Tíminn - 25.10.1946, Blaðsíða 4

Tíminn - 25.10.1946, Blaðsíða 4
Skrifstofa Framsóknarflokksins er í Edduhásinu við Lindargötu. Sími 6066 REYKJAVÍK FRAMSÖKNARMENN! Komið í skrlfstofu Framsóknarflokksins 25. OKT. 1946 195. blað U L œnum í dag. Sólln kemur upp kl. 8.50, Sólarlag kl. 18.03. Árdegisflóð kl. 6.20. Síðdegis- flóð kl. 18.40. í nótt. Næturakstur annast bifreiðastöðin HreyfiU, sími 6633. Næturlæknir er í Læknavarðstofunni í Austurbæjarskól- anum, sími 5030. Næturvörður er I Lyfjabúðinni Iðunnl, simi 7911. Útvarpið í kvöld. 19.25 Þingfréttir. 19.40 Auglýsingar. 20.00 Fréttir. 20.30 Útvarpsagan: „Blindrahúsið" eftir Gunnar Gunnars- son, II. (Halldór Kiljan Laxness). 21.00 Strokkvartett útvarpsins: Kvart- ett Op. 18. nr. 4 í c-moU eftir Beethoven. 21.15 Erindi: Hrossarekst- ur á Arnarvatnsheiði (Sigurður Jóns- son frá Brún). 21.40 Tónleikar: Óperu- lög (plötur). 22.00 Fréttir. 22.05 Sym- fóníutónleikar (plötur): a) Celló- konsert eftir Dvorak. b) Slavnesk rapsódía eftir sama. 23.00 Dagskrárlok. Skipafréttir. „Brúarfoss" fór frá Leith 23. okt. til Kaupmannahafnar og Leningrad. „Lagarfoss" er í Kaupmannahöfn. „Selfoss" kom til Reykjavíkur 20. okt. frá Hull, fer í dag vestur og norður. „FjaUfoss" kom til Hull i morgunn, 24. okt., fór þaðarv í gækvöldi til Amsterdam. „Reykjafoss" fór frá Hull í gærmorgunn til Reykjavíkur. „Sal- mon Knot" kom til Siglufjarðar i fyrradag, lestar síld. „True Knot" er í New Vork. „Anne" kom til Gauta- borgar 23. okt. frá Kaupmannahöfn. „Leeh" kom til Leith 15. okt. „Horsa" kom til Leith í fyrradag frá Seyðis- firði. Skemmtun Skemmtisamkoma Framsóknar- manna í samkomusal Mjólkurstöðvar- innar í kvöld byrjar með Framsókn- arvist klukkan 8,30. Aðgöngumiðar sækist í afgreiðslu Tímans fyrir kl. þrjú í dag. Verði þá eitthvað eftir af pöntuðum aðgöngumiðum má búast við að þeir verði seldir öðrum, því að- sóknin er mikil eins og venjulega að þessum vinsælu skemmtisamkomum Framsóknarmanna. Dæmdur vegna ógætilegs aksturs. Nýlega var maður að nafnl Friðrik Jónsson, Ránargötu 10, dæmdur af Hæstarétti í 60 daga varðhald, og öku- leyfismissi i 3 ár vegna ógætilegs akst- urs, er varð stúlkubarni að bana. — Skeði atburður þessi við Baldurshaga í ágústmánuði 1945. Skákeinvígt. (Framhald af 1. síöu) alvöru fyrr en 1924, en þá gékk hann í Taflfélag Reykjavlkur. „Ég var orðinn 17 ára, er ég lærði fyrst mannganginn“, sagði Ásmundur, „og eiginlega er það að þakka sjómannastof- unni, sem þá starfaði hér í Reykjavík, því þar lágu frammi töfl og ég fór að byrja að tefla þar. Árið 1931 varð ég íslands- meistari i fyrsta sinn. Síðan hefi ég teflt á fimm alþjóða- skákmótum og einu norður- landamóti nú í sumar.“ „Er nokkur glímuskjálfti?" spurði tíðindamaður. „Nei, þó að hann hafi einhverntíma verið, er ég nú löngu hættur að finna til hans. Hins vegar býzt ég við að þessi keppni verði mér þungur róður, því ég veit að hinir ungu taflmenn okkar eru komnir langt í skáktækni. Ég hefi aldrei keppt áður við Guðmund, svo ekki er hægt að segja um úr- slitln“. Guðmundur Ágústsson er að- eins 29 ára að aldri og hefir tek- ið þátt í einu skákmóti erlendis, á skákmóti Norðurlanda í sum- ar, þar sem hann stóð sig mjög vel, eins og mönnum mun minnisstætt. Hann varð efstur í meistaraflokki A. „Ég lærði snemma mann- ganginn", sagði Guðmundur, ,,en fór þó ekki að tefla fyrir al- vöru fyrr en 1937. Ég hefi teflt mikið við Eggert Gilfer og á honum mikið af kunnáttu minni að þakka, eins og reynd- ar allir reykvískir skákmenn.“ Guðmundur segist eyða flestum frístundum sinum i að tefla, Árás og rán Fyrir skömmu vildi sá at- burður til hér í bænum, að maður úr úthverfi bæjarins varð fyrir árás fjögurra manna og var illa leikinn af þeim. Auk meiðsla, sem hann varð fyrir, rændu þeir hann um 1600 krónur. Forsprakki árásarmann- anna er fundinn, er hann al- þekktur óþokki og munu félag- ar. hans að þessum verknaði, vera svipuð manntegund. Mál þetta er nú í rannsókn. IJr heimi nefndaóhófs- ins og bitlinganna. (Framhald af 1. slöu) unnar sú nýsköpun, sem hún er frægust fyrir. í marsmánuði síðastl. ákvað hún að hækka laun verksmiðjustjórnarinnar. Grunnlaun formannsins voru hækkuð úr 7000 kr. í 9000 kr. eða í 27.000 kr., ef miðað er við 300 stiga vísitölu. Grunnlaun annarra stjórnarnefndar- manna voru hækkuð úr 5000 kr. i 7000 kr. eða í 21.000 kr„ ef miðað er við 300 stiga vísitölu. Þóroddur vill verða jafningl Sveins. Eins og áður segir, fékk Svein Benediktsson 19 þús. kr. greiddar í ferðakostnað og fæð- ispeninga á síðastliðnu ári. Annar maður í verksmiðjustjóm inni mun hafa talið þetta vera gott til fyrirmyndar. Það var Þóroddur Guðmundsson. Hann hefir ferðazt mikið í sumar og m. a. komið til þeirra staða, þar sem ríkisverksmiðjurnar eru. Flestir hafa talið, að þessi ferðalög væru yfirleitt farin í þágu Sósíalistaflokksins, m. a. í sambandi við væntanlegt Al- þýðusambandsþing. Nú er hins- vegar komið á daginn, að þau hafa verið greidd af síldarverk- smiðjum ríkisins, því að frá áramótum og til 1. okt. hafa þær greitt Þóroddi kr. 12.731.00 í ferðakostnaff! Tíminn kann svo ekki að rekja þessa sögu lengra að sinni. En þetta nægir líka til að gefa al- menningi nokkra hugmynd um, hvernig ástatt er í þessum efn- um, þvi að þvílík dæmi munu mýmörg til. Eigingjarnir og aurasjúkir Sjálfstæðismenn sækjast vitanlega eftir þvi að fá sem mesta bitlinga, og kom- múnistar þurfa þeirra einnig til að kqfpa kostnaðinum við flokksstarfsemina yfir á ríkis- sjóðinn. Það er hér, sem þjóðin þarf að hefja öflugt viðnám. Fjár- lög, sem nálgast 200 milj , mætti vera henni áminning um, hvert komið er. Annað hvort er nú fyrir hana að rísa gegn óhófs- eyðslunni og misnotkuninni á ríkisfé ellegar að lífskjör henn- ar verða stórlega þrengd og at- vinnulíf hennar sligað með sívaxandi sköttum og tollum. Erleudar fréttir. (Framhald af 1. siöu) málaviðhorfið í heiminum. Hann deildi þar hart á kom- múnista. Ekkert orð er eins mis- notað og lýðræði, sagði hann. T. d. kalla kommúnistar allt Iýðræði, þar sem þeir stjórn, en misheppnist þeim einhvers staðar að brjótast til valda, kalla þeir stjórnarfarið þar fas- isma, eins og t. d. í Grikklandi. Hann átaldi mjög rússnesku blöðin og sagði þau vera að byggja í kringum Rússa múr fáfræði og tortryggni. Fjórir hægri flokkar í Frakk- landi hafa myndað með sér bandalag i kosningum. Kalla þeir sig flokk de Gaulle og segjast berjast fyrir stefnu hans í stjórnarskrármálinu. Tsaldaris forsætisráðherra Grikkja reynir nú að mynda stjórn á breiðra grundvelli en áður. „skák er tímafrek íþrótt, ef maður á að fylgjast vel með“, sagði Guðmundur að lokum. Kaupfélög! Höfum fyrirliggjandi stunguskóflur V insamlegast sendið oss pantanir sem fyrst. Samband ísl. samvinnuf élaga (jamla Síó WATERLOO- BRÍJIIV. (Waterloo Bridge) Hin tilkomumlkla mynd meö Yivien Leigh, Robert Taylor. Sýnd kl. 9. Sjöundi krossinn Sýnd kl. 5 og 7. Bönnuö börnum innan 16 ára. < •«« tjýja Síi (við Shúlaqötu) GANGADREGLAR Breidd 91 cm. Verð kr. 21.20 meterinn. aitíma Bergstaffastræti 28. TÍMINN kemur & hvert sveitaheimlli og þúsundir kaupstaöaheimlla.enda geflnn út i mjög stóru upplagi. Hann er því GOTT AUGLÝS- INGABLAÐ. Þeir, sem ekki hafa reynt þaö, œttu aö spyrja hina, er reynt hafa. T Í M I N N Lindargötu 9A, siml 2323 og 2353 Ósýnilegi veggurinn. (Den Osynliga Muren) Vel leikin sænsk mynd, gerö af GUSTAF MOLANDER. Aðalhlutverk: Inga Tidblad, Erik Hell. Bönnuö yngri en 12 ára. TUNGLSLJÓS og KAKTUS. Fjörug gamanmynd meö Andrew’s-systrum og Leo Carrillo. Sýnd kl. 5 og 7. 7jarnarbíó Verðlaun handa Benna. (A Medal For Benny). Áhrifamikil amerisk mynd eftir John Steinbeck og J. Wagner. Dorothy Lamour, Arturo de Cordova, J. Carol Naish. Sýnd kl. 5, 7 og 9. i > Byggingarsamvinnufélag Reykjavkur. Fundur < • i' -1 <» < > i Kaupþingssalnum mánudaginn 28. október 1946 kl. 8.30. < > <» < > < > <» < i < > Stjórnin. | [ FUNDAREFNI: Þátttaka félagsins í byggingarsambandinu. Önnur félagsmál. HAPPDRÆTTI SEM ALLIR ÍSLENDINGAR FAGNA Nýtt! ; ! -rt' : t dag hefst sala á iniðum í happdrætti K. R., sem í eru nii nær ófáanlegir hlut- ir, en hlutir sem nauðsynlegir eru hverri f jölskyldu. Hlutirnir eru: ■" < Isskápur, Þvottavél, Strauvél og Eldavél, allt rafknúið ÚUU l! Notiff þetta einstæffa tækifæri. Verð miðanna er kr. 2.00. Dregið verður 1. desember n. k. — Enginn festur. Miðarnir verða seldir af félögum K. R. og ýmsum verzlunum hér í bænum og Hafn- arfirði. BÆJARBÚAR OG AÐRIR! Reynið heppnina og styrkið um leið eitt mesta velferðarmál þjóðarinnar — ÍDRÚTTASTARFSEMINA. Vinsamlegast. Knattspyrnufélag Reykjavíkur

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.