Tíminn - 04.01.1947, Blaðsíða 1

Tíminn - 04.01.1947, Blaðsíða 1
RITSTJÓRI: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON ÚTGEPANDI: ERAMSÓKNARFLOKKURINN ; Símar 2353 og 4373 FRENTSMIÐJAN EDDA h.f. \ RITSTJÓRASKRIFSTOFUR: EDDUHÚSI. Lindargötu 9 A Símar 2353 og 4373 AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: EDDUHÚSI, Lindargötu 9 A Sími 2323 31. árg. Reykjavík, laugardaglnn 4. jannar 1947. 2. blað ERLENT YFIRLIT: Nýtt olíufélag stofnað: Kaupíélögin og útvegsKnu bindast samtftk- um um að koma olíuverzluninui í ísl. hendur Herriot o,“ Auriol þykja iíklegastir. í þessum mánuði kýs franska þingið fyrsta forseta hins endur* veista lýðveldis. Síðan Lebrun forseti dró sig í hlé eftir uppgjöf Frakka sumarið 1940, hefir Frakkland verið forsetalaust. Sam- kvæmt hinni nýju stjórnarskrá fær forsetinn að ýmsu leyti meira vald en áður, þótt það sé hvergi nærri eins mikið og de Gaulle vildi hafa það. Ýmsar getgátur eru um, hver muni hljóta þetta þýðingarmikla embætti. Einkum eru þó nefndir tveir menn, þeir Herriot og Vincent Auriol, De Gaulle hefir tilkynnt, að hann gefi ekki kost á sér. Herriot er stórum frægari þessara tveggja manna. Hann og Blum eru hinir einu af höf- uðstjórnmálaleiðtogum Prakka fyrir styrjöldina, er njóta fullr- ar viðurkenningar þjóðar sinnar. Herriot. Það er fyrst og fremst álit og forusta Herriot, sem smám sam- an hefir rétt við fylgi og álit radikala flokksins aftur, en margir huguðu honum ekki líf fyrst eftir stríðslokin. Nú er hins vegar svo komið, að flokkurinn hefir eflzt allmikið síðan og hefir í höndum sínum úrslita- valdið í þinginu, þar sem hvorki er hægt að mynda stjórn til vinstri eða hægri, án hans. Herriot er 74 ára gamall. Fað- ir hans var fátækur bóndi og bjó Herriot'við skort í uppvextinum. Honum tókst samt að afla sér þeirrar menntunar, að tiltölu- lega ungur varð hann kennari við kennaraháskóla í Lyon. Jafnframt kennslunni, lagði' hann stund á bókmenntasögu og söngfræði og hefir gert það jafnan síðan i tómstundum sínum. Hann hefir samið nokkr- ar bækur um þessi hugöarefni sín, m. a. ævisögu Beethovens, og þykja þær mikil snilldar- verk. Fyrir þessi verk sín hlaut hann prófessorsnafnbót við ERLENDAR FRÉTTIR Miklar óeirðir hafa verið í Palestínu seinustu dagana og hafa óaldarflokkar Gyðinga víða gert árásir á stöðvar Breta. Stjórn Blums hefir gert all- víðtækar ráðstafanir til verð- lækkunar í Frakklandi og mæl- ast þær allvel fyrir. Flotanefnd efri málstofu Bandaríkj aþingsins hefir borið fram þær landakröfur, að Bandaríkin fengju umráð yfir ýmsum áströlskum og brezkum eyjum á Kyrrahafi, auk ýmsra japanskra eyja. Bændaflokkurinn í Póllandi hefir hótað því að taka ekki þátt í þingkosningunum, ef of- sóknum stjórnarvaldanna gegn honum verði ekki hætt. í Indó-Kína halda bardagar áfram milli þjóðernissinna og Frakka. Japanskjir hermenn berjast með báðum aðilum. Sorbonneháskóla og nýlega hef- ir hann veriö kjörinn í franska akademiíð, en þangað eru að- eins valdir mestu andans menn Frakka. Á sínum^ tíma veittu Þjóðverjar honum líka Göethe- orðuna fyrir ævisögu Beethov- ens. Herriot hóf snemma afskipti af stjórnmálum. Hann var kos- inn borgarstjóri í Lyon, þegar hann var 32 ára gamall, og því starfi gegndi hann látlaust til 1940. Hann vildi ekki gegna því starfi á hernámsárunum. Strax. eftir hernámið var hann kosinn borgarstjóri -þar aftur. Vinsæld- ir hans í Lyon má marka á því, gð við fyrstu þingkosn- ingarnar eftir stríðið fékk hann þar fleiri atkvæði en nokkur frambjóðandi annar. Árið 1912 var Herriot kosinn á þing og hófst hann fljótlega eftir það til æðstu valda i radi- kala flokknum. Árið 1924 féll það í hlut hans að mynda ríkis- stjórn í fyrsta sinn. Sú stjórn hans markaði að ýmsu leyti tímamót einkum varðandi af- stöðu Frakka til Þjóðverja. Herriot vildi veita þeim aukið frjálsræði og skapa vinsamlega sambúð þeirra og Frakka. Jafn- framt vildi hann treysta vinátt- una við Breta. Stefna hans i Þýzkalandsmálum sætti mikilli andstöðu og hann varð að leggja niður völd strax á næsta ári (1925). Árið 1632 myndaði hann stjórn að nýju. Stefnu hans í Þýzkalandsmálum hafði ekki verið fylgt og niðurstaðan orðið sú, áð æstustu þjóðernissinnar og hernaðarsinnar höfðu eflzt þar á kostnað hinna friðarsinn- uðu lýðræðisflokka. Herriot sá, nú varð' að finna ný úrræði Hann ferðaðist til London, Washington og Moskvu i þeim erindagerðum að skapa samtök gegn nazistum. Roosevelt og honum samdi mjög vel og i Moskvu var honum tekið með kostum og kynjum. M. a. var hann gerður heiðursyfirforingi í Rauða hernum. Eftir heimkom- una varþ hann ákafur talsmað- ur fransk-rússneskrar sam- vinnu, en fékk litlu til vegar komið, þvi að skömmu seinna var honum steypt af stóli. Næstu árin var hann ekki jafn áhrifa- mikill og áður og Daladier tók sæti hans sem aðalleiðtogi radikala flokksins. Herriot vildi ekki taka sæti í alþýðufylking- arstjórn Leons Blums, en var þá kosinn forseti neðri þingdeild- arinnar, er hann gengdi síðan með miklum skörungsskap til 1940, er Frakkland gafst upp. Hann beitti sér mjög gegn Múnchensáttmálanum og var andvígur uppgjöf Frakka. Hann var Þjóðverjum oft erfiður í skauti á hernámsárunum. Þegar málaferlin hófust gegn Daladier og Mandel, bauðst hann til að verja þá. Árið 1942 lét Petain setja hann í gæzluvarðhald og nokkru síðar fluttu Þjóðverjar hann til Þýzkal. Rússar frels- uðu hann úr fangabúðum hjá Berlín vorið 1945. Þegar hann kom heim, var honum tekið sem þjóðhetju, einkum í Lyon. Margar stoðir renna undir vinsældir Herriot. Hann er einn (Framhald á 4. síSu) MAMVÝGIK ELGUR í haust gerðist elgdýr eitt mjög nærgöngult úthverfum Stokkhólms og kom oftlega fyrir, að það réðist á vegfarendur. Hér sézt það vera að gera eina árásina. Niðurstaða rannsóknarinnar á Borgeyjarslysinu Skipið var bæði ofhlaðið og' vanlilaðið. Nefnd sú, sem skipuð var til að athuga Borgeyjarslysið, skil- aði ált sínu 30. f. m. Niðurstaða nefndarinnar var sú, að ofhleðsla og vanhleðsla hafi orsakað slysið. Jafnframt telur hún þó nauð- synlegt að gera ýmsar breytingar á þeim bátum, sem eru af sömu gerð og Borgey. Nefndin segir, að farmur skipsins, samkv. farmskrá, hafi verið 73.21 smál., þar af 36.33 smál. undir þilfari, en 36.88 smál. á þilfari. Burðarmagn skipa af Borgeyjargerð er 59 smál., þegar þau liggja á ís- lenzkum hleðslumerkjum. . — Hleðsluborð er þá 0.33 m., en með framangreindum farmi hefði hleðsluborð Borgeyjar átt að vera 0.22 m. Nú telja stýri- maður og fleiri, að hleðsluborðið á Borgey hafi verið 0.13—0.15 m. og virðist því farmurinn hafa verið 8—10 smál. meiri, en farm- skráin sýnir. Skipið hefir því. haft um 20 smál. umfram leyfi- lega hleðslu. Þá telur nefndin, að þær 36.88 smál., sem skipið hafði á þilfari, hafi orsakað, að byrjunarstöðu- leiki þess hafi verið mjög lítill, þannig, að skipið var mjög „dautt“ á sjónum, og þess vegna átt erfitt með að losa sig aftur við þann sjó, er kom inn á þil- far. Hið litla hleðsluborð hefir auk þess hjálpað til að sjór kæmist auðveldlega inn á þil- farið. Samkvæmt upplýsingum stýrimanns, hafði skipið tekið tvisvar mikinn sjó inn á sig áð- ur en það fórst, en hreinsað sig aftur. Gera má þó ráð fyrir, að eitthvað af þeim sjó hafi „fezt“ í gærunum, er hafðar voru fremst á skipinu undir hvadbak, og þar með þyngt það eitthvað. Við það hefir stöðug- leikinn enn minnkað, en skipið lagst meira fram. Sökum hins litla hleðsluborðs, má gera ráð fyrir, að stöðug- leiki skipsins, í stað þess að aukast við hallann, hafi fljótt farið minnkandi (er sjór kom á þilfarið), þar til skipið hafði ekki afl til þess að reisa sig við aftur og valt áfram yfir á hlið- ina. Gerð skipsins. Nefndin segir, að styrkleiki og gerð skipsins hafi fullnægt reglum um smíði tréskipa frá 24. sept. 1936, samkvæmt mæl- ingum skipaskoðunarstjóra og Péturs Ottasonar. Nefndin telur, að stöðugleika og sjóhæfni báta af Borgeyjar- gerð sé þannig háttað, að þeim verði að sigla og ferma með meiri gætni en venjulegt er um skip af svipaðri bolstærð og með minni yfirbyggingu. Nefndin bendir á, að allveru- legar breytingar hafi orðið á bátum síðari árin og aðallega ofanþilja. Hefir hinn aukni þungi í þilfari rýrt stöðugleika skipanna, samanborið við eídri skip. — Leggur nefndin til, að ýmsar breytingar verði gerðar á bátum þessum. Telur hún, að þær myndu ha.fa í för með sér, að byrjunarstöðugleiki muni fyrst og fremst aukast allt að 20%. I öðru lagi verði þeir fast- ari fyrir aðaftan og betri í sjó. í nefndinni áttu sæti: Ólaf- ur Sveinsson, Pétur Sigurðsson, Hafliði Hafliðason, Konráð Gíslason og Sigurjón Árnason. Hvassviðri mikið af suðaustri hefir geysað um mestan hluta landsins undanfarin dægur og víða valdið miklu tjóni. Sam- fara hvassviðrinu hefir öðru hvoru verið mikil úrkoma, víð- ast snjór. í gær var ekki unnt að fá nákvæmar fregnir af skemmd- um, er veðrið hefir valdið víðs- vegar um land, vegna þess að símasamband er rofið á mörgum stöðum. Vitað er þó, að á Akur- eyri varð í gær mikið tjón, að- allega á skipum og hafnar- mannvirkjum. Takmarkið er jafnframt að gera olíuverzlunina haganlegri og ódýrari Um áramótin tók til starfa nýtt olíufélag, sem er stofnað af Sambandi ísl. samvinnufélaga, ýmsum kaupfélögum landsins og olíusamlögum útvegsmanna á nokkrum helztu útgerðarstöðun- um. Tilgangur félagsins er að koma olíuverzluninni algerlega í islenzkar hendur og gera hana hagstæðari fyrir neytendur. Mun þessum nýja félagsskap tvímælalaust fagnað af öllum þeim, sem hafa fundið þörf mikilla endurbóta á þessu sviði, og hon- nm fylgja úr hlaði óskir og vonir um heillaríkan árangur. Hinn 14. júní s.l. var Olíufé-1 lagið h.f. stofnað. Aðalstofnend- ur þess eru Samband íslenzkra samvinnufélaga, sambands- kaupfélög, olíusamlögin í Kefia- vík og Vestmannaeyjum og Sun, Norðfirði. Hlutafé félagsins er 975 þús- und krónur. Af þessari upphæð er eign S.Í.S., sambandsfélaga og olíusamlaganna 700 þús. krónur. Stjórn félagsins skipa: Ástþór Matthíasson, framkvæmdastjóri í Vestmannaeyjum, Jakob Frí- mannsson, kaupfélagsstjóri, Ak- ureyri, Karvel Ögmundsson, formaður olíusamlagsins í Keflavík, Skúli Thorarensen, útgerðarmaður, Reykjavík og Vilhjálmur Þór, forstjóri, sem er formaður félagsstjórnar. Varamenn i stjórn félagsins eru þeir Egill Thorarensen, framkvæmdastjóri, Selfossi, Elí- as Þorsteinsson, framkvæmda- stjóri, Keflavík og Halldór Jóns- son, framkvæmdastjóri, Reykja- vík. Tilgangur hins nýja olíufé- iags er að koma olíuverzlun landsmanna algerlega á íslenzk- ar hendur og um leið kappkosta að gera hana ódýrari en verið hefir og með því tryggja lands- mönnum sem sanngjarnast verð á bensíni, steinolíu, hráolíu og- smurningsolíum. Olíufélagið h.f. hefir keypt hlutabréf þau í hinu ísl. stein- olíuhlutafélagi, sem voru dönsk eign, og er þetta því elzta olíu- félag hér á landi, H.I.S., frá 1. jan. 1947 orðið al-íslenzkt fé- lag. Félagið heldur starfsemi sinni, að formi til óbreyttri og innir af hendi hluta þess starfs, sem Oliufélaginu er ætlað. Olíufélagið h.f. hefir fengið einkaumboð á íslandi fyrir hið mikla Bandaríska oliufélag Standard Oil Company, en framleiðsluvörur þess firma eru auðkenndar með nafninu ESSO. Þá hefir Olíufélagið ennfremur fengið einkaumboð fyrir banda- ríska flugbensínfélagið INTAVA og fyrir British Mexican Oil Company, sem selur aöallega brennsluolíur til skipa (Bunkef Fuel Oil). Eru þessi þrjú félög hvert á sínu sviði, einhver hin allra stærstu í heimi. Má því segja að vel sé séð fyrir því, að hið nýja olíufélag geti haft góð- ar vörur á boðstólum. Enda þótt Olíuíélagið hafi náð mjög hagstæðum samningum við framangreinda olíufra-m- leiðendur, er það á engan hátt háð hinum erlendu félögum, hvorki beint eða óbeint. Þegar Olíufélagið hefir komið í framkvæmd byggingum olíu- geyma, útvegað olíuflutninga- skip o..fl., sem í undirbúningi er, er gert ráð fyrir að olíuverð geti lækkað allverulega, frá því sem i verið hefir. (Framhald á 4. síðu) Aflasölur í desembermánuði síðastl. seldu 14 íslenzk skip afla sinn í Englandi eða sem hér segir. Bv. Óli Garða seldi 3216 vættir fyrir 5821 stp. Tryggvi Gamli seldi 2702 vættir fyrir 5016 stp. Baldur 3365 vættir fyrir 6287 stp. Forseti 2692 kits fyrir 5947 stp. Júní 2981 vættir fyrir 4881 'stp. .Vörður, 3293 vættir fyrir 7303 stp., mb. Ingólfur Arnar- son seldi 939 vættir fyrir 3254 stp. Bv. Viðey seldi 3443 vættir fyrri 6187 stp. Haukanes seldi 2645 vættir fyrir 4551 stp. Gylfi 2351 kits fyrir 6152 stp. Hafstein 1870 kits fyrir 4698 stp., Drangey 2223 vættir fyrir 3677 stp. Maí seldi 2318 stp. fyrir 5063 stp. Óli Garða seldi 2819 vættir fyrir 4827 stp. Þau sex skip er selt hafa á þessu ári voru: Belgaum, sem seldi 2017 kits fyrir 7829 stp. og er það bezta sala hjá íslenzku skipi í Englandi nú um langan tíma. Skinfaxi seldi 2640 vættir fyrir 1647 stp. Forseti seldi 2199 kits fyrir 4932 stp. Júní 2295 kits fyrir 6575 stp. Baldur 2020 kits fyrir 4374 stp. og Tryggvi Gamli -seldi í fyrradag 2085 vættir fyrir 2961 stp. Afli þessara skipa var ekki seldur á hinu nýja og hækkaða verði fyrir hausaðan fisk. Skipin voru með óhausaðan fisk, því að þau höfðu ekki frétt um verð- breytinguna. Má því búast við stórum hagstæðari sölum fram- vegis. Hjá Skinfaxa hafði aflinn skemmst. Afmæli Leikfélags Reykjavíkur Leikfélag Reykjavíkur verður 50 ára 11. næsta mánaðar. Af tilefni þess gefur það út minningarrit, sem þeir Lárus Sigurbjörnsson og Vilhjálmur Þ. Gíslason hafa aðallega undir- búið, en auk þess skrifa leikarar þar nokkrar endurminningar. Á afmælinu efnir það til há- tíðasýningar og verða sýndir þættir úr Fjalla-Eyvindi, Nýárs- nóttinni og Gullna hliðinu. Á annan í jólum hafði fé- lagið frumsýningu á gaman- leiknum „Ég man þá tíð“, eftir Eugene O’Nell. Var leiknum vel tekið og leikararnir kallaðir fram. Sigfús Halldórsson opnaði í gær leiktjalda- og mál- verkasýningu í Sýningarskála mynd- listarmanna. Á sýningunni eru mörg skemmtilega gerð leiktjöld og nokk- ur málverk.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.