til Moskvu sem heilagrar borgar, og þar eru lyklavöldin að sál þeirra og sann^æringu. Engin trygging er fyrir því, að þessum mönnum verði vikið til hliðar eða áhrif þeirra brotin á bak aftur, þó að mikil óánægja sé nú með þá innan flokksins. Það er ekki annað hægt en að meta flokkinn og dæma eftir þeirri forustu, sem hann velur sér og fylgir. En meðan sú for- usta helzt, er flokkurinn raun verulega stefnulaus um íslenzk mál og bíður eftir bendingunum aj5 austan. Og enginn íslenzkur maður getur rennt grun í hvers konar bendingar það kunna að verða. En hvernig sem þær kunna að verða, munu þær gilda sem lög fyrir Sósíalistaflokkinn, meðan hann hefir óbreytta for- ustu. Alþýðuflokkurinn býður nú þannig fram, að enginn getur vitað hvort hann verður heldur með stjórninni eða móti eftir kosningar. Þeir, sem greiða hon- um atkvæði vita ekki hvort þeir eru að segja já eða nei við stjórnarsamstarfinu. Þeir vitta ekki hvort þeir eru að kjósa Barða eða Stefán Jóhann, Hannibal eða Ásgeir Ásgeirsson. Svo undarlega er nú málum komið, að stjórnarflokkarnir virðast ætlast til þess, að menn telji ríkisstjórnina, stefnu henn- ar og störf aukaatriði. Það er ætlast til þess, að menn greiði flokkunum atkvæði í blindni, án þess að taka afstöðu til rík- isstjórnarinnar eða gera sér grein fyrir stefnu og málefnum. Sannleikurinn er sá, að stjórn- arflokkarnir þora ekki að ganga til kosninga, sem hreinir stuðn- ingsflokkar núverandi ríkis- stjórnar. Þeim óar við að taka á sig þá ábyrgð, sem því fylgir. Þyí eru stjórnarandstæðingar alls staðar hafðir inn á. milli, til að rugla kjósendur í ríminu. Stjórnarflokkarnir hafa ekki manndóm til að taka á sig á- bjrgð á stjórnarfarinu eins og það er og berjast á þeim grund- velli með drengskap og karl- mennsku. Þeir leggja á flótta frá þeirri ábyrgð og reyna að (Framhald á 4. slðu). Framsóknarmenn um land alit! Framsóknarmenn, sem fariff aff heiman fyrir kjördag, 30. júní, muniff aff kjósa áffur en þiff fariff, hjá næsta hrepp- stjóra effa sýslumanni. Framsóknarmenn, sem eruð fjarverandi og verðiff þaff fram yfir kjördag, 30. júní, muniff aff kjósa strax hjá næsta hrepp- stjóra, sýslumanni eða skip- stjóra ykkar, svo aff atkvæffiff komist heim sem allra fyrst. Framsóknarmenn! Takiff allir virkan þátt í kosningabarátt- unni. Látið ekki dragast aff gera affvart um fjarstadda kjós- endur, sérstaklega þá, er dvelja erlendis. Muniff aff ekkert at- kvæði má glatast. Leitið allra upplýsinga og aff- stoffar hjá kosningafulltrúum flokksins, kosningamiðstöffvum kjördæmanna og KOSNINGASKRIFSTOFUNNI í REYKJAVÍK, Edduhúsinu, Lindargötu 9 A Sími: 6066.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.