Tíminn - 25.10.1946, Blaðsíða 3

Tíminn - 25.10.1946, Blaðsíða 3
195. blað TtMlXX, föstadaglim 25. okt. 1946 3 t- ALICE T. HOBART: Sendisveinar Vantar tvo sendisveina nú þegar. Samband ísl. samvinnuf élaga Ökkar hjartans þakkir til allra Fjallabúa, er heimsóttu okkur af tilefni 65 ára afmœlis okkar, fyrir hlýjar kveðjur og veglegar gjafir og annarra, er sendu hlýjar kveöjur meö símskeyti. í október 1946. KRISTJANA PÁLSDÓTTIR. SIGURÐUR KRISTJÁNSSON. HVAÐ ER MALTKO? ; Símaskráin 1 * Vegna fyrirhugaðrar útgáfu Símaskrárinnar óskast i> |; breytingar við Reykj avíkurskrána sendar innan 5. nóv. ]| (> skrifstofu Bæjarsímans í Reykjavík i Landssímahúsinu. < \ || Einnig má afhenda þær innheimtugjaldkeranum í af- ]| \ > greiðslusal landssímastöðvarinnar i Reykjavík. ,, '' Tilkynningareyðublöð eru í Símaskránni bls. 11 og 13. 11 Símanotendur í Hafnarfirði eru beðnir að afhenda 1! breytingarnar á símastöðina í Hafnarfirði. Z Jólablahsauglýsingar | Auglýsendur, sem œtla að auglýsa í jjólublaði Tímans, ertt vinsantlet/a beðnir að senda uut/lýsint/arnar sem allra í'i/rst. rnnBmiimmwmiimiiiiiitiiiiiniimimiiiiiiiimiiiimmwmimniimnHitwiti Tilkynning til vörubifreiðastjóra Það tílkynnist hér með, að frá og með 1. nóv. n. k. verða aðeins þær vörubifreiðar afgreiddar í sandnámi, grjótnámi og ofaní- burðargryfjum Reykjavíkurbæjar, sem hafa hlífðarborð meðfram öllum fjórum hliðum vörupallsins, til varnar því, að efniö hrynji af pallinum. Bæiarverkfræðingur betri tekjum og bættum starfs- skilyrðum. Það er aðeins æski- leg þróun og miðar að samræmi og jafnrétti. En gegnum allar ræður og samtöl manna gekk það eins og rauður þráður, að bændur verða að hafa ráð á að fylgjast með. Við verðum að hafa þá afkomu, að launakjör sveitafólks séu sambærileg við það, sem er í bæjunum. Margt fróðlegt kom fram á þessari samkomu. Það er fróð- leikur, sem er til íhugunar. Þeir, sem kaupa sér mat, — fólkið, sem lifir fjóra daga vikunnar mjólkurlausa, ætti nú að fara að sjá alvöruna. Það ætti að skilja þetta svo, að það finndi þunga alvörunnar, þegar bænd- urnir horfa fram á úrræði, sem er þeim svo framandi, sem verk- fall og sölustöðvun. Þessir dagar vekja hugsanir og tilfinningar. Aðeins að fólkið skildi nú þýðingu landbúnaðar- ins. Sá skilningur verður að fást, ef ekki á illa að fara fyrir ríki og þjóð. í dag bitnar á- standið á bændum. Það er byrj- unin. Seinna kemur svo „eftir á“ eins og Kristófer Högset vin- ur okkar var vanur að segja. Og sé nú ekkert aðgert á 11. stundu, þá kemur þetta „eftir á“ með miklum þunga. Það er hvorki fullyrðiiyj, spásaga eða áróður. Hver sem hefir opin augun og vill sjá, veit að það er svo. Staddur I Kaupmannahöfn 16. September 1946. Vilhelm Dietrichson. Y ang og yin í för með sér fyrir kínverska konu að skjóta sér undan skyldum ekkjunnar. Og nú vissi hún líka, hvers “vegna Sen S Mó hafði boðið henni hingað: Hún þarfnaðist þess styrks, sem návist Díönu veitti henni. Díana fór ‘að bera fram ýmsar spurningar, þegar þær voru saman i náðum á kvöldin. „Bjóst þú hér I þessu húsi, þegar þú varst barn?“ spurði hún. „Já — mitt fólk hefir búið hér i sjö ættliði, þó að við séum annars Ningpó-fólk.“ Hún lyfti tíu ára gamalli telpu á kné sér. „En ég var vist ekki sérlega auðsveipið barn — ekki eins og þessi stúlka. Þegar fætur mínir voru reyrðir, reif ég umbúðirnar af mér hvað eftir annað, og einu sinni mútaði ég gömlum þjóni til þess að kaupa handa mér pappir og skæri, svo að ég gæti búið til lótusluktir fyrir luktahátíðina. Ég vildi líka fá að stunda nám með bræðrum mínum og frændum — og það var mér meira að segja leyft um skeið. Faðir minn var upp með sér af ljóðunum, sem ég orti, og móðir mín dáðist að ísauminu mínu.“ Þriðja daginn virtist Sen S Mó ekki ætla að láta sjá sig, og þegar hún kom loks, var meiri asi á henni en venjulega. „Móðir min, elzta kona ættarinnar, óskar þess að fá að sjá þig,“ sagði hún. Þær gengu hlið við hlið gegnum skálana. Díana hugsaði margt. Það hafði sýnilega kostað Sen S Mó harða baráttu að fá þennan drottnara kvennaskálanna til þess að leyfa henni að sjá sig. Tíu til tólf konur biðu í herberginu, sem þær komu inn í. Úti við rimlagluggann sat móðir Sen S Mó, höfuð fjölskyldunnar. Fullkomnari líkamsgerfing kínverskrar ættmóður hefði ekki verið hægt að finna: Hárið, hrafnsvart og gljáandi, vafið saman í hnút í hnakkanum, kinnarnar guldyftar með hrísgrjónapúðri, svipur- inn harðlegur og stellingarnar þóttalegar. Ef einhver átök höfðu átt sér stað milli Sen S Mó og þessarar konu, þá var þess vand- lega gætt, að það kæmi ekki í ljós á neinn hátt. Díana gat ekki heldur getið sér til um það, hvort ættmóðurinni likaði vel eða illa dvöl hennar í húsinu. Hún hafði aldrei fyrr staðið andspænis manneskju, sem var jafn torræð gáta og þessi kínverska kona. En samt sem áður fann hún, án þess að hún gæti þó gert sér grein fyrir því, hvernig hún vissi það, að þessi kona bjó yfir óvenjulegu þreki og viljastyrk — hún hefði getað stjórnað heilu keisara- dæmi. „Mikli fræðari, setztu — chin dzó, chin dzó.“ Ættmóðirin benti á kringlótt borð, sem stóð í miðju herberginu. „Ég er ekki þess verð að sitja við þetta borð — óvirðulegra sæti ....“ sagði Diana. Svo vel þekkti hún kínverska siði, að hún vissi, að slík andmæli voru óumflýjanleg. Loks lét hún þó tilleiðast að þiggja sætið, sem henni var boðið. Svo var byrjað að matast. í hvert skipti, sem nýtt fat var borið inn, hóf ættmóðirin upp matprjóna sína, valdi ljúffengasta bit- ann og lét hann á disk Díönu. Djúp þögn ríkti. Konurnar beindu augum og munni eingöngu að lostætinu, sem þakti borðið. Að síðustu báru þernurnar inn skálar með háum hrísgrjónahlöðum og fengu veizlugestunum heitar þurrkur. Þá hófust samræðurnar. Sen S Mó bauð Díönu að skoða bústað ættmóðurinnar. Hún stóð upp — allar hinar konurnar stóðu upp samstundis og slógu hring um hana. Nú gengu þær út úr herberginu, þar sem þær höfðu matazt, og inn í næsta herbergi — tveggja jena herbergi, tvisvar sinnum sjö fet, það er að segja tvö kinversk sperrubil. Við vegginn stóð gríðarlega stór rekkja með útskornum himni. Hún fyllti herbergið hér um bil. Húsmóðirin leiddi gest sinn við hönd sér eins og góðir siðir buðu. Díana var þreytt og ringluð og lét logna aðdáun sína i ljós með ýktum orðatiltækjum. Gljáborin kísta stóð við rúmstokkinn, og Díana spurði af meðfæddri forvitni hvitrar konu, hvort setið væri á henni, þegar háttað væri og klæðzt. En kistan var ætluð til alt annars. Ættmóðirin lyfti lokinu og tjáði henni, að í þessari kistu hefði hún alið börn sín. Þannig er þá líf kínverskra kvenna, hugsaði Díana. í sliku fangelsi verður jafnvel kínversk ættmóðir að lifa. Hér hefir hún Fást þelr tll að rökræða? (Fravihald af 2. síöuj inber er þessi svarti markaður með peningana, eins og hús- næði, að í sjálfu blaði forsætis- ráðherrans eru auglýsingarnar blrtar. Stjórnmálaritararnir segja að allt sé í lagi. Þeir kepp- ast við að skrifa um jafnrétti og auðjöfnun, uppbyggingu o. s. frv. En inn á milli ritgerða þeirra eru auglýsingarnar, vitn- isburður daglega lifsins og raun- veruleika þess. Þær æpa að stjórnmálaleiðurunum og bregða sterku ljósi nakinna staðreynd- anna gegn um moðreyk rit- stjórnargreinanna. Brauðið er tekið frá börnunum. Ég er ekki á móti stjórninni af því, að mér komi til hugar að enginn eyrir af þeim 1200 milljónum, sem eyðst hafa á síðustu tveimur árum hafi geng- ið til góðs. En ég veit, að gjald- eyrir hefir verið tekinn frá ó- leystum nauðsynjaverkum og og varið óþarfa með fullu vit- orði og vilja stjórnarinnar, og það fyrirgef ég henni ekki. Mig og mina sveitunga vant- ar alveg jafn tilfinnanlega dráttarvélar, skurðgröfu o. s. frv., þó að einhverjir aðrir hafi þessa hluti. En það væri kannske hægt að bæta úr þörf okkar á þessu sviði, ef vel hefði verið ráðið. Eigingjarnir braskarar hafa fengið gjaldeyri til einkaþarfa. Sumt er flutt úr landi, sumt er fest í byggingum, sem aldrei verða þjóðinni að notum i hlut- falli við það, sem til þeirra er kostað, sumt er látið fyrir alls konar glingur. Þannig hefur Ól- afur Thors og stjórn hans tekið brauðið frá börnunum og fleygt því fyrir hundana. Því er ég á móti. Hér skal staðar numið að sinni. Þessi atriði vil ég gjarnan ræða til þrautar við Mbl. Þegar því er lokið, getum við tekið fyrir afkomu ríkissjóðs og atvinnu- veganna, landbúnaðarmál, á- fengismál o. s. frv. En þetta er gott i einu. Látið mig nú ekki bíða lengi. 17 nýjar bækur frá H.f. Leiftur Litið til baka. Endurmlnningar Matth. Þórðarsonar ritstjóra frá Móum á Kjalar- nesi. Bókin skýrir frá helztu atburðum, er höf. eru minnisstæðir frá yngri árum, meðan hann dvaldl 1 foreldrahúsum og eins frá þeim ár- um, er hann stundaði fiskveiðar hér við land. Höf. kemur víða við og er fróður um margt, enda er frásögn hans skemmtileg og lifandi. Enginn vafi er á því, að bókinni mun verða vel tekið. — Þetta er 1. bindi af þremur og er gert ráð fyrir, að næsta bindi komi út snemma á næsta ári. Bókin er prentuð á góðan pappír, prýdd mörgum mynd- um og er 250 bls. að stærð. (Er komin í bókaverzlanir). Þröngt fyrir dyrum. Eftir Matth. Þórðarson ritstjóra. Ritið er tileinkað Fiskifélagi ís- lands og fjallar um fiskveiðar og landhelgismál: Þetta rit mun ó- efað vekja eftirtekt margra. (Er komin í bókaverzlanir). Úr blöðum Jóns Borgfirðings (Menn og minjar, 1. hefti). Æviágrip og kaflar úr dagbókum Jóns Borgfirðings. Ennfremur nokkur bréf frá Jóni Sigurðssyni forseta til J. B., áður óprentuð. Gr ímsey j arlýsing (Menn og minjar, 3. hefti). Eftir síra Jón Norðmann. Lýsing þessi á Grímsey er samin á árunum 1846—1849, meðan J. N. var þar prest- ur, og er bæði fróðleg og skemmtileg. Allrahanda (Menn og minjar, 4. hefti). Eftir síra Jón Norðmann. J. N. safnaði um langt skeið ýmiskonar þjóðlegum fróðleik og nefndi hann safn sitt ALLRAHANDA. Kennir þar margra grasa. J. N. mun alltaf verða talinn einn af merkustu skrásetjurum íslenzkra fræða, og því munu allir þjóðsagnaunnendur fagna safni þessu. íslenzkar þjóðsögur, IV. Safnað hefir Einar Guðmundsson. í þessu hefti eru um 30 sögur, sagnir og ævintýri. Ef til vill er þetta bezta heftið i safninu, og eru þó hin fyrri góð. — V. hefti er i prentun. Sveinn Elversson. Skáldsaga eftir Selmu Lagerlöf. Þetta er ein af fegurstu og minnis- stæðustu sögum höf. og svo spennandi, að óhætt er að fullyrða, að fáir leggja þessa bók frá sér hálflesna. — Axel Guðmundsson hefir annazt þýðinguna. Spádómabók. Stjörnuspádómar, talnaspeki, draumaráðningar o. m. fl. Þetta er ein þeirra bóka, er allir hafa gaman af, bæði ungir og gamlir. — Flestir segja, að .spádómarnir séu réttir og talnaspekin gerir yður mögulegt að ráða margar gátur, sem áður voru yður torskildar. Jalna. Skáldsaga eftir Mazo de la Roche. Gamla konan á Jalna. Skáldsaga eftir Mazo de la Roche. Dúmbó. Bráðskemmtilegar sögur með fjölda mynda úr lífi og leikjum Indí- aði myndirnar. Sögur Sindbaðs. Hinar heimsfrægu ævintýrasögur úr Þúsund og einni nótt, endur- sagðar af L. Houseman. Freysteinn Gunnarsson skólastjóri annaðist íslenzku þýðinguna. Bókin er full af myiTdum. Indíánabörn. Bráðskemmtilegar sögur með fjölda mynda úr lífi og leikjum Indí- ánabarna. Enginn vafi er á því, að þessi bók verður uppáhaldsbók íslenzkra barna. Jón H. Guðmundsson þýddi bókina. Barnagull. 1. hefti: Baldur og baunagrasið, Dikk Vittington og Stígvélakisa. Öll ævintýrin eru með mörgum myndum. Þetta er falleg og ódýr barnabók. Fóthvatur og Grái-Úlfur. Indíánasögur með mörgum myndum. Toppur og Trilla. Saga um tvíbura. Toppur og Trilla eru beztu börn og munu verða góðir vinir lesandans. Freysteinn Gunnarsson íslenzkaði bókina. Nóa. Bráðskemmtileg saga um litla stiilku, sem var kölluð Nóa. Sagan er svo skemmtileg, að telpurnar hætta ekki við lesturinn, fyrr en sagan er búin. — Axel Guðmundsson þýddi þessa bók. Ennfremur höfum við nokkur eintök af eftirtöldum bókum: Morkinskinna, útg. af Finni Jónssynl, Kbh. 1928—32. XL + 480 bls. Verð 54 kr. Ordbog til Rímur, eftir Finn Jónssom.Kbh. 1926—27. VI + 420 bls. Verð 32 kr. Vatnsdæla saga, útg. af Finni Jónssyni, Kbh. 1933. XXVII + 76 bls. Verð 8 kr. Bandamanna saga, útf. af Finni Jónssyni, Kbh. 1933. XXVII+76 bls. Verð 8 kr. Fóstbræðra saga, útg. af B. Þórólfssyni, Kbh. 1925—27. XLIII + 246 bls. VerÖ kr. 22. Heiðreks saga, útg. af Jóni Helgasynl, Kbh. 1924. LXXXIX + 168 bls. Verð kr. 27. Kirialax saga, útg. af Kr. Kaalund, Kbh. 1917. XXIV + 106 bls. Verð kr. 7.20. Flóamanna saga, útg. af Finni Jónssyni, Kbh. 1932. XIV + 80 bls. Verð kr. 6. Sendum einstaklingum og bókasöfnum bækui- gegn póstkröfu hvert á land sem er. Enn eru nokkur eintök óseld af Lýðveldishátíðinni 1944. Getum ekki afgreitt fleiri pantanir af Alþingishátiðinní 1930. Bókin •er algsslega uppseld hjá okkur. H.f. Leiftur Tryggvagotu 28. — Reykjavík. in»n»»»i»»»»»»»»m»«»:»»»»n»»miiiininnn:»»;»»»»»»m:m»»»»n

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.