Tíminn - 23.11.1946, Qupperneq 1
RITSTJÓRI:
ÞÓRARINN ÞÓRARIN8SON
ÚTOEPANDI:
FRAM8ÓKN ARFLOKKURINN
Slmar 33SS o« 4S7S
PRENTSM3ÐJAN EDDA hJ.
RITSTjORA8KRrPSTOFDR
EDD'JI SI Ll»<i .rgðtu B A
Stmar 236S Jg 4371
APGREIÐ8LA, XNNHETMTA
OG ADQLÝSINQASKI :LPSTOPA
EDDDHÚSI. Lli rtargötu BA
31ml 2838
30. árg.
Reykjavík, laugardaglim 23. nóv. 1946
216. blað
Félagsmenn í Ferðafélagi Islands
hafa tvötaldast á fimm árum
Starfsemi félagsins hin myndarlegasta
Aðalfundur Ferðafélags islands var haldinn fyrir nokkru. Á
fundinum voru gefnar margar upplýsingar um starfsemi félags-
ins, en það hefir verið hið athafnasamasta á undanförnum ár-
um. Á þriðja þúsund manns hafa tekið þátt í sumarleyfisferð-
um félagsins tvö undanfarin sumur og félagið hefir nýlega reist
sjöimda sæluhús sitt, sem er við Snæfellsjökul. Árbók seinasta
árs, sem fjallar um Heklu, er nýkomin út, en árbók þessa áres,
sem fjallar um Skagafjarðarsýslu, kemur út bráðlega.
Aðalfundur Framsókn
arfélags Kjósarsýslu
Framsóknarfélag Kjósarsýslu
hélt aðalfund sinn í Reykjavík
síðastliðinn fimmtudag. Mættir
voru fulltrúar úr flestum hrepp-
um Gullbringu- og Kjósarsýslu
ofan Hafnarfjarðar. Rætt var
um eflingu flokksstarfseminnar
á þessu svæði og stjórnmálavið-
horfið.
í stjórn félagsins voru kjörnir:
Björn Konráðsson ráðsmaður á
Vífilsstöðum, formaður, Sigurð-
ur Jónsson skólastjóri Mýrar-
húsum, ritari og Jónas Björns-
son bóndi í Norður-Gröf á
Kjalarnesi, gjaldkeri. Kom hann
i stjóirnina í stað Klemensar
Jónssonar oddvita, Skógtjörn,
er baðst undan endurkosn-
ingu.
Þá voru og kosnir sex fulltrú-
ar til þess að mæta fyrir hönd 'auk Fjallamanna
félagsins á flokksþingi Fram-
sóknarmanna, sem hefst í
Reykjavík 28. nóvember næst-
komandi. Þessir hlutu kosningu:
Gísli Guðmundsson bóndi íra-
felli Kjós, Jónas Björnsson
bóndi Norður-Gröf' Kjalarnesi,
Björn Birnir hreppstjórí Graf-
arholti, Sigurður Jónsson
skólastjóri Mýrarhúsum, Klem-
ens Jónsson oddviti Skógtjörn
Álftanesi, og Björn Konráðsson
ráðsmaður Vífilsstöðum.
Fimm togarar seldir
úr landi
Á einu ári hafa nú verið seld-
ir fimm togarar úr landi. Fyrst
var b.v. Þorfinnur seldur til
Færeyja fyrir áramót. Skömmu
eftir áramótin var b.v. Rán
seldur, en síðan hafa Karlsefni,
Kári og nú síðast Geir verið
seldir úr landi. íslendingar eiga
því nú ekki eftir nema 25 tog-
ara.
ERLENDAR FRETTIR
Úrslit þingkosninganna I
Rúmeníu, sem fóru fram á
sunnudaginn, urðu þau, að
stjórnarflokkarnir fengu 348
þingsæti, en stjórnarandstæð-
ingar 66 þingsæti. Stjórnarand-
stæðingar telja sig hafa verið
beitta ýmsu ofbeldi.
Alvarleg deila er risin milli
Albaníumanna og Breta. Fyrir
nokkru rákust brezkir tundur-
spillar á tundurdufl á Korfu-
sundinu og varð nokkurt mann-
tjón. Bretar hafa síðan látið
slæða sundið, þrátt fyrir mót-
mæll Albaníumanna, og hafa
þelr fundið nýlegar tundur-
duflalagnir. Þykir vist, að hér
hafi Albanlumenn verið að
verki, en óheimilt er að leggja
tundurdufl án þess að tllkynna
það öðrum þjóðum.
Forseti félagsins, Geir Zoéga,
vegamálastjóri, gaf skýrslu um
störf félagsins á starfsárinu, sem
náði frá maí 1945 til maímán-
aðar þessa árs. í skýrslu sinni
gat hann þess, að 30 skemmti-
ferðir voru farnar í fyrrasumar,
þar af 8 sumarleyfisferðir, og
var þátttakendafjöldinn í þeim
samtals 1129. Alls greiddi félag-
ið 129 þús. kr. í ferðakostnað á
sumrinu, en hagnaður af ferð-
unum nam 1150 kr.
Til samanburðar má geta þess,
að í sumar efndi félagið til 35
ferða, þar af 6 sumarleyfisferða,
með samtals 1067 þátttakend-
um. Greiddar voru 118 þús. kr.
í ferðakostnað, en hagnaður af
ferðunum nam rúml. 750 kr.
Vegalengd ferðalaganna í sum-
ar var samanlögð rúml. 15 þús.
km., eða sem svarar tæplega
hálfri leið umhverfis hnöttinn.
Félagatalan er nú 6051. Á s.l.
5 árum hefir félagatalan tvö-
faldazt.
Félagadeildir eru á Akureyri,
Húsavik og í Vestmannaeyjum,
í Reykjavík.
Deildirnar fá árbækurnar fyrir
hálfvirði.
Sæluhús á F^rðafélagið nú
við Hvítárvatn, í Þjófadölum, á
Hveravöllum, í Kerlingarfjöll-
um, á Kaldadal, við Hagavatn
og loks nýbyggt hús við Snæ-
fellsjökul. Var það byggt í sum-
ar, og mun hafa kostað um 40
þús. kr.
Aðalgjaldaliður félagsins er,
auk ferðalaganna, kostnaður-
inn við útgáfu Árbókarinnar.
Hin nýútkomna Heklubók mun
hafa kostað um 80 þús. kr. Með
(Framhald á 4. slðu)
Vínveitingar á kostnað ríkisins og
ríkisstofnana verði afnumdar
-Q
Konur annast löggæzlustörf
Smíöisgallar á
sænsku
bátunum
Nýlega voru lagðar fram á
fundi Sjávarútvegsnefndar bæj-
arstjórnar Reykjavíkur mats-
og skoðunargerðir, gerðar af
Þorsteini Daníelssyni og Vil-
bergi Guðmundssyni, á Svíþjóð-
arbátum Sigurðar Eyleifssonar,
Ingvars Vilhjálmssonar, Haf-
steins Bergþórssonar og Ágústs
Snæbjörnssonar, en samkvæmt
mati þeirra eru vanefndir og
smíðagallar á skipunum frá kr.
25.700.00 upp í kr. 49.300.00 á bát.
Sjávarútvegsnefndin sam-
þykkti að senda Ólafi Sigurðs-
syni afrit af matsgjörðunum til
athugunar, og tilkynna honum,
að þær verði sendar stjórnar-
ráðinu með beiðni um, að það
hlutaðist til um, að þær yrðu
settar fram sem grundvöllur
fyrir skaðabótakröfum á hend-
ur skipasmíðastöðvunum, sem
gerðar yrðu til þeirra, í samráði
við Ólaf Sigurðsson, fyrir van
efndir.
Ólafur hefir siðan skýrt frá
þvl í samtali við fulltrúa bæj-
arlns, að ekkert væri hægt að
gera í þvi máli úti, þar eð búið
væri að ganga frá öllu þar,
varðandi frágang bátanna. Ef
(Framhald i 4. tiðu)
Kvenlögregluþjónum fer stöðugt f jölgandi í London. Hér á myndinni sést
kvenlögregluþjónn vera að stjórna umferðinni á frægasta torgi borgarinn-
ar, Trafalger Square.
Náttúrulækningafél. kaupir Gröf
í Hrunamannahreppi
Félagið ætlar að reka þar heilsuhæli
Náttúrulækningafélagið boðaði blaðamenn á sinn fund í gær
og skýrði þeim frá því að félagið hefði keypt jörðina Gröf í
Hrunamannahreppi og ætlar það að reka þar heiisuhæli. Fer hér
á eftir greinargerð frá félagsstjórninni fyrir kaupunum:
Undanfarin ár heíir neínd
innan Náttúrulækningafélags
íslands (NLFÍ) verið á hnotskóg
eftir hentugum stað fyrir vænt-
anlegt heilsuhæli félagsins.
Hefir stjórn félagsins nú, að
fenginni heimild félagsfundar,
fest kaup á jörðinni Gröf í
Hrunamannahreppi.
Gröf er vel í sveit sett, norðan
við Minni-Laxá, um 105 km. frá
Reykjavík. Jarðirnar Högna-
staðir og Hvammur eru byggðar
úr Grafarlandi, en þó er land-
rými nóg og yfirfljótanlegt til
þeirra hluta, sem félagið ætlar
hana til. Tún er véltækt, stór
mýrarfláki liggur vel við upp-
þurrkun og ræktunarmöguleik-
ar hinir ágætustu, bæði til
garðræktar og túnræktar.
Byggingarskilyrði eru hin beztu,
ágæt leikvalla- og skrúðgarða-
stæði, sundhylir í ánni og skjól-
gott í kring.
Þarna austur eru áætlunar-
ferðir frá Reykjavík árið um
kring, oft í viku að sumrinu, og
samgöngur teppast nær aldrei
af völdum snjóa eða ófærðar.
Og þá er ótalinn höfuðkostur
jarðarinnar, heita vatnið, sem
sprettur þarna upp, 100 stiga
heitt, eitthvað milli 20 og 25
lítrar á sek. og tilheyrir fyrr-
nefndum jörðum þremur. En
óhugsandi væri að reisa hælið,
þar sem ekki er nóg af heitu
vatni til upphitunar, í böð og í
gróðurhús, vermireiti o. s. frv.
Nýtt og vandað fjós er á jörð-
inni fyrir 12 kýr. En bæjarhús
eru gömul og léleg og ráðgert að
byggja þau upp á næsta ári.
Kaupverð jarðarlnnar er 100
þús. krónur, auk 20 þús. kr. fyrir
Rauða Krossinum
ber'st vegleg gjöf
Charles Manning yfirforingi
bandaríska sjóliðsins, sem hér
var, hefir afhent Rauða Krossi
íslands að gjöf allar lyfja- og
umbúðabirgðir sjóliðsins, sem
eftir voru hér á landi er sjóliðið
fór. Hefir yfrforinginn óskað
eftir því, að Rauði Krossinn
deili birgðum þessum milli
helztu sjúkrahúsa landsins.
Ráðherrum og þingforsetum verði ekki
veittur afsláttur á áfengisverðinu
Skúli Guðmundsson hefir nýlega Iagt fram í sameinuðu þingi
tillögu til þingsályktunar um „að Alþingi feli ríkisstjórninni að
hlutast tii um, að áfengir drykkir verði ekki veittir á kostnað rík-
isins eða ríkisstofnana, og afnema þá venju. er gilt hefir, að
einstaka menn fái keypt áfengi hjá áfengisverzlun ríkisins fyrir
lægra verð en aðrir viðskiptamenn verzlunarinnar þurfa að
borga.“
í greinargerð fyrir tillögunni*
segir:
„Flestir æðstu valdamenn hér
á landi, sem halda veizlur á
kostnað ríkisins, hafa þar vín á
boðstólum handa gestum sínum.
Munu þeir telja, að eigi sé sæmi-
legt að halda slíkar veizlur eða
samkvæmi, án þess að áfengir
drykkir séu þar á boðstólum. Þó
má^finna dæmi þess, að veizlur
hafa verið haldnar án þess að
áfengi væri veitt. Má þar nefna
hátíðarveizlu ríkisins á Þing-
völlum árið 1930, sem þáver-
andi forsætisráðherra, Tryggvi
Þórhallsson, veitti forstöðu. Það
dæmi ætti að nægja til að sanna,
að þau samkvæmi, sem haldin
eru án vínveitinga, eru virðu-
legust og með mestum menn-
ingarbrag.
Hér er lagt til, að hætt verði
með öllu að veita áfengi á kostn-
að ríkisins og ríkisstofnana, þar
sem vínveitingar af hálfu þeirra
aðila verða að teljast óviðeig-
andi. Ef æðstu embættismenn
og valdamenn í þjóðfélaginu
hætta að veita vín í veizlum og
samkvæmum, má vænta þess,
að margir aðrir tækju þá sér til
fyrirmyndar I því efni, og gæti
sú ákvörðun þannig haft allvíð-
tæk áhrif í þá átt að draga úr
áfengisneyzlunni.
Þá er í öðru lagi lagt til, að sú
regla verði afnumin að selja
einstökum mönnum vín frá
áfengisverzlunjnni fyrir lægra
verð en almennt gildir á hverj-
um tím*. Ráðherrar hafa notið
þeirra fríðinda að fá áfengi toll-
frjálst og án verzlunarálagning-
ar, og forsetar Alþingis einnig,
þó með einhverjum takmörkun-
(Framhald á 4. siðu)
Verður hafist handa
um selveiðar í stórum
stíl?
Fyrir hálfum mánuði var
stofnað hér i bænum félag, sem
hyggst gera út skip til selveiða.
Félagið hefir nú að undan-
förnu auglýst eftir heppilegu
skipi til að stunda selveiðarnar.
gróðurhús, sem var eign ábú-
ana.
í heilsuhælissjóði félagsins
var ekkl nægilegt fé til þess að
inna af hendi nauðsynlegar
útborganir. En nokkrlr velunn-
arar félagsins hlupu undir
bagga svo að það yrði ekki af
kaupunum, sem að allra dóml
eru hagstæð, ekki sízt með tilliti
(Framhald á 4. tíðu)
Flokksþingið
Attunda flokksþing Fram-
sóknarmanna v^rður sett að
Hótel Borg næstkomandi
fimmtudag kl. 2 e. h. Þann dag
og hinn næsta verða framsögu-
ræður og umræður uni þær.
Horfur eru á að flokksþingið
verði mjög fjölmennt og sótt
ór öllum byggðum landsins.
Sumir fulltrúarnir eru þegar
komnir til bæjarins. Flestir
koma þó ekki fyr en um iniðja
næstu viku. T. d. kemur Esja
að austan á miðvikudaginu og
með henni verða fulltrúar af
Austurlandi og úr A.-Skapta-
fellssýslu.
Fundir þingsins verða aðal-
lega að Hótel Borg og í Mjólk-
urstöðinni. Gert er ráð fyrir,
að því Ijúki með skilnáðathófi
að Hótel Borg þriðjudaginn S.
desember, þar sem jafnframt
verður minnst 30 ára afmælis
flokksins.
FuIItrúr|nir eru vinsamlega
beðnir að hafa samband við
skrifstofu Framsóknarflokksins
f Edduhúsinu við Lindargötu
(síml: 6066) jafnóðum og þeir
koma í bæinn.
Aðflutningsgjald á
vélbátura verði
endurgreitt
Tillaga frá Eysteini Jónssyni og
Pétri Ottesen
Eysteinn Jónsson og Pétur
Ottesen hafa fyrir nokkru flutt
þingsályktunartillögu í samein-
uðu þingi þess efnis, „að ríkis-
stjórninni sé falið að endur-
greiða aðflutningsgjöld af vél-
bátum þeim, sem fluttir hafa
verið til landsins eftir styrjöld-
ina“.
í greinargerð fyrir tillögunni
segir:
Allmargir vélbátar hafa verið
fluttir til landsins eftir styrj-
öldina. Aðfiutningsgjöld af bát-
um eru talsvert tilfmnanleg, og
nú er svo á^tatt, að margir
þeirra, sem flutt haía bátana
inn, eiga fullt 1 fangi með að
standa undir stofnkostnaði.
Aðflutningsgjald af bátum er
sennllega 1 öndverðu sett til þess
að veita islenzkum bátasmíðum
(Framhald i 4. síðu)
Koma héraðabönn
til framkvæmda?
Tillaga frá þingmönnum úr
öllum flokkum þingsins
Fjórir þingmenn, sem eru úr
öllum flokkum þingsins, hafa
nýlega lagt fram í sameinuðu
þingi tillögu til þingsályktunar
um „að Alþingi feli ríkisstjórn-
inni að láta lög nr. 26 frá 1943,
um héraðabönn, koma til fram-
kvæmda eigi síðar en frá 1. júlí
1947“. Þessir þingmenn eru:
Hannibal Valdimarsson, Pétur
Ottesen, Sigfús Sigurhajartar-
son og Skúli Guðmundsson.
í greinargerð fyrir tillögunni
segir m. a.:
„Þó að ílutningsmönnum sé
það vel ljóst, að engu lokamarki
sé náð í baráttunni gegn áfeng-
isbölinu með héraðabönnum
einum, þá telja þeir vonir standa
til, að með því móti mundi
draga verulega úr almennri á-
fengisneyzlu á þeim svæðum,
sem þær ráðstafanir næðu til.
Þegar reynsla fengist svo af því,
að héraðsbann hefði orðið til
bóta á einhverjum stað, mætti
ætla, að önnur héruð eða aðrir
landshlutar færu i kjölfarið og
afnæmu hjá sér útsölustaði á-
fengis með meirihlutaákvörðun
kjósenda. Á þennan eðlilega hátt
gætu héraðabönn smám saman
stefnt að lokamarkinu: algeru
aðflutningsbanni áfengis."
í niðurlagi greinargerðarinn-
ar segir:
„Það má vissulega ekki drag-
ast lengi úr þessu, að Alþingi
geri ráðstafanir til að draga
(Framhald á 4. siðu)