Tíminn - 06.07.1946, Blaðsíða 3
119. blað
3
Dánarmiimmg:
TÍMIM, langardaglnn 6. jnli 1946
HANS MARTIN:
Oddný S. Þ. Hiarðar
SKIN OG SKÚRIR
Hjarðarhaga á Jökuldal
Laugardaginn 8. júní s.l., fór
fram að viðstöddu fjölmenni, út-
för yngstu dóttur hjónanna í
Hjarðarhaga í Jökuldal, Guð-
finnu Pálsdóttur og Þorvalds
Benediktssonar Hjarðar.
Þá um leið var vígður ættar-
grafreitur á fegursta staðnum
í Hjarðarhagatúni, í skjóli hlíð-
arinnar, sunnán við bæinn. All-
ur var grafreitur þessi hinn
snyrtilegasti, vel girtur og þegar
búið að gróðursetja þar allmarg-
ar trjáplöntur. Þær mynduðu
samfelldan skjólgarð gegn norð-
annæðingnum og við rætur
beinvöxnustu bjarkarinnar
höfðu foreldrar og systkini búið
yngsta systkininu síðasta hvílu-
rúmið.
Oddný Sigríður Þorvaldsdóttir
Hjarðar eins og hún hét fullu
nafni var fædd í Hjarðarliaga
28. desember 1928. Alla sína
skömmu ævi hafði hún dvalið í
heimah.úsum, vafin umhyggju
ástríkra foreldra og vinarhlýju
góðra systkina og verið hvers
manns hugljúfi, unz hún síðast-
liðið haust kom til námsdvalar í
Eiðaskóla og þreytti próf síðast-
liðið vor með ágætum árangri
í skólanum ávann hún sér
hylli allra, jafnt skólasystkina
sem kennara. Námsgáfur hafði
hún einkar farsælar, ástundun
með ágætum og yfir framkom-
unni allri hvíldi slíkur þokki,
hófstilling og sakleysi, að ósjálf-
rátt vann hún hvers manns hug.
í félagslífi skólans tók hún mik-
inn þátt, bæði leikstarfsemi og
söng, Jivort tveggja gerði hún
með mestu prýði. Söngrödd hafði
hún undur þýða og hreina og
söng af svo óvenjulegri smekk-
vísi að fágætt er um ungling,
sem engrar tilsagnar hefir not-
ið. Það er sjaldgæft að ungling-
ar, sem í fyrsta skipti fara að
heiman, leggi mikið af mörkum
í félagsstarfi og enn sjaldgæfara
að þeir geri það með slíkum
ágætum. Það var sýnt, að þessi
unga stúlka úr Jökuldalnum var
gædd óvenjulegum hæfileikúm
til að gleðja aðra og auka á
lífsnautn þeirra og við Eiða-
menn hlökkuðum til samvista
við hana næsta vetur.
Á sólbjörtum vormorgni hvarf
hún heim í dalinn sinn full til-
hlökkunar yfir að hitta aftur
foreldra, systkini og aðra vini.
Oddný S. Þ. Hjarðar.
„Um sumardag blómstrið hið
saklausa hló — en sólin hvarf
og élið til foldar það sló.“ —
Skömmu eftir heimkomuna
kenndi Sigríður þess sjúkleika,
er á ótrúlega stuttum tíma lagði
þessa íturvöxnu og týhraustu
stúlku í gröfina. Þeir, sem
kynnzt höfðu þessari ungu
stúlku, skilja það bezt, hvérsu
sár harmurinn var, sem kveðinn
var að foreldrum hennar og syst
kinum, hversu óumræðilega
autt skarðið var, þar sem hún
hafði staðið. Yngsta barnið,
yngsta systirin — augasteinn-
inn — var horfinn, en hér fór
sem oftar, þegar reynt hefir
verið á þolrif hins íslenzka kyn-
stofns, að æðruorðin voru í öf-
ugu hlutfalli við sorgina og
söknuðinn.
Þeim, sem ferðast um Fjalla-
sveit og Jökuldal í fyrsta sinn
kann að þykja sveitir þessar
býsna hrjóstrugar á að líta,
blásnir rnelar, með einstæðings-
legum melgresisþúfum, flóa-
tetur og fífusund, hrjóstur og
harðbalar. í hraða ferðarinnar
gefa menn sér ekki tóm til að
(Framhald á 4 síðu).
mönnum, sem ötulast unnu að
því að koma þeim úr landi til
Danmerkur. — Fullyrða þessar
raddir, að okkur hefði ekki
sjálfum verið trúandi fyrir því
að gæta þessara verðmæta okk-
ar, vegna van;-ækslu, trassa-
skapar, fátæktar og hvers
konar ómenningar.
Vert er þó að géfa gaum að
því, í sambandi við þessa skoð-
un, að þarna er einungis um
órökstudda. staðhæfingu að
ræða, sem fráleitt er að gleypa
ótuggða. — Er sannarlega ó-
maksins vert fyrir það fólk hér-
lent, sem hefir óþarflega mikla
tilhneigingu til að trúa hinni
dönsku staðhæfingu, í þessu
efni, að athuga hið mikla rit-
verk dr. P. E. Ól. „Skrá um
handritasöfn Landsbókasafns-
ins“ (R.v.k. 1918—37.) — En þar
eru skrásett 8600 handritabindi,
og eru mörg handrit og ýmis
konar í mörgum þessara binda.
— Auk þessa er svo handrita-
safn Landsskjalasafnsins. Þetta
hefir okkur þó tekizt að varð-
veita, og það af pappírshandrit-
um. (Einungis 2? skinnhandrit
munu vera til -hér.) — Er þó
augljóst hversu bjórinn eða bók-
fellið, er betur til þess fallið,
að geymast við lök skilyrði en
pappírinn, sem er viðkvæmur
og vandgeymdur. — Einnig, er
athyglisvert, að eigi lítið af
þeim handritum sem okkur hefir
tekizt að varðveita, eru frá 17.
og 18. öld. — Þeim ömurlegustu
eymdartimum sem yfir þessa
þjóð hafa dunið. — Þegar
minnstu munaði, að hið danska
konungs og einokunarkaup-
mannavald, gæti viðhaft hin
alkunnu orð: „ — Það er full-
komnað!“ — Að yfirbuga lífs-
þrjózku íslenzks þjóðernis.
Nei! Sú staðhæfing er ekki
haldgóð, þegar alls er gætt, að
við hefðum ekki verið menn til
að geyma bókmennta verðmæti
okkar, sem voru einkar kær
meginþorra þjóðarinnar. Enda
var íslendingum ljósast menn-
ingargildi þeirra og þýðing fyrir
þj óðlífið.
Er eftirtektarverð sú tregða,
sem almennt kemur fram frá
öndverðu, í því efni að láta
handritin föl. — Þrátt fyrir
margendurtekinn konungsboð-
skap og fyrirskipanir, og. þrátt
fyrir það þó óspart sé leikið á
strengi hégómans og fordildar-
innar, um það, að láta nöfn
þeirra fylgja, sem „gleðja“ vilja
konung, með þvi að láta hand-
rit af hendi rakna, að „gjöf“
eða á annan hátt: „Svo sérhver
megi þeirrar æru og velvildar
njóta, sem hann til vinnur".
Framh.
TÍUNDI KAFLI.
Blóm — eitt blómahaf .... Hettý er önnum kafin við að hag-
ræða öllu sem bezt. Wijdeveld lætur vatn í blómakerin og klippir
stönglana. Jakob er í óð’aönn að slá flötina úti í garðinum ....
Allar gluggar eru galopnir, allar dyr — nýir dúkar og ábreiður
á gólfum, ný tjöld fyrir gluggum — allt með nýju yfirbragði ....
í eldhúsinu er sýslað við hátíðamat.
Ungu hjónin koma úr brúðkaupsförinni innan tveggja klukku-
stunda. Þau hafa verið tvær vikur í Ardennafjöllum, Luxemburg
og Leirudalnum.
Laun Hans hafa hækkað. Hann hefir fengið starf við auka-
kennslu í landbúnaðarskólanum í Gouda og einkaskóla í bænum.
Og Wijdeveld hefir fengið hann til þess að lofa sér að breyta
húsinu og búa það vönduðum húsgögnum.
• Wijdeveld lítur enn einu sinni yfir allt, sem gert hefir verið ....
Herbergin eru lítil, en þau eru snotur og smekklega búin ....
Hettý hefir líka lagt hér hönd að verki — ráðið litum og til-
högun. Maríanna hafði látið sér vel líka tillögur systur sinnar,
og þar sem þeim hafði borið á milli, hafði hún fúslega látið sann-
tærast við nánari íhugun ... . í rauninni hefir allt verið búið í
hendurnar á henni, en nú á hún að taka við, halda öllu í horfinu,
íullkomna það, ef það er unnt.
„Á hvað ertu að horfa, pabbi?“ spyr Hettý.
„Ekki neitt sérstakt. Mér datt bara í hug, að í rauninni gæti
hver sem er verið ánægður með fáein, þokkaleg herbergi, skemmti-
legan arin og gott b'aðherbergi. Allt þar umfram er óþarfur
íburður.“
Jakob stendur frammi í eldhúsinu með kaffibolla í hendinni.
„Viljið þér líka kaffi, herra Wijdeveld?“ spyr eldhússtúlkan.
„Jú — þakka yður fyrir . .. .“ Og svo ná þau feðgin sér í bolla
og sötra kaffisopann standandi.
„Jæja — nú verðum við að hraða okkur,“ segir Wijdeveld um
leið og hann lætur bollann á eldhúsborðið. „Þau fara bráðum
að koma. Þú sækir þau, Jakob,“
*
Þegar Wijdeveld kemur heim, liggur símskeyti á borðinu:
„Bangkok. — En voyez argent, autrement prison.
Hotel Qriental. Charles.“
Wijdeveld hringir.
„Símsendið syni mínum tvö hundruð gyliini samkvæmt þessu
heimilisfangi," segir Wijdeveld við Bosman og réttir honum
símskeytið.
„Verður gert þegar í stað,“ svarar Bosman. Síðan fer hann jafn
hljóðlátlega og hann kom.
Wijdeveld er hugsi,
*
rr-...- -#'• - - -
Sólin er að hníga til vlðar. Karel reikar hirðuleysislega um
íburðarmikinn gistihúsgarðinn í Bangkok. Innan litillar stundar
tekur hann sér sæti við rautt borð.
„B o y ! W h i s k y a n d s o d a .“
Jæja — karlinn haíði þá séð aumur á honum. Hann virðist
verá farinn að mildast. Tvö hundruð gyllini fékk hann. En
nokkru eyddi hann strax í nýtt símskeyti. „Þarf þúsund gyllini.
Hafðu hraðan á. Karel.“
Og Karel er sannfærður um, að faðir hans muni einnig verða
við þessari ósk ....
Geislar kvöldsólarinnar slá rauðu gliti á breitt Menamfljótið.
Skipin koma og fara — opnir prammar, flatbotna skútur með
rauðum tjöldum, þar sem fjöldi fólks á heimili sín árið um
kring, borðháar fleytur með pálmaspírur að stýri og blökk og slit-
leg segl við illa tegldar siglur, eintrjánungar, vélbátar .... Þann-
ig blandast gamalt og nýtt saman í Síam.
Karel klórar sér á öklanum, „Boy! F1 i't !“ hrópar hann.
Hann er gramur í geði, því að ásókn moskítóflugnanna er kvelj -
andi. Þegar hann fær þessi þúsund gyllini, sem hann hefir beðið
föður sinn um, ætlar hann að forða sér brott úr Bangkok — þá
ætlar hann til Hongkong. Það eru raunar ekki flugurnar einar, sem
hann vill flýja. Hann er búinn að nýta til þrautar flesta mögu-
leika í Bangkok. Hann getur ekki látið sjá sig í samkvæmissölun-
urn, og á meðal Hollendinga er hann útskúfaður maður. Það er
alltaf sama saga: Skuldir,- kvennafar, drykkjuskapur, spila-
svik ....
En þrátt fyrir allt er hann búinn að vera hér miklu lengur en
hann bjóst við í upphafi. Hann var líka heppinn. Hann hafði
tekið að sér að skipuleggja veiðiferðir til Indó-Kína .... Karel
brosir, þegar honum verður hugsað til þessa. Raunar hafði hann
aldrei séð tígrisdýr nema í búri, en eigi að síður hafði hann
látizt vera alvanur villidýraveiðum og störfum á -vegum veiði-
íélaga. Og svo hafði hann verið ráðinn til þess að undirbúa og
skipuleggja veiðiför. Og allt hafði gengið vonum betur, þótt það
ætti hann einkum að þakka forgöngumanni fararinnar, frönskum
liðsforingja, sem rekinn hafði verið úr hernum fyrir spilaskuldir.
Vlð þökkum innilega samúð og hluttekningu okkur
sýnda við andlát og jarðarför elsku litla drengsins okkar,
Biilinnrs Sæbergs.
Sérstaklega færum við Buðdælingum hjartans þakkir
fyrir vinarvott og hlýju, er fram kom á margvíslegan liátt
í sorg okkar og raunum. — Guð blessi ykkur öll.
Borghildur Hjartardóttir, Ásgeir Guðmundsson,
Búðardal.
SABROE
— vandaðar vélar
í vönduð frystihús —
*
Samband ísl. samvinnuféðaga
Verxlunarfélag Borgarf jnrðnr li.f
llorgarnesi
Kaupum þvegna og öþvegna vorull, sem að undaníörnu.
Til mála getur komið að sækja ullina heim, ef bílfært er
á staðinn.
Biöjið verzlun
yðar um
Svefnpoka
Tjöld
Bakpoka
og aðrar sport-
vörur frá
T ollgæzlustörf
Nokkra unga menn vantar til tollgæzlustarfa.
Þeir, sem vildu koma til greina til þessara starfa,
sendi eiginhandarumsóknir til Tollstjóraskrifstof-
unnar í Hafnarstræti 5, í síðasta lagi 15. júlí n.k.
Umsóknunum skulu fylgja: fæðingarvottorð, heil-
brigðisvottorð, ljósmynd og meðmæli.
Aðeins þeir, sem eru yngri en 25 ára og hafa
fullnaðarpróf frá verzlunarskóla eða hafa fengið
jafngóða menntun, koma til greina.
Fyrirspurnum ekki svarað í síma.
Getum útvegað frá Danmörku flutningaskip, ca. 440 tonn
netto, og fiskiskip, ca. 120 tonn bruttó.
Útvegum einnig skip til flutninga milli íslands og til og
frá höfnum í Evrópu.
Allar upplýsingar gefur
JÓHANIM KARLSSOA & CO
Þingholtsstræti 23
Tvær til þrjár
sendikennarastöður'
í matreiðslu eru lausar til umsóknar frá 1. sept. næstkom-
andi hjá Kvenfélagsambandi íslands. Laun sem við hús-
mæðraskóla.
Skriflegar umsóknir sendist skrifstofu sambandsins,
Lindargötu 20 1 síðasta lagi fyrir 20. þ. m.
Nánari upplýsingar í skrifstofunni. Sími 6717.
Stjórn Kvenfélagasambands íslands
/