Tíminn - 20.09.1946, Qupperneq 3

Tíminn - 20.09.1946, Qupperneq 3
171. blað S MlimingarorS: Guðmundur Jónsson I Vesturhópsliólum. Guðmundur Jónsson, bóndi í Vesturhópshólum, andaðist að heimili sínu 26. marz s. 1., sextíu ára að aldrl. Hann var fæddur að Stórahvarfi í Víðidal 14. júni 1885, sonur hjónanna Þorbjarg- ar Pétursdóttur og Jóns Jóns- sonar frá Gilsbakka í Miðfirði. Á unga aldri fluttist hann með foreldrum sínum að Grund í Vesturhópi. Þar bjuggu þau til ársins 1904, en fluttust þá að Brelðabólsstað og voru þar til 1910, er þau fluttust að Vest- urhópshólum. Jón og synir hans keyptu þá jörð, en Guðmund- ur varð síðar einn eigandi hennar og bjó þar til dánar- dægurs. Árið 1906 sigldi Guðmundur tll Noregs, ásamt öðrum ungum mannl úr Vesturhópi, Páli Guðmundssynl frá Böðvarshól- um. Þaðan fóru þeir til Dan- merkur og voru eitt ár við land- búnaðarstörf á Jótlandi. Að þelm tíma liðnum komu þeir heim og hófu búskap á æsku- stöðvunum. — Guðmundur kvæntist árið 1916, Láru Guð- mannsdóttur frá Krossanesi á Vatnsnesi. Börn þeirra eru þessl: Þórbjörg, á Húsavlk, gift Axel Benediktssyni, Agnar, í Reykja- vlk, kvæntur Guðrúnu Valdi- marsdóttur, Unnur, i Reykjavík, Glft Hjálmtý Hallmundssyni, Hjalti, Jón , Gunnlaugur og Ásta, heima i Hólum, og halda þau áfram búskapnum með móður sinni. Eigi naut Guðmundur skóla- vlstar, en hann var vel greindur og aflaði sér sjálfur menntunar með lestrl góðra bóka. Hann var mjög áhugasamur starfs- maður, verklaginn og drjúgur verkamaður, meðan hann hafði heilsu til að vinna erfiðisverk. Hann var sérstakur snyrtimað- ur og báru öll hans verk glögg merki þess. leyti, eins og ágætlega fór á, helgað 40 ára afmæli félags- skaparins, og ritar einn af frum- herjum hans og traustustu fé- lagsmönnum, Þorsteinn M. Jóns- son, skólastjóri á Akureyri, for- ystugrein i ritið í tllefni af af- mælinu. Víkur hann i byrjun máls síns að hinum þjóðfélagslega jarð- vegi, sem íslenzku Ungmenna- félögin spruttu upp úr, vorinu í þjóðlífinu eftir aldamótin, frjómagninu, sem leyst hafði verið úr læðingi og braust fram, vaxtarþrá þjóðarinnar, sem nú varð að veruleika, með auknu sjálfstæði hennar, fjölþættara atvinnulífi og fjölskrúðugra menningarlífi. Síðan segir hann: „Þrír af stofnendum hins fyrsta ungmennafélags landsins Ungmennafélags Akureyrar, þeir Þórhallur Bjarnason, Jón Helgason og Jóhannes Jóseps- son, höfðu farið til útlanda og orðið fyrir áhrifum frá lýðhá- skólunum og æskulýðshreyfing- unum 1 Noregi og Danmörku. í Noregi var á þessum tíma sterk þjóðleg vakning. Norðmenn höfðu skilið við Svía 1905 og þar með loks slitið af sér öll erlend valdabönd, er á þeim höfðu hvílt um mörg hundruð ár. Þetta tvennt, hin sterka innri vaxtarþrá þjóðarinnar, og dæmi frænda vorra Norðmanna, voru þeir undirstraumar, sem mestu réðu í stefnu hinna fyrstu ungmennafélaga.“ Síðan ræðir greinarhöfundur um viðleitni Ungmennafélag- anna i þá átt að vanda og fergra Guðmundur í Hólum átti við mikla vanhellsu að stríða síðari hluta ævinnar. Á fimmtugsaldri tók hann að þjást af brjóst- veiki, sem ágerðist svo, að slð- ustu árin gat hann lítið starfað og var oft rúmfastur um lengri tíma, einkum að vetrinum. Þessu mótlætl tók Guðmund- ur með mestu ró, þótt starfs- löngun hans væri mikil, og aldrei varð þess vart, að hann væri óánægður með þau kjör, sem lífið hafði búið honum. Hann átti líka því láni að fagna að eignast góða konu og efni- leg börn, sem sáu heimilinu farborða í veikindaforföllum hans, en ætíð mun hann sjálf- ur hafa lagt á ráðin um heim- ilisstörfin. Ungur hafði hann valið starf bóndans, og var á- nægður í þeirri stöðu. Sér- staklega mun honum hafa þótt ánægjulegt að vinna að ræktun jarðarinnar og hlynna að gróðri hennar. Guðmundur í Hólum var fríð- ur sýnum, prúðmenni hið me^ta í allri framkomu, svlp- hreinn og góðmannlegur. Mann- kostir hans sköpuðu honum vinsældir hjá öllum sveitungum og öðrum kunningjum, og góð- ar minningar í hugum þeirra. Sk. G. málið, mikilvægan þátt þeirra I fánamálinu og hlutdeild þeirra í lausn sjálfstæðismálsins, víð- tæka íþróttastarfsemi þeirra og áhuga þeirra í bindindismálum. Segir hann réttilega, að þó Ung- ’mennafélögin hafi á þessu 40 ára aldursskeiði beðið ósigur í sumu, þá hafi þau eigi að síður unnið marga sigra. í greinarlok leggur höfundur áherzlu á það, að nú sé íslendingum eigi síður þörf nýrrar þjóðlegrar menn- ingarsóknar, logandi hugsjóna- elds, heldur en á stofnunar- og blómaárum Ungmennafélag- anna, og lýkur hann máli sinu á þessa leið: „Lifandi hugsjón- ir og hugsjónaeldur eru ein- kenni lífrænnar, sannrar æsku. Ungmennafélög nútíma og framtíðar þurfa að kynda þann hugsjónaeld, er varðveitir æsk- una, ekki eingöngu á unglings- árum manna, heldur allt þar til, er að árum hnígur gamall að velli.“ Greinin „Tvö afmæli“ eftir Daníel Ágústinusson, hlnn ötula og áhugasama ritara Ung- mennafélaganna, fjallar um 50 ára afmæli norsku Ungmenna- féaganna og 40 ára afmæli hinna íslenzku á þessu ári, en íslenzku félögin eru, eins og fyrr er minnst á, til orðin fyrir á- hrif frá hinum norsku. Sýnir höfundur fram á að saga og barátta beggja félaganna er að mörgu leyti lík, og einnig ávöxt- ur þeirra fyrir þjóðina: — sterkari þjóðerniskennd og auk- inn félagsþroski, svo að sjálf- (Framhald á 4. ríSuJ' TÍMIIVN, löstndaglmi 20. sept. 1946 ALICE T. HOBART: Yang og yin undan á smáum hestum. Litlu bjöllurnar, sem bundnar voni um háls hestanna, klingdu í sífellu, og ómar þeirra blönduðust hófaskellunum við steinhellur vegarins og mjúklegt fótatak burðarkarlanna, sem hlupu við fót til þess að dragast ekki aft- ur úr. Sen, hinn virðulegi lærdómsmaður og embættismaður, þrýsti hnjánum blíðlega að grönnum likama drengsins. Augu hans dvöldu íhugandi við slappar axlir og grannt mitti barnsins — vaxtarlag sonar hans var þegar farið að taka á sig það mót, sem einkenndi hina hálærðu menn. Barnið hafði ekki verið nema þriggja ára, þegar það sýndi honum fyrstu rittáknin, sem það dró — sá, sem læra skal sjö þúsund flókin rittákn, verður að hefja nám sitt snemma, og sönnum lærdómsmanni nægði ekki minna en sjö þúsund tákn. „Sonur minn,“ sagði Sen og renndi augunum hægt og rólega yfir stóltjöldin. „Líttu á bogann hérna uppí yfir þér, og taktu vel eftir því, sem þar er letrað. í fjögur hundruð ár hefir þessi bogi staðið hér til heiðurs konu, sem var dánum bónda sinum trú til æviloka." Þunnar skýjaslæður, sem komið höfðu upp við sjóndeildar- hringinn, breiddu sig nú um allan himininn. Innan stundar byrjaði að úða úr lofti. Hinar vetrarfölu merkur fengu grænnl blæ, víðirunnarnir eins og endurskírðust og hvítblómgaðar greinar perutrjánna skáru enn betur af en áður við ösku- gráan hálminn á þökunum á hreysum bændanna. Allt landið endurnærðist af hinum blessaða úða. Báðir voru hljóðir — hinn aldraði maður og sonur hans. Regn- ið vökvaði jörðina og gaf hinu blundandi lífi í skauti hennar nýjan vaxtarmátt. Það var eins og dulinn strengur i sál Sens titraði, þegar hann varð vottur að því, hvernig regn himinsins sameinaðist frjómoldinni og vakti af dvala þau fræ, sem hún skýldi. Þes^á næma skynjun á frjóvgun jarðarinnar á vorin var honum í blóð borin, erfð frá kyni til kyns allt frá upphafi kyn- þáttarins, þegar ungar konur hvíldu fyrst hjá æskumönnum á hinni frjóu mold, sameinuð á jörðinni og sameinuð jörðinni. Hinum miklu múrvirkjum borgarinnar skaut nú allt i einu upp fyrir framan burðarstólinn. Utan við múrana göptu borgar- síkin við, sægræn og slétt, með bleksvört augu hér og þar, þar sem bændurnir höfðu sökkt í vatnsfötum sínum. Burðarkarlarnir voru þegar komnir út á brúna, sem lá yfir síkíð. Sen vissi það, þótt hann sæi það ekki. Svo lengi sem hann mundi eftir sér hafði hverri ferð til bústaðar forfeðranna lokið með þessu tómahljóðs-fótataki burðarkarlanna á trébrúnnl. Það var þröng á vegunum — fótgangandi menn og menn i burðar- stólum, lifandl menn, sem voru að koma heim frá veizlu dags- ins meðal hinna dauðu. í þröngu borgarhliðinu dróst allt saman í einn hnút — burðarkarlar, burðarstólar og fótgangandi fólk a leið inn og út. Fylgdarsveinar embættismannsins hvöttu hesta sína. og drynjandi raddir burðarkarlanna yfirgnæfðu allan há- vaða: „Víkið! Víkið!“ Hsaió ren, hinir smáu,“ þjöppuðu sér sam- an uppi við raka hvolfveggi borgarhliðsins. Burðarstengurnar gengu upp og niður í stympingunum. Þegar föruneyti embættismannsins var komið gegnum borgar- hliðið og inn í sjálfa borgina, truflaðist hugarrósemi Sens snöggv- ast. Bak við hin bjúgu og upsamiklu kínversku þök gnæfði ljót og klunnaleg bygging: kassalagaður múrkastali með járnþaki og ferhyrndum, gapandi augum á veggjunum, — ljót og áleitin hús, bústaður ruddalegra og áleitinna manna af lágum stigum — manna, sem slævðu skyldutilfinningu þjónsins gagnvart hús- bónda sínum og tældu konuna til að hafna góðum siðum. Ekkja eldri sonar hans hljópst að heiman og bjó í einu þessara húsa. Sál hans myrkvaðist eitt andartak af hatri í garð þessara villi- manna, sem höfðu jafnvel tælt konu af hans húsi til þess að bregðast skyldum sínum við látinn bónda sinn og gera œtt hans óbætanlega skömm. „Hraðar!“ skipaði Sen. Burðarkarlarnir, sem voru einmitt að komast móts við hliðiö í múrinn umhverfis þessar hræðilegu byggingar, lutu betur framá og tóku til fótanna. í sömu svifum kom Peter Fraser æðandi út um opið hliðið og ætlaði að beygja til vinstri. En hann komst ckki langt, því að hann fékk snöggt og óvænt högg á brjóstið, og um leið og hann hrataði aftur á bak, sá hann burðarkarlinn, sem gekk fremstur undir burðarstönginni á stól hins tigna Sens, spyrna fótum við og reyna að gera kastið sem minnst. Peter var illa að sér í Kínversku, svo að hann skildi ekki orðin, sem hrutu af vörum mannsins í burðarstólnum, en raddblærinn var þannig, að hann gat verið þess fullviss, að það voru heiftar- yrði. Þar eð hann átti sök á þessu óhappi, færði hann sig samt nær til þess að bera fram afsakanir sínar, eins og siður var í hans heimalandi. En hvorki maðurinn í burðarstólnum né barnið, sem stóð við hné hans, gaf honum gaum. Kínverjinn leit ekki einu sinni viö honum, heldur skipaði aðeins burðarmönnum sinum að halda áfram. Var það af ásettu ráði gert, að maðurinn lézt ekki sjá hann? Peter gat ekki betur séð. Hann hallaði sér upp að múmum mitt í ösinni, niðursokkinn í hugsanir sínar. Hann sá enn fyrir sér Kínverjana tvo: tvo granna, fágaða menn, tvö andlit með svipmót höfðingjans í hverjum drætti. Svo fágaðan aðalssvip hafði hann aldrei séð fyrr. Hvorki í Vesturheimi né Norðurálfu hafði hann séð andlit, sem slík fyrirmennska skein af — svo mótað af fágun, tign og háum menntum. Meðal kynbræðra hans hafði harðsótt lífsbarátta dýpkað og skerpt drættina í andliti fólksins, og jafnvel aðallinn á Vestur- löndunum leitaðist við að herða sig og auka þrótt sinn með Iþrótt- um og hvers konar líkamsstælingu. En í þessu landi, þar sem hinar menntuðu stéttir fyrirlitu líkamlega áreynslu, var ekki nema eðlilegt, að til væru karlmenn, sem voru enn smágerðari og þrautfágaðri en dæmi fundust um meðal tildurkvenna í Amer- Iku. En það var líka annað sem Peter flaug i hug: Gat þessi llk- Stúlkur óskast að Kleppj árnsreykj aht»U. Upplýsingar í sima 1765. Skrlstfofa rfiklsspítalaima. Stúlkur óskast í eldhúslð á VlflLsatOðum. Upplýslngar i slma 5611 og 1785 kl. a—4. Skristfofa rfikisspítalaima. «------------ ---- — --------------—i r tti anTinirrr'i ► mttnmmnmmmnmnmnnmnninnnnmminmnmmtnmnnumnmmmm PENINGASKÁPAR Höfum fyrirliggjandl vandaða peningaakápa. Jóh. Karlsson & Co. Þingholtsstræti 23. — Síml 1707. Starfsstúlkur vantar á barnahelmlllð að Kumbravogl. Upplýsingar í skrifstofu barnaverndarnefndar Reykja- víkur, Ingólfsstræti 9B, frá kl. 10—12 daglega. VINNEÐ ÖTULLEGA AÐ ÚTBREIÐILU TÍMANI

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.