Tíminn - 12.09.1946, Síða 3

Tíminn - 12.09.1946, Síða 3
165. blað 3 Dánarmiiming: Benjamín Jósefsson á Katastöðum. Hann fæddist að Kollavíkur- seli 23. des. 1862. Dáinn 3. sept. 1946. Foreldrar hans voru hjón- in Guðrún Jónsdóttir og Jósef Benjamínsson, bóndi að Kolla- víkurseli. Árferði var mjög illt á upp- vaxtarárum Benjamíns. Kom það hart niður á útkjálka- bændum og búaliði þeirra. Fén- aður féll og fólkið var miður sín af fæðuskorti. Var það eigi ótítt, að born létu lífið í harðindum þessum. Benjamín mundi greini- lega vorið 1869, enda var minnið frábært. Þá var hann sjö ára. Sagðist hann hafa verið svo að- þrengdur af skorti það vor, að hann hefði varla mátt ganga. „En ég skrimti af,“ var hann vanur að bæta við og hló um leið. Þannig var skaplyndi hans, að jafnan hló hann, er hann sagði frá mótlæti. Hann sá allt- af hið skoplega, bæði hjá sér og öðrum. Hann var sannorður í frásögn og reyndi aldrei að gera sinn hlut betri en hann var. Hann var enginn ofsamaður, en framkoma hans öll bar vott um þolgæði og karlmannslund. Ungur varð Benjamín að vinna fyrir sér. Aðalstarf hans varð, sem annarra ungra manna, þar, að afla heyja á sumr- um og gæta fjár um vetur. Fjárgeymslan krafðist ár- vekni og karlmennsku, enda féll Benjamín það verk svo vel úr hendi, að fáir voru hans jafningjar. Árið 1897 kvæntist Benjamín Jónínu Rannveigu Jónsdóttur, hinni ágætustu konu. Fimm fyrstu árin dvöldu hjónin í Þistilfirði. Að þeim tíma liðn- um fluttu þau að Arnarstöðum í Núpasveit og reistu þar bú. Þaðan fluttu þau nokkrum ár- um seinna að Katastöðum í sömu sveit, þar sem þau bjuggu æ síðan, ásamt börnum sínum, en af þeim eru fjögur á lífi, Guðlaug, Sigmar og Kristbjörn, sem heima eru og Ólafía, búsett í Reykjavík. Þegar Benjamín fluttist að Katastöðum, var þar illa hýst, túnið ógirt og engjar mjög rýrar. Engin mannvirki voru á jörð- inni að talizt gætu til veru- legrar frambúðar. — Það yrði efni í þykka bók að lýsa afrek- um Benjamíns og barna hans, þar til þvi marki var náð, að breyta Katastöðúm úr lélegu koti í afbragðsjörð. Nú eru þar byggingar, miklar og vandaðar, gerðar af steini. Túnið er stórt, slétt og í góðri rækt. Á þessari jörð hafa „verkin talað.“ Sá Bcnjamín Jósefsson, 83 ára. glæsibragur, sem nú er yfir býl- inu Katastöðum, er óbrotgjarn minnisvarði um stórhug og framtakssemi. Benjamín var heldur enginn miðlungsmaður. Hann var drengskaparmaður í hvívetna og orðheldinn svo af bar. Ljóð- elskur var hann, og kunni gnótt kvæða og lausavísna. Þó að hann væri dulur að eðlisfari, var svo mikil hýra og fjör i augum hans þegar vel lá á hon- um,að það gleymdist engum,sem þekkti hann. Þó var fjarri hon- um að flika tilfinningum sinum við hvern sem var, og vel kunni hann að gæta skaps í gleði og mótlæti. Slíkir menn eru of fáir og víst er það, að þeir sem voru Benjamín kunnugastir og þekktu bezt þessa og aðra eigin- leika hans, þeir virtu hann mest. Benjamín á Katastöðum er horfinn sjónum okkar. Hann unni lifinu, en þó skildist mér að á síðustu ævidögunum væri æðrulaus ósk hans falin í þess- um orðum skáldsins góða, er það leit síðasta ævikvöldið: Nú fer sól að nálgast æginn og nú er gott að hvíla sig og vakna upp aftur einhvern daginn með eilífð glaða kringum þig. Blessuð sé minning Benja- míns. Sveitungi. rjúka í blöðin og fara með dylgjur um þjófnað í garð allr- ar þjóðarinnar. Þess háttar hefði ekki getað átt sér stað hér um Svía eða Dani, án þess að einhver mótmæli því. Ég býst líka við, að þessi hnupl- áróður sé mikiö kominn af þvi, hve íslendingar oft eru seinir til að svara bréfum og má slíkt ekki eiga sér stað, að maður vegna kæruleysis veki einhvern grun um óheiðarleik þjóðar vorrar, jafnvel þó þessi grunur sé ósannur. 'Það er líka siðferð- isleg jregla að semja um bækur, áður en þær eru gefnar út, en ekki eftir að þær eru seldar. Það eru alltaf og alls staðar blaðamenn, sem gera sér mat úr þess háttar, og stundum þurfa þeir minna en þetta til ýktra eða loginna sögusagna. Til dæmis las ég nýlega neðan- málsgrein í dönsku blaði. Hún var skrifuð af blaðamanninum, Arne Rasmussen, sem var send- ur hingað til landsins af vinstri- blöðunum í sumar, og segir hann í þeirri grein, að ýmis- legt hjá okkur leiði hugann frá lýðræöishugsjóninni, meðal meðal annars það, að við al- þingiskosningarnar sé það jafn- óðum látið uppskátt, hvaða lista maður gefi atkvæði. Hefi ég hugsað mér að gera ýmsar at- hugasemdir í dönskum blöðum við þess háttar gróusögum um land vort og þjóð, áður en langt um líður“. Bjarni heldur áfram að ganga um gólfið, það er eins og hann hugsi bezt þannig, og hann verður ákveðinn á svipinn, þeg- ar hann segir þetta, en bætir svo við eins og til að minna á anda norrænnar samheldni: „Þess háttar skrif um okkur eru þó sem betur fer, afar sjaldgæf hjá Dönum!“ Að endingu spyrjum við Bjarna, hvers vegna hann hafi gefið tvö bókahandrit til hjálp- arstarfsemi ytra. Eruð þér ef til vill orðinn efnaður maður á skrifum yðar? „Nei, nei,“ svarar Bjarni og brosir angurvært. „Ég hefi al- drei átt nema til hnífs og skeið- ar — og stundum miklu minna en það. En þegar maður er reglusamur og lifir sparsamlega, getur maður komizt af með lít- ið. Og hver getur horft á allar (Framhald & 4. slðu) TtMCViV, fimmtwdagiim 12. scpt. 1946 HAN S MARTIN: SKIN OG SKÚRIR Wijdveld sér í anda garðinn og umhverfið eins og það gæti litið út, ef vel væri um allt hirt, húsið drifhvítt, körfuborð og stóla úti á svölunum, vélbát og seglbát í bátaskýlinu. Og svo sér hann þetta allt eins og það myndi líta út á kyrru kvöldi, þegar ljós hefðu verið tendruð inni í húsinu og úti í garðinum. Ný hugmynd hefir smátt og smátt fæðst. Hér væri gott að verða ggunall — hingað væri gaman að fá börnin og barna- börnin í heimsókn við og við. Hér gæti hann orðið hamingju- samur. Wijdveld reikar um göturnar í Locarno með Sóma á hælun- um. Þótt dimmt sé, kannast hann mætavel við þessar götur, sem þeir óku um morguninn, þegar þeir voru á leiðinni að gamla húsinu við vatnið. Hann gengur hægt, því að ekkert rekur á eftir, en honum miðar samt áfram og innan lítillar stundar er hann kominn á leiðarenda. Aftur ískrar i hjörunum, þegar hann opnar hliðið. Himininn er heiður, og stjörnurnar blika langt úti i djúpbláum geimnum. Wijdveld nemur staðar á svölunum og hlustar eins og hann eigi von á einhverju tákni. Einhvers staðar úti á veginum ískrar í bifreiðarhemlum — svo heyrir hann glaðlegar raddir — kona hlær.... Hann tekur fastar um handriðið — og allt í einu streyma tár niður vanga hans. Gamlar þrár kulna seint í hjarta mannsins. Einveran nístir Wann. Hann þráir ást og umhyggju. Draumar æskuáranna — draumarnir, sem hann tengdi við Napólí, hafa aldrei hlotið fyllingu í veruleikanum. Hann er einn og yfirgefinn, jafnvel heima meðal barnanna. Þau lifa sínu lífi og geta ekki að öllu leyti komið til móts við hann, þrátt fyrir góðan vilja. Auðvitað hefir hann þráfaldlega glaðzt við samúð þeirra og fölskvalausa hlýju — en Scrax og þau voru farin frá honum, átti hann fullt í fangi með að reka hina lamandi kennd frá sér. Kannske átti hann að hverfa heim aftur — en samt — gat ekki samt verið hyggilegra fyrir hann að vera kyrr hér og reyna að leita andlegs jafnvægis í algerri einveru? Og Wijdveld krýpur á kné á svölunum og lætur ennið hvila á mosagrónu handriðinu. Svo spennir hann greipar eins og hann gerði áður en hann fór að sofa, þegar hann var lítill drengur og segir í hálfum hljóðum andspænis hinum víða geimi: „Góði guð — hjálpaðu mér út úr þessu öngþveiti. Nú sé ég, hve ég hefi oft breýtt rangt á lífsleiðinni og gert samferða- mönnum mínum rangt til, þó að ég hafi alltaf viljað gera það, sem rétt var, og verða öðrum til heilla. Hjálpaðu mér til þess að finna veginn, sem liggur til gæfu og farsældar....“ Þegar hann hefir lokið þessari einkennilegu bæn, rís hann hægt á fætur, klappar Sóma — tekur hann upp í fang sér.... TUTTUGASTI KAFLI. Herbergið hans er autt. Sómi horfir spyrjandi augnaráði á blettinn, þar sem legubekkurinn stóð. Úti fyrk’ skarkar i flutn- ingavögnum — annars er allt hljótt og kyrrt. Það er þungbúinn vetrardagur — fótatakið ómar tómlega i auðu húsinu. .Wijdeveld stendur við gluggann — Jakob bíður við hliðið. Trén eru blökk og blaðlaus .... Hann lætur höndina hvíla á gluggakarminum, og atburðir, sem hér hafa gerzt, líða fyrir hugskotssjónir hans. Myndir — óteljandi myndir .... „Komdu,“ segir hann hásum rómi. „Nú förum við héðan, Sómi. Nú flytjum við í húsið með sólúrið. Þar ætlar gamli Wijdeveld að eiga heima — Janni á að búa hér og sonur hans á eftir honum. Komdu nú — hundurinn karlsins ....“ Hann gengur niður þrepin — þau spor verða ekki gengin til baka .... * „Á vegamótum" — Wijdeveld leggur bókina frá sér og lokar Í555S55555S5555555SS5S5555545S55S5S5SS55S55S5S5SS555S5SS5S5555SS5SÍ55S5555S555S SABROE — vandaðar vélar í vönduð frystihús — Samband ísl. samvinnufélaga Stúlkur óskast í eldhúsið á Vífilsstöðum. Upplýsingar í síma 5611 og 1765 kl. 2—4. Skristfofa ríkisspítalaima. «#Í#55«5555«S55««55«55«S«5S«5SS5«5«55«S5«5«5«S«5«S55®5««SSS«S«SÍ«Í«S!4 SANVIMUFÉLAGIÐ HREYFILL. H R E V F I L L M S F • 6 3 3 n TILKYNNING Vegna ónógs símakosts er vér höfum haft á bifreiðastöð vorri að undanförnu, höfum vér. orðið að breyta um síma- númer stöðvarinnar, og verður það framvegis 6633, frá og með deginum í dag að telja. Vér væntum þess að háttvirtir viðskiptamenn vorir og aðrir bifreiðanotendur festi sér vel i minni hið nýja síma- númer vort, sem er 6633. Reykjavík, 12. sept 1946. Samvinnufélagið HREYFILL LAUS STORF 2—3 ungir menn, er lokið hafa gagnfræða- eða verzlunar- skólaprófi eða hafa aðra hliðstæða menntun, verða ráðnir til skrifstofustarfa frá 1. okt. n. k. Ennfremur 1—2 unglingar til sendiferða. Umsóknir sendist skrifstofustjóranum fyrir 18 sept- ember. Landsbankf íslands. ?5555555555555«5555555«55555#5S55í«55S5«555555«5«5555$55555S555555555«5S5555(S,W "f Stúlkur óskast að Kleppjárnsreykjahæll. Upplýsingar í síma 1765. Skristfofa rlkisspítalanna. Bókhaldari Reglusamur maður, sem hefir vei-zlunarskólapróf eða aðra hliðstæða menntun og er vanur bókfærslu, getur fengið framtíðaratvinnu. Upplýsingar á skrifstofunni á flugvellinum i Reykjavík frá kl. 10—12 næstu daga. Sími 7438. Flugvallarsí jórinii. Iðnnám Oetum tckið nciuendur i plötu- og ket- ilsmíði nú í haust. Stálsmiðjan h.f. Rcykjavík. "Ý Kaupmenn — Kaupfélög Útvegum allskonar saum frá Tékko- slóvakíu. Sendið pantanir og fyrirspurnir sem fyrst. Einkaumboð fyrir tékknesku málmverksmiðjurnar R. JQHANNESSON H.F. Rauðarárstíg 1. Síeui 7181 Símncfni: ,,Rjoh(% Reykjavík.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.