Tíminn - 09.11.1946, Side 2
2
Lauf/ardatfur 9. nóv.
Þjóðin vill að féð sé
lagt í framleiðsluna
Síðan sala skuldabréfa Stofn-
lánadeildarinnar hófst að nýju
hafa verið keypt bréf fyrir ná-
lega 5 miljónir króna.
Mbl. skýrir daglega frá söl-
unni og flesta dagana birtir það
fögnuð sinn yfir því að það séu
yfirleitt smáu bréfin, sem selj-
ist. Af því dregur það þær álykt-
anir, að það séu einkum alþýðu-
menn, sem ekki.eigi miklar
eignir, sem leggi fé sitt í þetta.
Nú er það vitanlegt, að fjöldi
manns leggur allt sitt aflafé,
sem afgangs er frá brýnustu
nauðsynjum daglegs lífs í at-
vinnulífíð. Svo er það um bænd-
ur undantekningarlítið. Sömu
söguna er að segja frá útvegs-
mönnum og má ætla að þeir út-
gerðarmenn, sem verulega hafa
grætt, svo sem togaraeigendur,
láti fjárafla sínn haldast í at-
vinnurekstrinum, þó að sums
staðar verði raunar misbrestur
á, eins og hjá Kvöldúlfi.
En hvað líður gróðamönnun-
um á verzlunarsviðinu? Hvenær
fara þeir að kaupa stóru bréfin
hjá stofnlánadeildinni? Hvað
lengi á Mbl. að bíða eftir því
að mega gleðjast við það, að
peningarnir streymi í stofn-
lánadeildina frá verzlunarauð-
valdinu?
Það hefir nú sýnt sig, að þeir,
sem mestan hafa þegnskap og
mestan áhuga fyrir atvinnu-
málum eru ekki mestu peninga-
mennjrnir.
En það er líka augljóst að það
þarf meira að gera, en ná nokkru
af sparifé ráðdeildarsamra al-
þýðumanna inn í Stofnlána-
deildina.
Það þarf að ná öllu fjármagni
þjóðarinnar, því'sem afgangs er
frá hóflegri daglegri neyzlu inn
í atvinnulífið. Það er aðalatriði
málsins. Sala þessara skulda-
bréfa er aðeins litill þáttur í þvi
starfi.
Undirtektir almennings um
kaup þessara skuldabréfa sýna
það, að fólkið veit og skilur hvað
þarf að gera. Það bendir til þess,
að þetta sama fólk, sem leggur
nú sparifé sitt í bréf Stofnlána-
deildarinnar, hlýtur að samein-
ast um ráðstafanir til þess, að
beina fjármagni hinna ríku frá
einkaeyðslu, óþarfri verzlun og
braski inn í atvinnulífið.
Sala stofnlánadeildarbréfanna
er eins konar skoðanakönnun
meðal almennings.
Sú skoðanakönnun bendir til
þess, að framundan séu frekari
ráðstafanir, — ráðstafanir til
að hafa skynsamlega og heil-
brigða fjármálastjórn.
Það þarf líka allra hluta
vegna að gera slíkar ráðstafanir,
sem fyrst. Annars getur farið
svo, að féð, sem lagt er í Stofn-
lánadeildina hverfi og tapizt
atvinnuvegunum vegna þeirra
byrða, sem óviturleg og skamm-
sýn stjórn leggur á þá til
þjónkunar við braskaravaldið.
Viðreisn sjávarútvegsins krefst
fórna, en hversu smávægilegar
eru þær ekki í samanburði við
þær þrengingar, sem eru fram-
undan, ef nýsköpunin mistekzt.
Kaupið vaxtabréf Stofnlána-
deildarinnar og tryggið þar með
framgang nýsköpunarinnar.
TÍMINN, langardagimt 9. nóv. 1946
206. blað
A íuiatfaHcji
n Athugasemd Almenna bygging-
arfélagsins
Hvað hefir Tíminn sagt ósatt?
Mbl. slær því fram, að ráða-
mönnum Tímans þyki bersýni-
lega bezt að segja ekkert satt
um fjárhag ríkissjóðs. Þeir
kunna að fullyrða Mbl. menn,
og ekki bagar þá feimni eða ráð-
vendni í frásögnum.
Til að sýna mönnum hvorir
hér hafa betri málstað, skal nú
skorað á Mbl. að nefna eitt at-
riði, sem Tíminn hefir farið
rangt með í sambandi við ríkis-
reikninga Péturs Magnússonar,
— bara eitt einasta.
Nú er að standa við stóryrðin.
Þrír eg níu.
Þeir eru að rabba um „nýsköp-
unina“ í Mbl. Enn sem fyrr
halda þeir því fram, að innflutn-
ingnum hafi verið vel stjórnað.
„Meginhluti þeirar erlendu inn-
stæðu, sem þjóðinni áskotnað-
ist á stríðsárunum hefir verið
varið til kaupa á nýjum og full-
komnum framleiðslutækjum til
lands og sjávar,“ segja þeir á
fimmtudaginn.
Ósköp er nú þetta tregt, að
geta aldrei áttað sig á því, að
3 eru ekki meginhlutinn að 12.
Skyldu þeir allir hafa hjálpað
ritstjórunum við reikninginn,
Pétur ráðherra, Jón yfirskoðun-
armaður, Gísli formaður, Jóhann
Jósefsson og Oddur Guðjóns-
son?
En hvernig sem þessi reikn-
ingur er til kominn gengur fólki
illa að fella sig við hann, enda
hefir verið kennt i öllum barna-
skólum og yfirleitt í heimahús-
um að 9 væri meira en 3, —
þrisvar sinnum meira.
Það er bágt með þessa barna-
fræðslu!
Sögufölsun í Mbl.
Mbl. segir að höfuðverkefni
ríkisstjórnarinnar, sem mynduð
var 1944 hafi verið „hin stór-
fellda nýsköpun i atvinnulífi
þjóðarinnar." Gegn því hafi
Framsóknarflokkurinn risið.
Þetta er sögufölsun og hefir
oft verið frá því sagt, að Fram-
sóknarflokkurinn beitti sér fyr-
ir því öllu saman, sem Mbl. kall-
ar nýsköpunarmál, og kom fyrst-
ur með tillögu um að þar yrði
viðhafður áætlunarbúskapur.
Framsóknarflokkurinn hefir
síðan stutt hvert gott mál, sem
fram hefir komið á þingi og ver-
ið óþreytandi að reyna að laga
þau og bæta.
Hvernig stjórninni fórst.
Hins vegar hefir ríkisstjórnin
lagt mest kapp á auglýsinga-
starfsemi en minnst á skipulag,
enda eru innstæðurnar erlend-
is búnar, áður en gerð er áætlun
um það, hvernig eigi að ráð-
stafa þeim og hvaða fram-
kvæmdir skuli ganga fyrir.
Áhugasamir menn hafa feng-
ið að kauþa og panta ný tæki
frá útlöndum. En ríkisstjórnin
hefir ekki borið gæfu til að
skipuleggja þróunina heima
fyrir. Og því síður hefir hún
gert nokkuð til að tryggja það,
að peningamir færu ekki í ó-
reiðu og sukk. •
Vill Mbl. svara?
Framsóknarflokkurinn vildi
stöðva dýrtðina 1944 og gera
ráðstafanir til þess að islenzk
framleiðsla gæti borið sig hjálp-
arlaust. Nú viðurkennir Mbl., að
það verði að stöðva dýrtíðina.
Jafnframt segir það, að hún hafi
verið óstöðvandi til þessa. En
hvernig ætlar það að stöðva?
Hvaða leiðir eru léttari nú en
áður til að ná því marki?
Vill ekki Mbl. ræða þessi at-
riði áður en lengra er farið?
Framsóknarstefnan.
Nokkur atriði úr stefnu Fram-
sóknarflokksins þar sem hann
hefir átt undir högg að sækja
eru þessi:
Ræktun landsins þokist áleið-
is svo að heyskapur á véltækum
túnum'taki við af engjaheyskap
yfirleitt. Þannig stórminnkar
framleiðslukostnaður, svo að
bændur hafa betri afkomu og
selja þó neytendum ódýrai’i mat.
Rafstöðvar verði byggðar og
mönnum séð fyrir raforku með
sambærilegum kjörum, hvar
sem þeir búa.
Verzlunin verði gerð almenn-
ingi ódýrari og hagstæðari. Þar
er fyrst að leyfa samvinnuverzl-
un eðlilegan vöxt og hvers konar
samtökum almennings athafna-
frelsi. Byggingarfélög fólksins,
samtök útvegsmanna o. s. frv.
fái að flytja nauðsynjar sínar
inn beint.
Fiskifélaginu veröi séð fyrir
fjármagni til að stunda rann-
sóknir á lífi íslenzkra nytjafiska
og gera ýmis konar tilraunir
vegna framleiðslu og iðnaðar
sjávarafurða.
Dýrtíðin verði- stöðvuð, svo að
grundvöllur skapist fyrir heil-
brigðan atvinnurekstur.
Uppbygging atvinnuveganna
fari fram samkvæmt áæt'un og
sneitt verði hjá sukki og eyðslu
í því sambandi.
Gjaldeyri þjóðarinnar verði
beint að a,tvinnulegri uppbvgg-
ingu og menningarlegum fram-
kvæmdum frá eyðslu og óhófi.
Hávaðamaður.
Þjóðviljinn birtir í gær ræðu,
sem Halldór Kiljan Laxness
flutti á minningardegi bylting-
arinnar rússnesku. Er það
furðuleg ræða, stóryrðaflaum-
ur, en fátæklegt um rök.
Þar eru fullyrðingar eins og
þær, að við séum ekki lengur
sjálfstæð þjóð nema í orði
kveðnu, ísland sé flugherstöð
Bandaríkjanna, öll mál séu nú
hégómi, nema Keflavíkurmálið.
Hvað segir Kiljan um sjálf-
stæði Póllands og Tékkó.slóvak-
íu, að ekki sé minnzt á Eystra-
saltsríkin
Þurfa þeir yfirbreiðslu?
Það er eins og Sósíalistúm
finnist.þungt að tala um stjórn
sína á innanlandsmálunum og
þeir óski sér eftir einhverju til
að leiða athygli manna frá þeim.
Það er kannske þess vegna, sem
þeir reyna að gera Keflavíkur-
málið að æsingamáli og útiloka
alla rökvísa hugsun frá umræð-
um um það. Finnst þeim að þeir
þurfi æsingamál til að koma
mönnum í uppnám, svo að þeir
hætti að hugsa?
Tmanum hefir borizt eftirfar-
andi athúgasemd frá Almenna
byggingafélaginu h. f., í tilefni
af skrifum blaðsins um bygg-
ingu síldarverksmiðja ríkisins:
„Vegna endurtekinna um-
mæla í blaði yðar, varðandi
þóknun vora fyrir byggingu
sldarverksmiðja á Siglufirði og
Skagaströnd, viljum vér taka
eftrifarandi fram:
Það er ranghermi, sem hald-
ið er fram í blaði yðar, að þókn-
un vor sé miðuð við ákveðinn
hundraðshluta af vinnulaunum
og að það hafi þ. a. 1. verið hag-
ur vor, að verkið yrði sem dýrast.
Sannleikurinn er sá, að samið
var um ákveðna þóknun, óháða
því hver kostnaður yrði, áður en
byrjað var á verki. — Er því
auðsætt, að það er ekki vor hag-
ur, nema síður sé, að verkið
yrði sem dýrast.
Að öðru leyti skal það tekið
fram, að vér teljum það ekki
vort hlutverk að svara öðrum
atriðum úr blaði yðar varðandi
þetta mál.
Biðjum vér yður vinsamlega að
birta framanskráða leiðréttingu
í næsta tölublaði blaðs yðar á
jafn áberandi stað og þér völd-
uð áðurnefndum ummælum.
Virðingarfyllst,
pr. pr. Almenna byggingar-
félagið h/f.
Gústaf E. Pálsson.“
Tímanum er ánægja að því
að birta þessa athugasemd,
því að sjálfsagt er að hafa það
Hugarfarsbreyting.
Þjóðviljinn er að tala um hug-
arfarsbreytingu hjá Fr.amsókn-
armönnum. Það er tilefnishtið,
því að Framsóknarmenn hafa
jafnan beitt sér fyrir framför-
um, þó að þeir hafi jafnan vilj-
að gæta þess um leið, að fjár-
hagsgrundvöllurinn væri sem
traustastur.
En ætlar Þjóðviljinn að þræta
fyrir hugarfarsbreytingu hjá
sínum mönnum? Vill hann t. d.
prenta upp athugasemdalaust
ummæli Einars Olgeirssonar í
kosningabaráttunni 1 vor um
Ólaf Thors?
í hverju máli, er réttast reyn-
ist. Hins vegar hefði það verið
skemmtilegra, ef Almenna
byggingarfélagið h.f. hefði einn-
ig skýrt frá því, hve mikil um-
rædd þóknun þess sé. Eining
væri æskilegt, ef það vildi upp-
lýfh, hvort sá almannarómur
sé réttur, að svo hafi verið um-
samið, að félagið skyldi sjá um
öll efniskaup til bygginganna
og að það hafi notað sér þá að-
stöðu til að selja efnið bæði
með heildsölu- og smásöluálagn-
ingu. Jafnvel þótt það hefði ekki
notfært sér nema heildsölu-
álagninguna, hefði þessi um-
boðsstarfsemi þess gefið því
góðar tekjur.
Sé þessi orðrómur réttur, væri
mjög æskilegt að fá upplýst, hve
mikill gróði félagsins hefir orðið
af þessari sölustarfsemi. Þá
myndi sjást, hvort byggingar-
kostnaður verksmiðjanna hefði
ekki getað orðið verulega lægri,
ef byggingarnefndin hefði sjálf
annast innkaupin og sparað
verzlunarálagninguna. Það er
næsta óeðlilegt, að ríkið borgi
stórfellda verzlunarálagningu af
efni því, sem það þarf til fram-
kvæmda sinna, og rýri þannig
að óþörfy þá fjármuni, sem var-
ið er til framfara. Sú starfsemi,
sem hafin var á árunum 1927—
30, að ríkið annaðist sjálft inn-
kaup fyrir stofnanir sínar, þarf
að færa svo út kyíarnar, að ríkið
geti sparað sér óþarfa verzlun-
arálagningu af efni, sem notað
er til framkvæmda þess.
Ritstj.
Athugið,
að sjálfstæði íslands er mest
undir því komið, hvort íslend-
ingum tekst að byggja upp heil-
brigt atvinnulíf. Takið þátt í
því starfi með því að kaupa
vaxtabréf Stofnlánadeildarinn-
ar.
Vaxtabréf Stofnlánadeildar-
innar kosta kr. 431,30 í dag, en
innleysast með 500 kr. eftir 5
ár. Kaupið þessi bréf og tryggið
þar með framtíð yðar og þjóð-
félagsins.
Alit WiUiams Beveridge:
Ástandið í Þýzkalandi
er hörmulegt
Hinn frægi, enski stjórnmálamaður og mannvinur, William
Reveridge, er nýlega kominn heim úr langri ferð um hernáms-
svæði Breta í Þýzkalandi. Honum ofbauð sú eymd, sem þar bar
fyrir augu, en þó dáist hann að því, hve trúin á betri tíma er lífs-
seig hjá hinni aðþrengdu og sigruðu þjóð. Hann dregur ekki dul
á það, að honum finnst hernámsstjórnum Bandamanna hafa
farizt á margan hátt óhyggilega, og hann leggur til, að nú verði
snúið við og búið að þýzku þjóðinni í samræmi við enskar lífs-
skoðanir og trú á lýðræði og mannréttindi. Fer hér á eftir inntak
þess, sem Beveridge hefir sagt um ástandið í Þýzkalandi.
Ég er nýkominn heim úr
ferðalagi um hernámssvæði
Breta í Þýzkalandi. í Berlín
dvaldi ég í tvo daga. Það voru
fimm atriði, sem athygli mín
beindist sérstaklega að: Eyði-
leggingin, hinn hræðilegi skort-
ur, furðulegir hæfileikar fólks
til þess að laga sig eftir kring-
um<stæöunum, hinn rótlausl
flækingslýður og vandamálin í
sambandi við hann og þau van-
hyggindi, að ganga frá friðar-
skilmálunum meðan hugir
manna eru í uppnámi eftir
stríðsárin.
Eyðileggingin.
Sú eyðilegging, sem dunið
hefir yfir hér um bil allar þýzk-
ar borgir, er svo ægileg, að í
Englandi finnst ekkert, sem
nálgast • það að vera sambæri-
legt. Það getur enginn gert sér
það í hugarlund, nema hann
hafi séð Berlín, Kiel eða Ham-
borg, svo að ég nefni þrjár borg-
ir, sem ég heímsótti. Á margra
mílna svæðum eru hrundar
byggingar, sem ekki er hægt að
gera við, ýmist múrsteinadyngj -
ur með skældium og snúnum
járnum upp úr eða þaklausar,
gólflausar og skörðóttar rústir.
í Hannóver bjó áður 400 þúsund
manns. Þar eru 65 hús af hverju
hundraði svo illa leikin, að ekki
verður við þau gert, og virðist
mér Hannóver þó hafa sloppið
miklu skár en hinar borgirnar
þrjár, sem ég hefi nefnt hér.
Sumar borgir aðrar, eins og til
dæmis Köln, eru þó sagðar enn
verr farnar.
Neyðin.
Allar lífsnauðsynjar, svo sem
matur, húsnæði, eldsneyti og
fatnaður eru af svo skornum
skammti, að fólk getur ekki
varðveitt heilsu sína. Allt æti-
legt er skammtað, og næringar-
gildi þess, sem fullorðnu fólki
er ætlað, er meira en helmingi
minna en nauðsynlegt er til þess
að viðhalda líkamshreystinni. Ég
sá börnum úthlutað sojabauna-
súpu í skólamatsal. Þau fengu
ekkert annað en súpuna, sem
útbýtt var um hádegið — ekki
einn einasta brauðbfita. Fæst
þeirra fengu morgunmat nema
tvisvar eða í hæsta lagi þrisvar
í viku, dagana, sem brauð-
skammtinum var útdeilt.
Þótt hörmulega sé ástatt um
matinn, er þó enn verra urn
húsnæði, þar sem áður bjuggu
þar 1,700,000. Fjölmörg þeirra
húsa, sem þó eru talin íbúðar-
hæf, eru stórlega sködduð,
rúðulaus og þar fram eftir göt-
unum. Tugþúsundir manna búa
í gluggalausum sandpokabyrgj -
um, sem notuð voru sem skýli
í loftárásum stríðsáranna. Þetta
fólk lifir við svipuð „húsakynni“
og hellisbúar á steinöldinni.
í þessum byrgjum er fólki
hrúgað saman. Fletin eru í röð-
um og hvert upp af öðru eins og
rúm er til og svo þröngt á milli,
að tæplega er unnt að smjúga
milli þeirra. Þarna verður fólk
að hafast við í myrkri og fýlu
alla tíma dagsins, sem það er
ekki við vinnu, því að það á
hvergi annars staðar athvarf.
Við þetta verður það að sætta
sig mánuð efir mánuð. Áþekk
byrgi eru sums staðar notuð
fyrir sjúkrahús og þar deyja
berklasjúklingarnir í hrönnum
í myrkrinu, ýmist dragast upp
á löngum tíma eða sálast á fá-
um dögum.
Ekkert eldsneyti
síðastliðinn vetur.
Síðastliðinn vetur var engu
eldsneyti úthlutað til heimilis-
nota, og eins verður það á þess-
um vetri, ef ekki á sér stað
stefnubreyting hjá hernáms-
yfirvöldunum. Allir sjá, hvaða
afleiðingar það hefir í för með
sér, þar sem beztu íbúðirnar eru
yfirleitt rúðulausar og þökin
harla léleg.
Klæðnaðurmn er hörmulega
lélegur. Skólabörn eru annað
hvort alveg berfætt eða um fæt-
ur þeirra er vafið hinum furðu-
legustu druslum. Þegar vetur
leggst að oé snjóar koma, kom-
ast börnin ekki lengur í skólann
til þess að neyta þessarar einu
máltíðar, sem þau fá.
! Húsnæðisleysið er eitt alvar-
legasta vandamálið í Þýzka-
landi. Margir, ef til vill flestir,
fá einhverjar matarsendixagar
frá frændum og vinum, sem búa
úti í sveitunum. Þangað flykk-
ist fólk líka í vón um að fá satt
hungur sitt, og það er ein af
orsökum þess, hversu námur og
verksmiðjur eru afræktar. En
þótt matarskorturinn dragi á-
reiðanlega stórlega úr vinnu-
þreki manna og lífsorku, eru þó
færri, sem misst hafa heilsu
sína fyrir fullt og allt af þeim
sökum. Það er fyrst og fremst
húsnæðisleysið, sem hefir or-
sakað þann heiftarlega berkla-
faraldur* sem ekki verður kveð-
inn niður nema á löngum tíma.
Auðvitað er sú tortíming, sem
Bandamenn hafa valdið í Þýzka-
landi, miklu ægilegri en öll her-
virki Þjóðverja í öðrum löndum.
Ef til vill má segja, að Þjóðverj-
ar hafi þurft að kynnast því,
hvað það var að heyja stríð í
landi sínu. Sennilega hefir þó