Tíminn - 22.11.1946, Qupperneq 3

Tíminn - 22.11.1946, Qupperneq 3
215. blað TÍMINN, föstaclaginn 22. nóv. 1946 3 HINN MIKLI BRUNI, sem varð við Amtmannsstíg síðastliðinn sunnudagsmorgun, heíir enn einu sinni leitt huga manna að því, hvaða hætta vofir yfir þeim hverfum Reykjavíkur, sem þéttskipuð eru gömlum timburhúsum, ef eldur kem- ur upp í stormi. Þegar slíkt ber við, ræður því næstum aðeins hending og heppni, hvar tekst að stöðva bálið, þrátt fyrir ötult slökkvilið og sæmi- leg tæki til þess að berjast með gegn eldinum. Árið 1915 brann fjöldi húsa í miðbænum, og þar á meðal sum mestu stórhýsin á þeim tíma. Fyrir fáum árum brann Hótel ísland og lá mjög nærri, að eldur læsti sig í hin næstu hús, og má þá guð vita, hvar tekizt hefði að stöðva hann. Nú brunnu þrjú hús við Amtmannsstíg til kaldra kola, þar á meðal eitt stór- hýsi, en fjölda mörg önnur skemmd- ust meira og minna. ÞESSIR STÓRBRUN AR og aðrir fleiri ættu að vera öllum alvarleg á'- minning — ekkl aðeins almenningi um að gseta fyllstu varúðar um með- ferð elds og íkveikjuefna og rafvirkj- um um tryggilegan frágang allra raf- lagna, þegar viðgerðir eru fram- kvæmdar, heldur og að gætt sé allra varúðarráðstafana í húsum, sem er eldhætt — brunakaðlar og sá við- búnaður, sem þeim á að fylgja, sé t. d. jafnan til reiðu, ef voðann ber að höndum. Þar sem þetta hefir verið vanrækt hingað til, ættu menn þeg- ar í stað að bæta úr því. Enginn veit, hvenær það kann að vera um seinan. EITT ER ÞAÐ, sem umtal hefir orðið um í sambandi við brunann á Amtmannsstíg og vakið mikla undrun, þótt raunar væri það áður fullkunnugt þeim, sem þar þekktu til. Þarna inni á milli hinna gömlu timburhúsa var geymslustöð olíuverzlunar. — Raun- ar bera forráðamenn olíufélagsins, að þar hafi ekki verið geymt neitt bensín, og ef til vill hafa ekki heldur verið þar neinar olíubirgðir, þótt þeim, sem þetta skrifar, sé ekki kunnugt um, að lögreglan hafi gert neina rannsókn á því. Hins vegar hefir þarna verið stöð- ug umferð olíuflutningabíla alla daga, og voru þeir geymdir þarna, og ekki ótrúlegt, að olíuslattar hafi verið í geymum þeirra, og jörðin smituð af olíu. Er enginn efi á því, að það hefði stórum aukið bálið, ef eldur hefði komizt í geymslustöðina. Verður eftir þessa atburði, þótt seint sé, að krefjast þess, að slíkar stöðvar verði ekki leng- ur hafðar inni I ibúðárhverfum bæj- arins, hvorki þarna né annars staðar, og allra sízt á milli gamalla og skrá- þurra timburhúsa. Það getur orðið dýrt spaug, þótt ekki kæmi beint að sök í þetta skipti. Ekki er þó ótrúlegt, að slökkviliðlð hefði getað spornað meira gegn eldinum annars staðar, ef það hefði ekki þurft að binda Jafn- miklð af tækjum og mannafla við að verja þetta olíuport og gera varð. EKKI VERÐUR HELDUR gengið framhjá því að minnast á eitt atriði, sem torveldaði stórkostlega starf slökkviliðsins eins og oft áður, þegar eldsvoða hefir borið að höndum. Það er vatnsskorturinn. Að vísu er það ekki ný uppgötvun, að vatn skorti í Reykjavík. Það eru óþægjndi, sem ibú- ar stórra hverfa í bænum, hafa longi átt við að stríða. En um leið og rætt er um þessa atburði er rétt að segja það, að þótt fullkomin vatnsveita 1 Reykjavík sé vitaskuld dýrt fyrirtæki, þá er það einnig þung fórn, ef hús brenna eða skemmast til stórra muna í eldsvoða fyrir þá sök, að slökkvi- hðið nær ekki strax' i nóg vatn fil þess að hamla gegn eldinum. SVO ER ÞAÐ PÓLKIÐ, sem í brun- anum lenti. Margt af því var fátækt fólk, sem komst slyppt út úr brenn- andi húsunum á síðustu stundu, sumt á náttfötum einum klæða. Patnaður, innanstokksmunir og annað, sem það hefir verið að eignast á löngum tíma, er að engu orðið. Nýtt húsnæði er ófáanlegt nema með afarkostum eða fast að því. Þó að ættingjar og nán- ustu vinir rétti því sjálfsagt hjálpar- hönd að einhverju leyti, nær það auð- vitað skammt. Vildu ekki einhverjir, sem ifíS hafa á, taka höndum saman um að bæta því að einhverju leyti þann mikla skaða, er það hefir orðið fyrir? Og vilja ekki þeir, sem kynnu að hafa ráð á húsnæði, greiða götu þess? SVO VENDI ÉG mínu kvæði í kross. Kunningi menn hefir beðið mig að koma á framfæri fáeinum orðum um útvarpsrekstur hér á landi, og ég sé ekki neina ástæðu til þess að neita þeirri. bón. Hann telur nefnilega, að einkaréttur sá, sem ríkisútvarpinu hefir verið fenginn, sé úrelt fyrirkomulag. Við séum nú í útvarpsmálum á svip- uðu stigi og við vorum í prentsmiðju- málum fyrir áttatíu árum og meira, meðan yfirvöldin ríghéldu í það fyrir- komulag að ekki mætti reka nema eina prentsmiðju í höfuðstaðnum Þetta einkaleyfi til útvarpsreksturs var eðlilegt og sjálfsagt fyrst í stað — en ekki um alla framtíð. Þeir, sem það vilja, eiga að fá að reka útvarpsstöðv ar, svo fremi sem þeir fullnægja sjálf- sögðum skilyrðum um reksturinn, rétt eins og hverjum sem er leyfist að gefa út blað eða tímarit, og gæti slíkt vel hugsazt, þótt ríkisútvarpið fengi að halda áfram afnotagjöldunum eða meginhluta þeirra. Útvarpsstöð gæti byggt rekstur sinn á öðrum tekjulind- um, líkt og víða er erlendis. Auk þess veitti ríkisútvarpinu alls ekki af því að fá einhverja samkeppni, sagði kunn- lngi nftinn að lokum. NÚ HEPI ÉG gert bón hans og kom- ið þessu nýmæli hans á framfæri. Nú er að sjá, hverjar undirtektir það kann að fá. Sennilegt er', að sumir hverjir líti það óhýru auga. En vilji einhverj- ir leggja orð í belg, er þeim heimilt rúm í þessum dálkum, ef þeir stilla lengd „innleggs" síns í hóf. Grímur í Görðunum. hafi tekist þar ver, en gengur og gerist. Við þess konar yrkis- efni virðist mér einkum tvennt koma til greina: að mannlýs- ingar fari i rétta átt og að rím og form sé viðunandi frá list- rænu sjónarmiði. Um hið fyrra býst ég við að Ó. G. hafi lélega aðstöðu til að dæma og þó ekki síður um það, af hvaða hvötum og í hvaða tilgangi þessi kvæði eru til orðin. Held ég að hann hefði að skaðlausu getað sparað sér getgátur um það. Hvað hið síðara snertir, má ætla að að- staðan sé betri. En á það deilir hann ekki beint, talar aðeins um „rubb“ án nokkurs rök- stuðnings. Ó. G. virðist mér vera einn af þeim, sem ekki geta liðið að persónuleika og starfa samtíð- armanna sé getið, sízt í ljóði og til lofs. Slíkt þykir mörgum bezt fara, að bíði þar til maðurinn er dauður. — Ef til vlll vegna þess, að þá sé minni hætta á afbrýðissemi. — í þessum hugs- unarhætti finnst mér kenna andlegs vesaldóms. Að vísu get ég fallizt á, að hér sé vanda- samara yrkisefni en mörg önn ur, því erfiðara er að meta samtíðarmenn heldur en þá, er að öllu má skoða í ijósi liðinna staðreynda. En yfirlei,tt hafa skáldin hingað til ekki látið sér það fyrir brjósti brenna. Dóm unum verða þau auðvitað að sæta, en þeir verða að byggjast á víðtækari rökum en þeim, að höfundum þeirra sé í nöp við yrkisefnið. Mér finnst það dálítið bros- legt, þegar Ó. G. fer að bera í bætifláka fyrir þá vanmáttar- kennd er hann telur lýsa sér í kvæðum er hann kallar „Til Norðurlandaþjóða“. Og máls- bótin er einkum sú, að Guðm Ingi er bara bóndi, vestur í Önundarfirði. — Ætli það séu miklar líkur til, að betur hefði tekist þótt hann hefði tilheyrt einhverri annari stétt og átt heima t. d. í höfuðstaðnum eða austur í Lóni? Guðmundur Ingi bindur sig lítt við annarra götutroðninga Hann velur sér einatt nýjar leiðir og lýsingar hans af um- hverfinu, og ályktanir hans ALICE T. HOBART: Y ang og yin lungnabólgu. En gat hann bjargað þessu barni, svo aðframkomið sem það var? Gat hann bjargað þvi — tærðu af ópíumnotkun og með innfallið brjóst? Hann tók fram hlustpípu sína. En þá gall við skræk rödd fyrir aftan hann: „Engar djöflakúnstir hér!“ Hann vatt sér við. Gömul og skorpin kona kom haltrandi út úr einu horninu og studdi sig þyngslalega fram á staf sinn. Kon- urnar, sem staðið höfðu í hvirfingu um beð sjúklingsins, hrukku til beggja hliða og hvísluðu óttaslegnar: „Laó tai tai!“ Svo varð dauðaþögn. Þessi litla, gamla kona lyfti staf sínum og benti á Peter. „Burt með þetta galdratól!“ hvæsti hún. Hann flýtti sér að stinga hlustpípunni í vasa sinn. Það tjóaði sjálfsagt ekki að þrjóskazt. Hún drottnaði í þessu húsi. Hver dráttur í andliti hennar var hrópandi vitnisburður um harðýðgislega drottnunargirni. Hann ætlaði samt sem áður ekki að flýja af hólminum. Hann gerði sér engar vonir um, að þessar kínversku konur myndu hlýða fyrirmælum hans á viðunandi hátt, og þess vegna afréð hann að vera kyrr náttlangt. En dvöl hans á þessu kínverska heimili varð lengri. í þrjá sólarhringa vék hann varla frá sjúkrabeði drengsins, heldur vakti yfir, að honum væri hjúkrað á réttan hátt. Þriðja nóttin var nær liðin að morgni. Kertin voru brunnin langt niður í stjakana. Ættmóðirin svaf á stól sínum. Peter sat enn við rekkjuna, en augnalokin voru orðin þung og öðru hverju sigraði svefninn hann. Allt í einu barst honum óvænt hljóð gegum svefnmókið — fótatak. Maður á mjúkum5flókaskóm nálg- aðist. Peter kipptist til og glaðvaknaði á samri stundu. Fyrir aftan hann stóð lærdómsmaðurinn kínverski, herra þessa húss. Hann var lítill vexti og grennri en nokkur kona, andlitið bar vitni um stranga ögun og markvissa fágun — hvar hafði Peter séð þennan mann áður? — í rignmgu um vorið — í burðarstól á götunni. Hinn kínverski höfðingi var auðsjáanlega jafn forviða og Peter sjálfur. Undrunarglampa brá snöggvast fyrir í augunum, þótt á sjálfu andlitinu yrði engin svipbreyting. En aðeins snöggvast. Undrunin breyttist í fyrirlitningu — svo nístandi fyrirlitningu, að Peter fannst eins og sér væri rekið utan undir með kaldri loppu. Kínverjinn hneigði sig með mikilli viðhöfn og hvarf út úr her- berginu, án þess að mæla orð frá vörum. Um hádegisbilið hélt peter heimleiðis, fölur og þreyttur. „Eg skal segja þér það allt,“ sagði hann við Díönu. „En ekki núna. Nú verð ég að hvíla mig.“ Díana læddist á tánum um húsið og þaggaði látlaust niður í Wang Ma. Allt í einu barzt henni óvænt skvaldur utan frá eld- húsdyrunum. Ókunnugur þjónn kom inn með fangið fullt af bögglum, og á undan honum vagaði Wan Ma með miklum fettum og handaslætti. „Gjafir frá húsi borgmeistarans!“ sagði hún, drjúg í bragði. „Til hins l^áttvirta I Sheng!“ — Þjónninn hneigði sig mjög lotningarfullur. „Gefðu honum einn dollara," hvíslaði Wang Ma. „Taó lí krefit þess. Þjónn, sem færir gjafir úr svo voldugu húsi — það getur ekki verið minna en einn dollari.“ Þegar Peter kom niður úr svefnherbergi sínu, sá Díana fyrst, hve þreytulegur og niðurdreginn hann var. „Líttu á, vinur minn!“ sagði hún með ákefð. „Gettu, hvað þetta er? — Gjafir frá borg- meistaranum! Má ég skoða þær?“ „Já — gerðu svo velsvaraði hann tómlega. Tvær jaðiskálar, dvergferskjutré, þrautræktað og klippt, svo að hið fullkomna jafnvægi næðist, rautt silkihengi með tveimur silfurgráum, ísaumugum trönum. Hefði Peter þekkt kínverskar lífsskoðanir betur en hann gerði, myndi hann hafa vitað, að allir þessir hlutir voru tákn lífsorkunnar. „Er þetta ekki dásamlegt?" hrópaöi Díana í fögnuði sínum. „Komdu — við festum silkihengið fyrir ofan myndina af Zenób- usi.“ Peter horfði á hana meðan hún sýslaði með þessa nýju gripi. Jaðiskálarnar lét hún á arinhylluna, beint fyrir neðan kínverska bókfellið sitt. Síðan skipaði hún honum að bera dverg-ferskju trén tvö fram í forsalinn. „Láttu þau á borðin,“ sagði hún valdsmannlega. En svo þagn aði hún skjyjdilega og virti hann íhugandi fyrir sér. „Bara að þú værir ekki svona þreytulegur. Mér finnst þetta vera ánægju- legasti dagurinn, sem ég hefi lifað í Kína. í þrjá sólarhringa beið ég þín alein, og nú ertu kominn heim — og allar þessar yndislegu gjafir .... Ó, Peter — ef þú vissir, hve ég er hreykin af þér Komdu nú og setztu hérna hjá mér og segðu mér alla söguna ....“ Svona lét hún móðan mása, og brátt hafði Peter öðlast aftur fyrra öryggi sitt og áræði — öryggið, sem hann hafði verið sviptur í húsi borgmeistarans. Fögnuður Díönu yfir gjöfunum entist allan daginn. Húsið fékk af þeim nýjan ljóma í hennar augum, og allt fólkið í trú boðsstöðinni kom til þess að dást að þeim. Þegar Berger sá jaðiskálarnar tvær, gleymdi hann öllu uppgerðar lítillæti og barnsleg öfund skein út úr andliti hans. Ailt það, sem hann hafði viðað að sér um dagana fyrir spariskildinga sína, var ekki eins mikils virði og þessi dýra gjöf. En Peter sjálfum var hún harla litils virði. Það var aðeins beyg- urinn, sem hann hafði af hinum kínverska virðuleika, er aftraði honum frá því að endursenda þetta dót allt. Hann gat ekki gleymt bera vott um glöggskyggni og einlægan kærleika til föður- landsins, heimahaganna og nyt- samra starfa. Hann lýsir sjálf- um sér rétt og greinilega með þesum fáu orðum: „Ég elska þetta land og minn átthagagróður og iðjunnar þjónustugjörð. Og hugur minn og starf mitt og ást mín og óður er ilmur af lifandi jörð“. Fjaðraherfi 9 og 15 fjaðra Samband ísl. samvinnuféiaga Jarðarför Guðmnndar Ó. Þórðarsonar fer fram föstudaginn 22. nóv. og hefst með húskveðju að heimili hans á Patreksfirði kl. 2 e. h. Börn og tengdabörn. Stórkostleg bókasýning í Listamannaskálanum I sambandi við sýninguna koma út þrjár gagn- bókasýningu í Listamannaskálanum. Verða þar sýndar mörg þúsund bækur,og ennfremur um 100 myndir og málverk, sem skreytt hafa viðhafnar- útgáfur forlagsins á verkum eins og Grettis sögu, Jónasi Hallgrímssyni og Tómasi Guðmundssyni. Njálu málverkin eru eftir Þorvald Skúlason, Gunn- laug Scheving, Snorra Arinbjarnar, Ásgeir Júlíus- son og Örlyg Sigurðsson. HATIÐABÆKUR: í sambandi við sýningua koma út þrjár gagn- merkar bækur: 1) Grettis saga í útgáfu Halldórs Kiljan Lax- ness. í viðhafnarútgáfu þessari eru 62 myndir eftir Þorvald Skúlason og Gunnlaug Scheving. 2) Jónas Hallgrímsson, annað bindið af verkum hans -í útgáfu Tómasar Guðmundssonar. Fyrra bindið með ljóðum góðskáldsins kom út í fyrra, en í þessu bindi eru önnur verk hans. 3) Síðasta blómið eftir ameríska skopteiknar- ann James Thurber, en þetta er eins konar mannkynssaga í myndum, með texta i ljóð- um eftir Magnús Ásgeirsson. íslendingar eru mesta bókaþjóð í heimi og Helgafell vill reyna að gefa út bækur sæmandi mikilli bókaþjóð. Slík bóka- og listsýning er því viðburður sem eng- inn bóka- eða listunnandi má láta frá sér fara. Sýningin opin framvegis kl. 11—23. J JóLabíaðsaugLýsingar Auglýsendur, sem tetla að auglýsa í jjólablaði Tímans, eru vinsamletfa beðnir að senda auglýsingarnar sem allra fyrst.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.