Tíminn - 27.09.1946, Síða 1

Tíminn - 27.09.1946, Síða 1
RITSTJÓRI: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON ÚTGEPANDI: FRAMSÓKN ARPLOKKURINN Símar 23S3 og 4373 PRENTSMIÐJAN EDDA hJ. RITST J ÓR ASKRIPSTOFOR: EDDTJH' 'SI. Llndargötu S A Slmar 2353 og 4373 AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKIi IPSTOFA: EDDUHÚSI, Lindargötu 9 A Siml 2323 30. árg. Reykjavík, föstudaginn 27. «ept. 1946 175. blað Úgætileg meö- ferð á tundur- dufli Fundu tundurdufl — héldu það værl bauja. Fyrir nokkru síðan voru menn frá Stykkishólmi á ferð í vöru- bíl í Hraunhreppi í Mýrarsýslu. Fundu þeir sjórekna járnkúlu, er þeir hugðu vera bauju. Þótti þeim sem nokkurt verðmæti væri í bauju þessari, fluttu hana duflið springi af hristingnum losuðu af bílnumv inni í miðju þorpi. Mildi, að ekki varð slys. Nú hefir kunnáttumaðurinn Haraldur Guðjónsson frá Rvík, skrúfað duflið i sundur, sam- kvæmt beiðni Skipaútgerðar rlkisins, og kom í Ijós, að það var brezkt segulmagnað tund- urdufl. Innri útbúnaður þess reyndist að vera alveg ó- skemmdur, en með því að botn- festarrofi hafði farið úr sam- bandi, þegar duflið slitnaði upp, var það ekki í hættulegu á- standi, og bjargaði það flutn- ingsmönnunum, annars er lik- legast, að bæði þeir og bifreiðin hefðu sprungið í loft upp og farið í smátætlur. Það gat líka átt sér stað, að þvi með sér til Stykkishólms og eða átökum í flutningnum, enda þótt það væri ekki í slíku ástandi, þar sem það fannst, að hætta væri á að það springi. Var því mikil heppni, að komizt skyldi hjá alvarlegu slysi í þessu sambandi. Er þetta til við- vörunar fyrir almenning fram- vegis. Leikfélag Reykjavíkur er i þann veginn að hefja vetrarstarfsemi sína. Byrjar það á því að sýna ieikinn Tondoley, er sýndur var um skeið síð- astliðið vor. Fara sömu leikarar með hlutverkin og þá. Óvíst er, hve leik- urinn verður oft sýndur að þessu sinni, því að einn leikendanna, frú Inga Þórðardóttir, er senn á förum af landi burt. Næst mun Leikfélagið taka til meðferðar nýtt leikrit. Er það eftir sænska stórskáldið Fer Lager- kvist, og heitir það Midsommardröm pá fattighuset á frummálinu. — Myndin, sem hér birtist, er úr þriðja þætti i Tondoley. Sjást hér Lang- ford (Indriði Waage) og læknirinn (Valur Gíslason). Samvliumtryggingarnar: Fordæmi Kaupfél. Skaftfellinga iNœi’ allir félagsmenu hafa tryggt innbú sln hjá hinu nýja tryggingarfélagi. Samvinnutryggingarstofnun sú, sem S. í. S. hafði forgöngu um að koma á fót fyrir skömmu, er nýjung á íslandi. Starf- semin er rekin með samvinnusniði á þann hátt, að ef hún skilar arði, verður hann notaður til þess að lækka iðgjöldin. Hér fá menn því tryggingar fyrir sannvirði. Ekki þarf að efast um það, að menn gefi þessum trygging- um gaum. Þegar í stað er búið að tryggja hjá félaginu fyrir 30 milljónir króna. Heima eftir 26 ára útivist: Fyrsti kvenmálarameistari íslands —konan, sem ruddi sér braut í í fjórum þjóðlöndum Viðtal vlð frú Ástu jVurman. Frú Ásta Norman, fyrsti kvenmálarameistari fslands, leit snöggvast inn í skrifstofu Tímans fyrir skömmu síðan og sagði tíðindamanni blaðsins kafla úr hinni viðburðaríku ævisögu sinni. Hún hefir dvalið samfleytt 26 ár erlendis, og rutt sér braut til frama í fjórum löndum, en er nú í heimsókn á gamla Fróni. Vildi vera jafnoki karl- mannanna. — Hvar eruð þér fædd? — í Njarðvíkum. Ég er dóttir Árna Pálssonar bónda og barna- kennara þar. í Njarðvíkum ólst ég upp til 16 ára aldurs. Þá missti ég föður minn og fór með föðurbróður mínum til Seyðis- fjarðar og réðist í vist til Skafta Jósefssonar, ritstjóra Austra. Eftir rúmlega eitt ár fór ég þaðan og til Akureyrar. Mig langaði til að læra eitthvað, sem gerði mér kleift að vinna mér inn peninga, svo að , ég gæti stutt móður mína. Helzt vildi ég læra einhverja handiðn, sem tryggði mér vinnu, sem væri jafn vel borguð og sú, sem karl- menn unnu. Ég vann mér fyrir fargjaldi til Reykjavíkur á Grund i Eyja- firði. , Málaranámið hefst. Þegar til Reykjavíkur kom, hóf ég málaranám hjá Bertel- sen málarameistara. Þetta var alveg óvenjulegt af kvenmanni í þá daga. En ég fékk góða vinnu, svo að mamma og við (Framhald á 4. síöu) Ásta Nonnan Kaupfélögin vinna að því að tryggja hag og afkomu félags- m^nna sinna. Þau geta meðal annars unnið að því, með því að hvetja menn til að tryggja innanstokksmuni sína. Það eru margir, sem hafa hugsað að gera það, þó að það hafi farið að undandrætti, þangað til það var ef til vill orðið of seint. Eitt af kaupfélögum landsins, — Kaupfélag Skaftfellinga í Vik hefir gert gangskör að því, að fá menn til að tryggja innbú sín í þessu nýja félagi. Jónas Jóhannesson, starfsmaður fé- lagsins hefir unnið að því með þeim árangri, að nálega hver maður hefir tryggt hjá sér. Frá þessu er sagt öðrum til eftirtíreytn^. Englnn véflt hjá hverjum brennur næst. En með samtökum er hægt að bæta þeim tjónið og tryggja sitt, — kaupa sér tryggingu fyrir sann- virði. Færeyskt blaðamanna félag stofnað Færeyskir blaðamenn efndu til fundar í fyrrakvöld, þar sem rætt var um stofnun færeysks blaðamannafélags og tilhögun þess og framtíðarstarf. Forgöngumenn að stofnun fé- lagsins eru Hákon Djurhuus frá Klakksvík og Þórshafnarblaða- mennirnir A. Ziska. og Knút Wang ritstjóri. Nína Sveinsdóttir opn- ar sýningu í dag í dag opnar Nína Sveinsdóttir listmálari málverkasýningu í Sýningarskála myndlistar manna. Ungfrú Nína Sveins- dóttir kom heim í sumar eftir þriggja ára dvöl 1 Bandaríkj- ísland getur orðið eftirsótt ferðamannaland Ferðaskrifstofan hefir lumfð mlkið starf í sumar. Ferffaskrifstofa ríkisins var endurreist síffastliffiff vor, eftir aff starfsemi skrifstpfunnar hafffi legiff niffri síffan styrjöldin skall á. í sumar hefir skrifstofan veitt fjölda mörgum útlendingum ýms- ar upplýsingar um landiff og affstoffaff þá, en auk þess hefir hún ! gengizt fyrir fjölmennum hópferffum, sem hlotiff hafa almennar 1 vinsældir. — Tíffindamaffur blaffsins hefir snúiff sér til Þorleifs Þórffarsonar, sem veitir skrifstofunni forstöffu af mikilli elju | og dugnaffi. — Lét hann tífflndamanninum í té frásögn þá, er hér fer á eftir. Ferðaskrifstofan stofnuð. Með lögum frá 1935 um ferða- skrifstofu ríklsins og stofnsetn- ingu hennar 1936 voru stór skref stigin í þá átt að gera ísland að ferðamannalandi. Eins og til var ætlazt með lögunum, snerist starfsemi ferðaskrifstofunnar aðallega um það að vekja athygli á landinu sem ferðamannalandi og greiða fyrir erlendum ferðamönnum, sem hingað komu. Starfsemi ferðaskrifstofunar var þegar farið að bera sýnileg- an árangur, þá er stríðið brauzt út og fresta varð lögunum um hana. Um það verður tæplega lengur deilt, að stofnun hennar var tímabær og nauðsynleg. Starfsemin hafin á ný. Á síðastl. vori tók skrifstofan aftur til starfa. En starfsemi hennar verður ekki komið í rétt horf fyrr en lögin um ferða- skrifstofu ríkisins hafa náð samþykki á Alþingi. Eins og til var ætlazt hefir starfsemi ferðaskrifstof- unnar verið tvíþætt, annars vegar upplýsingarstarfsemi og hins vegar skipulagning og framkvæmd orlofsferða fyrir einstaklinga og hópa. Það kom strax í ljós, að mik- il þörf var fyrir slíka stofnun. Um leið og opnað var, byrjaði fólk að leita til hennar um upplýsingar, ráðleggingar og með óskir um að gerast þátt- takendur í áætluðum skemmti- og orlofsferðum skrifstoíunnar. Erlendir ferffamenn. Upplýsingastarfið var fólgið í þvl að gefa upplýsingar um allt, sem lýtur að ferðalögum, um farartæki, gisti og greiða- staði og verðlag. Hvað útlend- inga snertir væri það tjón fyrir landið og til vansæmdar fyrir íslenzku þjóðina, ef ekki væri starfandi ábyrg stofnun, sem gefur skrumlausar upplýsingar um ferðaskilyrði hér og veltir um leið erlendum mönnum fyr- irgreiðslu. Við verðum að hafa það í huga, að með heimsóknum erlendra ferðamanna verðum við tvenns konar tekna aðnjót- andi, beinna og óbeinna. Beinu tekjurnar eru greiðslur þær, sem ferðamenn inna hér af hendi, svo sem ferða- og dvalarkostnaður, fyrir minja- gripi og aðra innlenda fram- leiðslu. Óhætt er að fullyrða, að 50% af eyðslu ferðamanna sé hrein gjaldeyrisaukning og fundið fé fyrir gj aldeyrisverzl- un landsins. En þetta er að- eins önnur hlið máls þessa. Ó- beinu tekjurnar eru engu síður þýðingarmiklar við aukna kynn- ingu landsins út á við. Ferðalög á vegum ferffa- skrifstofunnar. Alls voru farnar á vegum skrifstofunar frá 29. júní til 21. september 59 ferðir. Þar af voru 13 orlofsferðir, sem tóku frá 3 dögum upp í 10 daga, 3 helga- ferðir iy2 dags, en hitt voru eins dags ferðir. Þátttakendur voru alls 1930, þar af útlendingar 240. Flestir þátttakendur í ferð voru 122. Óhætt er að fullyrða, að fjöldi þessa fólks hefði ekki lagt land undir fót, hefði skrifstofunnar ekki notið við. Geysisgos. Eitt er það enn í sambandi við starf skrifstofunnar, sem vert er að minnast á. í sumar hefir oftar en nokkurn tíma áð- ur verið reynt að stuðla að Geysisgosi, með því að láta sápu í hverinn, og hefir ferðaskrif- stofan annazt það oft í sumar. Auk þess gaf skrifstofan upp- lýsingar um hvenær sápa var látin í hverinn, hvort sem það var gert á vegum hennar eða ekki. Þetta hefir reynzt mjög vinsælt, og fólk hefir farið í hundraðatali austur til að sjá gosið í hvert skipti. Mikil verkefni framundan. Það er engum vafa bundið, að ef ferðamálunum verða gerð (FramhaU & 4. síöu) Skip S.I.S. væntanlegt til Akureyrar í dag Skip það, sem Samband ísl. samvinnufélaga festi kaup á í Ítalíu, er væntanlegt til Akur- eyrar í dag. Hefir skipinu verið gefið nafnið Hvassafell. Skipið lét úr höfn frá Genúa 6. þ. m. Fór afhending skipsins fram með viðhöfn, að viðstöddum aðalræðismanni íslands i Gen- úa, hr. Hálfdáni Bjarnasyni, borgarstjóra Genúaborgar o. fl. Var útvarpað ræðum þeirra borgarstjórans og aðalræðis- manns, og einnig viðtali við Sverri Þór stýrimann, sem dval- ið hafði í Genúa um tíma við úttekt skipsins. Fyrsta þýzka stúlkan giftist brezkum setu- liðsmanni Fyrsta þýzka stúlkan hefir fengið leyfi brezku hernaðaryf- irvaldanna í Þýzkalandi til þess að fara til Englands og giftast þar. Stúlkan er frá Berlín, nltján ára gömul, og heitir Elsa Harms. Unnusti hennar er prentari í Lundúnaborg og heitir Henry Sterlin. Þau hittust fyrst I októbermánuði síðastliðnum og trúlofuðust i apríl, segir í frétt- inni. Fjölmargir enskir hermenn hafa sótt um leyfi tll þess að giftast þýzkum stúlkum í Þýzka- landi. En þær umsóknir haía legið í salti hjá herstjórninni til þessa. Lúðvíg Guömundss. kominn heim Mun skrifa I Tíniaim um ástandið í Evrópu. Meffal farþega á Dronning Alexandrine til Reykjavíkur nú í vikunní, voru Lúffvíg Guffmundsson skólastjóri og kona hans, Sigríffur Hallgrímsdóttir. Fóru þau utan um miffjan júlí s. 1. og ferffuffust ásamt fjórum íslenzkum blaffamönnum um Þýzka- land, Austurríki og Tékkóslóvakíu. Aff lokinnl blaffamannaför- inni, sem Lúffvíg átti frumkvæffi aff, ferffuffust þau hjónin nokk- uff um Svíþjóð og Danmörku. Frú Sigríffur er eina íslenzka konan, sem aff ófriffnum loknum hefir átt þess kost aff ferffast um lönd þessi og kynnast högum þeirra þjóffa, sem þau byggja. unum. En þar i landi gat hún sér góðan orffstír fyrir list sína. Á sýningunni verða 60 olíumál- verk, 9 teikningar, 8 kritar- myndir og tvær pappirsmyndir. Þetta er þriðja utanför Lúð- vigs siðan í fyrravor. Þegar eft- ir uppgjöf Þjóðverjá fól stjórn Rauðakross íslands honum að fara til Þýzkalands og nokk- urra annarra Mið-Evrópulanda til þess að leita uppi og hjálpa íslendingum og fólki af ís- lenzkum ættum, sem þar hafði dvalið á ófriðarárunum. För þessi var bæði erfið og löng, en bar góðan árangur. Fór Lúðvig þá um níu þjóðlönd og kom heim aftur skömmu fyrir jól. Eftir heimkomu sína flutti hann opinbert erindi um ferðir sínar og ástandið í ófriðarlönd- unum og hvatti til þess, að haf- in yrði hér almenn fjársöfnun til kaupa á meðalalýsi, sem gef- ið yrði vannærðum og sjúkum börnum í Mið-Evrópulöndun- um. Tók Rauðikross íslands mál þetta upp, og gekk fjársöfnun þessi vel. Á röskum þremur vik- um söfnuðust um 1.200.000 kr., sem varið var til lýsiskaupa. í lok febrúar fór Lúðvig enn sem fulltrúi R.K.Í. til þess að undirbúa flutning og dreifingu lýsisins í Austurríki, Póllandi, Tékkóslóvakíu og Þýzkalandi. Stóð sú ferð hans á fjórða mán- uð. Og loks fþr Lúðvig utan í júlí sl., eins og áður er sagt, og að þessu sinni sem fréttaritari Tímans. (Framhald á 4. síöu) LútSvíg Guðmundsson. «■

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.