Tíminn - 03.08.1946, Blaðsíða 4

Tíminn - 03.08.1946, Blaðsíða 4
Skr'ífstofa Framsóknarflokksins er í Edduhúsinu við Lindargötu. Sími 6066 4 REYKJÆVÍK FRAMSÖKNARMENN! Komib í 3. ÁGÚST 1946 skrifstofu Framsóknarflokksins 139. blað Laxfoss hefir flutt 17891 far- þega á 1 ári og farið 290 ferðir í tilefni af því, að rúmt ár er nú liðið, síðan Laxfoss hóf ferðir sínar að nýju eftir hina gagngerðu viðgerð og breytingu, er gerð var á skipinu, eftir að það strandaði við Örfirisey, hefir tíðinda- maður blaðsins snúið sér til Friðriks Þorvaldssonar fram- kvæmdastjóra Skallagríms h. f. og fengið hjá honum upplýs- ingar um hve margar ferðir skipið hefir farið eftir viðgerðina, og hvað marga farþega það hefir flutt. Laxfoss hóf ferðir að nýju þann 13. júlí 1945 og síðan hefir hann látlaust siglt með fólk og farangur héðan frá Reykjavík og til Borgarness, Akraness og Vestmannaeyja. Til Borgarness hefir hann, fram til 13. júlí 1946, farið samtals 175 ferðir með 7603 farþega, til Akraness 67 ferðir með 7029 farþega og til Vestmannaeyja 48 ferðir með 3259 farþega. — Samtals hefir skipið siglt 22 þúsund sjómílur Sumarhátíð Varma- hlíðarfélagsins Fyrir nokkrum árum var stofnaður í Skagafirði félags- skapur, er nefnist „Varmahlíð- arfélagið“. Markmið félagsins er að koma á fót héraðsskóla í Varmahlíð. Eitt með öðru, sem félagið hefir gert til þess að afla fjár í þessu skyni, er að gangast fjnrir samkomu einu sinni á ári. Er hún jafnan hald- in i Varmahlíð. Að þessu sinni var samkoma 14. júlí s.l. Var hún fjölmenn að vanda, en þó vart eins og oft áður. Ekki skorti þó ánægjulegt veður, því að Skagafjörður skein við sól. En hér mun tvennt hafa borið til: Bændur voru allvíða byrjaðir slátt en óþurrkar gengið und- anfarið. Samkomudaginn var hins vegar drifaþurrkur, og munu margir hafa fórnað töð- unni sunnudeginum, sem sízt er láandi. Við það mættist svo, að um morguninn barst síld að landi á Sauðárkróki. Árni Þorbjörnsson, kennari í Varmahlíð, setti samkomuna og stjórnaði henni, en ræður fluttu þeir séra Helgi Konráðsson á Sauðárkróki og Þorbjörn bóndi Björnsson á Geitaskaarði. Þá fór og fram sundkeppni og dans. Lúðrasveit Akureyrar lék milli þátta. Úrslitin í sund- keppninni urðu þessi: 50 m. sund telpna: Guðný Eggertsdóttir 51,3 sek. — Fjóla Sveinsdóttir 52,9 sek. — Guðrún Jósafatsdóttir 53,8 sek. 50 m. sund drengja: Valgarð- ur Jónsson 46,9 sek. — Friðrik Jónsson 41,1 sek. — Sveinn Skaftason 47,4 sek. 100 m. sund kvenna: Jóhanna Kjarval 1 mín. 58,6 sek. — Guð- björg Kjarval 2 mín. 7,5 sek. 500 m. sund karla, frjáls að- ferð: Gísli Felixson 9 min. 8,7 sek. — Eiríkur Valdimarsson 9 mín. 15,5 sek. — Jóhannes Har- aldsson 10 min. 35,4 sek. Til kaupenda Tímans í Reykjavík Oft veldur mikium leiðindum, hve erfitt er víða í bænum að koma blaðinu með skilum til kaupendanna. Það eru vinsam- leg tilmæli til þeirra, sem verða fyrir vanskilum, að þreytast ekki á að láta afgreiðsluna vita um þau, þar til þau hafa verið löguð og jafnframt að leiðbeina börnunum, sem bera út blaðið, og allan þann tíma hefir því aldrei hlekkst á. Skipið hefir reynzt miklu bet- ur eftir viðgerðina en áður. Staf- ar það af því, að það var þá lengt allverulega og ligg- ur nú mikið betur í sjó. Auk þess er ganghraði skipsins mun betri en áður. Breytingin sem gerð var á salarkynnum skips- ins hefir haft þau áhrif, að fólki finnst nú stórum þægi- legra og skemmtilegra að ferð- ast með skipinu. NÝ GÖTUNÖFN í REYKJAVÍK Nefnd bæjarins, sem hefir á hendi aö gera tillögur um gatna- nöfn í bænum, hefir lagt til eft- irfarandi heitti á.götum í Rauð- arárholti og í Kleppsholti: í Rauðarárholti: Gata vestan Nóatúns milli Skipholts og Brautarholts Stang- arholt. í Kleppsholti: Gata milli Sundlaugar og Laúgarásvegar heiti Þríhyrning- ur. Gata frá Kambsveg samhliða Laugarásveg Núpsvegur. Fyrsta gata þvert á Núpsveg norðan Kambsvegs Haukagil. Önnur gata, samhliöa, Valagil. Þriðja gata, samhliða, Brandagil. Fram. hald Kleppsvegar frá Efsta- sundi að Suðurlandsbraut Élliða- árvogur Gata samhliða Skipa- sundi að austanverðu Njörva- sund. Stígur sunnan Holtavegar samsíða honum austan Lang- holtsvegar Brákarsund. Gata sunnan Brákarsunds þvert á Langholtsveg Drekavogur. Gata milli Laugarásvegar og Dreka- vogs samsíða Langholtsvegi Kjalarvogur. Gata frá Holtaveg samsíða Kjalarvogi Sigluvogur. Stígur*frá Langholtsvegi þvert á Kjalar- og Sigluvog Mjósund. Framhald Laugarásvegar í torg við Suðurlandsbraut Knarrar- vogur. Torg við Suðurlandsbraut Vogatorg. Torg á Hálogalands- hæð Fleyvangur. Gata frá Fley- vang í Knarrarvog Tranavogur. Gata milli Fleyvangs og Voga- torgs Súðarvogur. Gata frá Vogatorgi samsíða Suðurlands- braut Gnoðarvogur. Gata frá Fleyvang í Gnoðarvog Karfa- vogur. Gata frá Fleyvang að Langholtsv. í suð-austur Kœnu- vogur. Gata frá Fleyvang í Fley- vang í suð-austur Hlunnavogur. Gata frá Fleyvang að Lahgh.v. í norð-austur Byrðingsvogur. Gata frá Hlunnavog að Elliða- vog Barðavogur. Fyrsta gata sunnan Fleyvangs frá Vogatorgi í Elliðavog Skeiðarvogur. Önnur gata sunnan Fleyvangs frá Vogatorgi í Elliðavog Snekkju- vogur. Gata frá Knarrarvog í Skeiðarvog Dugguvogur. Gata milli Langholtsvegar og Karfa- vogs, samsíða þeim, Nökkvavog- ur. Gata milli Karfavogs og Vogatorgs, samsíða Karfavogi Ferjuvogur. Framhald Lang- holtsvegar frá Snekkjuvogi að Suðurlandsbraut Skútuvogur. Gata frá Skútuvogi í Gnoðar- vog Eikjuvogur. hvar bezt sé að láta það. Þeir kaupendur.sem búa utan við að- albæinn og fá blaðið í pósti, gerðu Tímanum mikinn greiða, ef þeir borguðu andvirði blaðs- ins á afgreiðslunni. — Þó að kaupendafjöldi Tímans í Rvík hafi tvöfaldazt nú á rúmlega einu ári, þá væru kærkomnir fleiri áskrifendur í bænum. Sími afgreiðslunnar er 2323. Utvegum allar stærðir og gerðir. af sjálfvirkum, raf- knúnum kælivélum fyrir matvörubúðir, veitingahús og heimili. Aðalumboðsmenn fyrir Thomas Ths. Sabroe & Co. A/S A víðavangi (Framhald af 2. síðu) nýtízkutal, að stjórnarandstæð- ingar séu utailgarðs og áhrifa- lausir. Þetta tal eiga menn að skilja eitthvað á þessa leið: Þeir eru utan við garðinn og hafa ekki „aðstöðu". Við erum í garðinum og höfum „aðstöðu“. Vertu með okkur þú skilur! Þetta er lævísleg tilraun til þess að fá menn til að taka ekki afstöðu í pólitík eftir mála- vöxtum eða þjóðmálastefnum. Þetta er bending um, að menn eigi að skríða fyrir þeim, sem völdin hafa og „aðstöðuna". Þessi áróður er móðgun við þjóðina, siðspillandi og til þess líklegur að reynast lýðræðinu beinlínis hættulegur, ef hann hefir áhrif. Það verður aldrei nógsamlega við honum varað. Kórónum Napoleons og Karls X. stolið Parísarfregnir herma, að ný- lega hafi verið brotizt inn í hina fornfrægu dómkirkju í borginni Rheims í Norður- Frakklandi, en þar voru kon- ungar Frakklands krýndir um langan aldur sem kunnugt er Þjófarnir höfðu haft á brott með sér marga sögulega dýr- gripi úr skartgripahirzlu kirkj- unnar, þ. á. m. kórónu þeirra Napóleon mikla og Karls 10. Aftur á móti snertu þeir ekki við mörgum dýrmætum helgi- gripum, sem þarna voru og geymdir. Parísarlögreglunni hafði ekki tekizt að handsama þjófana, þegar síðast fréttist. Má í þessu sambandi geta þess, að allir þessir dýrgripir höfðu verið fluttir burt á stríðsárun- um, og var nýbúið að koma þeim aftur fyrir í dómkirkjunni. Vinniff ötullefia ffirir Tímann. „ALCOSA” lausasmiðjur fyrirliggjandi. Verð kr. 170.00. Sendum gegn eftirkröfu. Verzl. Vald. Poulsen Klapparstíg 29. Greta Garbo. (Framhald af 1. síðu). unum úr, en hún svaraði flest- um spurningum þeirra með einsatkvæðisorðum eða brosi. Samtalið vara því ekki sér- lega innihaldsríkt. Ein spurn- inganna var sú, hvernig henni geðjast að Ingrid Bergman, sem er líka sænsk og talin ein af beztu núlifandi kvikmynda- leikkonum. — Garbo svaraði því til, að hún hefði séð nokkra-r af kvikmyndum Bergmans og líkað þær vel, en sagðist ekki þekkja leikkonuna persónulega. — Við höfum aðeins verið kynntar, en annars umgengst ég hana ekki frekar en annað fólk. Annars segja blaðamennirnir, að Gréta Garbo hafi lítið breytzt frá því sem áður var, hún sé enn fögur og glæsileg, látlaus, en smekklega klædd. Hún ætlar að dvelja í Svíþjóð um óákveðinn tíma, en vill ekki gefa neinar upplýsingar um það, hvað hún muni taka sér fyrir hendur. Cjamla Síé SJ.ÍLFBODA- LIÐAR (Cry Havoc) Áhrifamikíl amerísk um hetjudáðir kvenna í öldinni. mynd styrj- Margaret Sullivan, Joan Blondell, Ann Sothern, Ella Raines. Sýnd ki: 5 og 7. Börn innan 16 ára fá ekki aðgang. tíijja Síé (vi8 Skúlagötu ) Demantaskcifaii (Billy Rose’s Diamond Horseshoe). Skemmtileg og íburðarmikil stórmynd í eölilegum litum, frá hinum fræga næturklúbb í New York. Aðalhlutverk: Betty Grable, Dick Haymes, Phil Sifvers. Sýnd á morgun og mánudag 5. ágúst kl. 3,5,7 og 9. Sala hefst kl. 11 f. h. alla dagana. TÍMINN kemur á hvert sveitaheimili og þúsunðir kaupstaðaheimila.enda gefinn út í mjög stóru upplagi. Hann er því GOTT AUGLÝS- INGABLAÐ. Þeir, sem ekki hafa reynt það, ættu að spyrja hina, er reynt hafa. T 1 M I N N Lindargötu 9A, sími 2323 og 2353 7'jarhartu't ELDIBRANDIJR (Incendiary Blonde). Glæsileg amerisk söngva- mynd í eðlilegum litum. Gerð um ævi leikkonunnar frægu, Texas Guinan. Aðalhlutverk: 9 Betty Hutton, Arturo De Cordova, Charles Ruggles. Sýnd kl. 3—5—7—9. Sala hefst kl. 11. mtmfflramtttwmimmmmmmmmttmmiiwtwiinmmnmttmnfflmfflfflm? Vélbátar til sölu 1. Bátur, 15 smálestir, byggður 1919 úr eik. Vél: Sáffle 50 hestöfl, frá 1932. Endurnýjuð 1946. Bátnum fylgir lína og dragnótarveiðarfæri. Verð kr. 60.000,00. 2. Bátur, 15 smálestir, byggður 1921, úr eik, umbyggður 1943. Vél: J. Munktell 50—55 hestöfl, frá 1933. Mörg varastykki fylgja vélinni. — Dragnótarveiðarfæri fylgja. — Verð 85.000,00 krónur. 3. Bátur, 11 smálestir, byggður úr eik 1916. Vél:Skandia frá 1938, 40 hestöfl. Verð 36.000,00 krónur. Með drag- nót og línuveiðarfærum 45.000,00 krónur. 4. Bátur, 28—29 smálestir, byggður 1919. Vél: Budda- Diesel frá 1945. Umbætur á byrðing og böndum 1944. Báturinn er úr eik og furu. Bátnum fylgja dragnót- arveiðarfæri og 20 bjóð af línu. Verð 92.000,00 kr. 5. Bátur, 24 smálestir, byggður úr eik 1916.Endurbyggð- ur 1938. Vél: Bolinder frá 1946, 100—120 hestöfl. Dragnótarveiðarfæri fylgja. Verð 92.000,00 krónur. 6. Bátur, 21 smáiest, byggður 1934. Vél: J. Munktell frá 1934, 60—64 hestöfl. Dragnótarveiðarfæri fylgja.Verð 85.000,00 krónur. 7. Bátur, 17 smálestir, byggður 1917. Endurbyggður 1942. Eik og fura. Vél: J. Munktell frá 1934, 50—55 hestöfl. Línu- og dragnótarveiðarfæri fylgja. Verð 65.000,00 krónur. 8. Bátur, 10 smálestir, byggður 1915, úr eik. Vél: Skan- dia 30 hestöfl. Dragnótarveiðarfæri fylgja. Verð 25.00,00 krónur. 9. Bátur, 13 smálestir, byggður 1922, úr eik. Vél: Skan- dia frá 1929, 50 hestöfl, nú endurnýjuð. Dragnóta- veiðarfæri fylgja. Verð 35.000,00 krónur. 10. Bátur, 20 smálestir, byggður 1925, úr furu. Vél: Wichmann 50 hestafla. Dragnótarveiðarfæri fylgja. Verð 50.000,00 krónur. 11. Bátur, 33 smálestir, byggður 1907, úr eik.Vél:Gamma 100—120 hestöfl. Endurnýjuð 1945. Trollspil og troll- veiðarfæri fylgja. Verð 92.000,00 krónur. 12. Bátur, 13 smálestir, byggður úr eik og furu 1917. Vél: Tuxham, 45 hestöfl. Verð 36.000,00 krónur. Með drag- nótar- og línuveiðarfærum, 45.000,00 krónur. 13. Bátur, 12 smál., byggður 1920, úr eik og furu. Vél: J. Munktell frá 1935, 50—65 hestöfl. Dragnótarveið- arfæri fylgja. Verð 65.000,00 krónur. .14. Bátur, 19 smálestir, byggður 1924, úr eik og furu. Vél: Skandia, 60 hestafla, frá 1939. Dragnótar- og línu- veiðarfæri fylgja. Verð 92.000,00 krónur. 15. Bátur, 18—19 smálestir, umbyggður 1939, úr eik. Vél: J. Munktell frá 1934, 80—90 hestafla. Dragnótarveið- arfæri fylgja. Verð 81.000,00 krónur. Upplýsingar um ofanskráða báta gefur Helgi Benónýs- son, Vesturhúsum, Vestmannaeyjum, sími 162. m;;mtmttmm»tttttmtmtmmtmimm»mttmmttmtmmt»mtt»mmmmmm

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.