Tíminn - 30.11.1946, Blaðsíða 2

Tíminn - 30.11.1946, Blaðsíða 2
2 TÍMINIV, laiigardagtnn 30. nóv. 1946 221. blað Lauc/ai'daí/ur 30. nóv. Hvað verður úr þessur Allra augu mæna nú til Al- þingis. Nú finna menn, að þar er skjótra aðgerða þörf og mynd- arlegra, en fátt fréttist þaðan. Að sönnu hefir 12 manna nefnd setið alllengi, en engan sýnileg- an árangur hefir það borið. Hins vegar vita menn, að hag- fræðinganefndin hefir lokið störfum, en með álit hennar er farið eins og „viðkvæm utan- ríkismál“. Sýndist þó eðlilegt að sumt af því a. m. k. væri birt alþjóð, þegar í stað. Það virðist t. d. vera þjóðinni meinlítið, þó að hún fengi að heyra nvernig gjaldeyrismál hennar standa að áliti hagfræðinganna. En það er e. t. v. einhver hópur manna, sem telur sér slíkar upplýsing- ar ekki bagalausar, og þeirra vilji og þeirra hagsmunir eru teknir fram yfir vilja og hag alþjóðar eins og oftari. Þjóðviljinn hefir að vanda verið kokhraustur og djarfmáll í haust. Sá hefir nú ekki skafið utan úr því, sem íhaldið hefir féngið hjá honum. Samstarfs- mönnunum í stjórninni hefir verið brigzlað um að stefna sjálfri „nýsköpuninni“ í háska, auk alls annars. Og formaður smastarfsin^, Ólafur Thors, hefir fengið ljóta lýsingu. Hann væri svo óábyggilegur, missögull og skreytinn, að engu orði hans væri trúandi. Hátíðleg loíorð og skrifaðir samningar þessa manns væru einskis virði. Jafn- framt hefir svo blaðið flóð í tárum af ást og umhyggju fyrir alþýðustéttunum, og síð- ast í fyrradag er þar grein um það grátlega ástand, að flokk- ar fólksins skuli ekki geta sam- einazt gegn Ólafi Thors og mö.nnum hans, sem hafi sölsað öll þýðingarmestu málin undir sig og svíkið þjóðina í tryggð- um, bæði i sjálfstæðismálum og fjármálum. Svona er nú skrifað, en meðan þessu fer fram, eru fulltrúar flokksins þaulsætnir á laun- stefnum með Ólafi Thors, og vinna þar með honum að því að semja nýja plötu og koma sam- an nýjum auglýsingum. Ólaf- ur tekur ekki nema hóflegt mark á skrifum Þjóðvíljans. Hann veit hvað kverkablástur er, og þekkir eðli froðunnar. Hann þolir því vel að sjá í Þjóð- viljanum, að það sé furðulegt, að nokkur skuli ætlast til þess, að Ólafur Thors sé talinn heið- arlegur stjórnmálamaður. Ólafur Thors leggur sig mjög eftir sáttum við Sósíalista þessa dagana. Hann treystir sér til að geta teygt sinn flokk býsna langt. Ef hann neyðist til að semja um eitthvað, sem á að vera hnekkir fyrir braskara- valdið, segir hann sínum mönn- um: Annaðhvort gerum við þetta sjáifir, eða það verður gert án okkar. Og þið vitið, að okkur hefir tekizt að framfylgja háum skattstiga, þannig að menn hafa getað komið sér upp sumarbústað fyrir hálfa milj- ón á einu ári, án þess að safna skuldum eða spara í nokkru. Þá skilur flokkur braskar- anna, að það er um að gera, að þeir hafi framkvæmdavald- ið. Um Alþýðuflokkinn er Ólafur ekki hræddur. Hann treystir því, að hann fái 7 atkvæði á Alþingi fyrir þau rúmlega 100 atkvæði, sem hann lánaði Ás- r /f ítðaíanqi Morgunblaðið lagast. •Dálítið er Mbl. farið að lag- ast í umræðum um gjaldeyris- málin og grobbstjórnina. Nú segir það, að samið hafi verið um að verja verulegum hluta erlendu innstæðnanna til öfl- unar nýrra tækja, en hingað til hefir það sagt meginhluta. Það er eins og það sé farið að skilja, að 3 séu ekki nema verulegur hluti af 12, — ekki meginhlut- inn, eins og það hefir sagt hingað til. Þetta er strax í átt- ina. Ekki má nú heimta of mik- ið í einu. Mbl. og áfengismálin. Mbl. birti leiðara um áfengis- málin núna í vikunni. Efni hans er í stuttu máli það, að allar þessar áfengismálatillögur á Al- þingi séu einskisvirði eða verri en það. Tvennt sé alvarlegt við áfengismálin: Ofdrykkjumenn- irnir, sem ættu að vera í sjúkra- húsi, og vínnautn unga fólks- ins. Það eigi ekki að þola drukkna menn á samkomum. Þetta síðasta var furðu vel mælt, svo þvælulegt, sem var á undan. En gott er það, að Mbl. finnur til þess, að drykkju- skapurinn getur gert menn að aumingjum. Nú skal því góða blaði bent á, að það þykir næsta fávíslegt að miða baráttu sína við afSra sjúkdóma við það eitt, að vista þá, sem orðnir eru aumingjar, í hælum. Þvert á móti er rösklega reynt að hafa uppi á þeim, sem eru smitberar og sýkja út frá sér, og þeir eru jafnvel sviptir frelsi sinu og einangraðir á hælum, þó að þeir séu svo vel af guði gerðir, að þeim verði aldrei illt. Þetta er samt gert, svo að þeir sýki ekki aðra. Þetta er gert fjöld- anum til öryggis, af því hér eru hættulegir menn á ferð. Það væri æskilegt, að Mbl. vildi hugleiða þessar staðreynd- ir og byggja svo næstu greinar sínar um ofdrykkjusjúklingana og málefni þeirra á þeim hug- leiðingum. Það er alltaf gott ef menn vilja hugsa áður en þeir tala. Hvað hafa þeir gert? Mbl. er enn með þann ó- þverraróg, að Framsóknarmenn hafi spillt fyrir dilkakjötssöl- unni í fyrra eftir mætti. Einu rökin, sem það hefir fram að færa í því efni eru þau, að Dag- ur sagði, að menn spöruQu kjöt- kaup eftir fremstu getu, vegna óvissu þeirrar, sem ríkti um til- högun niðurgreiðslu o. fl. Þess- um gömlu kjötverkfallskemp- um og grasösnum, sem bera á- byrgð á fyrirkomulagi kjötsöl- unnar í ár og í fyrra, fer sann- arlega annað betur en svona rógburður. Eða hvenær hafa þeir reynt að örva sölu á ís- lenzku kjöti? geiri vini sínum, og Hannibal og Gylfi verði bara venjúlegir fimmmenningar, sem enginn þurfi að taka mark á eða hafa óþægindi af. Og kommúnist- arnir ættu að sjá það, að fjár- hagslegt hrun og yfirgangur braskaravaldsins er heppileg forræktun á jarðvegi byltingar- innar. Til frekari áréttingar er svo Morgunbl. látið birta langar greinar um „nytsama sakleys- ingja“ í þjónustu kommúnista í framandi löndum. Þannig deplar Ólafur Thors augunum framan í þessa vini sína, ef í þeim kynni að leynast austrænt blóð. Hvað kemur næst? Mbl. segir, að Tímaliðar hafi varað bændur við að selja hross á pólska markaðinn. Ekki var það Tíminn, sem kom því til leiðar með útvarpsauglýsingu, að bændur ráku hross sín á af- rétt, en það varð til þess, að sumir náðu ekki til þeirra, þeg- ar markaðirnir voru haldnir. Mbl. mun ekki takast að benda á, að Tíminn hafi með einu orði spillt fyrir sölunni til Póllands, hvorki með því að segja hana óglæsilegri en hún er, né heldur að loka augum manna fyrir því, að hrossastofn landsmanna er kvíðvænlega mikill.- Nytsamir sakleysingjar. Þessi klausa er í Mbl. í fyrra- dag, feitletruð: „Því miður er fjöldi manns hér á landi, sem í augum kom- múnista eru nytsamir sakleys- ingjar. Það eru þeir, sem trúa fagurgala og falsi kommúnista um lýðræði og mannréttindi. Þessir menn styðja oft kom- múnista, þó þeir séu andvígir stefnu þeirra í raun og veru og eru stundum beztu stuðnings- mertji þeirra að lyfta þeim í valdastólinn. Enginn íslend- ingur ætti að láta kommúnista hafa sig að „nytsömum sak- leysingja". Hverjir skyldu nú eiga þessa sneið? Þú skalt ekki ljúgvitni bera. Það myndu þykja rangir reikningar, ef bóndi, sem hefði stundað vegavinnu í þrjá mán- uði teldi ekki laun sín þar með öðrum tekjum sínum, eða út- gerðarmaður sleppti alveg nið- ur tekjum af sumum greinum aflans af skipi sínu,. þegar þeir teldu fram árstekjurnar i heild. Þó að allar tölur væru réttar, svo langt sem þær næðu, væri þó skýrslugerðin fölsk og niður- stöður rangar, því að veiga- miklum liðum, sem með ættu að vera í dæminu, væri alveg sleppt. Þannig eru reikningar Odds Guðjónssonar, þeir sem síðan eru uppistaða í leiðurum Mbl. Það vantar ekki að tölurnar séu réttar, en það vantar sumar þeirra. Svo bregzt maöurinn illa við, þegar sagt er, að hann beri ljúgvitni í gjaldeyrismál- unum. Hann bendir á það, að tölurnar séu réttar. Það eru þær að vissu leyti, en þær eru ófull- nægjandi og gefa alveg ranga hugmynd. Og þegar maðurinn segir svo, að þarna sé komin öll gjaldeyrisnotkunin 1 tvö ár, þá er það rangt. Þá skrökvar hann. Þá ber hann ljúgvitni í gjaldeyrismálunum, alveg eins og sá telur rangt fram, sem sleppir sumum tekjuliðunum, (FramhalcL á 4. síðu) HVQRIR ERU SLEFBERAR? Ég hefi stundum boðið Mbl. rökræður um þjóðmál og hazl- að því hólmgönguvöll um á- kveðin deilumál. Það hefir aldrei orðið við slíku, en jafnan notað dylgjur, undanbrögð og vífilengjur, þar sem hafa skyldi rökræður um málefni. Mbl. birtir í dag forustugrein undir nafninu „Tímans" tönn. Vegna þess, að ég er andstæð- ingur blaðsins, vil ég biðja menn að lesa þá grein, og mun flestum ofbjóða óþverrinn. Trúi ég engum nema Jóni Pálmasyni til að hafa samið, þó að ábyrgðin sé Valtýs. í þessari grein er ég kallaður „einn helzti slefberi Tímans“, og sagt, að ég hafi gefið í skyn „að Pétur Magnússon hafi komið á þeirri reglu, að hafa vínveitingar í opinberum veizl- 'um og einnig hinu, að ráð- herrar og forsetar Alþingis fái áfengi með kostnaðarverði". Þetta er bláköld lygi hjá blað- inu. Ég tók það glöggt l'ram í grein minni, að þessi siður væri eldri en ráðherradómur Péturs Magnússonar og ræddi t. d. um venjur á skömmtunartímanum í því sambandi. Hélt ég þá Mbl,- menn ekki svo fáfróða, að þeir héldu, að Pétur hefði verið ráð- herra þá. Hér ,er því annað- hvort um að ræða, meiri fá- fræði og heimsku hjá greinar- höfundi Mbl. en mig gat órað fyrir, eða blátt áfram vísvitandi ósannindi, Ég gat búizt við því, að ein- hverjum myndi svíða, að á- fengismálin væru nefnd eins og ég gerði. En ég hefi aldrei fundið hjá mér hvöt til að skrifa grein, til að koma mér í mjúkinn hjá spilltum brenni- vínsberserkjum, og þykir vel að þeim svíði undan penna mín*- um. Það er svo óendanlega lít- ils virði, þó að Mbl. kalli mig slefbera, hjá því, ef eitthvað gæti þokazt til hins betra í á- fengismálunum. En ég vil skora á Mbl. að færa rök að því, sem það fullyrðir nú, að „forsetabrennivínið“ hafi tíðkazt alla tíð síðan bannið var upphafið. Ég hefi það fyrir satt, að sú tilhögun hafi verið tekin upp á tímum utanþings- stjórnarinnar, en alls ekki tíðk- azt meðan áfengisverzlunin heyrði undir Framsóknarmann. Fyrst ég fór að skrifa um þessa ómerkilegu grein, er rétt að gera henni betri skil, og sýna hver helztu rökin eru hjá blaði forsætisráðherrans. Þau eru þessi, auk þess sem þegar er nefnt, að Tímamenn hafi spillt fyrir kjötsölu í fyrra og yfirleitt kjötmarkaðinum nú, með því að spilla hrossasölu til Póllands. Þetta er hvorttveggja tilhæfu- laus rógur. Síðan er minnzt á skrif Tím- ans um launagreiðslur til stjórn- ar síldarverksmiðjanna. Ef Mbl. raunverulega vill ganga í vörn fyrir þær tölur og tilhögun, þá mun ég vera til með að ræða það með rökum, m. a. bæði ferðakostnað, dvalarkostnað og símkostnað stjórnarherranna. Síðast vitnar svo blaðið í útreikninga Odds Guðjónssonar um gjaldeyrismálin. Hélt ég þó, að fáir myndu flíka þeim nú orðið, og er hvorki Oddi né Mbl. greiði gerður með því að minna á þau efni. En hér er ekki röksemdunum fyrir að fara. Ég vil hér ennþá skora á Mbl. að rökræða við mig þau efni, sem þessi forystugrein víkur að. 1. Kj ötsölumálin og afskipti flokkanna af þeim. 2. Hrossasöluna til Póllands, auglýsingarnar og framkvæmd. 3. Launagreiðslur og kostn- að vegna stjórnarherra Síldar- verksmiðja ríkisins. 4. Áfengismálin. 5. Gjaldeyrismálin, hvernig með gjaldeyrinn hefir verið far- ið síðustu tvö ár og hvernig nú er ástatt. Ef að líkum lætur mun Mbl. ekki hætta sér í rökræður, nú fremur en fyrri. En hitt vænti ég að verði sjálfu því verst, ef það heldur áfram' sama hætti og í dag að beita fyrir sig rök- þrota vesalingum, sem úr skúmaskotum beita rógglefsum og rangfærslum í garð þeirra manna, er sagt hafa sannleika, er þeim svíður undan. 28. nóvember 1946. Halldór Kristjánsson. SKULI GUÐMUNDSSON: ÁSGEIR JÓNSSON frá Gottorp sjötugur eitt ár hjá þeim hjónum Sig- Stóru-Borg, og Ólafur, nú bú- urði Jónssyni, síðar ráðherra, settur á Hvammstanga. Ásgeir Jónsson, fyrrum bóndi í Gottorp, er 70 ára í dag. Hann er fæddur á Þingeyrum 30. nóv. 1876, sonur Jóns Ásgeirssonar og Signýjar Hallgrimsdóttur. Faðir hans og afi, Jón á Þing- eyrum og Ásgeir, bóndi og al- þingismaður, Einarsson frá Xollafjarðarnesi, voru báðir þjóðkunnir menn. Ætt þeirra má rekja til bænda og presta í Strandasýslu aftur á 17. öld, en Ásgeir frá Gottorp er 11. maður í beinan karllegg frá skáldinu Einari presti Sigurðssyni í Hey- dölum, er dó árið 1626. Kona Ásgeirs Einarssonar, amma Ás- geirs í Gottorp, var, sem kunn- ugt er, Guðlaug Jónsdóttir kammerráðs frá Melum í Hrúta- firði. — Signý, móðir Ásgeirs, var þingeysk. Hún var glæsileg gáfukona og vel skáldmælt. Fað- ir hennar var Hallgrímur bóndi á Víðivöllum í Fnjóskadal og Fjósatungu, Þorláksson, bónda á Vatnsenda í Ljósavatnsskarði, Jónssonar. Kona Þorláks á Vatnsenda var Signý Hallgríms- dóttir, af Svalbarðsætt, systir Þuríðar • konu séra Jóns Þor- steinssonar, sem Reykjahlíöar- ætt er frá komin. Er Ásgeir þannig tengdur þeim fjölmennu ættum. Móðir Signýjar yngri, amma Ásgeirs, var Aðalbjörg Jónsdóttir frá Grímsgerði í Fnjóskadal, Guðmundssonar. — Hún var uppeldisdóttir Björns í Lundi. Tveggja ára gamall fór Ás- geir frá Þingeyrum að Mælifelli í Skagafirði til séra Jóns Sveins- sonar landlæknis Pálssonar og Hólmfríðar Jónsdóttur frá Reykjahlíð. Ólst hann þar upp unz hann, nokkru fyrir ferm- ingaraldur, fór með móð- ur sinnri að Litladalskoti í Tungusveit, en hún giftist þá Dýrmundi Ólafssyni, og bjuggu þau þar. En strax eftir ferm- ingu fór Ásgeir norður að Yzta- Felli í Þingeyjarsýslu og var þar og Kristbjörgu Marteinsdóttur. Að því ári liðnu fór hann aftur Ásgeir Jónsson. vestur í Skagafjörð til móður sinnar. Dýrmundur stjúpi hans veiktist þá um sumarið og dró sá sjúkdómur hann til dauða veturinn eftir. Ásgeir vann að heyskap með móður sinni um sumarið og hirti einn fénað hennar næsta vetur, þá 16 ára gamall. Signý bjó í Litladals- koti um tíma eftir að maður hennar dó, en fluttlst síðan til Valdemars bróður síns að Más- stöðum í Vatnsdal. Synir henn- ar og Dýrmundar, hálfbræður Ásgeirs, eru Aðalsteinn, bóndi á Árið 1893—94 var Ásgeir að hálfu á Nautabúi í Skagafirði hjá hjónunum Árna Eiríkssyni og Steinunni Jónsdóttur frá Mælifelli, en að hálfu hjá séra Jóni Magnússyni á Mælifelli. Síðan fluttist hann vestur i Húnavatnssýslu og var þar um tveggja ára skeið á ýmsum stöð- um, Þingeyrum, Stóru-Borg og víðar. Á þessum árum tók hann að þjást af meinsemd í hálsi, og fór þá norður til Akureyrar að leita sér lækninga hjá Guð- mundi Hannessyni, síðar pró- fessor. Var Ásgeir þar nyrðra í 3 ár, á Akureyri og í grennd, oftast á vegum Guðmundar læknis, og fékk bót meina sinna hjá honum. Að þessum tíma iðnum fór Ásgeir aftur vestur í Húnavatnssýslu og gerðist vinnumaður í eitt ár hjá Bene- dikt Blöndal í Hvammi í Vatns- dal. Næstu árin var hann lausa- maður í Vatnsdal og fékkst við sitt af hverju. Einkum vann hann þó að fjárhirðingu og tamningu hesta, en hann var þá orðinn þekktur sem góður tamningamaður. Hann var góð- ur sundmaður og kenndi sund í allmörg ár 1 Austur-Húna- vatnssýslu, og a. m. k. eitt vor í SkagafirðL Á þessum árum, um aldamót- in, mátti oft sjá ungan mann á ferð í Húnaþingi. Hann var glæsimenni, í hærra lagi á vöxt, þrekinn og karlmannlegur. Sá hafði góðhesta til reiðar, og fór oft mikinn. Hann kvað góðar vísur snjöllum rómi, og tignaði fegurðina í fleiri myndum. Gleðimaður þessi var Ásgeir, sonur vísnahöfundarins og hestamannsins, fágæta og á- gæta, Jóns Ásgeirssonar á Þing- eyrum. Haustið 1903 fór Ásgeir í bændaskólann á Hólum og var þar við nám í tvo vetur. Að lok- inni skólavist var hann eitt ár til heimilis á Nautabúi í Skaga- firði hjá Jóni Péturssyni, en vorið 1906 fór hann til Jóns Hannessonar L Þórormstungu í Vatnsdal og var þar næsta ár, og síðan eitt ár lausamaður í Hnausum. Þar var þá einnig Signý móðir hans. Vorið 1908 fluttist Ásgeir að Gottorp í Þverárhreppi í Vest- ur-Húnavatnssýslu og gerðist bóndi þar. Signý móðir hans fór þangað með honum og var bú- stýra hans fyrstu árin. Gottorp er lítil jörð, vestan Víðidalsár, þar sem hún fellur í Hópið. Eigandi jarðarinnar var þá Guðjón bóndi á Leysingjastöð- um í Þlngi, hálfbróðir Ásgeirs. Haustið 1908 kom Guðjón eitt

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.