Tíminn - 17.12.1946, Blaðsíða 1

Tíminn - 17.12.1946, Blaðsíða 1
RITST J ÓRASKRIF'STOnTTi EDDTXH 'BI. Lln^ .rvötu « <«■ Slmax 2363 or 4373 AFGREIÐSL.V ENNHRJM'1.4 OG auglýsingahk . hv«t« >• EDDUHOSL Lindargðtti « Siml 2323 30. árg. Reykjavík, þriðjudaglnn 17. des. 1946 232. blað Síldarverksmiðja á Norðaustur- landi, sunnan Langaness Frv. frá fimm þingmönnum Austfirðinga. Fimm þingmenn Austfirðinga, Halldór Ásgrímsson, Lúðvík Jósefsson, Eysteinn Jónsson, Páll Þorsteinsson og Barði Guð- mundsson, hafa lagt fram í neðri deild frv. um byggingu síld- arverksmiðju á Norðausturlandi sunnan Langaness. Frumvarp- ið hljóðar á þessa leið: Tólfmannanefndin hætt störfum: Þora nú Sjálfstæðisflokkurinn og Alþýðu- flokkurínn loks að taka höndum saman? Ríkið lætur reisa 5—10 þús. mála síldarveksmiðju á Norð- austurlandi sunnan Langaness. Skal verksmiðjunni nánar val- inn staður að undangenginni rannsókn um, hvar hún er bezt sett með tilliti til síldveiðisvæð- isins. Til byggingar verksmiðjunnar heimilast ríkisstjórninni að taka ; allt að 10 millj. kr. lán. Byrjaðj skal á byggingarframkvæmdun- um á árinu 1947. Um stofnun og rekstur verk- smiðju þeirrar, sem um ræðir í lögum þessum, fer samkvæmt lögum nr. 1, 1. jan. 1938, um síldarverksmiðjur ríkisins. í Greinargerð frv. segir: Það er gamalt áhugamál Aust- firðinga, að byggð verði stór síldarverksmiðja á Norðaustur- landi sunnan Langaness. Hvað eftir annað hefir fiskifélags- deildin eystra, útgerðarmenn og Fjórðungsþing Austfirðinga- fjórðungs sent Alþingi og ríkis- stjórn áskorun um byggingu slíkrar verksmiðju. í síldarverk- smiðjumálunum munu Austfirð- ingar ætíð hafa aðhyllzt það sjónarmið, sem ýmsir fróðir menn í þessum málum hafa haldið fram, að rétt væri að hafa flestar síldarverksmiðjurn- ar nálægt miðju síldveiðisvæð- inu, en jafnframt afkastamikl- i ar verksmiðjur nálægt jöðrun- um austast og vestast. Vegna austurveiðisvæðisins hafa því Austfirðingar talið, að þyrfti að byggja verksmiðju austan Langaness. Nú eru nýjar stoðir runnar undir þessa kröfu. Með stór- auknum síldveiðiflota er orðin knýjandi nauðsyn að byggja stóra verksmiðju sunnan Langa- ness, svo að hið síldarauðuga veiðisvæði þar nýtist eins og verða má. Það er vitanlegt, að sunnan Langaness er árlega miklar síld- argöngur, allt suður á Héraðs- flóa, og veiðiskilyrði verða að teljast þar mjög góð, meða! annars vegna þess, hvað straum- ar eru þar vægir. Það má fullyrða, að þau síld- veiðiskip, sem stundað hafa aðallega veiði á þessum slóðum. hafa oft aflað ágætlega og þá sérstaklega þau skip, sem hafa losað afla sinn 1 hina litlu verk- smiðju á Seyðisfirði. Vitanlega eru engar veiði- skýrslur til, sem geta gefið hug- mynd .um, hvaða veiðimagns mætti vænta af svæðinu sunn- an Langaness, því að vegna fjar- lægðar frá verksmiðjum og.eins sökum þess, hve erfitt er í viss- um áttum að sigla hlöðnum skipum norður fyrir Langanes, þá sækja þau eðlilega ógjarnan á þetta veiðisvæði, ef annars er kostur. Á það ná benda, að í norðanátt getur verið ágætt að stunda veiði sunnan Langaness og leggja þar upp afla, þótt ó- gerlegt sé að vera við veiðar norðan nessins eða sigla hlöðn- um skipum t. d. norður til Rauf- arhafnar, svo að ekki sé um það talað, ef þarf að fara alla leið til Siglufjarðar. Þá er augljóst mál, hvað smærri síldveiðibát- ar geta notazt betur við veiði sunnan Langaness, ef þeir geta lagt upp veiði sína í grennd við veiðisvæðið. Síldveiðimenn munu nú almennt vera búnir að gera sér grein fyrir nauðsyn á skjót- um framkvæmdum i þessu máli. Eins og nú horfir við, virðist horfa til vandræða, ef síldveiði- flotanum er ekki gert auðvelt fyrir að leggja upp veiði sína í verkmsiðju sunnan Langaness. Margir sjómenn fullyrða, að síldveiðarnar s.l. sumar hefðu orðið mun meiri, ef svo hefði ekki verið að farið sem raun varð á, að síldveiðiflotinn hóp- aðist venjulega saman á litið svæði, þar sem sildar varð vart, og telja þeir, að stundum hafi virzt svo, að síldin hefði þar tæplega getað komið upp á yfir- borðið fyrir þeirri miklu umferð, sem þar var, og ef síld kom ein hvers staðar upp, þá fengu að- eins þau skip veiði, sem í kapp- hlaupinu verða fyrst til að koma veiðitækjum sínum í sjóinn. Á sama tíma varð oft vart mikill- ar sildar austan Langaness, en (Framhald á 4. slðu) ERLENDAR FRETTIR Þingi sameinuðu þjóðanna lauk í fyrradag. Á seinustu þing- fundunum var samþykkt með samhljóða atkvæðum tillaga um afvopnunarmálið, þar sem ör- yggisráðinu er falið að undir- búa reglugerð um allsherjaraf- vopnun og bann við framleiðslu fjöldamorðvopna. Þá var sam- þykkt að skora á öryggisráðið að misnota ekki neitunarvaldið. Fundi utanríkisráðherranna í New York er nú lokið og verður næsti fundur þeirra haldinn í Moskvu 10. marz næstk. Leon Blum hefir myndað hreina flokksstjórn, sem nýtur hlutleysis kommúnista og kat- ólska framsóknarflokksins. — Stjórn þessi er aðeins til bráða- birgða eða þangað til þingið hefir kosið forseta ríkisins 1 janúar. Ýmsar fréttir Bæjarráð hefir fallist á til lögu húsaleigunefndar, að bær- inn reyndi að festa kaup á Camp Knox fyrir húsnæðislaust fólk. Hafa 57 fjölskyldur, sam tais 214 manns, leitað ásjár nefndarinnar, vegna húsnæðis- leysis. Karlakór Reykjavíkur og is- lenzka sendinefndin á þingi sameinuðu þjóðanna munu í dag leggja af stað heimleiðis frá New York með flugvél. Stefán Þorvarðsson, sendi- herra íslands í London, er ný- lega kominn hingað og mun dvelja hér um stundarsakir. Guðmundur S. Guðmundsson skákkappi mun taka þátt í al- þjóðaskákkappmóti, sem haldið verður í Hastings á Bretlandi um áramót. Brezka skáksam- bandið bauð íslendingum að senda einn mann á mótið og kostar það dvöl hans. Stjórn Sildarverksmiðja rikis- ins hefir ákveðið að skipta fram- kvæmdastjórastarfinu í tvennt Hilmar Kristjónsson, sem verið hefir framkvæmdastjóri, verð- ur tæknilegur framkvæmda- stjóri, en Sigurður Jónsson, sem verið hefir skrifstofustjóri, verð ur vlðskiptaframkvæmdastjóri. Eöa biðla þeir áfram til Á fundi tólfmannanefndarinnar, sem haldinn var í gær, flutti Ólafur Thórs þá tilkynningu frá forseta tslands, að hann teldi þýðingarlaust að halda áfram störfum tólfmamianefndarinnar, og myndi hann því gera aðrar ráðstafanir. Það fylgdi ekki, hverjar þessar ráðstaf- anir væru, en líklegt má telja, að forsetinn liafi snáið sár til stærsta þingflokksins og falið honum stjórnarmyndun. Vinnubrögðin í tólfmanna- nefndinni. Með endalokum tólfmanna- nefndarinnar er lokið leiðinleg- um þætti í stjórnarmyndunar- tilraununum að þessu sinni. Vinnubrögðin í tólfmannanefnd- inni hafa leitt greinilega í ljós, að fyrir Sjálfstæðisflokknum og Alþýðuflokknum hefir það aldrei vakað að koma upp þjóðstjórn að þessu sinnl. Af hálfu forustu- manna þeirra flokka hefir aldrei verið ætlazt til annars en að nefndin væri notuð sem eins konar skjálkaskjól, er hægt væri að kenna um dráttinn á stjórnarmynduninni meðan ver- ið væri að bræða saman gömlu stjórnina að nýju. í samræmi við þetta voru störfin í tólfmannanefndinni. Nefndarfundir voru ekki haldnir nema endrum og eins, og þá sjáldan, sem nefndin kom sam- an, var séð um það, að nefnd- inni gæti ekkert miðað að markinu. Hér fer á eftir yfirlit um fundahöld nefndarinnar sein- ustu dagana, sem gefa allgóða hugmynd um störf nefndar- innar: 4. des. Fundur að boði Sósial- ista, en flokkarnir skiptust á að boða fundi. 5. des. Enginn fundur boðað- ur. Alþýðuflokkurinn átti að boða fund. 6. des. Enginn fundur boðað- ur. Alþýðuflokkurinn átti að boða fund. 7. des. Enginn fundur boðað- ur. Alþýðuflokkurinn átti að boða fund. 8. des. Fundur. 9. des. Enginn fundur boðað- ur. Sj álfstæðisf lokkurinn átti að boða fund. 10. des. Enginn fundur boðað- ur. SjálfstæðLsflokkurinn átti að boða funfl. 11. des. FÚndur. Fulltrúar Al- þýðuflokksins mættu ekki. — Fundi því strax slitið. 12. des. Fundur boðaður af Framsóknarflokknum. Fulltúar Sjálfstæðisflokksins og Alþýðu- flokksins mættu ekki. Fundi því strax slitið. 13. des. Enginn fundur. Sósl alistar áj.tu að boða fund. 14. des. Enginn fundur. Sósí- alistar áttu að boða fund. 15. des. Enginn fundur. Sósí- alistar áttu að boða fund. 1G. des. Lokafundur. Þetta yfirlit sýnir bezt, hve lítill vilji hefir verið hjá and- stöðuflokkunum til að láta störf tólfmannanefndarinnar bera ár- angur. Raunveruleg saga stjórnar- myndunarinnar. Hin raunalega saga þeirra stjórnarmyndunartilrauna, sem hafa farið fram á Alþingi, er 1 stuttu máli þessi: Þegar sósíalistar báðust lausn- ar úr ríkisstjórninni af fullkom- lega eðlilegum ástæðum, bar hinum ráðherrunum í stjórn- inni engin nauðsyn til að biðj- ast lausnar og var raunar óeðli- legt, að þeir gerðu það. Flokk- arnir, sem að þeim stóðu, höfðu meirihluta þings að baki sér og milli þeirra var ekki minnsti ágreiningur. Það mun líka hafa verið vilji Alþýðuflokksins, að ráðherrar sósíalista væru látnir fara, en stjórnin héldi áfram, eins og ekkert hefði gerzt. Inn- an Sjálfstæðisflokksins var einnig mikið fylgi fyrir þessu og Ólafur Thors frestaði því aðgerðum i málinu í 2—3 daga. Á þessum tíma fóru fram for- setakosningar i þinginu, er bentu til þess að Sjálfstæðis- flokkurinn og Alþýðuflokkur- inn ætluðu sér að vinna saman. Við prófkosningu í þingflokki Sjálfstæðismanna i sambandi við forsetakjörið kom þó i ljós, að þeir menn, er vildu samvinnu við sósíalista, voru enn í meiri- hluta, því að Jón Pálmason fékk 11 atkv., en Gísli Sveinsson 9 atkv. Eftir nánari athugun fór þó svo, að þessir tveir flokkar treystust ekki til að standa að stjórn saman. Stjórnin var þvi öll látin biðjast lausnar og sú stefna ákveðin, að reynt skyldi að fá sósíalista aftur til sam- starfs. Flokksforingjunum var hins vegar ljóst, að það myndi taka langan tíma og vildu ekki taka á sig óvinsældir af þeim drætti. Þess vegna neitaði Ólaf- ur Thors að reyna stjórnar- myndun „að svo stöddu“ og bannaði jafnframt öðrum flokksmönnum sínum að reyna, svo að ekki kæmist á stjórn með öðrum hætti. Alþýðuflokk- urinn mun einnig hafa lýst yfir, að ekki væri tímabært, að hann reyndi að mynda stjórn. Ráðið var að finna upp tólfmanna- nefndina, sem hægt væri að kenna um dráttinn, meðan leit- að væri sátta við sósíalista. Sannleikurinn er sá, að það er ekki vegna tólfmannanefnd arinnar, heldur þessara sátta- umleitana Sjálfstæðisflokksins og Alþýðuflokksins við sósíalista að stjórnarmyndunin hefir dregist eins lengi og raun er á orðinn. Eins og framangreind fundaskýrsla tólfmannanefnd- arinnar sýnir, hafa þessir tveir flokkar átt svo annríkt við þess- ar sáttaumleitanir, að þeir hafa ekki mætt þar á fundum eða frestað að kveðja þá saman, svo að dögum skipti. Suma dagana hafa sex þingmenn Alþýðu- fiokksins setið á fundum með Sjálfstæðismönnum uppi stjórnarráði til að undirbúa sáttatilboð til sósialista. Hver reynist kjarkur „sigurvegaranna“ Nú er komið að því, að Sjálf- stæðisflokkurinn og Alþýðu- flokkurinn geta ekki lengur haldið þessum ástaleik sínum uppi í skjóli tólfmannanefndar- innar. Þessir flokkar sem ekki | virðast ósammála um neitt, (sbr. j skrif Mbl. og Alþbl. undanfarið) og hafa þinmeirihl. að baki sér, geta ekki lengur haldið þing- inu aðgerðalausu og landinu stjórnlausu með slíkum vinnu- brögðum. Annaðhvort verða • þeir að gera Sósíalistaflokknum svo gott boð, að hann veiti Ólafi fyrirgefningu syndanna og fari inn aftur, ef þeir telja sig ekki geta án þeirra verið, ell- egar að þeir verða að setja rögg í sig og stjórna í krafti þess meirihluta, sem þjóðin veitti þeim í seinustu kosningum. Seinni afstaðan virðist ólíkt karlmannlegri og drengilegri, og raunar skylda þeirra, ef þeir vilja standa við gefin kosninga- • (Framhald á 4. slðu) Héraðabönn draga úr áfengisnautn Aitnisbnrður liigrogl- unnar á Siglufirði. Vegna þeirrar fullyrðingar, sem Morgunblaðið hefir tvívegis farið með fyrir nokkru, í annað skiptið eftir fjármálaráðherr- ann, um lokun áfengisverzlun- arinnar á Siglufirði í Sumar, sem leið, sneri framkvæmda- nefnd Samvinnunefndar bind- indismanna sér til heimamanna á Siglufirði méð fyrirspurn þessu viðvíkjandi. Nefndinni hefir nú borizt sím- skeyti frá lögreglunni á Siglu- firði, svohljóðandi: „Samkvæmt beiðni um álit lögreglunnar í Siglufirði, á því, hvort lokun áfengisútsölu ríkis- ins hér á staðnum hafi verið til bóta og minnkað drylckjuskap þann tíma, er lokunin stóð yfir, vil ég taka fram: LögregJan telur, að tvímælalaust hafi lok- un sú á áfengisútsölu ríkisins hér í Siglufirði, sem fram- kvæmd var síðastliðið sumar, orðið til stórbóta, enda bar lítið á drykkjuskap þann tima, sem lokað var. í fáum orðum sagt, var bær- inn allt annar bær þann tíma, sem áfengisútsalan var lokuð.“ Siglufirði, 7. desember 1946. Bjarni Jóhannsson, yfirlögreg luþj ónn. Alþingi sýnir málefnum bænda furðulega óvirðingu „Þar sá maður loksins ráðherra“. í gær fór fram atkvæðagreiðsla vlð 1. umr. um frv. um breytlngu á búnaðarmálasjóðnum og var fyrst greitt atkvæði um dagskrártil- lögu frá Ingólfi Jónssyni. Tillagan var samþykkt með 15:13 atkv. Með tillögunni greiddu atkvæði: Ólafur Thórs, Gunnar Thor., Garð- ar Þorst., Ing. Jónsson, Jóh. Hafstein, Sig. Kristj., Hallgr. Ben., Jón- as Jónsson, Stefán Jóh., Emll Jónsson, Ásg. Ásg., Áki Jakobsson, Lúðvik Jósefsson, Katrín Thor. og Sig. Guðnason. — Gegn tillögunni greiddu atkvæði: Allir Framsóknarmenn (nema Halldór Ásgrímsson, er var farinn heim), Barði Guðmundsson, Gylfi Þ. Gíslason, Sigfús Slgurhjartarson, Jón Sigurðsson, Gísli Sveinsson og Pétur Ottesen. Sigurður Bjarnason sat hjá. Sex þingmenn voru fjarverandL Þegar atkvæðagreiðslunni var lokið, leit Pétur Ottesen yfir til Ólafs Thors og sagði: Þar sá maður loksins ráðherra. Ólafur er nú fáséður í þlnglnu, nema eitthvert óþurftarverk standi þar til. Það þykir sér- stök óvirðing við mál að visa þvi frá við 1. umr. Og hafa stjórnar- flokkarnir sýnt vel hug sinn tU bænda með þessari afgreiðslu. Atvinnubótavinna hafin á Ísafirði Atvinnubótavinna er nú haf- in á ísafirði á vegum bæjar- sjóðs. Vinna um 40 manns í henni og er skipt um flokka vikulega. Þegar atvinnuleysisskráning- in fór fram um mánaðamótin seinustu, létu 115 menn skrá sig atvinnulausa. Viðskiptasamningur við Pólverja í siðastl. viku voru undirrit- aðir í Varsjá viðskiptasamning-' ar milli íslands og Póllands. Samkvæmt samningnum kaupa Pólverjar ull af fslendingum á næsta ári fyrir 6.5 milj. kr., en selja okkur kol fyrir 4.5 milj. kr. Mismuninn greiða þeir með kolum á árinu 1948. Kunnugir telja, að hægt hefði verið að ná miklu hagkvæmari og víðtækari viðskiptasamning- um við Pólverja, ef samið hefði verið fyrr á árinu. En utanrík- ismálaráðherrann var því mót- fallinn og urðu því ýmsar aðrar þjóðir fyrri til að semja við Pólverja. Þjófar fundnir Fjórmenningarnir, sem lög- reglan handtók nýlega, grun- aða um innbrotsþjófnaði, hafa nú játað á sig 15 innbrot og til- raunir til innbrota. Rannsókn í máli þeirra er ekki að fullu lok- ið enn, en dómar munu bráð- lega verða kveðnir upp. <

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.