Tíminn - 25.10.1946, Blaðsíða 1

Tíminn - 25.10.1946, Blaðsíða 1
KITSTJÓRI: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON ÚTGEPANDI: PR AMSÓKN ARFLOKK U RINN Slmar 23SS og 4371 PRENTSMIÐJAN EDDA hj. RITST J ÓR ASKRIPSTOFUR: EDDTJB 'SL Llndargfitu 9 A Slmar 2353 og 4373 APGRETÐSLA, INNHEEMTA OQ AUQLÝSINGASKRIPSTOPA: EDDUHÚSI, Liudargðtu BA Siml 2323 30. árg. Reykjavík, föstudaginn 25. okt. 1946 195. blað Bændur verða aö fá ullina frá 1943-45 greidda fyrir áramót Þingsályktunartill. frá fimm þingmönnum Fimm þingmenn, Steingrímur Steinþórsson, Páll Zóphónías- son, Pétur Ottesen, Jón Sigurðsson og Halldór Ásgrímsson hafa lagt fram í sameinuðu þingi tillögu þess efnis, að Alþingi „feli ríkisstjórninni að kaupa nú þegar óselða ull frá árunum 1943, 1944 og 1945 því verði, að greiða megi bændum fyrir næstkom- andi áramót hið lögákveðna verð fyrir ullarframleiðslu fyrr- Úr heimi nefndaróhófsins og bitlinganna: Stjórnarformaðurríkisverksmiðjanna kostaði þær 67 þús. kr. á síðastl. ári " Greiða síldarverksmiðjurnar pólitískan erindrekstur Þórodds Guðmundssonar? HAMINGJUSAMUR FADIR Fyrir nokkrum dögum var minnst á það hér í blaðinu, að al- menningur myndi hvergi nærri gera sér ljóst, hve gífurleg fjár- málaspilling og óhófseyðsla á almannafé hefir þróazt í skjóli þess stjórnarfars, sem ríkt hefir í landinu seinustu árin, Nefnd- um hefir verið fjöigað, svo að mörgum tugum skiptir, sem að flestar eru ríkulega launaðar. Auk þess hafa fjölmargir aðrir bitlingar verið búnir til, að ógleymdum hinum mörgu sendiferð- um til útlanda. Til frekari sönnunar getur Tíminn að þessu sinni nefnt eitt dæmi, en áreiðanlega mætti nefna önnur álíka í margra tuga tali, ef samsekt stjórnarflokkanna væri þess ekki valdandi, að þeir kappkosta að halda hulu leyndarinnar yfir þeim. Myndin er af Tedder flugmarskálki og ungri dóttur hans. Tedder missti fyrri konu sína og barn í flugslysi á stríðsárunum, en giftist nokkru síðar konu, sem vann í flugher hans. Hafa þau nú eignazt stúlku þá, sem Tedder sézt með á myndinni. Það var Tedder, sem stjórnaði hinni frægu flugsókn Bandamanna í Norður-Afríku, en seinna varð hann einn af nán- ustu meðstarfsmönnum Eisenhower við undirbúning og framkvæmd inn- rásarinnar í Evrópu. Nú er hann yfirmaður brezka flughersins. K.R. efnir til HAPPDRÆTTIS fyrir íþróttastarfsemi sina Vinningarnlr eru ýmsar nauðsynlegar heimilisvélar. Formaður Knattspyrnufélags Reykjavfkur og fjáröflunar- nefnd félagsins buðu blaðamönnum á slnn fund að Hótel Borg í gær. Var þar skýrt frá því, að félagið hefði ákveðið að efna til happdrættis f fjáröflunarskyni, því hin fjölþætta íþróttastarf- semi félagsins er fjárfrek, og auk þess hefir félagið að undan- förnu orðið að standa straum af utanförum íþróttamanna, sem kostað hafa mikið fé, en hafa hins vegar orðið landi og þjóð til sóma. Dýr formaður. Sveinn Benediktsson er mað- ur nefndur. Hann hefir mörg einkastörf með höndum. Hann fæst við umfangsmikla útgerð og hann er umboðsmaður fyrir marga báta á Siglufirði yfir síldveiðitímann. Loks hefir hann svö formennsku I stjórn síldar- verksmiðja ríkisins, sem auka- starf. Þessi formennska hans hefir kostað verksmiðjuna síð- astliðið ár, sem hér segir, talið í krónum: 1. Formannslaun .... 19.060.94 2. Fyrir að vera skráð- ur framkv.stjóri í 2 —3 mán., eftir frá- fall Magn. Blöndal 10.550.00 3. Símakostnaður ut- an S. R.(ekki nærri 4. 4000 manns í skóg- ræktarfélögunum Aðalfundur Skógræktarfél. íslands hófst í gær kl. 2 síð- degis í Félagsheimili Verzl- unarmannafélags Reykjavík- ur. Formaður félagsins, Val- týr Stefánsson, ritstjóri, setti fundinn og bauð velkomna fulltrúa utan af landi, en þeir voru mættir 15 frá 12 héraðsfélögum. Auk þeirra mættu á fundinum ýmsir á- hugamenn um skógræktar- mál. Hákon Bjarnason gaf skýrslu um störf félagsins á síðastliðnu allur í þágu þeirra) 10.135.08 ári, og gat þess um leið, að fé- Ferðakostnaður og uppihald á Siglu- lagatala skógræktarfélaganna væri nú komin nokkuð yfir 4000 firði ............ 18.873.45 Gjaldkeri félagsins, Guðmundur 5. Málverk, er S. R. Marteinsson, las upp endur- voru látnar gefa skoðaða reikninga félagsins fyr- honum á fertugs- ir árið 1945, og voru þeir bornir afmæli hans .... 8.075.00 upp og samþykktir. -----------1 Næst kom til umræðu mál Samtals kr. 66.694.47 það, sem fundinum var aðallega | ætlað að fjalla um, en það er Geta má þess, að rekstrar- breyting á skipulagi Skógrækt- halli verksmiðjanna var nær arfélags íslands. Skógræktar- 4 milj. kr. á þessu árl, er Sveinn stjóri skýrði frá aðdraganda Benediktsson fékk um 70 þús. þessara breytinga og las upp kr. fyrir formennsku slna. Ein- nýtt frumvarp til laga fyrir hverjum formanni öðrum myndi Skógræktarfélag íslands. Hefir hafa þótt það ástæða til að fara áður verið gerð grein fyrir þeim sparlega með fé, bæði viðkom- hér í blaðinu. Nokkrar umræð- greindra ára.“ Þing sameinuðu þjóð- anna tekið til starfa Á þingi sameinuðu þjóðanna hófust í gær almennar umræð- ur um alþjóðleg vandamál, og er búist við, að þær standi í fjóra daga. Má telja víst, að þar beri á góma flest þau al- þjóðleg deilumál, sem nú eru uppi. M. a. hreyfði Tryggve Lie Spánarmálunum í gær og taldi Franco-stjórnina hættulega heimsfriðnum. Þegar þessum umræðum er lokið, hefjast nefndarstörf. Að- alnefndir þingsins eru sex. Gert; er ráð fyrir, að þingið sitji I marga mánuði. Ræðan, sem Truman forseti flutti við setningu þingsins, hefir hlotið mjög góða dóma. M. a. hefir Molotoff þakkað honum fyrir hana. í ræðunni lagði forsetinn áherzlu á, að hann teldi óttann við nýja styrjöld ástæðulausan, en samt yrði alls staðar vart við stríðsótt- ann. Við þurfum að losa okkur við hann og hér höfum við tækifærið til þess. Verkefni okkar er að eyða tortryggninni og vinna að batnandi velmegun allra þjóða. Við eigum að skapa heim lausan við skort og ótta. Á þessu þingi sameinuðu þjóðanna mun fara fram inn- taka íslands, Svíþjóðar og Afg- hanistan, en öryggisráðíð hefir ekki orðið sammála um að mæla með inntökubeiðni annarra ríkja, sem sóttu um inngöngu. Má þó vera, að þær verði lagð- ar fyrir þingið. ERLENDAR FRÉTTIR Attlee forsætisráðherra lét svo ummælt i utanríkismálaum ræðum í brezka þinglnu í fyrra- dag, að viðreisnarmálin og flóttamannamálin væru nú mikilvægustu viðfangsefnin, og þau yrðu ekki leyst, nema með aiþjóðlegri samvinnu. Hann deildi á Rússa fyrir mis- notkun á neitunarvaldinu í öryggisráðinu, þvi að ekki ætti að beita þvi, nema undir alveg sérstökum kringumstæðum. Jafnframt tók hann fram, að hann teldi samvinnu Rússa og Breta nauðsynlega. Hann varði stefnu stjórnar sinnar í Spánarmálunum, þar sem er- lend íhlutun á Spáni myndi að- eins styðja Franco í sessi. Churchill lýsti sig við sama tækifæri fylgjandi utanríkis- málastefnu brezku stjórnarinn- ar í aðalatriðum. Þó taldl hann hana óákveðna í Palestinumál- inu og átaldi einniy, hve ört herinn væri afvopnaður. Hann deildi á Rússá fyrir yfirgangs- semi þeirra og bar fram þá spurnlngu, hvort þeir hefðu 200 herfylki alvopnuð 1 hinum hernumdu löndum í Evrópu. Á þingi brezku verkalýðsfé- laganna í gær, flutti Attlee for- sætisráðherra ræðu um stjórn- (Framhald á 4. siOu) segir: „Eins og kunnugt er, hafa bændur ekki enn fengið greidda ull sína frá árunum 1943, 1944 og 1945. Þegar sexmannanefnd- arverðið var ákveðið, var gert ráð fyrir því, að bændum bæri að fá kr. 8,50 fyrir hvert kg. af hreinni ull, og hefir rikissjóður tekið að sér að ábyrgjast ullar- framleiðendum það verð fyrir ull framangreindra þriggja ára. Sú sala, sem tekizt hefir á ull þessara ára, hefir farið fram að tilhlutan stjórnarinnar, eða ver- ið gerð með hennar samþykki, enda eðlilegt, að þau vinnubrögð væru viðhöfð, þar sem ríkissjóð- ur þarf að greiða það, sem á vantar, að 8,50 kr. verðið náist við söluna. Enn er allmikið óselt af ullar- bírgðum þessara þriggja ára, sem ábyrgð ríkissjóðs nær til, og ekki er víst, hvenær eftir- stöðvarnar seljast. Hins vegar virðist ekki ná nokkurri átt, að bændur þurfi lengur að bíða eftir greiðslu, enda sá dráttur, sem orðinn er, þegar búinn að valda þeim tjóni og miklum ó- þægindum. Mun og hverjum augljóst, sem um það vill hugsa, að hagur bænda er ekki þannig, að þeir megi við því, að sala á afurðum þeirra dragist árum saman. Hér er því lagt til, að ríkis- sjóður kaupi eftirstöðvar ullar- innar fyrir verð, sem tryggir bændum, kr. 8,50 fyrir hvert kg. ullar frá þessum árum. Það er tvímælalaust ekki hægt að draga lengur þessa ullaruppgerð, og er því ekki um aðra lelð að ræða en að ríkissjóðúr kaupi þá ull, sem nú liggur óseld. Með því þarf hann að vísu að leggja fram nokkra fjárhæð í bili, sem hann fær svo endurgreidda, þeg- ar sala hefir farið fram. — Ná- ist ekki svo hátt verð fyrlr-ull- ina, að ríkissjóður verði skað- laus af, þá er aðeins um halla að ræða, sem honum ber lög- um samkvæmt að taka á sig.“ Skákeinvígi Ásmund- ar og Guðmundar Viðtal við skákmenn- ina. Á sunnudaginn hefst spenn andi skákeinvígi um skák- meistraatitilinn, milli þeirra Ásmundar Ásgeirssonar, nú- verandi skákmeistara íslands og Guðmundar Ágústssonar skákmeistara. Ætla þeir að tefla 10 skákir. Verður teflt á sunnudögum og fimmtu- dögum og fer keppnin fram í Þórscafé. Blaðamönnum gafst f gær kostur á að ræða við taflmennina að Hótel Borg. Ásmundur hefir verið skák- meistari íslands síðan 1944. En alls hefir hann unnið þann titil fjórum sinnum. Hann er fért- ugur að aldri. Er tíðindamaður blaðsins spurði Ásmund, hvenær hann hefði byrjað að tefla, sagði hann að það hefði ekki verið fyrir (Framhald á 4. síOu) íslenzkir íþróttamenn hafa á þessu ári sem er að líða, borið hróður íslands viða um lönd, og mun landkynning sú, sem þeir hafa látið erlendum þjóðum í té sízt reynast haldminni en utanfarlr margra opinberra og athafnalítilla sendinefnda að undanförnu. Nægir þar að minna á fimleikaför K. R. til fjögurra þjóðlanda og hinn glæsilega ár- angur íslenzkra frjálsíþrótta- manna á Evrópumeistaramót- inu I sumar. Eins og marga mun reka minni til, efndi K. R. til happ- TOGARI SELDUR Togarinn Karlsefni hefir ver- ið seldur til Færeyja. Hinir nýju eigendur hafa fengið leyfi til þess -að skipið beri sama nafn til næstkomandi áramóta. Eig- andi Karlsefnis var Geir Thor- steinsson, útgerðarmaður. Kaup- endur eru A/S J. Dahl, Vog i Færeyjum. drættis fyrir tveimur árum, þar sem vinningarnir voru óskahlut- ir húsmæðra, er þá voru með öllu ófáanlegir, þ. e. a. s. raf- magnseldavél, kæliskápur og þvottavél. Nú hefir félagið á- kveðið að efna til annars sliks happdrættis með sömu hlutum, sem nú eru enn illfáanlegir, en jafn eftirsóttir. Verður happ- drættinu hagað þannig, að sal- an fer öll fram á einum mánuði og verður dregið strax 1. des. og drætti ekki frestað. Sala mið- anna hefst í dag, eins og sjá má af auglýsingu frá K. R. í blaðinu i dag. Verð miðanna er aðeins 2 krónur, og geta menn fengið 5, 10 eða 50 miða hefta saman. Hér er tilvalið tækifæri fyrir menn að stuðla að viðhaldi og aukningu íþróttastarfseminnar í landinu, og eiga um leið von á að fá í staðinn hluti, sem hverri húsmóður er kærkomið að fá. Þeir ógiftu geta minnzt þess, að sá, sem fékk vélarnar í fyrra happdrættinu, er nú giftur og bárust honum ekki færri en fjörutíu giftingartilboð, er vitað var, hver hreppt hafði gripina. andi sjálfum sér og öðrum. I Stjórninni þótti ekki nóg að gert. Einn var líka sá aðili, sem ekki fannst hér nóg gert, og taldi útgerðarmenn og sjómenn geta greitt hærri stjórnar- nefndarlaun, en vitanlega eru það þeir, sem endanlega standa undir þessum kostnaði. Sá aðill var ríkisstjórn íslands, sem á- leit að hér yrði að koma til sög- (Framhald á 4. siOu) Drengilegur stuðning- ur í handritamálinu Hedtoft Hansen, formaður danska jafnaðarmannaflokks- ins, hefir skorað á dönsku stjórnina að skipa nefnd, er undirbúi afhendingu til íslend- inga á íslenzkum handritum og skjölum, sem eru geymd í Dan- mörku. Hedtoft Hansen telur, að slík framkoma af Dana hálfu myndi verða til að bæta og styrkja samvinnu íslendinga og Dana. ur urðu um frv. en síðan var því vísað til laganefndar. Þá ræddi skógræktarstjóri um framtíðarstarfsemi héraðsskóg- ræktarfélaganna. Nokkrar um- ræður urðu um málið, og tóku eftirtaldir menn til máls: Hauk- ur Jörundsson, Hvanneyri, Ól- afur Bergsteinsson, Árgilsstöð- um, Einar G. E. Sæmundsson, Vöglum, Daniel Kristjánsson, Beigalda, Ármann Sigurðsson, Urðum, Valtýr Stefánsson, rlt- stjórl og Guttormur Pálsson, Hallormsstað. Að loknum þessum umræðum var samþykkt að fresta fundi til föstudags kl. 4 eftir hádegi, en þá er ætlast til að laganefnd hafi lokið störfum og skili áliti. KeflavíkurflugvöII- urinn afhentur í dag Stjórnarvöld Bandaríkj- anna munu í dag afhenda íslenzku ríkisstjórninni Keflavíkurflugvöllinn. — Mun það gert með hátíð- legri athöfn, sem fer fram á flugvellinum síðdegis í dag.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.