Tíminn - 11.07.1946, Side 1

Tíminn - 11.07.1946, Side 1
RITSTJÓRASKRIFSTOFUR: EDDUF 'SI. Unclargötu 9 A j Símar 2353 og 4373 \ s AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRIFSTOF/ : ) s EDDUHÚSI, L!) .dargötu 9 A S Si rii 2323 \ 30. árg, TÍM1)V\', fiiumtudugiiin 11. júlí 1946 122. blað Erlent yfirlit Samkomulag og ósamkomulag á ráðherrafundinum í París Vilja Bandaríkin láta þjóðabandalagið fá herbækistöðvar á Islandi? Samkomulag um lioðiin og tilhögun raðstefn- uiiiiar, en ósanikoiniilag um Þýzkalandsmálin I>ótt deilusamt haíi oröiö á utanríkisráðherrafuiidmum, sem nú stendur yfir í París, eru horfur á, aö meiri árangur náist á honum en fyrri fundum ráðherranna. Þannig er nú komið samkomulag um boðun og tilhögun friðarráöstefnunnar í Evrópu og allvæn- lega horfir um lausn Trieste-málsins. Hins vegar eru litlar horfur á, að samkomulag náist um framtíðarstjórn Þýzkalands, en það mál er seinasta dagskrármál fundarins. Núrnbergréttarhöldin: Göring orðinn kvíðafullur Fréttir þær, sem birtar eru i blöðum og útvarpi af Núrn- bergréttarhöldunum, verða stöðugt stopulli og minni, því að áhuginn virðist dvínandi fyrir þeim. Réttarhöldin munu þó eiga eftir að standa 2—3 mánuði enn og er ekki búist við dómunum fyrr en í október eða nóvember. Fréttaritarar þeir, sem enn fylgjast með réttarhöldunum, segja, að sakborningarnir beri sig nú 'ekki eins djarfmannlega og fyrstu mánuðina, einkum sé það áberandi með Göring, söm var mjög hressilegur lengi fram- an af. Ströng fangagæzla og langvinn réttarhöld hafa þreyt- andi áhrif, enda munu flestir sakborninganna nú orðið sjá fyrir endalokin. Sagt er, að Göring þjái mest áhyggjur yfir framtfð fjölskyld-u sinnar, en hann á konu og unga dóttur, og eins kvíði hann því, að hann verði dæmdur til hengingar, þar sem það sé meira vanheiðrandi dauðdagi en að vera skotinn. Talsverðar deilur eru risnar út af því, hvort réttarhöldin og dómarnir muni ná tilætluðum árangri. Meðal þeirra, sem hafa látið í ljós efa um þetta er Gil- bert Murray, einn frægasti fé- lagsfræðingur Breta. Hann hefir látið svo ummælt, að reynslan sýni, að þjóðarleiðtogar eða hershöfðingjar, sem hafi verið dæmdir og drepnir af fjand- mönnum sínum, hafi frekar unnið sér samúð en andúð þjóð- ar sinnar með dauðdaga sínum. Þannig geti þetta farið enn og Núrnbergdómarnir geti því orð- ið vafasamur ávinningur fyrir framtíðina, þótt sakborningarn- ir hafi fyllilega unnið til þeirra með verkum sínum. ERLENDAR FRÉTTIR I STUTTU MÁLI — Austurríska stjórnin hefir mótmælt þeirri ákvörðun Rússa að gera allar þýzkar eignir í Austurríki upptækar. Telur stjórnin þetta ekki geta náð til eigna, sem Þjóðverjar áttu fyrir 1938. — Hillmann, einn kunnasti verkalýðsleiðtogi Bandaríkj - anna, er nýlátinn. — Stjórnin í Egyptalandi hef- ir gefið út bráðabirgðalög, sem takmarka mjög starfsemi kommúnista. — Belgíska stjórnin hefir beðist lausnar. Stjórnin varð í minnihluta í þinginu, þegar deilt var á hana fyrir slælega framgöngu gegn þeim, sem höfðu verið hliðhollir Þjóðverj- um. ' Þegar fundur ráðherranna hófst 15. f. m., lágu fyrir mörg ágreiningsmál, sem vel gátu orðið þess valdandi, að friðar- ráðstefnunni í Evrópu yrði frest- að um óákveðinn tíma. Svo erfið höfðu þessi ágreiningsmál reynst á ráðherrafundinum í vor, að honum lauk án teljandi samkomulags og án nokkurrar ákvöröunar um, hvenær friöar- ráðstefnan yrði haldin, en upp- haflega átti hún að koma sam- an 1. maí. Einna torleystast þessara ágreiningsmála voru framtiðarstjórn Trieste og skaðabótakröfur Rússa á hend- ur ítölum. Fyrra málið virðist nú leyst á þeim grundvelli, ■ að Trieste veröi sett undir alþjóða- stjórn, þótt það mælist jafn illa fyrir hjá ítölum og Júgóslövum. Síðara málið virðist hafa verið leyst á þeim grundvilli, að Rúss- ar slökuðu allrnikið á kröfum sínum, en Bandaríkin munu ætla að ábyrgjast greiðslu ítala. Öðrum minniháttar ágreinings- málum var ákveðið að vísa til friðarráðstefnunnar, en sam- komulag varð um, að hún skyldi hefjast í París 29. þ. m. Á ráð- stefnuna verður boðið 21 þjóð og er verkefni hennar að ganga frá friðarsamningum við banda- lagsríki Þjóðverja, þ. e. Ítalíu, Rúmeníu, Búlgaríu, Ungverja- land og Finnland. Friðarsamn- ingurinn við Þjóðverja verður ekki gerður fyrst um sinn og munu málefni Þjóðverja senni- lega ekki rædd á ráðstefnunni. Þrátt fyrir það spá ýmsir, að torvelt muni reynast að ná þar góðu samkomulagi, því að enn eru óútkljáð mörg ágreinings- atriði, sem stórveldunum hefir ekki tekizt að verða ásátt um. Þegar ráðherrafundurinn hafði gengið frá þessum undir- búningi friðarráðstefnunnar í Evrópu, hófust viðræður um framííðarstjórn Þýzkalands. Bandaríkjamenn hafa lagt fram tillögur þess efnis, að stór- veldin gerðu með sér samning I um algera afvopnun Þýzkalands ' 25 næstu árin. Jafnframt hafa iþeir lagt til, að Þýzkaland færi J aftur undir eina sameiginlega j yfirstjórn, því að ekki verði hægt að leysa fjármál þess og at- vinnumál sæmilega á annan ; hátt. Utanríkisráðherra Rússa hefir þegar andmælt þessum tillögum og þó einkum gagnrýnt Breta og Bandaríkjamenn fyrir linlega framkvæmd á Potsdam- samningnum. Þykir horfa illa um, að samkomulag náist um Þýzkalandsmálin á þessu stigi. Náist ekkert slíkt samkomulag áður en langt um líður, spá ýmsir því, að Bandaríkjamenn og 1?- retar sameini hernáms- svæði sín undir eina stjórn. Vafalaust verða þó ítrustu sáttatilraunir reyndar áður, því að fátt er líklegra til að geta orðið að neista nýrrar styrjaldar en mikill ágreiningur um Þýzkalandsmálin. Ráðherrafundinn í Par,s sitja utanríkisráðherrar Bretlands, Bandarikjanna, Rússlands og Frakklands. Upphaflega var ætl- I*egar Montgomery flugmarskálkur lét af yfirherstjórninni á brezka her- námssvæðinu í Þýzkalandi, var Shalto Douglas flugmarskálkur skipaður eftirmaður hans. Douglas flugmarskálkur sést hér fremstur á myndinni, sem var tekin, þegar hann var að leggja af stað til Þýzkalands. YFIRHERSHÖFÐINGI BRETA I ÞÝZKALANDI Stofnlánadeild sjávarútvegsins býður út 10 miljón kr. lán Eins og áður hefir verið auglýst hér í blaðinu, hófst í gær láns- útboð það, sem Landsbanki íslands gengst fyrir vegna stofn- lánadeildar sjávarútvegsins. Alls verða boðnar út 10 rnilj. kr. í. ríkistryggðum vaxtabréfum. „TIVOLI” opnað í fyrradag var skemmti- staðurinn „Tivoli“ opnaður hér í Reykjavík að viðstöddum allmörgum gestum. Skemmt- anir þær, sem ntönnum gefst þarna kostur á, eru að mestu mjög nýstárlegar fyrir íslend- inga, því að þarna eru ýms skemmtitæki, sem til þessa hafa ekki þekkst hér á landi. Sigurgeir Sigurjónsson, lög- fræðingur, formaður „Tivoli h. f- skýrði frá þvi að hálft annað ár sé síðan undirbúningur hafi verið hafinn að byggingu þessa skemmtistaðar. Svæðiö, sem „Tivoli" er á, er um 2. ha. að stærð. Þarna hefir verið kom- ið fyrir bílabraut með 20 bíl- um, hringekju, eða áttfætling, „Parísarhjóli", danspalli, sem mun vera sá stærsti, sem nú er til hér á landinu. Þá er þar og skáli, þar sem i eru ýms áhöld (Framhald d 4. tlOu). ast til að kínverski utanríkis- ráöherrann yrði einnig með, en hann hefir ekkí tekið þátt í þessúm fundi og þeim næsta á undan, þar sem eingijngu hefir verið rætt um Evrópumál. Hafa Rússar andmælt því, að Kín- verjar væru aðilar í friðar- samningunum í Evrópu, en nið- urstaðan mun þó hafa orðið sú, að kína mun fá sæti á friðar- ráðstefnunni, sem haldin verður fyrir Evrópu og h^fst nú í mánaðarlokin, eins og áður segir. * Samkvæmt lögum um stofn- lánadeild sjávarútvegsins, sem samþykkt voru á síðasta þingi, veitir stofnlánadeildin tvenns konar lán, A-lán og B-lán. Fjár til A-lána er aflað með lántök- um úr seðladeild Landsbankans, en fjár til B-lána á samkvæmt lögum að afla með sölu vaxta- bréfa á opnum markaði. Stofn- lánadeildin getur því ekki byrj- að að veita B-lán fyrr en hún fær til þess fé með vaxtabréfa- sölu, og því snýr hún sér nú til allra, sem hafa fé aflögu, í þeirri von, að þeir kaupi vaxtabréf hennar. Greið sala á vaxtabréf- um stofnlánadeildarinnar er eitt meginskilyrði þess, að ný- sköpun sjávarútvegsins verði að veruleika. Vaxtabréf stofnlánadeildar- innar, sem nú eru boðin til sölu, eru með ábyrgð ríkissjóðs og kjör þeirra eru að öðru leyti mjög hagstæð miðað við inn- lánskjör banka og sparisjóða. Kaupendur vaxtabréfanna geta valið á milli 5 tegunda, og stærð bréfanna er miðuð viö það, að þau geti náð sem mestri út- breiðslu meöal almennings. Sú nýbreytni hefir verið tekin upp að hafa eitt vaxtabréf með frá- dregnum vöxtum og vaxtavöxt- um fyrir allan lánstímann, 5 ár. Við kaup á þvi greiða, kaupend- ur þá upphæð, sem með 3% vöxtum og vaxtavöxtum eftir hvert ár nær nafnverði bréfs- ins á gjalddaga þess: Fyrir 5000 kr. bréf greiðast kr. 4.313,00. Fyrir 1000 kr. bréf greiðast kr. 862,60. Fyrir 500 kr. bréf greiðast kr. 431,30. (Framhald á 4. síöu). Athyglisverð frásögn eins þekktasta blaðamanns Bandaríkjanna í ýmsum Norðurlandablöðum hefir nýlega verið skýrt frá grein, sem kunnur amerískur blaðamaður, Hanson Baldwin, hefir skrifað í „New York Times“ um herstöðvar á Ísíandi. í grein þessari kemur fram, að Bandaríkin muni helzt liallast að því, að Þjóða- bandalagið fái umráð yfir herbækistöðvum á íslandi, en hins vegar muni þau vilja fá herbækistöðvar leigðar á Grænlandi. Hanson Baldwin er einna" kunnastur þeirra ameriskra blaöamanna, er skrifa um hern- aðarmál, og hann er talinn hafa mjög náia sambönd við her- málaráðuneyti Bandaríkjanna. Skrifum hans um hernaðarmál er því jafnan mikil athygli veitt. Baldwin segir i þessari grein, að það sé þýðingarmikið fyrir Bandaríkin að hafa herbæki- stöövar á íslandi, þótt það geti ekki talizt bráðnauðsynlegt. Hann segir, að þegar Banda- ríkjamenn ræði um ísland í hernaðarlegu tilliti, tali þeir oft um „Ameríku, Evrópu og ís- land.“ Þetta sýni, að þeir telji ísland hvorki með Ameríku eða Evrópu. Baldwin segir, að ísland hafi nú oröið minni þýðingu sem lendingarstöð á flugleiðinni milli álfanna en áður, vegna stóraukinnar flugtæfcni. Flug- vélarnar séu orönar það miklu langfleygari og þó megi enn bú- ast við miklum framförum á því sviði. Stöðvar á íslandi séu ' ekki heldur jafn nauðsynlegar og áður, því að hægt verði að fá jafngóðar veðurfréttir frá stöðyum í Grænlandi og veður- athugunarskipum. ísland hefir hernaðarlega þýðingu fyrir Bandaríkin í tvennum tilgangi, segir Baldwin, Það getur verið fremsta varð- stöð, ef ráðist er á Bandaríkin frá Evrópu. Það getur líka orðið fremsta árásarstöðin, ef Banda- ríkin gera árás á Evrópu. Hann bendir síðan á, að loftleiðin frá íslandi til Noregs sé 1400 km„ til Berlínar 2400 km„ til Moskvu 3200 km„ en til New York sé hún 4300 km. Ályktanir Baldwins eru þær, að æskilegast muni, að Þjóða- bandalagið fái herbækistöðvar á íslandi, en Bandaríkin þurfi hins vegar að halda stöðvum sínum á Grænlandi. ■ Þetta kemur vel saman við orðsendingu þá, sem Bandarík- in sendu íslendingpm á síðastl. hausti, þar sem þau fóru fram á leigu á bækistöðvum hér, en hétu hins vegar aö fram- selja stöðvarnar strax til Þjóðabandalagsins, ef íslend- ingar gerðust meðlimir þess. Af þessu og ýmsu öðru virðist mega álykta, að ísland verði að framselja Þjóðabandalaginu herstöðvar, ef það gerist með- limur þess. Erlendur her myndi þá dvelja i landinu um ófyrir- Mikil síldveiði við Langanes í gær var skiiraveður norðanlands, en þó sæmilegt ve,iðiveður austur við Langa- nes. Allur flotinn er kominn þangað og er góð veiði þar. Raufarhafnarverksmiðjan er nú hætt að taka á móti síld í bili og biðu þar 28 skip löndunar í gær. Skipin verða því að fara alla leið til Siglu- fjarðar með síldina. Til Siglufjarðar bárust um 3000 inál síldar í fyrrlnótt, en mörg skip komu þangað 1 gær eöa voru á leiöinni þangað að austan. Síldin er beggja megin við Langanes og allt suður til Vopnafjarðar. Sildar varð enn- fremur vart á Húnaflóa, en eng- in síldarskip voru þar. í fyrrinótt komu fyrstu sænsku síldveiðibátarnir til Siglufjarðar. Voru þeir þrír sampgr og ætla að stunda síld- veiðar við Norðurland í sumar, ásamt fleiri sænskum bátum. sem væntanlegir eru á næst- unni. Annars er ekki vitað um nein önnur útlend síldveiðiskip, að undanteknu einu stóru, finnsku síldveiðiskipi, sem er fyrir Norðurlandi og er nýlega komið þangað. Er það stórt móðurskip, sem að öllu leyti er sjálfu sér nóg. Tvær ílugvélar leita síldar daglega, þegar flugveður er. Heldur önnur þeirra til á Ak- ureyri og leitar austur um, en hin heldur til að Miklavatni í Fljótum, og leitar vestur um. Sjómenn segja að mikil áta sé i þeirri síld, sem veiðist nú norður við Langanes, og er slld- in óvenjulega feit, eða um 17— 18%. Aflasölur í seinustu viku seldu eftirtal- in skip ísvarinn fisk í Englandi: B.v. Gylfi seldi í Hull 2882 kit fyrir 8156 stpd. B.v. Helgafell seldi í Fleetwood 3301 vættir fyr- ir 6285 stpd. B.v. Geir seldi í Fleetwood 2777 vættir fyrir 6285 stpd. B.v. Skinfaxi seldi í Grims- by 2646 kit fyrir 7887 stpd. B.v. Forseti seldi í Hull 3281 kit fyrir 10175 stpd. sjáanlegan tíma og sjálfstæöið og þjóðernið hljóta af því það tjón, sem aldrei yrði bætt. ís- lendingar þurfa því að vera vel á verði og mega ekki láta ginna sig inn í Þjóðabandalagið, nema fullkomlega sé tryggt, að þvi fylgi ekki neinar kvaðir um bækistöðvar fyrir útlendan her.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.