Tíminn - 13.06.1946, Blaðsíða 4

Tíminn - 13.06.1946, Blaðsíða 4
Skrifstofa Framsóknarflokksins er i Edduhúsinu vib Lindargötu, Sími 6066 4 ! REYKJAVtK FRAMSÓKNARMENN! Kom’ið í kosningaskrifstofuna 13. JtilSÍ 1946 103. blað „Steinar fyrir brauð” íhaldsmenn segja fyrir kosn- ingarnar: Við Sjálfstæðismenn erum flokkur allra stétta. í móð- urfaðm okkar geta allir sótt ör- yggi, öreigar, burgeisar og allt þar á milli. En hvernig tala staðreyndirn- ar um þessi fögru loforð? Dýrtíðarkóngurinn Ól. Th. hefir,þokað vísitölunni upp um 101 stig á 20 mánuðum, og þó falsað vísitöluna um ca. 34 stig, samkvæmt útreikingi J. Blön- dals. Hinir ríku verða ríkari og þeir fátæku fátækari. Tveggja o^ þriggja herbergj^. íbúðir í leigukössum kosta nú frá 100— 150 þús. kr. líkt og stærlta höf- uðból landsins hefði kostað fyrir stríð með allri áhöfn. Hvernig haldið þíð að afkoman verði hjá verkamanni, sem hefir 12—1500 kr. mánaðarlaun og kaupir .slíka íbúð, auk allra annara þarfa fjölskyldunnar. Það þarf meira en litla ó- skammfeilni til að reyna að halda því að fólki að íhaldið sé flokkur allra stétta. En þetta gera ritstjórar Mbl. og forsetinn frá Akri í ísafold. Stjórnarliðinu þótti það ófor- skammað af bændum þegar þeim datt í hug með sínum eigin frarfhögum, að hressa upp á húsnæði Búnaðarfélagsins. Það þótti ósvífni að þeim datt i hug að koma^upp ódýru gistiheimili svo að þeir þyrftu ekki að vera á götunum þegar þeir eiga er- indi í höfuðstaðinn. En máttar- stólpar íhaldsins byggja sér veg- leg hús og þeir byggja meira. Trúboðsstöð þeirra við Austur- völl (auknefnd „Holstein) var byggð gegn öllum venjulegum skipulagsreglum. Til þess að ekkert skyggði á þá byggingu, gróf Bjarni Ben. heila spenni- ,stöð í jörð niður. Verkamenn borguðu með útsvörum sínum. Stórgróðamenn láta sér ekki nægja að byggja lúxusbyggingar í bænum, heldur stærstu sum- arhallir. Fjölskyldan Thors á tvö sumarhús við Hoffjarðará. Þau eru ekki nógu fín. Við sinn hvorn enda Þingvallavatns hafa Jensenssynir byggt hallir fyrir hálfa—heila miljón. Sömuleiðis í Skorradal. Þar þurfti að leggja næstu jörð undir höllina, svo al- múginn væri ekki of nærgöng- ull. Trúi nú hver sem trúa vill, að íhaldið sé flokkur allra stétta. Það verða áreiðanlega steinar fyrir brauð, sem almúginn fær frá „íhaldinu.“ Skulu hér Ylfingar öllu ráða? Ýmsum, og þar á meðal mörg- um Sjálfstæðismöiyium, þykir nóg um uppgang Ylfinga (öðru nafni Kveldúlfsmanna) í fjár- málum íslands. Munu Ylfingar nú eiga allt sitt á þurru, hafa selt suma gömlu togarana og hliðra sér hjá sem mest þeir mega að hætta fé sínu í „nýsköpun" ríkisstj órnarinnar. Jafnframt eiga nú þessir menn sterk ítök í heildverzlun- inni, og viðskipti forsætis- og utanríkisráðherrans við krata og kommúnista í ríkisstjórninni hafa áreiðanlega verið gerð með fullu tilliti til Ylfinga, hvað sem öðrum atvinnurekstri líður. Ylf- ingar hafa verið beint og óbeint stríðsgróðamenn landsins. Tveir af nánustu venzlamönnum ut- anríkisráðherrans eru sendi- herrar íslands hjá stórveldunum og aðrir ganga sendiherrunum næstir. Eigi skulu þó viðkomandi starfmenn erlendis áfelldir af þessum sökum. En hvað er nú orðið um hina mörgu gáfuðu íslendinga, ef endilega þarf að gera mikinn hluta utanríkis- þjónustunnar innanlands og ut- an að eins konar „fjölskyldufyr- irtæki“ Ylfinga. Er ekki annað eins og það óþarfi, þó að ekki sé meira sagt. Myndi ekki rétt að hugsa ráð sitt áður en meira og meira af einkaauðmagninu sópast í hendur Ylf inga og f er sínar leiðir. Framsóknarmenn verða að vera þar á verði, því að jafn- vel forvígismenn sósiallista- flokkanna eru nú blindir á því auganu, sem að Ylfingum snýr, þó að þeir hamist að öðrum Sjálfstæðismönnum a. m. k. fyr- ir kosningar. Sundkeppnin (Framhald af 1. síðu). 2. John Christensen, 1 m. 2,1 sek. 3. Rafn Sigurv.son, 1 m. 2,3 sek. Þetta er nýtt met hjá Ara. Gamla metið átti hann sjálfur og var það 1. m. 1,6 sek. 100 m. bringusund karla. 1. Sig. Jónsson Þ., 1 m. 18,7 sek. 2. Sig. Jónsson, R., 1 m. 18,9 sek. 3. Kaj Petersen, 1 m. 19,0 sek. Tími Sigurðar Þingeyings var nýtt met. Gamla metið átti nafni hans í KR og var það 1 m. 3 9,3 sek. ' 200 m. bringusund kvenna. 1. Anna Ólafsd. 3 m. 21,7 sek. 2. Áslaug Stefánsd. 3 m. 23,3 sek. 3. Gyða Stefánsd., 3 m. 35,7 sek. Anna setti hér nýtt met. Gamla metið átti Þorbjörg Guð- jónsdóttir og var það 3 m. 26,4 sek. 100 m. skriðsund drengja. í. Ragnar M. Gíslason, 1 mín. 14,5 sek. 2. Rúnar Kjartansson, 1 mín. 24,4 sek. 3X100 m. boðsund. 1. Sveit Dana, 3. mín 39,2 sek. 2. A sveit íslendinga 3. mín. 40,3 sek. TVö skátamót (Framhald af 1. síðu). landsmótið var haldið í Þrasta- skógi árið 1925 og síðan hafa landsmót verið haldin á þessum stöðum: Laugardal 1928, Þing- völlum 1930, 1936, 1938 Og 1944, Akureyri 1935 og Hreðavatni 1942 og er þetta því áttunda landsmót íslenzkra skáta. Þátttakendur úr Reykjavík leggja af stað norður að morgni miðvikudagsins 19. júlí. Kvenskátamótið verður haldið undir stjórn frk. Brynju Hlíðar við Eyjafjörð. Kvenskátamót var síðast haldið í Vatnsdalshól- um 1944, og mun þetta mót verða með svipuðu sniði og þar var. Farið verður í gönguferðir um nágrennið, og auk þess mun ef til vill verða efnt til stærri hópferða að mótinu loknu. B. A. próf B.-A.-prófi hafa nýlega lokið: Björg Valgeirsdóttir, Dóra Har- aldsdóttir, Erla Elíasdóttir, Sig- fríður Bjarnar, Sigríður Magn- úsdóttir, allar í ensku, frönsku og heimspffki. Kandidatspróf Kandídatsprófi í viðskipta- fræðum hefir nýlega lokið Stef- án Svavars, 2. eink. betri, 200 stig. 3. B sveit Islendinga 3. mín. 51,4 sek. A sveit íslendinga synti á mun skemmri tíma en ísl. met- inu, sem Ægir á, en það er 3 inín. 48,4 sek. í boðsundssveit Dana voru: John Cristensen, Kaj Petersen og Mogens Bodal. í A sveit íselndinga voru: Guðmundur Ingðlfss. Sigurður Jónsson (Þ) og Ari (^uðmundss. Keppnin heldur áfram í kvöld. CHEVROLET VÖRUBÍLAR Getum útvegað hlna vel þekktu Chevrolet-vörubíla beint frá verksmiðjum General Motor’s Corporation í Ameriku, með mjög stuttum fyrirvara. Þeir, sem eiga gjaldeyris- og innflutningsleyfi, ættu að tala við okkur sem fyrst. CHEVROLET ER BEZTI BÍLLINN m Samband ísl. samvinnuf élaga Nýir frarabjóðendur Kristján Jónsson (Framhald af 1. síðu). bankans. Hefir mjög lengi starfað í þágu sjávarútvegsins og að ýmsum málefnum þess at- vinnuvegar. Verið erindreki Fiskifélags íslands í nál. aldar- fjórðung og hátt á annan tug ára fulltrúi á fiskiþingi. Átti sæti í milliþinganefnd í sjávar- útvegsmálum. Var einn af stofn- endum Samvinnufélags ísfirð- inga 1927 og mörg ár í stjórn þess. Síldarmatsmaður lengst af 1916—’33. Hefir ritað ýmislegt um sjávarútvegsmál m. a. í tímaritið Ægi, hluta af Barð- strendingabók o. fl. Kristján er yfirleitt nákunnugur Vestfirð- ingum og atvinnuvegum þeirra einkum við sjóinn. — Hann er kvæntur Sigríði Guðmundsdótt- ur frá Lundum í Borgarfirði. Stjórnarflokkarnir . . (Framhald af 1. síðu). hylja sig í reykskýjum á flóttan- um. Það getur verið að hin póli- tísku reykský geti einhverju bjargað fyrir þessum flótta- mönnum. En ólíklegt er annað en kjósendurnir heimti yfirleitt ákveðna stefnu, hreinar línur og bert andlit í þessari kosn- ingabaráttu. Þá vandast málið fyrir þeim, sem eru hræddir við fortíð sína og stefnu. Þá verður erfitt um vik fyrir þá, sem telja sér nauð- synlegt að leika tveim skjöldum og mæla tveim tungum. Þá kreppir að þeim, sem vilja bæði mega afneita og aðhyllast. Stjórnarflokkarnir ganga allir klofnir til kosninga um hin þýð- ingarmestu mál. En fólkið heimtar ákveðna stefnu og hrein svör. Eini flokkurinn, sem geng- ur til kosninganna með hreina og skýra stefnu, sem allir fram- bjóðendur hans eru sammála um, er Framsóknarflokkurinn. Hann er andstæður ríkjandi stjórnarstefnu og vill láta sam- starf umbótamanna í lýðræðis- flokkunum leysa núverandi ó- stjórn af hólmi. (3 Ef þið eruð slœm í höndun- um, þá notið „ELtTE- HMDL»TÍON“. Mýkir hörundið, gerir hend- urnar fallegar og hvítar. Fæst i lyfjabúðum og verzlunum. Heildsölubirgðir hjá fHEMinX Hverjir stigu fyrsta ... (Framhald af 2. síðu) hefir gengið skeleggast fram í þessum málum, enda er það hans krafa og skilningur, að skylt sé að hjálpa öllum þegn- um landsins til þess að komast í sæmileg' húsakynni, hvort heldur búa við sjó eða í sveit. Að því leyti, sem andstöðu- flokkar Framsóknarmanna hafa á stundum tekið í svipaðan streng, hafa þeir komið þar á eftir — gengið þá braut, sem Framsóknarmenn ruddu, enda knúðir til þess af almennings- álitinu. Minnist þess í vor og ætíð. Bændur á mæði- veikisvæðinu .... (Framhald af 1. síðu). um þess að einangrunarskilyrðn eru víðast hvar erfið. 2. fjárskipti hafa í för með sér allmikinn kostnað fyrir rík- issjóð, og jafnframt nokkurn kostnað fyrir bændur, mikla erf- iðleika meðan á þeim stendur, og afurðatap í bili, sem ekki yrði bætt að fullu úr ríkissjóði. 3. Góð fjárkyn, með tilliti til afurða, og önnur með nokkra mótstöðu gegn mæðiveiki, eyðast um leið og fjárskipti væru gerð. Vert er að fjáreigendur geri sér þessi atriði og fleiri ljós í sambandi við væntanlega at- kvæðagreiðslu um málið. Ef svo fer að atkvæðagreiðsl- an leiðir í ljós, að mikill meiri hluti fjáreigenda er samþykkur fjárskiptum, mun málið verða tekið ‘til nánari athugunar og að því loknu lagt fyrir næsta Alþingi. > Cjatnla Btc Frú Parkington Gerö eftir hinni heimsfrægu sögu Louis Bromfield. Aðalhlutverk: Greer Garson, Walter Pidgeon. Sýnd annan hvitasunnudag kl. 3, 6 og 9. Hækkaö verð. ýnd kl. 6 og 9. tyja fiíi (viff Skúlagötu) '<• 4« IJM ÓKIIMA STIGl. Þrjátíu bráðskemmtilegar og spennandi ferðasögur og ævin- týri frá ýmsum löndum, eftir þrjátíu höfunda. Þýðendur: Jón Eyþórsson og Pálmi Hannesson. Bókin er á fjórða hundrað siður, prýdd mörgum gullfalleg- um myndum. Kostar kr. 5230 í góðu bandi. Aðeins fá eintök eftir. Snælandsútgáfan. Lindargötu 9A, Reykjavík Perla dauðans Spennandi leynilögreglumynd byggð á sögunni „Líkneskin 6“. eftir Coynan Doyle. Aðalhlutverk: Basil Rathbone Evelyn Ankers Niegel Bruce. Sýnd kl. 5, 7.og 9. Bönnuð börnum yngri en 16 ára. 'Tjatnatbíc 4 Merki krossins (The Sign of the Cross) Stórfengleg mynd frá Róma- borg á dögum Nerós. Fredric March, Elissa Landi, Claudctte Colbert, Charles Laughton. Sýnd kl. 7 og 9. Bönnuð yngri en 16 ára. Henry Aldrich barnfóstra Jimmy Lydon, Charles Smith. Joan Mortimer. Sýnd kl. 5. Hjartanlega þakka ég öllum minum kœru vinum, nœr og fjœr, sem heimsóttu mig og glöddu með gjöfum og skeytum á sextíu éra afmœli mínu. Hofsstöðum, Helgafellssveit 4. júni 1946. GUÐJÓN JÓHANNSSON. Vegna sumarleyfa og aukinna starfa, vantar nokkrar stúlkur til skrifstofu- starfa hjá landssímanum í Reykjavík. Eiginhandarum- sóknir sendist póst- og simamálastjórninni fyrir 18. þ. m. TILKYNNING frá innheimtu landssímans og bæjarsímans í Reykjavík. Á timabilinu 15. júni til 15. september 1946 er innheimt- an í landssímahúsinu í Reykjavík opin alla virkadaga frá kl. 9 til 17 (ekki til kl. 19). Á laifgardögum þó aðeins til kl. 12. ^ Sænska listiðnaðarsýningin í Listamannaskálanum opin í dag frá kl. 4—23 og næstu daga frá kl. 10—23. Sýningar st j órnin. Skrifstofur Skógræktar ríkisins eru fluttar af Laugaveg 3 á Klapparst. 39. 5SÍSSS555S5555S5ÍÍ55ÍSÍSSSÍS55SSÍ555S5SÍ5S$55S5SÍ55Í55555555Í55Í5Í555555555555Í B-listinn er listi Framsóknarmanna í Reykjavík. — Sími 6599

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.