Tíminn - 26.07.1946, Page 4
Skrifstofa Framsóknarflokksins er i
Edduhúsinu við Lindargötu. Sími 6066
4
REYKJAVÍK
FRAMSÓKNARMENN!
Komið í skrifstofu Framsóknarflokksins
26. JtLÍ 1946
133. blað
Frá Alþingi
(Framhald af 1. *ÍBu). ■
samþykki þess sjálfs. íslending-
ar eru eindregið andvígir her-
stöðvum í landi sínu og munu
beita sér gegn því, að þær verði
veittar.
'Að þessu athuguðu leggur
nefndin til, að Alþingi samþykki
þá tillögu, sem hér liggur fyrir.
Telur nefndin þó rétt að víkja
örlítið við orðalagi tillögunnar,
eins og hæstv. forsætisráðherra
drap á i framsöguræðu sinni í
gær. Leggur nefndin því til, að
tillagan verði samþykkt með
þessari
BREYTINGU :
Tillagan orðist svo:
Alþingi ályktar að veita rík-
isstjórninni heimild til þess að
sækja um inntöku íslands í
bandalag hinna sameinuðu
þjóða (The United Nations) og
takast jafnframt á hendur fyr-
ir landsins hönd þær skyldur,
sem samkvæmt sáttmála banda-
lagsins eru samfara þátttöku í
því.
Varnaglinn í nefndarálitinu.
Varnagli sá, sem sleginn er í
niðurlagi nefndarálitsins um
kvaðir þær, sem unnt sé að
leggja á íslenzka ríkið og af-
stöðu íslendinga gegn því, að
erlendum herjum verði veittar
stöðvar hér á landi, er kominn
inn í nefndarálitið fyrir atbeina
fulltrúa Framsóknarflokksins,
þeirra Hermanns og Bjarna.
Hermann Jónasson benti á þetta
atriði þegar á fyrsta fundi ut-
anríkismálanefndar, þar sem
fjallað var um þetta mál, og
beitti sér fyrir því, ásamt Bjarna
Ásgeirssyni, að þetta skilyrði
fyrir inngöngu i Þjóðabanda-
lagið yrði tekið upp í sjálfa
þingályktunartillöguna, en þeg-
ar ekki gat fengizt eining i
nefndinni á annan hátt, vegna
afstöðu fulltrúa annarra flokka,
hliðruðu þeir til um það atriði,
að þetta skyldi ekki tekið fram
í sjálfri tillögunni, heldur grein-
argerðinni, er henni fylgdi, og
yrði hún þýdd á erlenda tungu
og send fulltrúum stórveldanna
fjögurra og Norðurlandaþjóð-
anna. Upphaflega vildu fulltrú-
ar Framsóknarmanna þó, að
greinargerðin yrði send með
sjálfri inntökubeiðninni til
Þjóðabandalagsins, en það gátu
fulltrúar hinna flokkanna ekki
heldur fellt' sig við. Þingmenn
Framsóknarflokksins voru þó
óánægðir með þetta og töldu,
að þessi varnagli hefði átt
að vera í tillögunni sjálfri.
En með því að kljúfa ekki
nefndina tókst þeim að koma
þessari stefnuyfirlýsingu alþing-
is fram og það töldu þeir meira
virði fyrir málið, en að kljúfa
sjálfa nefndina.
Tvær tillögur.
Tveir einstakir þingmenn
höfðu borið fram tillögur í mál-
inu. Voru það þeir Pétur Ottesen
og Hannibal Valdimarsson. Bar
Pétur fram rökstudda dagskrá
um að vísa málinu frá að sinni,
en Hannibal bar fram breyting-
artillögu í tveimur liðum. Gekk
fyrri liður breytingartillögu
hans mjög i sömu átt og tillögur
fulltrúa Framsóknarflokksins í
utanríkismálanefnd, en síðari
hlutinn var þess efnis að skora
á ríkisstjórnina að hlutast til
um, að hið erlenda herlið hverfi
hið bráðasta af landi burt.
Frávísunartillaga
Péturs Ottesen.
Frávisunartillaga Péturs Otte-
sen kom fyrst til atkvæða eins
og að líkindum lætur. Var
nafnakall viðhaft, og sögðu 36
nei, 11 já, 3 greiddu ekki at-
kvæði, en 2 voru fjarverandi.
BreytingartUlaga Hannibals.
Breytingartillaga sú, sem
Hannibal Valdimarsson flutti,
var á þessa leið:
Tillögugreinin orðist svo:
Alþingi ályktar að veita ríkis-
stjórninni heimild til þess fyrir
hönd íslands að sækja um inn-
töku í bandalag hinna samein-
uðu þjóða (United Nations) og
takast á hendur þær skyldur,
sem samkvæmt sáttmála banda-
lagsins eru samfara þátttöku í
því, þó þannig, að tryggt verði,
í samræmi við yfirlýstan vilja
allra þingflokka nú fyrir nýaf-
staðnar alþingiskosningar —
með sérstakri skírskotun til fá-
mennis og vopnleysis þjóðar-
innar, — að ísland þurfi hvorki
að -láta 1 té hernaðarbæki-
stöðvar fyrir erlendan herafla
né heldur sjálft að taka þátt í
neins konar hernaðaraðgerðum
gegn öðrum ríkjum.
Jafnframt felur Alþingi ríkis-
stjórninni að krefjast þess, að
herlið það, sem enn dvelur í
landinu, hverfi þegar á brott
samkvæmt gerðum samningum,
svo að ísland geti sem alfrjálst
ríki gerzt aðili að bandalagi
hinna sameinuðu þjóða.
Verk, sem verður í minnum
haft.
Tillaga Hannibals Valdimars-
sonar var borin upp í tvennu
lagi, og kom síðari hlutinn, það
er kaflinn um brottflutnings
hins erlenda herliðs, fyrr til at-
kvæða, samkvæmt vísdómsúr-
skurði Jóns Pálmasonar forseta.
Fór atkvæðagreiðslan á þann
furðulega hátt, að þessi áskor-
un á ríkisstjórnina var felld
með 26 atkvæðum gegn 22.
Tveir sátu hjá, og tveir voru
fjarverandi.
Þeir, sem já sögðu, voru
Hannibal Valdimarsson, allir
Framsóknarmenn nema Björn
Kristjánsson og allir sósíalistar.
Hjá sátu Björn Kristjánsson og
Gísli Sveinsson. Á móti því að
skora á ríkisstjórnina að hlut-
ast til að efndir yrðu hið bráð-
asta samningarnir um brott-
flutnings hersins greiddu allir
Sjálfstæðismenn nema Gísli
Sveinsson og allir Alþýðuflokks-
menn nema Hannibal.
Fyrri hluti tillögu Hannibals
var hins vegar felidur með36
atkvæðum gegn 9, en 5 sátu
hjá. Þeir, sem greiddu atkvæði
með tiliögunni, voru Björn
Kristjánsson, Halldór Ásgríms-
son, Helgi Jónasson, Ingvar
Pálmason, Jörundur Brynjólfss.,
Páll Zóphóníasson, Páll Þor-
steinsson og Skúli Guðmundss.,
auk Hannibals sjálfs. Hjá sátu
Bernharð Stefánsson, Bjarni
Ásgeirsson, Gísli Sveinsson, Her-
mann Jónasson og Steingrímur
Steinþórsson.
Eftir að þessi tiilaga hafði
verið felld, töldu Framsóknar-
menn, að það drægi svo mjög
úr gildi stefnuyfirlýsingarinnar
í greinargerðinni, að þótt þeir
hefðu áður ætlað að sætta sig
við að samþykkja tillöguna, þá
sátu þeir eins og frá er skýrt
í upphafi ýmist hjá eða greiddu
atkvæði í móti — nema full-
trúar flokksins í utanríkismála-
nefnd, sem kváðust mundu
halda sig við það nefndarálit,
sem þeir hafa undirritað. —
Þótt þeir væru mjög óánægðir
með afgreiðsluna eins og hún
væri nú orðin.
Káktillaga kommúnista.
Þegar felid hafði verið til-
laga Hannibals um að óska
Útvegum allar stærðir og gerðir af sjálfvirkum, raf-
knúnum kælivélum fyrir matvörubúðir, veitingahús
og heimili.
Aðalumboðsmenn fyrir
Thomas Ths. Sahroe & Co. A/S
brottferðar herliðs Bandaríkj-
anna báru kommúnistar fram
tillögu um að fresta þingfund-
um eigi fyr en 27. þ. m. til þess
þeim gæfist tóm til að bera
fram sjálfstæða tillögu um
brottför herliðsins úr landinu.
En Sjálfstæðis- og jafnaðar-
menn höfðu greitt atkvæði gegn
tillögu Hannibals með þeirri
greinargerð að ekki væri fært
að samþykkja hana í sambandi
við tillöguna um inntöku í
Bandalag hinna sameinuðu
þjóða. — Þessi tillaga var felld
með atkvæðum jafnaðar- og
Sjálfstæðismanna. — Var þessi
tillaga kommúnísta bersýnilega
borin fram til málamynda og
til þess að sýnast, því komm-
únistum var í lófa lagið að bera
fram tillögu um brottför her-
liðsins undanfarna daga, ef
þeim var það nokkur alvara. —
Sýnir þetta enn ljóslega hve
óhrein og alvörulaus er öll af-
staða kommúnista í herstöðva-
málinu.
Sumargistiliiís
(Framhald af 1. síOu).
því miður verður ekki lokið fyrr
en í haust. Af þeim ástæðum
fellur niður hin árlega Búða-
skemmtun Snæfellingafélagsins.
Kynnisferð.
í þess stað gengst félagið fyrir
kynnisferð um Hnappadal dag-
ana 3.-5. ágúst.
Hnappadalur er sá hluti Snæ-
fellsnessins sem fæstum er
kunnur og er það ómaklegt, því
þar er engu minni náttúrufeg-
urð né færri fagrir staðir, Má þar
t. d. nefna Rauðamelsölkeldu,
Eldborg, Hnúka, Mýrdalsgjá o. fl.
Aljlir þesjsir staðir og margir
fleiri verða skoðaðir í ferðinni,
enda verður iögð mest áherzla
í „Tímanum" 13. þ. m. er
greint frá úrslitum í hrepps-
nefndarkosningum í Seltjarnar-
neshreppi, sem fóru fram 7. þ.
m. Segir þar að A-listi hafi ver-
ið „borinn fram af Sjálfstæðis-
mönnum og kommúnistum og
B-listi af Framsóknarmönnum
og jafnaðarmönnum".
Þetta er ekki rétt. Hvorugur
listinn var borinn fram af
neinum pólitískum flokki eða
flokkum, enda stóðu að hvorum
lista fyrir sig menn úr öllum
st j órnmálaf lokkunum.
A-listinn var borin fram af
mönnum, sem búa úti á Sel-
tjarnarnesi og nokkrum fleir-
um, en B-listinn af „Framfara-
félaginu Kópavogur", sem er
algerlega ópólitískur félags-
skapur.
13. júlí 1946.
Guðm. Eggertsson.
KjariiorkutllraunliL
(Framhald af 1. síðu).
sjóðandi víti“, svo höfð séu orð-
•rétt eftir ummæli sjónarvotta.
Búizt hafði- verið við mikilli
flóðbylgju er sprengjan sprakk,
en svo varð ekki, flóðbylgjan,
sem skall á land á Bikini, var
aðeins 5 feta há.
Auk þess sem fjögur skip
sukku löskuðust mörg fleiri skip
meira og minna, og er ekki víst
nema eitthvað fleiri skip sökkvi
af afleiðingum sprengingarinn-
ar. Þessi sprengja mun hafa
verið all miklu öflugri, en
sprengjan sem sprengd var á
sömu slóðum, í tilraunaskyni
fyrir tæpum mánuði síðan. —
Þetta var fimmta kjarnorku-
sprengjan, sem sprengd hefir
verið.
fföfuut vifi yentiiff til
f/óffs
(Framhald af 2. síðu)
megi þakka ungmennafélögun-
á að kynnast héraðinu sem best um, að ýmsum orðskrípum, sem
en litlum tíma eytt í löng bíl- virtust ætla að festa sig í mál-
ferðalög. — Kunnugir menn
verða með í ferðinni til frásagna.
Á laugardags kvöldið verður
inu, var útrýmt, svo sem orðinu
kokkhús. Þá vildu hinir fyrstu
ungmennafélagar vinna að því
kvöldvaka í tjaldbúðunum og
að vekja áhuga þjóðarinnar á
verður hún byggð upp af sögum
og sögnum úr héraðinu. Á
sunnudags kvöld er aftur ráð-
gerður dans.
sögu hennar og bókmenntum,
en hvað þeim hefir tekizt í því
efni, skal látið ósagt hér.
Framhald.
(jatnla Síó
í leyniþjónustu
Japana
(Betroyal from the East)
Amerísk njósnarmynd byggð á
sönnum viðburðum.
Aðalhlutverk:
Lee Tracy
Nancy Kelly
Richard Loo.
Bönnuð börnum Innan
16 ára.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
i ,
. r
TÍMiNN
kemur á hvert sveitaheimlli og
þúsundir kaupstaðaheimila, enda
gefinn út i mjög stóru upplagi.
Hann er því GOTT ACGLÝS-
INGABLAÐ. Þeir, sem ekki
hafa reynt það, ættu aS spyrja
hina, er reynt hafa.
TtMINN
Lindargötu 9A, siml 2323 og 2353
Tbjja Síc
(við Shúlagötu)
Sannar Iietjur
(„The Purple Heart.“)
Mikilfengleg og afburðavel leik-
in stórmynd um hreysti og
hetjudúðir amerískra flugmanna
í Japan.
Aðalhlutverkin leika:
Dana Andrews
Richard Cante
Kevin O’Shea
Bönnuð börnum yngri en
16 ára.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
JjaHtadíc
Skal eða skal ekki
(I Love a Soldler)
Bráðfjörugur amerískur gam-
anleikur.
Paulette Goddard,
Sonny Tufts,
Barry Fitzgerald.
Sýning ki.. 5—7—8.
, ------------------------------------
Vélbátar til sölu
1. Bátur 15 smálestir, byggður 1919 úr eik. Vél: Sáffle
50 hestöfl, frá 1942. Endurnýjuð 1946. Bátnum fylgir
lína og dragnótarveiðarfæri. Verð kr. 60.000,00 krónur.
2. Bátur 15 smálestir, byggðar 1921 úr eik, umbyggður
1943. Vél: J. Munktell 50—55 hestöfl, frá 1923. Mörg
varastykki fylgja vélinni. Dragnótarveiðarfæri fylgja.
Verð 85.000,00 krónur.
3. Bátur 11 smálestir, byggður úr eik 1916. Vél: Skandia
frá 1938, 40 hestöfl. Verð 36.000,00 krónur. Með drag-
nót og línuveiðarfærum 45.000,00 krónur.
4. Bátur 28—29 smálestir, byggður 1919. Vél: Budda-
Diesei frá 1941. Umbætur á byrðing og böndum 1944.
Báturinn er úr eik og furu. Bátnum fylgja dragnótar-
veiðarfæri og 20 bjóð af línu. Verð 92.000,00 krónur.
5. Bátur 24 smálestir, byggður úr eik 1916. Endurbyggð-
ur 1938. Vél: Bolinder frá 1946, 100—200 hestöfl.
Dragnótarveiðarfæri fylgja. Verð kr. 92.000,00 krónur.
6. Bátur 21 smálest, byggður 1934. Vél: J. Munktell frá
1934, 60—64 hestöfl. Dragnótarveiðarfæri fylgja. Verð
85.000,00 krónur.
7. Bátur 17 smálestir, byggður 1917. Endurbyggður 1942.
Eik og fura. Vél: J. Munktell frá 1934, 50—55 hestöfl.
Línu- og dragnótarveiðarfæri fylgja. Verð 65.000,00
krónur.
8. Bátur 10 smálestir, byggður 1915 úr eik. Vél: Skandia
30 hestöfl. Dragnótarveiðarfæri fylgja. Verö 25.000,00
krónur.
9. Bátur 13 smálestir, byggður 1922 úr eik. Vél: Skandia
frá 1929, 50 hestöfl, nú endurnýjuð. Dragnótaveiðar-
færi fylgja. Verð 35.000,00 krónur.
10. Bátur 20 smálestir, byggður 1925, úr furu. Vél:
Wichmann 50 hestafla. Dragnótarveiðarfæri fylgja.
Verð 50.000,00 krónur.
11. Bátur 33 smálestir, byggður 1907 úr eik. Vél: Gamma,
100—200 hestöfl. Endurnýjuð 1945. Trollspil og troll-
veiðarfæri fylgja. Verð 92.000,00 krónur.
12. Bátur 13 smálestir, byggður úr eik og furu 1917. Vél:
Tuxham, 45 hestöfl. Verð 36.000,00 krónur. Með drag-
nótar- og línuveiðarfærum 45.000,00 krónur.
13. Bátur 12 smálestir, byggður 1920, úr eik og furu. Vél:
J. Munktell frá 1935, 50—65 hestöfl. Dragnótarveiðar-
færi fylgja. Verð 65.000,00 krónur.
14. Bátur 19 smálestir, byggður 1924, úr eik og furu. Vél:
Skandia, 60 hestafla, frá 1939, Dragnótar- og linu-
veiðarfæri fyigja. Verð 92.000,00 krónur.
15. Bátur 18—19 smálestir, umbyggður 1939, úr eik. Vél:
J. Munktell frá 1934, 80—90 hestafla. Dragnótar-
veiðarfæri fylgja. Verð 81.000,00 krónur.
Upplýsingar um ofanskráða báta, gefur Helgi Benónýs-
son, Vesturhúsum, Vestmannaeyjum, sími 162.