Tíminn - 25.10.1946, Blaðsíða 2

Tíminn - 25.10.1946, Blaðsíða 2
2 TÍMIWÍ, föstudagiim 25. okt. 1946 195. blað Föstudugur 25. oht. Flokksþingið Flokksþing Framsóknarmanna kemur saman 28. nóvember. Það eru að vissu leyti sérstök og óvenjuleg verkefni, sem nú liggja fyrir á stjórnmálasvið- inu. Með því að einbeita kröft- um sínum gegn Framsóknar- flokknum í kosningunum í vor. tókst stjórnarflokkunum þrem- ur að halda hlut sínum fyrir hon- um, og einum þeirra að vinna nokkuð á, þar sem líkur þóttu til, að stefna hans myndi mót- ast af stjórnarandstæðingum. Nú er ríkisstjórnin pólitískt gjaldþrota. Hún leggur fram botnlaust fjárlagafrumvarp og annað er eftir því. Ólafur Thors gengur með grasið í skónum eftir Sósialist- um, særir þá til samstarfs og biður þá að vera kyrra og una vel, því að enn sé eftir að eyða talsverðu af sparifé almennings og eitthvað megi lifa á láns- traustinu. En Sósíalistar, sem dáðust að hamingju íslands í vor, að það skyldi eiga mann eins og Ólaf Thors, segja nú, að það sé furða að Mbl. skuli geta látið eins og það haldi að nokkur telji Ólaf heiðarlegan stjórnmálamann. Alþbl. hins vegar tárast yfir heimilisböli því, sem er að leggja stjórnarheimilið í eyði, því að þó að það hafi alltaf verið held- ur ónotalegt í tali við kommún- ista, er nú helzt að sjá, sem það megi ekki til þess hugsa að tapa þeim. Meðan svona er ástatt er ver- ið að eyða síðustu eign íslend- inga af erlendum innstæðum, fjöldi fiskibáta liggur aðgerða- laus í höfn, menn ganga at- vinnulausir í þúsundatali að því er Þjóðviljinn segir, og fullkom- in óvissa ríkir um framtíð atvinnulífsins grúfir yfir. Undir þessum kringumstæð- um kallar Framsóknarflokkur- inn fulltrúa sína saman. Nú er mikil þörf að fylkja liði hinna sönnu umbótamanna. Nú er það þeirra að taka höndum saman, þegar gasprið og ábyrgðarleysiði er sprungið, og bjarga því, sem bjargað verður. Mörg mál og erfið liggja nú fyrir. Framsóknarflokkurinn vill taka afstöðu til þeirra á flokks- þingi í samráði við fulltrúa úr hverju þorpi og hverri sveit. Það er líka framundan mikið starf úti um land, og það þarf ein- huga og samstilltur hópur að vinna. Það hlutverk, sem bíður flokksþingsins, er í fám orðum sagt, að marka þá stefnu, hvern- ig skuli koma fjármálakerfi og atvinnulífi þjóðarinnar á starfs- hæfan jjrundvöll úr óskapnaði verðbólgustj órnarinnar. Á þessu flokksþingi lítur Framsóknarflokkurinn yfir 30 ára starfsdag, því að hann er stofnaður 16. desember 1916. Fer vel á því, að þess afmælis sé minnzt með því að marka þá stefnu, sem einlægir umbóta- menn landsins geta sameinazt um, — þjóðholla viðreisnar- stefnu, sem tekur við af óstjórn braskaranna. Hitt kemur síðar í ljós hverjir með Framsóknarmönnum vinna að þeim framkvæmdum. Það er aukaatriði, hvort það verður einn flokkur eða allir, sem ganga til samstarfs við hann, eins og hitt, hver hlutur hans yrðí við stjórnarmyndun. Hitt er aðal- atriðið — og það munu flokks- Halldór Kristjánsson: Fást þeir til að rökræða? Vill Mbl. rökrœður? Einu sinni í vor tók Mbl. svo til orða, að ég væri ofstækis- fullur í andstöðu við ríkisstjórn- ina og fjandsamlegur fram- för þjóðar minnar. Ég bauð þá blaðinu rökræður um nokkur tii- tekin atriði, sem mér þóttu miklu varða í sambandi við dóma manna um ríkisstjórn- ina. Nokkru síðar ítrekaði ég tilboðið. En Mbl. láta ekki rökræður. Það ieiddi hjá sér að finna fyrri fullyrðingum stað, og ræddi um annað. í haust bauð ég svo Gísla Jónssyni alþm. rökræður um nokkur þýðingarmikil atriði, þar sem ég hef aðra skoðun en Sjálfstæðisflokkurinn hefir beitt sér fyrir og haldið á lofti. Enn er það sama saga. Ef nefndar eru rökræður við þessa herra- menn hverfa þeir eins og ef ljósi er brugðið á skugga. Nú hefir Mbl. verið svo marg- ort um framfarir og ást sína og sinna manna á þeim, en hatur okkar Framsóknarmanna, að mér finnst ástæða til að hazla því völl á ný og bjóða því um- ræður um mikilsverð þjóðmál. Rithöfundum Mbls. má gjarn- an vera það fagnaðarefni, ef þeir hafa málstað, sem hægt er að verja.-Ég er hvort eð er, einn af þessum algengu Framsóknar- mönnum, sem störf og umhverfi úti á landi hafa mótað svo, að ég er á móti ríkisstjórn Ólafs Thors. Já eða nei. Vill Mbl. í raun og veru verja meðferðina á gjaldeyri þjóðar- innar undanfarið og allt til þessa? Ætiar það að halda því fram að þar hafi ekki átt sér stað mikil eyðsla og óþörf? Treystir það sér til að mótmæla þvi, að inn hafi verið fluttar lít- ið þarfar vörur fyrir stórfé? Tryestir það sér til að mótmæla því, að ógrynni fjár hafi verið varið í óþarfar utanferðir og persónulega eyðslu þar? Ef Mbl. svarar þessum spurn- ingum játandi, þá er mér ljúft að ræða efni þeirra allra nánar við blaðið og færa fram veiga- mikil rök gegn skoðun þess. En ef það svarar þeim neitandi, þá finnur það til þess, að ekki hefir allt farið vel úr hendi hjá Ólafi Thors og mönnum hans. Þá er það mér sammála um það, að æskilegt hefði það ver- ið, að gjaldeyrir þjóðarinnar hefði notazt betur í þjónustu framfara og nýsköpunar. Þá virðir það mér líka sjálf- sagt til vorkunar, þó að ég sé stjórnarandstæðingur. Stjórnarandstœðingur vegna uppeldis og lifsreynslu. Ég er alinn upp við heldur lítil efni eins og flestir alþýðu- menn þessa lands. Ungur vand- ist ég sparnaði og sjálfsafneit- un. Ég hef unnið fyrir mér með höndum mínum frá bernskuár- um, mest við landbúnað, en þó bæði við sjómennsku og dag- launavinnu. Alls staðar hefi ég séð hrópandi þörf fyrir betri starfsskilyrði, meiri tækni. Ég hef líka kynnzt því, að á sviði menntamála, heilbrigðis- mála, samgöngumála eins og atvinnumálanna, að alls staðar eru mikil verkefni og stór, sem bíða úrlausnar. Mér hefir fund- izt, að það væru ótal tækifæri til að verja hverjum peningi og hverri dagstund til góðs, — til uppbyggingar í þjónustu við þjóð mína. Þannig hefir uppeldi mitt og skilningur minn á margs konar vöntun og tilfinning mín fyrir nauðsyn alls konar framfara gert mig þannig, að ég krefst þess að fjármunum alþjóðar sé vel varið. Ég er á móti þeirri rik- isstjórn, sem leggur blessun sína yfir svall og sukk, eyðslu og óreiðu, af sömu ástæðum og ég held mér persónulega frá drykkjuskap. Lífsskoðun mín, uppeldi og öll mótun af alþýð- legri lífsbaráttu skipar mér að vera á móti stjórn Ólafs Thors. Pólitik horkonganna. Mér skilst, að á tveim árum hafi þjóð mín notað til fram- færslu sér nálega 900 milljónir króna, auk nýsköpunarfjárins. Getur Mbl. reiknað það öðru- visi? Og heldur það, að þjóðin geti leyft sér slíka eyðslu fram- vegis? Mér skilst, að Ólafur Thors líkist horkongunum gömlu, sem settu á guð og gaddinn og von- uðu, að blessaður batinn kæmi þegar heyin þryti. Þeir fóru margir á sveitina eða flosnuðu upp, eftir að hafa kvalið allar skepnur, sem þeim var trúað fyrir og orðið þjóð sinni til varanlegrar vansæmd- ar. „Stórhugur“ þeirra var ráð- leysi, „bjartsýni þeirra ábyrgð- arleysi, „framtak" þeirra full- kominn stráksskapur. Ég er á móti pólitík hor- konganna. Það er fyrst og fremst af því, að mér er annt um íslenzkar sveitir og tek líf mitt alvarlega. Mbl. œtti að lesa sjálft sig. Vill Mbl. ganga í vörn fyrir ástandið í byggingamálunum? Ætlar það að neita þeirri stað- reynd, að á sama tíma, sem fjöldi manna býr við ósæmileg húsakynni og víða er erfitt að fá spýtu til viðhalds þörfnustu verkfærum, eru byggðar ýmis- legar óhófshallir, sumar, sem vel mættu bíða, aðrar, sem aldrei ætti að reisa? Vill Mbl. skýra fyrir mér tiauðsynina á sumarhöllum Ólafs Thors og bræðra hans t. d. eða upplýsa fyrir hverra peninga þessi hús eru byggð? Eða ætlar það að halda því fram, að jafnréttiö, sem Ólafur Thors sagðist vinna að, og auðjöfnun dýrtíðarinnar, komi hvort tveggja fram í hús- næðismálunum? Mbl. ætti að hugleiða þessar auglýsingar, sem það sjálft hef- ir birt undanfarna daga: „Vill ekki einhver leigja mér 1—2 herbergi og eldhús. Má vera i kjállara. Vil borga 10 þús. krónur fyrirfram.“ 15. október 1946. „Villa óskast með 7—10 her- bergjum aðeins i austurbœnum, helzt á hitaveitusvœðinu, þarf ekki að vera. fullgerð, verður greidd að mestu út í hönd.“ 15. október 1946. „Réttritun“ óbreytt af mér. „Vil borga 800—1000 kr. á mánuði fyrir 2ja til 3ja her- bergja íbúð. Fyrirframgreiðsla 1 eftir samkomulagi. Tilboð merkt I „Gatan" sendist.“ 16. október 1946. Eða þá þessi auglýsing úr Vísi: „Lítill skúr til leigu fyrir ein- hleypan verkamann." 17. október 1946. Mbl. ætti að lesa sjálft sig, áður en það fer að verja jafn- réttið og blessun dýrtíðarinnar í húsnæðismálunum. Einn vantar villu með 10 her- Erfiðleikar búnaöarins á Norðurlöndum Of mikíð að gera. — Of fátt fólk. Norræn búnaðarsamtök, — Nordens Bondeorganisationers Centralrád — sem nær yfir Danmörku, Noreg, Svíþjóð og Finn- land, hafði þing sitt í Kaupmannahöfn að áliðnu sumri. Tíminn birtir hér grein, sem einn af fulltrúum Norðmanna, Vilhelm Dietrichson, skrifaði að mótinu loknu. Grein sú birtist i norska blaðinu Nationen, 23. september. Þó að greinin sé stutt ber hún það greinilega með sér, að bændur annars staðar á Norðurlöndum hafa sömu erfiðleika við að etja og íslenzkir bændur. þingið sýna, — að Framsóknar- flokkurinn á allra flokka bezt samleið með sönnum umbóta- mönnum og þjóðhollum alþýðu- vinum, hvernig sem atkvæði þeirra h^fa áður fallið. Því man Framsóknarflokkurinn nú marka þá stefnu, sem þessu fólki öllu er vel að skapi. Flokksþingið mun verða merkur viðburður í stjórnmála- lífi þessara ára. Það er kallað saman þegar menn eru óðum að átta sig og komast til ráðs, þegar gerviljósaauglýsingar braskarastjórnarinnar eru sokknar í sorta og myrkur. Norræna búnaðarsambandið hefir lokið fundum sínum í 7 Kaupmannahöfn að þessu sinni. Það er því ómaksins vert að eyða einni kvöldstund til að skrifa niður nokkur atriði. Eru þessar samkomur ein- hvers virði? Eigum við að ganga feti lengra og spyrja sem svo: Eru þessi samtök yfirleitt nokk- urs virði? Það er engin furða þótt menn spyrji svo, en vandalaust er að verða fyrir svörum. Innan vé- banda þessara samtaka eru tek- in til meðferðar raunhæf við- fangsefni líðandi dags. Það, er ekki einungis aukin kynning, sem þessi mót veita. Þau eru lika mót hugmynda og vakningar, sem nær lengra. Miklu skiptir- ai^ðvitað að þeir, sem þarna mæta, komi með hefiðarlegan vilja til starfs og átaka og noti öll tækifæri, lika veizlur og við- hafnarstundir til kynningar og treysti þar með þau bönd, sem síðar geta orðið líftaugar sam- starfs og baráttu. Vel notaðar veizlur eru líka starf. Á þessu móti voru flutt er- indi um hag landbúnaðarins á Norðurlöndum. Nú er meira en ár frá ófriðarlokum og því þyk- ir mörgum fróðlegt, að frétta hvernig endurreisnin gengur. Bók um dulræn efni Miðillinn Hafsteinn Björnsson. Elínborg Lár- usdóttir safnaði og tók saman. Útgáfufélagið Norðri Akureyri, 1946. Frú Elínborg Lárusdóttir er mikilvirkur og merkilegur rit- höfundur. Auk skáldsagna sinna ritar hún bækur um ýmis þau efni, sem eru til þess fallin að vekja menn til umhugsunar um andleg mál og velferð sálar sinnar. Árið 1944 komu út tvær bæk- ur um dulræn efni frá hendi þessa höfundar: Hvíta höllin, frásagnir um dulræna reynslu sjúklings á Vífilstöðum, einkar ljúf og hugðnæm bók, harm- saga að vísu, en verður í frásögn og meðförum huggunarrit fyrir alla þá, sem horfast í augu við dauðann og geta fært sér í nyt sögu og dæmi þessa sjúklings. Úr dagbók miðilsins, sem er önnur bók frú Elínborgar, fja.ll- aði um miðilinn Andrés P. Böðvarsson, einn hinn merkasta sannanamiðil, sem uppi hefir verið hér á landi í seinni tíð. Var þar bjargað frá gleymsku og glötun mörgum stórmerkilegum frásögnum um miðilshæfileiga Andrésar, fundi með honum og ramauknum sönnunum fyrir framhaldslífinu, sem fengust á þeim fundum. bergjum. Annar býður þúsund krónur á mánuði fyrir 2 her- bergi og eldhús. Skúr í úthverfi bæjarins er góður fyrir ein- hleypan verkamann. En austur á Þingvöllum rís einkahótel forsætisráðherra með sal, sem rúmar 100 manns í sæti. Skyldi ekki geta verið önnur ástæða en hatur og meinfýsi ■ til þess, að við alþýðumennirnir séum fremur móti ríkisstjórn- inni en með? Meira um svartan markað. Vill Mbl. halda því fram, að nú sé ekki verzlað með peninga á svörtum markaði í skjóli þeirrar eyðslu og verðbólgu, sem leitt hefur af stefnu stjórnar- innar? í'sjálfu Mbl. var nýlega auglýst eftir lánsfé, gegn góðri tryggingu, og boðið að greiða fyrirfram 16,66% vexti. Svo op- (Framhald á 3. síðu) Nú hefir frú Elínborg enn rið- ið á vaðið og ritað og fært í bún- ing þriðju bókina um þetta sama efni, en það er bókin: Miðillinn Hafsteinn Björnsson. Miðill þessi er enn starfandi meðal okkar og á bezta skeiði, og má vænta þess, að hann sé enn í framför. Hafsteinn er „trance“- og skyggnimiðill, og virðist hæfi- leikum hans einkum beitt til sannana um framlífið, enda eru þær undirstaða hinnar spírit- istisku hreyfingar. Því er nú svo háttað um spíritismann, að flestir þarfnast persónlegra sannana til þess að geta öðlast sannfæringu. Enn fremur virðist hæfileikum hans beitt til hjálp- ar sjúkum og sorgmæddum og til þess að greiða veg þe,m, sem yfir um eru komnir, en eiga örðugt með að átta sig á um- skiptunum. Efni bókarinnar getur ekki orðið rakið í þessu stutta máli. Hún hefst á inngangi um miðil- inn, lýsingu á fundunurn, verum þeim, sem að staðaldri vinna með honum og gegnum hann hinum megin frá o. s. frv. í bókinni eru frásagnir miðiisins sjálfs um reynslu sína í þessu efni allt frá barndómi og frá- sagnir frú Elínborgar um upp- naf miðilsþjálfunar hans Meg- inefni bókarinnar er aragrúi lýsinga af miðilsfundum og því, sem þar gerist, og úir og grúir þar af ramlega vottfestum sönnunum, og koma margir merkir núlifandi menn þar við sögu sem vottar. Það væri næsta erfitt að gera upp á milli einstakra kafla bókarinnar. Þó held ég, að kaflinn: Maður Mannsson muni vekja einna mesta eftirtekt. Bók þessi mælir með sér sjálí' hjá öllum þeim, sem finna með sér þörf til þess að kynnast þessum málum, og hún er til þess fallin að geta orðið mörg- um manni styrkur og staðfest- ing þess, sem flestir vona: að eiga kost endurfunda við dána ástvini. Þegar allt kemur til alls, er ást til manna hið eina, sem nokkru máli skiptir fyrir hvern einstakling, þegar hann leggut upp í hina síðustu miklu ferð. Jónas Þorbergsson. Alls staðar eru sömu viðfangs- efni og vandamál. Ofmikið að gera. — Of fátt fólk. Straumur- inn liggur í öllum löndum frá sveitum til bæja. Það bitnar á öllum greinum landbúnaðarins. Bændurnir og þó ennfrekar bændakonurnar, strita til hins ýtrasta, og jafnvel meira en það, og hvort mönnum líkar betur eða verr dregst framleiðslan saman. Garðrækt og grænmetis- framleiðsla minnkar, akrarnir fara í órækt. Hauch, hinn mikilsvirti, sjötugi formaður landbúnaðar- ráðsins danska, lagði þunga á orðin, þegar hann sagði, að ef svona héldi áfram, bitnaði það ekki aðeins á afkomu búnaðar- ins, heldur Danmerkur í heild. Erindi og umræður um þetta mikla mál voru hófsamar og með vísindalegum virðuleik, en það deyfði ekki þann áróður, sem í þeim lá. Það er um að gera að allir skilji hvert það leiðir, ef landbúnaðurinn er ekki sam- keppnisfær um vinnuafl. Hver sú þjóð, sem yfirgefur landbún- aðinn og hallar sér að iðnaðin- um í þess stað, mun finna til þess, að hún fer út á hálar brautir. Þarna kom fram fræðsla um ýmsar hliðar á rekstri lantíbún- aðarins eins og nú standa sakir. Það var talað um ræktun skömmtun, fjárhagsmál o. s. frv. Finnland er verst statt þessara fjögurra landa. Vesalings land og vesalings fólk. Kúm hefir þar fækkað um 350 þúsund. Korn- uppskeran hefir minnkað ná- lega um helming og heyfengur um þriðjung. Finnar verða að ilytja inn landbúnaðarvövur i stórum stíl. Eigin framleiðsla dugar þeim varla að einum þriðja.Það bar á góma.að í fyrra voru fjórir dagar í viku mjólk- urlausir í Helsinki. Nú er betur ástatt,en versnar með vetrinum. Framleiðslan hefir að sönnu aukizt, en þó ekki nema um 6% meðan vinnulaun hafa hækkað um 34%. Hagur land- búnaðarins er því erfiðuv. Að mörgu leyti var bjartara yfir Sviþjóð, — ég var nærri farinn að segja auðvitað. En þó var það þar, — ég skrifaði það niður jafnóðum, — að hagurinn batnaði í fyrra en hrakaðí aft- ’.k nú. Þar er hámark á kaup- gjaldi við landbúnað, en greiðsi- urnar voru hærri i framkvæmd. Sama átti sér stað í Danmörku. Ætli við þekkjum það ekki líka í Noregi? Ánægðir hlustuðum við á það, að enginn öfundaði bændur af

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.