Tíminn - 17.12.1946, Blaðsíða 2

Tíminn - 17.12.1946, Blaðsíða 2
2 TIMITCN, þrigjndagiim 17. des. 1916 232. blað Þriðjudafiur 17. des. Byggingamálin Það vita flestir, að raunaleg mistök hafa orðið í framkvæmd byggingarmálanna hér á landi síðustu ár. Ógrynni af bygging- arefni og fjármunum er bundið í byggingum, sem eru lítils virði fyrir þjóðfélagið. Þetta hefir verið gert meðan atvinnuveg- ina vantar margs konar bygg- ingar stærri og smærri, ýmis konar menningarstofnanir svo sem skóla og sjúkrahús skortir, og í húsnæðismálum almennings þarf að gera stórkostlegt átak. Þanfiig hefir byggingarefni verið misnotað. Þó byggingarefni sé góðar og gegnlegar vörur, fer það þó eftir notkun þess, hvort það verður þarft eða óþarft. Það bygging- arefni, sem fest er í bygging um, sem aldrei geta komið að þjóðhollum notum er tapað fé. íslenzka þjóðin hefír beðiS átakanlegt tjón á þann hátt síðustu árin. í öðru lagi er það svo, að þau lög, sem sett hafa verið um opinbera aðstoð við almenning, til að eignast íbúðir fyrir sig, hafa borið undarlega lítinn ár- angur. Byggingarfélögin skórtir lánsfé til framkvæmda, þó að einst^kir burgeisar og bygging- arfélög braskaranna keppist við stórhýsasmíði. Auk þess eru bjargráðafélög alþýðufólksins neydd til þess að kaupa nauð- synjar sínar hjá verzlunum, sem græða mikið á milliliða- starfsemi sinni, þó að hún sé í þessu tilliti að miklu leyti óþörf. Annar kostnaður hleðst líka á þessar byggingar eftir ýmsum leiðum. Það er því ástæða til þess, að frumvarp Páls Zóphóníassonar og Hermanns Jónassonar um byggingarsjóð íbúðarhúsa og skipulag byggingarframkvæmda er fram komið. Með því er reynt að einbeita fé og kröftum að nauðsynlegum byggingum og tryggja byggingarfélögum fólks- ins lánsfé til framkvæmda. Þetta hvorttveggja er bráð- nauðsynlegt og á alþýða ís- lenzkr'a bæja mikið í húfi undir því, að sæmilega takist að ná því, sem frumvarpið stefnir að. Er þess að vænta að landsfólkið sýni nú þann manndóm og myndarskap að gera sér það ekki að góðu, að braskaraöflin drepi þetta frumvarp eða spilli, án þess að önnur ákvæði jaíngóð komi í staðinn. Ef við viljum hafa menningu til þess að sjá þjóðinni allri fyr- ir mannsæmandi íbúðum, verð- um við að tryggja það, að oygg- ingarefnið sé notað til þess, en ekki einhvers annars, sem tef- ur sannar framfarir. Það sést e. t. v. hvergi betur en ,i byggingamálunum hversu háðulega hefir verið stjórnað og hve auðsveip og gegndarlaus þjónustusemin við braskara- auðvaldið hefir verið. Þegar þeir þykjast heppnir, sem fá þolan- lega smáíbúð fyrir litla fjöl- skyldu fyrir 1000 krónur á mán- uði hverjum er fljótséð að illt er að standa í sporum þeirra, sem verst eru settir. Það þarf hörð bein til að hæla svona stjórnarfari og segja þjóðinni að líf liggi við, að það fái að halda áfram lengur og full- komnast betur. Og furðuleg er sú sneypa, ef slík málafærsla hendir blað, sem kennir sig við alþýðuna. SKIPAUTCERÐ 1:11iffc-UUkH „SUÐRF’ Tekið verður á móti flutningi til Tálknafjarðar, Þingeyrar, Flateyrar, Súgandafjarðar og ísafjarðar árdegis í dag. (Vænt- anlega síðasta' ferð fyrir jól). Sævar og Snæfugl til hafna frá Hornafirði til Eski- fjarðar. Vörumóttaka árdegis í dag. ^♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦^♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦' •♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦< Gefið vinum yðar MINNINGAR ÚR MENNTÁSKÓLA Svo lengi sem Islendingar vilja lesa góðar bókmenntir, kauþa þeir „Minningar úr Mennta- skóla.“ Ekki ætti það heldur að fæla menn frá kaupunum, að allur ágóði rennur til skólans til styrktar fátækum nemend- um. Bókin er ódýr og fæst í vönduðu skinnbandi. vinum yöar MINHINGAR ÚR MENNTASKÓLA - o 1 í bókinni „Minningar úr Menntaskóla" eru lýsingar á kennurum og nemendum, og gamla skólans er þar minnzt á afar hlýlegan hátt. — Bók þes£i er engu síður úrvals lestrarefni fyrir aðra en þá, sem gengið hafa í Menntaskólann. Gefið vinum yðar MINNINGAR ÚR MENNTASKÓLA „Minningar úr Menntaskóla“ verður jólabókin í ár. Kaupið hana, le$ið hana og gefið hana í jólagjöí. Að raeta það raest, sem er bezt, er rótgróin eðliskennd Islendinga Norðra-bækurnar rísa hæst í vitund almennings, sem verðmætustu og beztu jólabækurnar. Hafið það því hugfast, að ef þér gef- ið einhverja af eftirtöld- um bókum, þá hafið þér gefið hinar fegurstu bækur að efni og öllum frágangi: Á ferð Á hreindýraslóðum — (Öræfatöfrar íslands). Árblik og aftanskin Bak við skuggann Ég vitja þín, æska Feðgarnir á Breiðabóli Horfnir góðhesta Hvítir vængir Jón Sigurðsson í ræðu og riti Ketill í Engihlíð Lýðveldishugvekja um íslenzkt mál Miðillinn Hafsteinn Björnsson Ódáðahraun I—III Reimleikinn á Heiðarbæ Símon í Norðurhlíð Stóri-Níels Söguþættir landpóst- anna I—II Þeystu — þegar í nótt Á F E R Ð MINNINGAR eftir síra Asmund Gíslason. Höfundur þessarrar bókar er einn af merkustu og kunnustu mönnum íslenzkrar prestastétt- ar. Hann hefir óvenju töfrandi vald á íslenzku máli, er fróður um margt og segir frá af hreinni snilld. Öll erum við á ferð — hver einasti maður. Sumir taka leiðina í örfáum skrefum — en öðrum tefst. Hjá mörgum þeirra mynd- ast viðburðaríkir æviþættir, heillandi og göfgandi. En aðeins örfáum er gefin sú náðargáfa að kunna svo að segja frá því, sem við hefir borið á lífsleiðinni, að skemmtilegt sé aflestrar. Þegar sannorðir, merkismenn skrá slíkar minningar, eins og gert er í þessari bók, þá eítirláta þeir komandi kynslóðum ó- metanleg bókmenntaverömæti. Þeir hafa staðið við um stund, sáð og uppskorið, og lagt grunninn að lífi nýrrar kynslóðar. Á FERÐ er fögur tiók, skenuntileg fróðleg — saimkölluð jólabók. Ketill í Engihlíð eftlr Sven Edviii l^alja. — Konráð Vilhjálmsson þýddi. Hið undarlega skýjafar aldanna hefir ýmist flutt með sér frelsun eða áþján, náð eða ónáð. — Ein litil sytra- af hinum ólgandi straumi kynslóðanna.hefir markað sér leið: Ket- ill nemur staðar uppi á brekkunni. Kvöldskinið roðar gaflinn á bænum. Þessa j ör ð hefði hann átt að eiga. En svo horfir hann í aðra átt og stöðvar augun á yndislegum stað. — Hann á sína ástmey og tvo hrausta arma, og á þessum stað eiga þau að byrja starf sitt. — Síðasti hlekkur þessarar óslitnu ættarfestar sér rúggresið í dag ganga í öldum um reiti og teiga á ökrum feðra þeirra, og heyrir skríkið í ungum steinklöppunnar innan úr grjótgarð- inum, sem hlaðinn er af einhverjum ókunnum manni á ókunnum tíma. — En yfir öllu glóir hin sameiginlega sól nútíðarinnar og fortíðarinnar. Nokkur ummæli sænskra og danskra blaSa um bókina Ketill í Engihlíð: T. Nilssen-Leissner (Sydsvenska Dagbladet): ....... Sven Edvin Salje er skapgerðarhöfundur af Guðs náð. Persónur hans verða ljóslifandi fyrir lesandanum .... Stíll hans er sér- kennilegur að söngrænni hrynjandi og sjaldgæfri hæfni...... Má mikið vera, ef kvikmyndararnir koma ekki auga á þessa bók, er hefir að inni- haldi hnitmiðaða og eðlisheita ást- arsögu .... “ Ivan Oljelund (Stockholms-Tidn- ingen): .... Höfundurinn er fulltrúi raunsæisins og ritar hlutlægan, ör- uggan, hóflega varman og hárnæman stíi með sterkri glöggskyggni og gjör- hugsuðum viðfangsefnum. — Hann hefir fullt vald yfir frásagnarsviði sinu í sveitum landsins .... “ Jydske Tidende: „Vér getum bók- arinnar á þessari síðu blaðsins (stefnudálki), af því að hún verð- skuldar mikla athygli og útbreiðslu .... Skáldsaga þessi, sem er einkar falleg ástarsaga, er þó fyrst og fremst glögg og heilbrigð greinargerð um viðhorf manna til gróðurmoldarinn- ar og græðslu landsins“. Höfundur þessarrar bókar vann árið 1942 I. verðlaun í bók- menntasamkeppni Svía um beztu sveitalífssöguna. Hefir hún verið gefin út sex sinnum í Svíþjóð og einnig komið út í Dan- mörku í 20 þúsund eintökum, auk þess í Noregi, Pinnlandi o. fl. löndum Evrópu. Ketill í Engihlíð er engin hvers- dagsleg saga ástar né atburða. Tign hennar og göfuðleiki gerir hvern og einn að meiri og betri manni. Bókin er 413 bls. Kostar kr. 32.00 ób., kr. 48.00 ib. ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦• Óskabókaflokkurinn stækkar 2. óskabókin er komin í bókaverzlanir: Börnin á Svörtutjörnum C. B (,« MT/. BÖRMN \ S\ORTi -T.I()HM M • V Börnin á Svörtutjörnum er framúrskarandi góð og heil- brigð saga fyrir alla ung- linga. — Höf. hennar hlaut fyrstu verðlaun í samkeppni, er ein kunnasta bókaútgáfa á Norðurlöndum (Bonniers) efndi til um drengjabækur. 1. óskabókin : flilda á flóli hefir selzt upp hjá forlaginu á nokkrum dögum, og er nú að verða ófáanleg hjá flest- um bóksölum. En Hilda kem- ur aftur, „því Hilda má aldr- ei fara í burtu“. Hún kemur í 2. útgáfu í byrjun næsta árs — litli telpuhnokkinn. Bók er vekur mikinn fögnuð: Beverley Gray í IV. bekk er komin til að gleðja vini sina um jólin. Ef þú hefir fylgzt með ævin- týrum stúlknanna í Beverley Gray nýliða, Beverley Gray í II. bekk og Beverley Gray í III. bekk, þá hefirðu kynnzt stallsystrunum s e x, sem stunda nám í Vernonskólan- um. Nú eru þær að ljúka námi — og alvara lífsins blasir við þeim. Aðrar unglingabækur Norðra: Benni í leyniþjónustunni Blómakarfan Börn óveðursins Hugrakkir drengir Hugvitssamur drengur Sally litlalotta Sörli sonur Toppu Tveir hjúkrunarnemar. Allar eru bækur þessar sí- gildar unglingabækur, skemmtilegar, fallegar og á- hrifaríkar. — Þær munu gleöja alla lesendur sína og verða eftirlætisbækur þeirra og fylgja þeim yfir á full- orðinsárin. ♦

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.