Tíminn - 30.11.1946, Blaðsíða 3
221. hlafS
IÍMIM, laugardagiim 30. nóv. 1946
KeðjuráFarmaii
dráttarvéiar
Samband ísl. samvinnuf éiaga
ÁL/CE T. HOBÁRT:
Jeppaeigendur
Fáum næstu daga ódýr, sterk og snotur
hús á jeppa.
Húsin eru mjög létt, aðeins 30 kg. þyngri en-venjulegar
blæjur.
Næstu daga verSur sýnishorn af húsunum til sýnis
við verzlun okkar, Laugaveg 168, og verður þar tekið á
móti pöntunum.
STILLIR H.F.
Laugaveg 168 — Síml 5347.
sinn að Gottorp, og var Jónas
Björnsson á Hólabaki í för með
honum. Guðjón sagði Ásgeiri,
að hann hefði ákveðið að selja
Gottorp; mun hafa þurft þess
af fjárhagsástæðum, og Jónas
vildi kaupa. En Ásgeir átti
kauparéttinn, sem ábúandi. Voru
honum gerðir tveir kostir, að
kaupa jörðina fyrir 1200 krónur
og borga út í hönd, eða afsala
sér kaupréttinum og flytja af
jörðinni næsta vor. Fékk hann
stuttan frest til ákvörðunar.
Þetta fyrsta búskaparár Ás-
geirs var kynbótahestur sveit-
arinnar, svonefndur Þorgríms-
staðajarpur, í umsjá hans. Eftir
heimsókn þeirra Guðjóns og
Jónasar söðlaði Ásgeir Jarp og
reið á fund þriggja bænda, sem
hann bar gott traust til. Það
voru þeir Hallgrímur Hall-
grímsson i Hvammi, Björn Ey-
steinsson í Grímstungu í Vatns-
dal og Ari Eiriksson á Valdalæk
á Vatnsnesi. Þessir þrír menn
lánuðu honum jarðarverðið. —
Fengu þeir honum lánsféð í pen-
ingum heima *hjá sér, án þess
að krefjast nokkurra sérstakra
trygginga. Á þennan hátt eign-
aðist Ásgeir jörðina. Hann end-
urgreiddi þeim Birni og Ara
lánin á næstu 2—3 árum og
Hallgrími nokkru síðar.
Ásgeir og Signý móðir hans
komu með 19 ær að Gottorp
þegar þau byrjuðu búskap þar,
vorið 1908. Með þennan litla
fjárstofn hóf Ásgeir þær sauð-
fjárkynbætur, sem gert hafa
hann sjálfan og garð hans þjóð-
frægan fyrir löngu. Hér verður
þeirri starfsemi ekki lýst, því að
það hefir verið gert af öðrum,
sem er mér færari til að dæma
um það efni, en eigi mun of-
sagt, að á því sviði landbúnað-
arins hafi Ásgeir í Gottorp ver-
lð I röð allra fremstu umbóta-
manna. Að þessu þjóðnytja
starfi vann hann um 3 áratugi,
án þess að njóta til þess nokk-
urs fjárhagslegs stuðnings frá
öðrum. Kynbótafé frá honum
mun hafa verið flutt í allar
sýslur landsins, nema Austur
Skaftafells- og Þingeyjarsýslur,
og er því mikill fjöldi bænda
sem hefir notið góðs af fjár-
ræktarstarfsemi hans.
Oft mun Ásgeir í Gottorp hafa
haft einn húskarl sér til að-
stoðar við bústörfin, einkum að
vetrinum. Venjulega voru það
unglingspiltar, en sumir þeirra
toldu ekki lengi hjá honum, því
að þeim þótti húsbóndinn nokk-
uð nöldursgjarn og kreddufast-
ur. Umgengni og framkoma hjá
hrútum, lömbum, ám og hest
um þurfti að fara eftir föstum
reglum, og mátti þar i engu
skeika. Menn kunna misjafn
lega vel að taka leiðbeiningum
og þræða götur reglugerða, og
sumir ungu mennirnir kusu því
að hverfa frá Gottorpsbónda til
annarra staða, þar sem ná-
kvæmnin var minni og meira
frjálsræði i vinnubrögðum. En
enginn vafi leikur á því, að
vetrardvöl hjá Ásgeiri í Gottorp
hefir verið góður skóli fyrir
unga menn, sem vildu gera bú
fjárrækt að ævistarfi sinu.
Ásgeir hætti búskap árið 1942
Bar þar einkum tvennt til
Heilsu hans var nokkuð að
hnigna, og gat hann því ekki
gengið að öllum störfum, sem
búreksturinn heimtar, en nú á
tímum er ekki hægt að reka
lítið bú með aðkeyptum vinnu
krafti. Sauðfjárveikin hafði
valdið honum miklu tjóni, eins
og fleirum, og skert bústofninn
Bóndinn í Gottorp hafði þegar
skilað góðu og merkilegu dags-
verki. En hann átti þó eftir að
„auka degi í æviþátt". í fyrra
tók hann að rita endurminning-
(Framhald á 4. slöu)
Y ang og yin
garðinum á ættarsetri lærdómsmannsins Sens höfðu ljósker verið
tendruð og hengd á þrífætur úr bambus, og hátt yfir þökin
glæfði sjálft himnaljósið, er fest hafði verið á geysiháa stöng.
Bjarminn frá því féll yfir altari, sem hafði verið fagurlega
skreytt til hinnar fyrstu af þeim þrem helgiathöfnum, sem áttu
sér svo rík ítök í sál Kívnerja. Öll þeirra von um heill og ham-
ingju var byggt á fortíðinni, sem varðveitti í skauti sínu hvert
smáatvik og hvert talað orð.
Á altarinu voru hlaðar af eplum og appelsínum. Milli drifinna
stjaka var ævafornt ker úr bronsi, fullt af brennandi reykelsi.
Anganina lagði um allan garðinn, og reykurinn lyppaðist upp í
loftið. Það, sem andardrátturinn er mönnum, það er reyk-
elsið guðunum.
Það var komið að miðnætti. Flugeldarnir xufu næturmyrkrið.
Hinn hálærði Sen, æðsti prestur ættar sinnar, gekk fram, full-
ur lotningar, og kraup á kné á silkisessu við altarið. Langar,
grannar hendur hans mættust og lukust saman eins og tveir
helmingar, sem svara nákvæmlega hvor til annars. Þrisvar
hneigði hann sig djúpt með þeim ósegjanlega virðuleik, sem
Kínverjum er í blóð borinn og þróazt hefir frá kyni til kyns.
Hann beygði höfuð sitt í duftið í hljóðri tilbeiðslu himins og
; arðar.
í annað sinn gekk hann fram í nafni ættar sinnar og hneigði
sig fyrir heimilisguðunum- — aringuðinum, portguðinum, dyra-
guðinum, rekkjuguðinum og rekkjugyðjunni. Og enn beygði
hann mjótt, tiginmannlegt bakið og snart jörðina með enninu.
En í þriðja skiptið, sem lærdómsmaðurinn Sen kraup á kné,
var það fyrir framan hina heilögu töflu forfeðranna. Skálar með
nýsoðnum mat höfðu verið látnar á gólfið fyrir neðan hana, svo
að andarnir gætu nærzt af gufunni, er steig upp til þeirra.
Síðan hófst kvöldmáltíðin, sem enginn, er ekki var afspringur
ættarinnar, mátti taka þátt i — jafnvel ekki hinir nánustu
vinir. Öll ættmennin voru saman komin við borðið. Æðsti prest-
urinn hafði innt sín embættisverk af höndum, og nú settist ætt-
móðirin í forsætið. Við hlið hennar sat drengurinn Sen Ló Shí.
Þegar komið var fram á stund tígrisdýrsins og áður en nokk-
ur hani galaði, braut Sen innsiglið af vængjahuröunum i port-
inu og opnaði bústað sinn fyrir hamingjudísunum. Og nú, þeg-
ar nýja árið var runnið upp, endurtók hann hneigingar sínar
fyrir himni og jörð, heimilisguðunum og forfeðrum sínum og bað
þá verndar og varðveizlu á komandi ári, nákvæmléga á sama
hátt og hann hafði fáum stundum áður þakkað þeim fyrir hand-
leiðsluna á liðna árinu. —
Hið fyrsta tungl, tunglið heilaga, var prðið kringlótt -og fullt.
Veizlur, nýársheimsóknir, leikhúsferðir og hljóðfærasláttur —
allt rak hvað annað. Hinn ungi sonur Sens, hinn dýrmæti vaxt-
arbroddur ættarinnar, gekk frá einni veizlunni til annarrar, til-
beðinn og dáður af öllum. í dag sat faðir hans ásamt sex vinum
ættarinnar að mah-jong-spili. Allt var hljótt og hátíðlegt. Ló
Shí horfði á þá um stund. Síðan reikaði hann inn í gestasalinn,
þar sem amma hans tók á móti nýársgestunum. En hér var ein
mitt setið við spilaborð. Allir voru þöglir, því að spilið fangaði
hug allra og þoldi ekki neina truflun. Ló Shí var hinn eini, sem
þorði að koma nálægt ættmóðurinni, þar sem hún sat við spila-
borðið. En hann gat líka leyft sér hvað sem var — að hennar á-
liti var allt gott, sem hann gerði. Hann var lengi þarna hjá
konunum, lét dekra við sig og troða í sig alls konar sælgæti.
En svo þreyttist hann líka á því, og nú slangraði hann inn í
sal forfeðranna. Hann stóð lengi á þröskuldinum og virti fyrir
sér hátíðarétti, sem öndum höfðu verið færðir. Þeir höfðu verið
xeiddir fram á ferhyrnt borð neðan við töflurnar — angandi mat-
ur í stórum skálum, fimm staup með dýru víni og fimm bollar
með tei. Og það voru meira að segja til reiðu fimm ylvolgar
þurrkur, svo að andarnir gætu strokið sér um munninn að mál-
tíðinni lokinni.
Ló Shí sá í anda skýra mynd af hinum fimm dánu mönnum,
er sátu þarna á hinum fimm stólum. Hann þekkti þá alla, þvi
■að þarna hafði hann séð þá frá því hann var lítill drengur —
þegar amma hans bar hann á armi sér á fund þeirra. Oft og
mörgum sinnum hafði hún látið hann krjúpa á kné fyrir framan
hinar heilögu töflur, og hann mundi enn eftir því stimabraki,
sem það hafði kostað. Hann minntist þess, hve fast hún tók
um hendur hans, þegar hún var að kenna honum að spenna
greipar, og hve fast hún studdi á hnakka hans, þegar hún var
að kenna honum að hneigja sig svo djúpt, að ennið snart gólfið
Seinna kraup hann á kné við hlið föður síns, æðsta prests ætt-
arinnar.
En jafnvel þessi sýn gat ekki fangað huga hans til lengdar.
Hann sneri baki við öndunum og matborði þeirra og reikaði út
í garðinn og inn á milli klettanna og hamranna, sem þar höfðu
verið hlaðnir upp. Áður en hann vissi af, var hann kominn inn 1
dimman og saggafullan helli, þar sem hann gat aðeins óljóst
greint gyðju miskunnseminnar, sem höggvin var í klettinn. Hann
smeygði sér framhjá henni, skáskaut sér til þess að reka sig
ekki á steinana, sem sköguðu lengst fram, og rambaði upp mjó-
an og krókóttan stíg, er lá upp í skála á þaki hellisins. Þar stað
næmdist hann um stund og horfði út yfir garðinn, er nú lá fyrir
fótum hans. Allt í einu fannst honum hann vera orðinn dauð-
þreyttur. Hann klappaði saman lófuum. Ambátt Laó tai tai, sem
hafði það starf með höndum að fylgjast með hverju fótmáli hans
kom undir eins á vettvang. Það var eins og henni skyti þarna upp
úr jörðunni.
„Te — kökur.“ skipaði hann.
Þegar hann hafði lokið þessari aukamáltíð sinni, ranglaði hann
inn í garðinn við bókasafnið og settist þar á bekk við steinborðið
er forfeður hans höfðu látið hörpur sínar hvíla á fyrir tvö
hundruð árum. Brátt seig hið þreytta höfuð einkasonarins Ló Shí
niður á það. Því fór fjarri, að hann væri enn búinn að ná fullum
þrótti eftir hina löngu sjúkdómslegu, og hinar mörgu hátíðir og
SK AUT AHÚLLIN H.F.
hefir nú loks fengið loforð bæjarstjórnar um lóð fyrir Skauta-
höll á horni Laugarnesvegar og Sigtúns austan Laugarnesvegar.
Öðrum undirbúningi er og svo langt komið að vænta má þess
að framkvæmdir geti hafizt á næsta ári.
Á almennum hluthafafundi félagsins var samþykkt að auka
hlutafé fé.’agsins úr kr. 300.000 í kr. 1.500.000 og þá jafnframt
að hafa almennt útboð á aukningahlutafénu. Þó þannig, að af
hinu nýja hlutafé verði aðeins kr. 900.000 boðið almenningi, þar
sem kr. 300.000 af því er þegar fengið.
Um útboðið gilda þessir skilmálar:
1. Hið nýja hlutafé greinist þannig í hluti:
Við A. fiokk bætast 34 hlutir sem nema kr. 10.000,00 að
upphæð hver.
Við B. flokk bætast 32 hlutir er nema 5000,00 kr. að upp-
hæð hver.
Nýr flokkur bréfa — Lítra C. — verður 500 hlutir, hver að
upphæð kr. 1000,00. Nýr flokkur — Lítra D. — verður 400
hlutir, hver að upphæð kr. 500,00.
Skipting hlutafjárins verður þá þannig:
Eldra hlutafé:
26 hlutir Lítra A.
8 — Lítra B.
Nýtt hlutafé:
34 hlutir Lítra A.
32 — Litra B.
500 — Lítra C.
400 — Lítra D.
kr.
260.000,00
40.000,00
340.000,00
160.000,00
500.000,00
200.000,00
Samtals kr. 1.500.000,00
Um greiðslu eldra hlutafjárins gilda ákvæði stofnsamnings
og samþykkta félagsins. Hið nýja hlutafé greiðist að Va —
einum fjórða hluta — þegar er féiagsstjórnin krefst þess
eftir að söfnun þess er lokið. Hinir % hlutar greiðast eftir
ákvæðum félagsstjórnarinnar, þannig að Va hluti greiðist
einum mánuði eftir kröfu, Va hluti einum mánuði síðar og
sá Va hluti sem þá er eftir, einum mánuði siðar.
2. Helztu ákvæði stofnsamnings eru þessi:
Heiti félagsins er Skautahöllin h/f. Heimili Reykjavík. Til-
gangur: Að reisa Skautahöll í Reykjavík og reka hana
þannig, að Reykvíkingar og aðrir fái þar tækifæri til þess
að iðka íþróttir, fyrst og fremst skautaiþrótt. Upphaflegt
hlutafé kr. 300.000,00. Innborgað kr. 75.000,00. Hitt kræft
eins og segir í 2. gr. Kostnað af stofnun og aukningu greiðir
félagið"Sjálft. Stofnendur áskilja sér ekki þóknun. Sala
og/eða veðsetning hluta er óheimil nema með samþykki
stjórnarinnar og á hún forkaupsrétt að svo miklu leyti sem
lög leyfa, en að henni frágenginni hluthafar í hlutfalli við
hlutaeign. Hlutabréf hljóða á nafn. Sigurjón Daníva’sson
framkvæmda;tjóri, Reykjavík, hefir rétt til þess að vera
framkvæmdastjóri félagsins, meðan hann rækir það starf
vel. Um kaup hans fer eftir samkomulagi og eftir því sem
gerizt um sams konar störf.
3. Bréf þau sem gefin verða út fyrir aukningahlutum hljóða
á handhafa.
4. Atkvæðisréttur hluthafa verður þannig, að eitt atkvæði er
fyrir hverjar 500 kr. hlutaeign í félaginu. Enginn hluthafi
getur þó' farið með meira en Vs hluta samanlagðra at-
kvæða í félaginu.
5. Hin nýju bréf eru boðin út á nafnverði.
6. Hlutafjársöfnun annast Sigurjón Danívalsson framkvæmda-
stjóri. Hann veitir og þær upplýsingar er máli skipta. Sam-
þykktir félagsins og stofnsamningur eru til sýnis á skrif-
stofu hans, Hafnarstræti 23.
Einnig verður tekið við áskriftum, upplýsingar veittar og
framangreind skjöl til sýnis á skrifstofu L. Fjeldsted hrl.,
Th. B. Líndal hrl. og Ág. Fjeldsted hrl., Hafnarstræti 19,
Reykjavík.
7. Hlutafé verður safnað til og með 30. marz 1947. Hafi þá
safnast allt að 900.000 kr. heldur söfnunin áfram til 1. maí
1947 og eru áskrifendur bundnir við áskrift sína til 1. júlí
1947. -
Söfnunin hættir þegar safnað er 1.200.000 kr.
8. Árangur söfnunarinnar skal birtur á fundi sem boðaður er
öllum hluthöfum og á;*irifendum á sama hátt og sam-
þykktir félagsins kveða á um hluthafafundi, eða þá með
bréfi til hvers hluthafa og áskrifenda.
9. Sé lofað hlutafé eigi greitt samkvæmt þvi, sem að framan
greinir, má innheimta það með lögsókn á bæjarþingi Reykja-
víkur án þess sátta sé leitað af sáttanefnd, enda er þá allt
lofað hlutafé þess aðila gjaldkræft.
10. Bráðabirgðaskírteini verða afhent áskrifenda þegar lA hluti
af lofuðu hlutafé hans er greiddur.
Félags'stjórnin er þannig skipuð:
Formaður Egill Vilhjálmsson, framkvæmdastjóri,
Sigurjón Danívalsson, framkvæmdastjóri,
Guðmundur S. Hoí'dal, verkstjóri.
Endurskoðendur eru:
Björn E. Árna^on, lögg. endurskoðandi og
frú Sólveig Lúðvíksdóttir.
Reykjavík, 20. nóvember 1946.
Egill Vilhjálmsson. Sigurjón Danívalsson.
Guðmundur S. Hofdal.